Er svört vinna í lagi?

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 17:14:49 | 920 | Svara | Er.is | 1

Bara pæling útaf fössinu à þræðinum þar sem óskað er eftir hàrgreiðslukonu sem tekur heim. Getur maður bara óskað eftir fagþjónustu undir borðið og slíkt telst í lagi?

 

fálkaorðan | 25. jún. '15, kl: 17:28:10 | Svara | Er.is | 4

Nei. Ekki í lagi. En ég geri ekki ráð fyrir að fagfólk sé að svíkja undan skatti þó það veiti heimaþjónustu. Ég kaupi svoleiðis þrif á bílinn td.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 17:31:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvitað oft þannig líka.
En stundum óskar fólk eftir að komast að vegna þess að það er ódýrara. Mögulega vegna þess að það er svört vinna og hægt að bjóða ódýrari þjónustu.

choccoholic | 25. jún. '15, kl: 18:05:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

vissulega. en oft er kostar það minna því að overhead kostnaðurinn er lítill eða enginn. Ég fer til dæmis í litun og plokkun hjá einni sem hefur aðstöðu heima hjá sér en ég veit að hún gefur allt upp þó að hún séi að fá greitt í peningum (tekur ekki kort þar sem hún er ekki með posa). bý reyndar í noregi og það er ekkert mikið um svarta vinnu hérna, helst útlendingar sem vinna í byggingabransanum sem vinna svart. aðrir vinna ekki svart þar sem það borgar sig ekki hérna, því kerfið er bara þannig að það borgar sig ekki.

Gunnýkr | 25. jún. '15, kl: 18:59:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en hvernig veistu að hún gefur allt upp?

T.M.O | 25. jún. '15, kl: 19:22:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

kannski gefur hún kvittun... það er eitt að vinna heima, annað að svíkja undan skatti. Ég þekki eina sem vinnur allt heima hjá sér og öll samskipti fara fram í gegnum netið. hvert einasta verk sem hún gerir gefur hún kvittun á móti

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:22:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar auðvelt að gefa kvittun.og taka samt svart- àn þess að ég sé að væna hana um það.

T.M.O | 25. jún. '15, kl: 21:30:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

það er líka auðvelt að stela úr kassanum úr búð sem maður vinnur í ef maður gerir það rétt. það er líka hægt að byggja hús úr ódýrara efni en fólki sem borgar fyrir það borgar fyrir eða byggja annað úr "afgangs efni" 


það eru til milljón leiðir til að stela og svíkja en við reiknum ekki með því að allir séu að gera það.

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:32:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alls ekki. Enda býst ég ekki við því

T.M.O | 25. jún. '15, kl: 21:35:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

yfirleitt er það þannig að maður þarf að hafa einhverja betri ástæðu til að ásaka fólk um skattsvik en að þeir séu hársnyrtar og hafi ekki efni eða heimilisaðstæður til að hafa stofu. Eða smiðir, píparar...

nerdofnature | 25. jún. '15, kl: 21:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er heldur ekkert mál að vera með formlega stofu og vinna svart á henni á dagvinnutíma.

Louise Brooks | 26. jún. '15, kl: 00:10:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega!


Einhver mestu skatt undanskotin eru á hárgreiðslustofum á dagvinnutíma. 

,,That which is ideal does not exist"

staðalfrávik | 25. jún. '15, kl: 18:56:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk svoleiðis áðan, bílaspa

.

Grjona | 25. jún. '15, kl: 22:32:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í þessu tilfelli ætlaði viðkomandi augljóslega að borga lægra vegna þess að þetta átti að vera svart.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fálkaorðan | 25. jún. '15, kl: 22:33:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég svaraði þessu áður en ég las hina umræðuna.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Splæs | 25. jún. '15, kl: 17:35:51 | Svara | Er.is | 7

Án þess að ég þekki til dettur mér í hug að einhverjir vilji fara í heimahús (í einhverju formi) vegna óhefðbundins opnunartíma. Svo getur verið að einhverjir séu svo illa haldnir af félagsfælni, annarri kvíðaröskun eða komplexum að þeir leggi ekki í að fleira fólk sé á staðnum.
Mér finnst ekki sjálfgefið að fólk sem vinnur heima hjá sér sé að svíkja undan skatti.

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 17:37:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er satt.
Það hefur þó loðað við hàrsnyrtibransann að vinna svart. Líklega eins og með bifvèlavirkja.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 26. jún. '15, kl: 21:15:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þá þarf að laga kerfið svo að fólk geti haft mannsæmandi tekjur án þess að svindla

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

lagatil | 25. jún. '15, kl: 17:43:19 | Svara | Er.is | 0

Viðurkennum það bara það er til svört vinna í öllum stèttum.
Lög eru til þess að brjóta.
Þýðir samt voða lítið að breyta því eins og undirheimunum:s

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 18:07:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eru lög til að brjóta?

lagatil | 25. jún. '15, kl: 18:55:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir halda það jamm..

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:28:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þú ert þà ,, sumir''...?

lagatil | 26. jún. '15, kl: 10:12:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jà finnst svört vinna í lagi upp að vissu marki.

staðalfrávik | 25. jún. '15, kl: 18:56:18 | Svara | Er.is | 1

Nei það finnst mér eiginlega ekki.  Mér finnst samt í fínasta lagi að klippa heima, fínt fyrir fólk sem kemst kannski ekki á dagvinnutíma eða eitthvað.

.

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:23:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok hver et samt munurinn à svartri klippingu og annarri svartri starfsemi?

Grjona | 25. jún. '15, kl: 22:33:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held ekki að hún sé að tala um svarta klippingu.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

staðalfrávik | 26. jún. '15, kl: 11:45:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst í lagi að klippa heima en ekki að gera það svart. Klipparinn getur sparað helling án þess að taka svart með því að nota eigið húsnæði, sumum finnst gott að vinna einum, sumum finnst óþægilegt að vera í margmenni og finnst kannski betra að fara þar sem enginn/fáir eru nema kúnninn sjálfur og klipparinn. Ég þekki þennan bransa aðeins og vinnutiminn á stofu getur verið voða langur. Fyrir foreldra t.d. er voða gott að stjórna eigin vinnutíma og geta verið sinn eigin herra.

.

nerdofnature | 28. jún. '15, kl: 22:48:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki t.d. eina sem er að klippa heima hjá sér. Fyrir hana er þetta meira hobbý en vinna. Er heimavinnandi og klippir bara einn og einn kúnna, þá yfirleitt ættingja eða vinafólk. Henni finnst þetta bara fínt. Ræður algjörlega hversu marga hún klippir og hvenær og engir fastir vinnutímar.

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 20:47:16 | Svara | Er.is | 1

nei en er stundum nauðsynleg

Mainstream | 25. jún. '15, kl: 20:57:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvenær er nauðsynlegt að stela frá öðrum?

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 21:00:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Myndi nú ekki beint kalla þetta stela frá öðrum. 

Mainstream | 25. jún. '15, kl: 21:01:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað kallarðu þá það að stela frá öðrum með því að svíkjast um að borga þína skatta og láta aðra borga í staðinn?

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 21:10:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

færi eftir aðstæðum. Ef manneskja er í fullri vinnu og borgar ekki af því skatt og þiggur jafnvel bætur á meðan finnst mér ekki í lagi. En manneskja sem er í fullri vinnu og borgar skatt af þeim og kannski mjög láglaunastarfi og tekur eitt og eitt svart starf við eitthvað smá endrum og eins til að geta lifað á þessu skeri finnst mér í lagi. Láglaunastarf í dag er varla nóg upp í leigu.. 

Mainstream | 25. jún. '15, kl: 21:14:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Samkvæmt sömu röksemdafærslu hlýtur að vera í lagi að láglaunafólk steli úr búðum og láti okkur hin borga hærra vöruverð í staðinn?

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 21:15:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fólk borgar skatt af þessu svarta nema bara ekki tekjuskatt. 

Grjona | 25. jún. '15, kl: 22:34:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 22:35:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

t.d. vsk

Grjona | 25. jún. '15, kl: 22:36:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki heldurðu í alvöru að fólk greiði vsk af svörtu vinnunni sinni?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 22:38:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei en það þarf að kaupa mat og tannlæknir og lyf og eitthvað og borgar skatt af því.

Kólumkilli | 25. jún. '15, kl: 22:46:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það bara virðist ekki skipta máli hver gerir hvað á kostnað hverns og hvenær...þetta endar allt í skattinum á einn eða annann hátt :)

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:25:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað með hàrsnyrti à atvinnuleysisbótum sem þiggur svört laun, þ.e. klippir heima ?

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 21:32:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fer eftir því hvort hún er að klippa fjölskyldumeðlimi og vini endrum og eins og fær smotterí fyrir eða er með þetta eins og full vinna. 

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:32:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jà auðvitað. Enda snýst màlið ekki um það.

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 21:33:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað snýst það um?

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:37:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Um að faglærð manneskja þiggi laun af almenningi àn þess að greiða skatt. Kallast að svíkja undan skatti.
Erum varla að ræða um klippara sem klippir fjölskyldumeðlimi frítt, heldur þann sem tekur viðskiptavini heim og gefur ekki upp

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 21:39:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en ef klipparinn fær borgar frá fjölskyldumeðlimunum?

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:40:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jà það er spurning sem ég kann ekki svar við.

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 21:41:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

nei en þannig finnst mér í lagi. Eða manneskja sem er í láglaunastarfi sem er gefið upp og er svo kannski aðra hverja helgi að þrífa í heimahúsi til að geta séð fyrir sér. Það er ekkert grín að lifa hérna.. 

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:45:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei ég veit það alveg og myndi aldrei tilkynna manneskju sem vinnur svart af illri nauðsyn. Mér fannst viðbrögðin í hinum þræðinum bara svo ýkt að mig langaði að taka stöðuna à þessu

fálkaorðan | 25. jún. '15, kl: 21:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá á hann að gefa það upp til skats eins og allar aðrar tekjur

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Grjona | 25. jún. '15, kl: 22:34:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er samt sami þjófnaðurinn.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 22:35:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

annað er gert í neyð

Grjona | 25. jún. '15, kl: 22:36:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ah, má það þá? Og fara í Bónus og stela í matinn og svona?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 22:38:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þér má finnast það eins en mér finnst það ekki

Grjona | 25. jún. '15, kl: 22:39:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju ekki? Hvers vegna er í lagi að stela af ríkinu en ekki Bónus?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

T.M.O | 25. jún. '15, kl: 22:58:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

 

 
 
Skoða kaup á gögnum um skattsvik
   mér persónulega finnst þetta mun meira áhyggjuefni en einstaklingur sem klippir nokkrum sinnum í viku heima hjá sér en það er bara ég.








Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 23:07:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bankarán er líka viðameira en stuldur á tyggjópakka...má þá stela tyggjópakka?


T.M.O | 25. jún. '15, kl: 23:19:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

tyggjópökkum er stolið á hverjum degi, meira að segja verslanirnar vita af því en það er ekki gengið neitt mjög langt í að stoppa það af, það er partur af því að vera með verslun með vel aðgengilega vöru.


Fólk veit yfirleitt af því þegar það fremur svona smáafbrot og sættir sig við afleiðingarnar ef það er gripið, ég tek allaveganna ekki að mér að klaga fólk, kannski af því að ég er ekkert háheilög sjálf.

Mainstream | 25. jún. '15, kl: 23:26:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já tyggjópökkum er stolið en hver borgar fyrir þá? Nú auðvitað við hin sem stelum ekki. Við þurfum að borga hærra vöruverð í staðinn. 


Þjófar stela frá öðru fólki og þetta annað fólk er bara venjulegt fólk eins og við hin.

T.M.O | 25. jún. '15, kl: 23:42:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þetta er bara partur af mannlegu samfélagi, alveg eins og við gerum okkur grein fyrir að sumir sem eru á bótum gætu mögulega verið að gera eitthvað annað en vera á bótum en eitthvað í þeim veldur því að þeir ganga mjög langt í að sannfæra aðra um að þeir hafi rétt til téða bóta. Þetta er bara hluti af því að búa í velferðarþjóðfélagi. fyrir 200 árum hefði maður mögulega verið dæmdur í fangelsi fyrir tyggjópakkann útfrá því prinsippi að þjófnaður sé þjófnaður.

fálkaorðan | 26. jún. '15, kl: 17:39:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona eins og undirmálsfólkið í samfélaginu er reglulega sæmt í fangelsi fyror smáþjófnaði?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Grjona | 25. jún. '15, kl: 23:16:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Augljóslega.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

josepha | 26. jún. '15, kl: 12:50:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega!

josepha | 25. jún. '15, kl: 21:23:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Segjum að ég fari í lit og plokk til vinkonu minnar heima hjá henni ég og láti hana fá 3000 kall í staðin. Hver er munurinn á 3000 kalli í hennar vasa vs. mínum? Þetta er bara klink sem engu máli skiptir

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:26:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef hún tekur tíu kúnna à dag fimm daga vikunnar og er jafnvel à bótum líka?

josepha | 25. jún. '15, kl: 21:29:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er allt annað. 

T.M.O | 25. jún. '15, kl: 21:32:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en ef hún tekur 2 kúnna í viku? 

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:34:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvenær finnst þér svört vinna teljast svört?
Ég hef ekki annað viðmið en það að manneskja þiggi laun àn þess að gefa þau upp til skatts.
Ég er ekki skattstjóri

T.M.O | 25. jún. '15, kl: 21:36:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég veit alveg hvenær svört vinna er svört, þarf ekki að finnast neitt um það.

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:38:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ok þú spurðir mig um ef hún tæki tvo kúnna à viku...

T.M.O | 25. jún. '15, kl: 21:39:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

reglurnar eru einfaldar, mannleg hegðun er það ekki

T.M.O | 25. jún. '15, kl: 21:38:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég veit líka hvenær ég ek yfir hámarkshraða eða fer yfir á rauðu ljósi

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:38:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þà þarftu ekki að spyrja

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:27:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miðum auðvitað við að um faglærða manneskju sé að ræða

josepha | 25. jún. '15, kl: 21:28:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já, þessi vinkona mín væri faglærð

Fuzknes | 26. jún. '15, kl: 17:26:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

svört vinna er betri en engin vinna - það er amk verið að skapa verðmæti frekar en að hanga.

Gríðarleg skattaheimta er einnig mikill hvati ! Ef allt er gefið upp, er ríkið að taka 2/3 og sá sem gerir verkið fær bara 1/3 í vasann !!

Fé sem lendir í ríkiskassanun er líka á glapstigum, því er því miður að hluta sóað með ýmiskonar rugli, vanhæfni, hégóma og spillingu.

Þessi 'svarti' peningur er líka skattlagður í næsta snúning, vaskur, áfengisgjald, eldsneytisgjald, vörugjald osfv

Þjóðin er að borga Skandívavískan vsk til að fá Skandínavíska velferð, en er svikin. Skömm af þessu !!!

fálkaorðan | 25. jún. '15, kl: 21:43:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það er rétt, þetta kallast að stela frá öllum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helgust | 25. jún. '15, kl: 21:08:46 | Svara | Er.is | 4

Ég mæli aldrei með að kaupa heilbrigðis eða verktakaþjónustu svart því þá afsalar þú þér allri ábyrgð ef verkið er illa unnið og eitthvað kemur uppá. Ég þekki nýlegt dæmi þar sem asnar ætluðu að spara sér aurinn og fengu ófaglærða menn til að gera við sumarbústað, þeir tóku þetta að sér svart. Þau hinsvegar vissu ekki að mennirnir væru ófaglærðir og það kostaði þau 3x upprunalega upphæð að fá fagmenn með ábyrgð til að laga vitleysuna eftir þá.

