Borgarlínan og tómir strætsvagnar.

kaldbakur | 8. jan. '18, kl: 18:57:13 | 879 | Svara | Er.is | 1

Nú sjáum við allt í kringum okkur í Reykjavík að forgangsakreinar hafa verið gerðar fyrir strætisvahna okkar vítt og breitt um borgina. Á þessum forgangsakreinum keyra oft og tíðum tómir strætisvagnar eingöngu bílstjórinn og kannski 2 -3 farþegar þegar best lætur.

Borgarlínan byggist á því að fjölga svona forgangsakreinum fyrir strætó og bæta við fleiri ferðum
Fyrirseð er að ef feðrum fjölgar þá verða bara færri í Stætó og ferðir þar sem bílstjórinn situr einn í hringakstri verða fleiri.

Þetta hefur verið margbent á en lítið virðist duga. Borgaryfirvöld stefna að því að gera einkabílnum enn erfiðara fyrir með því að fækka bílastæðum og láta Strætó og Borgarlínu yfirtaka akstursleiðir.
Þetta gera þeir í þeirri vona að bíleigendur muni gefast upp og fara í strætó gangandi eða á hjóli til að sinna sínum erindum.

Auðvitað mun þessi aðför að sjálfsákvörðunarrétti borgarbúa ekki ganga upp.
En það er hætt við að þessi tilraunastarfsemi borgaryfirvalda muni kosta okkur mikið fé.

 

Tryggvi6 | 8. jan. '18, kl: 19:11:53 | Svara | Er.is | 0

þetta verður allt sett í salt í vor þegar Dagur missir völdin

Það er alltaf sama bjartsýnin og jákvæðnin hjá þér (*hóstakast*)

polyester | 8. jan. '18, kl: 20:02:25 | Svara | Er.is | 0


ekki nóg með þessa borgarlínu heldur á að byggja þétt upp að henni líka það á þétta byggð allstaðar nema hjá borgarstjóra hann keypti hluta af lóðinni fyrir aftan húsið sitt svo það væri nú ekki hægt að þétta byggð í óðinsgötu þetta er svo viðbjóðslega tvöfaldur gaur það þarf að fara að koma þessu viðrini burt frá völdum
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/borgarstjori_staekkar_gardinn_sinn/

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

veg | 9. jan. '18, kl: 09:48:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það kemur nú samt fram í fréttinni að þessi kaup hans á 37 fm hafi engin háhrif á byggingarmagn á lóðinni við hliðiná.  Svo að sá sem á þá lóð getur enn byggt hús á henni.

kaldbakur | 9. jan. '18, kl: 11:53:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert pláss fyrir þetta sem þeir kalla Borgarlínu í miðbæ Reykjvíkur eða frá Seltjarnarnesi og austur fyrir Hlemm.
Á þessu svæði verður að rífa niður byggingar eða að loka öðrum akvegum t.d. fyrir bíla á Hringbraut eða Hverfisgötu og svo auðvitað í gegnum Kvosina. Kostnaðurinn verður auðvitað mestur fyrir Reykjavíkurborg en smærri bæjarfélög hér í kring þurfa lítið að hafa fyrir þessu og fagna bara þessu. En jafnvel þó þessi framkvæmd muni kosta mikið í upphafi þá verður reksturinn auðvitað mjög erfiður því fólk hefur lítinn áhuga á að fara í Strætó á Íslandi.

kaldbakur | 30. jan. '18, kl: 00:57:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef heyrt fólk kvarta yfir hávaða frá Strætisvögnum sem keyra nærri íbúðarhúsum. Og það er auðvitað þekkt að íbúðarhúsnæði er ekki í háu verði þar sem lestir frara um því þeim fylgir hávaði.
Þétting byggðar nærri strætisvagnaakstursleiðum getur því varla verið mikið aðdráttarafl fyrir nýja kaupendur íbúða.
Það á þá allavegana eftir að koma í ljós.

ert | 2. feb. '18, kl: 11:31:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að hávaðinn frá strætisvögnum er eins og frá lestum og en einkabílar eru hljóðlátir.
Gott að fá að vita þetta. Ég ólst upp við umferðargötu og eftir að strætó hætti að keyra um hana þá varð hún svo hljóðlát!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 2. feb. '18, kl: 11:50:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei flestir bílar mynda hávaða og umferðarnið.
Það á að sjálfsögðu einnig við um lestir hvort sem þær kallaðar léttlestir, "Trammar" eins og í Amserdam Hollandi og víðar eða aðrar á teinum og þetta á auðvitað við um 25 tonna Strætó.
Strætó er þeirrar náttúru gerður hérlendis að hann gengur á stuttum fresti og er keyrandi þó enginn sé farþeginn í honum og þannig á ferðinni að ástæðulausu. Ekki bætir úr að allskonar hraðahindranir á borgargötum þar sem strætó gengur veldur miklum hávaða þegar þetta ca 25 þús flykki skoppar yfir.

Þar sem þessi flykki ganga um götur, fólk neyðst til að setja þrefaldar hljóðhamlandi rúður í glugga og dugar lítt.
held að það sé mjög mikil bjartsýni að áætla að fólk greiði markaðsverð fyrir íbúðr á þannig stöum hvað þá yfirverð.

Júlí 78 | 9. jan. '18, kl: 12:14:29 | Svara | Er.is | 0

Að vissu leyti get ég skilið að þeir vilji gera fólki erfiðara fyrir að fara á einkabílnum í miðbæinn. (umhverfisvænna að hafa fólkið í strætó). En bara einn galli, hér er oft brjálað veður og fólk er ekkert svo viljugt að labba langar leiðir um í brjáluðu veðri. Hægt að fara á Hlemm með strætó eða Lækjartorg og svo er það bara að labba. Líklega best fyrir þá allra hraustustu í dúnúlpum eða kraftgöllum! Strætó keyrir ekki einu sinni Hringbrautina lengur eða það held ég. Ég er ekkert hissa á að þarna eru mest túristar sem halda að þetta sé æðislegur miðbær. Svo heyrir maður bara ensku talað í kringum sig þegar maður slysast í miðbæinn.


kaldbakur, engar áhyggjur, einhver spákona spáir því (ég las spána) að Sjálfstæðismenn nái völdum í borginni ;)  Ég veit annars ekkert hvort þeir verði betri en hinir.


kaldbakur | 9. jan. '18, kl: 12:51:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei ég held að Sjálfstæðismenn hafi ekki frambærilegt fólk í bprgarstjórn Reykjavíkur
En sú stjórn sem nú fer fyrir borginni er jafn slæm fyrir það.
Það er nú þegar búið að setja upp forgangsakreinar fyrir Strætó sem brunar þar áfram tómur eða með 2-3 farþega meðan aðrar akreinar eru fullar af bílum. Folk fer ekki Strætó þó ´standið sé svona skiftir engu máli þó þeir fjölgi Strætisvögnum og forgangslínum Strætó verður eftir sem áður lítið notaður í Reykjavík. Ástæðan er eins og þú segir það er rok og kuldi og fólk vill ekki ganga í leiðinda veðri.
Annars er mér slétt sama um þessa Borgarlínu en hef gaman að því að gera grín að vitleysunni.

Júlí 78 | 9. jan. '18, kl: 12:58:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spákonan sagði að þeir muni finna einhvern utanaðkomandi sem borgarstjóraefni. Hvar eru forgangsakreinar núna þarna í miðbænum fyrir strætó? 

kaldbakur | 9. jan. '18, kl: 13:09:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þær eru t.d.á Laugaveg á nokkrum stöðum (stuttar vegalengdir) og svo Miklubraut.
En það er verið að fjölga þessu. Síðan er það sú árátta að taka af pláss við stoppistöðvar Strætó t.d. í Borgartúni og láta alla bíða meðan einhver farþegi skríður inn eða út úr blikkbákninu.
En það er verið að undirbúa að gera fleiri forgangsakreinar því máttu trúa.

Júlí 78 | 9. jan. '18, kl: 13:33:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En strætó fer ekkert um Laugaveg þar sem allar búðirnar eru frá ca. TR og Lækjatorgs, það væri eitthvað nýtt ef svo er.

ert | 9. jan. '18, kl: 13:50:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það eru margar stoppistöðvar á Laugaveginum og mikið af túristum sem nota strætó þar. Það munar alveg svakalega um þessa forgangsakgrein á Laugaveginum. ET biður að heilsa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 9. jan. '18, kl: 13:50:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það eru margar stoppistöðvar á Laugaveginum og mikið af túristum sem nota strætó þar. Það munar alveg svakalega um þessa forgangsakgrein á Laugaveginum. ET biður að heilsa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 9. jan. '18, kl: 14:13:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit alveg að strætó fer ekkert um Laugaveginn þar sem ég er að tala um. En það væri skárra ef hann færi um Hverfisgötuna eins og áður var. En auðvitað þurftu þeir að endurgera götuna þannig að það er ekki hægt lengur.

veg | 9. jan. '18, kl: 14:15:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hér ræða augljóslega spekingar um eitthvað sem þeir þekkja hvorki haus né sporð á.

Júlí 78 | 9. jan. '18, kl: 14:20:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég spurði nú um þetta sérstaklega og fékk þau svör að strætó geti ekki keyrt þarna eftir breytingar. Svo ef þú veist betur þá skaltu útskýra.

veg | 9. jan. '18, kl: 14:24:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er þónokkuð síðan strætó byrjaði aftur að keyra Hverfisgötuna, a.m.k. alltaf þegar ég er á þeirri leið með strætó.  Kanski sneiða þeir framhjá Hverfisgötunni með aðra farþega.

Júlí 78 | 9. jan. '18, kl: 14:28:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held ég verði þá að taka eina ferð með strætó og kanna þetta. Hef ekki farið í miðbæinn lengi og er mest á einkabílnum.

ert | 9. jan. '18, kl: 15:17:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er ekki Hverfisgatan. Við Hverfisgötuna eru allir farþegar dáleiddir til að halda þetta sé Hverfisgatan og svo er Sæbrautin keyrð. Góð greinin hans Pavels um daginn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ingbó | 9. jan. '18, kl: 16:03:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Strætó er farinn að aka Hverfisgötuna aftur. Gerði það ekki meðan framkvæmdirnar þar voru sem mestar.

Júlí 78 | 9. jan. '18, kl: 16:31:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stætó gekki ekki heldur um Hverfisgötuna í þó nokkurn tíma eftir að framvæmdirnar voru gerðar. Mér var sagt þegar ég spurði um það að strætó gæti ekki keyrt þarna um eftir breytingar. Hafði eitthvað með það að gera að ekki var nóg pláss fyrir strætó (líklega vitlaus hönnun einhvers staðar í götunni). En greinilega búið að laga málin fyrst að strætó gengur þar núna.

ert | 9. jan. '18, kl: 15:18:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Spekingar spjalla!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 9. jan. '18, kl: 15:36:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þú ættir að hætta að vera með svona hæðni. Maður nennir varla að svara þegar komið er með svona komment eins og eitthvað dáleiðslukjaftæði.

ert | 9. jan. '18, kl: 17:25:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Kannski gerði það ekkert til ef þú hættir að tjá þig um hluti sem þú þekkir ekki

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 9. jan. '18, kl: 20:56:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú er ekkert að marka upplýsingar sem maður fær? Mér var sagt í síma, reyndar ekki mjög löngu eftir að breytingar voru gerðar á Hverfisgötu þegar ég spurðist fyrir það af hverju strætó gengi ekki þar, að strætó gæti ekki keyrt Hverfisgötuna og það var gefið í skyn að að það hefði gleymst að gera ráð fyrir því að strætó færi þar um. Ég sagði einnig að ég hefði ekki farið í miðbæinn lengi. En gott ef málin hafa breyst þannig að strætó fer þar um núna. 

ert | 9. jan. '18, kl: 22:42:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er voðalega gott að fylgjast með og horfa í kringum sig með maður fer úr húsi

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 10. jan. '18, kl: 00:01:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég horfi ágætlega í kringum mig takk fyrir. En spurning hvort þú gerir það, eða tókstu ekki eftir því að strætó fór ekki á tímabili um Hverfisgötu? Ég meina eftir að þessar framvæmdir voru gerðar?

ert | 10. jan. '18, kl: 01:46:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þú ert búin að taka eftir því að strætó keyrir ekki Sæbrautina lengur.Flott! Hvar hélstu að vagnarnir væru? Á leið upp Laugaveginn?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 10. jan. '18, kl: 13:29:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ósköp ertu nú treg. Var ég ekki búin að tala um að ég hefði ekki farið í miðbæinn lengi?

ert | 10. jan. '18, kl: 19:51:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Þannig að þú ferð ekki niður í bæ og notar ekki strætó en ert hæf í umræður um strætó af því að þú hringir á hverjum degi í strætó til að fá fréttir af strætósamgöngum.
Það þarf sko heilskurðalækni.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ingbó | 9. jan. '18, kl: 16:02:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hm - þú ferð greinilega ekki oft í strætó

kaldbakur | 9. jan. '18, kl: 16:06:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú túristarnir nota rútur og minibus það er rétt. Þeir eru á þessum stoppistöðvum en það eru hvítu Gray Line rúturnar en ekki Guli Strætóinn hann er alltaf tómur fyrir utan bílstjórann.
Það sér maður útum allan bæ, Strætó keyrandi hring eftir hring eftir hring eftir hring og alltaf tómur.
Já mjög umhverfisvænt og hagkvæmt.

ræma | 16. jan. '18, kl: 14:18:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að vinna í Borgartúninu og þessi gata er skelfing eftir þessa breytingu hjá þeim alltaf allt stappað og stopp.

Síðan mun þessi Borgarlína verða í miðjunni á Hringbraut td og stoppar þá alla umferð líka þar, skil bara ekki þessa hugsun

kaldbakur | 16. jan. '18, kl: 14:45:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég þekki þetta í Borgartúni Fólk þarf að forðast þessar götur þarna er allt í stöppu og enginn kemst neitt.
Strætó stoppar alla umferð kannski 100-200 manns þurfa að bíða eftir að einhver einn eða tveir skríði inní Strætó,
þar sem útskotin fyrir Strætó hafa verið tekin af.

Loviatar | 18. jan. '18, kl: 17:20:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Merkilegt. Ég er líka að vinna í Borgartúninu. Verð ekki vör við þetta heldur er aðalteppan vegna asna sem eru að beygja út á götuna (eða af götunni) og vilja fara til vinstri. Í stað þess að keyra til hægri og snúa við á næsta hringtorgi er fólk með lestina á eftir sér að teppa. Og oft mikið af fólki í strætó þar. Yfirleitt stoppað á hverri biðstöð í Borgartúni þar sem það er mikil notkun á strætó þar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 18:29:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já strætó tekur nokkra farþega um kl 5 en er svo tómur nánast alltaf

veg | 18. jan. '18, kl: 18:39:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

merkilegt, ég var í strætó í dag á milli 1 og 3, meira að sega tvisvar og það var um 15-20 manns í vagninum í hvort skipti.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 19:19:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já frábært ... það er kannski svona á vissum leiðum.
Ég hef verið að fylgjast með þessu á Hringbraut og víðar, víða um miðbæinn líka.
Kíki inní strætó se yfirleitt ekki fleiri en 5 en oftast eru vagnarnir tómir.
Á hvaða leið var þessi vagn þinn ?

ert | 18. jan. '18, kl: 19:29:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fer oft um Hringbraut sjaldnast 5 þar. Erum reyndar fimm núna. Það er eðlilegt eftir klukkan 19.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 18. jan. '18, kl: 19:29:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Erum sex núna

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 19:50:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok ... það er ekki mikið í bíl sem tekur 60 - 70 í sæti...
Væri eins og 0,1 til 0,2 farþegar í fólksbíl.

ert | 18. jan. '18, kl: 20:01:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já ég sé vandann. Strætó eftir klukkan 19 tefur aðra umferð.
Annað hvort verða stætisvagnar að vera fullir í öllum ferðum eða að við aukum einkabílanotkun án þess að stækka gatnakerfið og án þess að það verði meiri bílar og meiri umferðatafir.
Svo plöntum við peningatrjám.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 20:20:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Strætó bara borgar sig ekki þú ættir að borga 2000 kr fyrir ferðina ... en greiðir kannski 400 ?

ert | 18. jan. '18, kl: 20:23:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ákveðin kostnaður við að þurfa að stækka gatnakerfið vegna einkabíla, meiri eyðsla, meiri umhhverfisáhrif og svo framvegis. Það þarf að gfjölga akgreinum á MiIklubraut ef það á að leggja niður strætó, nogu slæmt er ástandið núna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 20:26:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei alls ekki væri best að leyfa einkabílum að keyra á Strætó akreininni. Strætó slítur 100 falt veginum miðað við fólksbíl og keyrir 70-80% með minna en 5 farþega.

ert | 18. jan. '18, kl: 20:27:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaðan hefur þessa 70-80% tölu? taldirðu á Laugaveginum út um gluggann á Mónakó?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 20:30:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef verið að athuga þetta +utum allan bæ þar sem ég Strætó.
Hvað voru margir í vagninum sem þú varst í áðan ?

ert | 18. jan. '18, kl: 20:33:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


OK. hvernig tekurðu úrtak, hvaða leiðir velurðu, og hvernig skráir þú?
Geturðu ekki sett inn mælingar þínar í vikunni - með hvaða strætó þú fórst, hvaða leið, á hvaða tíma o.s.frv.
Gaman að vita að þú sért farinn að fara í strætó

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 20:47:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þetta er ekki neitt undirbúið eða vísindalegt.
Bara þar sem ég keyri um borgina og sé strætó þá tel ég farþega.
Ég hef verið að fylgjast með þessu í nokkra mánuði.
Þetta er útum allan bæ bara þar sem ég á leið. Hef gert þetta um nokkurn tíma og mjög oft eru vagnarnir tómir oft 2-5 farþegar. Sjaldan meira.

 
ert | 18. jan. '18, kl: 20:50:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þegar þú ert að fara um 8 leytið um morgun í brjálaðri umferð hvernig nærðu að telja farþegana? Fullur strætó af háskólanemum - hvernig telurðu? Ertu fótgangandi og hleypur á eftir strætó og telur? Ertu í bíl og telur og ert ekki að horfa á umferðina í kringum þig? Hvernig virkar þetta?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 20:53:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er á bíl eða gangandi bara að sinna mínum erindum. Ég gæti trúað að það væru fleiri um kl 8 og kl 5.
Ég hef getað fullyrt þetta um 2-5 þar sem það voru alltaf svo fáir og oft enginn fyrir utan bílstjóra.
Þetta er auðvitað alveg geggjað.

ert | 18. jan. '18, kl: 20:54:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þú ert aldrei á ferð þegar mest er í strætó?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 21:01:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og nei ... ég get líka talið þetta á þeim tíma ég gæti trúað að það séu langtum fleiri milli 8 og 9 ég sé a.m.k. einhverja vera að bíða eftir Strætó kannski 1-2. En auðvitað ætti Strætó að gefa upplýsingar um hvernig þessu er háttað.
Það myndi t.d. ekkert flugfélag senda vél milli landa ef enginn er farþeginn.
En Strætó er jú öðruvísi og margar stoppistöðvar og alltaf "von á einum" en svo kemur þessi eini kannski ekki allan hringinn.
Ég hef mjög oft séð Strætó keyra á Miklubraut á forgangsakrein og enginn farþegi, En aðrar akreinar fullar af fólki og bílum sem eru að sinna sínum erindum. Hversvegna ætti Strætó að vera með forgangsakrein tómur ?
Er það til að strætóbilstjórinn komist í smókpásuna ?

ert | 18. jan. '18, kl: 21:09:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Strætó telur á hverju ári.
Af hverju ætti strætó að vera á forgangsakrein af því að það er von aukningu um 40 þús manns á höfuðborgarsvæðinu. Sé ekkert að gert þá veldur það miklum umferðartöfum.
Það er í alvörunni fólk sem þarf að komast í vinnu á þessum tíma og vill ekki meiri umferðartafir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 21:46:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tafirnar eru af mannavöldum.
Það er allt gert til að þrengja götur og fyrir löngu hætt í Reykjavik að vinna að umferðarendurbótum fyrir bíla.
Flöskuhálsarnir eru aðallega við Kringlumýrarbraut og svo Breiðholtsbraut Bústaðavegur.
Það þarf endurbætur á 3 stórum gatnamótum sem myndu laga þetta heilmikið.
Og svo þarf að hætta að setja allar þessar hindranir útum allan bæ fyrir bíla.

ert | 18. jan. '18, kl: 21:49:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að það arf að stækka gatnakerfið til að það annið núvernadi umferð. Svo þegar þessi 40 þús bætast við þarf að stækka það meira. Og svo meira og svo meira.
Það er hins vegar slæmt ef það þarf að stækka eitthvað vegna Borgarlínu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 21:57:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe ... Strætó er með 4.16% umferðar var með um 4% fyrir 5 árum þegar farið var í stórt átak, leiðum fjölgað og fleiri ferðir. Kostar nokkur þús milljónir og árangurinn varð enginn !
Sér akrein fyrir Strætó á að opna fyrir vistvæna bíla (rafmagns/metan/tvinbíla).
Það þarf að laga gatnakerfi og hætta að búa til umferðargildur og flöskuhálsa.
Núna er verið að búa til gífurlegan flöskuháls við Hörpu - þar verður og er byrjað að kvarta yfir gífurlegum töfum þannig að fólk nýtir sér Hringbraut og aðrar leiðir Ægisíðu og Vesturgötu sem er allt mjög óheppilegt.
Síðan á Borgarlínan að þrengja að Hringbraut og Hverfisgötu ef af verður.
Tómt rugl og heimatilbúnar umferðarstöppur þar.
Það hefði verið tilvalið að setja umferðina framhjá Hörpu í stokk þegar þetta var allt grafið upp.
Þetta verður stórt ágreiningsmál á næstunni.

ert | 18. jan. '18, kl: 22:00:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Nei þetta verður ekki stórt ágreiningsmál. Þetta er ágreiningsmál.
En hvernig ætlið þið að leysa það þegar íbúar á höfuðborgarsvæðinu verða 300 þús, en þegar þeir verða 500 þús ef það má ekki vera Borgarlína sem getur flutt mikið af fólki á skömmum tíma. Það leysir ekkert að hafa sjálfkeyrandi bíla - þeir taka pláss í umferðinni.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 22:08:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei
Nr 1. Þú neyðir fólk ekki til að fara í Strætó.
Nr 2. Borgarlínan þessi nýja Strætóleið á forgangsakrein sem á að keyra Austur_Vestur Rvk/Seltjn/Mos og Norður-Suður Höfuðborgarsvæðið(Rvk Kóp Hafnf). Leysir ekki flutningsvandann aþð þarf fleiri vagna til að smala í þessa nýju leið og það veldur töfum og lengri ferðatíma.
Nr 3. Borgarlínan og fjármögnun á þeirri leið með dýrari lóðum gengur ekki upp. Það er ókostur að vera nærri Strætisvagna og Lestarleiðum veldur ónæði.
Nr 4. Reykjavík og höfuðborgarsvæðið hentar ekki fyrir svona lausn því að farþegar eru ekki á leið í einhvern miðlægan kjarna frekar vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið.
Nr 5. Það er óðs manns æði að ana út í svona frmkvæmd öðruvísi en að Strætisvagnakefið í núverandi mynd væri að sanna sig og þyrfti stækkunar með en það er öðru nær.

ert | 18. jan. '18, kl: 22:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Nr. 1 No shit Sherlock!
Nr. 2 Leysir flutningsvanda á umferðaþyngstu leiðunum
Nr. 3 Eins og þú veist af því að hafa búið erlendis þá vill fólk einmitt búa sem næst góðum samgöngum
Nr. 4 Stenst ekki á morgnanna þar sem fólk er á leið í vinnu og skóla. Ég ef að kennsla í HÍ dreifist jafn um höfuðborgarsvæðið. Ég hef aldrei verið í tíma í Hafnarfirði
Nr. 5 Þú þekkir vel sögu neðarjaðarlestarkerfsins í London og veist alveg hvernig var með það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 22:28:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekkert líkt neðanjarðarlestum London eða New York.
Það er gífurlegur fjöldi sem stefnir inní London miðborgina og inní New York og Manhattan.
Þarna eru milljónir manna að fara á tiltölulega lítinn blett stefna allir í sömu átt.

Á höfuðborgarsvæðinu er þessu öðruvísi varið, umferðin
dreifist langtum meira og er best leyst með bílum og hjólandi ásamt Strætisvögnum.
Reyndar er HÍ og Landsspítalinn stórir vinnustaðir og mikil umferð þangað.
En umferðin er langtum dreifðari útum alla borg.
Bílar eru að verða minni og ódýrari og menga ekkert.
Aðal umferðaræðarnar þarf að vernda og efla og stýra umferð með tölvukerfi.
Við erum það heppin hér í Reykjavík að við gátum leyst umferðarvanda með stækkun útí sjó eins og við Sæbraut. Það þarf að gæta að því að byggja ekki nýjar blokkir og stórhýsi alveg útí götu eins og verið er að gera t.d. við JL hús. Það þarf að gæta að meginumferðaræðum eins og framhjá Hörpu.
Það vantar sárlega umferðaræðar sem tæju við álagi af Ártúnsbrekku og Miklabraut og síðan einnig Kringlumýrarbrut og Hafnarfjarðarvegi.
Til að minnka álagið af þessum meginleiðum hefði þurt að koma Sundabraut í gagnið og leggja veg undir (yfir) Skerjafjörð með tengingu til Kópavogs, Hafnarfj.

Það er mjög brýnt að koma upp öflugum gatnamótum við Breiðholtsbraut og Bústðaveg og svo á Kringlumýrarbraut og Miklubraut.

ert | 18. jan. '18, kl: 22:30:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að byggðin er dreifð og umferðin dreifist og það eru engin vandamál.
OK.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 22:39:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vandamálin eru heimatilbúin.
Borgin hefur hatast við bíla og gerir allt til að það verði erfiðara að ferðast akandi á bílum.
Götur eru þrengdar og setta kryppur útum allar trissur og bílastæði eru tekin af.
Það hefði verið alveg sjálfsagt að gera hjólastíga og gangbrautir en það á ekki endilega að skerða akvegi bíla til að það gangi upp eins og gert hefur verið víða.
Stætisvagnaleiðir þurfa helst að vera stöðugar og ekki sífellt verið að breyta.
Það þarf að huga að nýjum almenningsflutningalausnum þar sem ökutækin tæju mið af eftirspurn eftir flutningum í stað þess að hringsóla með tóma Strætisvagna eins og svo algengt er í dag.
Það er mjög líklegt að deilihagkerfið taki á bílaeign þannig að fólk sameinist meira um ökutæki sem myndi þjóna stærri hópi. Einkabíllinn og þannig ökutæki sem væru ísameign (deilihagkerfi) eru langtum skynsamlegri lausn en Strætisvagnar sem eru að keyra þó engir séu farþegarnir. Einkabíll og bilar í deilihagkerfinu eru kyrrstæðir ef enginn þarf að nota þá öfugt við Strætó.

ert | 18. jan. '18, kl: 22:43:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þegar 6 akreinum var bætt við leiðina hf-rvk og sem þýddi að götunar gátu borið 150% meiria umferð þá voru gerð mistök. Þar sem umferð umferð hafði 3-4 faldast þá hefði átt að bæta við 12-18 akreinum en ekki 6. Þá væri allt í góðu nema við þyftum að bæta við fleirum bráðlega.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 23:00:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vegurinn frá Rvk til Hafnarfj frá Öskjuhlíð eða Kringlumýrarbraut
leið sem var kallaður Hafnarfjarðarvegur er mestmegnis 2 akreinar í báðar áttir en en á einhverjum spöl 3 akreinar í báðar áttir.
Erfiðum gatnamótum í gegnum Kópavog var breytt með öflugum umferðarmannvirkjum þar sem gegnumstreimið fer óhindrað í gegn og allir eru sáttir við þá lausn.
Aftur á móti eru gatnamótin í Reykjavík þar sem Hafnarfjarðarvegur (Kringlumýrarbraut) þverar Miklubraut þau gatnamót þarf að laga eins og Vegagerðin hefur viljað.
Þar er búið að búa til manngerðan umferðarhnút sem er einns sá versti á þessu svæði.
Garðabær hefur óskað eftir að Hafnarfjarðarvegur sem þverar bæjarfélagið við Garðaskóla verði endurbættur með mislægum gatnamótum og stokk að hluta.
Þessar tvær lausnir eru tiltölulega einfaldar og þarf að framkvæma sem fyrst.
En ein verstu gatnamótin og manngerði umferðarhnúturinn er þó við Breiðholtsbraut og Bústaðaveg. Þar er nóg rými til að setja aðalumferð til og frá Breiðholti eftir áhveðinni braut sem væri óhindruð og síðan mætti t.d. hafa efri akrein sm tækji á beygjuumferð.
Með þessum þrem lausnum væri umferðin á þessu svæði langtum þægilegri fyrir alla jafnt ökumenn einkabíls, Strætisvagna og gangandi vegfarendur.
En heimatilbúni vandinn sem hefur verið gerður við Hörpu og í gegnum Kvosina verður best leystur með því að skifta um borgarstjórn í Reykjavík se fyrst.

ert | 18. jan. '18, kl: 23:03:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Veistu ég tek meira mark á Proppé en á þér.
Ég veit þú veist meira um skipulagsmál en allir fræðingar á landinu samanlagt.
Alveg eins og þú ert sérfræðingur í forritun í SQL og veist meira um þjónustu við sjúklingar en allir heilbrigðisstarfsmenn landsins.
En ég ætla samt að taka mark á Proppé

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

 
kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 23:06:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það verður ekki öllum snúið frá villu síns vegar.
Þú færð kannski einhvern tíma betri sýn á þessi mál.

ert | 18. jan. '18, kl: 23:09:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Betri sýn en Proppé og meira í átt að skoðunum ómenntaðs sérvitrings sem er ekki í fullri vinnu og líklegast í engri vinnu- sorrí en aldrei að fylgjast með umferð á morgnanna og geta skoða umferð um miðjan dag við Tjörnina

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 23:33:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já ég gef mér tíma til að kynna mér þessi mál.
Það getur vel verið að ég taka niður á blað sjölda í Stræró á tilteknum leiðum já jafnvel um miðjan dag við Tjörnina þegar þú átt að vera að búa um rúm eða bólusetja sjúklinga. Já já ég er á nokkuð góðum launum við þessar rannsóknir.
Ég ætla nú ekkert að far að gera lítið úr þér og segja þig ómenntaðan sérvitring.
Þú hefur jú verið að grobba þig af menntun þinni og yfirburðum en sérvitringur ertu það verður ekki af þér skafið.

ert | 18. jan. '18, kl: 23:35:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aldrei neitað því að vera sérvitringur. Þú þarft að læra hvernig þú átt að taka úrtak. Svona mæling gæti nefnilega verið sniðug ef hún er rétt gerð en hentugleika úrtak á strætisvögnum er ekki gáfulegt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 18. jan. '18, kl: 23:37:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

P.S. Við erum jafn ómenntuð í skipulagsmálum. Munurinn á mér og þér er sá að ég hlusta á skipulagsfræðinga en þú hlustar bara á þá sem eru sammála þér - að vísu alveg óháð menntun þeirra, það máttu eiga.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 19. jan. '18, kl: 00:11:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef kynnt mér mál þeirra sem hafa menntun og vit á skipulagsmálum.
Þar vil ég nefna Gest Ólafsson, Trausta Valsson, Hilmar Björnsson, Pétur Ármannsson arkitekt, Guðrúnu Jónsdóttir og Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem er menntaður í skipulagsfræðum frá Oxford háskóla.
Mér finnst frekar lítið koma til þeirra sem eru málpípur Reykjavíkurborgar í skipulagsmálum.
Ég get alveg verið hlynntur þéttingu byggðar og endurnýjun miðbæjarins.
En varðandi þessa miklu uppbyggingu og stóru steinsteypuhlunka við Hörpu það sem þeir kalla Hafnartorg þar held ég að menn hafi ekki farið nógu varlega. Sigmundur Davíð gagnrýndi þetta mjög hart og Dagur B, Varði þessa útfærslu.
Þetta sýnist mér veraalltof mikið steypumagn og byggingar of háar.
Eins ef maður skoðar þessa útfærslu á Laugaveg held nr 4 þar sem gömul hús höfðu verið gerð upp.
Að skipulagsyfirvöld hafi leyft þetta klúður sem þar er búið að klína ofaní þessu gömlu hús er alveg ótrúlegt.
Síðan má segja um einn nýja turninn við Skúlagötu og ég held Frakkastí þar sem hann skyggir á mjög sérstætt sjónarhorn frá Skólavörðuholti til Esju en nýji blokkarturninn eyðileggur það útsýni. Það var varað við þessu en skipulagsyfirvöld hlustuðu ekkert. Svo má nefna nýjar tillögur um stúdentagarða við Hringbraut fyrir neðn Gamla Garð.
Hræðilegt og vonandi verður ekkert af þessu. Klúðrið með öll hótelin sem Borgarstjórnin hefur leyft verður einhverntíma sögulegt. Það virðist vera svo mikill flaustursgangur við uppbyggingu og þe´ttingu byggðar að mönnum sést ekki fyrir.

ert | 19. jan. '18, kl: 00:13:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú trúir á gráðu SDG frá Oxford. Ég er meira fyrir raunveruleikann og raunverulegar gráður og menntun.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 19. jan. '18, kl: 00:16:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gráðan skiftir raunar engu máli þarna. Sigmundur Davíð hefur mjög gott auga fyrir þessum málum og talar ávallt af þekkingu og skynsemi. Já um öll þessi mál og mörg önnur líka.

ert | 19. jan. '18, kl: 00:56:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

QED á PS ið hjá mér!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 19. jan. '18, kl: 12:50:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf ekki mikla skipulagshæfileika til að sjá hvernig aðal umferðarflæðið þarf að vera um höfuðborgarsvæðið. Reykjavík liggur á skaga sem var kallaður Seltjarnarnes og byggðin hefur þróast þannig Vestur - Austur. Svo er annar byggðarás sem liggur með ströndinni Norður - Suður Frá Mosfellssveit gegnum Elliðaársvæðið og um Kópavog til Hafnarfjarðar.
Það þarf að vera flæði fyrir farartæki gegnum þessa ása.
Best færi á því ef þetta gætu verið tveir ílangir hringir.

Maður sér augljóslega að Vestur Austur hringurinn væri frá Seltjarnarnesi um Eiðgsgranda, Hringbraut, Miklabraut og Ártúnsbrekku og svo hinn leggurinn Eiðsgrandi Mýrargata Geirsgata Sæbraut að Ártúnsbrekku.
Best hefði verið ef Sæbrautin hefði getað náð yfir í Grafarvog og frá Grafarvogi að Ártúnsbrekku.
En þessa lausn hafa borgaryfirvöld gert erfiða með nýju skipulagi við Elliðaárvog.
Þarna er búið að eyðileggja tengingar í gegnum Kvosina með því sem er verið að framkvæma í dag við Hafnartorg. Síðan er Hringbrautin viðkvæm vestast og þarf að gæta að því að byggja ekki ofaní gatnamótin við JL - torgið eins og áformað er.
Ennfremur verður að gæta að akstursleiðum frá Kvosinni innað Hlemmi og til baka.
Þarna eru Hverfisgata og Laugavegur aðal æðarnar.
Þarna er megin ásinn Vestur Austur.
Norður Suður ásinn Þarf að þvera Vestur - Austur ásinn gegnum Grafarvog , Árbæjarhverfi Breiðholt, Kópavog og Hafnarfjörð og koma svo til baka með Hafnarfjarðarvegi með ströndinni yfir Skerjafjörð að BSÍ og tengjast þannig Vestur _ Austur ásnum. Á þessari leið eru ekki miklir hnokrar fyrr en komið er að tengingunni við BSÍ frá Kópavogi. Þar þarf sennilega brú yfir Skerjafjörð.

ert | 19. jan. '18, kl: 12:55:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó þannig að menntun í skipulagi borga og umferðar er bara eitthvað svona sem maður þarf bara smá skipulagshæfileika í. Annars getur ómenntað fólk alveg unnið svona vinnu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 19. jan. '18, kl: 13:19:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það þarf allavegana að hafa svona hæfilegt verksvit.
En það virðist allavegana ekki vera til staðar hjá þei sem sjá um skipulagsmál hjá
Reykjavíkurborg.
Það geturðu bara séð "live" þessa dagana og næstu vikur þegar opnað verður fyrir fullt umferðarflæði um Hafnartorg í Kvosinni.

ert | 19. jan. '18, kl: 13:32:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já alveg eins og skurðlæknar þurfa bara smá verksvit.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 19. jan. '18, kl: 14:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það myndi nú ekki skemma fyrir ef þeir hefðu sumir svoldið meira milli eynanna blessaðir en þeir hafa sloppið blessunarlega frá þessu flestir.
En það er samt alveg stórfurðulegt hvað er hægt að kenna fólki ef það hefur áhuga.

ert | 19. jan. '18, kl: 14:10:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og merkilegt að þú skulir vera hér á netinu enda með þekkingu læknis, skipulagsverkfræðings og yfirburðaforritari.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 19. jan. '18, kl: 14:15:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú það er merkilegt satt segirðu.
Ég hef bara ánægju af þessu eða þannig,
Veit reyndar ekki hvað endist lengi.
Þú hefur verið hér í áratugi og ekki ert þú nú ekki
af lakari endanum er það ?

ert | 19. jan. '18, kl: 14:17:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki mikið undanfarið - en ég er svona mikill snillingur eins og þú og myndi aldrei telja mig hafa þekkingu á við lækni eða læknanema.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 19. jan. '18, kl: 14:20:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú ert jú landskunn fyrir hógværð og svo ertu jú klók.
Veist vel að það gengur ekki að þú sem hjúkka vitir betur en læknarnir.

 
ert | 19. jan. '18, kl: 14:22:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki leyfir landlæknir að ég segist vera hjúkka. Ég þarf víst bevís frá honum um slíkt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 19. jan. '18, kl: 14:27:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú dugir ekki að ég segi það ?

ert | 19. jan. '18, kl: 14:28:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu landlæknir?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 19. jan. '18, kl: 14:32:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki hérlendis nei.

polyester | 19. jan. '18, kl: 01:26:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég hef ekki miklar mætur á simma en þegar kemur að skipulagsmálum þá veit hann sínu viti það er ljóst

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

polyester | 19. jan. '18, kl: 01:24:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða gráður er þá aldamótahippinn hann proppe sem þú hefur svo óbilandi trú á með fram yfir þá sem kaldbakur nefnir ?

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ert | 19. jan. '18, kl: 01:38:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er skipulagsfræðingur og vinnur sem slíkur. Fannst þér hann hippalegur? Ég hef aldrei heyrt eða séð hann fyrr en í kvöld. Kannski er hann hippalegri utan vinnu

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

polyester | 19. jan. '18, kl: 01:58:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og hvernig er gráðan hanns merkilegri en þeir sem kaldbakur nefnir eru með ?

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ert | 19. jan. '18, kl: 06:07:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert. Mér þykir ekki viðskiptafræðigráða merkilegri en gráða í læknisfræði þess vegna læt ég viðskiptafræðinga skera mig upp.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 20:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef skoðð í miðbænum man eftir í gær eða fyrradag þar sem voru um 4-5 strætisvagnar að mætast og allir tómir. Var í kringum tjörnina.

kaldbakur | 30. jan. '18, kl: 00:44:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef undanfarið verið að telja farþega í þeim vögnum sem ég mæti í bænum.
Mér sýnist að 2-5 farþegar sé lang algengasti fjöldi þeirra sem sitja í vagninum.
Enda kemur það heim og saman við fjöldatölur hjá Strætó.
Það var fyrir ca 5 árum stefnt að því að ná notkun strætó úr 4% í 8% en enn eru um 4% að nota vagnana þó ferðum hafi fjölgað og leiðakerfi endurbætt. Og svo dælt milljörðum í þetta allt og eftir 5 ár þá er niðurstaðan sú sama.
Ég er ekki að segja þetta vegna þess að ég sé á móti Strætó, en þessar upplýsingar eru auðvitað gögn sem
þarf að hafa til hliðsjónar ef enn á að dæla auknu fé í fyrirbærið.

ert | 2. feb. '18, kl: 11:33:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og þú passar þig að taka eðlilegt úrtak og það eru bara 2-5 farþegar á morgnanna álagstímum þegar þú telur. Við hinum sem fáum ekki sæti strætó erum með geðveik og erum aðímynda okkur hluti. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 19. jan. '18, kl: 11:44:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér. Þarf að sækja mikið af fundum í Borgartún, Katrínartún og Þórunnartún. Oft í mestu morgun og síðdegistraffíkinni. Kannast ekki við að hafa setið í 100 bíla lest á eftir strætó. Eða lenda í miklum hremmingum þarna. Og án þess að ætla mér að ergja OP með sögum af fólki sem ferðast um öðruvísi en á einkabílnum langar mig samt að segja að það er miklu betra að vera gangandi eða hjólandi vegfarandi þarna núna en var áður. Fyrir utan auðvitað hörmungina sem er turninn og hið sérstaka veðrakerfi sem hinum fylgir. 

sigurlas | 29. jan. '18, kl: 12:35:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vinn í Borgartúninu. Ég kemst alltaf á hjólinu mínu, miklu hraðar en bíldruslurnar

kaldbakur | 30. jan. '18, kl: 00:13:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hvaðan kemurðu ? Það er fínt að geta hjólað en "bíldruslurnar" eiga líka að geta komist víða yfir,
rétt eins og "Strætódruslan".

bogi | 9. jan. '18, kl: 15:22:15 | Svara | Er.is | 0

Ég veit ekki með þig en ég tek öðru hvoru strætó en vinnan mín er miðsvæðis í Reykjavík. Á morgnana og seinnipartinn er strætó yfirleitt alltaf fullur. Eins þá taka börnin mín strætó á æfingar og það er alltaf fullt af fólki í strætó.


Afhverju finnst þér mikilvægara að 20 manns í einkabílum fái þrjár akreinar en að 20 manns í strætó fái eina á sama tíma? Er það ekki bara lýðræði?

kaldbakur | 9. jan. '18, kl: 15:50:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko Strætó er að flytja um 4% af umferðinni eftir mælingum (þeirra sjálfra hjá Strætó).
Það má taka sem dæmi á Miklubraut að ein akrein er bara fyrir Strætó í Vestur og svo eru 3-4 akreinar fyrir almennan akstur í sömu átt.
Ef þessu væri skift jafnt bara eftir landssvæði þá er Strætó að fá um 25% af akbrautum þarna.
En þeir flytja sennilega ekki nema 1% þeirr sem um þetta svæði aka,

kaldbakur | 9. jan. '18, kl: 16:40:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Strætó segist flytja um 4% af umferðinni en er sennilega að flytja enn minna.
En það sem verra er að sætanýtingin er sennilega innan við próssent kannski 0,5% !!
Þeir hjá Strætó ættu að taka upp aðferðir flugvélaga og mæla sætanýtingu frekar en havað þeir flytja mikinn hluta
þeirra sem ferðast.

kaldbakur | 14. jan. '18, kl: 23:26:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nú er að koma betur í ljós hvað átt er við með Borgarlínu. Þetta verða sértakar akreinar fyrir strætó sem ganga langsum eftir borginni frá Seltjarnarnesi og uppí Mosfellssveit. Svo verður önnur kross akrein frá t.d. BSÍ í Vatnsmýri sem gengur í gegnum Kópavog og til Hafnarfjarðar. Svo t.d. maður sem ætlar að nota sér þetta úr Breiðholt Seljahverfi og niður ´Miðbæ. Hnnn þarf að taka minni Strætó sem gengur um Breiðholt og þaðan niður í Mjódd þar sem BorgarlínuStrætó stoppar og flytur hann niður á Lækjartorg ef Borgarlínan kemst þangað. Þetta mun tefja fyrir mjög mörgum og þeir þurfa að eyða ca. hálftíma meira á hverjum degi í ferðir.
Þetta er mjög hæpin framkvæmd svo ekki sé meira sagt.

bogi | 9. jan. '18, kl: 15:23:16 | Svara | Er.is | 0

ps. allir bæjastjórar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í þessu verkefni og þetta er einnig á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar. Síðast þegar ég vissi stjórnaða sjálfstæðisflokkurinn flestum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fyrir utan Reykjavík og áttu sæti í ríkisstjórn ...

kaldbakur | 9. jan. '18, kl: 15:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta hefur farið hugsunarlaust í gegnum alla þessa aðila.
Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Seltjarnarnes og Mosfellsbær geta alveg skaffað landssvæði fyrir Strætó kostar þá nánast ekkert.
Reykjavík þarf að rústa byggingum og kosta tugþúsundum milljóna. Sjáða bara aðal stoppistöðina við Hlemm það er búið að
breyta Hlemmi sem "almenningssamgöngustöð" í nokkurskonar veitingahús.
En svo þegar kemur að rekstrinum og fáir nyta sér þetta apparat kannski 5-6% þeira sem eru að ferðast um göturnar
og tækjakosturinn þessi Borgrlína er gerð fyrir 40-50% af farþegum á þessu svæði ef á að borga sig þá vandast málið.
Ekkert af þessum sveitarfélögum vill borga fyrir hraðlestir eða Strætó sem ferðast 95% af sínum tíma tómur og kostar milljarða að reka á ári.

bonchu | 9. jan. '18, kl: 15:25:04 | Svara | Er.is | 0

Biddu bara strætó fyllist þegar fólk áttar sig á að það er fljótlegra að taka stræto í vinnuna. Þá fáum við greiðari aðgangs sem kjósum bíla.

kaldbakur | 9. jan. '18, kl: 16:58:53 | Svara | Er.is | 0

Já Fuglahús væri besta lausnin.

Það sjá allir að sveitarfélögin í kringum Reykjavík þurfa litlu sem engu að kosta við breytingar á götum til að nýr Strætó sem menn vilja kalla Borgarlínu komist í gegnum þessi nágrannasveitarfélög Reykjavíkur.
Reykjavík þarf hinsvegar að brjóta niður byggingar breikka götur og skerða umferð til að nýji Strætóinn komist í gegn á sér akbraut, þetta sjá jú allir.
Nýjar breytingar á Miklubraut við Klambratún með öllum steinhleðslunum þarf að henda burtu ef Borgarlínan á að komast í gegn.
Þúsund milljónir króna hent þar í arfavitlausar framkvæmdir sem engum líkar.
Eftir breytingar sem munu kosta Borgarbúa þúsundir milljóna þá mun koma í ljós að
farþega fyrir nýju Borgarlínuna vantar.
Nágrannasveitarfélögin munu ekki taka þá í rekstri þar sem far.ega skortir - tómir Strætisvagnar kosta peninga.
Reykjavíkurborg mun því sitja ein uppi með þúsundir milljaóna í kostnað sem engum nýtist.

Má ég þá frekar biðja um fuglahús eins og þeir settu upp á Hofsvallagötu.

Hr85 | 9. jan. '18, kl: 23:50:03 | Svara | Er.is | 0

Höfuðborgarsvæðið er mjög stórt miðað við fólksfjölda svo almannasamgöngur verða aldrei sambærilegar hér eins og t.d. í Köben á meðan það er raunin. Sama má segja um hjólreiðarnar. Jú jú menn geta unnið að því að þétta en það mun taka margar kynslóðir að gera það almennilega.

Svo er já veðrið hérna óendanlega leiðinlegt það spilar inn í líka.

Neðanjarðarlest sem kemur fólki á milli hverfa hraðar en einkabíllinn er held ég það eina sem myndi fá flesta borgarbúa til að losa sig við bílinn. Ódýrt og hreint rafmagn gerir það að vænlegum kosti og svo þarf maður ekki að standa í leiðinlegur veðri.Eflaust of dýrar framkvæmdir miðað við fólksfjölda samt en spurning samt hvað Elon Musk mun ná að gera hann vill ná niður kostnaðinum við að grafa og telur reyndar að framtíð bílaumferðarinnar sé neðanjarðar.

Svo eru auðvitað hægt að draga úr eldsneytisnotkun án þess að reka fólk úr einkabílnum. Fleiri og fleiri sem fá sér rafbíl og örugglega fleira sem hægt er að gera til að styðja þá væðingu. 


kaldbakur | 9. jan. '18, kl: 23:57:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég held að þetta sé nokkuð rétt hjá þér H1985.
Bara ágætt að byggja þar sem áður stóðu hús og hafa verið rifin og þétta líka byggð þannig að götumyndir lagist eins og reynt hefur verið að gera víða. Það má reyndar spyrja um hvort nauðsyn hafi verið að byggja stórar turnbyggingar við Skúlagötu.
Svo sýnist manni stefna í steynsteypuslys við þetta nýja Hafnartorg.
Við náum aldrei að setja stóran hluta þirra sem þurfa að ferðast í Strætó eða s.k. Borgarlínu.
Það er eins og þú segir t.d. bara veðráttan sem kemur í veg fyrir að fólk velji þann ferðamáta.

blabla1234321
TheMadOne | 10. jan. '18, kl: 15:00:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er eitt að hafa skoðun á einstaklingi og allt annað að reyna að safna liði gegn viðkomandi. Það heitir einelti. Fólk er dæmt eftir orðum og gjörðum og hér er það fyrir allra augum svo að þú getur átt þína umræðu við viðkomandi og leift honum að sýna sitt innra sjálf. Það þarf ekkert meira

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Zagara | 10. jan. '18, kl: 18:31:09 | Svara | Er.is | 1

Það sem kostar líka mikinn pening er allt landið sem fer undir einkabílana sem bíða við vinnustaði fólks 8 tíma dags. Oft eru þetta stæði á mjög góðum stöðum og nýtast ekkert í fleiri klukkutíma á sólahring.

kaldbakur | 10. jan. '18, kl: 19:52:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kæri Akkeri þetta er alveg rétt hjá þér. Allir þessir bílar sem bíða við vinnustaðina þar sem eigendurnir eru að vinna.
Kannski er lausnin að fólkið vinni bara í bílunum sínum í bílakjöllurunum ?
Einhversstaðar heyrði ég að bílastæðakjallarar væru farnir að stafla bílum uppá endann.
Já það er mikið plássleysi allstaðar. Íbúðit eru t.d. að eyða plássi í rúmstæði rétt eins og bílastæði.
Hversvegna hefur engum dottið í hug að hafa rúm uppistandandi eða sem næst.
Þannig væri kannski hægt að koma 10-12 í íbuð sem var bara fyrir 2-4.

TheMadOne | 10. jan. '18, kl: 20:23:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

endilega leyfðu okkur að vita hvar bílastæðakjallarar eru farnir að stafla bílum upp á endann

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 10. jan. '18, kl: 21:24:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta geturðu séð á Utube erlendis frá ... en kemur eflaust hér líka

TheMadOne | 10. jan. '18, kl: 21:40:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ok þú ert þá að tala um eitthvað ástand sem er í útlöndum. Þetta var allt mjög óljóst og ruglingslegt hjá þér og ótengt umræðuefninu

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 10. jan. '18, kl: 21:44:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú þú og ég erum ruglingsleg oft og ótengd umræðuefninu sérstaklega þó þú.

TheMadOne | 10. jan. '18, kl: 21:44:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ert alveg með "nei þú" 5 ára í sandkassanum tæknina á hreinu

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 11. jan. '18, kl: 01:13:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já elskan mín.
Við viljum hafa hreint borð hérnamegin í kassanum.

TheMadOne | 11. jan. '18, kl: 01:48:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki borða sandinn, það skíta kettir í honum

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 02:07:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú mátt ekki skíta í kassann.

TheMadOne | 15. jan. '18, kl: 02:31:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er ekki köttur, ég nota klósett

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 04:04:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æji sorry.

Tryggvi6 | 15. jan. '18, kl: 04:26:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sefuru aldrei aumingi?

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 04:48:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað sagðirðu greyið mitt ég heyri svo illa ?

Tryggvi6 | 15. jan. '18, kl: 05:17:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú last það sem ég skrifaði

SEFUR ÞÚ ALDREI Á NÓTTINNI HELVÍTIS AUMINGI?

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 10:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndu að tala hærra.

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 11:13:24 | Svara | Er.is | 0

Nú hefur Eyþór Arnalds frambjóðandi sem forystumaður og borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýst yfir andstöðu við þetta Borgarlínuflipp. Hann hefur meðal annars dregið í eva að farþegum hafi fjölgað með Strætó. Strætó bs segir eað farþegum hafi fjölgað um allt að 14% en voru 4%. Nú ef maður bætir þessari 14 prósenta fjölgun við þá gerir það nú einungis 4,14% allra farþegaflutninga á svæðinu.
En vögnum hefur verið fjölgað og tíðni aukin. Strætó segir vandamálið vera að þessi fjölgun sé á álagstoppum tvisvar á dag.
Vandamálið er auðvitað að Strætó hringsólar allan daginn með tóma vagna en fær álagstoppa. Þetta er augljóslega mjög óhagkvæmur rekstur og mengandi. Einkabíllinn stendur þó ónotaðaður ef eigandinn þarf ekki akstur öfugt við Strætó sem hringsólar hring eftir hring.

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 11:32:40 | Svara | Er.is | 0

Annað sem Eyþór Arnalds hefur nefnt varðandi óhagstæðan rekstur Strætó er að tapið er svo mikið að sveitarfélögin verða að leggja til fé sem svarar til tveim þriðju af herjum seldum miða. Með öðrum orðum að ef far með Strætó kostar 400 kr fyrir almenning þá er raun kostnaður um 1200 kr hver miði - niðurgreiðslan er þetta mikil.
Og varðandi Borgarlínu ruglið þá gagnrýnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrirbærið mjög og telur það algjörlega galið.
Hann segir að dæmið muni aldrei ganga upp þar sem það vanti eðlilegar forsendur fyrir því að fólk kjósi svona hraðvagnakerfi sem fari beina línu gegnum Reykjavíkursvæðið milli Vestur- og Austurhluta borgarinnar og síðan milli Norður- og Suðurhluta höfuðborgarsvæðisins.
Hann nefnir sem dæmi að hverjum detti í hug að borga hærra verð fyrir íbúð sem væri nærri stoppustöð Borgarlínuvagns í Grafarholti vegna þess að vagnarnir færu niðurá Hlemm eða Lækjartorg ? Þetta gengur ekki upp.
Annað sem Sigmundur Davíð nefnir að Borgarlínan verði línuleg lausn sem kosti það að sá fjöldi fólks sem í dag notar Strætó til að komast nærri vinnustað, muni núna þurfa að taka tvo vagna í stað eins. Það verði minni aukavagnar sem færi gömlu aksturleið Strætó og ferjuðu farþega að næstu stoppustöð Borgarlínu. Þetta er talið tefja farþega Strætó um ca. 20 - 30 mínútur daglega.

gamba | 15. jan. '18, kl: 11:42:07 | Svara | Er.is | 0

Borgarlínan byggir líka á því að það er styttri tími milli ferða en nú er, þ.e. 5 til 7 mínútur og biðskýlin eru upphituð, gert er ráð fyrir verslunarkjörnum á stærstu stöðvunum. Þetta er allt annað landslag en er í dag og mun meira aðlaðandi að fara með almenningssamgöngum í skóla og vinnu. Ég get með engu móti séð hvernig þetta er aðför að sjálfsákvörðunarrétti borgarbúa. Í kringum mig er fullt af ungu fólki sem kýs að taka ekki bílpróf m.a. vegna umhverfissjónarmiða en almenningssamgöngur mættu vera betri og gera þeim lífið auðveldara. Næturstrætó er frábært skref í rétta átt og borgarlínan enn betra.

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 12:09:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já vonandi gengur þetta ef svo fer að sveitarstjórnir fara útí þetta ævintýri því það mun kosta hverja fjölskyldu milljónir.
En staðreyndin er sú að eftir því sem Strætó fjölgar ferðum og bætir við vögnum þá eru færri farþegar pr.ferð og tapið bara eykst.
Þegar hver strætómiði fer að nálgast 1500 kr (með niðurgreiðslu) þá fer að verða hagkvæmara fyrir t.d. tvo að panta sér leigubíl sem fer beint milli staða. Það kostar vissulega að eiga bíl en hann er ekki keyrður nema að egandinn óski þess. Strætó er sífellt á ferðinni og í miklum meirihluta ferða tómur eða með 2-3 farþega.
Það er auðvitað engin glóra að Strætó fái fleiri og fleiri sér akstursbrautir og vögnum sé fjölgað og tíðni ferða aukin en farþegum pr. ferð fækki og tap eykst. Þannig rekstur gengur bara ekki upp og glapræði að halda áfram á sömu braut.
Það eru að koma betri lausnir sem henta lköldu landi eins og Íslandi. Litlir rafbílar sem ekki menga og hægt verður að hringja á með appi úr snallsíma eru lausn sem er að riðja sér rúms. Þessi "snjallbílar" fara eftir forskrift tölvu sem segir hver fara skuli til að ná í farþega.
Snjallbíllinn er ekkert á ferðinni ef enginn hringir en bregst strax við kalli og bætir farþegum við ef appið og tölvan segir að hagkvæmt sé að taka upp fleiri farþega á leiðinni.
Strætisvagna hringavitleysan þar sem bílstjórinn situr einn í risastórum trukk og flýtir sér sem mest til að hafa sem lengsta smókpássu í lok hrings er gamaldags hugsun og Borgarlínan er jafnvel enn vitlausari lausn.

gamba | 15. jan. '18, kl: 12:16:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verður þá Borgarlínan ekki byggð á snjallbílum án bílstjóra sem þarf smókpásu ef þessi tækni er alveg koma ? Það hlýtur að vera miklu hagkvæmara og koma fyrr en snjallbíll sem sækir 2 farþega heim að dyrum

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 12:30:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Borgarlínuhugmyndin er mjög dýr fyrir Reykvíkinga þar sem það þarf að breyta mörgum götum þar sem hún fer í gegn t.d Miklubraur, Hringbraut, Hverfisgötu og víðar. Vagnarnir stoppa ekki á tilteknum stað eftir óskum farþegans eins og Snjallbílalausnin.

Gamla Stræisvgna og þessi Borgarlínu Strætisvagn er gömul og úrelt hugsun og gengur alls ekki við aðstæður eins og er hér á höfuðborgarsvæðinu, en hentar betur þaar sem eru sterkir miðbæjarkjarnar eins og í London, New York og kannski Kaupmannahöfn.

Það má bera saman Strætisvagna hugmyndina og lausn sem var fundin upp fyrir mörg hundruð árum það er dyrabjölluna.
þú þarft ekkert að vera að fara til dyra á nokkurra mínútna fresti til að sjá hvort það er kominn gestur til þín, dyrabjallan hringir og þú getur setið rólegur inní stofu og lesið bók. Strætó kerfið er ekki eins viturlega uppbyggt og dyrabjöllu lausnin. Strætó er allaf að fara hring eftir hring og stoppa á biðstöðum til að athuga hvort einhver farþegi (gestur) sé kominn.
Strætó BS. ætti einfaldlega að athuga hvort þeir gætu ekki tekið upp meira svegjanlegt kerfi t.d. með Appi eða "dyrabjöllu" á hverri stoppustöð. Vagn sem væri á leið með farþega gæti þá sleppt óhagstæðri stoppustöð þar sem ekkert kall (hringing dyrabjöllu) hefði komið frá. Þannig mætti spara tíma eldsneyti og peninga.
Þetta fyrirkomulag væri í algjörri andstöðu við Borgarínu lausn en gæti hugsanleega verið góð breyting á núverandi leiðakerfi Strætó.

gamba | 15. jan. '18, kl: 12:37:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég treysti því að allir möguleikar hafi verið skoðaðir hjá þeim sérfræðingum sem fengnir voru til að skoða úrbætur í almenningssamgöngum í borginni. Ég veit ekki betur en þeir og verð því að treysta því að Borgarlínan sé besti kosturinn frekar en að treysta Eyþóri Arnalds sem eftir því sem ég best veit er ekki sérfræðingur í þeim málum nema þá sjálfmenntaður. Kostnaður við gerð jarðgangna úti á landi er líka mikill ef litið er til litlu staðanna sem nú njóta þess að vera ekki einangraðir heilu veturna. Kostnaður við Borgarlínu dreifist á margra ára tímabil held að það sé til ársins 2040 ef ég man rétt en það kostar líka að breyta vegakerfinu í borginni ef einkabíllinn á að taka meira pláss en verið hefur.

ert | 15. jan. '18, kl: 12:44:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Merkilegt að menn skuli ekki horfa til snjallabílaluausna í London og New York. Það væri hægt að leggja the Tube niður enda gífurlegur ókostur að maður þarf að labba þaðan á ákvörðunarstað. Það væri mun hagkvæmara að hafa snjallbíla.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

gamba | 15. jan. '18, kl: 12:57:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er alveg stórfurðulegt. Það er varla hægt að bjóða uppá að fólk labbi á stöðvarnar eins og veðrið getur verið leiðinlegt í þessum borgum. Lenti í þvílíkri úrhellisrigningu í London um daginn og stakk mér inn í strætó á almennri akbraut, engin borgarlína þar. Tók mig sirka hálftíma lengri tíma að komast á hótelið en slapp við að labba í rigningu. Stundum er líka ískalt í London og New York.

ert | 15. jan. '18, kl: 13:01:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Láttu mig þekkja það - var einu sinni veik í 3 mánuði eftir að hafa ofkælst í London. Hefði sko ekki gerst ef þeir hefðu snjallbíla þar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 16:16:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru komnar snjallsímalausnir í leigubíla þar sem fólk sameinast um einn hæfilega stóran bíl kannski fyrir 6-8 farþega.
Bílinn pikkar upp farþega sem eru á sömu leið.
Svona bílar þurfa ekkert að hringsóla hring eftir hring tómir ef engvir farþegar bjóða sig fram.

ert | 15. jan. '18, kl: 16:18:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þannig að ef enginn er á sömu leið þá rænir leigubílstjórinn 5-7 manns til fara með manni  þannig að maður þurfi ekki að borga bílinn einn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 16:29:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf tölvukerfi að vera tengt GPS kerfi bílstjórans sem getur jú alveg eins verið tölva.
Þessir bílar sem geta verið allt frá 6 farþega til 10 - 20 farþega snna áhveðnum svæðum.
Innhringingar eða pöntun t.d. frá snjallsíma Appi eða jafnvel bara hnappur á stoppistöð setja ferlið af stað.
Ef engin innhringing fer ekkert af stað. En það vill svo til að t.d. ef við hugsum svæði eins og t.d. Hlíðar sunnan Miklubrautar væri þjónustusvæði 15 manna minibus og 6 manna fólksbíls. Á ´lagstíma væri minibusinn ræstur út og tölvan myndi reikna hvert hann ætti að fara sem hagkvæmustu leið á "Marksvæði 1" Miðbær Hlemmur og Lækjartorg.
Annar minibus fyrir hlíðar myndi þjónusta "Marksvæði 2" Borgartún - Sundaborg - Árbær.
Þannig myndi þjónustan vera neytendadrifin í stað einhvers systems sem þekkt var í Ráðstjórnarríkjum eða Austur Evrópu.
Farþegarnir ráða ferðinni en ekki ríkið.

ert | 15. jan. '18, kl: 16:31:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já og ef það væri enginn í Hlíðunum þa´væri fólki annað hvort rænt í Hlíðunum til að fara með mér eða það væri fundið fólki í Grafavoginum og af því að leigubílinn keyrir á ljóshraða þá kæmist ég á réttum tíma á staðinn.
Þetta tölvukerfi væri svo forritað í gagnlegast forritunarmáli í heimi, SQL.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 16:40:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert nú heimsins mesta tröll svo ég noti þitt eigið orðalag.
Hefurðu nokkuð hugsað um að nota þér þjónustu VIRK til að koma þér aftur þar sem þú getur látið ljós þitt skína, því ég veit að þú hefur góða vitsmuni ?
Það fer enginn bíll af stað nema að það sé í það minnsta einn farþegi skráður. Svo bætast bara við farþegar í tölvukerfið á ferðinni og tölvan reiknar út hvort það sé hennar verk að sækja þann farþega eða næsti rúntur.
Ég sagði hér frá dyrabjöllunni sem var kannski fundin upp fyrir nokkur hundruð árum.
Hún spparar þér að þurfa ekki á nokkura mínútna fresti að fara og kanna hvort einhver gestur sé að koma.
Gamli góði Strætó gæti jafnvel nýtt sér bara "Dyrabjöllu system" og færi ekkert af stað nema einhver þurfi.
Hversvegna eru allir þessir stóru Strætisvagnar að hringsóla hring eftir hring tómir ?
Horfðu bara á Strætisvagnana í dag og teldu farþegana. Oftast er enginn í vagninum og stundum bara 2-3.

ert | 15. jan. '18, kl: 16:42:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þú meinar að ég gæti hætt að vinna 150% og unnið 200% með Virk.
Þannig að í þessu kerfi mun kosta það sama hvort sem maður deilir leigubíl með 7 eða er einn í honum. Frábært kerfi. Ég hafði ekki fattað að leigubílstjórar væru til að keyra fyrir svona lítinn pening.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 16:53:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má vel vera að þú sért í 100% starfi og ég efa það reyndar ekkert því ég til þig ver frekar hæfileikaríka og gáfaða a.m.k. miðað við marga á þessum vef.
En það sem ég er að reyna að troða í höfuðið á þér er að það þarf meiri tækni og neytendastýringu í þetta almenningsflutningakerfi sem hér er að þjónusta okkur. Borgarlínukerfið er bara eins og að innleiða aftur "Gufuskip" eða gamlae Eimreiðar. Það virðist enginn hafa hugsað það kerfi rökrétt.
Aðkeyptir þjónustuaðilar segja berum orðum að nýja kerfið gangi ekki upp án aðgerða.
Ráðleggingar aðkeyptra þjónustuaðila eru þær: Gerið fólki eins erfitt fyrir eins og þið getið við að ferðast eins og það óskar sér í dag til að það komi til ykkar í nýja Borgarlínustætókerfið.

Þetta nýja kerfi er auðvitað galið svo maður noti bara orðalag Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sem hefur einn fárra stjórnmálamanna þorað að segja sínar skoðanir.

ert | 15. jan. '18, kl: 23:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Nei lausnin að fjölga bílum meikar ekki sens. Ég veit alveg að að er svakalega handhægt að hafa sjálfkeyrandi bíla með einum aðila á álagstímum af því að þeir eru bara 5 cm og þess vegna komast svo margir sjálfkeyrandi bílar fyrir.
Það kostar ekkert að auka bílaumferð  þá þarf ekki stækka umferðamannvirki af því að bílarnir eru svo litlir. Mér skilst að lengd á jepaa sé komin í 15 cm.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 23:37:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo þarftu auðvitað ekkert að vera að þvælast um allan bæ. Ert með snjallsímann þinn og getur leyst allar þinar þarfir í gegnun App. Tímaskekkja að vera að burðast með allan skrokkinn þvers og kruss um bæinn þegar þú getur látið hugann ferðast.

ert | 16. jan. '18, kl: 00:02:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Flott - gott að vinnuveitandi minn vilji ekki hafa mig á staðnum og vilji að ég vinni í gegnum snjallsímann. Fólk þarf náttúrulega ekkert að mæta í vinnu - hjúkrunarfræðingar geta bara hjúkrað í gegnum snjallsímann.
Get ég sent þér greind í símann þinn?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 16. jan. '18, kl: 00:04:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki hvort þú hefur verið greind þar sem þú ert þetta öldruð.
Hefðir örugglega verið greind ef þú hefðir fæst eftir aldamót.

ert | 16. jan. '18, kl: 00:06:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, jú, ég var greind afburðargreind.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 16. jan. '18, kl: 00:08:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já datt það nú reyndar í hug en vildi ekki segja þér það.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 00:40:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þjónusta lækna fara nú þegar mikið til í gegnum síma.
Sjúkdomagreining getur í mörgum tilfellum farið fram í gegnum netið.
Að gefa sprautur, skipta um á rúmum, mæla hita og fylgjast með líðan sjúklinga á skjá þetta er allt hægt að framkvæma án innlagnar og mikið til á netinu. Þannig að það eru snjalllausnir komnar þarna kannski gerfigreind líka.

ert | 18. jan. '18, kl: 03:50:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott að heyra að hægt sé greina fólk í gegnum netið frá heilbrigðisstarfsmanni

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

veg | 18. jan. '18, kl: 09:59:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig gefur maður sprautur og skiptir á rúmi í gegnum netið?

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 10:53:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það munu robotar taka yfir margt af þessu.
Þannig að netið verður til að fylgjast með og stjórna.

ert | 18. jan. '18, kl: 11:08:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já, af því veikt fólk þarf ekki samskipti við fólk.
Ég sé þú hefur lært mikið í umönnun fólks.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 14:21:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessir Robotar eru með gervigreind og líka með tilfinningar.
Þessar "Gervihjúkkur" gætu verið með silicon brjóst og rass og það má víst alveg klípa í "þær" eru bara mikið fyrir þannig að sagt er. Þannig að þarna er komin samkeppni.
Þó er aldrei að vita nema að það komi upp einhver svona #Metoo hjá
þessum Robotum kannski eftir 10 - 20 ár og þá ru gamlar syndir
auðvitað ekkert fyrndar frekar en núna.

ert | 18. jan. '18, kl: 14:24:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

EQ getur farið undir núll.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. jan. '18, kl: 14:29:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hef heyrt að það gerist hjá þeim sem eru með "afburðagreind" og þá auðvitað með minna á ýmsum öðrum sviðum.

Betra að hafa þetta jafnt.

ert | 18. jan. '18, kl: 17:24:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mínus á öllum sviðum

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 16:18:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það eru mörg tröllin hér - afturhalds járnbrautarteina lausnir.

polyester | 15. jan. '18, kl: 18:30:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég skil ekki hvar dagur ætlar að draga upp hátt í 100 milljarða til að gera þetta að veruleika í ljósi þess að hann er nánast nú þegar búin að setja borgina á hvínandi kúpuna

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

kaldbakur | 15. jan. '18, kl: 19:42:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er áhyggjuefni en Dagur er engum líkur.
Þegar hann er búinn að koma öllu í þrot með vitlausri fjármálastjórn og eyðslu segir hanna vandann
vera einfaldan þetta sé bara tekjuvandi !

polyester | 15. jan. '18, kl: 21:16:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það segjir sjálft þegar grínleikari og svo læknir eru kosnir til að stjórna reykvíkingar geta bara kennt sjálfum sér um þeir kusu þetta yfir sig sjálfir

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

kaldbakur | 30. jan. '18, kl: 17:07:38 | Svara | Er.is | 0

Já hafði augun opin varðandi strætisvagna í dag. Vagn á Hringbraut við Melatorg var á miklu blússi og lá á að því virtist. En jú enginn var í vagninum nema bílstjórinn.

veg | 31. jan. '18, kl: 15:12:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nr. hvað var hann?

kaldbakur | 31. jan. '18, kl: 15:28:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að ég hafi ekki tekið eftir númerinu á þeim vagni - einhver vagn var nr 6 held ég,
En ég sá nokkra aðra í bænum þennan sama dag - man bara ekki hvar það var en það voru allavegana tveir aðrir sem ég mætti og skoðaði í gluggana og það voru að mér sýndist 2 eða 3 farþegar þar.
En það er sniðugt hjá Strætó að skyggja gluggana þannig að það sést bara mjög illa inní vagnana.

veg | 31. jan. '18, kl: 17:19:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afhverju prófarðu ekki að taka strætó einhverntíman?  það eru mörg ár síðan ég var i strætó með svona fáum, og tek ég þó strætó reglulega.

kaldbakur | 31. jan. '18, kl: 19:49:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú nýtir Strætó á álagstímum og þá eru væntanlega miklu fleiri farþegar.
Þessir tímar eru kannski milli 7-9 og 4-6 daglega þó ég viti ekki.
En það réttlætir þó ekki að vagnar séu keyrðir 80% dagsins hálf tómir.
Eitthvað vitlaust við fyrirkomulagið.

veg | 1. feb. '18, kl: 09:43:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ég nýti ekki strætó á álagstímum þar sem vinnutími minn er ekki reglulegur.  Enn samkvæmt ferðakönnun frá því í október síðastliðin var innstig í strætó tæplega 12 milljónir á síðasta ári og hefur aukist úr 9 milljónum árið 2014

kaldbakur | 1. feb. '18, kl: 14:55:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samkvæmt nýjum upplýsingum frá dagblöðum í dag hefur hlutur Strætó í farþegaflutningum ekkert aukist frá 2004 var þá 4% af heildarfjölda í umferðinni og er enn í lok 2017 4% engin aukning hvað hlutdeild varðar. En jú umferðin hefur aukist bæði bílar og annað. Hlutdeild einkabílsins hefur verið um 75% og fór í 76% á síðasta ári.

Ég var að skoða Strætó á ferð minni í bænum í dag leið 15 var við Hagatorg og þar voru 5 farþegar þetta var um kl 11 í morgun og svo sami vagn á Hjarðarhaga um kl 1:30 voru 3 farþegar. Leið 11 við Hofsvallagötu 1 farþegi kl 11 í morgun Leið 16 á Sæbraut um kl 1:15 1 stk farþegi ! OG svo annar vagn á Sæbraut á svipuðum tíma sá ekki leiðar nr en þar var enginn farþegi.

veg | 1. feb. '18, kl: 15:31:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

reyndar var hlutdeild einkabílsins 73% á síðasta ári. innstig í strætó voru tæplega 12 milljónir á síðasta ári en voru um 9 milljónir 2014 þegar síðast var kannað.
ég var í strætó áðan, fór í nr. 1 á hlemmi 25 mín yfir eitt, við vorum 6 í upphafi, orðin 11 í lækjargötu, 23 farþegar við þjóðmynjasafnið og það vor enn 17 um borð þegar ég fór úr við kringluna korteri síðar.

kaldbakur | 1. feb. '18, kl: 15:57:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

MBL:
https://secure.mbl.is/bladid-pdf/2018-02-01/2018-02-01-all.pdf?0cf44c4b3dc0911213781acd5996a746

"Ferðavenjukönnun Gallups í
haust bendir til að hlutfall
ferða með strætisvögnum
hafi staðið í stað frá síð-
ustu könnun árið 2014. Um 4% allra
ferða voru farin með strætó í haust
og hefur það hlutfall haldist stöðugt í
fjórum könnunum frá 2002."

"Hlutfall Strætó stendur í stað.
Hlutfall bílferða nær óbreytt
Meðal annarra niðurstaðna var
að 61% aðspurðra ferðaðist sem bílstjóri
og 15% sem farþegi í einkabíl,
eða samtals 76% aðspurðra. Til
samanburðar voru þessi hlutföll samtals
75% árið 2002, 76% árið 2011 og
75% árið 2014. Bendir þetta til að
hlutföllin hafi lítið breyst"

kaldbakur | 1. feb. '18, kl: 16:00:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

MBL:
https://secure.mbl.is/bladid-pdf/2018-02-01/2018-02-01-all.pdf?0cf44c4b3dc0911213781acd5996a746

Höfundur er umferðarverkfræðingur,
MBA.
thjaltason@gmail.com

"Samkvæmt skýrslu
verkfræðistofunnar
Cowi um borgarlínuna
(janúar 2017) er skipting
á ferðamáta í dag
þannig að hlutur ferða
með strætó er 4%,
gangandi og hjólandi
20% og ferðir með
einkabíl 76%. Í sömu
skýrslu er áætlað að árið
2040 verði hlutur
ferða með strætó 12%,
gangandi og hjólandi 30% og ferðir
með einkabíl 58%. Ferðir með einkabíl
eiga samkvæmt þessu að minnka
um 18 prósentustig eða nákvæmlega
jafn mikið og áætluð aukning á ferð-
um gangandi, hjólandi og með strætó"

kaldbakur | 1. feb. '18, kl: 16:02:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

MBL:
https://secure.mbl.is/bladid-pdf/2018-02-01/2018-02-01-all.pdf?0cf44c4b3dc0911213781acd5996a746

Höfundur er umferðarverkfræðingur,
MBA.
thjaltason@gmail.com

» Sláandi er að fjölgun
farþega (50-60%) í
þessum erlendu borgum
er miklu minni en áætluð
fjölgun strætó-
farþega með tilkomu
borgarlínunnar (200%).

veg | 1. feb. '18, kl: 17:02:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Umfangsmikil könnun á ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins fór fram í október 2017. Niðurstöður liggja nú fyrir og voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði í dag, 31. janúar. Ferðamátaval Reykvíkinga breytist ekki mikið frá fyrri könnunum en sýnir nú almennan vöxt í samgöngum.  Í Reykjavík voru 73% allra ferða farnar á einkabíl samkvæmt könnuninni, 7% á reiðhjóli og 4% ferða voru farnar með strætisvögnum. Innstigum í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 9,0 milljónum árið 2011 í 11,7 milljónir árið 2017.
 

Vöxtur í samgöngum samkvæmt könnun: 73% allra ferða farnar í bílum
 


kaldbakur | 1. feb. '18, kl: 17:12:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður þarf nú ekki að hafa mikið hyggjuvit til að sjá að Strætisvagn ca 6 - 10 tonn að þyngd og gerður fyrir 70 -80 farþega sem hringsólar hring eftir hring - tómur eða með 2 - 5 farþega er arfavitlaus rekstur.
Hlutdeild Strætó í öllum farþegaflutningum á höfuðborgarsvæðinu allt frá 2002 þar sem hlutdeildin var 4% hefur ekkert breyst 2017 og er enn 4%.
Samt hefur verið reynt allt til að gera Strætó ákósanlegri t.d. me sér forgangsakreinum og mokað hefur verið fé í fyrirbærið en ekkert hefur dugað - 4% hlutdeild.

veg | 2. feb. '18, kl: 11:25:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það sama má segja um einkabílinn, rekstur á ca. tonni sem hringsólar um borgina með einn mann innanborðs, og undir þetta er svo mokað af almannafé, og er svo skilin eftir út um hvippinn og hvappinn öðrum vegfarendum til óþurftar.

polyester | 1. feb. '18, kl: 15:56:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


það verður bara að fara að aðlaga borgina að vilja fólkssins sem er að fólk vill eiga bíl það eru fæstir sem nenna að nota almenningssamgöngur eins og veðráttan er á þessu skeri og bara hreinlega hvernig göngufæri er á göngustígum úthverfa oft á tíðum
vonandi taka sjálfstæðismenn við borginni aftur þá verður hægt að fara að hreinsa upp drulluna eftir fyrrverandi stjórn greiða niður þessar sögulega háu skuldir og rétta stefnuna við vilja fólkssins aftur

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvar finn ég námsferilinn minn? Selja dót 24.7.2014 10.12.2018 | 02:48
"Listaverkið" Litla hafpulsan í Reykjavíkurtjörn Júlí 78 7.12.2018 10.12.2018 | 01:49
Afhverju er fátækt fólk á Íslandi feitt? Lýðheilsustofa 22.11.2018 10.12.2018 | 01:26
gifting sýs. hvað gra eftir mialitla82 9.12.2018 9.12.2018 | 23:31
Hvaðan kemur þessi kuldi? tralli10 9.12.2018 9.12.2018 | 22:48
Russian Earl Grey (Lipton) fáanlegt einhvers staðar hérlendis? geiri42 9.12.2018 9.12.2018 | 19:55
fyllt svínalund? adrenalín 8.12.2018 9.12.2018 | 19:54
Þessi hrokabykkja gefur sig ekki spikkblue 8.12.2018 9.12.2018 | 19:19
Gamlar umræður Sessaja 9.12.2018
Jólagjafir Twitters 7.12.2018 9.12.2018 | 18:13
Árni Jón Geirsson gigtarlæknir ny1 8.12.2018 9.12.2018 | 16:04
Þið sem hafið látið fjarlægja gallblöðru... upplysing1 29.10.2007 9.12.2018 | 14:44
Vandamál með gírana á bílnum. Einhver bílasnillingur hérna ? HK82 22.11.2018 9.12.2018 | 10:59
Brú yfir Skerjafjörð frá Kópavogi kaldbakur 8.12.2018 9.12.2018 | 09:35
90s Söngvaborg? Sifjada 7.12.2018 9.12.2018 | 08:03
Hljóð-upptökur/deildu Tekkinn 8.12.2018 9.12.2018 | 00:14
Mín fyrrverandi JæjaLOL 29.11.2018 8.12.2018 | 22:17
Selja skartgripir malata 8.12.2018 8.12.2018 | 22:07
Piparkökuhús - hvar maja býfluga 8.12.2018 8.12.2018 | 19:46
Rakvél fyrir stráka kittyblóm 8.12.2018 8.12.2018 | 18:53
Klausturs - Nunnu og Hommabarinn. kaldbakur 8.12.2018 8.12.2018 | 18:15
Götumynd / Veggmynd fyrir bæjarfélög disamin 7.12.2018 8.12.2018 | 15:21
Netflix - Amazon prime Twitters 16.5.2018 8.12.2018 | 09:33
Graco turn2reach bílstóll gms 7.12.2018
Landsbyggðarfólk vill að ríkið niðurgreiði flug polyester 4.12.2018 7.12.2018 | 20:07
Að borga fyrir brotið í búð Sossa17 1.12.2018 7.12.2018 | 18:53
Desember uppót langveikra barna Flottt 1.12.2018 7.12.2018 | 17:38
Barna-/unglingabók sem ég man ekki nafnið á ö 7.12.2018 7.12.2018 | 16:33
Svo sem vér og fyrirgefum.... Júlí 78 4.12.2018 7.12.2018 | 13:19
útlandaferð og dómur fyrir vanskil Torani 24.11.2018 7.12.2018 | 13:10
Ikea rafmagnshjól, hver er ykkar reynsla? smons 8.9.2018 7.12.2018 | 03:51
Gluggaþvottur Reykjanesbæ ello 7.12.2018
Aldrei átt kærustu Grassi18 26.11.2018 6.12.2018 | 23:44
Þýðing á einkun bókstöfum Grunnskóla hremmi79 4.12.2018 6.12.2018 | 20:30
Þórarinn Hannesson geðlæknir? falkadrengur 19.9.2014 6.12.2018 | 16:02
Jóla bílaljos 12v - hvar fást slík? Ljufa 6.12.2018 6.12.2018 | 14:53
Ein í smá vanda. akvosum 5.12.2018 5.12.2018 | 21:44
Löggan varar við innbrotsþjófum ! kaldbakur 5.12.2018 5.12.2018 | 19:13
Afhverju er myndin Alltaf birt út á hlið Sessaja 5.12.2018 5.12.2018 | 19:06
Klósettpappír, eldhúsrúllur, harðfiskur, teljós, lakkrís og fleira. Fjáröflun! sankalpa 5.12.2018
Þetta ætti að sýna á RÚV til að vinna gegn offitu. Lýðheilsustofa 4.12.2018 5.12.2018 | 18:10
Flugfreyjan - viðtal númer 2 Interrail 15.10.2018 5.12.2018 | 15:49
12v bíla aðventujólaljós? Ljufa 5.12.2018
Gat í tungu lovelove2 4.12.2018 5.12.2018 | 01:33
Russet Kartöflur PinkStar 22.8.2010 4.12.2018 | 18:45
Efnafræði snillingar ? kannskibaraa 4.12.2018
Finnst ykkur þetta fyndið? Þetta var or er rasismi. Lýðheilsustofa 2.12.2018 4.12.2018 | 16:44
Hansahillur - járn daggz 28.11.2018 4.12.2018 | 14:30
Inneign í lífeyrissjóðum Torani 4.12.2018 4.12.2018 | 12:54
Mömmukökudeig vigdisberglind 14.12.2017 4.12.2018 | 09:58
Síða 1 af 19678 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron