Er í lagi að barn sé eitt heima meðan foreldri er á næturvakt..

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 16:26:01 | 1811 | Svara | Er.is | 0

Langaði bara að athuga hvað öðrum finnst eða hvort fólk hafi reynslu af slíku. Ég er einstæð og hef aðeins verið í námi svo núna er mér að bjóðast vaktavinna í sumar þar sem ég mun vinna st. 6 næturvaktir á mánuði. Barnið mitt er að verða tíu ára og almennt sjálfstæð. Vaktin byrjar kl 12:00 og er til kl 8:00. Hún væri þá auðvitað sofandi á meðan. Vaknar aldrei á næturnar svo ég trúi ekki að það muni breytast neitt. Fæ samt smá kvíða við tilhugsunina.. Hefur einhver verið í svipaðri stöðu.. Takk :)

 

isbjarnamamma | 20. apr. '16, kl: 16:36:13 | Svara | Er.is | 2

Ég væri líka efins,ef barnið á ömmu eða afa mundi ég byðja hvort hún mætti vera næturgestur,

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 16:39:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hæ, nei það er enginn þannig tengdur okkur sem býr nálægt, við stöndum svolítið ein. Ég fann einhvern þráð hér á bland sem talar um þetta og allar mömmurnar segja að þær myndu ekki skilja börnin sín eftir sofandi.. úff þannig að þetta gengur eginlega ekki.. https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advtype=52&advid=31309390#m31309392

isbjarnamamma | 20. apr. '16, kl: 16:46:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ hvað ég vildi hafa lausn fyrir þig, þegar kemur að börnunum manns vill maður hafa allt skothellt,( þegar ég var ung þá var mikil ábyrgð lögð á mig ,svo ég er frekar lituð af því)

staðalfrávik | 20. apr. '16, kl: 23:29:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En heima hjá vini/vinkonu? Eitthvað hægt að síla við aðra foreldra?

.

ÓRÍ73 | 20. apr. '16, kl: 16:40:49 | Svara | Er.is | 2

Eg myndi ekki gera það sjalf

HvuttiLitli | 20. apr. '16, kl: 16:41:02 | Svara | Er.is | 13

Hef ekki reynslu nei, en verð samt að segja að mér finnst það galið! Það getur ýmislegt gerst þó barnið vakni ekki, hvað ef það veikist til dæmis?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Máni | 20. apr. '16, kl: 16:47:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála

Þjóðarblómið | 20. apr. '16, kl: 16:47:50 | Svara | Er.is | 4

Er einhver nágranni sem þú þekkir og treystir fyrir því að líta eftir henni og vera á standby ef eitthvað kemur upp á? Einhver vinkona í nágrenninu eða eitthvað?

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 16:53:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eiginlega ekki.. sko ég get valið milli þess að vinna 2dag2kvöl2nætur eða 2dag 1sextán tíma vakt frá 8 um morgun til 12 á miðn og svo 2 kvöld.. Mér finnst hitt eginlega betri kostur.. er að gá hvort ég geti fengið barnapíu..

ullarmold | 20. apr. '16, kl: 17:00:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mæli með að leita að gisti píu, hlýtur einhverjum að langa fá pening fyrir það að sofa

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 17:03:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

myndi maður borga henni minna á næturnar heldur en á daginn.. fyrst hún þyrfti bara að sofa :)

ullarmold | 20. apr. '16, kl: 17:04:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já nkl ! og samt besta vinna í heimi :)

presto | 21. apr. '16, kl: 09:28:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minna.

ert | 20. apr. '16, kl: 17:09:57 | Svara | Er.is | 0

Hvað segir barnið? Getur barnið hringt í þig á þessum tíma ef eitthvað kæmi upp á?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 17:20:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já auðvitað og vinnan er 2 kílómetra frá heimilinu. Amma hans er ekki í miklu sambandi við okkur en hann gæti líka auðvitað hringt í hana og hún kæmi um hæl.. en ég held að besta lausnin sé að finna barnapíu sem treystir sér til að gista :)

ert | 20. apr. '16, kl: 17:24:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er góð lausn en gæti hún gist hjá ömmu sinni eða öðrum þessi fáeinu kvöld?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 20. apr. '16, kl: 21:46:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég held að barn sem vaknar um miðja nótt þurfi að yfirstíga mikið af kurteisi að trufla ekki sofandi fólk til að hringja í ömmur eða nágranna.

Myken | 21. apr. '16, kl: 13:13:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama svar og fyrir ofan og en freker ef þetta er svona stutt frá..2 km er ekki neitt

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Brindisi | 21. apr. '16, kl: 18:27:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vó þetta var nákvæmlega það sem ég var að fara skrifa......gerist ekki oft hjá okkur :)

Mae West | 20. apr. '16, kl: 17:26:33 | Svara | Er.is | 6

Ég myndi ekki taka þessum vöktum ef ég væri með 10 ára barn án stuðningsnets og ég er samt frekar kærulaus. 

