Einstæðir foreldrar - Hvenær byrjaði nýr maki að gista?

kiripu | 5. sep. '15, kl: 11:31:01 | 818 | Svara | Er.is | 0

Hvernig fyrirkomulag hafið þið haft á hvað varðar næturgistingar nýs maka þegar börnin eru heima? Hvað finnst ykkur vera ásættanlegt í þessum efnum þá einnig með tilliti til aldurs barnanna? Þá er ég að tala um aðstæður þar sem ljóst er að stefnir í langtímasamband. Hversu lengi ætti að bíða með að leyfa nýjum maka að gista?

 

alboa | 5. sep. '15, kl: 11:34:53 | Svara | Er.is | 0

Ég beið þangað til þau voru búin að kynnast vel og búin að eyða tíma saman ein. Hún treysti honum orðið og leið vel með hann hér heima. Vorum búin að vera saman í þónokkra mánuði þá. Hún var 4-5 ára. Byrjuðum að búa saman eftir ca árs samband.


kv. alboa

Tipzy | 5. sep. '15, kl: 11:52:41 | Svara | Er.is | 0

Við vorum búin að vera saman 2-3 mánuði þegar við byrjuðum að gista hjá hvort öðru og þá strákurinn með yfirleitt. En okkar aðstæður er kannski ekki beint normið.

...................................................................

Anímóna | 5. sep. '15, kl: 13:07:02 | Svara | Er.is | 0

Mig minnir að það hafi verið um hálft ár, hún var 3 ára þegar við byrjuðum að vera saman, 4 ára þegar hann fór að gista. Hún svaf í sama herbergi og þekkti hann orðið vel - hún bauð honum að gista fyrst :)

gruffalo | 5. sep. '15, kl: 15:20:39 | Svara | Er.is | 0

Við gistum hjá honum að hennar beiðni eftir svona rúmlega mánuð í sambandi. Hún er rúmlega 3ja

daggz | 5. sep. '15, kl: 19:32:27 | Svara | Er.is | 2

Erfið spurning...ég man þetta ekki alveg. Man samt að það var mjög fljótt. Það er samt kannski öðruvísi hjá okkur að því leitinu til að við þekktumst öll áður. Hann hafði alveg umgengist strákinn áður.

Ég held það sé ekkert eitt rétt í þessu. Fer algjörlega eftir aðstæðum, hvernig barnið/börnin eru að taka þessum nýja einstaklingi og svona. Ómögulegt að segja hvað er ásættanlegt og hvað ekki. Bara þegar allir eru tilbúnir ;)

--------------------------------

kiripu | 6. sep. '15, kl: 15:51:17 | Svara | Er.is | 0

Já þetta er áhugavert. Ég hef verið að mikla þetta svolítið fyrir mér.. Er pínu hrædd um að kynna barnið kannski of snemma fyrir manneskju sem gæti hugsanlega horfið úr lífi þess ef hlutirnir ganga ekki upp o.s.frv. Gott að sjá að fólk er ekkert endilega að bíða heila eilífð með næturgistingarnar samt.

saedis88 | 6. sep. '15, kl: 16:35:56 | Svara | Er.is | 0

ég byrjaði að hitta kærasta minn í byrjun janúar, hann var alveg farinn að gista uppúr miðjum febrúar minnir mig og farin að gista mjög oft frá apríl. og fljótt alfarið, fluttum svo saman í aðra íbúð um haustið. 

kiripu | 6. sep. '15, kl: 20:29:17 | Svara | Er.is | 0

Eru fleiri sem væru til í að deila sinni reynslu hérna?

svartasunna | 7. sep. '15, kl: 01:47:40 | Svara | Er.is | 0

Mín deit hafa bara aldrei náð "gististiginu" nema einu sinni bað èg einn að gista eftir ca. 3 mán tímabil en það voru frekar óvenjulegar aðstæður.
Hef verið að deita einn í um 4 mán. núna og ætla að kynna hann sem vin fyrir börnunum í vikunni. En èg er ekki besta dæmið um svona mál... er ekki bara málið að viðkomandi og börnin nái vel saman svona óháð tíma?

______________________________________________________________________

Felis | 7. sep. '15, kl: 08:35:20 | Svara | Er.is | 0

krakkinn var 8 ára, þetta var fljótlega eftir að þeir kynntust - sennilega ca. 2-3 mánuði inn í sambandið eða eitthvað. Semsagt að hann fór að gista þegar strákurinn var heima. Kærastinn flutti svo inn til okkar ekkert rosalega mikið seinna - já eða fór að vera hjá okkur öllum stundum, eiginlegur flutningur var aðeins seinna. 


þetta hefur allt gengið mjög vel. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

stelpa001 | 7. sep. '15, kl: 09:12:02 | Svara | Er.is | 0

vá hvað þetta er stuttur tími í einhverjum tilvikum. ef ég væri single og tilbúin í annað samband, þá væri ég ekkert að ana út í það að leyfa deitinu/nýja kærastanum að gista.... Ekki fyrr en ég væri nokkuð viss um að það væri komin alvara í sambandið og það væri framtíð í því, þá fyrst færi ég að leyfa barninu að kynnast viðkomandi og leyfa þá gistnætur.

Felis | 7. sep. '15, kl: 09:24:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það var líka það sem ég hugsaði, svo bara gerðust hlutirnir og þetta gerðist allt á svo eðlilegum hraða fyrir okkur og gékk allt svo vel eitthvað. Það líka gerðist ekkert fyrr en var örugglega komin alvara í sambandið. Ég btw. nennti aldrei að vera í einhverjum feluleik fyrir barninu, maðurinn var strax kynntur sem kærasti en ekki sem vinur og ég ræddi sambandið við barnið áður en þeir hittust og allskonar. 


Ég er btw. ekkert að segja að allir eigi að fara hratt í þetta einsog við gerðum, heldur bara að stundum gerist þetta hægt og stundum hratt. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

saedis88 | 7. sep. '15, kl: 13:25:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég til dæmis var ekki að fá neitt mömmufrí, var með börnin mín all the time. sem varð líka til þess að hlutirnir gengu aðeins hraðar fyrir sig. en slapp vel hjá mér ;) styttist í 2 árin :) 

svartasunna | 7. sep. '15, kl: 14:07:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama aðstaða hjá mér, myndi kjósa að halda börnunum "utanvið" þessi mál miklu lengur en þar sem ég er alltaf með þau 24/7 þá er voða lítið svigrúm til að þróa samband án þess að kynna hinn aðilann fyrir djúpu lauginni frekar fljótt.

______________________________________________________________________

saedis88 | 7. sep. '15, kl: 17:34:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

akkúrat. Ég bara lagði línurnar fyrir kærasta minn strax. Lét hann vita nákvæmlega hvernig landið lá og að ég hefði lítið svigrúm til þess að láta hlutina þróast hægt og utan barnanna :)

daggz | 7. sep. '15, kl: 17:29:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er samt málið þú veist aldrei hvernig málin þróast. Okkar samabnd varð bara alvarlegt á núll einni eiginlega. Ég var ekki með neinar pabbahelgar eða neina pössun til þess að gera þannig það var eiginlega ekkert hægt að halda barninu utan við þetta lengi. Ekki það, ég vildi það heldru ekki. Þeirra samband og hvernig hann var við son minn var einn að þessum risa þáttum sem ákváðu það hvort sæi framtíð í þessu.

Ég hefði aldrei getað séð hvort það væri framtíð eða þróað alvarlegt samband án þess að hafa barnið mitt með í því. We're a package deal.

Þetta allavega virkaði fyrir okkur. Komi 5 ár+, annað barn og gifting :)

--------------------------------

cithara | 7. sep. '15, kl: 13:08:47 | Svara | Er.is | 0

Þetta er auðvitað rosalega mismunandi.


Ég held að aðstæður okkar hafi verið pínu spes...
Þegar ég kynntist konunni minni átti ég tvær dætur sem voru 5 og 9 ára, við bjuggum (tímabundið) þrjár saman í 12fm herbergi heima hjá foreldrum mínum. Hún bjó í bílaleigubíl vegna þess að hún var bara í ferðalagi hérna á íslandi og ætlaði bara að vera hérna í 6 mánuði.


Við kynntumst í júlí og vorum að dandalast þetta fram eftir hausti. Í lok október fékk ég húsnæði fyrir mig og dæturnar og þá flutti hún inn með okkur og ákvað að fara ekki aftur 'heim' til útlanda

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

ursuley | 7. sep. '15, kl: 14:25:18 | Svara | Er.is | 0

Ég og minn vorum ekki byrjuð saman þegar hann fór að gista heima (synir mínir 2,5ára og 3,5ára) stuttu seinna byrjum við saman og 5mánuðum seinna verð ég ólétt :) komið 6,5ár núna :)

Brindisi | 7. sep. '15, kl: 14:30:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afhverju var hann að gista?

ursuley | 7. sep. '15, kl: 14:32:04 | Svara | Er.is | 0

Hohoho bjó út á landi og þurfti mitt :D og hann sitt :)
Vorum búin að þekkjast lengi

smusmu | 7. sep. '15, kl: 14:54:07 | Svara | Er.is | 0

Hann byrjaði mjög fljótt að gista. Vorum eiginlega varla byrjuð saman þegar það byrjaði. Stelpan var ekki nema tveggja ára þannig að hún spáði ekkert í þetta. Þetta var bara einhver fyndinn gaur í heimsókn. En hlutirnir gerðust síðan mjög fljótt hjá okkur

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47989 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Guddie