Einkenni?

bumbuvon | 23. sep. '15, kl: 14:54:41 | 119 | Svara | Þungun | 0

Ok, ég skrifaði þráð hérna um daginn, en stuttu seinna eiginlega bara 2 dögum seinna eða eitthvað ákváðum ég og maðurinn minn að taka getnaðarvarnir í burtu. Ég var svo hand viss um að ég þyrfti einhverskonar aðstoð við að verða ólétt, en er núna með þó nokkur einkenni að mér finnst:

ofur viðkvæmar geirvörtur fyrri part dags
klæjar hér og þar þegar ekkert er að pirra mig annars
ég táraðist yfir sjónvarpsþætti um lýtaaðgerðir?? svona til dæmis
fór á blæðingar, en þær voru bara tæpir 3 sólarhringar, er venjulega 5-7 daga hef alltaf verið, og 4-5 þegar ég hef verið á pillunni
ég mæli reglulega ummálið á öllu með málbandi á nokkura vikna fresti til að sjá hvernig gengur með að viðhalda holdafarinu, og innan við mánuði hefur ummálið á brjóstunum stækkað um 3 cm, og ekkert annað stækkað
harðlífi sinnum ég hef aldrei lent í svona

Ég þori ekki að taka próf strax, því mér líður eins og ég myndi jinxa eitthvað!

 

fólin | 23. sep. '15, kl: 15:15:26 | Svara | Þungun | 0

Þegar ég var að reyna þá fannst mér ég stundum finna alskyns einkenni eins og pirringur í brjóstum, líka bara 3ja daga túr sem er víst eðlilegt og skapsveiflur en svo þegar ég loksins varð ólétt þá fékk ég engin einkenni nema ég var mun þreyttari en áður og þurfti að leggja mig eftir vinnu sem var ekki vanin áður. Auðvitað ætir þú verið orðin ólétt en altaf best að taka test :)

bumbuvon | 23. sep. '15, kl: 15:49:53 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já vá, er líka búin að vera mjög sybbin í dag, og sjóðandi heitt og kalt til skiptis .. en málið er að ég var ekki einusinni byrjuð að spá hvort ég væri ófrísk eða ekki, bara fór að spá í þessu útaf þessum einkennum, þessvegna er ég bara að spá svona hvort þetta sé eitthvað svo týpískt ég, að ég er oft búin að vera án varna, svo núna sleppi ég vörnum í korter og það bara kemur barn? Æjj hehe skiluru hvað ég meina .. en er að spá í að taka próf í fyrramálið ..

everything is doable | 23. sep. '15, kl: 19:15:06 | Svara | Þungun | 0

Eftir að við byrjuðum að reyna og ég hætti á pillunni þá gildi ekkert af þeim "lögmálum" sem voru í gildi þegar ég var á pillunni, blæðingar fóru úr 4-5 dögum í 2-3 og einkennin mögnuðust tífallt og ég fæ alltaf PMS sem eru í raun öll þessi einkenni sem þú lýsir hér að ofan. Ég vona innilega að þetta sé komið hjá þér en svo má ekki gleyma að hormónakerfið þitt er að taka yfir í fyrsta sinn í mögulega langan tíma og það er alveg eðlilegt að fá svona sjokk. 

bumbuvon | 24. sep. '15, kl: 23:34:57 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já ok´ég vissi ekki að maður gæti orðið svona af því að hætta á pillunni, var samt bara á brjóstapillunni reyndar en það eru nú samt líka hormónar. En samt voða gott að hafa þetta á bakvið eyrað. Má ég samt spyrja, stækkuðu brjóstin á þér líka svona hratt? Geta þau stækkað útaf svona placebo óléttu? Haha sorry margar spurningar, ég kann þetta ekkert maður! En brjóstin mín gera bara ekki annað en að blása út. ? spá hvort þú hafir lent í eins bara.

everything is doable | 25. sep. '15, kl: 00:00:30 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Jebb mín fóru úr B í D og ég btw þyngdist ekki svo ekki var það afþví að ég var að bæta á mig :P Ég var á mini pillunni en ég þekki þessar getnaðarvarnir ekki nógu vel ég vona samt innilega að þetta sé bara komið hjá þér =) 

bumbuvon | 25. sep. '15, kl: 11:55:35 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já ok :) hehe, já kannski er þetta bara einkenni af að hætta á hormónavörnum ... until further notice! :)

Hedwig | 23. sep. '15, kl: 21:53:39 | Svara | Þungun | 0

Ef þu ert bara nýlega hætt á pillunni getur þetta allt verið einkenni þess. Tiðahringur breytist oft slatta enda er honum stjórnað af pillunni þegar þú ert á henni.


Ég fékk t.d slatta af óléttu einkennum þegar ég hætti á pillunni og var alveg fyrstu 2-3 tiðahringi með ýmis einkenni. Tiðahringurinn sem var alltaf nákvæmlega eins á pillunni fór í algjört rugl og svo mætti lengi telja. 


Þannig að þessi einkenni gæti verið þungun eða bara einkenni aður en blæðingar byrja, einkenni af að hætta á pillunni og þesshattar 

bumbuvon | 24. sep. '15, kl: 23:30:21 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já ok .. ég hef nefnilega áður hætt á pillunni og líka notað hormónalausar varnir í nokkur ár og ég hef ekki orðið svona áður þegar ég hef fjarlægt hormónavarnir. Þessvegna var ég orðin svona viss. En hef þetta í huga algjörlega, gott að fá svona svör líka til að vita annara kvenna upplifanir. ?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4911 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Guddie