Barn með athyglisbrest

bogi | 2. mar. '15, kl: 18:02:17 | 298 | Svara | Er.is | 0

en enga námsörðugleika, getur það passað? Rosalega sveimhuga, alltaf að gleyma einhverjum, hefur aldrei tíma til að borða nesti, gleymir að fá nýja lestrarbók, týnir dóti, gleymir að fara á klósettið og oft erfitt að ná sambandi. En gengur vel námslega, búinn að ná 4 bekkjar viðmiði í lestri núna ( er í 3. bekk) og skorar hátt í prófum. Hvernig á að díla við svona barn? Bara sætta sig við að eiga svona sveimhuga?

 

Tipzy | 2. mar. '15, kl: 18:10:55 | Svara | Er.is | 0

Strákurinn minn á mjög auðvelt með að læra með adhd mótþróaþrjóskuröskun og á einhverfurófinu. Hann gerir algjört lágmark sem hann kemst upp með og jafnvel minna en það, vandar sig nkl ekki við neitt í bóklega náminu og bara leiðist þetta alveg rosalega. Samt er hann með fínar einkunni og mjög fínar í þeim fögum sem hann hefur mestan áhuga á. Er í A hóp í bæði íslensku og stærðfræði. Og já gleymir öllu og týnir og gengur hrikalega subbulega um allt skóladótið sitt osfrv.

...................................................................

Tipzy | 2. mar. '15, kl: 18:17:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En já var ekki þannig áður en hann fékk lyfin, þá bara lærði hann ekki neitt heldur starði bara út í loftið.

...................................................................

jovig | 2. mar. '15, kl: 18:12:37 | Svara | Er.is | 0

Til að ná greiningarviðmiðum þá þarf röskunin að ná klínískt marktækum erfiðleikum á 3 sviðum, t.d. námi, heima, í vinnu, félagslega. Það að vera gleyminn og utangáttar er ekki alltaf merki um ADHD.

--------------------------------------------
Er ekki Joðvillingur!

bogi | 2. mar. '15, kl: 18:15:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hrikalega þreytandi að búa með svona fólki ... en já hann myndi ekki ná viðmiðinu í neinu af þessum þáttum. Mér finnst samt verst að hann hálf pissi á sig oft í viku.

jovig | 2. mar. '15, kl: 18:23:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég trúi því, börn með ADHD geta reyndar stundum fúnkerað ágætlega í námi, svona framanað, en svo lenda þau á vegg. Einkennin þurfa samt að vera merkjanleg fyrir 7 ára aldur og vera nokkuð margþætti. Hefur þú fengið einhverja leiðsögn eða aðstoð með að takast á við þvaglosunarvanda drengsins? t.d. Æfa hann markvisst í að muna að fara á klósettið, athuga með þvagblöðru. Gerist þetta bara í leik eða líka á nóttunni.
Sum börn þurfa extra þjálfun til að muna eftir hlutum því annað togar sterkar í athygli þeirra en skyldur, eins og að taka með sér skóladótið heim eða fara á klósettið.

--------------------------------------------
Er ekki Joðvillingur!

Alpha❤ | 2. mar. '15, kl: 18:46:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

pissa í sig hefur ekkert með adhd eða athyglisbrest að gera.. 

bogi | 3. mar. '15, kl: 08:16:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Barn sem verður svo annars hugar að það gleymir að fara á klósettið gæti alveg tengst því - það er ekki þar með sagt að allir með ADHD pissi á sig.

Alpha❤ | 2. mar. '15, kl: 19:09:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en já þetta er akkurat ástæðan fyrir því að ég get ekki búið með öðrum:P það er of þreytandi að búa með mér útaf þessu.. Allir sem ég hef verið með og fjölskylda kvartar svakalega undan þessu. Myndi samt ekki skamma hann fyrir þetta

frkglöð | 3. mar. '15, kl: 10:25:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þurfa ekki að vera námsörðuleikar til að ná greiningarviðmiðum. Stelpan mín er með bullandi ADD, s.s ekki ofvirkni og hún nær greiningarviðmiðum en er samt að standa sig ágætlega námslega.

Dalía 1979 | 2. mar. '15, kl: 18:20:16 | Svara | Er.is | 0

minn er með add og gengur rosa vel i skola enn svo er eg með annann og hann er með adhd eða ofvirkni lika og það er önnur saga með hann enda fer svo mikill timi i að rugga sér á stólnum og hreyfa sig enginn timi til að taka eftir i timum ...

hillapilla | 2. mar. '15, kl: 18:37:32 | Svara | Er.is | 0

*dæs* Eldri strákurinn minn er svona... er núna í 6. bekk og hefur svo sem heldur skánað með þetta (eða ég bara hætt að sjá þetta...). Mjög klár, fluglæs löngu áður en hann byrjaði í skóla, góður í stærðfræði og öllu svo sem nema skrift, haha :D En aaaalgerlega úti að aka! Þarf að minna hann á allt. Alltaf.

svartasunna | 2. mar. '15, kl: 20:49:49 | Svara | Er.is | 0

Minn stendur sig vel í námi svo lengi sem því er stýrt og skýr rammi. Margt annað er lala. Hann er í bekk.

______________________________________________________________________

svartasunna | 3. mar. '15, kl: 07:05:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

7 bekk.

______________________________________________________________________

alboa | 3. mar. '15, kl: 08:18:47 | Svara | Er.is | 0

Ég á svona sveinhuga barn. Hún getur alveg verið í eigin heimi lengi. Getur staðið með hálfa löppina í annarri skálminni lengi og gleymt sér. Hún reyndar gleymir engu en þar spilar þráhyggja inn á móti. Hún fær mjög fínar einkunnir og eftir að hafa skipt um skóla þar sem hún var í raun eftir á í námsefni þá er hún búin að vinna það upp og gott betur en það á rétt rúmlega einni önn. Klósettferðir hafa verið og eru endalaust vesen. Við höfum þurft að setja reglur um hvenær á að fara á klósettið. T.d. alltaf áður en farið er út.


Mín er með ADHD án ofvirkni og aðra greininu líka.

bogi | 3. mar. '15, kl: 08:23:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er mjög oft í einum sokk - oft er þessi eini sokkur hálfur af fætinum og þannig labbar hann um. Um daginn kom hann heim í rennandi blautum sokkum - og var ekkert að spá í að fara úr þeim. Var búinn að vera í blautum sokkum örugglega lengi, svona miðað við hvað yfirheyrslur mínar skiluðu af upplýsingum.

Hann er með mjög gott minni og getur mjög margt, td. tekið strætó einn, labbað heim úr skóla, fylgir öllum reglum osfr. Þetta pissudæmi byrjaði bara fyrir kannski einu ári síðan, við spurjum hann hvort hann þurfi á klósettið og hann segir nei, síðan er hann næstum búinn að pissa á sig 1 mínútu síðar. Og segist ekki hafa vitað að hann þurfti að pissa.

alboa | 3. mar. '15, kl: 08:32:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín er líka svona. Getur heilmargt og alveg tekið strætó sjálf (sannaði það þegar hún strauk úr skólanum í 2. bekk til dæmis!!). En það er í raun fyrst núna í 4. bekk sem hún er farin að fara á klósettið þegar hún þarf en ekki bíða í 8-12 tíma og fara svo alveg í spreng eða byrjuð að pissa á sig. Margt af því sem hrjáir mína dömu í þessu er tengt hinni greiningunni og því að hún skorar hátt á einhverfurófsskölum (mismunandi álit hvort hún er á rófinu eða ekki). 


kv. alboa

bogi | 3. mar. '15, kl: 08:42:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef oft haldið að barnið sé einhverft í gegnum tíðina, pabbi hans er svona líka. Það hefur bara gengið nokkuð vel hjá honum að fúnkera í lífinu, svona þangað til hann eignaðist börn, þá er eins og hann ráði bara ekki við öll verkefnin í einu.

Strákurinn er líka með lítið sjálfstraust, finnst allt svo kjánalegt og verður mjög vandræðalegur. En ég veit ekki hvort hann myndi skora nógu hátt í neinu, honum gengur vel í skóla, það eru engin teljanleg vandræði heima svona oftast nær, hann á gott með að eignast vini (sækir reyndar lítið í að heimsækja en er alltaf til í að fá heimsókn eða fara með vinum heim ef þeir stinga upp á því).

Fer með hann til læknis í næstu viku til að láta athuga hvort það sé eitthvað sem veldur því að hann bara finni ekki að hann þurfi að pissa, efast samt um það. En ég verð að byrja einhvers staðar.

Felis | 3. mar. '15, kl: 08:47:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það  er ekkert verri staður til að byrja á en annar. 


Þú getur líka beðið um að hann fari í greiningarferli, það er þá allskonar skoðað fleira en bara adhd. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bogi | 3. mar. '15, kl: 08:50:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég get líka talað við svila minn sem vinnur í þessu fyrir borgina, hvað er best að gera. Kannski er hægt að fá bara tveir fyrir einn ;) Það er grátlegt á köflum að horfa upp á þetta hjá manninum mínum, hann hefur svo mikla hæfileika og mörg tækifæri, en einhvern vegin nær ekki að nýta sér þau. Ég get eiginlega ekki horft upp á þetta hjá krakkanum líka :)

Louise Brooks | 3. mar. '15, kl: 09:20:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu útilokað hægðatregðu? 


Ég var með minn hjá lækni um daginn og hún vildi meina að stífla hefði þessi áhrif að þrýsta á þvagblöðruna og þá geti það einmitt komið fyrir að þau finni ekki fyrir þörf til að pissa heldur missi bara skyndilega þvag án nokkurs undanfara. Minn lagaðist a.m.k. eftir eitt skipti af microlax og svo sorbitóli í tæpa viku á eftir. Einnig minnkuðum við banana og eplaát því að það er svo stemmandi. Drengurinn er bara allt annar núna og engin slys hingað til. Börn sem eru á einhverfurófi hafa tendens til að borða lítið og illa í skólanum til að þurfa ekki að gera nr 2 þar og stíflast þar af leiðandi af því að halda í sér í heilu og hálfu dagana. Það sakar varla að prufa að láta barnið laxera og sjá hvernig það verður í framhaldinu. Eins er gott að athuga hvort barnið er að borða eitthvað að ráði í skólanum og biðja um að það sé haldið að því mat.

,,That which is ideal does not exist"

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
Síða 1 af 47978 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien