borða grænmeti

BlerWitch | 28. maí '15, kl: 11:13:38 | 379 | Svara | Er.is | 0

Ég borða næstum aldrei grænmeti. Ég bý ein og elda mér sjaldan og finnst þá ekki taka því að gera salat fyrir mig eina. Mig langar aldrei í grænmeti eitt og sér (eins og milli mála) þó mér finnist það alveg ágætt. Samt finnst mér glatað að borða aldrei grænmeti og langar að bæta því á matseðilinn!

 

nefnilega | 28. maí '15, kl: 11:42:42 | Svara | Er.is | 0

Mæli með því að kaupa lítið af grænmeti og ákveða að ætla að láta það ekki skemmast. Kauptu t.d 1 avakadó og poka af gulrótum. Eitthvað sem krefst ekki skurðarbrettis, hnífs og vesens. Ekki kaupa helling því þá fallast þér bara hendur og þú nennir ekki að borða neitt af þessu. Ég gerði þetta þegar ég var ólétt og misstu matarlystina.

gorbatöff | 28. maí '15, kl: 19:29:24 | Svara | Er.is | 2

Ef þú býrð ein getur þú léttilega eldað rétti og sett í frysti. Getur planað þetta einu sinni í mánuði að gera 5 rétti og setja í frystinn og þá áttu kvðldmat út mánuðinn. 
Annars borða ég rosalega mikið grænmeti, en það er mjög erfitt að borða mikið ef maður er ekki að elda. Jújú, þú getur fengið þér gulrót eða kál á brauðið, en best er að búa til rétti sem innihalda mikið af grænmeti. 
Ég er einnig með reglu að láta grænmeti aldrei skemmast hjá mér og það gengur mjög vel. Einusinni til tvisvar í viku hreinsa ég alveg út úr grænmetisskúffunni ef hún er að tæmast og bý til súpu eða eins og í kvöld, lasagna. Í það setti ég helming hakk, helming nýrnabaunir, sukkini, rauðlauk, hvítlauk, gulrót og sveppi. Þannig kom ég öllu grænmetinu í fjölskylduna áður en það skemmdist. Hefði fryst afganginn en þetta kláraðist nú bara :D

kryddjurt | 28. maí '15, kl: 19:36:07 | Svara | Er.is | 0

Gera boozt með vænum skammt af grænmeti? 

She is | 28. maí '15, kl: 19:44:40 | Svara | Er.is | 0

hvað ertu að borða svona  yfirleitt? bara skyr og brauð? ég bý líka ein, nota grænmeti helling, bæði með öðru og svo eitt og sér. Mér finnst æði að steikja grænmeti á pönnu og hafa með mat. Hjá mér er næstum því engin matur á sveppa nema kannski slátur.

BlerWitch | 29. maí '15, kl: 09:22:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég borða skyr á hverjum degi (hreint skyr og set ávexti út í) og svo egg í allskyns útfærslum. Borða lítið sem ekkert brauð en svo stundum pastarétti og súpur og svoleiðis. Ég er voða mikill nartari og borða sjaldan stóra máltíð.

She is | 29. maí '15, kl: 09:27:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svona erum við misjöfn, ég verð ómöguleg ef ég fæ ekki kjöt/fisk og tilheyrandi amk nokkrum sinnum í viku. Geri reyndar oft líka súpur og einstaka sinnum pasta. Ég er komin með mjólkuróþol og borða lítið af mjólkurvörum. Egg eru snilld.

BlerWitch | 29. maí '15, kl: 09:56:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég elska reyndar kjöt og fisk en elda það allt of sjaldan. En ég borða frekar mikið af skinku (góðri skinku) líka og elda hana stundum með eggjunum. Skyr og ostur eru einu mjólkurvörurnar sem ég borða (hef t.d. aldrei drukkið mjólk).

She is | 29. maí '15, kl: 09:56:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða skinku ertu að kaupa sem er góð?

BlerWitch | 29. maí '15, kl: 09:58:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kaupi ali skinku... það sem ég á við með "góða" er að ég kaupi ekki neitt sem kallast brauðskinka eða bónusskinka eða þess háttar enda er það ekkert skárra en malakoff. Bara unnið drasl, fullt af fitu og salti.

She is | 29. maí '15, kl: 09:59:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er hún ekki líka full af drasli :/ ég kaupi hana líka en grunar það nú samt.

BlerWitch | 29. maí '15, kl: 10:00:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, hún er það skársta sem er í boði af því sem ég hef fundið... en auðvitað ekki hreint kjöt :/

anjos | 29. maí '15, kl: 09:39:54 | Svara | Er.is | 0

Ég er alltaf að reyna að bæta grænmetisátið mitt, þrátt fyrir að borða það á hverjum degi. Ég reyni að setja meira grænmeti í alla rétti sem ég elda, t.d í lasagnea þá skelli ég gulrótum og brokkolí og lauk. Í pastarétti þá set ég sveppi og papriku t.d. Svo hef ég salat með öllum mat, er ekki mikil týpa að vera bara með kál og gúrkur eða eitthvað. Mér finnst rosalega gott að skera perur eða melónur og setja út í salatið.

ilmbjörk | 29. maí '15, kl: 10:18:45 | Svara | Er.is | 1

Ég geri stundum grænmetisbuff og frysti og þá er ekkert mál að kippa út 1-2 og hafa í kvöldmatinn.. ég er svo yfirleitt með salat með öllum mat, þannig að salat-grænmeti skemmist aldrei hjá mér. Ég elska að narta í gúrku og papriku á milli mála og geri þá stundum ídýfu úr sýrðum rjóma, graslauk, salt og pipar.. það er rosa gott með.


En það er mjög sniðugt að búa til rétti og frysta og eiga þá eitthvað til að grípa í. þú getur gert grænmetisbuff, linsubauna pottréttir, grænmetis lasagna, allskonar hrísgrjóna eða bauna rétti :) svo endalaust mikið til :)

MadKiwi | 29. maí '15, kl: 12:01:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig grænmetisbuff býrðu til?

ilmbjörk | 29. maí '15, kl: 15:01:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heita hnetu og karríbuff og eru í bókinni Nýjir heilsuréttir fjölskyldunnar.. skal pikka hana inn um leið og ég hef tíma :)

Lallieee | 29. maí '15, kl: 12:18:42 | Svara | Er.is | 1

Þegar ég er ein heima og þarf að búa mér til eitthvað að borða þá hendi ég mjög oft í annað hvort salat,  súpu með miklu grænmeti og öðru gumsi í eða mixa saman hrísgrjón/bygg við alls konar grænmeti. Oft er ég búin að taka nokkrar stórar gulrætur, júlíenna þær og snöggsteikja/mýkja á pönnu í smá sesamolíu, set svo salt og ristuð sesamfræ út á. Þetta geymist í lokuðu boxi í nokkra daga og hægt að setja út á salat eða í svona heit hrísgrjón ásamt fleiru. Set þá líka (annaðhvort út á salat eða hrísgrjón/bygg) túnfisk, egg, avókadó, spírur, gúrku, tómata, papriku, tófú, eldaða sveppi, spínat sem ég er búin að snöggsteikja á pönnu og setja sojasósu og hvítlauk út á, fræ, hnetur, brokkolí.. bara það sem er til.


Mér finnst ekkert betra en að eiga nokkrar týpur af elduðu grænmeti í ísskápnum til að geta hent í það sem mig langar í. Ég líka passa mig á að klára það alltaf á nokkrum dögum, þannig að það er hvati til að borða það áður en það skemmist.

BlerWitch | 29. maí '15, kl: 13:08:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég elska nefnilega eldað grænmeti, ekki síst rótargrænmeti... þarf kannski bara að fara að gera í því að elda svoleiðis oftar.

Lallieee | 29. maí '15, kl: 13:29:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En að ofnbaka sæta kartöflu og éta með einhverri fyllingu þá? Ofnbakaðar, heitar sætar kartöflur eru svo góðar að maður getur étið þær einar og sér.. en svo er líka hægt að gumsa einhverju á þær, gúgla bara jacked sweet potato. Það er líka hægt að baka svona tvær, éta eina strax og nota hina bútaða niður í eitthvað (geymist alveg 2 daga að minnsta kosti í ísskáp. Mér finnst reyndar betra að taka hýðið af ef ég ætla að geyma sætu kartöfluna kalda, finnst það verða eitthvað skrítið.


Svo er líka til tyrkneskur réttur sem er gott meðlæti eða hægt að borða einan og sér t.d. með kúskúsi sem heitir turlu turlu.. mjög breytanleg uppskrift sem hægt er að setja kúrbít, rófur, sellerírót, eggaldin, paprikur, gulrætur, sætar kartöflur og líka kjúklingabaunir (skiftir eiginlega ekki máli hvort maður sleppi einhverju). Það reyndar vill verða huge uppskrift þannig að þú þyrftir líklega að vera að éta það í nokkra daga. Það er reyndar mjög góð uppskrift ef maður þarf að klára grænmeti úr ísskápnum.

kryddjurt | 29. maí '15, kl: 13:28:46 | Svara | Er.is | 0

Ég er dugleg að borða grænmetispítur, er það eitthvað sem þú gætir hugsað þér?

BlerWitch | 29. maí '15, kl: 13:59:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ég geri það reyndar frekar oft líka en það er svosem ekki mikið grænmeti á þeim... gæti bætt því á :)

kryddjurt | 29. maí '15, kl: 17:09:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Smá er betra en ekkert. Svo finnst mér fínt að "klára" salatið sem er að verða skemmt í grænmetispítur, fínn og léttur hádegismatur.

júbb | 29. maí '15, kl: 13:43:48 | Svara | Er.is | 0

Ég kaupi oft blómkál og brokkolí saman í pakka því það eru svo litlir hausar. Finnst gott að hafa það með ýmsu og svo geri ég oft rétti með þessu. Og svo sker ég oft niður papriku með matnum. Þarf ekki alltaf að vera salat. 

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

BlerWitch | 29. maí '15, kl: 14:00:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að það sé svolítið málið hjá mér... er ekkert endilega mikið fyrir salat og vantar hugmyndaflugið í annað.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48002 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, tinnzy123, annarut123, Hr Tölva, Guddie, Kristler, Bland.is, paulobrien