Einelti á vinnustað

campari | 17. apr. '18, kl: 20:45:10 | 587 | Svara | Er.is | 1

Langar að ath hvort að þið vitið hvað er gert ef að einhver er ranglega ásakaður um að leggja einhvern í einelti. Kemst meintur þolandi bara upp með að segja ósatt eða hvað ?

 

waxwork | 17. apr. '18, kl: 22:22:01 | Svara | Er.is | 0

Er einhver sem getur backað þig upp í að vera ranglega ásakaður?

campari | 19. apr. '18, kl: 01:42:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já samstarfsmenn eru búin að segja það sem að þeim finnst og yfirmenn búnir að taka vel á málum. Það hefur komið í ljós að ásakanir voru rangar. Finnst ekki rétt að fólk geti komið með svona ásakanir og gangi svo bara frá borði eins og ekkert hafi gerst.

waxwork | 19. apr. '18, kl: 08:56:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Var viðkomanda virkilega ekki sagt upp? Upplognar ástæður um einelti er gríðaralega alvarlegur trúnaðarbrestur & er eins og eitur í samskiptum á milli aðra starfsmanna og viðkomandi starfsmanns...Mest hissa að viðkomandi hrökklist ekki úr starfi.
Hann hlýtur amk að hafa fengið skriflega aðvörun.


Vinnur þú hjá stóru fyrirtæki? Er starfsmannastjóri í því eða starfsmanafulltrúi? Ég myndi ræða við hann og fara fram á að viðkomanda yrði amk gefin skrifleg aðvörun eða sendur í launalaust leyfi...Passa að hafa þetta skriflegt & formlegt.



Stéttafélagið þitt þarf líklega að gæta hagsmuna ykkar báða þannig það væri lítil hjálp í þeim.


Annars er litið annað sem þú getur gert.

sigmabeta | 19. apr. '18, kl: 12:46:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ok ég er ekki viss um að þetta sé alltaf svona einfalt.
Þótt það hafi ekki tekist að sýna fram á að einelti hafi átt sér stað þarf ekki að vera þar með sagt að sá sem kvartaði hafi verið að gera það af 100% illsku og lygasýki.

Allegro | 19. apr. '18, kl: 10:29:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Getur verið að viðkomandi hafi upplifað að hann hafi verið lagður í einelti?

Allegro | 19. apr. '18, kl: 10:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þ.e að hans upplifun sé sú að hann hafi verið lagður í einelti? 


Í svona tilfellum finnst mér lágmark að viðkomandi fái "tiltal". 


dvdrom | 19. apr. '18, kl: 11:43:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammala með tiltal.

Ef viðkomandi upplifir að hann hafi verið lagður í einelti af tilteknum starfsmanni en allir aðrir segja svo ekki þá er nátturlega best fyrir viðkomandi að hætta enda er hann í aðstæðum sem er nánast ómöglegt að vinna sig úr....Ef fyrirtækið er stórt þá er lika lausn að flytja hann í aðra deild ef kostur er.

Þetta er algjör Moral killer.

daggz | 1. maí '18, kl: 09:45:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig komst það í ljós? Var einstaklingurinn bara hreint og beint að ljúga til um atvik eða var ekki hægt að segja að atvikin teldust sem einelti?

--------------------------------

T.M.O | 18. apr. '18, kl: 01:17:11 | Svara | Er.is | 0

Fá ráðgjöf hjá stéttarfélaginu. Gera kröfu um ítarlega rannsókn, vera einlægur og stöðugur í frásögnum, hafa algera stjórn á skapinu sama hvað. Ekki reikna með að þetta hverfi strax, einelti sem er hunsað af yfirmönnum er jafn skaðlegt og falskar ásakanir og oft erfitt að finna sannleikann. Ef það eru engin vitni verða fyrirtæki stundum að velja hvoru þau taki mark á og lifa með því. Þá skiptir miklu máli hvernig þú kemur fram.

Allegro | 19. apr. '18, kl: 10:28:26 | Svara | Er.is | 0

Var sá sem lagði fram ásakarnirnar að leggja þær fram til að koma meintum geranda í vandræði eða vegna þess að honum fannst persónulega að það væri verið að leggja sig í einelti?

tóin | 19. apr. '18, kl: 12:53:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þetta er kannski efni í annan þráð en er bara að pæla .  . . 


