Eplatré - ræktun epla í Reykjavík

kaldbakur | 18. jan. '19, kl: 15:25:11 | 237 | Svara | Er.is | 0

Ég er með 3 eplatré í garðinum mínum í Reykjavík. 
Þetta eru ekki gömul tré kannski 5-6 ára.
Hef fengið uppskeru mest ca 15 epli. Lítil en bragðgóð - öðruvóisi en í búðum.
Í fyrrasumar var nánast engin uppskera.  
Þessi epli mín hafa ekki verð stór álíka og mandarínur en þau hafa dottið af trjánum sum hver.
Viti þið hversvegna þau hanga ekki lengur ? Er það mismiunandi eftir klónum ? 

 

kaldbakur | 18. jan. '19, kl: 16:33:53 | Svara | Er.is | 0

Er reyndar líka  að rækta plómur, kirsuber, vinber og bláber.  
En það er undir gleri allt saman.  
Og gengur bara vel.  
Einhverjar reynslusögur um þannig lika ?  

T.M.O | 18. jan. '19, kl: 23:21:56 | Svara | Er.is | 0

Af hverju spyrðu ekki einhvern í blómaval eða garðheimum? Það eru garðyrkjufræðingar að vinna þar og eru að selja ávaxtatré á hverju ári. Mér finnst þetta reyndar áhugavert, langar í eplatré

kaldbakur | 19. jan. '19, kl: 00:40:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já þeir vita þetta kannski.
Hélt að einhver hér hefði reynslu. Þetta  er nokkuð algengt orðið að fólk sé með eplatré hér í görðum. 
Eg keypti í garðheimum held að þeir séu með bestu klónana,  þufa að vera norðlægir frá Finnlandi eða Noregi helst. 
Bara furðulegt hvað eplin tolla illa á greininni :)



T.M.O | 19. jan. '19, kl: 01:42:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þarf að græja garðinn betur áður en ég prófa þetta. Af hverju kallar þú þetta klóna? Eru þetta ekki bara græðlingar?

skuggi37 | 19. jan. '19, kl: 11:14:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

um að gera að fá sér gróðurhús fyrir ræktuninna https://www.facebook.com/GrodurhusSMH/

kaldbakur | 19. jan. '19, kl: 14:59:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er með gróðurhús við sumarhúsið mitt. 
Kalt gróðurhús.

Þar rækta ég plómur, kirsuber, vinber og bláber.

kaldbakur | 19. jan. '19, kl: 13:00:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Klónar eru tegund eða öllu heldur "ætterni" trésins. Mismunandi t.d. klónar af Ösp hvar hún er upphaflega fengin í Alaska  - hérað eða staður t.d.þar sem hún ólst upp. Svipað með mörg önnur tré. Eðplatré getur verið af sömu tegund en misjafn klónn.
Græðlingur er það kallað t.d. þegar klippt af tré og sett niður til að róta sig. 

kaldbakur | 19. jan. '19, kl: 14:57:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eplatré geta vel lifað hér utanhúss. Þú þarft að hafa minnst tvö tré  sem passa saman. Þau blómstra á sama eða svipuðum tíma og frjófgast á milli með flugum. 
Garðheimar eru með úrval sem passar okkur - byrja að selja á vorin. Trén þurfa skjólgóðan stað í garðinum og þar sem sól skín. 
Nóg að grafa svona vel stóra holu (rúmlega fata) ogg hafa sít í botninn (hrossaskít) sem gott er að blanda í jarðveginn á botni holunnar. 
Trén eru ágrædd þ.e. það er annað tré sem rótin er á og samskeyti fyrir efri hlutann (sést á stofninum). Þessi samskeyti þurfa að vera ofanjarðar. 


Þetta þaef litla umhirðu má samt sjá hvernig ráðlagt er að klippa seinna þegar farið að vaxa eftir 2-3 ár. Gætir fengið uppskeru efti 2-3 ár fer eftir hvesólin skín og hiti að vori kringum april - júní. 

kaldbakur | 19. jan. '19, kl: 17:21:26 | Svara | Er.is | 2

Varðandi ræktun ávaxtatrjáa þá hefur Sigurður Árni prestu ritað ágætar lýsingar:


Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi

Sigurður Árni Þórðarson   @ 23.13 24/3/10

DSC09430Haldinn var fundur á vegum Skógræktarfélags Íslands 23. mars, 2010. Jón Guðmundsson, Akranesi, var fyrirlesari kvöldsins. Ljómandi skemmtilegt kvöld og afar fræðandi fyrirlestur, örvandi og hvetjandi. Ávaxtatré geta lifað á Íslandi, en aðalatriði er að velja réttu yrkin og fara rétt og vel með þau. Þá eru þau yndi augna, nefs og ávextirnir fara í glaðan munn og maga. Jón minnir á að það eru yfir níutíu ár síðan epli þroskuðust fyrst á Íslandi.   Jón minnti líka á annan ávaxtaræktanda á Íslandi sem hann hefur haft mikið samband við og beri þeir saman ræktunarstarfið. Sá er Sæmundur Guðmundsson á Hellu sem eigi eldri tré en Jón. Við ræktun sé aðalatriði að velja gott yrki, gæta vel að planta á sólríkum vaxtarstað, tryggja gott skjól og ennfremur tryggja góða frjóvgun, góð almenn umhirða.

Hér á eftir eru nótur mínar frá þessum kvöldfundi og skráð niður það sem fyrirlesari kvöldins sagði. Ég nota rithátt Jóns varðandi i í stað u í “kirsiber.” Þetta set ég hér á vef minn þar sem vinir mínir og ræktunarfélagar komust ekki og því sett hér þeim til frekari upplýsingar. Ef eitthvað er missagt eða mætti betur fara þætti mé vænt um að fá viðbrögð: s@neskirkja.is Varðandi yrki til sölu fann ég í fljótu bragði aðeins lista yfir plöntur hjá Nátthaga. Slóðin er www.natthagi.is og pdf-skjal á slóðinni: http://www.natthagi.is/finnskavaxtayrki.pdf

Fram til þessa hafa flest yrki komð frá Hollandi og Danmörk, sem eru ekki bestu upprunastaðirnir. Betra sé að fá yrki frá norðlægari slóðum, eins og norðurhluta Skandinavíu og Kanada. Varðandi góða frjóvgun mikilvægt að hafa tvö yrki hið minnsta.

Ræktunaraðferðir – hvernig trén eru látin vaxa.

1.   Snúrutré   (Cordon) – trén klippt í hallandi snúru, ræktunarmillibil er ca. 75 cm. Má planta þétt, nýta pláss vel, planta mörgum yrkjum. Í garðinum hjá Jóni eru allt mismunandi yrki. Við þessa aðferð fara trén fyrr að blómstra, gæðin er oftast meiri en af óformuðu tré, þ.e. sem vex eðlilega og ósniðlað.
2.   Geislatré   – Fan-ræktun upp við veggi á norðlægum slóðum, kirsuberjatré, tré flatt út á klifurgrind, hvert aldin nýtur þar með sólar allan daginn,
3.   Óformað tré, fengið að vaxa óbundið og fjrálst, 3,5 m, 50-100 aldin á ári 15 ára tré. Aldin þokkaleg að gæðum.

Umhirða: Skordýr, líta eftir þeim, í byrjun maí, og fram í júní. Lirfur geta valdið heilmiklu tjóni. Meðalið gegn óværunni er einkum Trounch (skordýrasápa), sem fæst í Garðheimum og er skaðlítil – ekki úða á blómin, úða áður en þau byrja að blómstra, sem er í kringum 10. júní.

Frævun, ef lítið er af flugu, hunuagsflugu, þarf að pensla á milli trjáa, á blómin. Fylgjast með hvort flugur eru á ferðinni, ef lítið er af þeim þarf að aðstoða.

Helstu tegundir ávaxta til ræktunar á Íslandi.

Súrkirsiber – Prunus cerasus
Sætkirsiber – Prunus avium
Plóma – Prunus domestica
Pera – pyrus communis
Epli – malus pumila

Súrkirsiber  
Eru upprunalega frá Kákasus og vestur-Asíu, 2-5 m – mjög harðgerð – H 5-6 (skandinavíska hörkukerið hæsta gildið í þessu kerfi er harðgerast, 8 hágildið) – oft sjálffrjóvgandi, hvít blóm – hvað varðar harðgervi skora þau vel og blómstra vel. Nóg að vera með eitt tré, getur frjóvgast af sjálfu sér. Ber til matreiðslu, ekki mikið borðuð beint af tré, en ljómandi í sultur osfrv. Þroskinn mismikill – fallegar skrautplöntur.
Fanal er eitt yrki af súrkirksiberjum. Hefur skilað ágætis aldinum. Berin svolítið strjál á trjánum. Fallegt tré, upprunnið í Þýskalandi og hefur verið fáanlegt í gróðrarstöðvum.

Skyggemorell   gamalt yrki af súrkirsiberjum, hefur verið þokkalega dugleg.
Ýmis yrki til önnur en fremur lítil reynsla enn sem komið er.

Sætkirksiber

Frá mið-Asíu og Evrópu, hávaxið 10-20 m ekki mjög harðger, H 3-4 mjög sjaldan sjálffrjóvgandi. Stórt tré til á Akureyri, mörg að vaxa upp þessi árin.

Sunburst   er ein tegundin. Jón er búin að vera með það 7 ár. Uppskera öll árin. þroskast snemma. Sætkirsiber eru snemma á ferð. t.d. í Danmörk eru þau fullþroskuð í byrjun júlí. Aðaluppskerutíminn er í byrjun ágúst, fyrstu berin fyrst í júlí, verða nánast svört á endanum. Berin stór og bragðgóð. Þetta er sjálf-frjóvgandi yrki, þarf þar með ekki annað tré til frjóvgunar. Frá British Columbia.

Stella   líka frá British Columbia. Hefur þrifist þokkalega og gefið fín aldin. Sjálf-frjóvgandi

Huldra   er enn eitt yrkið – ekki sjálf-frjóvgangi, þarf því tvö. Er frá Svíþjóð.

Sue   Frá Canada British Columbia. Aldinin eru appelsínugul á lit. Þarf annað tré með þ.e. er ekki sjálf-frjóvgandi. Fuglar sækja síður í þessi en hin fyrri því, þeir fara fyrst í dökku berin. Fljót til með aldin (epla og perutrén eru miklu lengur í gerðinni – bera ekki aldin fyrr en eftir nokkur ár).

Plómutré

Eru upprunalega frá Kákasus, og mið-Asíu, hæð 5-10 m. Sæmilega harðger, H4-5. Oft sjálf-frjóvgandi. Þegar þau eru ágrædd á dvergrót tryggir það að trén verða lægri.

Blóm á perutrjám koma oft gjarnan um 20. maí. Vorfrost hafa ekki skemmt blómklasa – þá miðað við vægt næturfrost. Þokkalega stór og spræk tré til á Reykjavíkursvæðinu. Mikilvægt að vera með góð yrki.

Opal   Sænskt plómuyrki sem hefur verið þokkalegt á höfuðborgarsæðinu. Tré af þessu yrki hafa gefið árlega góða ávexti. 4 cm perur, rétt sleppa fyrir haustið með þroska, um mánaðamót sept –okt . Þessi stofn má varla vera seinni til að ná fyrir haust. Þokkalega harðgerð.

Czar   sem Jón hefur verið mest með, notar það sem veggtré, heldur harðgerari og öruggari en Opal. Mismikill ávöxtur milli ára, stundum meira stundum minna. Ávextir frá ca. 10 sept. og nær flestum vel fyrir frost. Ná því alveg þroska í góðum görðum í Reykjavík, dugleg tré, stærðin fín. Þetta er því gott fyrir okkur. Frá því ca. 1880.

Fleiri sortir að koma. Edda gæti hentað á kaldari ræktunarsvæði hér, þarf m.k. tvö, þe er ekki sljálf-frjóvgandi,

Perutré

Upprunalega frá Evrópu og Asíu, hæð 10-12 m. Sæmilega harðgerð H3-5. Sjaldan sjálf-frjóvgandi. Hægt að rækta ágrædd. Perutré eru sæmilega harðger, koma á óvart og hafa staðið sig vel. Sjaldan sjálf-frjóvgandi. Vandinn að fá frjóvgun og blómgun. En almennt kemur árangur með perutré á óvart.

Skánsk sukkerpære, ræktuð lengst, 7 ár, alltaf með uppskeru. 4,5 cm. Tegund sem hefur verið ræktuð lengi, er harðger, þroskast snemma, koma með ávöxt ca 14. ágúst, (koma því næst á eftir sunburst kirkjsiberjum). Jón mælir með þessu yrki og er skv. norskum heimildum harðgerust í Noregi. Kemur upprunalega frá Frakklandi. Blómstrar ca 15-20 maí. Næturfrost skemma yfirlett ekki mikið, þolir alveg 2 gráður. en önnur yriki eru viðklvæmari. Er hægt borða ávextina beint af trénu.

Moltke, dönsk tegund, nokkuð gömul sort, aðaltegundin í Noregi. Frekar sein og í Suður-Noregi ávextir seinnihluta september. Þetta eru stórar perur, nærri 90 gröm, öðru vísi í laginu en flestar perur. Þriggja litninga, geta ekki frjóvgað önnur tré, aldinin geymast vel t.d fram að jólum. Þessi þarf að geyma og sykrast, er ekki tilbúin bein af trénu.

Broket   Í júlí, þroskast næst á eftir skánsku sukurperunni. Í Noregi rætkuð mikið í görðum og úti, perulaga og minnir á “búðarperur.”

Þumalputtaregla að þegar aldinin byrja detta við eðlilegar kringumstæður, ja þá eru þau tilbúin.
Pepí frá Lettlandi. Ekki ljóst hvað verður úr því, hvernig þessari tegund gengur á Íslandi. Ræktuð mikið í Baltnesku löndunum.

Epli
Frá Miðasíu, hæð 5-8 m. harðger, H5-6 sem er t.d. stuðullinn fyrir Tromsfylki í Noregi. Sjaldan sjálffrjóvgandi. Mikilvægt að fá góð yrki. Nokkuð harðger, þola 40 gr. frost., komast af með stutt sumur. Ávextir sem ræktast við norðlægar aðstæður, þrífast ekki vel í suðrænu lofstslagi, þola ekki sól og sumar allt árið. Sjaldan sjálffrjóvgandi. Eru alltaf ágrædd, klónuð.

Carroll   Frá Canada og er uppáhaldstré Jóns. Lýkur vel vexti fyrir vetur. Gengur vel í okkar lofstslagi. Talsvert ræktuð í Noregi. Byrjar mjög ungt að gefa uppskeru. Eplin geymast vel, 2-3 mánuði. flest snemmþroska, geymast stutt, jafvel ekki nema 1 viku en Carroll-eplin geymast vel.

Close   kemur frá Virginiu í Bandaríkjunum. Fyrsta eplið af algengari tegundum i Noregi, kemur í ágúst þar. Er með ávexti í byrjun sept á Íslandi. Ísland er oft um 3 vikum á eftir Suður-Noregi. Close hefur stór aldin. Þriggja litninga tré, virkar ekki sem frjóvgun fyrir önnur tré. Fyrir þá sem eru með nokkrar sortir er allt í lagi að vera með þriggja litninga tré líka. Gæðin eru þokkaleg og réttlætir því alveg ræktun. Norðmenn og Svíar og Kanadamenn auk Bandaríkjamanna rækta tegundina. Hanga fremur laus á trjánum, í lausara lagi, þarf því að staðsetja hana í skjóli.

Rauður Haugmann   Staðbundin tegund í Noregi, ræktuð hvað nyrst i Noregi, þykir einna harðgerastur norðarlega. Hefur verið ræktuð í ein 30 ár, staðið sig vel, uppskerurík, harðger, þokkaleg gæði hvað varðar bragð. Þarf að grisja blóm til að þéttleiki komi ekki niður á gæðum.

Epli hafa tilhneiginug til aðblómstra mikið eitt árið sem kemur þá niður á vexti næsta árs. Aldinið er svoltíð kubbslegt og kantað. Haukmann er stökkbreitt afbrigði af gulu yrki. Þetta er rauð útgáfa af Haukmann. Svolítið breytilegt milli ára eftir sólríki sumarsins – ekki á vísan að róa með lit og bragð, sem getur verið gott þótt liturinn sé mismunandi.

Heyer #6   Var þróað fyrir köldustu svæði Kanada. Sagt að þetta yxi þar sem annað yxi ekki. Gallinn er að bragðið er ekkert sérstakt, eru súr og beisk. Þetta gæti verið matreiðslueppli, í pæ og mat sem súr epli eru notuð í. Duglegt tré og frjósamt. Þyrfti að prófa þessi á erfiðum stöðum á Íslandi. Þroskast fyrir 10 sept. Flott aldin.

Huvitus   Finnsk, nokkuð gömul frá ca 1880. Ræktuð lengi í Finnlandi. Notuð mikið í kynbætur. Þroskast snemma, dugleg tré. Ljómandi bragð, kom með ávöxt um 10. sept. Þarf að taka aldinin á réttum tíma, þurfa aðgæslu hvað það varðar.

Kronsprins   Upprunalega norskur, varð stökkbreytt sem prins, varð rauður prins og síðan krónprins. Breytingarnar koma vel fram í lit, krónprinsinn, er alveg rauður, kringlóttur, en oft smáir ávextir. Ef þéttleikinn er mikill kemur það fram á gæðum og stærð. Þarf að huga að fjöldanum. Sniðugt og skemmtilegt yrki. Flott aldin.

Melba   Eitt af þeim harðgerari í Noregi, í Svíþjóð, Finnlandi, Kanda og Noregi. Gæðasort. Annað foreldri er Mackintosh, eðaleplin frá Ameríku. Með þeim betri í gæðum og uppskeru magni. Byrjar líka snemma. Melba byrjar sem 3-4 ára tré að mynda aldin.

Quinte   byrjar byrjar venjulega á Ísandi 7-10 sept. að gefa fullþroska aldin, fín gæði, breytilegur litur. Stundum nánast gul, stundum alveg gul. Gengur vel í mannskapinn!

Rauður Savstaholm   Sænskt tré, frá 1834. Það sem ræktað er er vel rautt, stökkbreytt. Hefur vaxið á Íslandi yfir hálfa öld. Tré á Akureyri sem báru aldin eru Savstaholm. Árviss aldin, eru harðger, Víða ræktuð í Skandinvaíu. Originalinn er til frá 1834 skammt frá Stokkhólmi. Sort sem hefur reynst vel.
September Ruby Frá Kanada, mid-season, meðalþroski. Erfiðari með að þroskast en hin. Koma með ávöxt 15-20. október og geymast vel. Kandídat í geymslualdin, sem gæti geymst fram undir áramót. Verður að taka þau áður en þau eru ofþroskuð – þarf að vakta vel. Byrjar jafnvel 2 ára að rogast með aldin. Hefur ekki verið mikið selt en væri ástæða til að skoða vel, lofar góðu.

Eplatré þurfa að vera 4-5 ára til að bera aldin að einhverju ráði. Eiga ekki að vera mjög ung. Alvörutré og ætti að gróðursetja með 4- 5 m millibili þegar trén eru ekki skorin mikið, hafa breiðar krónur. Vaxa fyrst upp og tegja sig svo út. Hæstu epplatrén eru 7 metrar.

Söluaðilar. Þessi yrki sem eru nefnd eru stundum fáanleg í Garðheimum, Borg Hveragerði, Nátthaga, Mörk og fleiri stöðum. Varast ber að kaupa of suðrænar tegundir, t.d. er of mikið af dönskum trjám, sem eru vafasamar fyrir okkar aðstæður. Má kaupa í Noregi og flytja til Íslands. En þegar keypt er erlendis þarf að hafa vottorð með þeim. Söluaðilinn ytra getur afgreitt og útvegað vottorð.

Minnir á Crabapples, sem geta t.d. fallið vel inn í yndisskóg.

Gallinn að rækta af fræi er breytileiki. Klónuð tré – þá fær maður alltaf eins. Maður getur ekki vitað hvað kemur af fræinu. Minni líkur að það verði eitthvað alvöru – allt í lagi að prófa en ekki ráðlegt að gera mikið af frætilraunum nema þolinmæðin sé mikil.

Ávaxtatré er ágrædd og erfitt að stikla, en gengur í eintaka tilvikum.

Jarðvegur – má ekki vea blautur, má gjarnan vera sendinn. Þola ekki að standa í bleytu. Beð vera hærri en umhverfi.

Hóstilla ber áburðarjöf. Of mikið köfnuanrefni gæti gert illt. Blákorn er með lítið köfnuarefni og heppilegt. Ekki mikið hrossatað, því það þýðir ofvöxt til margra ára. Gera vel við þau – ekki síst þarf að jarðvegsbæta í sumarbústaðalandi. En ekki bruðla með áburð.

Þetta er hraðritunartexti – horfði á glærur, hlustaði og skrifaði, hugur var á fleygiferð og því víst að eitthvað hefur misfarist. Þetta eru mínar nótur sem ég ber ábyrgð á en ekki sá ágæti fyrirlesari sem fræddi um ávaxtarækt þetta kvöld. sá

leonóra | 20. jan. '19, kl: 09:47:57 | Svara | Er.is | 0

Takk kaldbakur. Hef mikinn áhuga á ræktun þó svo ég sé  ekki komin á sama stað og þú.  Er sko búin að merkja þessa umræðu.

kep | 25. jan. '19, kl: 12:37:24 | Svara | Er.is | 0

Ég er með 4 eplatré, líka plómu og kirsuber. Allt úti. Hef fengið ágæta uppskeru undanfarinn ár, nema í sumar. Fékk reyndar epli á 2 tré, en mjög lítil. Ég býst við að það var kuldi og sólarleysi sem valdi uppskerubrestin hjá mér í sumar. Eitt eplatré, veit ekki hvað það heitir þar sem ég fékk það gefins, gefa mjög mikla uppskeru og ég hef grisjað eplin til að þau taki ekki of mikla orku. Finnst eins og tréð nær að þroska þau sem vera eftir betur. Hef lent í að bæði epla - og plómutré fer að fella ávexti ef þau eru of mörg eða ef það eru öfgar í veðri, t.d. óvenju blautt, þurrkar eða kuldi.

kaldbakur | 25. jan. '19, kl: 14:33:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já gaman að þessu. Fékk étt árið nokkuð góða uppskeru af eplatrjánum   (3stk eplatré ca 15 epli).
Eplatrén eru úti og það skiftir öllu að blómgunarmánuðurinn maí júní sé góður held ég. 
Plómurnar, kirsuberin og bláberin eru í köldu gróðurhúsi.  
Ég hef oft fengið góða uppskeru af plómutrénu og tvisvar nokkuð af kirsuberjum og í hitteðfyrra kom frábær uppskera af bláberjarunnanum.  
Vinberin setti ég niður í fyrra og óx hann vel síðasta sumar. Fæ kannski vínber á næsta ári. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48040 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, tinnzy123, paulobrien, annarut123, Guddie