astmaveikt barn og hósti

Degustelpa | 24. feb. '15, kl: 21:20:38 | 359 | Svara | Er.is | 0

16 mánaða strákurinn minn er með astma. Við vorum seinast hjá lækni sem hlustaði hann fyrir 6 dögum. Þá heyrði læknirinn ekkert astmahljóð í honum og sagði að ef hann væri með astma þá væri hann mjög vel meðhöndlaður. 
En á laugardaginn fórum við upp á fjall fyrir austan að renna okkur á sleða og loftið var mikið kalt. Strákurinn grét aðeins á leiðinni heim en ég held að það hafi frekar verið svengd, og hann var fljótur að jafna sig, en það er alveg séns á að honum hafi orðið kalt.
I gær svo, mánudagur, þá keyrðum við heim og hann var frekar mikið hóstandi í stólnum á leiðinn, ældi meira að segja einu sinni slími.
Hann var mikið hóstandi í morgun, en fór samt til dagmömmunnar, og hefur verið hóstandi aðeins hjá okkur núna í kvöld. 
Hann sofnaði fyrir ca klukkustund, eftir að hafa fengið 2græn og 2appelsínugul púst + 1 grænt í viðbót því okkur fanst koma lítið úr pústinu í fyrra skiptið, mun kaupa nýtt á morgun. En hann hefur verið hóstandi á ca 5-10 mín fresti síðan hann sofnaði. Hann sefur með opinn glugga, með dún sæng og stóran flatan bangsa sem kodda svo hann sefur í smá halla.
Ætti ég eitthvað að vera að vekja hann til að fara á læknavaktina til að athuga hóstann núna eða sjá hvernig nóttin verði? Eg heyrði alveg þegar hann fékk pústið að það hjálpaði, mesta kvæsið fór en ég svæfði ekki svo ég veit ekki alveg hvernig hann hljómaði þegar hann sofnaði.


 

T.M.O | 24. feb. '15, kl: 21:24:34 | Svara | Er.is | 2

ef þér finnst að hann eigi erfitt með að anda þá ferðu bara með hann niður á barnaspítala, getur hringt á undan þér.

Degustelpa | 24. feb. '15, kl: 21:28:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hef svosem ekki farið inn til hans. Heyri bara í gegnum tækið. En mér finnst þetta ekki vera andnauð eða erfitt að draga að sér andann. Frekar bara að það sé pirringur í lungunum sem veldur hóstanum og smá kvæsingi. En ég hugsa að ég kíki á hann ef hann hóstar aftur bráðum.

T.M.O | 24. feb. '15, kl: 21:31:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég mæli með því að þú farir inn til barnsins og hlustir á það anda, ef að surgar í honum bæði þegar hann andar inn og út þá myndi ég fara með hann, ef þetta hljómar eins og slím og hann sé að hósta því upp þá ættir þú ekki að þurfa þess. Þú þarft greinilega samt að fylgjast með honum og ef lyfin sem er búið að gefa honum duga ekki til þá þarf hann meiri hjálp

Degustelpa | 24. feb. '15, kl: 21:34:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fór inn til hans og lagðist á hann til að hlusta á lungað, gat bara hlustað á það hægra og það surgar aðeins á innöndunninni en mest í útöndunninni og eiginlega bara í lokin. En ég veit ekki almennilega hvort þetta sé slím sem hann er að losna við eða hvað. Eg þekki ekki almennilega astmakast hjá börnum þó ég þekki mín astmaköst

T.M.O | 24. feb. '15, kl: 21:37:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tilfinningin mín er að það er eins og að anda í gegnum svamp þegar astminn er í gangi. Ef það er slím þá er það ekki stöðugt heldur losnar og hreyfist þegar barnið hóstar. Farðu frekar með hann heldur en að hafa hann upplifa sig eins og hann sé að kafna. Þetta getur versnað ansi hratt

Degustelpa | 24. feb. '15, kl: 21:40:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

surgið breyttist aðeins þegar hann hóstaði, en fór ekki. En hann hefur ekki hóstað nógu almennilega finnst mér til að losna við þykkt slím ef það er til staðar, þrátt fyrir bank á bakið. En ég er að hugsa um að hlusta á hann aftur á eftir og sjá hvort hljóðið hefur breyst. 


Mín reynsla er að ef ég er með astmakast þá get ég ekki sofið, svo ég er pínu á báðum áttum með hann þar sem hann sefur.

T.M.O | 24. feb. '15, kl: 21:45:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já fylgstu vel með honum. Ég er með svona astmagemling og hann versnar alltaf mikið ef hann kvefast svo að þetta leggst ofaná hvort annað

Degustelpa | 24. feb. '15, kl: 22:09:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hlustaði hann aftur núna og þá var surgið eiginlega bara í aðdrættinum og í ca 3-4 hverjum andardrætti þá heyrðist ekkert. Svo ég er eiginlega á því að hann sé bara með kvef og er með slím í lungunum.

T.M.O
dorey | 24. feb. '15, kl: 22:30:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef hann er kvefaður þá er mjög algengt að þegar þau sofna renni slím niður í lungu ( var með asmaveikt barn í 5 ár), því er mjög gott að gefa þeim saltvatn í nefið til að losa betur um slímið (þe ef hann er með í nefinu). Mitt barn fékk yfirleitt í lungun ef ég passaði þetta ekki.

Degustelpa | 25. feb. '15, kl: 08:15:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann fær 2x sprey í hverja nös fyrir svefn, annars myndi hann ekkert sofa

LadyGaGa | 24. feb. '15, kl: 21:47:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín steinsefur alltaf í gegnum þetta.

Degustelpa | 24. feb. '15, kl: 21:52:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

við erum búin að ákveða að láta amk hlusta hann á morgun til öryggis. Við förum með hann í nótt ef hann versnar í köstunum.

LadyGaGa | 24. feb. '15, kl: 21:55:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já um að gera, ég þurfti samt ansi margar læknisheimsóknir þar með talið á barnavaktinni til að fá einhvern sem heyrði hljóð í henni.  Annars var bara bent á að gefa henni parkódín.  Getur ímyndað þér hóstanæturnar áður en hún fékk pústin. 

Degustelpa | 24. feb. '15, kl: 21:58:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fór með minn bara til læknis til að fá uppáskrifað. Vissi alveg nákvæmlega hvað væri í gangi, sterk ættarsaga með astma og ég sjálf með astma þó svo hann sé mjög vægur. En það heyrðist mjög vel að hann var með astma þegar við fórum en ég var búin að vita þetta í nokkra mánuði þar sem hann hefur verið hóstandi frá því hann var ungabarn.

LadyGaGa | 24. feb. '15, kl: 22:00:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok. málið hjá minni er að það eru ekki mikil astmahljóð í henni, þetta er aðallega hóstinn.  Ég hélt alltaf að hún væri komin með lungnabólgu í þessum hóstaköstum þar til einn læknir loksins fattaði þetta.

presto | 24. feb. '15, kl: 22:12:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Asminn gaus alltaf upp hjá mínu barni með kvefi/veikindum. Settum stundum upprúllað handklæði undir höfðalagið á dýnunni til að lyfta henni smá.
Notuðum bæði ventolin og flixotide en virkaði lítið. Hóstaköstin voru mörg á nóttunni og örari eftir því sem leið á nóttina, það var algengt að hann ældi yfir sig í hóstakasti því átökin við slímið voru svo mikil:( maður var orðinn mjög þjálfaður í að þrífa barn og rúm hratt, gott að hafa auka þverlak (þversum) og rífa upp áður en allt blotnaði.
Þegar hann fékk RS vírusinn varð hann svo slæmur að hann átti erfitt með að anda og þurfti spítalainnlögn í nokkra daga.

Um 2,5 ára aldur leituðum við til Matthildar Þorláksdóttur (vegna magavesens, ekki asmans) og hann losnaði algjörlega við asmann innan 2ja vikna eftir það. Breytt mataræði og skiptum t.d. Dúnsænginni út fyrir ofnæmisprófaða sæng. (Notar dúnsæng í dag og hefur gert í mörg ár)

presto | 24. feb. '15, kl: 22:38:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, átti nú ekki að koma endalaust, virkaði frosið. Sorrí.

Degustelpa | 25. feb. '15, kl: 08:19:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hahahahahaha var hrædd um svona endalaust í gær, síðan var eitthvað treg þá.


En hann hefur verið kvefaður síðan í nóvember. En eftir 23 þá vaknaði hann  4-5 sinnum en sofnaði aftur. Kom svo upp í til okkar kl 5 og var á ekki astmalegur í öndun þó hann hóstaði aðeins slími

LadyGaGa | 26. feb. '15, kl: 11:26:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ég spyrja út í þetta mataræði?

presto | 26. feb. '15, kl: 17:21:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, hvað ertu að spá?

LadyGaGa | 26. feb. '15, kl: 17:24:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski hvort eitthvað sé á bannlista eða eitthvað sem má bæta inn í mataræðið?  Fékkstu matarprógram eða eitthvað þess háttar?

presto | 26. feb. '15, kl: 17:30:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mataræðinu var breytt til að laga magaóþægindi og meltingarvesen, það að asminn hvarf kom bara í bónus:) hún gaf einhverjar remedíur á asmann sem ég bjóst ekki við að hefðu mega áhrif. Ráðin eru einstaklingsbundin, en ég þekki t.d. Barn sem hún sagði að taka út 1 ávöxt og eina matartegund og þá lagaðist barnið!
Hjá okkur var þetta að forðast allan unninn mat, rotvarnarefni, MSG krydd ofl.borða ávexti sér,  aldrei með mat, sleppa líka öllu hvítu (það er mikið unnið sshvítt hveiti,  hrísgrjón osfrv)
Mæli algjörlega með heimsókn til Matthildar, alveg þess virði að bíða eftir tîma.

LadyGaGa | 26. feb. '15, kl: 17:44:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ok.  Eitthvað af þessu á við, t.d. borðar hún ávexti alltaf sér og reyndar mjög mikið af þeim.  Ég er að taka út hvítt hveiti og sykur hjá mér svo sjálfkrafa dettur það úr kvöldmatnum fyrir hana líka.  Ég tékka á þessu, takk fyrir þessar upplýsingar.

presto | 26. feb. '15, kl: 17:34:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og já, við fengum lista yfir það sem var bannað og lika ábendingar, t.d 1 msk. Af live stream aloe vera safa á dag (á morgnana á fastandi maga) er græðandi fyrir barnið og við notum það ennþá reglulega þegar okkur finnst hann versna (borðar alla óhollustu og drasl i dag)

presto | 24. feb. '15, kl: 22:12:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Asminn gaus alltaf upp hjá mínu barni með kvefi/veikindum. Settum stundum upprúllað handklæði undir höfðalagið á dýnunni til að lyfta henni smá.
Notuðum bæði ventolin og flixotide en virkaði lítið. Hóstaköstin voru mörg á nóttunni og örari eftir því sem leið á nóttina, það var algengt að hann ældi yfir sig í hóstakasti því átökin við slímið voru svo mikil:( maður var orðinn mjög þjálfaður í að þrífa barn og rúm hratt, gott að hafa auka þverlak (þversum) og rífa upp áður en allt blotnaði.
Þegar hann fékk RS vírusinn varð hann svo slæmur að hann átti erfitt með að anda og þurfti spítalainnlögn í nokkra daga.

Um 2,5 ára aldur leituðum við til Matthildar Þorláksdóttur (vegna magavesens, ekki asmans) og hann losnaði algjörlega við asmann innan 2ja vikna eftir það. Breytt mataræði og skiptum t.d. Dúnsænginni út fyrir ofnæmisprófaða sæng. (Notar dúnsæng í dag og hefur gert í mörg ár)

presto | 24. feb. '15, kl: 22:12:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Asminn gaus alltaf upp hjá mínu barni með kvefi/veikindum. Settum stundum upprúllað handklæði undir höfðalagið á dýnunni til að lyfta henni smá.
Notuðum bæði ventolin og flixotide en virkaði lítið. Hóstaköstin voru mörg á nóttunni og örari eftir því sem leið á nóttina, það var algengt að hann ældi yfir sig í hóstakasti því átökin við slímið voru svo mikil:( maður var orðinn mjög þjálfaður í að þrífa barn og rúm hratt, gott að hafa auka þverlak (þversum) og rífa upp áður en allt blotnaði.
Þegar hann fékk RS vírusinn varð hann svo slæmur að hann átti erfitt með að anda og þurfti spítalainnlögn í nokkra daga.

Um 2,5 ára aldur leituðum við til Matthildar Þorláksdóttur (vegna magavesens, ekki asmans) og hann losnaði algjörlega við asmann innan 2ja vikna eftir það. Breytt mataræði og skiptum t.d. Dúnsænginni út fyrir ofnæmisprófaða sæng. (Notar dúnsæng í dag og hefur gert í mörg ár)

presto | 24. feb. '15, kl: 22:12:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Asminn gaus alltaf upp hjá mínu barni með kvefi/veikindum. Settum stundum upprúllað handklæði undir höfðalagið á dýnunni til að lyfta henni smá.
Notuðum bæði ventolin og flixotide en virkaði lítið. Hóstaköstin voru mörg á nóttunni og örari eftir því sem leið á nóttina, það var algengt að hann ældi yfir sig í hóstakasti því átökin við slímið voru svo mikil:( maður var orðinn mjög þjálfaður í að þrífa barn og rúm hratt, gott að hafa auka þverlak (þversum) og rífa upp áður en allt blotnaði.
Þegar hann fékk RS vírusinn varð hann svo slæmur að hann átti erfitt með að anda og þurfti spítalainnlögn í nokkra daga.

Um 2,5 ára aldur leituðum við til Matthildar Þorláksdóttur (vegna magavesens, ekki asmans) og hann losnaði algjörlega við asmann innan 2ja vikna eftir það. Breytt mataræði og skiptum t.d. Dúnsænginni út fyrir ofnæmisprófaða sæng. (Notar dúnsæng í dag og hefur gert í mörg ár)

presto | 24. feb. '15, kl: 22:12:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Asminn gaus alltaf upp hjá mínu barni með kvefi/veikindum. Settum stundum upprúllað handklæði undir höfðalagið á dýnunni til að lyfta henni smá.
Notuðum bæði ventolin og flixotide en virkaði lítið. Hóstaköstin voru mörg á nóttunni og örari eftir því sem leið á nóttina, það var algengt að hann ældi yfir sig í hóstakasti því átökin við slímið voru svo mikil:( maður var orðinn mjög þjálfaður í að þrífa barn og rúm hratt, gott að hafa auka þverlak (þversum) og rífa upp áður en allt blotnaði.
Þegar hann fékk RS vírusinn varð hann svo slæmur að hann átti erfitt með að anda og þurfti spítalainnlögn í nokkra daga.

Um 2,5 ára aldur leituðum við til Matthildar Þorláksdóttur (vegna magavesens, ekki asmans) og hann losnaði algjörlega við asmann innan 2ja vikna eftir það. Breytt mataræði og skiptum t.d. Dúnsænginni út fyrir ofnæmisprófaða sæng. (Notar dúnsæng í dag og hefur gert í mörg ár)

presto | 24. feb. '15, kl: 22:14:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Asminn gaus alltaf upp hjá mínu barni með kvefi/veikindum. Settum stundum upprúllað handklæði undir höfðalagið á dýnunni til að lyfta henni smá.
Notuðum bæði ventolin og flixotide en virkaði lítið. Hóstaköstin voru mörg á nóttunni og örari eftir því sem leið á nóttina, það var algengt að hann ældi yfir sig í hóstakasti því átökin við slímið voru svo mikil:( maður var orðinn mjög þjálfaður í að þrífa barn og rúm hratt, gott að hafa auka þverlak (þversum) og rífa upp áður en allt blotnaði.
Þegar hann fékk RS vírusinn varð hann svo slæmur að hann átti erfitt með að anda og þurfti spítalainnlögn í nokkra daga.

Um 2,5 ára aldur leituðum við til Matthildar Þorláksdóttur (vegna magavesens, ekki asmans) og hann losnaði algjörlega við asmann innan 2ja vikna eftir það. Breytt mataræði og skiptum t.d. Dúnsænginni út fyrir ofnæmisprófaða sæng. (Notar dúnsæng í dag og hefur gert í mörg ár)

Steina67 | 26. feb. '15, kl: 08:54:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hmmm það surgar í mér bæði þegar ég anda inn og út, ætti ég kanski að hringja í lækninn minn?  Ég hósta líka eins og brjálæðingur á nóttunniog það mikið að ég æli næstum því.  Ég er reyndar vön að hósta á nóttunni en þetta er meira en venjulega, en hef samt ekki farið til læknis.  Kíki ef að ég fer ekki að skána eða hringi réttarasagt.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Degustelpa | 26. feb. '15, kl: 09:17:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þegar hóstinn er orðinn svona mikill þá myndi nú láta hlusta mig. Gæti verið lungnabólga

Steina67 | 26. feb. '15, kl: 09:19:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, er reyndar alltaf með hósta og surg ofan í mér svo það er eðlilegt en er búið að vera meira núna vegna flensu og var búin en byrjaði svo aftur.  Fer ekki á læknavaktina og hringi ekki í lækninn minn (sérfræðingur) fyrr en í það allra síðasta.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Leiga111 | 24. feb. '15, kl: 21:41:41 | Svara | Er.is | 0

ufffff.
Dóttir mín eldri er astma barn og ég öfunda ekki foreldra sem eru að díla við þetta.
Mæli með Gunnari á barnaspítalanum hann er svakalega góður læknir og hjálpaði mér mjög mikið.
Spurning hvort að hann sé með RS sem er víst mjög skæður núna.
Myndi allavegana ekki hika við að fara með hann til læknis það er betra að fara einu sinni of oft en einu sinni of sjaldan

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

LadyGaGa | 24. feb. '15, kl: 21:46:43 | Svara | Er.is | 1

Mín sem er orðin 4ja ára hefur verið með svona einkenni í ca. 3 ár.  Hún þolir illa kulda og raka.  Ég gef henni aukapúst græna eftir að hún sofnar ef hóstinn ersvona mikill. Aftur ef hóstinn byrjar aftur um miðja nótt. Tek hana upp og held henni uppréttri í fanginu kannski í 10 mínútur.  Ég persónulega myndi loka glugganum og ekki hafa bangsa undir höfðinu ef þetta er loðinn bangsi, frekar nota eitthvað annað, sófapúða t.d. bækur undir dýnuna til að hækka hana.  Svo er nauðsynlegt að halda áfram með appelsínugula pústið í ca. 2 vikur eftir að einkennin fara.  Þegar þau koma aftur þá byrjar þú strax að pústa hann með bláa/græna eftir þörfum og appelsínugula tvisvar á dag.   Ég fæ að halda henni inni á leikskóla í ca. 2 daga eftir svona köst.

Degustelpa | 24. feb. '15, kl: 21:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já við erum búin að vera með gula pústið í langan tíma núna, eiginlega alveg síðan hann greindist í ágúst minnir mig. En svo fékk hann kalda lungnabólgu í nóvember og er búinn að vera svona kvefaður síðan með samt nokkrum góðum dögum þar sem við vorum farið að vona að geta hvílt pústið en þá komið hósti aftur.
Eg er ekki viss með dagmömmuna á morgun, en þau fara ekkert út þegar það er svona veður. Eg ætla líka að gefa honum græna aftur þegar við förum uppí á eftir. En í augnablikinu er bangsinn eina sem hann getur notað fyrir utan koddann minn, ekkert annað gengur. En ég ætla að fara og kaupa kodda fyrir hann á morgun til að skipta út bangsanum

LadyGaGa | 24. feb. '15, kl: 21:53:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gangi þér vel.  Í raun kannski í lagi að senda hann til dagmömmu ef hún hefur tök á að græja hann þegar hann byrjar að hósta í hvíldinni. 

Degustelpa | 24. feb. '15, kl: 21:56:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún þekkir astmabörn, á eitt þannig sjálf, en hún vill ekki pústa en ég hugsa að hún myndi hringja í okkur ef hann gæti ekki sofnað eða sofið út af hósta

LadyGaGa | 24. feb. '15, kl: 21:57:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok. flott.  En skrýtið að hún vilji ekki pústa, ég get sent mína með púst á leikskólann. 

Degustelpa | 24. feb. '15, kl: 22:02:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég get kannski talað við hana aftur en hún sagði seinast þegar við ræddum svona að þær mættu ekki gefa lyf.
En svo hefur svosem verið vesen með þessar dagmömmur í langan tíma. Hann brann hrillilega á bossanum hjá þeim og við röktum það til bossaklútanna sem þær nota (hann er taubarn) en þær sögðu að þær myndu missa leyfið ef þær myndu nota fjölnotaklúta á hann með vatni. Og þær vildu ekki viðurkenna að klútarnir væru það sem hann þyldi ekki en ég mætti einn daginn með grisjur til þeirra og sagði þeim að nota þær og þær hafa gert það síðan sem betur fer og enginn meiri bruni meira en er eðlilegt hjá bleyjubörnum

presto | 24. feb. '15, kl: 22:42:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Missa leyfið? En það kjaftæði! Biddu hana bara að nota þína fjölnota klúta á barnið og pakka með bleiunum. Yngra barnið notaði bara tau, líka á leikskólanum. Blautklútar eru ógeð svampar ásættanlegir.
Mér var einmitt sagt með fyrsta barn á fyrsta dagvistunarstað að þær gæfu ekki lyf (gætu orðið mistök eða álíka ástæða) en seinna (á öðrum leikskóla) voru starfsmennirnir svakalega hissa á mér þegar ég þorði ekki að koma með lyf á leiksólann sem gefa þurfti þrisvar á dag- AUÐVItaÐ ætti barnið að fá lyfin sín!

Degustelpa | 25. feb. '15, kl: 08:22:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ég mun ekki mæla með þeim. Ef þær hefðu ekki samþykkt að nota grysjurnar að þá hefði ég haft samband við barnaverndanefnd. Ég var í sambandi við eftirlitsaðilann þeirra og fékk ráðleggingar frá þeim.

Leiga111 | 24. feb. '15, kl: 21:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

biddu um fjólubláa pústið minnir að það heitir serotíðe það hjálpaði minni svakalega mikið.
og fáðu almennilegan lungnalækni fyrir hann,
Í 5 ár þá stóð ég í þessu og alltaf frá svona sept/okt fram í mars/apríl þá voum við uppi á barnaspítala 1-2 daga í viku og ef það hefði ekki verið fyrir Hann Gunnar barnalækni þá hefði ég tapað geðheilsunni.

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Degustelpa | 24. feb. '15, kl: 22:04:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við höfum bara verið að fara á domus. En læknirin sem greyndi hann er hættur að vera á kvöld og helgarvaktinni og erfitt að komast að hjá honum svo við höfum bara verið að fá tíma hjá einhverjum og einhverjum. Gunnar ofnæmislæknir greyndi strákinn og sagðist vilja fylgja honum eftir en það hefur ekki tekist.

Leiga111 | 24. feb. '15, kl: 22:21:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æi ég myndi sækjast eftir því að fá tíma hjá honum.
Eins og ég sagði hann bjargaði geðheilsunni minni og stóð 100% við bakið á mér og ég var með svona frípassa þurfti ekki að fara á vaktina áður en ég kom upp á barnaspítala sem munaði mér helling.
Eins og ég sagði hann er algjör gullmoli og pottþétt þess veggna sem er erfitt að fá tíma hjá honum hann er án efa besti barnalæknir á íslandi

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Louise Brooks | 24. feb. '15, kl: 22:43:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fáðu tíma hjá Birni Árdal í Kringlunni. Hann alveg bjargaði mínum gaur.

,,That which is ideal does not exist"

Louise Brooks | 24. feb. '15, kl: 22:42:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú átt ekki að hvíla pústið yfir vetrartímann heldur alltaf að gefa bæði græna og gula og ekki saman heldur græna þegar vantar að opna öndunarveginn og gula sem fyrirbyggjandi meðferð. Minn er með ventolin og seretide og læknirinn er búin að margbrýna að ég eigi ekki að gefa bæði í einu heldur bara nota græna til að létta á önduninni og nota hitt kvölds og morgna. Mig minnir að það hafi verið eins með gula. 


Svo er gott ráð að hafa ekki opinn glugga og passa að barnið sofi ekki beint undir honum. Vonandi hressist litli kúturinn sem fyrst.
Gangi ykkur vel.

,,That which is ideal does not exist"

Degustelpa | 25. feb. '15, kl: 08:24:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við erum að gera þetta svona eftir læknisráði. En við höfum gluggan alltaf opinn annars sefur barnið ekki. En við erum með gardínur sem ná niður á gólf svo það blæs ekki á hann

Louise Brooks | 25. feb. '15, kl: 09:55:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo lengi sem hann er ekki beint undir glugganum þá ætti það að sleppa að glugginn sé opinn. Það er samt gott að hafa gluggann bara lítið opinn.

,,That which is ideal does not exist"

Degustelpa | 25. feb. '15, kl: 11:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já við getum læst glugganum þannig að það er í rauninni ekkert opið en er samt rifa, fattaru? Þannig við fáum hreyfingu á loftið án þess að hafa galopið

Louise Brooks | 25. feb. '15, kl: 15:53:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það væri mjög sniðugt.

,,That which is ideal does not exist"

presto | 25. feb. '15, kl: 14:04:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vandi mig af opnum glugga ís svefnherbergi fyrir barnið, en skrúfuðum líka niður í öllum ofnum í svefnherbergjum. Opinn gluggi annarsstaðar og herbergið opið á nóttunni. Loftað vel út á daginn.

Degustelpa | 25. feb. '15, kl: 15:02:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

getum ekki haft opið því hann vaknar við umgang hjá okkur frammi, annars myndum við gera það. En hann sefur líka best ef það er ferskt loft inni hjá honum. Það er aldrei kalt þó svo að það sé aðeins kaldara inni hjá honum en frammi. Hann versnar ekki af astmanum nema vindáttin hafi breyst fyrir utan eða það snögg kólni yfir nóttina þannig að herbergið kólni mikið

presto | 24. feb. '15, kl: 22:15:00 | Svara | Er.is | 0

Asminn gaus alltaf upp hjá mínu barni með kvefi/veikindum. Settum stundum upprúllað handklæði undir höfðalagið á dýnunni til að lyfta henni smá.
Notuðum bæði ventolin og flixotide en virkaði lítið. Hóstaköstin voru mörg á nóttunni og örari eftir því sem leið á nóttina, það var algengt að hann ældi yfir sig í hóstakasti því átökin við slímið voru svo mikil:( maður var orðinn mjög þjálfaður í að þrífa barn og rúm hratt, gott að hafa auka þverlak (þversum) og rífa upp áður en allt blotnaði.
Þegar hann fékk RS vírusinn varð hann svo slæmur að hann átti erfitt með að anda og þurfti spítalainnlögn í nokkra daga.

Um 2,5 ára aldur leituðum við til Matthildar Þorláksdóttur (vegna magavesens, ekki asmans) og hann losnaði algjörlega við asmann innan 2ja vikna eftir það. Breytt mataræði og skiptum t.d. Dúnsænginni út fyrir ofnæmisprófaða sæng. (Notar dúnsæng í dag og hefur gert í mörg ár)

presto | 24. feb. '15, kl: 22:15:00 | Svara | Er.is | 0

Asminn gaus alltaf upp hjá mínu barni með kvefi/veikindum. Settum stundum upprúllað handklæði undir höfðalagið á dýnunni til að lyfta henni smá.
Notuðum bæði ventolin og flixotide en virkaði lítið. Hóstaköstin voru mörg á nóttunni og örari eftir því sem leið á nóttina, það var algengt að hann ældi yfir sig í hóstakasti því átökin við slímið voru svo mikil:( maður var orðinn mjög þjálfaður í að þrífa barn og rúm hratt, gott að hafa auka þverlak (þversum) og rífa upp áður en allt blotnaði.
Þegar hann fékk RS vírusinn varð hann svo slæmur að hann átti erfitt með að anda og þurfti spítalainnlögn í nokkra daga.

Um 2,5 ára aldur leituðum við til Matthildar Þorláksdóttur (vegna magavesens, ekki asmans) og hann losnaði algjörlega við asmann innan 2ja vikna eftir það. Breytt mataræði og skiptum t.d. Dúnsænginni út fyrir ofnæmisprófaða sæng. (Notar dúnsæng í dag og hefur gert í mörg ár)

presto | 24. feb. '15, kl: 22:26:22 | Svara | Er.is | 0

Asminn gaus alltaf upp hjá mínu barni með kvefi/veikindum. Settum stundum upprúllað handklæði undir höfðalagið á dýnunni til að lyfta henni smá.
Notuðum bæði ventolin og flixotide en virkaði lítið. Hóstaköstin voru mörg á nóttunni og örari eftir því sem leið á nóttina, það var algengt að hann ældi yfir sig í hóstakasti því átökin við slímið voru svo mikil:( maður var orðinn mjög þjálfaður í að þrífa barn og rúm hratt, gott að hafa auka þverlak (þversum) og rífa upp áður en allt blotnaði.
Þegar hann fékk RS vírusinn varð hann svo slæmur að hann átti erfitt með að anda og þurfti spítalainnlögn í nokkra daga.

Um 2,5 ára aldur leituðum við til Matthildar Þorláksdóttur (vegna magavesens, ekki asmans) og hann losnaði algjörlega við asmann innan 2ja vikna eftir það. Breytt mataræði og skiptum t.d. Dúnsænginni út fyrir ofnæmisprófaða sæng. (Notar dúnsæng í dag og hefur gert í mörg ár)

presto | 24. feb. '15, kl: 22:26:26 | Svara | Er.is | 0

Asminn gaus alltaf upp hjá mínu barni með kvefi/veikindum. Settum stundum upprúllað handklæði undir höfðalagið á dýnunni til að lyfta henni smá.
Notuðum bæði ventolin og flixotide en virkaði lítið. Hóstaköstin voru mörg á nóttunni og örari eftir því sem leið á nóttina, það var algengt að hann ældi yfir sig í hóstakasti því átökin við slímið voru svo mikil:( maður var orðinn mjög þjálfaður í að þrífa barn og rúm hratt, gott að hafa auka þverlak (þversum) og rífa upp áður en allt blotnaði.
Þegar hann fékk RS vírusinn varð hann svo slæmur að hann átti erfitt með að anda og þurfti spítalainnlögn í nokkra daga.

Um 2,5 ára aldur leituðum við til Matthildar Þorláksdóttur (vegna magavesens, ekki asmans) og hann losnaði algjörlega við asmann innan 2ja vikna eftir það. Breytt mataræði og skiptum t.d. Dúnsænginni út fyrir ofnæmisprófaða sæng. (Notar dúnsæng í dag og hefur gert í mörg ár)

Dalía 1979 | 24. feb. '15, kl: 23:15:38 | Svara | Er.is | 0

ég er asma veik og þoli illa kalt loft myndi ekki hafaopinn gluggann ef það gustar inn 

artois | 25. feb. '15, kl: 00:03:21 | Svara | Er.is | 1

Ekki láta hann sofa við opinn glugga, það gerir hóstann verri. Minn vill stundum sofa við opinn glugga og ég leyfi honum þá að sofna við opin glugga, en það er nánast öruggt að hann fer að hósta seinna um kvöldið/nóttina ef ég gleymi að loka eftir að hann er sofnaður. Mínum finnst gott að fara í gufubað áður en hann fer að sofa ef hann er slæmur af astmanum (skrúfa frá heita vatninu í öllum krönum inni á baði og bý til góða hlýja gufu og leyfi honum að leika sér þar í 10-15 mín). Prófaðu að hækka undir höfðagaflinum á rúminu með því að setja eitthvað undir rúmfæturnar. Þarf ekki að vera mikið, kannski ca 3-5 m hækkun, en það er betra en að nota kodda eða eitthvað undir dýnuna sem gerir hana ójafna og barnið bara færir sig á sléttan flöt. Það er ekki hægt ef allt rúmið hallar um nokkrar gráður :) Appelsínugula pústið (Flixotide) er bara til að nota kvölds og morgna. Gott er að taka hitt pústið 2-3 mín áður en flixotidið er tekið til að opna öndunarveginn og hámarka þannig virkni flixotidsins. Og aldrei að hætta meðferð þó að hósti sé að mestu hættur án þess að ráðfæra sig við lækni.

artois | 25. feb. '15, kl: 00:09:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarna einhversstaðar átti að standa "ef hann er slæmur af kvefi með astmanum" en kom bara slæmur af astmanum...

Kentár | 25. feb. '15, kl: 08:24:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þér með opna gluggann og gufuna. Vil bara bæta við að taka dúnsængina og kaupa ofnæmisprófaða sæng, það gerði svakalegan mun hjá okkur.

Degustelpa | 25. feb. '15, kl: 08:29:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég verð að hafa gluggan opinn en það blæs ekki á hann og það er aldrei rok inn, ég loka bara ef það eru læti í honum.


Með rúmmið þá verð ég að hafa kodda/bangsa í rúminu til að hækka því hann er með þungt flexa 90*200 rúm.


Og samkvæmt lækninum okkar þá á hann ekki að vera alltaf á lyfunm heldur eigum við að hætta ef hann hættir að hósta í viku, þá megum við minka og ef hann byrjar ekki aftur að hósta þá megum við hætta viku eftir það

Louise Brooks | 25. feb. '15, kl: 09:59:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þetta örugglega astma og ofnæmislæknir sem er að gefa ykkur þessi ráð? Ég fékk alls konar misvísandi og misagagnleg ráð frá læknum áður en ég fór með barnið til astma og ofnæmislæknis. Það var ekki fyrr en við fórum til sérfræðings sem að drengurinn minn fór að ná einhverjum framförum. 


Það eru ekki allir læknir með næga þekkingu þegar það kemur að astma. 

,,That which is ideal does not exist"

Degustelpa | 25. feb. '15, kl: 11:20:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já sá sem greyndi hann er ofnæmislæknir og við erum að fara eftir hans ráðleggingum með pústanotkunina þó svo það séu fleiri læknar sem hafa hlustað hann

Louise Brooks | 25. feb. '15, kl: 15:55:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott að heyra að þið eruð í góðum höndum. 

,,That which is ideal does not exist"

artois | 25. feb. '15, kl: 13:19:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skiptir ekki máli þó það blási ekki inn um gluggann, það er kalt loft að koma inn og heitt að fara út svo það er alltaf hreyfing á loftinu inni í herberginu sem getur verið nóg til að erta öndunarfærin.

Og ég myndi alltaf fara til læknis og láta hlusta barnið áður en ég hætti með það á pústinu eftir að það er hætt að hósta. Það geta nefnilega verið til staðar bólgur í langan tíma eftir að barnið hættir að hósta og það er bara alls ekki gott að hætta lyfjagjöf á meðan bólgur eru enn til staðar, sem við foreldrarnir erum kannski svolítið gjörn á að gera því þetta púststand er bara frekar leiðinlegt :(

 

Degustelpa | 25. feb. '15, kl: 13:28:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég nenni nú ekki með barnið í hlustun á 2 vikna fresti. Við erum að fara eftir læknisráði svona og munum gera þetta svona áfram.

artois | 25. feb. '15, kl: 13:34:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Gott að heyra að þetta snýst meira um þína "nennu" en að tryggja góðan bata barnsins. Gangi þér vel með þetta.

Degustelpa | 25. feb. '15, kl: 15:04:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er bara óþarfi að fara á 2 vikna fresti til læknis. Ef þess þyrfti þá myndum við fara. En enginn af held ég 4 læknum sem hafa hlustað hann, þar á meðal 2 ofnæmislæknar hafa sagt að það þurfi að koma í hlustun áður en við hættum að pústa. Bara hætta græna viku eftir að hóstinn fer og svo gula viku eftir það.

strákamamma | 25. feb. '15, kl: 15:55:18 | Svara | Er.is | 0

ertu að fara með hann til barnalæknis eða heimilislæknis?


Farðu til micaels clausen i domus..  alger astmasnillingur

strákamamman;)

Degustelpa | 25. feb. '15, kl: 23:46:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

erum hjá ofnæmislækni i domus

LillyS | 26. feb. '15, kl: 11:12:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég myndi líka sleppa útiveru í miklum kulda/roki eins og td sleðaferðinni sem þú nefndir. Hóstinn hjá minni rauk alltaf upp við svona, sérstaklega ef hún var hætt á pústunum. Svo er spurning að sleppa td mjólk og mjólkurvörum í nokkrar vikur, ekki bara til að athuga hvort um óþol sé að ræða heldur líka því að hún er slímmyndandi. Mín þolir ekki heldur að sofa í heitu herbergi en ég hef aldrei opinn gluggann heldur nota viftu til að koma hreyfingu á loftið. Opna svo inn til hennar og slekk á viftunni áður en ég fer að sofa. Svo er spurning um að sleppa púst-hléum á meðan það er vetur þó að það komi nokkrir hóstalausir dagar inn á milli.

Horision | 26. feb. '15, kl: 08:29:17 | Svara | Er.is | 0

Hér er athyglisvert : http://www.ruv.is/frett/er-uppthvottavelin-ofnaemisvaldur

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47984 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien