en Breiðholtið? Grunnskólar?

stubban | 28. apr. '16, kl: 15:12:30 | 518 | Svara | Er.is | 0

Hæ mömmur í Breiðholtinu, ég er að íhuga flutninga, væruð þið til í að segja mér í hvaða skóla í Breiðholtinu ykkar barn er og hvernig ykkur líkar skólinn?

 

stubban | 28. apr. '16, kl: 15:54:24 | Svara | Er.is | 0

ég er að skoða Hólana Berg og Bakka, svo það er held ég Breiðholtsskóli og Hólabrekkuskóli, en væri líka gott að heyra frá fleiri stöðum... og kannski hvernig lífið almennt er uppá strætó og þjónustu

alboa | 28. apr. '16, kl: 16:03:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það fer eftir hvar í Bergunum þú ert hvort þau fara í Hólabrekkuskóla eða Fellaskóla.


Strætósamgöngur eru nokkuð góðar í Breiðholtinu. Mjóddin er hér rétt hjá og þar er ein af tengi"stöðvunum" þeirra. Almennt ef þú ætlar niður í bæ þá er mjög gott leiðarkerfi hjá þeim. Ef þú ætlar annað þá vandast oft málið. Það er ca 17 daga bið eftir tíma á heilsugæslustöðinni (Efra-Breiðholti) samkvæmt úttekt sem var birt á dögunum en 1 daga bið niður í Mjódd. Það er flest öll þjónusta í hverfinu. Hér er banki, hárgreiðslustöðvar, matarbúðir, fiskbúðir, snyrtistofa, kaffihús, barir, veitingastaðir, fatabúð, bakarí, apótek, gæludýrabúð, skartgripaverslun, úrsmiður, ritvöruverslun, bíó og fleira. Sundlaugin er fín og World Class er að byggja stöð þar við hliðina á. Það er líka stutt í Elliðaárdalinn þar sem er heilmikið af tækifærum til að stunda útivist og hreyfingu. 


kv. alboa

stubban | 28. apr. '16, kl: 19:06:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk, veistu hvernig Hólabrekkuskóli er?

en ég | 28. apr. '16, kl: 21:40:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu með link á þessa úttekt?

svarta kisa | 28. apr. '16, kl: 20:15:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bý í Seljahverfinu og hef gert í nokkur ár. Hafði aldrei búið í Breiðholti fram til þess. Ég ELSKA þetta hverfi. Sonurinn er í Seljaskóla og ég er að mestu leyti sátt með hann :)

stubban | 28. apr. '16, kl: 21:46:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æ, takk, en gaman að heyra... það hafa allir skólar einhverja kosti og galla en alltaf svo dýrmætt að heyra reynslusögur. Ég hef einmitt alltaf búið í göngufæri við miðbæinn en þarf að komast í ódýrara húsnæði.

bradislava | 28. apr. '16, kl: 21:49:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum í Bakkahverfinu og stelpan í 2 bekk í BRH skóla. við erum í skýjunum með skólann. frábært starfsfólk og hverfið er yndislega barnvænt. engar götur sem þarf að fara yfir til að heimasækja vinkonur og vini í öðrum bökkum. Blokkirnar eru misjafnar, ég er t.d í Maríubakka og er mjög ánægð.

stubban | 28. apr. '16, kl: 22:05:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk! ég var einmitt að skoða í Bökkunum í dag, allt leit mjög vel út nema að annað barnaherbergið var svo ofboðslega lítið. Varla að það væri hægt að hafa rúm í fullri stærð þar... en þetta er kannski misjafnt milli blokka?

amigos para siempre | 29. apr. '16, kl: 00:10:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það er misjafnt milli blokka. Margir sem hafa líka fórnað þvottahúsinu í íbúðinni fyrir barnaherbergi í betri stærð og nýttþá í staðinn sameiginlegt þvottahús í sameign. En ég mæli klárlega með búsetu í Bökkunum og Breiðholtsskóla.

stubban | 29. apr. '16, kl: 00:17:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk fyrir þetta, ég var einmitt að pæla í að þvottahúsið var helmingi stærra en barnaherbergið.. ;-)

amigos para siempre | 29. apr. '16, kl: 00:20:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég giska á að þú hafir verið að skoða í Dvergabakka (innri), Eyjabakka, Jörfabakka (ytri) eða Maríubakka...... í öðrum blokkum er annars konar skipulag á íbúðum. Persónulega finnst mér samt Blöndu-, Dverga- og Eyjabakkinn vera besta staðsetningin í hverfinu.

stubban | 29. apr. '16, kl: 00:21:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já einmitt Dverga. Frábært að heyra þetta með staðsetninguna

stubban | 29. apr. '16, kl: 14:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veistu hvaða númer teljast til Jörfabaka ytri eða innri? Ég er búin að rúnta aðeins um og varð hálf ringluð, en hverfið virkar mjög kósí samt...

Drekanammi | 29. apr. '16, kl: 14:24:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er ekki alltaf ytri 2-16?

stubban | 29. apr. '16, kl: 14:37:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok takk, var að íhuga 18-26... hefur þú líka góða reynslu af Breiðholtsskóla?

neutralist | 28. apr. '16, kl: 22:55:11 | Svara | Er.is | 1

Skólarnir í Seljahverfi eru sennilega bestir, svo Breiðholtsskóli. Hólabrekkuskóli og Fellaskóli sístir, í þessari röð.

orkustöng | 29. apr. '16, kl: 00:01:15 | Svara | Er.is | 1

velkomin i fellin, her kveikir lyðurinni i brefalugum og mikill eldur verður og reykur og bara timaspursmal hvenr einvher deyr eða skaðast thessvegna. unglmanndrapslingar fra onefnanlegum löndum sem ma alls ekki visa tilbaka til sins heima og foreldrunum með.

stubban | 29. apr. '16, kl: 00:03:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ha ha ;-) svona er þetta einmitt er það ekki?

orkustöng | 29. apr. '16, kl: 00:36:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

annars er thetta mikla blaðamagn lika astaeda , of mikill eldsmatur , a ekki heima i brefalugum , en hvar tha ,

orkustöng | 29. apr. '16, kl: 00:38:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

thad tharf einhver að deyja adur en thetta verdur stoppad , thad er vel haegt ad finna andfelagslega og setja tha i stranga gaeslu.

orkustöng
Skreamer | 29. apr. '16, kl: 19:33:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ógeðfellt komment.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

orkustöng | 29. apr. '16, kl: 22:38:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

samt hugmynd sem þú hefur aldrei hugsað

orkustöng | 29. apr. '16, kl: 22:40:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og kannski er það það sem þér þykikr óþægilegt

Skreamer | 30. apr. '16, kl: 02:57:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem mér finnst óþægilegt og eiginlega bara sárt er að þú sért að henda gaman að ógeðisbatterí sem braut niður náinn ættingja minn.  Þarna voru lítil börn vistuð með eldri krökkum undir kringumstæðum sem voru ógeðslegar.   Börnum var misþyrmt og þau misnotuð.  Margir sem þarna voru hafa stytt sér líf eða einfaldlega aldrei náð sér á strik aftur.  Þeir sem enn lifa sitja uppi með margar ósvaraðar spurningar sem kerfið hefur sýnt þeim þann dónaskap að fela svörin við....án efa vegna þess að kerfið hefur margt að fela.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

orkustöng | 30. apr. '16, kl: 18:50:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já bv var illa framkvæmt en ég vissi áður að ástæðan fyrir stofnun bv var þjófnaðir og skemmdarverk drengja en hafði ekki kveikt á því að ástæðan gæti veirð stærri , sú að þeir leggja fólk í mikla hættu með því að kveikja í húsum , sumir óvart , en líklega frekar að þeiim sé sama um fólk. og sumir viljandi líklega. og það verður ekkert gert í þessu þótt einhver deyji ,því brennuvargar skulu hafa svo mikil mannréttindi , ekki fyrr en þeir eru búnir að drepa nokkra kannski menn konur börn unga og gamla, þá vonandi kviknar skilningur á að það þarf að finna þá sem eru andfélagslegir áður en þeir skaða fólk og setja þá í stranga meðferð og eftirlit.

Skreamer | 30. apr. '16, kl: 19:40:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara strákapör voru nóg til að lenda þarna inni.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

TARAS | 29. apr. '16, kl: 15:20:53 | Svara | Er.is | 1

Bý í Bökkunum og er alsæl með skólann, kennarann og hversu mikið af krökkum eru til að leika við í hverfinu, ásamt hversu stutt er í alla þjónustu. Bjó áður í Hólunum í 2 ár og yngsta fór smástund þar í skóla, sátt með skólann, en voru fáir krakkar í þessu stóra hverfi og skortur á leikfélögum í næsta nágrenni. Fyrir 8 árum var ég í Ölduselinu með 2 eldri börnin, frábært að vera með "eðlilegan krakka þar" en strákurinn sem átti við vandamál að etja fékk lítinn skilning og stuðning úr skólanum þá, en það átti og á nú við svo marga skóla svo sem. Á vini sem eru með börn í Seljaskóla og eru afskaplega ánægð þar, líka með þjónustu við börn sem þurfa meiri athygli. Fellaskóla hef ég enga persónulega reynslu af, en það sem ég heyri er ekki jákvætt, því miður.

stubban | 29. apr. '16, kl: 15:24:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta, ég er að skoða núna í kringum Breiðholtsskóla og Hólabrekkuskóla... gaman uppá hólnum að vera svona nálægt sundlaug og tónskóla, finnst þér þú ekki vera mikið að rúnta upp brekkuna eftir þjónustu? En Bakkarnir eru nú hlýlegasta hverfið sem ég hef skoðað samt... og góður punktur með að þar séu fleiri leikfélagar, skrýtið hvernig þetta getur verið ólíkt alltaf.

TARAS | 29. apr. '16, kl: 20:31:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sæki ekki mikla þjónustu upp brekkuna, og hef svo mikla þjónustu í kring að mér er sama þó ég sé bara með bíl endrum eins. Eftir að ég flutti í bakkana þá hjóla ég og labba meir en nokkurn tíman fyrr í þá þjónustu sem mig vantar. En stelpan mín yngsta er nú ekki í tónlistarnámi. En í miðri brekkunni hérna milli hverfa er til dæmis upphitaður gangstígur þannig að það er lítið mál fyrir krakkana að labba heim td um hávetur ef svo ber undir. Í bökkunum er td Iceland sem er opin allan sólahringin og svo Nettó hér í mjóddinni með bókstaflega allt í boði, þar á meðl lífrænan mat í massavís sem ég kaupi mikið af. Þar er blómabúð, vínbúð, besta fiskibúð bæjarins, apótek, læknastöðvar, bókabúð og margt fleira. héðan er ég til dæmis í 10 mínutur að hjóla í vinnuna, 8 mín í lindirnar og 13 mín að hjóla í smáralind. Ég upplifi mig mikið sem miðsvæðis og er rosalega fljót út á allar aðalæðar og strætó fer úr mjóddinni í allar áttir ef ég þarf á að halda. Ég er fljótari að labba gegnum hverfið að sækja krakkana til vina heldur en að keyra og umferð er öll hringin um hverfið en ekki innan þess. Svo er líka alger lúxus að vera 10 mínutur að labba með börnunum í Eliiðarárdalinn :) Svo er alltaf rólegt hérna, mun minna ónæði heldur en þegar ég bjó í fína raðhúsinu mínu í Grafarvogi, en auðvitað skiptir máli sennilega hvernig granna maður fær. En þar sem langflestar íbúðir hér eru 4 herbergja þá er soldið mikið um að fjölskyldur með börn flytja í þær, en minna af partýliði. Hef reyndar heyrt að íbúðirnar séu í verra ástandi sem voru byggðar af verkó og féló hér áður fyrr, en hér neðst í bökkunum finnst mér blokkirnar í almennt fínu ástandi og vel haldnar.

stubban | 29. apr. '16, kl: 20:27:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hæ, mér heyrist þú vera með þrjú börn, hvernig gekk þér að finna nógu stóra íbúð í Bökkunum?

TARAS | 29. apr. '16, kl: 20:39:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er rétt, er í 4 herb íbúð. eitt barnið er flutt að heiman og annað flytur út í nám í sumar. Þegar ég tók íbúðina, var ég nú svo sem á þeim stað í lífinu að ég þurfti að taka þá íbúð sem bauðst og var ekki að stefna á Bakkana. Nú í dag, renna þær út hér eins og heitar lummur og það er mikil eftirspurn í hverfinu eftir leiguíbúðum, enda margir hér sem vilja ekki yfirgefa hverfið. Mín er svo sem ekki stór ca. 90 fm en hrikalega vel skipulögð, en ég hef samt engan hug á að flytja héðan, jafnvel þó ég færi út í að stækka við mig og kaupa raðhús eða eitthvað, myndi ég halda áfram að vera hér í hverfinu. En langflestar íbúðirnar eru hér 4 herbergja og 90-100 fm með svo aukaherbergi í kjallara.

stubban | 29. apr. '16, kl: 22:01:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æ takk innilega, þetta er svo ótrúlega dýrmætt. ég er einmitt ekki að flytja útaf því að mig langi til að breyta til heldur útaf því að ég verð að gera það og þá fara öll svona atriði sem snúa að börnunum að skipta aðalmáli. Frábært að heyra með upphitaða göngustíginn, mín þrjú eru öll í tónlist en þó ég búi rétt hjá tónskólanum þar sem ég er núna þarf ég samt að keyra þau útaf stórum umferðargötum. Það sem mér finnst mest heillandi við Bakkana er þetta umhverfis og barnvæna umhverfi með göngustígum og bílunum í hæfilegri fjarlægð. En er þá fólk að leigja þessi kjallaraherbergi út eða nota þau fyrir fjölskylduna? Svona almennt?

TARAS | 29. apr. '16, kl: 22:55:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í mínum stigagangi, er óskrifaða reglan sú að herbergin séu ekki leigð út, en hafa stundum verið afþrep fyrir eldri börn, þar til reyndar fyrir um ári síðan að einn stórtækur íbúðakaupandi keypti hér íbúð og leigir herbergið út til eldri manns. Restin er ekkert voðalega ánægð með það því salernið sem er til staðar er ekki upp á marga fiska og engin til í að vera viðhalda því fyrir eitt herbergi í útleigu. En þetta er víst mjög mismunandi eftir blokkum. Mitt aukaherbergi er leigt út sem geymslupláss fyrir íbúa sem bjó hér þar til fyrir stuttu og þjáist af nettri söfnunaráráttu. Fólk fékk soldið leið á þessu, á tímabili var mikið leigt út til einstæðinga og námsmanna og þvíumlíkt, var víst ónæði oft af þessu. Restin í blokkinni notar þetta soldið mikið í geymslupláss, skrifstofu, draslherbergi eða föndurpláss. 




En ég get lofað þér því að hverfið kemur annars á óvart, búið í þeim öllum yfir ævina, nema fellunum. Reyndar búið líka í Hlíðunum og Grafarvogi og Laugardal, en enda alltaf hér, því þetta er að mínu mati hrikalega gott hverfi að hafa börn í og er líka hannað í það á sínum tíma, auk þess að Breiðholtið er nú ansi miðsvæðis í dag, ásamt því að vera nálægt grænum svæðum. Rótgróið með mikið af þjónustu og mikið af íþróttastarfi og annað slíkt.  

stubban | 29. apr. '16, kl: 23:35:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

takk, gott að hafa þetta með kjallaraherbergin í huga þegar maður skoðar, gott að geta spurt útí hvernig þetta er á hverjum stað á ég við... og já, mér finnst þetta svoldið vera eins og óvænt og ánægjulegt leyndarmál í hverfum Reykjavíkur!

TARAS | 30. apr. '16, kl: 00:15:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og gangi þér svo bara vel með þetta allt :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48021 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien, Guddie