Dalía 1979 | 25. jún. '15, kl: 21:19:46 | Svara | Er.is | 1

það eru marga með með atvinnu heima fyrir og borga skatta og gjöld 

raudmagi | 25. jún. '15, kl: 21:40:45 | Svara | Er.is | 7

Í svona málum hef ég mjög blendnar tilfinningar. Mér finnst í grunnin að allir eigi að borga sinn skatt. Ég myndi hiklaust tilkynna það til skattsins ef einhver einstaklingur væri á atvinnuleysisbótum en væri svo að vinna fulla vinnu svart. Aftur á móti myndi ég ekki tilkynna einstætt foreldri með 3 börn sem væri öryrki og ynni eitthvað smá svart. Ég myndi bara horfa framhjá því. Þarna finnst mér vera það mikill munur á því hvort fólk er að gera þetta til að bara geta bruðlað meira eða hvort að fólk er að reyna að sjá þokkalega fyrir sér og sínum. Þannig að mitt svar við þessari spurningu er stundum er allt í lagi að vinna svar og stundum ekki. Eða þannig, það er auðvitað aldrei "í lagi" en eins og kjör sumra er núna þá myndi ég horfa frahjá því.

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 21:42:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jà en lögin fara ekki í manngreiningarálit. Einstæða konan greiðir ekki lægri leigu en sú gifta, en hún fær kannski hærri húsaleigubætur à móti.

Alpha❤ | 25. jún. '15, kl: 21:43:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en ef öryrkinn er barnlaus?

raudmagi | 25. jún. '15, kl: 21:51:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Öryrki sem á ekki maka og ekki börn er að fá ca. 192.000. Nei ég held ég myndi ekki fara að tilkynna hann til skattsins nema hann væri að hafa mikið yfir 150þús svart.

Grjona | 25. jún. '15, kl: 22:31:47 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað ekki.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Dafuq | 25. jún. '15, kl: 23:00:11 | Svara | Er.is | 3

Það er skilda hvers og eins að borga skatt. Að sjálfsögðu.
En það er líka skylda þess sem að fær skattpeningana, á móti, að fara með þá þannig að þeir gagnist skattgreiðandanum til baka.

Það er bara svo langt frá þvi að vera gert hérna að ég sé ekkert að þvi að borga fyrir svarta þjónustu.
Það er ekki eins og ríkið sjái ekki neitt af þeim peningum, þeir taka sinn part í virðisauka

Fagmadur | 29. jún. '15, kl: 06:03:13 | Svara | Er.is | 1

Ef að ég sem fagmaður á varla fyrir reikningunum eftir að hafa borgað alla reikninga og gjöld hver mánaðarmót eftir 10-12 tíma dagvinnu þá sé ég ekkert að því að fá borgað svart ef ég er að vinna á laugardögum eða á kvöldin til að eiga mögulega einhverja smugu á einhverskonar félagslífi sem krefst þess að eiga peninga.

Það fá ekki allir vel útborgað þó þeir vinni langa vinnudaga, þeim sem vinna mikið og langa vinnudaga er refsað með hærri skattlagningu. Það má enginn auðgast á Íslandi nema útvaldir...

clanki | 30. jún. '15, kl: 17:44:22 | Svara | Er.is | 0

Nei það er ólöglegt en hver og einn verður að ákveða sig hvort þeir vilji fara á við lögin eða ekki.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48026 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Guddie