Er til verkjalaus vefjagigt?

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 00:10:52 | 392 | Svara | Er.is | 0

Ég er greind með vefjagigt en það eru um 3 ár síðan ég var greind.  Ég var með flest einkenni vefjagigtar en svo seinna kom í ljós að ég var með mikinn járnskort.  Það var að valda (held ég) spennuverkjum/pirringi í vöðvum og þá sérstaklega í fótum.  Eftir að járnið fór í lag þá fóru þessir vöðvaverkir og einhver fleiri einkenni en ekki öll.  Því spyr ég, kannast einhver við verkjalausa vefjagigt?  Veit ekki hvað þetta gæti verið annað sem er að hrjá mig.

 

blárfíll | 18. apr. '15, kl: 00:30:07 | Svara | Er.is | 0

Nei verkir eru aðaleinkenni vefjagigtar svo ef þeir hrjá þig ekki þá myndi ég halda að það væri eitthvað annað að

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 07:59:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég hef alltaf verið svona hikandi eftir að ég fékk greininguna en sama hvað ég gúggla þetta þá enda ég alltaf á greinum eða síðum um vefjagigt. 

Dalía 1979 | 18. apr. '15, kl: 09:44:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru ekki alltaf verkir sem fylgja vefjagigt það er af og frá 

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 10:01:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott að vita það.  Takk.

blárfíll | 18. apr. '15, kl: 10:29:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það samt eins og að segja að það fylgi ekki alltaf liðverkir eða bólgur með liðagigt....veit mikið um þetta og hef farið á námskeið hjá Þraut sem sérhæfir sig í vefjagigt og víst eru verkir aðaleinkenni vefjagigtar...er sjálf með vefjagigt og þekki marga með þetta líka og ég hef ekki heyrt eina manneskju segja að hún sé ekki með neina verki með þessu

Dalía 1979 | 18. apr. '15, kl: 11:19:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vefjagigt er svo misjöfn hjá fólki 

ingama | 18. apr. '15, kl: 00:42:40 | Svara | Er.is | 0

Er hrjáð af þessari vefjagigt. Yfirleitt ekki verkjalaust. Eina vikuna er maður kannski með verk í mjöðm og þá næstu með verki í herðum og hálsi. Vefjagigtin hleypur til, eins og sagt er, einn verkur þessa vikuna, og svo finnur maður til einhvers staðar hina vikuna. Vefjagigtin hleypur á milli og maður veit aldrei hvernig maður veður næsta dag, eða næstu vikuna. - Gangi þér vel. Kv. Inga

Máni | 18. apr. '15, kl: 07:59:33 | Svara | Er.is | 0

Ég er líka greind með vefjagigt en er ekki með verki. Hef lengi efast um greininguna.

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 08:02:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sama hér.  Hef líka hugsað hvort ég sé í afneitun.  Finnst þetta svo asnalegt.  Má ég spyrja hver greindi þig?  Ég er með nánast öll einkenni nema verkina.  Vöðvafestur eru rosalega aumar, ég hef mjög lítið líkamlegt þol, ef ég tek kannski 15 mínútna æfingu þá er eins og ég hafi tekið hálfmaraþon og get þá lítið gert daginn eftir.

Máni | 18. apr. '15, kl: 08:05:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gigtarlæknir. Hann ranggreindi mig líka með slitgigt í mjöðmum. Ég er greind með PTSD sem getur valdið svona einkennum og vanvirkan skjaldkirtil.

Ertu búin að athuga með ME?

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 08:07:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er PTSD og ME?


Máni | 18. apr. '15, kl: 08:08:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Googlaðu bara;-)

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 08:08:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok. takk

Máni | 18. apr. '15, kl: 08:10:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://mefelag.wix.com/me-felag-islands

Fann link

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 08:11:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir.  Er PTSD sama og áfallastreituröskun?  Er svo léleg í ensku og næ illa að lesa mér til gagns á henni.

Máni | 18. apr. '15, kl: 08:14:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 08:26:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta ME passar ekki en hitt er frekar mikill möguleiki.  Geta verið svona sterk líkamleg einkenni með því?  Mér finnst svo ótrúlegt að andlegt ástand geti haft svona mikil líkamleg einkenni.

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 08:51:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég triggerast í áfallastreitunni þá fæ ég mjög líkamleg einkenni. Æli td.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 09:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok.  Ég er að spá í þessi eymsli í öllum skrokknum.  Mjög mikil snertieymsli í öllum vöðvafestum og svo þessir klassísku triggerpunktar og endalausa þreyta við lítil sem engin átök. 


En svo var ég að upplifa í vikunni eitthvað sem hefur ekki gerst lengi.  Ég var að ræða erfiða hluti við vinkonu mína sem ég hef ekki rifjað upp lengi og síðan þá þarf ég að vanda mig við að fara ekki að gráta, sérstaklega þegar ég er ein, fer í rosa sjálfsvorkunn og það er eins og þetta hafi allt gerst bara í gær.  En þessi líkamlegu einkenni eru alltaf.

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 09:47:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þetta hljóma eins og þú sért með vefjagigt og áfallastreitu og þetta sé blanda af hvorutveggja.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 10:00:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er alveg möguleiki.  Ein svarar hér að ofan að vefjagigtin geti verið verkjalaus. 

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 10:08:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bara veit ekki hvað verkjalaus þýðir. Man ekki eftir lífinu öðruvísi en með einhverja verki alveg frá því ég var barn. Hélt að það væri eðlilegt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

dekkið | 18. apr. '15, kl: 11:19:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér. Hef alltaf verið með einhverja verki og fannst ég alltaf algjör aumingi að höndla þetta ekki eins og allir aðrir. Hélt að allir væru alltaf með einhverja verki.

Máni | 18. apr. '15, kl: 12:25:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eymsli eru þannig séð verkir.

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 12:26:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er einn punktur.

She is | 18. apr. '15, kl: 09:44:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er eins og þú, efast virkilega um greiningu á vefjagigt hjá mér, finnst það bara ekki passa. Er að glíma við afleiðingar af slysi, uppfylli ekki lengur greingu á PTSD en er talin vera með áframhaldandi áfallastreytu í kjölfar PTSD. Ég er einmitt á leið í endurhæfingu og bæði kvíði fyrir og hlakka til að sjá hvernig mér gengur að ná upp líkamlegu þoli.

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 09:59:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þetta passa að öllu leyti nema með verkina.  En áfallaröskunin er samt alveg inn í myndinni líka.

ansapansa | 18. apr. '15, kl: 14:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég fæ ekki verki nema eftir e-ð álag...þá verða þeir mjög slæmir og öll einkenni rjúka upp. Svo get ég verið verkjalaus svo mánuðum, jafnvel árum skiptir.

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

blárfíll | 18. apr. '15, kl: 10:26:19 | Svara | Er.is | 0

Prufaðu að fara inn á vefjagigt.is og lesa þér til þar, þar kemur skýrt fram hver einkennin eru...

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 11:31:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er búin að gera það margoft. Er með flest einkenni en ekki öll.  

blárfíll | 18. apr. '15, kl: 11:41:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi þá reyna að komast í greiningu hjá Þraut, þá færðu þetta alveg á hreint og þarft ekki að efast

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 11:42:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég geri það. Á tíma bráðum hjá heimilislækni, þarf ég ekki beiðni til að komast þangað?

blárfíll | 18. apr. '15, kl: 11:44:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú þú þarft það, ég held að heimilislæknirinn sæki jafnvel um fyrir þig, Þraut er það eina sem ég myndi treysta 100%

LadyGaGa | 18. apr. '15, kl: 11:59:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir

She is | 18. apr. '15, kl: 11:45:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað þarf til að komast í greiningu hjá Þraut? veistu það? fylgja henni einhver úrræði?

cutzilla | 18. apr. '15, kl: 13:39:35 | Svara | Er.is | 1

já ég er með vefjagigt en eiginlega enga verki og hef verið með síðan ég var barn. Var þó ekki greind með það fyrr en fyrir nokkrum árum. Ég er reyndar á lyfjum sem gætu haft einhver áhrif á vefjagigt en þegar ég hef fengið óþægindi þá hafa það verið einhvers konar taugaverkir. Ég er rosalega aum í þessum kvikupunktum, æmti og fór næstum að grenja af sársauka þegar læknirinn var að skoða mig. Minnir að ég hafi verið aum í 16 af 18 kvikupunktum sem eru skoðaðir. Ég sagði lækninum að ég væri ekki með verki, á móðir og systur sem eru líka með vefjagigt og þær eru með verki. Vakna stundum á morgnanna eins og það hafi verið keyrt yfir mig en mér finnst ég samt ekki vera með verki. Er aum alls staðar í líkamanum, það má ekki koma við mig þá meiði ég mig, óeðlilega þreytt, með IBS, Raynauds syndrome (frekar lítið samt og fæ sjaldan), kraftleysi, úthaldsleysi, depurð, óeðlilegur kvíði, einbeitingarskortur, minnisleysi, orðarugl, augnþurrkur, munnþurrkur, smá af ósjálfráðum hreyfingum og skjálfta, hraður hvíldarpúls, hjartsláttarköst, sjóntruflanir, jafnvægistruflanir, höfuðverkur, blóðsykursfall. Þetta er eitthvað af einkennunum tekin af þessari síðu  http://www.vefjagigt.is/grein.php?id_grein=81

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48015 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123