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 17:41:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hef ekki verið að vinna í mörg ár og er bara orðin svo þreytt á að vera alltaf heima. Ég hugsaði dæmið ekki til enda. dagvinna henntar best :)

ert | 20. apr. '16, kl: 17:45:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Bíddu af hverju getur 10 ára barn ekki gist hjá vinum eða ættingjum eða haft barnapíu 6 skipti í mánuði? Jafnvel þótt stuðningsnet sé langt í burtu þá ef þetta um sumar og skóli er ekki vandamálið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

presto | 21. apr. '16, kl: 09:31:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er hellingur af einstæðum foreldrum í vaktavinnu, en hið opinbera skaffar þeim ekki pössun, þeir þurfa að gera það sjálfir. Talaðu við skólann og tékkaðu á elstu krökkunum og foreldrum þeirra. Þú hlýtur að tengjast einhverjum foreldrabatteríum þar. Eða íþróttafélagið oþh.

presto | 21. apr. '16, kl: 09:32:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Finnst þetta of miklir fordómar gegn vaktavinnu hjá þér:(

Mae West | 21. apr. '16, kl: 10:42:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fordómar gegn vaktavinnu? 
Ég vinn sjálf vaktavinnu, og er meðal annars á næturvöktum. 

mækúldjakkson | 21. apr. '16, kl: 10:51:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei nei. Skil vel þessi viðbrögð, en mér finnst já sum svör harkalegri en önnur og fela í sér dóm gagnvart mér sem móður

Myken | 21. apr. '16, kl: 13:15:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er að vinna vaktar vinnu...var að vinna annarstaðar og þar þurfti ég líka að taka næturvaktir..börnin voru ein heima þau voru þá 6-9 og 12 ára ef eitthvað komu upp á var nágranin innan handar og þau með síman hjá mér..Og ég þurfti að vera lengur í burtu en þú og lengra en 2 km líka..

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Petrís | 21. apr. '16, kl: 16:32:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hefði tilkynnt þig

Myken | 22. apr. '16, kl: 06:38:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

gott hjá þér...


En bara svo það sé á hreinu þá var þetta ekki margir dagar í mánuði sem betur fer..ef það hefði verið oft hefði ég ekki gert þetta

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

alboa | 20. apr. '16, kl: 17:54:34 | Svara | Er.is | 5

Ég á 10 ára barn sem vaknar aldrei og þetta kæmi engan veginn til greina. Ef ég fengi ekki pössun tæki ég ekki þessar vaktir.


kv. alboa

Petrís | 20. apr. '16, kl: 17:55:40 | Svara | Er.is | 1

Nei það er alls ekki í lagi

Bragðlaukur | 20. apr. '16, kl: 18:06:59 | Svara | Er.is | 2

Ég á eina að verða 10 ára. Ég myndi ekki láta hana sofa eina heima á næturnar. Ekki einu sinni 12 ára stelpuna mína. 
Mér hefði fundist hræðilegt að vakna kanski um miðja nótt á þessum aldri, og vera ein. 


mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 18:09:36 | Svara | Er.is | 0

Ok takk fyrir öll svörin kæra fólk. Þetta hjálpaði mér að taka ákvörðun um að fara ekki að vinna vaktavinnu :)

ert | 20. apr. '16, kl: 18:24:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju geturðu ekki reddað pössun eða gistingu? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

presto | 21. apr. '16, kl: 09:34:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvað gerðir þú til að redda pössun? Þetta er alls ekki rök fyrir því að þú getir ekki unnið vaktavinnu. Þú hefur mjög gott af því að komast í vinnu og barnið líka, ekki gefast upp alveg strax!

fálkaorðan | 20. apr. '16, kl: 18:11:02 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst þetta svolítið ungt en það fer algerlega eftir barninu.


Líka því hvort að ég sé í aðstöðu til að grípa eitthvað inní ef eitthvað kemur upp á þegar ég er að vinna.


Sorrí á ekki já eða nei handa þér.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 20. apr. '16, kl: 18:12:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Plús að mín eru ekki orðin þetta gömul svo að ég er að miðað við börnin í kringum mig.


Og er bara á þessum nokkru sekúndum komin í neikvæðari gír en í fyrra svari.


Geturðu keypt barnapí sem gistir þessar nætur?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 18:33:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það er planið ef ég fæ ekki dagvinnu þá fæ ég mér barnapíu, búin að tala við eina :)

ert | 20. apr. '16, kl: 18:35:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Áttu enga ættingja sem hafa áhuga á barninu og vilja hafa nokkra daga í sumar og þá yfir vakt sem þú ert að vinna? Af hverju neita ættingjar og vinir þèr um það?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 18:41:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Já nkl. sko pabbi hans er í dópi, amma hans þeim megin er með geðsjúkdóm og hefur engann áhuga á barninu, mamma mín og pabbi beittu mig ofbeldi í æsku svo ég hef ekki mikið með þau að gera. Ég á enga vini því ég hef verið að kljást við félagsfælni í mörg ár og er frekar einangruð.. langar þessvegna að fara að vinna :)

fálkaorðan | 20. apr. '16, kl: 18:43:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært hjá þér. Findu þér barnapíu, getur td auglýst á FB grúppu þíns hverfis (bæjarfélags).

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 20. apr. '16, kl: 18:43:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Á dóttir þín engar vinkonur sem hún gæti gist hjá? Átt þú engar vinkonur sem gætu tekið hana yfir nótt? Slíkt myndi einfaldlega spara þér peninga.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 18:45:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hæ jú jú alveg fullt af vinum en við erum þannig nýflutt í þetta hverfi að ég treysti ekki á þannig greiða ennþá. Ég er svotil tengslalaus.. útaf leiðindar félagsfælni sem ég hef glýmt við í mörg ár. en barnapía kemur til greina já :)

ert | 20. apr. '16, kl: 18:58:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Af hverju ekki að prófa að spyrja foreldrana. Sonur minn vildi frekar að vinir gistu hjá honum en hann hjá vinum. Það er enginn að tala um 6 skipti í mánuði en 1 skipti hjá þeim og svo á móti 1 skipt hjá þér. Það munar um slíkt. Ekki afskrifa þessa leið út af þinni félagsfælni. E

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 20. apr. '16, kl: 21:51:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

eins og ert segir, ég myndi alveg bjóða vini barnsins míns að gista reglulega ef ég vissi að mamman væri í vandræðum. Ég lít á vini barnanna minna sem fjölskylduvini og vandamál eru til þess að leysa þau.

presto | 21. apr. '16, kl: 09:36:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Frábært hjá þér, það er mjög mikilvægt fyrir þig að skella þér í vinnu! Ekki láta fólk sem ekki hefur reynslu/skilning á vaktavinnu draga úr þér kjark!

Salvelinus | 20. apr. '16, kl: 18:37:06 | Svara | Er.is | 3

Mundi aldrei skilja barnið eftir eitt, allt of margt sem gæti komið upp á sem barnið ræður ekki við - kvikna í, innbrot, ælupest! Bara ef einhver hringir óvart vitlausri dyrabjöllu hefði fríkað mig út á þessum aldri. 


En ekkert mál ef þú færð pössun.

Ynda | 20. apr. '16, kl: 18:43:22 | Svara | Er.is | 0

Ég á 13 ára mjög sjálfstæðan og duglegan son en hann er ekki einn heima á næturnar á meðan ég vinn.

Ég treysti því ekki að hann vakni ef eitthvað kemur upp á,til dæmis ef að það kviknaði í,hann myndi ekki rumska,sefur fast,mjöööög fast

Blandpía | 20. apr. '16, kl: 19:28:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hveanr er það í lagi finnst flestum hérna?

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 19:33:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér heyrist á fólki að það sé um 16 ára. þó ekki viss

Petrís | 20. apr. '16, kl: 20:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg myndi ekki skilja barn yngra en 14 ára eftir eitt á nóttinni heila vakt

passoa | 20. apr. '16, kl: 19:47:01 | Svara | Er.is | 1

Úff, ég gæti eiginlega ekki hugsað til þess að barnið mitt væri eitt heima heila nótt :/ En hvernig reddarðu t.d. kvöldvöktum? Annars held ég að þessi hugmynd um að kanna hvort að þú getir ekki fengið barnapíu ódýrt til að sofa hjá ykkur þessar nætur væri alveg stórgóð :) Ekki slæmt að fá smá pening bara fyrir að sofa

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 20:03:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég ætla ekki að fara í þessa vinnu nema vera með pössun. Ég er búin að breyta umsókninni í aðeins dagvaktir svo það er búið að redda málinu

passoa | 21. apr. '16, kl: 07:10:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott! :) Vona að þetta gangi allt vel :)

BlerWitch | 20. apr. '16, kl: 20:11:37 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi ekki vera róleg með þetta, einfaldlega af öryggisástæðum.

ingbó
Froðusnakkur | 20. apr. '16, kl: 20:31:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Af hverju má hún ekki spyrja að þessu?

Petrís
Froðusnakkur | 20. apr. '16, kl: 21:38:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 20

Ég er innilega ósammála.
Það má velta ýmsu fyrir sér án þess að vera slæmt foreldri.

Hvaða ákvörðun sem þú tekur á endanum, segir hvernig foreldri þú ert.

T.M.O | 20. apr. '16, kl: 21:55:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 33

kona sem á ekki marga til að ræða um svona mál við kemur með spurningu sem hún er að velta fyrir sér. Kannski veit hún svarið fyrirfram, en af því að það eru ekki margir möguleikar í stöðunni þá þarf hún að segja spurninguna upphátt og fá svar. Það er aldrei ábyrgðarleysi að spyrja, það er ábyrgðarleysi að gera eitthvað sem maður er efins um og ekki spyrja neinn.

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 20:59:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hæ Ingbó. ég er búin að fá mjög góð svör hérna. Ef ég gæti tekið út þráðinn þá myndi ég gera það því ég er búin að gera upp hug minn og ég er ekki að fara að vinna vaktavinnu þótt ég myndi treysta barninu til þess að vera eitt yfir nótt, þá er það ekki rétt og ég átta mig fyllilega á því eftir öll góðu svörin hér. takk fyrir innleggið í umræðuna :)

T.M.O | 20. apr. '16, kl: 22:02:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

þú þarft ekki að skammast þín fyrir neitt, ég myndi gefa því séns að skoða vini barnsins og fjölskyldur þeirra, kannski er barnið bara algjörlega velkomið í gistingu annað slagið og þú kemst út að vinna. Þú getur líka prófað og hætt ef það gengur ekki upp.

presto | 21. apr. '16, kl: 09:43:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú ert ekki að gera neitt gagn hérna, það er ótrúlega stutt síðan 10-12 ára börn voru látin "passa" 1-2ja ára börn klukkutímum saman og líka sett í vinnu ss. Fiskvinnslu ofl. Við erum ekki nein fyrirmyndarþjóð í barnavernd og vorum dugleg að hneykslast á "aumingjavæðingunni" í útlöndum og fannst lykilatriði að ala á sjálfstæði barnanna. Þitt viðhorf elur á fáfræði og fordómum. Það er milljón sinnum æskilegra að spyrja, leita ráða og afla sér upplýsinga. Þú ættir að skammast þín og biðjast afsökunar á forpokun.

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 21:28:53 | Svara | Er.is | 0

http://forum.kvinneguiden.no/topic/543497-n%C3%A5r-kan-barn-v%C3%A6re-alene-om-natten/?page=2
Hér er linkur á svipaða umræðu á norskum vef..

T.M.O | 20. apr. '16, kl: 21:44:14 | Svara | Er.is | 1

of ungt fyrir minn smekk. Maður reiknar auðvitað með því að ekkert gerist en 10 ára barn er alveg bjargarlaust um miðja nótt. Ég hef skilið eftir systkin og það eldra var 13 ára og auðvitað vitandi að þau gætu hringt í mig hvenær sem er, hefði skilið hvorugt eftir eitt.

smbmtm | 20. apr. '16, kl: 22:46:30 | Svara | Er.is | 2

Langaði bara að segja gangi þér vel,,,, það er ekkert að því að varpa þessari spurningu fram knús á þig....)

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 22:58:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Æ takk kærlega. Fæ smá kökk í hálsinn þegar fólk segir mig óábyrga, því það er ég alls alls ekki. Myndi aldrei íhuga þetta nema vegna þess að barnið hefur alist upp við það að taka ábyrgð. Staða mín er einfaldlega þannig, það fá ekki allir að alast upp með tvo foreldra, fullt af ættingjum og vinum. Við erum þannig fólk. Eeeeen barnið er of ungt ef illa færi þá liti það mjög illa út fyrir mig sem móður og ég myndi aldrei geta fyrirgefið mér það. ég mun bíða nokkur ár með vaktavinnu a.m.s.k og svo er auðvitað aldrei að vita nema ég verði ekki einhleyp að eilífu :)

MUX | 20. apr. '16, kl: 23:31:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Flott hjá þér að spyrja, það sýnir að þú ert ábyrg, ef þú værir óábyrg þá hefðir þú gert þetta án þess að spyrja ;)  En annars held ég að það sé barnaverndarmál að skilja svona ungt barn eftir eitt yfir nótt, svo ég myndi ekki einu sinni íhuga þetta.  Flott að þú ert búin að redda þessu :D

because I'm worth it

mækúldjakkson | 20. apr. '16, kl: 23:39:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hæ takk fyrir þetta MUX :) samhvæmt umboðsmanni eru engin lög eða reglur sem segja til um það frá hvaða aldri börn mega vera ein heima og hversu lengi http://www.barn.is/spurt-er-/ein-heima/

En það er sammt rétt hjá fólki hér að tíu ára sé of ungt ég fann það líka sjálf í maganum þegar ég hugsaði málið aðeins betur, þessvegna spurði ég. En við Íslendingar búum við meira öryggi en t.d í bandaríkjunum þar sem fólk talar um að börn geti ekki verið ein heima í hálftíma fyrren þau eru 11 eða 12. Svona er þetta aðstæðubundið og Íslensk lög setja valdið í hendur okkar foreldranna að ákvarða hvað sé við hæfi. Gott að geta fengið speiglun frá öðrum þótt maður fái stundum skít í andlitið á netinu..

klínk | 21. apr. '16, kl: 00:34:08 | Svara | Er.is | 0

Alls ekki og bannað að skilja 10 ára barn eftir eftirlitslaust því miður ,en gangi þér vel

mækúldjakkson | 21. apr. '16, kl: 00:39:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að leysa málið takk fyrir hjálpina :)

Grjona | 21. apr. '16, kl: 09:08:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bannað? Hvar er það bann?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

presto | 21. apr. '16, kl: 09:48:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ha? Hvar er það bannað? Viltu gjöra svo vel að vísa í þær reglur!
Ég leyfi mínu varni að vera einu heima, eða með vini. Veit um fólk sem setur ekki 7-8 ára börn í gæslu eftir skóla þó að foreldrarnir vinni fullan vinnudag. Og BVN hefur ekki stoppað þetta.

mækúldjakkson | 21. apr. '16, kl: 11:12:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hæ það er ekker sem lögin segja um hver sé viðmiðunaraldur en það kemur fram á vef umboðsmanns barna sem ég vísa í aðofan. Hverju foreldri er falin sú ábyrgð að lesa í hæfni barnsinns og þroska og meta út frá því hvað sé við hæfi

presto | 21. apr. '16, kl: 09:25:43 | Svara | Er.is | 2

Nei, á börn á þessum aldri og vinn oft um nætur. Hef farið frá sofandi börnum en skildi þá eftir opið í íbúðina og nágranni á efri hæðinni hafði opið til sín og var svo með þeim og sendi í skólann. Reykskynjarar í öllum rýmum og börnin klár á flóttaplani. Mæli með að fá ungling til að gista eða vinafjölskyldu til að bjóða barninu gistingu- þú gætir þá í staðinn boðið stuðning við vininn á daginn meðan hitt foreldrið væri í vinnu. Vaktavinnuforeldrar eru oft lausir þegar hinir eru í vinnu og geta gert öðrum greiða líka. 6 næturvaktir í mánuði er ekki stórkostlegt. Örugglega hægt að finnaungling sem er ánægður með að fá 2ja-4ra tíma laun fyrit nætursvefninn (í samráði við foreldra viðkomandi).

presto | 21. apr. '16, kl: 09:26:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þú ert í fjölbýli er nærtækast að tala við nágrannana.

orkustöng | 23. apr. '16, kl: 11:27:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

opið í íbúiðina myndi ég ekki gera, í blokk fjölbýli , ólæst. vondir kallar unglingar komast inn í stigagang með nokkrum aðferðum og gá hvort íbúðir séu opnar , sumir setja td gosdós á handfangið innan til að heyra vakna ef tekið í handfang. ....held mér hefði verið sama að vera einn tíu ára.....of mikið um í kveikjur í póstkössum og íbúar ekki látnir samið um að taka fréttablöð og brennanleg efni nálægt , en myndi barnapía ráða við reyk inn um glugga eða inn um hurð. vera með reykskynjara. .

orkustöng | 23. apr. '16, kl: 11:29:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

barnapía gæti verið meiri áhætta en að hafa enga, sumar eru klikk.

presto | 24. apr. '16, kl: 00:23:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að tala um allt annað en ég, alveg sammála því sem þú talar um en það hefur lítið með mitt innlegg að gera.

Dalía 1979 | 21. apr. '16, kl: 09:57:29 | Svara | Er.is | 1

Eg myndi aldrei skilja 10 ára eitt yfir blánóttina hvað ef það kveiknar í  

nibba | 21. apr. '16, kl: 10:00:46 | Svara | Er.is | 0

Ég á einn sem verður 10 ára í sumar og ég myndi aldrei láta hann vera einan yfir nótt, jafnvel þó hann steinsofi allar nætur.
Minn kemur samt sjálfur heim klst á undan mér og er einn heima meðan ég fer út með hundinn.

guess | 21. apr. '16, kl: 10:02:17 | Svara | Er.is | 3

Ég myndi ekki skilja barnið eftir eitt en ég myndi hins vegar ekki afskrifa vinnuna heldur strax. Ég er sjálf í vaktavinnu og með börn og gæti alveg hugsað mér að leyfa aukabarni að gista hjá okkur nokkrar nætur í mánuði fyrir eh. slikk ef ég er ekki á vakt. Ég myndi athuga hvort þú finnur ekki einhverja fjölskyldu sem er þannig þenkjandi nálægt þér. Gangi þér vel.

mækúldjakkson | 21. apr. '16, kl: 11:02:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk nærlega fyrir góð og lausnarmiðuð svör :) mun kanna málið :)

mækúldjakkson | 21. apr. '16, kl: 11:20:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe.. Kærlega ekki nærlega :)

Brendan | 21. apr. '16, kl: 11:23:33 | Svara | Er.is | 5

Hæ.. Ég las þráðinn og já þú ert komin með fullt af lausnum, ráðum og hugmyndum þannig að ég ætla ekki að bæta við það. 
Ég vildi bara segja að þú ert frábært foreldri sem hugsar um hag barnsins og þíns. Þú ert að koma þér í vinnu til að byggja þig upp og koma þér út í lífið og takast á við félagsfælnina. Að gera þetta allt saman án þess að hafa nokkuð bakland ein með barn sem er 10 ára og að reyna að koma þér í nám á sama tíma er eitthvað sem eingöngu sterkir og frábærir einstaklingar geta. Mér finnst þú vera mjög dugleg, ábyrg og flott foreldri. 


Gangi þér alveg rosalega vel með allt saman í framtíðinni. :)

mækúldjakkson | 21. apr. '16, kl: 12:18:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir hlý orð :) met það mikils

Svala Sjana | 21. apr. '16, kl: 11:33:28 | Svara | Er.is | 1

Hvað segir barnið sjálf?
Yrði hún hrædd, væri henni sama?

ÉG held að þetta hljóti að ráðast af því hvernig því liði með þetta. 
Engin draumastaða auðvitað að skilja hana eftir eina heima, en kannski allt í lagi

Kv Svala

Myken | 21. apr. '16, kl: 13:12:47 | Svara | Er.is | 1

ef það er frá 12 á miðnæti til 8 um morgunni og það er ekki skóli hjá barninu. Þá myndi ég gera það já. Barnið myndi vita að ég er að fara í vinnuna og geta náð í mig í síma ef eitthvað kemur upp á.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Lukka35 | 21. apr. '16, kl: 17:54:32 | Svara | Er.is | 0

Alls ekki í lagi! Það er svo margt sem gæti komið uppá, fyrsta sem ég hugsa um er td bruni og barnið eitt heima steinsofandi. Svo gætu komið upp veikindi og bara svo óteljandi margt. Minn strákur var ekki einn heima á næturna fyrr en hann var rúmlega 16 ára

Brindisi | 21. apr. '16, kl: 18:40:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ok samt ef að hún væri líka heima steinsofandi í bruna er ekkert víst að hún gæti gert eitthvað, ef að koma upp veikindi ætti barnið jafnmikið að geta kallað og hringt og allir þessir óteljandi hlutir sem þú nefnir eru svo sjaldgæfir og ólíklegt að hún gæti gert eitthvað þó hún væri heima en jú jú þetta er ungt en fer eftir barninu

Petrís | 21. apr. '16, kl: 20:29:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það ætti ekki að fara eftir barninu, svona ungt barn er allt of ungt til að bera þessa ábyrgð. 

Lukka35 | 22. apr. '16, kl: 09:40:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Samt, myndi maður fyrirgefa sér það er barnið brynni inn, aleitt heima, þú gætir aldrei vitað hvernig því leið eða hvað nákvæmlega gerðist ef þú varst ekki til staðar. Það er aðalmálið finnst mér, að vera til staðar fyrir svona ung barn.

nefnilega | 22. apr. '16, kl: 09:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það getur líka kviknað í á meðan foreldri skreppur út með ruslið.

Petrís | 22. apr. '16, kl: 10:02:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú getur notað sömu rökfræði á allt. Við þurfum ekki að fylgja litlum börnum í umferðinni því það getur verið keyrt á þau hvort sem við erum með þau eða ekki. Við þurfum ekki barnabílstóla því þau geta slasat í bílslysi þó þau séu í þeim. Þetta er spurning um líkur og ábyrgð, Hver ber ábyrgð á velferð barnsins, það sjálft eða foreldrið. Hver á að líta til eftir því í varnarlausum aðstæðum eins og í svefni, við eða það sjálft.

ert | 22. apr. '16, kl: 10:12:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Mér finnst mjög gott ef foreldrar skiptast á að vaka yfir börnum sínum þannig að alltaf sé annað foreldrið vakandi. En hins vegar þurfa einstæðir foreldrar að sofa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Froðusnakkur | 22. apr. '16, kl: 10:21:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bwahahahaha!
Snilld

Petrís | 22. apr. '16, kl: 10:25:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það þarf ekki að vaka yfir heilbrigðum börnum en að vera til taks til að takast á við vandkvæði sem geta komið upp á næturna er auðvitað skylda. Það eru allskonar hlutir sem geta komið upp þó það sé ekki endilega innbrot eða eldsvoði. Drukkið fólk bankar upp á, barn vaknar með martröð, ælir svo eitthvað sé nefnt. Það er algjörlega fáránlegt að reyna að halda því fram að 9-10 ára barn sé í stakk búið að takast á við óvænt atvik sem gerast á heimilum, stór og lítil. Til þess þurfa þau foreldra eða ábyrgan aðila. Svona lagað er hrein vanræksla burtséð frá því hvort foreldrið er einstætt eða ekki.

ert | 22. apr. '16, kl: 10:32:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Fólk hér er mikið að tala um bruna. Það þarf að vera vakandi 24/7 ef við ætlum að grípa inn í slíkt.

Það vissulega rétt að það er mikið óvænt atvik á næturnar á heimilum þegar fólk er sofandi og það er gjörsamleg staðreynd að það koma upp að meðaltali 2 óvænt viku á viku hjá venjulegu fólki þar sem það þarf að gípa inn í óvæntar aðstæður svo sem inngrotsþjófa, fólk að banka upp á, eld, húsgögn að hrynja og svo framvegis.

Hins vegar kemur aldrei fyrir að fólk þurfi að bregðast við barni sem vaknar á nóttunni af hinum ýmsum ástæðum.

Heimurinn er að farast. Geimverurnar eru að taka okkur!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís
ert | 22. apr. '16, kl: 10:44:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já ef það er viðhorf mitt til foreldrahlutverksins að hlutverk mitt sé frekar að bregðast við þörfum barnsins frekar en að vakta ólíklegar hættur þá er barnið mitt í stórhættu á því að verða fíkill. Það er sannað mál að foreldrar sem bregðast við þörfum barna sinna gera þau að fíklum.

geimverurnar segja það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 22. apr. '16, kl: 13:58:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha hvaða mynd varst þu að horfa á í gærkveldi ert, greinilega geimverumynd. Þú telur að börn sem sagt þarfnist þess að vera ein heima á nóttunni og þetta sé eingöngu fyrri börnin gert, jæja já. Hefur maður nú heyrt margar afsakanir um ævina en þessi toppar

ert | 22. apr. '16, kl: 14:00:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já ég tel mjög mikilvægt að börn séu ein heima til að eiga við alla eldana og inbrotsþjófana og alla utanaðkomandi hættuna sme við sem foreldrar vöknum upp við amk tvisvar í 2 viku

Hins vegar tel ég alveg óþarfa að foreldrar séu heima að sinna þörfum barna sinna enda er aðalatriðið í uppeldi barna að sja´til þess að þau brenni ekki inni. Ef maður sér til þess að þau brenni ekki inni þá verða þau ekki dópista. bara börn sem brenna inni verða dópistar.

Lifi geimverurnar

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Froðusnakkur | 22. apr. '16, kl: 11:00:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og ég verð mjög hissa ef þín börn þrói ekki með sér kvíða...

Petrís | 22. apr. '16, kl: 14:00:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börnin mín hafa ekki gert það nei. Standa sig bara furðu vel miðað við að eiga ábyrgt foreldri sem hefur ekki skilið þau efitir á nóttunni í barnæsku og litið svo á að uppeldi væri á ábyrgð foreldra en ekki barnanna sjálfra. Þetta kannski skýrir afhverju börn almennt eru með svona miklar greiningar, það hefur verið hugsað of vel um þau huh. Spurning um að yfirvöld fari að taka fyrir að ábyrg foreldri séu þannig

ert | 22. apr. '16, kl: 14:38:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já gott að vita að uppeldi flest í því að foreldrar takist á ólíklegar hættur. Það er alveg rétt ef maður gerir ekki ráðstafanir fyrir því að vera heima hjá 10 ára barni ef það skyldi kvikna í eða flugvél falla ofan á húsið þá veldur það því að barni hafi fæðst með afbrigðilegan taugaþroska.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grjona | 22. apr. '16, kl: 13:28:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geta þeir ekki bara hætt því? HA?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

presto | 22. apr. '16, kl: 10:10:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vakandi barn er augljóslega viðbragðsfljótara en barn í fastasvefni, það í líka alla jafna mjög fljótlegt að fara út með ruslið og yfirleitt tekur það lengri tíma fyrir eld og reyk að yfirtaka húsnæði.

ert | 22. apr. '16, kl: 10:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú vaknar upp við mikinn reyk, getur ekki náð í barnið þitt, kemst út. Barnið deyr. Þú gast aldrei vitað hvernig því leið eða hvað nákvæmlega gerðist.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Froðusnakkur | 22. apr. '16, kl: 10:24:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hahahaha fokking snilld!

á næstu fimm árum hækkar svo þessi viðmiðunartala um eitt ár og svo koll af kolli.

neutralist | 22. apr. '16, kl: 11:38:03 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst ekki í lagi að skilja barn 12 ára eða yngra eitt heima um nótt.
Hins vegar væri möguleiki að fá barnapíu til að gista.

miss Alvia | 22. apr. '16, kl: 14:33:52 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi aldrei taka þessa áhættu. segjum sem svo að þú búir í fjölbýli, það gæti kviknað í í einhverriu annari íbúð og barnið vaknað við þann hamagang. það er ekki sanngjarnt að setja það á hana 10ára gamla að bregðast rétt við því.


Líkurnar eru litlar en áhættan ekki þess virði.

Ég myndi skoða með mögulegar vinkonur, frænkur eitthvað. 

kv. Alvia

---

VanillaA | 22. apr. '16, kl: 14:47:37 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi aldrei þora þessu. Hvað ef kviknar í, verður stór jarðskjálfti, brotist inn. Það getur allt gerst og hann er alltof ungur til að vera einn ef eitthvað slæmt gerist.

ert | 22. apr. '16, kl: 14:56:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Má ég spyrja á síðasta ári:

hversu oft kviknaði í heima hjá þér?

Hversu oft færði jarðskjálfti til hluti hjá þér?

Hversu oft var brotist inn hjá þér?

og ein önnur spurning

Hversu oft vaknaði barn þitt á nóttunni og þurfti aðstoð þína?


Af þeirri tölfræði getum við skoðað hvað af þessum vandamálum eru raunhæf.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

miss Alvia | 22. apr. '16, kl: 15:04:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en með svona ung börn er það samt þess virði að taka áhætttuna?

mamma mín var búin að búa í rúm 25ár og það hafði aldrei verið brotist inn til hennar. En svo er það gert, snemma dags og bróðir minn rúmlega 18ara gamall var einn heima og vaknar við þrusk. fer fram og athugar hvað sé og mætir manni með fartölvuna hennar mömmu í annari hendinni og barefli í hinni hendinni.

Sem betur fer rauk þjófurinn út við það en bróðir minn svaf mestlítið og voða ílla í margar vikur. Tilhugsuninn að hann hefði mögulega verið 10ára í þessum aðstæðum er hrikaleg.

kv. Alvia

---

ert | 22. apr. '16, kl: 15:08:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég skil ekki - þannig að ef að ég gæti tryggt að það væri enginn utanaðkomandi hætta þá væri í lagi að fara frá barninu - jafnvel þó það vaknaði 5 sinnum í viku og þyrfti þá á að foreldri sínu að halda?

Þessi málflutningur ykkar snýst gersamlega um ólíklegar utanaðkomandi hættur og að þess vegna megi maður ekki fara frá barni. Ef þær væru ekki fyrir hendi þá er eins og það væri í góðu lagi þótt barn vaknaði upp af martröð skelfingulostið og enginn heima eða það vaknaði upp ælandi og enginn heima. Aðalatriðið er að barnið lendi ekki í bruna og hitti ekki innbrotsþjóf.

hmmm.....

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 22. apr. '16, kl: 15:13:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Maður skilur fréttir í Fréttatíamnum um aukningu kvíða barna mikið betur núna. Ef foreldrar eru alltaf horfa á nokkuð ólíklegar stórhættur í staðinn fyrir að horfa á það sem eðlilegt (eins og að börn fái martraðir eða veikist um nótt) þá er kannski ekki skrítið að börnin verði kvíðin.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

miss Alvia | 22. apr. '16, kl: 15:13:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er bara hluti af aðstæðum.


Það geta komið upp margar aðstæður innan veggja sem 10ára gamalt barn á ekki að þurfa að takast á við eitt. og mér þykir munur á því að barnið sé heima í tvo klukkutíma eitt á daginn 10ára eða yfir nótt þarsem það vaknar léttilega utanvið sig. hvort sem það er að vakna við það að fá gubbupest, eða eitthvað annað sem það þyrfti aðstoð foreldris með.


Ég er semsagt á því að börn egi ekki að vera ein heima nema í örfáa klukkutíma fyrr en þau eru 14ára gömul í fyrsta lagi.

kv. Alvia

---

ert | 22. apr. '16, kl: 15:17:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

En þú ert að horfa á hverfandi líkur (innbrotsþjóf) og segir að það sé ástðan fyrir því að börn eigi ekki að vera ein. En horfir ekki á yfirgnæfandi líkurnar og notar þær ekki. Málflutningurinn er stórfurðulegur. Ástæða þess að börn eigi ekki vera ein er ótti við atburð sem er gífurlega sjaldgæfur og það er einblínt á slíka atburði. Eins og ég segi það er ekki nema von að kvíði barna sé að aukast ef foreldrar eru með einhvern hamfarahugsunarhátt í stað þess að vera raunsæ og vera bara í gubbupestum og martröðum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

miss Alvia | 22. apr. '16, kl: 15:21:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það eru litlar líkur á atvikinu sem ég nefndi það er rétt. ein eins og ég sagði er ég á því að 10ára börn egi yfir höfuð ekki að vera ein heima.

og þetta með kvíða barna, ég myndi aldrei segja við börnin mín, "nei þú færð ekki að vera ein/n heima því einhver gæti mögulega kanski brotist inn" það er eitthvað sem ég held fyrir mig.

kv. Alvia

---

ert | 22. apr. '16, kl: 15:25:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Viðhorf foreldra færast yfir á börnin. Ef fólk venur sig á tala alltaf um mestu ógnina og þá ólíklegustu í stað þess að ræða það sem er hvunndags (eins og gubbupest og martraðir) þá læra börnin að horfa alltaf á mestu ógnina og gera ráðstafnanir til að koma í veg fyrir að þessi hræðilega ólíklega ógn gerist. Þannig skapast kvíði.

Og reyndar skapast líka kvíði þegar börn vakna ein eftir martröð eða búin að æla allt út og það er enginn til stuðnings.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 22. apr. '16, kl: 15:56:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nútímafólk eru öryggisfíklar og það á aldrei neitt að koma fyrir neinn nokkurn tíman :) Vesturlandabúar hafa aldrei búið við meira öryggi en heldur aldrei verið hræddari. Sorglegt. 

Brindisi | 29. apr. '16, kl: 09:51:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já en gætir þú fyrirgefið þér ef að barnið myndi vakna ælandi og innbrotsþjófurinn þyrfti að þrífa það á meðan íbúðin væri að brenna í jarðskjálfta og svo kæmi flugvél og klessti á íbúðina......ég held sko ekki

ert | 29. apr. '16, kl: 10:04:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Nei en ég myndi sko alveg fyrirgefa mér ef ég væri heima og barnið myndi deyja á meðan ég væri sofandi. Ég myndi aldrei ásaka mig fyrir vakna ekki.
Döh!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

VanillaA | 22. apr. '16, kl: 19:40:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég sé að þú ert í stuði í þessari umræðu og þá skiptir engu hverju ég svara.

ert | 22. apr. '16, kl: 20:15:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ertu að gefa skyn að svarið sé ekki nokkuð öruggt? Ef það er oftar að kvikna í hjá þér en barn að vakna þá er eitthvað mikið að.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

VanillaA | 22. apr. '16, kl: 21:25:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú ert yndi:)

isbjarnamamma | 22. apr. '16, kl: 15:15:39 | Svara | Er.is | 1

Ég hef þá reynslu að það hefur 3 sinnum kviknað í heimilinu mínu þegar ég var barn, það hefur 5 sinnum verið brotist inn svo það getur ýmislegt komið fyrir mig fyrir utan öll veikindin sem hafa dunuð á mér, þar sem synir mínir eru allir stærðfræðingar ætti ég kannski að láta þá reikna út hverjar eru líkurnar á þessu , enn þettað gerðist allt fyrir mig

musamamma | 29. apr. '16, kl: 22:03:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er frekar einfalt að koma í veg fyrir að kvikni í, rafmagn er algengasta orsökin.


musamamma

isbjarnamamma | 30. apr. '16, kl: 13:09:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er sem betur fer ýmislegt hægt að gera ,í mínu tilfelli þegar ég var barn að aldri, kviknaði einu sinni í útfrá olíukyndingu einu sinni annað sinn útfrá sígarettu glóð þá varð altjón, og einu sinni útfrá biluðu raftæki þá brann allt sem brunnið gat, þá var yngsti bróðir minn næstum dáinn, afleiðingar af þessu eru að ég er sjúklega eldhrædd, svo ég geri alllt sem í mínu valdi er að koma í veg fyrir eld á mínu heimili

Tritill | 22. apr. '16, kl: 15:51:19 | Svara | Er.is | 2

Ég myndi ekki gera það. Frekar að hafa einhver heima hjá barninu. Það gæti allt gerst á meðan þú ert í vinnunni. Mér finnst of ungt að skilja 10 ára gamalt eftir yfir nótt

Lukka35 | 24. apr. '16, kl: 10:30:25 | Svara | Er.is | 0

En svona fyrir utan það hvaða skoðun maður hefur á þessu máli þá spyr ég: Er manneskja sem ákveður að skilja 10 ára gamalt barn eftir eitt yfir nóttina ekki að brjóta einhver lög með þeim verknaði? 

johannhalla | 25. apr. '16, kl: 00:15:21 | Svara | Er.is | 1

ekkert að því, var allavegana ekki vandamál áður fyrr,, Ég held að fólk ætti einhvað að íhuga foreldrahlutverkið betur ef það treystir ekki börnunum sínum að vera ein heima,,

T.M.O | 27. apr. '16, kl: 14:46:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ætti ég að íhuga foreldrahlutverkið betur ef ég vil ekki skilja 11 ára barn eftir eitt heima nótt eftir nótt? Karakter barnsins, umhverfi og stuðningsnet kemur málinu ekkert við?

jak 3 | 27. apr. '16, kl: 14:15:49 | Svara | Er.is | 0

Barn undir  12 ára, nei það myndi ég ekki gera

Lilith | 27. apr. '16, kl: 14:23:01 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi ekki skilja 10 ára barn aleitt eftir yfir nótt, þó það sé sjálfstætt og klárt. Það skortir samt ákveðinn þroska og hlutirnir eru satt að segja alltaf erfiðari og meira skerí á nóttunni en á miðjum degi, líka fyrir fullorðna.

Myndi íhuga þetta með 12 ára barn, ef það væri einhver nálægt sem ég vissi að barnið gæti leitað til.


Myndi hins vegar ekki hika við að skilja 14 ára son minn eftir heima yfir nótt ef ég væri á næturvakt. En það er stórmunur á 14 ára unglingi og 10 ára barni.

Blah!

ÞBS | 28. apr. '16, kl: 22:36:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á eina 17 ára og við foreldrarnir vinnum bæði næturvaktir aðra hverja viku - Hún segir að ef hún ætti ekki kærasta sem er hjá henni þá myndi hún ekki vilja vera ein á meðan við erum að vinna -  Ég myndi aldrei skilja 10 ára barn eftir eitt að nóttu til.

amigos para siempre | 29. apr. '16, kl: 00:11:44 | Svara | Er.is | 0

Nei það er ekki í lagi.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48027 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien, Guddie