Einstæð móðir, hvernig er það?

Valdavilda | 29. maí '15, kl: 22:32:05 | 1199 | Svara | Er.is | 0

Hæ hæ allir

Ég skildi við manninn minn til næstum því 20 ára nýlega og er allt í einu orðin einstæð móðir! Á svo erfitt með að sjá mig þannig, hélt alls ekki að ég yrði í þessari stöði 34 ára gömul. Ég byrjaði svo ung með honum svo lífið er stórskrítið án hans, sakna hans en veit að þetta er betra svona. Hélt fyrst að ég hreinlega gæti þetta ekki. Öll plön farin og framtíðin allt í einu orðin svo óljós.

Mig langar svo að heyra reynslusögur frá öðrum sem hafa gengið í gegnum eitthvað svipað? Ég vil einbeita mér að krökkunum mínum (á 2 á leikskólaaldri og 1 ungling) en langar líka að finna mér kærasta á einhverjum tímapunkti (er ekki tilbúin í það strax).

Ég get ekki annað en verið svartsýn á að einhver vilji konu með þrjú börn, það er svakalegur pakki.

Ef einhver getur peppað mig upp, bæði í sambandi við að vera einstæð og standa mig í því að ala ein upp börnin mín (að mestu leiti, pabbi þeirra hugsar alveg um þau líka) og svo langar mig líka að heyra sannar sögur af konum í svipaðri stöðu sem fundu ástina aftur.

Vona að einhver svari þessu hjá mér, stunda bland.is alls ekki neitt. (fyrr en núna)

 

Anímóna | 29. maí '15, kl: 22:36:09 | Svara | Er.is | 16

Mitt ráð er að pæla ekki í nýjum kærasta (strax). Það mun einhver vilja þig og elska þig aftur, en það borgar sig allra vegna að gefa því tíma í að byggja sjálfa þig upp og finna þig utan sambandsins.

Anímóna | 29. maí '15, kl: 22:36:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já og knús á þig, þetta getur ekki verið auðvelt.

Valdavilda | 29. maí '15, kl: 22:38:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk, nei þetta er það svo sannarlega ekki.

Anímóna | 29. maí '15, kl: 22:43:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég hef ekki verið í sömu stöðu, þ.e. að eiga svo langt hjónaband að baki en þegar kærasti/sambýlismaður minn til nokkurra ára og barnsfaðir minn gekk út fyrir tæpum 5 árum síðan hélt ég að lífið væri búið. Við vorum búin að vera saman í nokkur ár, eða síðan ég var 17 og éghafði flutt að heiman með honum o.s.frv. Við eigum bara eitt barn saman samt.
En barnið var 2 ára og ég bara virkilega hélt að lífinu væri lokið, sá bara svartnætti, það myndi aldrei neinn elska mig aftur, og að ég myndi sjálf aldrei verða hamingjusöm án hans, ein að eilífu með dóttur mína.
Fyrsta árið var erfitt en svo fór mér að líða miklu betur og eiginlega um leið (án þess að leita eða ætla mér samband) fann ég núverandi maka sem, eftir á að hyggja, ég á miklu miklu heilbrigðara og betra samband við en fyrri maka. Við eigum svo annað barn saman sem fæddist í fyrrasumar.
Þannig þó staðan sé alls ekki sú sama vona ég að þetta gefi einhverja von - ég hélt þetta væri búið en svo er ég hamingjusamari en nokkru sinni.

LadyGaGa | 29. maí '15, kl: 22:39:47 | Svara | Er.is | 2

Þetta verður erfitt fyrst og svo smá lagast þetta  :)   Engar áhyggjur.

Máni | 29. maí '15, kl: 22:43:05 | Svara | Er.is | 5

Það er eiginlega bara mjög fínt að vera einstæð móðir með þrjú börn. Hef verið það síðustu tvö árin en er ekki að leita að ástinni.

Steina67 | 29. maí '15, kl: 22:46:59 | Svara | Er.is | 1

Ekki vera svartsýn þetta kemur allt. Ég var ein með tvö börn þegar ég hitti minn mann og við erum búin að vera saman í 20 ár og eigum samtals 5 börn á aldrinum 15-27 ára. Einbeittu þér að sjálfri þér og börnunum þínum. Þau þurfa líka stuðning í gegnum skilnað og að hefja nýtt líf.

Nú er bróðir minn með nýja konu og hún á 3 börn og bróðir minn á 2 -3 með stjúpsyninum úr fyrra sambandi. Þetta er stór pakki til að byrja með en allt er hægt með góðri samvinnu.

Sonur minn er t.d. Með konu sem á 3 börn og hann ekkert, hef reyndar ekki hitt hana enn en kemur fljótlega að því vonandi.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

kblondal | 29. maí '15, kl: 23:00:31 | Svara | Er.is | 0

Sambúð mín og x endaði fyrir 11 árum eftir 18 ára sambuð. Áttum saman 3 börn sem hann hafði lítinn áhuga á að hitta nema ég keyði þeim til hans milli landshluta. Við plummuðum okkur vel, aðeins erfitt fyrsta árið en svo bara gengið þokkalega. ... en engan hef ég fundið sem vill eitthvað meira en "hoppsaså på sengekanten"

Snobbhænan | 29. maí '15, kl: 23:04:38 | Svara | Er.is | 10

Ég er alveg að fara að kynnast því. Er að ganga í gegnum skilnað eftir 17 ára samband.  Held að málið sé að spa ekki of mikið í framtíðina og hvort þú finnir aftur ástina. Heldur að einbeita sér að því að byggja sig upp eins og Anímóna segir. Það er ekki gott að hengja sína hamingju á annan einstakling eða samband.  Maður þarf að finna han fyrst með sjálfum sér.

Anímóna | 29. maí '15, kl: 23:21:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Leiðinlegt að heyra :(

Snobbhænan | 29. maí '15, kl: 23:33:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Takk f það - en mögulega er þetta það besta sem gat komið fyrir mig.

Máni | 30. maí '15, kl: 11:28:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta var það besta sem gat komið fyrir mig;-)

Anímóna | 30. maí '15, kl: 20:07:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vonum það :)

Valdavilda | 30. maí '15, kl: 11:00:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt það sem ég hef hugsað líka, gefa mér tíma í finna sjálfa mig aftur og svona. Ég held að það sé mesta áskorunin fyrir mig persónulega núna, að vera ein. Mér finnst ekkert verra en þegar krakkarnir eru hjá pabba sínum, missa af því sem þau eru að gera. Þetta er svo ótrúlega mikil sorg.

Gangi þér vel!

Snobbhænan | 31. maí '15, kl: 17:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Já takk sömuleiðsi. Já þetta er mikil sorg.  En svo reyni ég að sjá möguleikana í þessu.  Það að krakkarnir séu talsvert hjá pabba sí num gefur mér andrými til að hvílast og gera það sem mér finnst skemmtilegt. Þannig er ég úthvíldari og ánægðari að fá þau tilbaka.


Maður getur svolítið valið sér viðhorf og afstöðu - maður hefur val um að festast í sorg og reiði eða nota þetta sem ferðalag til þroska.



She is | 30. maí '15, kl: 11:08:42 | Svara | Er.is | 3

Vissulega eru ykkar plön runnin út í sandinn, en þú ert samt ennþá þú, þú hefur væntanlega þína vinnu, vinnufélaga, kannski þarftu að skoða með ný áhugamál. Skref af skrefi að setja þér ný markmið og ný plön. Ég mæli líka með að fólk reyni að slíta þessu eins fjótt og hægt er, flytja í sundur og byrja að byggja upp á nýtt. Ef þú býrð enn á sama heimili, brjóta það eins upp, henda bara vasanum sem honum fannst alltaf svo fallegur en þér ekki. Kaupa nýtt á rúmið og kannski ný handklæði. Gera þetta að hreiðri fyrir þig og börnin.

Þetta er mikið áfall og þið hafið verið saman lengi, eins og vinkona mín sagði einu sinni,  hvernig borðar maður fíl, jú með því að taka eitt skref í einu, einn dag í senn.

Gangi þér sem allra best.

Guppyfish | 30. maí '15, kl: 11:25:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

*Einn bita í einu

mars | 30. maí '15, kl: 17:03:56 | Svara | Er.is | 8

Ég ætla að segja mína sögu (einu sinni enn) og vona að það peppi þig eitthvað upp.
Ég lenti í fyrirvaralausum og mjög óvæntum skilnaði þegar ég var þrítug eftir 13 ára samband þar af 10 ár í hjónabandi.
Skilnaðurinn var gríðarlegt áfall enda hafði ég verið í sambúð með manninum frá 17 ára aldri og vissi ekki betur en að við værum bara ástfangin.
Ég sat þarna uppi ein með 2 börn, annað nýlega orðið 12 ára og hitt 3 ára talsvert mikið fatlað.
Ég var á reynslutíma í 50% starfi, var ekki með bílpróf og fannst framtíðin mjög svört.
Var eins og þú svartsýn á að komast í gott samband aftur enda með mikið fatlað barn og leið eins og ég væri ómöguleg. Fannst framtíðin alveg vonlaus.
Eftir fyrsta sjokkið þá tók ég þá ákvörðun að nú yrði ég að marka mér nýja stefnu, ég dreif í bílprófi, fór í stúdentsnám og varð aktív í félagslífi.
Ákvað í byrjun að taka 1 ár þar sem ég pældi ekkert í karlmönnum því ég fann að ég þyrfti að byggja sjálfa mig upp og finna mig svolítið upp á nýtt áður en ég færi að spá í einhvern annan.
Eftir þetta fyrsta ár ætlaði ég ekkert heldur í samband, var ákveðin í að einbeita mér að náminu og stelpunum, fór samt alveg að deita eftir þetta fyrsta ár en ætlaði ekkert að ná mér í maka.
Fyrir algjöra tilviljun kynntist ég núverandi maka og síðan þá eru komin tæp 11 ár, 2 börn í viðbót, ég kláraði stúdendinn og lauk háskólanámi.
Fatlað barn og unglingur sem var hardcore gothari voru engin hindrun;)
Sambýlismaðurinn hefur alltaf verið stelpunum mínum sem faðir og við upplifum okkur sem heila fjölskyldu, okkur finnst báðum við hafa verið heppin að finna hvort annað og ég er bara hamingjusöm.
Mitt ráð er að þú einbeitir þér bara að þér og börnunum, finnir út hvernig lífi þú vilt lifa.
Það eru allar líkur á því að hafir þú áhuga á maka seinna meir þá munir þú finna hann, ég hef sjálf góða reynslu og þekki marga sem það gildir um:)
Gangi þér vel:)

Valdavilda | 30. maí '15, kl: 18:51:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Gaman að lesa svona :) Gefur mér mikla von.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. maí '15, kl: 22:12:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var makinn 20 ára líka þegar þoð giftuð ykkur? Og ha, af hvejru er goth unglingur meiri hindrun en t.d. unglingur sem er með Justin Bieber á heilanum?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

mars | 30. maí '15, kl: 22:19:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei makinn var 28 við giftingu. Svar við seinni spurningunni, af einhverri ástæðu virðist fólk almennt líta á gothara sem vandræðagripi mér finnst það asnalegt en dóttirin upplifði oft fordóma.
Ég er mjög fegin að hafa aldrei átt Bieber sinnaðan ungling;)

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. maí '15, kl: 22:24:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK, ég fór bara að spá hvort að þetta tengdist eitthvað því að hann hafi ''verið of ungur'' til að skuldbinda sig, en nei, það er líklega ekki málið


Og já, ég held að ég myndi ekkert láta goth-stjúpbarn á mig fá

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

mars
fjörmjólkin | 31. maí '15, kl: 21:38:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, virkilega falleg "saga". Fékk kökk í hálsinn :) Þú ert rosalega dugleg, áfram þú! :)

mars | 1. jún. '15, kl: 01:36:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er ekkert sérstaklega dugleg en takk fyrir falleg orð:)
Það bara þýðir aldrei að gefast upp og mín reynsla er að oftast stendur maður upp sterkari eftir að hafa farið í gegnum erfiða tíma.
Ég hef oft óskað að ég hefði getað sagt sjálfri mér svona þegar ég átti sem erfiðast það sem ég veit í dag og vona að með því að deila því með öðrum þá geti maður kannski veitt einhverja hjálp.

aftereight | 30. maí '15, kl: 19:25:40 | Svara | Er.is | 2

Ég er ein, 34 ára og neð 3 börn. Lífið er svo sannarlega ekki auðvelt og oft er mjög erfitt að horfa fram á við en aldrei hefur mér dottið í hug að það verði betra ef ég hefði einhvern með mér. Ef ég get ekki verið hamingjusöm ein, get ég ekki verið hamingjusöm með öðrum. Mín skoðun :) Mér liggur ekkert á að finna mann reyndar. Hann hlýtur að koma með straumnum eins og allt annað :)

Valdavilda | 30. maí '15, kl: 20:09:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alveg sammála því, ég verð að finna hamingjuna hjá sjálfri mér. Mig langar samt alls ekki til að vera einstæð í mörg ár, langar að verða ástfangin aftur! Finn fyrir hræðslu við að enginn muni vilja konu í minni stöðu, get ekki neitað því. En auðvitað verð ég að vera ein og jafna mig og hugsa um krakkana mína. Get ekki farið beint í annað samband.

Helgust | 31. maí '15, kl: 17:34:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

HVersvegna verður þú að fara í annað samband?

Valdavilda | 1. jún. '15, kl: 10:38:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æi mig langar bara til að deila lífinu með einhverjum og verða ástfangin aftur :) En eins og ég segi þá geri ég mér grein fyrir því að það er ekki tímabært á þessari stundu.

aftereight | 30. maí '15, kl: 22:06:53 | Svara | Er.is | 0

Þú finnur út úr þessu, hafðu engar áhyggjur ;)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47985 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien