Einkenni?

secret101 | 26. jún. '16, kl: 12:22:28 | 235 | Svara | Meðganga | 0

Sælar stúlkur, mig langar svo að vita einkenni ykkar. Er sjálf komin 6 vikur og er bara smá forvitin um ykkur sem eruð á svipuðu róli.
Ég hef hvað helst fundið fyrir brjóstum eða þá þrútnar og sumar geirvörtur sem hefur þróast út í meiri brjóstaeymsli. Togverkir voru meiri, en koma af og til. Smá velgja hefur komið við en held það sé í hausnum á mér og þreyta.

 

secret101 | 26. jún. '16, kl: 12:23:06 | Svara | Meðganga | 0

*aumar geirvörtur

bris09 | 26. jún. '16, kl: 18:59:07 | Svara | Meðganga | 0

Eg er komin 5v+1d eg finn ekkert fyrir brjostunum lika kannski þvi eg er með barnið mitt a brjósti. En annrs er mer kalt, hrikalega þreytt og löt, sísvöng eða bumbult. Af og til togverkir

Míalitla89 | 27. jún. '16, kl: 09:55:58 | Svara | Meðganga | 0

Ég finn stundum fyrir brjóstaspennu, pissa mun oftar og þá sérstaklega á næturnar, þreyta og er sísvöng. Hef verið að finna fyrir smá velgju síðustu daga en ljósmóðir sem ég talaði við benti mér á að prófa að taka B-sterkar ef ég fyndi fyrir ógleði sagði það hjálpa mörgum.
Togverkir koma einnig stundum hjá mér en í mun minna magni en það var fyrstu vikurnar.

Ég er komin 7v4d.

LaddaPadda | 27. jún. '16, kl: 11:54:36 | Svara | Meðganga | 0

Ég er komin rúmlega 7 vikur og er stundum sum í geirvörtunum, er alltaf svo heitt að það er stundum eins og það sé eldur inní mér!!

secret101 | 27. jún. '16, kl: 18:51:07 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Greinilega allur gangur á þessu, ef nefnilega að grípa sjálfa mig í að finnast þetta svo óraunverulegt!! Fer í snemmsónar í næstu viku og finnst það óralangt einhvað.. Finnst eins og það verði svona ultimet staðfesting, finna fleiri fyrir því?

Míalitla89 | 27. jún. '16, kl: 22:07:09 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já það virðist sko heldur betur vera allur gangur á þessu.
Ég upplifði það t.d. að þegar tog- og túrverkirnir fóru minnkandi að þá fannst mér eins og ég gæti hreinlega ekki verið ólétt, eins mikið og ég óskaði þess að verkirnir minnkuðu þá fannst mér rosalega skrítið að finna ekki fyrir verkjunum lengur, en síðan komu bara önnur einkenni í staðin hehe.

Ég fór í snemmsónar 20 júní s.l. og mér fannst það dásamlegt og gott að fá óléttuna staðfesta. En suma daga finnst mér þetta samt enn frekar óraunverulegt hehe

Er þetta fyrsta barn hjá þér?

secret101 | 28. jún. '16, kl: 17:03:59 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já fyrsta barn eftir langt 4 ára reynerí, kom síðan loks óvænt og finnst mjög erfitt að trúa þessu. Er suma daga sérstaklega óörugg en aðra rólegri.

Míalitla89 | 28. jún. '16, kl: 21:48:03 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Vá frábært, innilega til hamingju:-)

secret101 | 29. jún. '16, kl: 17:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

takk fyrir :)

Rauðrófa | 28. jún. '16, kl: 14:55:36 | Svara | Meðganga | 1

Ég er komin 5 vikur. Viðkvæm og stinn brjóst, togverkir í legi og viðkvæm í maga, pissa oft, hausverkur, brjóstsviði, súper þreyta, nammiþörf :/

bumba3 | 4. júl. '16, kl: 15:29:42 | Svara | Meðganga | 1

Núna er ég komin 12 vikur. Ég byrjaði að finna fyrir ógleði og vanlíðan á viku 6 og var að drepast að viku 10! Núna líður mér miklu betur :)

gruffalo | 4. júl. '16, kl: 23:08:09 | Svara | Meðganga | 0

Er að detta í fimm vikur. Pissa frekar mikið sem er eiginlega eina einkennið mitt sem varð til þess að ég keypti próf, bjóst ekki við því að það yrði jákvætt. Finnst ég eiginlega ekkert vera ólétt

secret101 | 5. júl. '16, kl: 18:21:05 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Er komin 7v + 2d, samkvæmt mínum útreikningum. Er að fara í snemmsónar á morgun en er voða stress einhvað :P

1tveir3 | 6. júl. '16, kl: 03:34:53 | Svara | Meðganga | 0

Eg er komin 5v + 5d samkvæmt minum útreikningum! Er rosalega aum i brjóstunum og er rosalega bumbult i maganum a kvöldin og a nóttunni og sef þvi ekkert rosalega mikið...

agustkrili2016 | 7. júl. '16, kl: 18:06:33 | Svara | Meðganga | 0

Ég er reyndar komin 34 vikur núna en ég fattaði að ég væri ólétt vegna krampa/togverkja sem ég fékk, það voru einu einkennin mín í mjög langann tíma. Varð aldrei óglatt og engin aukin pissuþörf fyrr en núna þar sem prinsinn minn er orðinn svo stór. Fékk síðan mígreni í 3 mánuði frá ca 12 viku til 26 viku, það var hell.

secret101 | 7. júl. '16, kl: 18:55:36 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Jesús, í svona langan tíma :O !! guð minn góður

agustkrili2016 | 7. júl. '16, kl: 18:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já og ég í fullu háskólanámi í þokkabót! Eitt af því erfiðasta sem ég hef gert..

secret101 | 7. júl. '16, kl: 20:47:05 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ji átt alla mína samúð, er á 8 viku eins og er og jiminn brjóstin eru að drepa mig alla daga, velgja inn á milli en næ að halda henni niðri með að borða. Það er reyndar ekkert alltaf auðvelt að borða:/ Stöku togverkir en þreytan er að drepa mig :O
vakna á morgnana þreytt, næ mér á strik en fyrir hádegi er ég máttlaus af þreytu og það verður bara meira og meira yfir daginn. Vinn til 16 á daginn og er að deyja mig vantar svo sumarfrí hehe…

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ólétt en stutt á milli 😮 Wild Horse 1.3.2016 6.8.2016 | 21:10
Ólétt eða hvað Butterfly109 5.8.2016 5.8.2016 | 21:21
sveppasýking-lyf eb84 5.8.2016
Janúar hópur fyrir meðgöngu? :D Napoli 2.8.2016 4.8.2016 | 15:28
Bið í glasameðferð everything is doable 27.7.2016 2.8.2016 | 00:18
Mars 2016 hópur? skotuhju 9.7.2016 1.8.2016 | 23:14
Brjóstamjólkurlykt astaana 1.8.2016
Ofnæmislyf á meðgöngu?? meeme 17.7.2016 1.8.2016 | 19:17
Óþolandi togverkir bris09 29.7.2016 30.7.2016 | 08:35
Snemmsónar bris09 25.7.2016 25.7.2016 | 21:33
Ofvirk þvagblaðra og lyf á meðgöngu AFER 24.7.2016
Óska eftir Doppler tæki ledom 20.7.2016
Tómur sekkur Grænahetjan 20.6.2016 17.7.2016 | 22:04
Snemmsónar Cambria 13.7.2016 15.7.2016 | 14:23
ólétt aftur astaana 12.7.2016 13.7.2016 | 22:07
Að finna engin einkenni LaddaPadda 4.6.2016 13.7.2016 | 21:53
12 vikna sónar LaddaPadda 8.7.2016 13.7.2016 | 18:10
Föt og sólarvörn?? bumba3 4.7.2016 10.7.2016 | 19:12
Einkenni? secret101 26.6.2016 7.7.2016 | 20:47
Of lítið legvatn flicker25 10.7.2013 7.7.2016 | 15:27
Möguleiki á þungun? sigga85 28.6.2016 1.7.2016 | 22:50
að seigja eldri börnum frá MotherOffTwo 9.6.2016 29.6.2016 | 14:09
Lýsi? bumba3 23.5.2016 29.6.2016 | 06:23
ólétt með ,,túrverki''' starrdustt 26.6.2016 27.6.2016 | 09:51
Óléttu app. Húllahúbb 26.6.2016 26.6.2016 | 23:48
Nóvember bumbur á facebook? Napoli 26.3.2016 26.6.2016 | 22:41
Októberbumbur bumbulína2016 3.2.2016 26.6.2016 | 09:20
egglosapróf eb84 26.6.2016
Snemmsónar bris09 20.6.2016 24.6.2016 | 19:27
Stingir vinstra megin í kvið bris09 24.6.2016 24.6.2016 | 12:25
Janúarbumbur 2016 daðlan 30.4.2015 21.6.2016 | 13:47
Hvar fæ ég doppler? símadama 10.6.2016 21.6.2016 | 11:09
Tveir sekkir en.. coup 4.5.2016 19.6.2016 | 22:41
Ofnæmislyf og meðganga secret101 15.6.2016 16.6.2016 | 07:15
12 vikna sónar á Íslandi - lögheimili erlendis mylsna 14.6.2016 15.6.2016 | 09:04
Nóvember 2016 bumbur ? :) kristin59 14.3.2016 10.6.2016 | 23:25
Blettablæðingar komin 9 vikur lukkuleg82 5.6.2016 9.6.2016 | 12:03
Er samansemmerki ad dóttir gangi fram yfir ef móðirin hefur gert þad? Santa Maria 18.5.2016 7.6.2016 | 14:26
Hvernig kemst ég í snemmsónar? LaddaPadda 6.6.2016 7.6.2016 | 00:31
Ógleði og vanlíðan. bumba3 3.6.2016 6.6.2016 | 23:07
Svartfuglsegg? ingih 27.5.2008 6.6.2016 | 17:51
Pilsner á meðgöngu baunamóðir 1.6.2016 5.6.2016 | 13:50
Jakkar/ úlpur fyrir óléttusumarið?? Hjálp? Curly27 30.4.2016 30.5.2016 | 16:13
Blaðra á eggjastokk? bumba3 13.5.2016 30.5.2016 | 13:53
Janúarhópur kkee 26.5.2016 30.5.2016 | 10:00
nóvemberbumbur younglady 22.3.2015 30.5.2016 | 03:40
FB - janúarhópur ledom 29.5.2016 29.5.2016 | 21:22
Desemberbumbu hopur?? 2016 rbp88 26.5.2016 27.5.2016 | 13:52
tússól eða evening primrose oil? Lavender2011 10.3.2016 27.5.2016 | 13:10
Happy-calm-focus ThelmaKristin 14.4.2016 22.5.2016 | 16:43
Síða 8 af 8212 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Hr Tölva, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, paulobrien, Guddie