Ef ég segi að ég sé lögð í einelti og/eða að ég upplifi það að ég sé lögð í einelti - er ég þá lögð í einelti?
Er upplifun eða sögð upplifun ástæða til aðgerða - það er ástæða til skoðunar, en hvernig er það staðfest? og ef það er ekki staðfest, get ég þá reiknað með að vera flutt eða að meintur gerandi sem reynist ekki gerandi sé fluttur eða er eðlilegt að ég finni mér annað starf
Er skilgreiningin á "einelti" til? eða er þetta matskennt . . . .  mér finnst stundum eins og að merkingin sé farin að færast yfir í alla misklíð mlli fólks ef tveir deila

QI | 19. apr. '18, kl: 14:06:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég upplifði þetta sem góða pælingu. :-)

.........................................................

Allegro | 19. apr. '18, kl: 17:25:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Góð pæling.

Nei, það er ekki þannig að maður sé lagður í einelti þó maður segi að maður sé lagður í einelti, ekki heldur þó maður upplifi að maður sé lagður í einelt.


En sammála að það sé mikilvægt að ef einhver upplifi að hann sé lagður í einelti að hann geti leitað með málið lengra og þá án þess að hann eigi á hættu að það bitni á honum á einhvern hátt. 
Hér að ofan er talað um að það hafi komið í ljós að ásakakanirnar hafi verið rangar. Ég veit svosem ekki hvernig það var fundið út og hversu marktækt það er. Held að það sé ekki halupið að því að komast að afgerandi niðurstöð í svona málum. Sem veldur því einmitt að það er oft erfitt að taka á þeim. Sem gæti verið málið í þessu tilviki.



sigmabeta | 20. apr. '18, kl: 16:00:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skilgreiningin á einelti er kannski matskennt að mörgu leyti, en eitt af því sem er ekki talið til skilgreiningar á einelti er skoðanaágreiningur milli fólks. Kannski hófust þessi ofangreindu samskipti í skoðanaágreiningin en í kjölfarið þótti þolanda meintur gerandi fara að sýna sér ítrekaðan yfirgang og slæma framkomu. En af því að upphafið má rekja til skoðanaágreinings þá teljist það ekki gilt.
Bara pæling.

campari | 29. apr. '18, kl: 19:28:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skoðanaágriningur eða ágreiningur fellur ekki undir einelti.

campari | 29. apr. '18, kl: 19:31:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.

sigmabeta | 30. apr. '18, kl: 20:26:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit þetta enda sagði ég þetta sjálf! Það er hind vegar vel mögulegt að skoðanaágreiningur í upphafi þróist út í síendurtekinn yfirgang og einelti, svo það er ekki allt svarthvítt.

askjaingva | 19. apr. '18, kl: 15:28:25 | Svara | Er.is | 6

Þetta er svona eins og með kynferðislega áreitni. Einhverjum finnst hann áreittur, meintur gerandi neitar, aðrir samstarfsmenn kannast ekki við að hafa séð þetta. Var þá þolandi ekki áreittur og honum ætti að refsa fyrir að stíga fram og verja sig? Hverngi veistu að þolandi sagði ósatt, viðkenndi hann það?

daggz | 1. maí '18, kl: 09:44:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat það sem ég hugsaði! Líka þessi partur um að samstarfsmenn hafa sagt hvað þeim finnst.... oki, þeir geta verið vitni en þeir geta vart verið dómbæriri á hvað telst einelti og hvað ekki. Varla eru þeir með öllum stundum. Fyrir utan það að fólk getur verið agalega blint gagnvart vanlíðan annarra. Djók hættir oft að vera djók þegar það er constantly gert grín að einum aðila og bara honum. Og fólk alltof oft spáir ekkert í áhrifunum sem það veldur.

--------------------------------

kaldbakur | 20. apr. '18, kl: 21:20:14 | Svara | Er.is | 0

Hverskonar eielti var þetta sem um ræðir ?

presto | 3. maí '18, kl: 08:27:33 | Svara | Er.is | 0

Hefur ekki verið haldinn neins konar sáttafundur með yfirmanni/starfsmannastjóra/fagmanni? Það er eitthvað að ef starfsmaður kvartar yfir einelti/ starfsmaður er ásakaðir um einelti og mikilvægt að vinna í að bæta líðan og samakipti starfsmanna. Hljómsr eins og sú vinna hafi ekki átt sér stað hjá ykkur. Er þér og hinum starfsmanninum illa við hvorn annan?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48000 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, tinnzy123, annarut123, Hr Tölva, Guddie, Kristler, Bland.is, paulobrien