Brjóstagjöf - Magakveisa - Bakflæði - Næring

ssteinar | 13. feb. '18, kl: 13:45:51 | 68 | Svara | Er.is | 0
Hefur mataræði áhrif á magakveisu barns við brjóstagjöf?
Niðurstöður
 Já 7
 Nei 0
Samtals atkvæði 7
 

Daginn hér.

Langar aðeins að forvitnast en nú erum við með rúm þriggja vikna gamalt barn sem er almennt afskaplega órólegt og við foreldrarnir erum gjörsamlega útkeyrð í botn á hverjum einasta sólarhring.

Það koma þó góðir tímar á milli og eru þeir yfirleitt fyrri part dags þ.a.e.s. ef barnið sofnar.

Höfum lesið ansi mikið til um á netinu síðustu daga og er engu nær varðandi mataræði og þetta ástand.

Það er eiginlega þannig að helmingur segir að hinn og þessi matur þarf að taka út eða passa en hinn helmingurinn segir að það skiptir engu máli og erfitt að mynda sér skoðun. Nú er móðirinn búin að taka svo mikið út að mjög lítið er eftir til að nærast og hún nærist trúlega alls ekki vel. Er til einhverstaðar uppskrift af góðu mataræði á meðan hún er með barn á brjósti?

Brjóstagjöfin virðist ganga vel og í fljótubragði virðist ekkert vera óeðlilegt þar að sjá. Hins vegar höfum við tekið eftir þessu "silent reflux" hjá barninu, gúlpast stundum upp í hálsinn og barnið kyngir því en finnur mjög mikið til. Þegar það gerist þá öskrar hún úr sér lungun. Við þessu höfum við verið að gefa barninu lyf sem heitir Zantac og barnið hatar að kyngja því lyfi en það tekst oftast. Lyfið hjálpar eitthvað en stundum ekkert.

Erfitt að láta barnið ropa, stundum gengur það bara ekkert. Barnið er stundum með mikla verki í maganum og heyrist vel svona "loft hljóð" - "garnagaul". en við þessu erum við að gefa miniform dropa 3 tíma fresti fyrir hverja gjöf. Hjálpar voða lítð og höfum prufað windy líka. Prufað t.d. nuddað magann, prufað að láta barnið hlusta á tónlist eða suð (white noise). Setja undir dýnu þannig að höfuð er hærra upp. Vefja í teppi og rugga, vill alls ekki vera í barnavagni, vont að hossa því þar sem það ýtir undir bakflæði. Prufað að gefa lítið í einu og láta barnið ropa en verður bara pirrað og tekst oftast ekki.
Sofnar oftast á brjóstinu, en ef verkir eru í maganum þá vill það bara vera á brjósti og höfum stundum þurft að hafa barnið á brjóstinu í einhverja klukkustundir en erum að reyna að passa það núna að gera það ekki.

Hægðir eru yfirleitt grænar að lit og slímkendar, langt síðan að við höfum séð þennan gula lit með hvítum kornum.

Við erum búin að vera ítrekað í sambandi við lækna og ljósmæður og segja þau öll að þetta sé bara eðlilegt ferli, en okkur finnst þetta samt extreme mikið og óvenjulegt, en hvað vitum við með fyrsta barn, orðið þannig að okkur finnst orðið vandræðalegt að hringja eftir hjálp þar sem ekkert kemur út úr því.

Spurning dagsins: Hvað ætti móðirnn að borða og hvað ætti hún ekki að borða?
Spurning dagsins: Einhver fleiri góð ráð til að róa "brjálað" barn?
Spurning dagsins: Ef mamman nærist ílla, gæti það gert barnið órólegt?

Góðar stundir öll.

 

fitty | 13. feb. '18, kl: 15:44:37 | Svara | Er.is | 1

Æ þetta er svo erfitt þegar lítið virðist hægt að gera fyrir þessi grey.
En mín reynsla er að allur sterkur matur virðist fara mjög illa í maga þeirra, eins kál t.d. blómkál, laukur. Bara að borða sem hreinast, kjöt, fisk, brauð, ost. Alls ekki borða neitt krydd með chili í.
Einn drengurinn minn var svona og ég prófaði að taka út allar mjólkurvörur en það virtist ekki breyta neinu en hann fór að lagast upp úr 3 mánaða... þetta tekur enda. Það þurfti meira og minna að vefja hann vel inn og labba með hann um gólf og spila white nose eða hafa hárþurrku/ryksugu í gangi, prufuðum minfoam dropana en þeir virrkuðu ekki.

Já og algjört eitur var að gefa honum D vítamín dropana (fengum á endanum d vítamín dropa sem hann þoldi en þeir innihéldu ekki kókosolíu það er víst hún sem fer svona illa í þau sum).

Gangi ykkur vel og þetta tímabil verður liðið áður en þið vitið af.

isbjarnamamma | 13. feb. '18, kl: 16:11:39 | Svara | Er.is | 2

Æ það er það allra versta að vera með grátandi ungabarn,,,,ég á 3 syni og hef verið með á brjósti samtals í 6 ár ,,,er í risastórri fjöldskyldu,,,,,mér var sagt að sleppa grænmeti ,enn borða allan mat ( íslenskan) kjöt fisk og svoleiðis,,,,,,mér var sagt að grænar hægðir táknuðu að barnið fær ekki nóg að borða,,,,,,,einn af mínum var 5kg við fæðingu ég mjólkaði einsog verðlaunabelja ,enn hann þurfti meira fastfæði svo ég byrjaði á graut 3 vikna þá var hann alsæll   ég var dugleg að fara í göngutúr bæði fyrir mig og barnið, gangi þér rosa vel með gullmolan þinn kveðja frá reynslumiklri ömmu 

Húllahúbb | 14. feb. '18, kl: 23:05:13 | Svara | Er.is | 0

Á 4 börn og öll voru óvær ungabörn. 2 til þriggja mánaða og 2 til 6 mánaða. Öll mun lengur en það á brjósti. Hef aldrei geta fundið tengsl á milli fæðu og óværðar.

kirivara | 14. feb. '18, kl: 23:42:32 | Svara | Er.is | 0

Er barnið ekki bara svangt? Ég gaf einu minna barna fljótlega maizena graut svo það fengi fyllingu, lengi vel bara 1 tsk.(byrjaði á 1/4) og ég var mikið með það í magapoka (heitir eitthvað annað í dag) það var rólegra þannig. 

leonóra | 15. feb. '18, kl: 08:24:37 | Svara | Er.is | 0

Börnin mín voru öll fædd frekar stór og þurftarfrek og ég gerði eins og kirivara.  Gaf þeim þunnan rísmjölsgraut eða maizenagraut á kvöldin á undan brjóstagjöfinni og það gerði gæfumuninn.  Mamma mín kom með þessa hugmynd sem þótti eðlileg hjá hennar kynslóð.  Varðandi brjóstamjólkina þá man ég að citrusávextir voru á bannlista hjá mér, laukur og sterk krydd - sérlega fyrstu mánuðina.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vítamín/Steinefnaskoðun Wilshere19 17.2.2018 19.2.2018 | 01:15
Hvernig skipulegguru þig. Hvaða forrit notar þú? nunan 18.2.2018 19.2.2018 | 01:09
Annað lyf en opremazole AYAS 14.2.2018 19.2.2018 | 01:06
Flugfreyjur 2018 mariarr 15.2.2018 18.2.2018 | 22:23
Er ungt fólk sóðar samkvæmt Gena uppbyggingu ? kaldbakur 15.2.2018 18.2.2018 | 22:18
Smá ráðlegging.. púst aðallega! Ljónsgyðja 16.2.2018 18.2.2018 | 22:15
Bílar sem eyða litlu H258 17.2.2018 18.2.2018 | 22:13
Skemmtilegt að gera í Edinborg? spiladós 18.2.2018 18.2.2018 | 21:56
A.d.h.d og lyf Hebba91 18.2.2018 18.2.2018 | 21:50
Bensín og Dieselbílar horfnir eftir 10 ár og rafmagnsbílinn tekinn við ? kaldbakur 18.2.2018 18.2.2018 | 21:43
Stúlkan sem slasaðist á Spáni leiðindaskjóða 28.1.2018 18.2.2018 | 21:41
Samfélagsleg Ábyrgð Arion Banka maggideep 15.2.2018 18.2.2018 | 20:36
Hver er besta þvottavélin? Girlnextdoor 18.2.2018 18.2.2018 | 20:13
Fornafn með millinafnið Gestur dondli 17.2.2018 18.2.2018 | 18:03
Félagslegar bætur - skattakuld - sambúð Hebba91 18.2.2018 18.2.2018 | 17:52
Trúbrador hvaðskalmaðursegja 17.2.2018 18.2.2018 | 16:48
Númeralaus bíll henrysson 17.2.2018 18.2.2018 | 12:42
Hurðir og barnaputtar - Einhver að selja öryggisvörur? dreamspy 17.2.2018 18.2.2018 | 12:32
Leiguokur Pinky2018 14.2.2018 18.2.2018 | 09:29
meðleigjandi flytur fyrr út bollumamma123 14.2.2018 18.2.2018 | 05:31
Hvað er í glasinu? Twitters 18.2.2018
Falskt jákvætt ? geislabaugur22 18.2.2018 18.2.2018 | 00:29
Leiguverð íbúða pr fm vestan Elliðaáa yfir 4000 kr pr fm. kaldbakur 8.2.2018 17.2.2018 | 22:13
Yasminelle reynslusögur Ars17 15.2.2018 17.2.2018 | 17:18
Mikil óþægindi í augunum elsabjorkeinars 14.2.2018 17.2.2018 | 16:27
Bæklunarlæknir fralla 17.2.2018 17.2.2018 | 15:25
Fundur vinnumálastofnun cada 6.2.2018 17.2.2018 | 10:46
Á að banna umskurð drengja? HE1985 5.2.2018 17.2.2018 | 09:48
Tímavélin í TV?? Ljufa 13.2.2018 17.2.2018 | 09:44
Stólabóslstrun b82 14.2.2018 17.2.2018 | 08:23
Þið sem eruð á örorku en hafið verið að vinna með ? theisi 16.2.2018 17.2.2018 | 03:21
Sreypustoðin lillion 15.2.2018 16.2.2018 | 23:30
þið sem vitið eitthvað um gönguskíði... BlerWitch 15.2.2018 16.2.2018 | 23:11
Góður sálfræðingur oval 16.2.2018 16.2.2018 | 22:51
modus hár og snyrtistofan monsan14 15.2.2018 16.2.2018 | 20:48
Kjallaraíbúðir lisalind 16.2.2018
Bílaverkstæði Lepre 16.2.2018 16.2.2018 | 17:35
Leiguverð Rvk x Selfoss LenkaFo 14.2.2018 16.2.2018 | 17:26
Voflegir atburðir framundann á Íslandi ? Wulzter 16.2.2018 16.2.2018 | 15:43
Tómatar! Forsetinn 17.5.2006 16.2.2018 | 14:07
útþaninn magi koddinn 13.2.2018 16.2.2018 | 14:00
Hvað er ykkar matarkostnaður pr mán? herradk 15.2.2018 16.2.2018 | 00:49
hjónabandsráðgjafa . looo 14.2.2018 16.2.2018 | 00:36
Flugfreyja og athyglisbrestur oktober 14.2.2018 15.2.2018 | 23:26
I need money. rorert123 15.2.2018 15.2.2018 | 23:14
Hvað eru riseðlur gamlar ? Dehli 14.2.2018 15.2.2018 | 21:14
Ógreind sykursýki ? fralla 14.2.2018 15.2.2018 | 15:37
Skemmtileg hótel á spáni epli1234 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018 15.2.2018 | 13:25
Brjóstagjöf - Magakveisa - Bakflæði - Næring ssteinar 13.2.2018 15.2.2018 | 08:24
Síða 1 af 19639 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, katasig@msn.com, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron