Eftir fæðingarorlof

sveitastulkan17 | 2. júl. '15, kl: 08:40:44 | 597 | Svara | Er.is | 0

Góðan daginn

Ég er í smá vandræðum, var búin að sækja um á leikskóla fyrir stelpuna mína fyrir löngu en hann hefur tekið inn 12 mánaða börn. Núna í júní allt í einu var því breytt og inntökualdurinn hækkaður upp í 18 mánuði. Ég er búin að raða mínu fæðingarorlofi þannig upp að ég komist í vinnu þegar stelpan kemst á leikskóla, verð s.s. búin að vera í 12 mánuði í orlofi. Á svæðinu er engin dagmamma, held það ein dagmamma í öllu sveitarfélaginu, þannig að það er ekki möguleiki.

Hvað get ég gert? Við lifum ekki á loftinu þar til stelpan kemst inn 18 mánaða :/ Mér finnst ég ekki geta farið á atvinnuleysisbætur þar sem ég hef ekkert pössun fyrir hana ef mér myndi bjóðast vinna, væri bara að ljúga á umsókninni og það er ekki eitthvað sem ég legg í vana minn. Eru engar aðrar leiðir?

 

Felis | 2. júl. '15, kl: 08:42:45 | Svara | Er.is | 0

á pabbinn ekki rétt á amk 3 mánuðum í fæðingarorlofi?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

sveitastulkan17 | 2. júl. '15, kl: 08:43:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, við röðuðum því þannig að við gátum verið samtals í 12 mánuði í orlofi. Hann átti ,,bara" rétt á fæðingarstyrk námsmanna og það má ekki dreifa honum á fleiri mánuði eða splitta mánuðunum upp.

Felis | 2. júl. '15, kl: 10:05:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:-/ 


glatað alveg - ég þarf að fara að setjast niður með manninum mínum og plana fæðingarorlof, ég kvíði því bara. Við erum samt í ágætis stöðu á allan hátt en úff að horfa framan í tekjuskerðinguna og að díla við fæðingarorlofssjóð :-/

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

sveitastulkan17 | 2. júl. '15, kl: 10:53:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er enginn dans á rósum. En sem betur fer var ég búin að vinna mér inn góða summu frá fæðingarorlofssjóði og við borgum lítið í leigu. Við gætum verið í mun verri stöðu. En samt, þetta er ekkert auðvelt :) en fæðingarorlofssjóður var ekkert mál í okkar tilfelli, allt gekk smurt og snuðrulaust fyrir sér og allir agalega almennilegir :) þannig að það eru líka jákvæðar sögur af sjóðnum, sem betur fer ;)

Felis | 2. júl. '15, kl: 10:54:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

er hægt að fá góða summu frá fæðingarorlofssjóð? 
Er þakið ekki svo lágt að það fær enginn neitt nema bara upp í nös á ketti? 



___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

nóvemberpons | 2. júl. '15, kl: 11:01:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha ekki mér finnst mér hámarkið vera góð summa allavegana!

4 gullmola mamma :)

Felis | 2. júl. '15, kl: 11:08:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

segðu!
ég er amk bara með meðallaun og mér verður illt í maganum af tilhugsuninni um skerðinguna sem ég mun taka á mig við að fara í lágmarksfæðingarorlof - hvað þá hvernig þetta verður ef ég vel að teygja það eitthvað. 


Svo er kallinn að fara í  nám svo að hann fær bara smotterís fæðingarstyrk þrátt fyrir að hafa verið á vinnumarkaðnum í 13 ár. 

Óléttan var semsagt ekkert bilað mikið úthugsuð þó að hún sé velkomin og við höfum það ekkert svo slæmt  - þurfum bara að hugsa þetta vel og mögulega vera frekar útsjónarsöm í vetur. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

nóvemberpons | 2. júl. '15, kl: 11:12:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kallinn minn tekur 2 mánuði og hann er eina fyrirvinna heimilsins ég er námsmaður og fer í vettvangsnám meðan hann tekur orlof. Tekjuskerðingin er svo langt í frá að vera bara 80% hjá okkur, þetta er svakalega miklu meira en það.

4 gullmola mamma :)

Felis | 2. júl. '15, kl: 11:16:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama hér


er samt fegin því að ef tekjuskerðingin væri bara 80% þá þýddi það að maður væri með hrikalega lágar tekjur. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 2. júl. '15, kl: 11:16:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þaes er fegin að sumu leyti!

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

nóvemberpons | 2. júl. '15, kl: 11:21:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já skil það svo sem líka, en aftur á móti finnst mér ekki sanngjarnt að þegar maður borgar meira í skatta fái maður svona mikla skerðingu í orlofi.

4 gullmola mamma :)

Felis | 2. júl. '15, kl: 11:30:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er algerlega sammála. 


Mér finnst líka frekar asnalegt að einsog maðurinn minn sem er búinn að vera að vinna á fullu í 13 ár, verið töluvert hátt launaður á tímabili, og alltaf borgað sína skatta mun fá skít og ekkert af því að hann er að fara í skóla í haust. Hann mun á sama tíma fá skít og ekkert í námslán því að hann er búinn að vera að vinna (og hann er ekkert í hálaunastarfi núna, mun lægra launaður en ég). 

Æi ég verð virkilega að fara að setjast niður og reikna þetta allt saman út - er aðeins að mikla þetta fyrir mér núna hahaha
þetta reddast allt örugglega :-) við erum líka með svo gott fólk í kringum okkur að við munum nánast ekkert þurfa að kaupa fyrir krakkann, erum þegar komin með flest sem þarf (fólk bara ánægt að losna við þetta úr geymslunum sínum haha)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

nóvemberpons | 2. júl. '15, kl: 11:35:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það sem pirrar mig mest við fæðingarstyrk námsmanna re að geta ekki dreift honum! afhverju ekki ? og ég VERÐ að byrja að taka hann þegar barnið fæðist má ekki byrja þegar barnið er 3. mánaða t.d. ( sem myndi henta mér mun betur)

4 gullmola mamma :)

Felis | 2. júl. '15, kl: 11:37:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það myndi einmitt henta okkur betur ef hann gæti fengið fæðingarstyrkinn sinn næsta sumar, þá gæti ég unnið þá (amk að hluta - spurning hvort myndi vinna peningagræðgin mín eða sumarfrísgræðgin) 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

nóvemberpons | 2. júl. '15, kl: 11:41:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skil bara ekki afhverju reglurnar eru svona strangar með hann! sé ekki að það skipti öllu hvenær maður fær hann nákvæmlega!

4 gullmola mamma :)

Felis | 2. júl. '15, kl: 11:46:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þetta amk ýtir ekki undir það að pabbar séu með börnin einir og sjálfir í einhvern tíma. 

Einsog hjá okkur þá er ég ekki að fara að mæta í vinnu daginn eftir fæðingu og svo bara í fæðingarorlof 3 mánuðum seinna (fyrir utan að ég er held ég lögbundin að vera í fæðingarorlofi í 2 vikur - en ég myndi samt ekki fara að vinna eftir 2 vikur) og hann, sem námsmaður, hættir ekkert að mæta í skólann rétt fyrir próf! 


___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

sveitastulkan17 | 2. júl. '15, kl: 21:42:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn þurfti ekki að taka námsstyrkinn um um leið og barnið fæddist, hann gat bara ekki dreift honum á lengri tíma eða tekið einn mánuð strax og tvo seinna :)

Felis | 3. júl. '15, kl: 10:13:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok - ég var ekki búin að kynna mér þetta sjálf. Fannst einsog nóvemberpons hefði sagt að það yrði að taka hann strax við fæðingu - kannski mislas ég eða misskildi eða eitthvað. 


Þetta er þó amk skömminni skárra þá en ég hélt. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Mammzzl | 3. júl. '15, kl: 10:48:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nóvemberpons hefur ábyggilega misskilið eitthvað því hún talar eins og hún verði að taka hann strax - en það er ekki svoleiðis.

Hinsvegar er margt fáránlegt við fæðingarstyrk - eins og t.d. að ef maður tekur hann strax við fæðingu þá miðast hann við fæðingarmánuð barns - þó krakkinn fæðist 31.jan, þá er maður í orlofi allan janúar og þ.a.l. er í raun búið að hafa af manni heilan mánuð!
Og líka þetta að það sé ekki hægt að skipta honum - af hverju ætti að vera e-ð flóknara að reikna það heldur en þá sem taka orlof

Og svo ég tali nú ekki um að kröfurnar eru eiginlega meiri á námsmenn. Það þarf að sýna fram á tiltekinn árangur á 2 önnum fyrir fæðingu barns - þegar maður var í vinnu spurði mann enginn hversu marga daga maður mætti svo framarlega sem maður var skráður í X % og átti þá veikindadaga á móti.

Ég lenti í stappi við þá meira að segja af því að það voru ekki allar einkunnir komnar þegar ég varð að vera búin að skila inn umsókninni - þó ég tæki það fram að það ættu eftir að koma fleiri einkunnir. Eins neituðu þeir mér um orlof degi áður en læknisvottorð var samþykkt!

Rant over :P Passið bara að fara VEL yfir allt hjá þeim!!

Felis | 3. júl. '15, kl: 11:13:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég er skíthrædd um að maðurinn minn detti á milli í kerfinu :-/ hann er nefnilega í fullri vinnu núna og fer bara í skóla í haust. Mér sýndist einmitt að til að fá námsmannastyrkinn yrði maður að hafa verið í skóla veturinn á undan. 


Shit við verðum að skoða þetta um helgina - ég meina mögulega verður hann bara að vinna fram að fæðingu til að fá fæðingarorlof. Við bara höfum alls ekki efni á því að hann missi alveg alla framfærslu á meðan ég dett svona mikið niður í tekjum. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Mammzzl | 3. júl. '15, kl: 11:30:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"Heimilt er að greiða foreldri fæðingarstyrk þrátt fyrir að skilyrði um
samfellt nám í a.m.k. sex mánuði á síðustu 12 mánuðum fyrir fæðingu
barns, ættleiðingu eða varanlegt fóstur sé ekki uppfyllt hafi foreldri
verið í samfelldu starfi í a.m.k. sex mánuði á innlendum vinnumarkaði
fram til þess að námið hófst. Starfshlutfall í hverjum mánuði þarf að
vera a.m.k. 25%."

http://faedingarorlof.is/rettur-foreldra-til-faedingarstyrks-i-fullu-nami/

Það er allavega þessi klausa! En fæðingarstyrkur námsmanna er náttúrulega bara djók sko!!

En já - þar sem hver önn nær ekki 6 mánuðum er miðað við 2 annir. Þegar ég átti barn í júní þurfti ég að sýna árangur bæði haust og vorannar. Man ekki alveg hvernig þetta var með febrúar-barnið - ég tók styrkinn samt um sumarið svo sennilega hef ég bara sýnt árangurinn á þeirri vorönn með haustönninni

Felis | 3. júl. '15, kl: 11:40:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha takk :-) 
þú ert gull - ég var búin að lesa yfir þetta fyrir löngu og sá ekki þessa klausu. 


En já þetta er allt djók. Fæðingarstyrkurinn og fæðingarorlofið og bara allt. (því miður bara ekkert rosalega fyndinn djók)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Mammzzl | 3. júl. '15, kl: 12:00:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe - no prob :)

Ég á 4 börn og hef því farið í gegnum allskonar kerfi hjá þeim með allskonar reglum og kunni á tímabili reglurnar utan bókar :P

En já - þetta er frekar lélegur djók!

nerdofnature | 3. júl. '15, kl: 12:32:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með barn í byrjun febrúar. Ég hélt að ég slyppi því skilinn byrjaði í ágúst og prófin voru í jan. En nei, þeir telja þetta alveg upp á dag og skv þeim var ég bara búinn að vera í fullu námi í 5,5 mánuð! Ég tók bara 20 einingar (ekki 22) vorið áður svo það taldist ekki með. Auðvitað hefði ég átt að sjá það fyrirfram að ég yrði ólétt í maí svo ég gæti skráð mig í nógu margar einingar.

Degustelpa | 3. júl. '15, kl: 12:51:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

maðurinn minn fór í nám haustið sem strákurinn fæddist. Var þá búinn að vera í vinnu. Hann fékk fullan námsstyrk (en hefði fengið meira hefði hann fengið orlof) þrátt fyrir að þetta var fyrsta önnin

Felis | 3. júl. '15, kl: 12:52:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já Mammzzl var búin að benda mér á klausuna sem mér yfirsást :-)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Degustelpa | 3. júl. '15, kl: 12:53:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já las það svo :P

 
Felis | 3. júl. '15, kl: 12:55:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er samt pínu fyndið kerfi. Maðurinn minn er búinn að vera á vinnumarkaði í 13 ár, fer svo í skóla haustið áður en barnið fæðist og fær bara smá styrk. 


Ég hinsvegar hef verið á vinnumarkaðnum í 2 ár (rúmlega reyndar) en var þar áðan námsmaður í mörg ár og fæ fullt fæðingarorlof. (sem er reyndar bara oggu ponsu lítil upphæð en samt)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Degustelpa | 3. júl. '15, kl: 12:57:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já nákvæmlega. Maðurinn minn fékk um 50% af því sem hann hefði getað fengið ef hann hefði unnið til lok októbers í staðinn fyrir lok septembers, en ekkert sem við gátum gert.
Ég sjálf var bara fegin að hafa fengið þennan námsstyrk, enda hef ég alltaf verið í námi og get illa unnið. 

En þetta kerfi er ekki beint kvetjandi fyrir fólk að vera í námi eða taka orlof og kynnast nýjasta meðlimnum almennilega og njóta fyrstu mánuðanna saman

Mammzzl | 3. júl. '15, kl: 13:36:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stór merkilegt að það skipti mestu máli hvað þú ert að gera síðustu 6 mánuðina fyrir fæðingu barnsins heldur en ALLT sem þú hefur gert þar á undan!

Felis | 3. júl. '15, kl: 13:37:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er pínu merkilegt. Ekki að mér finnist hann hafa meiri rétt á fæðingarorlofi en ég, en mér finnst merkilegt hvernig hans réttur dettur út strax við að fara í nám. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Mammzzl | 4. júl. '15, kl: 13:02:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já - mér finnst að reglan mætti alveg vera þannig að ef þú ert ekki búin að vera í námi í alveg 6 mánuði - en ert búinn að vera í vinnu í X langan tíma áður en nám hófst, eigirðu rétt á fæðingarorlofi....

nóvemberpons | 3. júl. '15, kl: 15:29:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

get svo svarið að það var einhvertíman þannig með fæðingarstyrk námsmanna! 

en gott það er ekki þannig. er samt svo pirruð, þegar haustönnin byrjar á ég 30 einingar eftir af náminu, 10 eru kenndar á haustönninni og 20 á vorönninni, en þar sem haustönnin er næstsíðasta en ekki síðasta önnin mín þá verð ég að taka lágmar 22 eingingar til að eiga rétt á fæðingarstyrknum, alveg sama þó ég eigi bara ekki meira eftir!

4 gullmola mamma :)

Mammzzl | 2. júl. '15, kl: 21:55:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"Upphaf þess tímabils sem fæðingarstyrkur greiðist fyrir miðast við
fæðingarmánuð barns óháð því hvaða mánaðardag barn fæðist. Foreldri
getur þó ákveðið að greiðslur skuli hefjast síðar
. Greiðslum verður að
vera lokið áður en barnið verður 24 mánaða"

http://faedingarorlof.is/rettur-foreldra-til-faedingarstyrks-i-fullu-nami/

Hedwig | 2. júl. '15, kl: 12:45:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta fæðingarorlofsþak er bara djok og er til þess fallið að fólk sem hefur bara meðallaun veigrar sér við að taka orlof :S. Við erum t.d að safna núna fyrir tekjuskerðingunni sem kallinn verður fyrir þennan 1 mánuð sem hann mun taka í byrjun. Síðan verður bara að ráðast hvort hann geti tekið meira og yrði það þá frekar vika hér og þar ef það er hægt sem er alveg ömurlegt.

Ég ætla að skipta mínu í 9 mánuði líklegast og það verður ansi lítil summa enda ekki tekjuháir fyrir. Vona að ég fái bara betur launaðri vinnu eftir orlof svo að hann geti líka fengið sinn tíma með barninu.

Felis | 2. júl. '15, kl: 13:09:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þetta böggar mig svo mikið því að þetta dregur svo úr jafnrétti kynjanna. Karlmenn eru oftar launahærri og oftar í launahærri störfum, sem er auðvitað eitthvað sem þyrfti að draga úr, en þegar þetta er svona þá veigra þeir sér frekar við að taka sér fæðingarorlof og þá lendir það á konunni að dekka þennan tíma með því að vera mun lengur af vinnumarkaði en hún hefði annars gert. Sem svo aftur á móti gerir hana að verðminni starfsmanni. 


Í vinnunni minni hafa engir karlmenn tekið fulla 3 mánuði í fæðingarorlof frá því að ég byrjaði, samt er þetta karlavinnustaður svo að þeir hafa verið alveg þónokkrir sem hafa eignast börn. Þeir nefnilega hafa ekki efni á þessu. 


Á sama tíma er ég spurð hvort ég ætli að vera 9 eða 12 mánuði í  fæðingarorlofi - einsog ég hafi eitthvað frekar efni á því að vera á takmörkuðum launum til lengri tíma. Ég ætla reyndar að vera amk 6 og vonandi lengur. En af því að maðurinn minn verður námsmaður þá verður hann að taka sína 3 mánuði á fæðingarstyrk þegar barnið fæðist - sem bara hjálpar okkur ekkert þegar kemur að því að dekka þessa mánuði sem barnið er of ungt fyrir dagvistun. 




En já þetta reddast. Við erum ekkert fátæk og eigum góða að. Ég þarf bara að setjast niður (með manninum) og púsla þessu saman svo að ég viti á hverju ég á von (er að trassa þetta því að ég hef áhyggjur af niðurstöðunni). 


En mikið finn ég fyrir ójöfnuði kynjanna í þessu máli. Bæði hvað varðar viðhorf til fæðingarorlofstöku (eðlilegt að konur detti af vinnumarkaði lengi, þrátt fyrir að vera með sömu laun og karlmenn sem hafa ekki efni á því) en einnig hvað varðar viðhorf um þörf barna til að vera með báðum foreldrum sínum. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Mammzzl | 2. júl. '15, kl: 16:30:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hann er ekkert skyldugur til að taka þessa mánuði akkúrat þegar barnið fæðist. Ég átti barn í febrúar 2013 og tók minn námsmannafæðingarstyrk í júní - júlí og ágúst...

Þjóðarblómið | 3. júl. '15, kl: 11:47:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fá karlar ekki líka fæðingarorlof af tekjum sem þeir hafa haft undanfarið ár eða 18 mánuði?

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Felis | 3. júl. '15, kl: 11:49:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki ef þeir fara í skóla - ekkert frekar en konur sem hafa verið á vinnumarkaði en eignast barn rétt eftir að þær fara í skóla. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Þjóðarblómið | 3. júl. '15, kl: 12:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú ok, vissi ekki þetta með konurnar.


En hvernig ætti ég svo sem að vita þetta, hef aldrei farið í fæðingarorlof og ekki kynnt mér reglurnar þeirra mér til skemmtunar.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

sveitastulkan17 | 2. júl. '15, kl: 11:19:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér fannst 240þús á mánuði fyrir skatta vera ,,góð summa" miðað við það sem ég hafði heyrt, en það er kannski einhver vitleysa :) Fannst það líka ágætt miðað við það sem maðurinn minn fékk, en hann var í námi. Ég var reyndar í 160% vinnu á þeim tíma sem ég vann mér inn réttindin. Síðan dreifði ég því niður útaf þessu dagmömmuleysi hér og þá varð þetta náttúrulega ekki mikið :P

noneofyourbusiness | 2. júl. '15, kl: 11:21:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, 240 þúsund á mánuði fyrir skatt er ekkert. Það eru rétt um hálf meðallaun í landinu. 

sveitastulkan17 | 2. júl. '15, kl: 11:23:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er það, en hefur dugað okkur vel hingað til :) Miðað við allar sögurnar sem ég var búin að heyra var ég búin að reikna með að fá svona 50þús á mánuði, hefði kannski átt að orða það svoleiðis, að ég hafi fengið að mínu mati ,,góða summu" miðað við það sem ég hafði heyrt.

Felis | 2. júl. '15, kl: 11:32:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég mun fá meira en 240þús (ekki mikið meira, þakið er ekki mikið hærra) miðað við reiknivélina - mér finnst þetta ekki upp í nös á ketti :-P


en já þetta er betra en margur fær 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

fálkaorðan | 2. júl. '15, kl: 16:41:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

o_O

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nóvemberpons | 2. júl. '15, kl: 10:19:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æji djöfulli er það ömurlegt að plana útfrá ákveðnum forsendum og svo er þeim bara breytt :/ einhver séns að þú fáir kvöldvinnu og sérst heima á daginn með barnið meðan maðurinn vinnur á daginn eða þá öfugt? :/

4 gullmola mamma :)

sveitastulkan17 | 2. júl. '15, kl: 10:52:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, það er náttúrulega alveg séns. Ég get alveg fundið mér einhverja vinnu um helgar eða á kvöldin, það kemur þá bara niður á fjölskyldulífinu. Mér finnst bara svo ótrúlegt að þeir sem ráða megi bara breyta svona hlutum án þess að gefa einhvern aðlögunartíma, það er bara eiginlega alveg magnað. Ef ég hefði vitað þetta fyrir kannski 3 mánuðum þá hefði ég geta gert ráðstafanir, reynt að leggja meira fyrir eða eitthvað, sem er nú svo sem ekkert auðvelt þegar maður er í rúmlega 50% fæðingarorlofi :P En maður hefði a.m.k. reynt eitthvað. 

Felis | 2. júl. '15, kl: 10:52:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já manni finnst að það ætti alltaf að vera aðlögunartími á öllu svona

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Vindhviða | 3. júl. '15, kl: 10:03:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hverju voru þeir að breyta varðandi fæðingarorlofið?

Felis | 3. júl. '15, kl: 10:11:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

engu held ég - en hún var að tala um breytingar á inntöku í leikskóla. Það ætti að vera aðlögunartími á svoleiðis breytingum. 


En reyndar þá hefur fæðingarorlofsreglum verið breytt fram og aftur með sáralítinn aðlögunartíma. Oft hefur fólk lent í því að verða ólétt með ákveðnar forsendur í huga sem hafa verið margbrostnar á meðgöngutímanum vegna þess að það er ekki hugsað út í það að meðganga tekur 9 mánuði. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

nóvemberpons | 2. júl. '15, kl: 11:00:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já ég skil þig mjög vel :( það væri auðvitað leiðinlegt fjölskyldulíf í nokkra mánuði en bara svona hugmynd uppá að vera ekki alveg tekjulaus fyrst barnið fær enga daggæslu næsta hálfa árið :/

4 gullmola mamma :)

nóvemberpons | 2. júl. '15, kl: 11:00:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég skil þig mjög vel :( það væri auðvitað leiðinlegt fjölskyldulíf í nokkra mánuði en bara svona hugmynd uppá að vera ekki alveg tekjulaus fyrst barnið fær enga daggæslu næsta hálfa árið :/

4 gullmola mamma :)

Ígibú | 3. júl. '15, kl: 11:14:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er samt alveg gerlegt þó að það sé pirrandi. Ég allavega gerði það þegar ég átti mína stelpu og jú það var leiðinlegt, en á móti kom að ég fékk bæði aukatíma með barninu en komst samt út að vinna og hitta annað fólk.

Nefertiti | 3. júl. '15, kl: 12:59:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvenær ætlar þú að byrja að vinna? Fyrst að maðurinn þinn er námsmaður er ekki hægt að hagræða þessu þannig að hann sinni barninu heima með náminu? Fái svo barnapíu til að passa meðan hann fer í tíma? Ég gerði það svoleiðis þegar ég átti mitt yngra og það gekk bara mjög vel þar til það komst í daggæslu :)

Ice1986 | 2. júl. '15, kl: 10:03:30 | Svara | Er.is | 1

jebb - þetta er helvíti allra foreldra. Skil ekki alveg hvernig stjórnvöld vilja meina að maður fái 9 mánuði í fæðingarorlof en svo taka leikskólar ekki við börnum fyrr en á öðru aldursári. Svo maður er upp á náð og miskun dagforeldra sem maður veit ekkert um eða á lengsta biðlista heims eftir ungbarnaleikskóla. 
Er einhver ættingi inni í myndinni sem gæti verið með barnið? Mig minnir að það hafi verið hægt að sækja um niðurgreiðslu frá sveitafélagi þó barnið sé ekki hjá dagforeldri
Ef ekki þá verður þú bara að fara á atvinnuleysisbætur - ekki þér að kenna að það séu engin úrræði í boði

Felis | 2. júl. '15, kl: 10:06:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún eða maðurinn hennar - það er ekki sjálfgefið að móðirinn sleppi sinni vinnu til að redda svona. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

sveitastulkan17 | 2. júl. '15, kl: 10:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mamma mín býr hér en hún er í meira en fullu starfi. Sveitarfélagið vill ekki taka þátt í að borga foreldrum heim, jafnvel þótt staðan á dagforeldramarkaðnum er eins og hann er :/ Það er náttúrulega auðséð að ein dagmóðir annar ekki 4000 manna sveitarfélagi. En fólkið sem ræður hér skýlir sér á bakvið það að þetta er ekki lögbundin þjónusta.

sveitastulkan17 | 2. júl. '15, kl: 10:51:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mamma mín býr hér en hún er í meira en fullu starfi. Sveitarfélagið vill ekki taka þátt í að borga foreldrum heim, jafnvel þótt staðan á dagforeldramarkaðnum er eins og hann er :/ Það er náttúrulega auðséð að ein dagmóðir annar ekki 4000 manna sveitarfélagi. En fólkið sem ræður hér skýlir sér á bakvið það að þetta er ekki lögbundin þjónusta.

asidzeta | 2. júl. '15, kl: 10:59:35 | Svara | Er.is | 1

Veistu hvort það eru fleiri í þinni stöðu í sveitarfélaginu?

Ef svo er væri kannski hægt að skoða að þú eða jafnvel einhver af hinum í þessari stöðu myndi gerast dagmamma og vera með þau börn sem komast ekki inn á leikskólann?

Ég þekki samt ekki hversu langan tíma tekur að fá réttindi sem dagmamma en kannski getur einhver annar svarað því hér :)

sveitastulkan17 | 2. júl. '15, kl: 11:17:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skoðaði þennan möguleika, eðlilega er ég opin fyrir öllu til að leita lausna á þessu, en íbúðin mín fengi ekki leyfi. Veit að það er ein búin að sækja um að gerast dagmamma en hún má bara taka að sér þrjú börn+sitt eigið. Eftir standa amk 10 bara á mínu svæði sem voru búin að sækja um á leikskóla :/ 

sveitastulkan17 | 2. júl. '15, kl: 11:18:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skoðaði þennan möguleika, eðlilega er ég opin fyrir öllu til að leita lausna á þessu, en íbúðin mín fengi ekki leyfi. Veit að það er ein búin að sækja um að gerast dagmamma en hún má bara taka að sér þrjú börn+sitt eigið. Eftir standa amk 10 bara á mínu svæði sem voru búin að sækja um á leikskóla :/ 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 27.4.2024 | 23:02
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 27.4.2024 | 06:04
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
Síða 1 af 48226 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien