BN íbúðir - Reynsla

coxae | 10. júl. '15, kl: 11:45:49 | 519 | Svara | Er.is | 0



Er búinn að vera Google'a reynslusögur um þá sem hafa verið að leigja hjá BN. Finn ekki mikið nýlegt en oftar en ekki eru þetta neikvæðar umræður, eða umræður þar sem aðilar vissu til þess að kunningjar hafi lent í hinu og þessu. Svo að mig langar að spyrja ykkur sem hafið nýlega verið þarna hvernig ástandið sé? Eða nýlegar sögur af kunningjum. Ég sótti um einstaklingsíbúð miðsvæðis/Reykjavík annað.

Er ennþá músagangur þarna?
Eru þeir enn að reyna mjólka fólk fyrir smávægustu hluti?
Ónýtar íbúðir?
Myglusveppir?

Bestu kveðjur

 

Þjóðarblómið | 10. júl. '15, kl: 13:06:37 | Svara | Er.is | 0

Ég tók við nýrri íbúð í Skipholtinu. Ég heyrði af annaðhvort rottum eða músum (man ekki hvort), það var festur upp miði í lyftuhúsinu og á útidyrnar og fólk vinsamlega beðið um að geyma ekki ruslið sitt fyrir utan dyrnar að íbúðinni en ég varð ekkert vör við þær. 


Íbúðin var æði og ég þurfti aldrei að greiða fyrir neitt nema auðvitað leiguna og það. Þurfti ekki mikið að nýta mér þjónustu frá BN nema einu sinni en var ekki rukkuð sérstaklega fyrir það.


Ég var mjög sátt.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

furtado | 10. júl. '15, kl: 16:18:15 | Svara | Er.is | 0

Var í grafarholti og Bólstaðarhlið. Varð vör við mýs í grafarh en þær voru ekkert að koma inn eða neitt. Trufluðu mig ekkert. Engar mýs í Bólstaðarhlíð enda allt morandi í kisum. Var ekkert mjólkuð. Fékk sekt við skilun í Bólstaðarhlíð sem átti fullan rétt á sér. Hvorug íbúðin ónýt, glæny í grafarholti og eitt og annað sem mátti laga í Bólstaðarhlíð og sumt af því var lagað eftir að ég sendi beiðni, var ekki rukkuð sjálf fyrir viðgerðir, enda ekki mér að kenna. Sá aldrei myglusvepp á hvorugum staðnum og ekki heyrt af því hjá þeim.

sellofan | 10. júl. '15, kl: 18:00:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, ég var í Grafarholtinu 2009-2012 og þá komu sko mýs inn ef maður var ekki nógu fljótur að loka hurðinni á eftir sér! Margir sem geymdu ruslapoka við útidyrahurðarnar (við gerðum það ekki) þannig við sáum mjög oft mýs labba fyrir utan gluggana okkar. Við vorum btw. á 3. hæð! 

A Powerful Noise | 10. júl. '15, kl: 22:29:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Grafarholtið er náttúrulega út í sveit, alveg skiljanlegt að það séu mýs þar. :) 

__________________________
Pay no attention to the faults of others,
things done or left undone by others.
Consider only what by oneself is done or left undone.

sellofan | 11. júl. '15, kl: 09:15:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já, en upp á 3. hæð! Skilst að þeir hafi ekki sett músanet í klæðninguna á jarðhæðinni og þess vegna gátu þær skriðið upp á 3. hæð. 

nerdofnature | 11. júl. '15, kl: 12:57:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kannski líka það að fólk var að skilja ruslapokana eftir við útidyrahurðirnar?

sellofan | 11. júl. '15, kl: 17:20:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, líkt og ég tók fram áður. 

everything is doable | 10. júl. '15, kl: 17:25:12 | Svara | Er.is | 1

Við erum á Háteigsveginum og höfum ekki lennt í neinu veseni með þá, alltf allt staðist og þeir komin fljótt og lagað allt sem þarf að laga. Við reyndar höfum alltaf passað okkur rosalega vel að fara yfir íbúðirnar þegar við fáum þær og taka myndir og láta vita fyrstu vikuna af öllum göllum sem þeim yfirsást. 


Það eina sem hefur strítt okkur var að ein hellan var biluð í eldhúsinu þegar ég loksins kom mér í það að láta þau vita þá birtist húsvörðurinn eftir 2 daga með nýja eldavél og eins þegar við vildum láta setja filmu í útidyrnar hjá okkur það var eins þeir birtust degi seinna og redduðu því. 


Hef ekki orðið vör við mýs en hér er allt morandi í köttum svo það er kannski góð útskýring. 


Hef leigt á almennum markaði og verð að segja að BN er margfallt betra. 

furtado | 10. júl. '15, kl: 22:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að hvaða leyti? Þá þjónustan hjá þeim? Eða hvað?

katarina123 | 10. júl. '15, kl: 22:41:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað er bn

furtado | 10. júl. '15, kl: 23:26:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Byggingarfélag námsmanna

everything is doable | 11. júl. '15, kl: 17:45:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já þjónustan hjá þeim er alveg til fyrirmyndar og allt tip top hjá þeim, annars hefur maður alveg heyrt svaka sögur af því þegar fólk er að skila íbúðum og að það sé að fá háa sekt en þeir sem ég þekki og hafa skilað hafa aldrei lennt í meiru en að það þurfi að mála einhverja veggi sem er alveg eðlilegt eftir 4-6 ár 

destination | 11. júl. '15, kl: 00:00:22 | Svara | Er.is | 0

Ég var í Bryggjuhverfinu í BN íbúð og var bara ánægð, var þar í rúm 5 ár og var í mjög fínni íbúð, þegar það þurfti að kíkja á eitthvað(kítta aðeins aukalega hjá sturtunni td) þá var að gert strax daginn eftir að ég bað um það og þegar við skiluðum íbúðinni borguðum við ekkert, maðurinn sagði að íbúðin væri mjög vel umgengin og það sem var á veggjum og svona var bara eðlilegt slit eftir 5 ára búsetu. Eina sem ég var ekki ánægð með var að ég lét einu sinni vita að reykskynjarinn væri bilaður og ég heyrði svo ekkert frá þeim, svo allt í einu tók ég eftir að það var búið að skipta um reykskynjara, þeir höfðu semsagt komið inn einhvern tímann og skipt án þess að ég vissi, það er náttúrulega ólöglegt.

everything is doable | 11. júl. '15, kl: 17:47:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu ég lennti í þessu líka og spurði útí þetta (þeir hafa reyndar alltaf hringt á undan sér en eitt skipti náðu þeir ekki í mig) þá er það í leigusamningnum að ef um öryggisatriði er að ræða þá meiga þeir fara inní íbúðina en þó bara einhverjir ákveðnir aðilar frá þeim. 

hugrung | 13. júl. '15, kl: 14:44:12 | Svara | Er.is | 0

Ég bjó í Grafarholtinu og mæli alls ekki með BN. Veggirnir eru svo þunnir að þú heyrir bókstaflega allt á milli. Ég átti ansi "skemmtilega" nágranna; hóru, dópista sem fór í fangelsi, gamlann kall sem strompreykti (lyktin kom inn til mín). Þegar dópistinn var með partý gat ég setið í stofunni og heyrt hvert einasta orð sem sagt var í stofunni hans.
Þegar ég var að skila íbúðinni þá þreif ég hana bilað vel á laugardegi og í hádeginu á mánudegi kemur gæji frá BN til að taka hana út og sagði mér að hún væri svo skítug íbúðin og ég þyrfti að borga fyrir þrif. Hann strauk ryk innanúr skápnum sem var ryk sem hafði komið frá laugardegi til mánudag...
Og já þegar ég fór þá vildi BN heilmála íbúðina, á minn kostnað, þrátt fyrir að hún hafi alls ekki verið nýmáluð þegar ég flutti inn. Þau ætluðu að rukka mig fyrir 10-15 þúsund á HVERN VEGG (stærð skiptir ekki máli) sem mundi gera ca 150-180 þúsund í málningarkostnað. Ég var soldið mikið reið og eftir mikið rifrildi við grey manninn sem var búinn að klína allskonar á mig þá endaði ég með að borga 20 þúsund. Það besta við þetta allt saman er að eftir að ég flutti þá fékk ég bréf frá þeim þar sem stóð utaná umslaginu "Ert þú að gleyma að borga húsaleiguna??" og í bréfinu var bara kvittun fyrir þessum 20 þúsund krónum...

Já, ég mæli ekki með þeim :)

perla190 | 13. júl. '15, kl: 21:00:36 | Svara | Er.is | 0

Ég bý í einni slíkri núna og er mjög sátt.

coxae | 15. júl. '15, kl: 09:49:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að leigja miðsvæðis?

Panda Bacon | 13. júl. '15, kl: 23:10:12 | Svara | Er.is | 0

ég er hjá þeim og er bara ótrúlega sátt, var einmitt búin að lesa svaka sögur (aðallega hérna) er reyndar ekki í Grafarholti hef heyrt verstu sögurnar þaðan. Þar sem ég er er bara yndislegt að búa, húsvörðurinn er æði og vill allt fyrir mann gera. Mjög hljótt og vel einangrað milli íbúða, fattaði ekki að nágranninn við hliðin á væri með partý og háa tónlist fyrr en ég fór út á svalir en um leið og ég lokaði svalahurðinni varð aftur þögn.

coxae | 15. júl. '15, kl: 09:47:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu miðsvæðis?

everything is doable | 18. júl. '15, kl: 00:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er miðsvæðis með sömu sögu hef einu sinni orðið vör við partí og það var þegar einhver mjög drukkin bankaði uppá hjá okkur til að spyrja hvort hann mætti nota okkar klósett svo hann þyrfti ekki að ganga alla leið í gegnum hina íbúðina aftur. 

ullarmold | 14. júl. '15, kl: 02:18:41 | Svara | Er.is | 0

Ég reyndi að þrífa/þurka af veggjunum þegar ég skilaði íbúðinni og FLAGNAÐI málinginn af !! aldrei lent í svona með neina íbúð. Endaði á að punga út 25 þús fyrir nýrri málingu. Skildi við Eldavélina eins og ég kom að henni og þurfti að þrífa hana BAMM annar 25 þúsund kall. Sé svo eftir að hafa ekki tekið mynd af eldavélinni þegar ég flutti inn. Dópistar í öllum göngum, fötum stolið úr þvottavélum. Hávaðinn á milli íbúða hræðilegur. Heyrði nágranna mína ríða, rífast og halda partý. Þjónustan frá BN er alveg mjög flott, Hurðarhúnn datt af hurðinni og var það lagfært samdægurs.

coxae | 15. júl. '15, kl: 09:47:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varstu að leigja miðsvæðis?

Helvítis | 17. júl. '15, kl: 19:24:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahahha! Sjitt hvað þetta er ógeðslega fyndið en á sama tíma hræðilegt!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Ziha | 17. júl. '15, kl: 20:38:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þreif einmitt einu sinni einhverja ódýra málningu bara af veggjunum..... var nýbúin að mála og voða flott, en svo tók ég eftir því að tuskan varð bleik þegar ég strauk af veggnum, sumstaðar fór hún næstum alveg af.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Síða 10 af 47984 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien