blendnar tilfinningar - get ég verið sár?

larva | 22. apr. '15, kl: 19:02:44 | 1559 | Svara | Er.is | 0

Nú veit ég ekki alveg hvernig mér á að líða. En þannig er mál með vexti að þegar að ég og núverandi maki byrjuðum að hittast fyrir tæplega 3 árum, lagði ég snemma öll spilin á borðið fyrir hann og talaði mjög opinskátt um hvaða gildi og væntingar ég hafði til lífsins. Ég var svo ótrúlega heppin að hann var sammála mér alla hluti, eða sagði það allavega. Einn af þessum hlutum voru brúðkaup, trúlofun og barneignir...ég sagði við hann að ég myndi vilja gifta mig og trúlofa mig áður en börn kæmu í sambandið og hann var alveg sammála því.

Núna eru 6 vikur í settann dag og engir hringar komnir enn, ég hef rætt þetta nokkrum sinnum á meðgöngunni, og spurt hvort að við eigum ekki að setja upp hringa og hann flæmist alltaf undan, finnst ekki vera rétta tímasettningin, og finnur alltaf einhverjar afsakanir. Ég er ekki að biðja um eitthvað risa bónorð og dýrann hring en það er mér mjög mikilvægt að vera trúlofuð áður en barnið kemur og mér finnst og hann sé búin svíkja það sem við töluðum um í upphafi..

ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta..

 

Helvítis | 22. apr. '15, kl: 19:05:51 | Svara | Er.is | 2

Kannski er hann að bíða eftir að barnið fæðist?

Getur verið að hann sé að hugsa um að biðja þín og halda svo óvænt brúðkaup með þér þegar barnið verður nefnt?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

torat | 22. apr. '15, kl: 21:00:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Oh you hopeless romantic you... ;)

-------------
Ég fíla ekki kaldhæðni.

josepha | 23. apr. '15, kl: 15:41:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég yrði brjáluð ef kærastinn minn myndi bara ákveða einn og sjálfur að skírnarveislan yrði brúðkaup líka

Ruðrugis | 25. apr. '15, kl: 19:12:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það væri alveg snilldar viðbrögð í athöfninni. Þruma velvöldum fúkkyrðum yfir manngreyið sem vildi þér vel og strunsa svo á dyr.

saedis88 | 25. apr. '15, kl: 19:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég persónulega yrði ÓGEÐSLEGA sár ef mér yrði komið að óvröum á þennan hátt þvi´ég hlakka MIKIÐ til þess að plana brúðkaupsveislu :)

She is | 22. apr. '15, kl: 19:10:52 | Svara | Er.is | 7

Það er nú þannig að þetta líf hefur tilhneiginu til þess að taka á sig alls konar myndir og eðlilega koma upp alls konar tilfinningar. Kannski er hann að plana eitthvað óvænt og rómó til að setja upp hringa, kannski er hann óöruggur og etv pínu hræddur við það sem framundan er. kannski, kannski kannski....

Þú átt rétt á öllum þínum tilfinningum, ég sé ekkert annað í stöðunni en tala við manninn.

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 19:12:07 | Svara | Er.is | 1

Hvers vegna er þetta svona mikilvægt?

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

saedis88 | 22. apr. '15, kl: 19:29:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

fyrir mitt leiti væri það uppá öryggið og erfðamál, einnig langar mig að gifta mig og halda heljarins party, sem betur fer er minn kærasti sammála, en hugsa að hann færi seint á skeljarnar en ég stefni bara á það sjálf eftir nokkur ár ef enginn hringur er kominn :D 

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 19:33:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil það alveg en mér finnst samt einhvern veginn eins og þetta sé eitthvað mun sálrænna hjá upphafsnikki.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

saedis88 | 22. apr. '15, kl: 19:36:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

það er bara draumur margra að gifta sig og það er ekkert að því. Skil vel að upphafsinnlegg sé smá sár, því þetta var eitthvað sem var rætt snemma í sambandinu og voru á sömu blaðsíðu en svo þegar á hólminn er komið virðist það ekki vera. 

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 19:49:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Upphafsnikk er fullorðin manneskja og smástelpudraumur um marengstertubrúðkaup er ekki endilega draumur sambýlismanns hennar.  Kannski er það nákæmlega þa sem hann er að forðast, ég myndi gera það sjálf því tilhugsunin er svo hroðaleg.  

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

saedis88 | 22. apr. '15, kl: 19:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

stendur einhversstaðar að þetta verði "marengstertubrúðkaup" draumar fólks er nú mismunandi. Frekar mundi e´g vilja að maki minn væri heiðarlegur með sínar væntingar og óskir um lífið í stað þess að segja það sem e´g vil heyra. 

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 19:53:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en þú getur varla svarað fyrir upphafsnikk nema þið séuð sama manneskjan, spurning hvort þú ættir að leyfa henni að svara fyrir sig sjálfa

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

larva | 22. apr. '15, kl: 20:01:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ég er ekki að biðja um barbíbrúðkaup með 5 hæða tertu og öllu tilheyrandi.. sýslumaður og lítið kökuboð með nánasta fólkinu okkar yrði fullkomið í mínum augum.

Helvítis | 22. apr. '15, kl: 20:05:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki yfirleitt talað um rjómatertubrúðkaup?

Eða er mig að misminna.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 20:08:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var með hugann við þessa hryllilegu marengtstertukjóla sem svo margar konur klæðast við þetta LOL

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Helvítis | 22. apr. '15, kl: 20:10:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þeir eru kallaðir rjómatertukjólar. ;)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Skreamer | 22. apr. '15, kl: 20:13:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Hún tekur það reyndar fram að þau hafi verið á sömu blaðsíðu með þetta, hafi rætt þetta og hún gengið úr skugga um að þau vildu það sama.  Smástelpudraumar eða ekki, þetta er misjafnlega mikilvægt fyrir fólki og  eitthvað sem getur verið dílbreiker.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

alboa | 22. apr. '15, kl: 19:21:10 | Svara | Er.is | 5

Ef þú vilt svar, talaðu við manninn og heimtaðu alvöru svar. Jah eða sjáðu um þetta sjálf og biddu hann um að giftast þér.

kv. alboa

larva | 22. apr. '15, kl: 19:35:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er búin að tala um þetta við hann og segja hvernig mér líður, ég er búin að spurja hann hvort að við eigum ekki að fara setja upp hringa, en alltaf kemur hann með einhverjar afsakanir...og bara getur ekki svarað... segir bara æjj hvaða máli skiptir þetta, eða æjj verðum við að ræða þetta núna...

strákamamma | 22. apr. '15, kl: 20:29:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

hvernig væri þá að segja  "já...við verðum að ræða þetta núna...  þetta skiptir mig heljarinnar máli"  

strákamamman;)

presto | 23. apr. '15, kl: 18:05:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hættu að spyrja, taktu af skarið sjálf! 

Máni | 22. apr. '15, kl: 19:26:44 | Svara | Er.is | 13

Eftir hverju ert þú að bíða?
Hver er þín ástæða fyrir því að vera komin . steypinn ógift?

larva | 22. apr. '15, kl: 19:36:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er búin að spurja hann oftar ein einu sinni hvort að við eigum ekki að fara setja upp hringja og hann kemur með einhverjar afsakanir..

musamamma | 22. apr. '15, kl: 19:52:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Eg yrði örlítið foj ef ég myndi biðja einhvern að giftast mér og hann kæmi með afsakanir. Tæki því sem neitun.


musamamma

larva | 22. apr. '15, kl: 19:55:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég er einmitt bara byrjuð að taka því þannig, og þegar ég segi það við hann..þá segir hann ég er ekkert að neita þér ég vil þetta alveg í framtíðinni... en málið er að við ræddum þetta snemma í sambandinu og núna þegar á hólminn er komið finnst mér hann vera að bakka út og finnst hann eiginlega búinn að vera draga mig á asnaeyrum í sambandi við þetta...

musamamma | 22. apr. '15, kl: 20:01:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú verður að gera upp við þig hversu mikilvægt þetta er fyrir þig og hvort þetta sé dílbreiker. Hann þarf líka að fá að vita hversu mikilvægt þetta er fyrir þig.


musamamma

Catalyst | 23. apr. '15, kl: 13:40:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað eruð þið gömul?

Þegar við vorum tvítug þá var ég eitthvað búin að tala um að við værum nú búin að vera saman í 5 ár og hvað væri fínt að trúlofast bara svona almennt. Við trúlofuðum okkur nokkurm mán síðar.
En síðan leið tíminn og minn var ekki tilbúinn að ganga alla leið. Ég var búin að segja að við ættum bara að drífa okkur til sýsla osfrv. Fékk svipuð svör "æjj ekki núna, getum rætt þetta seinna, æjj mér finnst ég bara vera of ungur til að vera giftur" og eitthvað. Það var ekki fyrr en fyrra barnið var komið í heiminn (mér lá svosem ekkert á og þetta var enginn dílbreiker fyrir mig, hefði verið með honum áfram þó við hefðum ekki gifts en ég vildi það upp á erfðamál og svoleiðis) þá allt í einu var hann tilbúinn í þetta og var líka ögn meira en hann hafði talað um í fyrstu, giftum okkur þegar strákurinn var 2ja ára og það var ca 7 árum eftir að við trúlofuðum okkur.

Máni | 22. apr. '15, kl: 22:15:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff já.

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 19:55:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu búin að spyrja hann hvernig hann sjái framtíðina með þér, hvort hann hafi einhverjar óskir um hvernig þið giftið ykkur?  Er þig a dreyma um eitthvað barbíbrúðkaup eða er þér sama hvort þið látið gera þetta hjá sýslumanni?

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

larva | 22. apr. '15, kl: 20:00:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég er búin að ræða það við hann og hann segir að hann vilji þetta í framtíðinni en ég er bara sár því ég setti þetta strax í upphafi sambands á borðið og hann var alveg sammála þá. Þegar að ég fékk jákvætt á þungunarprófinu þá sagði ég að nú þyrftum við að fara íhuga að hringakaupum..og hann sagði hvaða æsingur er þetta..það eru alveg 9 mánuðir í þetta.. og svo hef ég komið með þessa umræðu og þá segist hann vilja gera þetta í framtíðinni...og ég er ekki að biðja um barbíbrúðkaup með 5 hæða tertu og öllu tilheyrandi.. sýslumaður og lítið kökuboð með nánasta fólkinu okkar yrði fullkomið í mínum augum.

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 20:03:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er skrítið mál.  Greinilega er maðurinn með einhver "issue" sem hann er ekki að segja þér frá.  Ég held þú ættir að bíða fram yfir fæðinguna og sjá hvort þær tilfinningar sem vakna með honum þá virki ekki hjónabandshvetjandi.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

strákamamma | 22. apr. '15, kl: 20:31:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

væá...  ég myndi ekki vilja fara í fæðingu með svona issue hangandi yfir mér...  fyndist óþæiglegt og þvingandi að hafa manninn með mér í fæðingunni líðandi eins og hann væri að hafna mér

strákamamman;)

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 20:39:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún á nú ekki margra kosta völ með það þar sem fæðingunni verður ekkert frestað og nauðungarhjónabönd eru bönnuð. Mér dettur helst í hug að hann sé bara með einhverja sálarkvilla vegna þessarar breytingar sem er framundan, það er ekkert víst að þetta snúist um konuna yfirleitt

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

strákamamma | 22. apr. '15, kl: 20:42:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það er nú alveg hægt að frábiðja sér nærveru manns við fæðingu, og það er líka hægt að ganga frekar á manninn og krefjast þess að fá þetta á hreint fyrir fæðingu svo hún viti hvort hún standi ein í þessu eða ekki.


Það er ekki séns að ég tæki með mér mann í fæðingu með svona issue hangandi yfir okkur

strákamamman;)

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 20:46:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er óþarfavesen finnst mér, það er líka mikil breyting fyrir karlmann að verða foreldri alveg eins og konu og þetta er samband tveggja aðila ekki eins.  Ég skil hreint ekki hvers vegna þetta er svona mikið mál núna né finnst mér sniðugt að ýta undir kvíða og vanlíðan konunnar með því að leggja meira upp úr þessu við hana hér en þörf er á.  Hvað ef hún tekur mark á ykkur, hindrar manninn í að vera viðstaddur fæðingu eigins barns og jafnvel einhvað verra vegna þess að hann á eitthvað erfitt með þetta allt.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

strákamamma | 22. apr. '15, kl: 20:51:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

sorry....en hver ert þú til þess að ákveða hvað er óþarfi og hvað ekki fyrir annað fólk?  Kannski er það mjög mikil nauðsyn akkúrat fyrir þessa konu og hennar tilfinningalega öryggi að fá þessi mál á hreint áður en barnið kemur í heiminn.


Veist þú yfir höfuð hversu alvarlegar afleiðiningar tilfinningalegt óöryggi eða spenna á fæðingarstofu getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir framgang fæðingarinnar?



Ef ég væri búin að gera díl við minn kærasta um hvaða plön við höfum...og svo hafnar hann mér ítrekað þegar ég er komin á steyprinn þá væri það barasta heilmikið mál fyri rmér og alger dílbreiker...  Þó svo að gifting eða trúlofun sé ekki issjú fyrir mér persónulega þá skil ég vel að hún geti verið það fyrir þessa tilteknu konu í þessum tilteknu aðstæðum. 


Það er engin að koma í veg fyrir neitt fyrir þennan garm nema hann sjálfur og hans eigin brotnu loforð.  Hún má taka mark á öllu því sem hún vill, en hún, og aðrir sem eru sviknir af ástvinum sínum, einunn og sér í lagi á steypirnum, eiga skilið að á þá sé hlustað og að tilfinningar þeirra séu teknar alvarlega og þær virtar. 





strákamamman;)

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 20:54:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ég hef sama rétt og þú að lýsa minni skoðun og þú skalt bara athuga það að svona ráð gefin geta haft afleiðingar og það ert ekki þú sem munt þurfa að bera afleiðingarnar. Þú ert í alvörunni að hvetja konu á níunda mánuði til að banna sambýlismanni til þriggja ára að vera viðstaddur fæðingu barns þeirra og jafnvel hvetja hana til að skilja við hann, konan við það að eiga barn. Það er ekki allt í lagi með þig. 

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

strákamamma | 22. apr. '15, kl: 20:56:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

ég ætla rétt að vona að þau hafi afleiðingar...þær afleiðingar að konan þarf ekki að spyrja "má ég vera sár"  þegar tilvonandi barnsfaðir hennar kemur fram við hana á þennan virðingarlausa hátt þegar hún er komin á steypinn með barnið þeirra.


Ég hvatti hana ekki til neins..heldur sagði ég henni að ÉG gæti ekki hugsað mér að haf ahann yfir mér eftir svona framkomu.   ÉG.


Mér að sama skapi finnst ofsalega ljótt að gera lítið úr áhyggjum hennar og tilfinningum og segja henni að salta þetta bara framyfir fæðingu.....  og leyfi mér þessvegna að efast um að þú hreinlega hafir skilning á þvi hvaða afleiðingar það getur haft líði konu ekki vel og upplifi hún ekki öryggi í fæðingu. bæði fyrir hana og barnið. 

strákamamman;)

UngaDaman | 22. apr. '15, kl: 21:01:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Plís segðu mér að þú sért að grínast?

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 21:02:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Með hvað? Að að sé slæmt fyrir konu komna langt á leið að hafa þessar áhyggjur? Ég held því nú fram fullum fetum að þessar áhyggjur séu betur settar í geymslu.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

UngaDaman | 22. apr. '15, kl: 21:05:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Á strákamamma að fara bera ábyrgð á þeim ráðum sem bláfullorðin kona tekur að sér og fer eftir?


Er ekki allt í lagi eða?


Þetta er internetið. Skoðanir manna eru misjafnar og það þarf að hafa í huga áður en lengra er haldið. 


Að öðru, konan er greinilega í miklu tilfinningalegu uppnámi vegna þessa máls (af skrifum hennar að dæma að minnsta kosti) getur þú ábyrgst það að hún sé betur sett með mann sem veldur þessu uppnámi í fæðingarstofunni? Ég get ekki ábyrgst það né nokkuð annað, enda er þetta ekki mín ákvörðun heldur hennar. 

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 21:06:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Allir bera ábyrgð á því sem þeir gera og segja.  

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

UngaDaman | 22. apr. '15, kl: 21:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég get ekki betur séð en að strákamamma sé að velta ýmsum möguleikum fyrir sér í þessari stöðu. Þar með er ekki sagt að hún sé að segja henni fyrir verkum eða hvetja hana til neins.


Það er einfaldlega verið að ræða málin hérna, því eins og ég sagði hér að ofan, konan er greinilega í miklu tilfinnanlegu uppnámi. Hver veit...kannski telur hún þennan valkost þann besta í stöðunni, kannski ekki. 


En það er ekki okkar að ákveða.

strákamamma | 23. apr. '15, kl: 05:26:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

já...  þessvegna tala ég um hvað ÉG myndi gera í þessari stöðu...og hvernig MÉR myndi líða...   


geri ekki lítið úr fólki sem leitar hingað með vandamálin sín og segi þeim að gleyma þeim í einhverri ímyndaðri meðvirkni

strákamamman;)

strákamamma | 23. apr. '15, kl: 05:27:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það er pís of keik að hafa svona áhyggjur miðað vð að díla við óöryggi eða slæma orku á fæðingarstofu.   slíkt getur í alvörunni haft mjög slæmar afleiðingar fyrir framgang fæðingar

strákamamman;)

Máni | 22. apr. '15, kl: 22:16:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ömurlegt og jafnvel dílbreiker.

Grjona | 23. apr. '15, kl: 10:27:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Spurðu hvort hann vilji giftast þér. Ef svarið er já, þá er það komið á hreint (hringar skipta engu máli). Ef svarið er nei, þá eruð þið væntanlega hætt saman, ekki satt?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

SantanaSmythe | 23. apr. '15, kl: 15:27:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Afhverju ætti það að þýða að þau séu hætt saman?

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

presto | 23. apr. '15, kl: 18:05:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú svarar ekki Mána- hver er ástæðan hjá þér?

lagatil | 22. apr. '15, kl: 20:20:29 | Svara | Er.is | 0

Kannski þarftu að vera nútima manneskjan
Þessi sem er fyrirmynd komandi slóðar.
Fara à fjórar og biðja?

larva | 22. apr. '15, kl: 20:25:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er búin að spurja hann..ekki með því að fara á fjórar og segja viltu giftast mér, heldur spurja hvort að við eigum ekki að fara skoða hringja , og setja upp...og miðað við svörin sem ég fæ við því þá veit ég bara ekki hvort að ég treysti mér á fjóra..

lagatil | 22. apr. '15, kl: 20:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig svör færðu?

alboa | 22. apr. '15, kl: 20:54:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Spurðu hann hreint út, viltu giftast mér. Fáðu bara hreint svar. Hvort hringarnir verða keyptir eða ekki þá ættirðu allavega að vita hvar þið standið.

kv. alboa

Catalyst | 23. apr. '15, kl: 13:47:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þú ert að gefa honum færi á að ýta þessu undan sér og svara óljóst. Það er svo auðvelt að segja bara æjj bíðum aðeins, hvað liggur á. Þú ert ekki að spyrja nógu hreint út.
ræddu þetta almennilega við hann, það gæti veirð eitthvað að plaga hann, eitthvað sem hægt er að ræða út og laga og jafnvel eitthvað bara fáranlega simple sem bara hefur vaxið honum í augum.

Td þegar við maðurin minn ákváðum að eignast barn. ÞAð var ákveðið að byrja að reyna um sumarið, í apríl var hann allt í einu farinna ð koma með skrítin komment og líkt og hann vildi þetta ekki lengur og bakka út. Ég bara skildi ekkert í neinu og var bara sár og leið.
En ég hugsaði málið og bara velti þessu fyrir mér hvað gæti verði í gangi og ræddi þetta við hann og gafst ekki upp. Dró loks upp úr honum að hann var bara drullu hræddur því hann kynni ekki á börn, ekki að klæða, skipta um bleiju og hafði áhyggjur af því að verða ekki nógu góður pabbi.Við ræddum það bara, hvað við ættum í vændum, hvað við óttuðumst osfrv og eftir það leið honum betur og var tilbúin í þetta.

Chaos | 23. apr. '15, kl: 14:55:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þegar annað er gott í samböndum eru skýringarnar mjög oft álíka þessari. 

Chaos | 22. apr. '15, kl: 20:55:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hahaha, gæti illa tekið minn alvarlega ef hann færi á fjórar og bæði mín! Fengi örugglega hláturskast, hvar geymir fólk annars hringana í þeirri stöðu? ;D 

Abba hin | 22. apr. '15, kl: 21:11:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona


http://www.damiangriffin.org/rehab/stage1/4pointkneeling.gif



?

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Chaos | 22. apr. '15, kl: 21:23:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hahahaha, og hringinn í munninum! Klassískt múv! 

Abba hin | 22. apr. '15, kl: 21:11:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða sko svona:


http://i.ytimg.com/vi/RlRrktN5iH4/maxresdefault.jpg

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

lagatil | 22. apr. '15, kl: 20:22:14 | Svara | Er.is | 0

Nú ef hann kemur sèr undan því,
Þá veistu loksins alvarleikan af hans hàlfu.

larva | 22. apr. '15, kl: 20:28:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann segir að honum finnst þetta ekki rétt tímasettning... og að hann vilji gera þetta í framtíðinni... en við ræddum þetta í byrjun sambands og þá var hann á sömu bls og ég með þetta

lagatil | 22. apr. '15, kl: 20:30:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu spurt hann hvaða tímasettningu hann miðar við?
Reynt að skilja hvað hann er að bíða eftir?

larva | 22. apr. '15, kl: 20:33:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þegar ég spyr þá segir hann einhvertímann í framtíðinni, gefur ekki skýrari svar en það.. og þegar að ég spyr hvenær það sé ..þá veit hann það ekki

presto | 23. apr. '15, kl: 18:07:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er kjaftæði, pantaðu tíma hjá sýslumanni. Stór veisla getur beðið betri tíma.

bogi | 23. apr. '15, kl: 22:11:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er það hægt núna? eru ekki allir í verkfalli?

presto | 24. apr. '15, kl: 20:33:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú segir nokkuð! nei líkkega er það ekki hægt núna. ætli presturinn geti gefið fólk saman (hjúskaparvottorð fáanleg?)

bogi | 25. apr. '15, kl: 16:07:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ætli það ekki - veit ekki alveg hvernig ferlið virkar. 

Skjálfandi við kertaljós | 22. apr. '15, kl: 20:27:53 | Svara | Er.is | 7

Bentu honum á að hann er að skuldbunda sig svo miklu meira en allt sem hægt er í þessum heimi með því að eiga með þér barn. Trúlofun er pínöts í samanburði.

larva | 22. apr. '15, kl: 20:30:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hah ég er sko búin að því og þá fæ ég "já akkurat...afhverju að trúlofa okkur þá? ég er eins skuldbundinn þér og ég mögulega get orðiðmeð því að verða foreldri með þér"

lagatil | 22. apr. '15, kl: 20:37:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er drengurinn gamall?
Er hann krisinn?

larva | 22. apr. '15, kl: 20:42:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann er þrítugur..og sagðist og segist vera kristinn..eða lútherstrúar

strákamamma | 22. apr. '15, kl: 20:51:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

mér finnst það alger vanvirðing við þig og ykkar samband að hann svari þér svona óljóst.   gerir hann sér grein fyrir því hversu mikilvægt þetta er fyrir þig?

strákamamman;)

larva | 22. apr. '15, kl: 21:05:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já hann veit það sko alveg , kom því strax til skila... ég spurði hann snemma í sambandinu hvort að gifting væri eitthvað sem hann myndi vilja í sínu lífi..og hann sagðist vilja það... og hann veit að ef hann hefði svarað neitandi, að þá hefði ég ekki haldið sambandinu áfram

presto | 23. apr. '15, kl: 18:11:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig datt þér þá í hug að verða ólétt ógift? Í útlöndum segja sumir að ef skvísan vill eignast börn með gaurnum utan hjónabands hafi hann enga ástæðu til að giftast henni. Hélt að það ætti ekki við á Íslandi. (Ég hafði samt ekki neinn áhuga á að búa til barn með manni sem ekki vildi kvænast mér (eða kaupa íbúð með slíkum aðila) mörgum íslendingum finnst hjónabandið hins vegar ekki mikilvægt.

Chaos | 22. apr. '15, kl: 20:55:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En hvers vegna skiptir þetta mig svona miklu máli?

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 20:59:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Var ekki allt í lagi í sambandi ykkar áður en þú varst ófrísk? Kannski er hann bara að díla við þessa stóru skuldbindingu sem þið horfist í augu við.  Fólk bregst mismunandi við.  Þetta er æðislegur tími sem þið eruð að lifa og kannski væri betra fyrir þig bara að slaka á og njóta þess með manninum þínum.  Ef vandamálið verður enn til staðar þá verður tími seinna til að díla við það.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

larva | 22. apr. '15, kl: 21:06:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú sambandið var bara ótrúlega gott og er enn gott fyrir utan þetta..þungunin var líka plönuð þannig að það ætti ekkert að koma honum á óvart að ég myndi vilja þetta..

kauphéðinn | 22. apr. '15, kl: 21:10:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þá veistu innst inni að það er ekkert djúpt vandamál.  Hann er bara að díla við þetta, þetta getur oft verið erfitt fyrir feður í fyrsta skipti.  Þú veist sjálf að ef  þú talar við ljósmóður um að þú hafir svona miklar áhyggjur að hún myndi segja þér að þú þarft að hætta að hugsa um þetta í bili, fyrir þig og barnið.  Njóttu þess bara að vera til.  Er þetta ekki fyrsta barnið þitt. Þetta verður yndislegt.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

strákamamma | 23. apr. '15, kl: 05:24:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

kjaftæði....  ljósa myndi ekki segja henni að gleyma þessu bara...heldur tala við manninn sinn og fá þetta á hreint fyrir fæðingu

strákamamman;)

UngaDaman | 22. apr. '15, kl: 21:10:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Telur þú sambandið vera í hættu ef þetta gengur ekki eftir fyrir fæðingu barnsins? (að setja upp hringa s.s)

tjúa | 22. apr. '15, kl: 22:50:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Fyrst þetta skiptir þig svona miklu máli, af hverju plönuðuð þið þungunina á undan, sérstaklega án þess að plana þetta í leiðinni?

strákamamma | 23. apr. '15, kl: 05:23:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

hvernig á að slaka á og njóta þegar maðurinn manns hafnar manni kasóléttum?   


ef hann er "bara að díla við þessa skuldbindingu"  afhvejru segir hann það þá ekki í stað þess að láta hana ganga í gegnum það sem virðist algert helvíti fyrir hana?




Skil ekki afhjveru þér er svona mikið í mun að gera lítið úr tilfinningum þessarar konu

strákamamman;)

Skjálfandi við kertaljós | 22. apr. '15, kl: 21:30:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vá, hann virkar eiginlega eins og algjör bjáni.

Sorrí :)

Chaos | 22. apr. '15, kl: 21:22:11 | Svara | Er.is | 6

Miðað við að það fáa sem ég hugsa að breytist við það að þið giftið ykkur (barnið erfir ykkur og þið eruð forráðamenn þess) þá myndi ég kalla þetta alsherjar lúxusvandamál. Gefið að þetta sé eina vandamálið í sambandinu. En af því það eru sex vikur í settan dag þá geri ég það ekki, enda geta hormónar verið óþolandi fyrirbæri! 

baratt | 22. apr. '15, kl: 22:32:45 | Svara | Er.is | 1

Æjjj veit ekki.
Fólk getur svo sem breyst og skoðanir með því.
Líka eitt að segja eitthvað og annað að ætla að framkvæma.
Hef sjálf alveg einhvern tíma haft hugmyndir um giftingar og slíkt (kannski meir svona afþví flestir gera það??) en svo einhvern vegin hef ég ekki fundið það í mér að vilja framkvæma það.
Og þó svo að ég hefði ekki endilega ætlað mér að giftast þá segir það ekkert að ég sé að hafna aðilanum eða vilji ekki vera með honum.
Og þrýstingur myndi ekkert fá mig til að vilja það neitt frekar. 

- - - - - - - - - - - - -

alli nuke

"For crying out loud.. líkt og ég hafi fundið upp gyllinæðina og ferðist um að næturlagi til að klína henni á valda einstaklinga."

passoa | 22. apr. '15, kl: 23:03:41 | Svara | Er.is | 4

Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar karlmenn (og eflaust einjverjar konur líka) eru geðveikt smeikir við þá skuldbindingu að trúlofa sig eða gifta sig, en finnst svo ekkert mál að eignast barn!! :p Minn var svoleiðis, en reyndar fékk ég hring á meðgöngunni :p

Bifferina | 23. apr. '15, kl: 01:31:03 | Svara | Er.is | 0

Afhveju byður þú hans þá ekki bara?

Bakasana | 23. apr. '15, kl: 08:40:12 | Svara | Er.is | 2

Ég mæli með því að þú hættir að tala um "að setja upp hringa", trúlofanir og fara svona kringum orðið hjónaband þegar þið talið saman. Segðu honum að þú sért að biðja hann um að giftast þér. Þú viljir af eða á svar. Biddu hann svo um að benda á dagsetningu sem hann er sáttur við. Í framhaldi getið þið svo ákveðið hvernig á að útfæra þetta tæknilega. Hvort þið setjið upp hringa, kallið ykkur trúlofuð, haldið kaffiboð o.s.frv.  

daggz | 23. apr. '15, kl: 10:08:43 | Svara | Er.is | 2

Auðvitað getur þú verið sár. Þú átt fullan rétt á öllum þínum tilfinningum! Það getur enginn sagt þér að þér eigi ekki eða að þér megi ekki líða svona. Hins vegar finnst mér öll hegðun ekki endilega eiga rétt á sér, það er allt annað mál.

EN það sem ég myndi hreinlega gera væri að spyrja hann hreint út ,,viltu giftast mér?". Segja við hann að þetta sé þér virkilega mikilvægt og liggji þungt á hjarta þínu og þú þurfir að fá hreinskilið svar. Það þýði ekki að fara röfla um framtíðina eða setja þetta endalaust á hold. Minnsta sem hann getur gert er að vera hreinskilinn við þig, sérstaklega þar sem hann vissi nákvæmlega hvað hann var að fara út í.

Gangi þér vel og knús!

--------------------------------

Grjona | 23. apr. '15, kl: 10:25:57 | Svara | Er.is | 0

Þú mátt biðja hans.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Helgust | 23. apr. '15, kl: 11:09:34 | Svara | Er.is | 3

Keyptu bara hringana sjálf og biddu hann um að giftast þér. Ég myndi líta á það sem hans loka séns að standa við þær skuldbindingar sem þið gáfuð hvort öðru.

bogi | 23. apr. '15, kl: 13:30:39 | Svara | Er.is | 0

Ég veit nákvæmlega hvernig þér líður - 

skófrík | 23. apr. '15, kl: 13:40:41 | Svara | Er.is | 1

vitur maður sagði eitt sinn við mig að tilfinningar eru alltaf réttar,  við gerum okkur ekki upp tilfinningar, heldur koma þær óaðspurðar og það getur enginn sagt við manneskjuna að það sé rangt að líða svona því henni líður svona nú þegar.
En svo er annað mál hvernig við vinnum úr þessum tilfinningum okkar og hvernig við bregðumst við þegar okkur finnst einhver ósanngjarn.
Í þínu tilfelli þá líður þér eins og þú sért svolítið svikin og því ættiru að tala við verðandi barnsföður þinn um það hvernig þú ert að upplifa hlutina.
Ekki bara segja "eigum við ekki að fara verða að þessu, heldur að þér líði ekki vel með að vera ekki allavega trúlofuð áður en barnið ykkar kemur í heiminn" þú hefur væntanlega þínar ástæður fyrir því að þú viljir hafa það þannig og þú ættir að segja honum þá ástæðu :)
gangi þér vel :)

presto | 23. apr. '15, kl: 18:03:54 | Svara | Er.is | 3

Mér sýnist þú hafa gefið misvísandi skilaboð, sagðist vilja giftingu Áður en börn kæmu í spilið en virðist svo alveg hafa gleymt þvi og ákveðið að búa til barn án þess að vera einu sinni opinberlega trúlofuð.... "Actoins speak louder than words" virðist eiga vel við hér.
Þið voruð sammála um hjónaband snemma og því ekki rétt að bíða eftir einhverju bónorði núna, bara ákeða dag og bjóða honum að mæta því þú ætlir að gifta þig. Mæli með að þú reddir hjúskaparvottorðum og bókir tíma hjá sýslumanni fyrir fæðingu. Getið haldið því leyndu og haldið brúðkaupsveislu seinna ef vill.


Tryggingarnar og réttindin skipta verulegu máli, sérstaklega ef þú ert án atvinnu og eigna en hann með launun og tekjurnat.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48002 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, tinnzy123, annarut123, Hr Tölva, Guddie, Kristler, Bland.is, paulobrien