ein svekkt og vantar hjálp

youaremysunshine | 27. ágú. '15, kl: 08:50:31 | 180 | Svara | Þungun | 0

Ég og kallinn erum búin að vera að reyna núna síðan í febrúar. Ég veit að það er ekki langur tími, en ég þoli ekki hvað ég verð sár þegar ég byrja á túr. Ég byrjaði í dag og ég er alveg miður mín :( Hefði aldrei dottið í hug hvað þetta tekur andlega á að reyna að eignast barn. Ég fæ alltaf svo mikið PMS og held þess vegna alltaf að ég sé ólétt eins og fyrir svona viku síðan að þá varð mér svo illt í brjóstunum að ég bara gat ekki verið í brjóstarhaldara. Þetta verður alltaf svona mikið hjá mér og ég held alltaf að ég sé ólétt, en svo kemur rósa alltaf. Hvað gerið þið til þess að líða ekki svona illa þegar rósa kemur ? og eruð þið með ráð til þess að láta þetta ferli ganga hraðar fyrir sér ?

 

everything is doable | 27. ágú. '15, kl: 09:47:30 | Svara | Þungun | 0

mánuður 16 hérna megin það eru kannski 4 mánuðir síðan ég hætti að vera svekt yfir að byrja á túr og sé það frekar sem annan möguleika en ég fæ einmitt alltaf bilað mikið af einkennum brjósin einmitt alltaf það aum að ég get ekki verið í brjóstarhaldara, ógleði, þreytu og allan pakkan en útaf því þá einhvernvegin er ég alltaf búin að ákveða að þetta hafi ekki gengið (því þetta er jú svona alla mánuði) ekki beint mikið pepp en hjálpar mér.
Ég héllt að ég myndi aldrei komast á það stig að við myndum hætta að spá svona mikið í þessu en höfum núna tekið ákvörðun um að slaka aðeins á og njóta þess að vera saman en ekki vera bara að passa heimaleikfimina í kringum egglos og þannig.
Ég hef 2x misst fóstur bæði í janúar og júní (einu tvö skiptin sem ég var ekki að drepast í brjóstunum og með biluð einkenni svo ætli það sé ekki einkenni fyrir mig) og ekkert í raun hægt að gera fyrir okkur því ég verð jú ólétt og læknarnir vilja meina að þetta sé bara óheppni. 
Margir mæla með macca eða preseed, royal jelly á að vera gott en ég hef ekki prófað neitt af þessu sjálf. 
Ég er á Femara (er að byrja hirng númer 2 á því) til að prófa eitthvað en það er ekkert sem finst að hjá okkur, hefuru farið í svona grunnskoðun hjá kvennsa? það er allt í lagi að kíkja og sjá hvort eggjastokkarnir séu ekki í lagi annars er þetta bara þolinmæðisleikur  
Gangi þér ótrúlega vel og ég veit að það virðist ómögulegt en reyndu að slaka á (mér fanst alltaf erfiðast að ég héllt að ég væri ein svekt yfir þessu þar til ég komst að því að maðurinn minn var líklega svektari en ég í hvert sinn sem þetta tekst ekki) mundu líka að það eru allar líkur á að þetta takist fljótlega hjá ykkur =) 


youaremysunshine | 27. ágú. '15, kl: 11:42:54 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk æðislega fyrir að svara mér!! Þetta hjálpaði mér alveg ótrúlega mikið! Ég ætla að reyna að byrja að horfa á þetta þannig að ef að ég er með helling af "einkennum" að þá hafi það ekki tekist. Ég held að það mun hjálpa mikið, þar sem að það er ástæðan fyrir því að ég verð alltaf svona leið þegar ég byrja.
Samhryggist með fóstur missin! Ég vona svo innilega að þetta tekst bráðum hjá ykkur!
Það er svo erfitt að vilja eitthvað svo mikið og maður getur ekki fengið það strax.
Ég fór til kvennsa í byrjun ágúst og hún sagði að allt leit vel út hjá mér :)
Ég held að ég er bara búin að vera að hugsa of mikið um þetta, hugurinn er einhvernveginn alltaf á þessum stað.
Þarf bara að hætta að hugsa svona mikið útí þetta og njóta þess að vera til líka.
Takk en og aftur fyrir að svara mér! ég get ekki lýst því hvað þetta hjálpaði mér mikið!

efima | 27. ágú. '15, kl: 12:47:00 | Svara | Þungun | 0

Ég og minn kærasti byrjuðum að reyna í janúar og ennþá ekkert að gerast. Ég á að byrja á túr á morgun og er nokkuð viss um að það gerist þó svo að við höfðum verið dugleg alla daga í kringum egglos. Ég tók egglospróf í þessum hring og þau komu öll 7 neikvæð, er að fara til kvennsjúkdómalæknis í næstu viku í skoðun og bara gá hvort að sé ekki allt í lagi og kannski fá einhver ráð :)
Ég hef heyrt að pre-seed virki mjög vel eins og er nefnt hérna, einnig royal jelly og tússól hóstasaft (taka 1msk 3x á dag frá síðasta degi blæðinga og fram yfir egglos) ég ætla að prófa það í næsta mánuði.
Annars mundi ég líka bara senda kallinn í tjekk - láta skoða sundkallanna

Gangi þér súper vel, veit 100% hvernig þér líður, var í sumarbústað með allri famelíunni síðast þegar ég byrjaði á túr og ég kom ekki fram af baðinu fyrr en eftir korter þvi ég var svo leið.

youaremysunshine | 27. ágú. '15, kl: 12:56:12 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Váá hvað það hefur verið erfitt að vera í sumarbústað þegar þú byrjaðir. Ég vona að allt gengur vel hjá þér þegar þú ferð til kvennsa. Ég er sem betur fer að byrja í skóla í næstu viku sem að líkur í desember og ég get ekki beðið.
Þá get ég allavega bara einbeitt mér af því í smá tíma :)

valdisg | 27. ágú. '15, kl: 12:49:07 | Svara | Þungun | 0

Ég er á 14 mánuði núna í reyneríi. Erum búin að mæla fyrir egglosi alveg frá byrjun og ég fæ einmitt öll einkenni. Hef verið að fá þessa frjóu útferð, fæ jákvætt á egglosprófum og svo byrja einkennin að hrannast upp eftir egglos, ógleði, illt í brjósum - alveg svo mikið að ég get ekki sofið á maganum (sem ég geri alltaf), þreyta og fleira.
Það sem hjálpar mér í þessu er að hugsa ekki of mikið um þetta.. ég veit að það er roslega erfitt!! Fyrstu mánuðina var ég rosalega virk í ovia appinu, skráði niður öll einkenni sem ég hugsanlega fann fyrir og kíkti hérna á bland mjög oft yfir daginn! Svo þegar rósa mætti á svæðið fór ég í þunglyndiskast sem entist í nokkra daga yfirleitt..
Ég tók meðvitaða ákvörðun að gera ekkert í ovia appinu nema skrá jákvæð egglospróf, blæðingar og stundum skrái ég inn þegar við stundum heimaleikfimina. Ég fór líka að einbeita mér bara að mér og makanum. Fór á fullt í skóla og vinnu, fór að stunda líkamsrækt og taka mig á í mataræðinu - bara eitthvað sem mig langar að gera bara fyrir MIG. Einnig að stökkva á tilboð eins og að skreppa til útlanda með litlum fyrirvara eða eitthvað svoleiðis og njóta þess að vera barnlaus! Hætta í raun að bíða eftir að þetta gerist og bara njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða þangað til :)

youaremysunshine | 27. ágú. '15, kl: 13:04:08 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já það er alveg rétt hjá þér. Maður má ekki gleyma að njóta lífsins á meðan maður er að reyna. Ég fer einmitt alltaf í svo mikið þunglyndiskast þegar rósa kemur og byrja að rakka sjálfan mig svo mikið niður og það er svo sárt. Ég get verið svo vond við sjálfan mig. En þið eruð alveg klárlega búnar að gefa mér nýja sýn á þessu öllu saman! Ég er svo ánægð að ég ákvað að skrifa hérna inná í staðinn fyrir að loka bara á alla og vera leið! Núna er ég bara spennt fyrir framtíðinni. Ég er einmitt að fara að byrja í skóla á mánudaginn og hlakka svo til að einbeita mér bara á því!
Takk æðislega fyrir alla hjálpina!

efima | 27. ágú. '15, kl: 13:52:32 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég var akkurat alltaf að rífa sjálfa mig niður þegar ég fór á túr, hugsandi að ég ætti kannski bara ekkert skilið að verða mamma. Bróðir minn var að eignast sitt fjórða barn nýlega, einn af bestu vinum mínum á von á barni og mér finnst bara allir í kringum mig óléttir annað hvort fyrir slysni eða bara í 1 hring reynerís :(

youaremysunshine | 27. ágú. '15, kl: 14:06:07 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já sama hér! Þetta er sjúklega erfitt, en við eigum sko alveg skilið að fá að vera mömmur! og það mun gerast á endanum!

efima | 27. ágú. '15, kl: 14:21:02 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Algjörlega :) Þetta kemur vonandi sem fyrst

valinsnera | 27. ágú. '15, kl: 18:32:50 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Það er að detta í tvö ár í reynerí hjá mér, 4x fósturlát en þegar ég fer loksins á túr (er með óreglulegan hring í þokkabót) fæ ég mér bara hvítvín, súkkulaði og grenja í karlinum - Og nýt annars lífsins einmitt meðan maður er barnlaus og geri það sem manni langar til. Er að fara byrja í átaki = taka matarræði í gegn, byrja í ræktinni og svona eftir slökun í sumar og pásu frá egglosaprófum, femar/pergó og þessháttar..

En maður lærir að lifa með þessu bara, ég er alveg orðin sátt við þá tilhugsun að ættleiða einhverntíman á lífsleiðinni ef ég mun aldrei geta gengið með barn :) ps. ég er ein af fáum í fjölskyldunni sem berst við ófrjósemi - á 8 systkynabörn m.a. og fullt af fólki í kringum mig ólétt eða nýkomin með lítil kríli - það hjálpaði líka helling þegar ég opnaði mig loksins um ófrjósemina við fjölskylduna og hætt var að spyrja mig: hvenær á að koma með eitt lítið, jæja, er ekki komin röðin að þér o.þ.h. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4892 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Guddie, Bland.is, Paul O'Brien, Hr Tölva, Kristler, annarut123