Breytilegir verðtryggðir vextir í kjölfar kórónaveirunnar?

bb79 | 31. mar. '20, kl: 09:30:20 | 357 | Svara | Er.is | 0

Hæ hæ
Ég er að taka íbúðalán hjá lífeyrissjóði og er að reyna að velja á milli þess að taka fasta vexti (3,4%) eða breytilega (nú 2,3%). Það munar alveg 20 þús kr. á mánuði í greiðlubyrði. Hjá þessum lífeyrissjóði get ég alltaf óskað eftir skilmálabreytingu og fest vextina - en þá er miðað við föstu vextina á þeim tíma sem ég bið um þá.
Er einhver vel að sér í þessu? Hvað mynduð þið gera? Mig munar um 20 þús á mánuði svo það væri mjög gott að taka breytilega en ég hef áhyggjur af því hvernig líklegt er að vextir þróist núna og þá sérstaklega út af þessari kórónaveiru og efnahagsástandinu. Ég er hins vegar engin hagfræðingur og þekki þetta ekki nógu vel :/

 

kaldbakur | 31. mar. '20, kl: 10:06:58 | Svara | Er.is | 3

Nr 1 Taktu ekki verðtryggt lán.
Hvort vextirnir eru breytilegir eða fastir skiftir líka máli.
Ég myndi velja fasta vexti sem eru lágir í dag.
Frekar líklegt að vextir hækki síðar held ég.

ert | 31. mar. '20, kl: 15:12:03 | Svara | Er.is | 1

Það er ekki að koma verðbólguskot og vextir eru að fara að lækka. Þannig að ég myndi aldrei taka fasta.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 31. mar. '20, kl: 15:41:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þú ert ern nú ekki heppileg spákona Ert mín.
Ég veit að þú hefur mikinn metnað of jafnvel þörf til að aðstoða.
En í guðanna bænum skulum við vona að folk fari ekki eftir fjárhagslegum ráðleggingum þínum.

ert | 31. mar. '20, kl: 16:10:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já spár mínar eru nú bara eftir Seðlabankastjóra. Hann veit örugglega ekki hvort hann ætlar hækka eða lækka vexti. Hvað finnst þér annars um vexti Bank of England eins og þeir eru núna?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 31. mar. '20, kl: 16:41:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú fínar spar þannig - en ok.
Því miður þá er alveg fyrirséð að verbólga vex hér.
Það sjá það allir að lífskjör okkar Íslendinga eru að versna mjög hratt.
Það er sagt að við séum að tapa 260 þúsund milljónum í gjaldeyristekjum bara næstu tvo ..þrjá mánuði.
Auðvitað skerðir það lífskjör okkar þegar við kaupum inn vörur og það er kallað verðbólga.

ert | 31. mar. '20, kl: 16:50:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? eru skert lífkjör kölluð verðbólga? " Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er oftast mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs en sú vísitala mælir meðalverð vöru og þjónustu á markaði." Ekkert um lífskjör - skiptir engu hvort þú átt fyrir brauði eða ekki, bara hvort brauðið hækkar. Af hverju telurðu þig vera betri í hagfræði en Seðlabankastjóri? Geturðu útskýrt á fagmál hagfræðinnar hvaða mistök hann gerði þegar hann spáði þessu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 31. mar. '20, kl: 19:44:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jájá … ég vissi ekki að þú værir þarna að hlusta.
Það þarf að stafa allt ofaní suma já.
Jú versnandi lífskjöt hækkandi böruverð og þannig eru afleiðing verbólgu eða bara birtingarmynd verðbólgu.
Ef brauðið ávextirnir, mjólkin, kjötið, fiskurinn, kexið og húsaleigan hækkar þá versna lífskjörin þín ja það er ekki verðbólga segir ERT kerlingin.
Versnandi lífskjör er ekki verðbólgan heldur hæakkandi vöruverð. Ef þú skrifar niður vel og vandlega verð á vörum fyrir mánuði og skoðar í dag hvað .æer hafa hækkað þá eru það ekki verri lífskjör það heitir verðbólga sem er allt annað en versnandi lífskjör.

ert | 31. mar. '20, kl: 21:54:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ok þannig að ég ef er með milljón á mánuði  og svo er 3% verðbólga á ári og launahækkun mín er 20%. Þá eru lífskjör mín verri í lok árs. Þannig að úr því að verðbólga er jákvæð á hverju ári þá fara lífkjör fólks versnandi. Ég hef það semt sagt  verra núna en þegar ég byrjaði vinna af því að allt er dýrara núna en þegar ég var ung.
Takk fyrir þessar upplýsingar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 1. apr. '20, kl: 08:25:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Greinin "Útlitið framundan" var skrifuð fyrir mánuði síðan 5. mars.

kaldbakur | 1. apr. '20, kl: 08:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skrifaði um niðursveifluna og Kórónu veiruna 5. febr. fyrir tveim mánuðum síðan
Hér er sú grein:

"Seðlabankinn lækkar stýrivexti um o,25%.
Seðlabankinn lýsir stöðu útflutningsgreina á hógværan hátt, en nú er yfirstandandi mesti samdráttur í útflutningi í 30 ár. Minni tekjur í sjávarútvegi m.a. vegan loðnubrests, erfiður markaður fyrir álafurðir og fækkun ferðamanna.
Stærsta fréttinn hjá Seðlabankanum er samt að bankinn hælir þjóðinni fyrir ráðdeild og fyrir að hafa dregið úr eyðslu og þessvegna er hagkerfið ekki verr statt en raun ber vitni, krónan hefur haldið verðgildi sínu þrátt fyrir áföll hagkerfisins.
Fjármálaráðherra hefur lýst samdrættinum á svipaðan hátt og seðlabankastjóri og báðir eru þeir mjög hæfir til að stýra þjóðinni út úr þessum erfiðleikum á farsælan hátt.
Núna sjáum við erfiðleika fyrirtækja birtast í samdrætti í fjárfestingum t.d. í byggingariðnaði og fækkun starfsfólks. Fjármálaráðherra boðar innspýtingu fjármagns í framkvæmdir t.d. í vegamálum með sölu á hluta Íslandsbanka.
Ytri áföll á heimsvísu eru við sjóndeildarhring. Kórónu veiran er að lama viðskipti á heimsvísu á margan hátt. Kína er nánast í einangrun og flugsamgöngur útum allan heim eru að dragast saman. Það er við búið að ferðamönnum muni ekki fjölga hérlendis frá því sem var í fyrra. Hótel og ýmsar framkvæmdir sem eru í gangi munu ekki ganga sem skyldi. Það eru því yfirvofandi gjaldþrot ýmissaaðila tengdum ferðamannaiðnaði. Vegna loðnubrests annað árið í röð munu ýmis fyrirtki og jafnvel heil byggðarlög lenda í erfiðleikum. Áliðnaður á heimsvísu er í erfiðleikum vegan verðfalls vegan offramleiðslu Kínverja, hætta er á lokun einhverra álvera hérlendis, Ísal hefur dregið úr framleislu sem gerir Landsvirkjun erfitt fyrir.
Landbúnaðurinn okkar er þó sú atvinnugrein sem stendur á margan hátt þokkalega vegan hreinleika og gæða.
Þrátt fyrir öll þessi ytri áföll þá stendur þjóðarbúið þokkalega. Styrkur þjóarbúsins er til kominn vegna þess að fjármálastjórnin hefur verið aðhaldsöm skuldir greiddar niður og fé veitt í hagkvæmar aðgeriðir og ekki síst að tvær síðustu ríkisstjórnir náðu að fá skaðabætur frá föllnu bönkunum og eigendum þrotabúanna með snjöllum samningum.
Þarna hefur orðið griðarlegur viðsnúningur í fjármálastjórn og því er staða þjóarbúsins þokkaleg í dag.

"

kaldbakur | 31. mar. '20, kl: 21:19:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko Seðlabankastjóri verður að vera mjög varkár í sínum yfirlýsingum.
Hann spáir ekki mikilli verðbólgu eða gengisfalli, hann má má bara alls ekki gefa óvarkárar yfirlýsingar varðandi þannig hluti.
Seðlabankastjóri getur varað við skuldasöfnun, hækkandi vöruverði, miklum innflutningi og litlum útflutningi.
En hann gefur ekkert endilega í skyn að skútan sé að sökkva. Seðlabankastjóri elskar stöðugleika.

Við sem neytendur sjáum það að þrýstingur verður á gengi krónunnar vegna þess að erlend mynt er ekki í sama framboði og áður.
Ef skortur er á erlendum gjaldeyri þá hækkar verð á erlendum gjaldeyri þú færð t.d. færri dollara fyrir 1000 kr. en áður.
Ef dollari eða erlend mynt hækkar í verði þá hækkar vöruverð og verðbólga vex - þetta er nánast lögmál.
Þó Seðlabanki geti gripið inní sveiflur á gjaldeyri þá ræður hann ekki við að halda uppi skökku gengi krónu nema til skamms tíma.
Við þessar aðstæður sem eru hérlendis þegar 300 þúsund milljónir króna verðmæti í erlendum gjaldeyri skilar sér ekki í þjóðarbúið
þá mun krónan óhjákvæmilega falla og þar með hækkar vöruverð innfluttrar vöru og verðbólga vex.

Seðlabanki hefur lækkað sína innri vexti sem ætti að gera bönkum kleyft að stuðla að vaxtalækkun. En bankanir Íslensku eru ekki þeir einu sem
fast við fjármuni. Íslenskir lífeyrissjóðir eru sterkasta aflið í peningamálum hérlendis. Lífeyrissjóðirnir krefjast 3% raunvaxta á sín eignasöfn.
Það er vandséð að raunvextir haldist lengi undir 3% markinu. Útlánsvextir eru núna viða undir 3% og engar líkur til að þeir lækki frekar.
Líklegra er að eigendur fjármagns leiti í vísitölubundin útlán og telji sig ná betri ávöxtun fjármuna sinna þannig.
Lífeyrissjóðirnir ná einnig sínum raunvaxta markmiðum með því að kaupa erlend verðbréf sem ávaxta sig í hækkun á gengi erlendra mynta.
Vísitölubinding er góð fyrir þá sem lána fé í verðbólgu og jafnvel hægt að sætta sig við mjög lága raunvexti á þannig útlánum.

Öll .essi þróun undanfarinna vikna og mánaða mun leiða til gengisfalls krónu og hækkun erlends gjaldeyris og þar með vöruverðs.
Vísitala neysluverðs mun óhjákvæmilega hækka með hækkandi vöruverði. Það eins sem getur haft áhrif til lækkandi eða lægri vísitölu
er að stjórnvöld leyfi fölsun vísitölunnar eða frystingu, sem verður þá að telja fremur ólíklegt að raungerist.

ert | 31. mar. '20, kl: 21:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú hefur ekki hundsvit á hagfræði. Spá þín er ekki í neinu samræmi við það sem hagfræðingar segja. Trúirðu því að þú algjörlega ómenntaður maðurinn vitir meira um hagfræði en hagfræðiprófessorar?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 31. mar. '20, kl: 22:22:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú taldir mig svartsýnan í Júlí 2018 þegar ég sagði að Wow myndi verða komið á hausinn um áramót 2018/2019.
Núna í febrúar þegar ég sagði að atvinnulleysi væri komið uppí 20 þúsund manns hérlendis í haust og að verðbólga færi af stað í um 15% - 20%
hérlendis og álíka mikið gengisfall þá sagðir þú mig klikkaðan.

Þetta eu nú allt staðreyndir í dag og ástandið nokkru verra en ég hugði í febrúar.
Þú líktir spá minni við síðari heimstyrjldina og gerðir grin að.

Eg er í raun frekar bjartsýnn ef eitthvað er varðandi ástand hérlendis miðað við aðstæður sem eru þegar borðliggjandi.
Ég spáði reyndar einungis ca 25% fækkun ferðamanna en fækkunin er nær 100%.
Atvinnuleysi er sennilega uppá 30 þúsund einstaklinga en ekki 20 þús. eins og ég spáði.
Gengið hefur þegar fallið um 10 - 12% og ég spáði kannski um 20 - 30%.
Gengið er í raun löngu fallið en hangir uppi vegna ótta almennings og útgöngubanns. Vöruverö mun óhjákvæmilega hækka og það mun hafa víxláhrif þar sem ýmis aðföng hækka sem síðan hákkar verð vöru og þjónust. Þetta tekur nokkra mánuði að raungerast.
Ríkissjóður verður að fara varlega því að skuldasöfnun núna verða gjöld morgundagsins. Skatttekjur dragast saman og gjaldþrot verða framundan.
Allar kauphækkanir eru fyrir löngu farnar útí buskann. Efling sem var með slagorðin "Hótelin eru í okkar höndum" er ekki með neitt lengur í höndunum því hótelin eru lokuð og fólkið búið að missa vinnuna.

Sem betur fer þá hafa margir Íslendingar farið varlega í fjármálum. Þúsundir Íslendinga hafa greitt niður lán sín og mjög margir breytt vísitölulánum í óverðtryggð lán. Ríkissjóður hefur verið rekinn af fagmennsku í tíð núverandi ríkisstjórnar og fyrri stjórnar með forystu Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar. Því miður hefur Reykjavíkurborg verið illa rekin og safnað skuldum í góðærinu. Það mun bitna á þeim seim þurfa á aðstoð borgarinnar að halda og gera fyrirtækjum og almenningi erfitt fyrir vegna hárra gjalda og skatta og lélegri þjónustu.
Engu að síður þá erum við með sterkan ríkissjóð og getum því veitt öflugs mótspyrnu við áföllum á þessu ári.
Helsta von okkar er að ástandið fari að lagast með haustinu og að næsta ár verði okkur gjöfult.

ert | 31. mar. '20, kl: 22:39:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig þú spáðir smitsjúkdómi sem myndi leggja þjóðfélagið á hliðina?
Nei, þú spáðir því að fall Wow myndi leggja landið á hliðina. Það gerðist ekki.
Þú átt verulega bágt. Ég dauðvorkenni þér. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 31. mar. '20, kl: 23:30:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er því miður eða á maður að segja auðvitað rangt hjá þér eins og svo margt annað.

Ég spáði falli WOW átta mánuðum fyrir gjaldþrot vegna ýmissa merkja. Mjög grunsamlegt skuldabréfa útboð og lofað ótrúlega háum vöxtum og vildarkjörum fyrir þá sem vildu taka þátt. Síðan sagði saga eigands sem einn af forkólfum OZ manni ýmislegt. Enga að síður var Skúli bjartsýnismaðuur, hugmyndaríkur og sannfærandi. Gott ef OZ náði ekki að sétja sænska risann Ericson og stórt Japananskt fyrirtæki á hausinn með gylliboðum. Þú þessi "sérfræðingur" eins og þú titlar þig varst auðvitað fattlaus eins og venjulega.

Ég spáði hér snemma í febrúar að við myndum lenda í miklu efnahagslegu áfalli sem ég líkti við fall WOW þegar varð um 25% fækkun ferðamanna. Mín spá gekk í grunninn útá að það yrði aftur 25% fækkun ferðamanna annað árið í röð og engin loðnuveiði og mikið tjón af völdum áfalla Icelandair vegna MAX vélanna og gífurlegs verðfalls á Íslenskum hlutabréfamörkuðum í upphafi þessa árs.
Verðfall hlutabréfanna eitt sér uppá um 200 milljarða króna myndi hafa ýmisleg áhrif í þjóðfelaginu.
Ég hafði fylgst með krórnu faraldrinum og frétti í gegnum kunningja minn að mig mig minni í Janúar að það væri nánast útgöngubann víða í Kína. Svo alvarlegir atburðir í Kína myndu hafa áhrif víðar.
Eg spáði semsagt tvöföldun atvinnuleysis hérlendis, miklum gjaldþrotum fyrirtækja og hótela vegna fækunar túrista, kauphækkana og háa gengisskr´ningu krónunnar. Ég spáði því gengislækkun uppá 20-30% og og álíka vísitöluhækkana.

Þú eins og venjulega heldur þig hafa eitthvað vit á þessu taldir mig kolruglaðann og að ég væri að spá víðlíka ástandi og eftir seinni heimstyrjöldina.

Ég sagði þér þá að þessi spá mín væri jú eingöngu vegna efnahagsástands en æastandið væri líka mjög alvarlegt vegna Kórónufaraldursins.

Ég myndi ef ég væri þú hætta að titla mig sérfræðing.

ert | 1. apr. '20, kl: 08:13:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Je ræt spá byggði á því að sömu forsendur væru fyrir hruni og nú eru - alheims farsótt. Þú blekkir engan nema sjálfan þig með því bulli að þú hafir séð þetta fyrir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 1. apr. '20, kl: 08:23:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skrifaði hér grein "Útlitið framundan" þar sem ég lýsti þessu eins og ég sá þetta.

Þú svaraðir með þessum texta:

"Púff maður þetta er það svartasta í heimsögunni í meira 100 ár. Seinni heimstyrjöldin hljómar eins og sumarfrí miðað við þetta "

Ég sagði þér í svari mínu að þetta væri jú eingöngu efnahagsspá en ég væri ekki að spá því hvernig
heilbrigðismálin myndu þróast vegan kórónu veirunnar.

En Ok þetta var svarið frá þér ERT:

"Púff maður þetta er það svartasta í heimsögunni í meira 100 ár. Seinni heimstyrjöldin hljómar eins og sumarfrí miðað við þetta " !!!!

ert | 1. apr. '20, kl: 08:36:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þsð er rétt hjá þér. Samkomubann í RVK er helvíti á jörð miðað við smá vanda eins og Auswitch.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 1. apr. '20, kl: 11:30:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Loksins ertu farin að sjá ljósið :)

kaldbakur | 2. apr. '20, kl: 17:17:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu einhverjar sannanir eða upplýsingar sem styðja þessa fullyrðingu þína:
"Samkomubann í RVK er helvíti á jörð miðað við smá vanda eins og Auswitch. "

ert | 2. apr. '20, kl: 18:02:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú þetta Covid er alveg það versta sem hefur nokkru sinni gerst. Þú samþykktir það þegar þú sagðir að ég hefði séð ljósið

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 31. mar. '20, kl: 16:15:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvaða stöðu hefur þú til að vera svona mikið yfirvald í þessum málum? Heldur þú að það geri þig merkilegri að gera lítið úr öðrum sem eru ekki á sömu skoðun?

kaldbakur | 31. mar. '20, kl: 16:44:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

á ég hef nú bara álíka stöðu og þegar í þróð uppí þig varðandi
hvernig kettir nýttu sér frostlög.
Ég hélt að þú myndir hafa lært eitthvað af því en ok.
Mér er sama.
En farðu nú eitthvað varlegar með vitleysuna í þér - gerðu það bara fyrir okkur sem horfum á þig hér.

T.M.O | 31. mar. '20, kl: 16:49:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert alla veganna sérfræðingur í ad hominem. Verst að sú sérfræðiþekking tengist ekkert verðtryggðum vöxtum

kaldbakur | 31. mar. '20, kl: 15:32:08 | Svara | Er.is | 0

Þú þarft sem betur fer ekki að vera einhver reikningshaus til að finna lánsform sem hentar þér best.
Í dag eru langtum meiri möguleikar varðandi lánamöguleika
En kannski eru stóru málin varðandi verðtryggð lán eða óverðtryggð
Ýmsir spekingar hafa sagt síðastliðin ár að verðtryggð lán séu ekki alvond ef folk er á verði og greiðir inná lánin umfram kröfur.
En það breytast svo hratt aðstæður í okkar heimi. Vrðtryggð lán eru stórhættuleg ég vara fók við að taka þannig lán.

bfsig | 1. apr. '20, kl: 00:47:10 | Svara | Er.is | 0

Ef þú skoðar smáa letrið þá eru óverðtryggðir vextir breytilegir. Skoðaðu smáa letrið mjög vel. Ef þeir eru algjörlega fast bundnir nokkur ár fram í tíman þá skaltu taka óverðtryggt lán núna og breyta því í verðtryggt síðar meir. Ef það er einhver klása um að "miðað við X efnahagslegar forsendur getum við breytt vöxtum" þá er betra að taka bara verðtryggða vexti beint. "Ert" er í bullinu, verðbólgan mun fara á stað núna. Venjubundið myndi ég ráðleggja þér að fara í verðtryggða vexti og setja til hliðar 20-50 kall á mánuði og borga niður lánið. Mjög óvenjulegar aðstæður = skoðaðu það sem ég skrifaði að ofan.

Kingsgard | 2. apr. '20, kl: 14:17:52 | Svara | Er.is | 0

Ef þú greiðir fasta vexti þá veistu hvað lánið kostar þig og getur miðað áætlanir þínar við það.
Ef þú velur breytilega vexti hefuru enga hugmynd hvað lánið muni kosta þig eftir fyrstu greiðslunina. Vextir núna eru í sögulegu lágmarki um heim allan. Ástæðan fyrir því er ekki vegna góðra stöðu seðlabanka heimsins eða velgengi ríkja heims.

Þessi vaxtalækkun er alger neyðaraðgerð gerð í von um að takist að koma í veg fyrir hrun fjármálamarkaða.
Fyrir mörgum mánuðum gaf alþjóða gjaldeyrissjóðurinn út viðvörun sem eiga við öll ríki heims. Þar var varað við fádæma samdrátt í heimsfjármálum og atvinnuhorfum ásamt því sem þessu tilheyrir. Fjárfestar hluta og verðbréfa seldu í auknum mæli pappírana þe. tóku peningana af markaði og gerðu eitthvað annað með þá. Í kjölfarið var brugðist við með vaxtalækkun, hina fyrri. Fyrirtæki tóku lán til uppbygginga á hinum lágu vöxtum td. til uppbygginga eða endurfjármögnunar íþyngjandi lána. Þetta gerðu einstaklingar líka. Það virðist hafa verið þegjandi samkomulag yfirvalda ríkjanna að fjalla eins lítið og mögulegt var um ástandið í fjölmiðlum til að koma í veg fyrir enn verra ástand. Flest ríki veraldar eru skuldsettri en áður eru dæmi um. Þetta var tímabundin neyðaraðgerð.

Svo skall á COVID - 19.
Hafi ástandið verið með versta móti fyrir og gengi í raun á voninni einni, eru fyrri björgunaraðgerðir í minningargreinum og búið að brenna og grafa.
Nú er ekki lengur hægt að fara hljótt um ástandið. Heimskreppa er skollin á til óviss tíma en við erum rétt að upplifa upphafið.
Ríki heims dæla öllu sínu fjármagni í björgunaraðgerðir. Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn segist reiðubúinn að lána allt það fé sem sjóðurinn hefur yfir að ráða.
Óstaðfestar fregnir eru um að einhver ríki prenti peniga í " vaktavinnu ", ekki bara til að halda mörkuðum innan marka hruns en líka til að grunnstoðir samfélags virki yfir höfuð. Eitthvað sterkara tákn um verðbólgu en prentun peninga án innistæðu er bara grín.
Sum ríki gætu hvatt til stríða því vopna sala og framleiðsla hefur gert gagn á svipuðum tímum.

Lágir breytilegir vextir núna eiga sér því dökka framtíð.

kaldbakur | 2. apr. '20, kl: 17:00:09 | Svara | Er.is | 0

Breytilegir vextir eru ekki neitt annað en verbólguvextir eða eða verðtrygging.
Verðtrygging fer eftir neysluverði hérlendis. Þá er mælt verð vöru af ýmsum gerðum sem almenningur þarf til almenns lífs.
Þannig að ef verð hækkar þá hækkar höfuðstóll vísitölutryggðra lána og svo auðvitað fjárhæð vaxta sem miðast við hærri höfuðstól.
Þannig að lágir vextir vísitölulána eru í raun oft hæstu vextir. Fastir vextir lána eru mest fyrirséðir og öruggastir. Breytilegir vextir
breytast oftast í takt við vísitölu og eru því ígildi verðtryggingar og jafnvel verri en verðtrygging.

kaldbakur | 2. apr. '20, kl: 17:11:53 | Svara | Er.is | 0

Það er eðlilegra að tala um verðtryggingu höfuðstóls og svo eru vextir reiknaðir af þannig höfuðstól.
Vextir eða öllu heldur útkoma í krónum af verðtryggðum höfuðstól sem hefur hækkað í verðbólgu eru þannig hærri en fastir (föst vaxtaprósenta) vextir af óverðtryggðum höfuðstól.
En ef þú gerir vaxtaprósentuna breytilega þá ertu í raun að fara úr öskunni í eldinn varðandi öryggi gagnvart hækkun skulda miðað við vísitölutryggðar fjárskuldbindingar.

kaldbakur | 2. apr. '20, kl: 17:40:40 | Svara | Er.is | 0

Verðtryggingu fjárskildbindinga eða vísitölutryggingu lána vat tekin upp á árum kringum 1980.
Fyrir þann tíma hafði verbólga hérlendis verið í kringum 10% í áravís og stökk svo upp í 40% - 80% á tímabili
Þetta gekk auðvitað ekki. Þá voru sett á lög um vísitölutryggingu og gengið út frá því að vextir myndu vera í kringum 1%
Þetta fór auðvitað allt á annan og verri veg þegar lánveitendur fóru að hækka vexti á vístölutryggðum lánum.
Löggjafinn hefði auðvitað átt að lögbinda prósentuna ekki hærri en 1% eins og gert hafði verið ráð fyrir

Helga31 | 19. okt. '21, kl: 20:40:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áhugavert að lesa umræðu sem var 1,5 ár síðan... En ef skoða stöðu núna, þarf líklega að festa vextir sem fyrst á óverðtryggðum lánum , hvað segið þið??

ert | 20. okt. '21, kl: 10:24:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég myndi kíkja á þetta ef þú ert í þessum pælingum 
Bein út­sending: Lands­bankinn kynnir þjóð­hags- og verð­bólgu­spá - Vísir (visir.is)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 20. okt. '21, kl: 17:01:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú ef þú átt núna kost á föstum vöxum á óverðtryggðu húsnæðisláni þá er það mikill kostur.
Vextirnir eiga eflaust eftir að hækka eitthvað en það eru ýmsir að spá frekar björtu framunda þar með LÍ.

Helga31 | 20. okt. '21, kl: 23:35:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrirgefðu en hvað þýðir LÍ ..?

_Svartbakur | 21. okt. '21, kl: 09:57:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LÍ = Landbanki Íslands

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48006 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Guddie