Fólk sem kann ekki að keyra

Júlí 78 | 1. sep. '22, kl: 13:42:39 | 231 | Svara | Er.is | 3

Undanfarið hef ég tekið eftir því að það er nokkuð áberandi að sumir keyra alveg ofaní næsta bíl, jafnvel á vegi þar sem eru 2 akreinar. Er fólk svona yfirmáta stressað? Lærði þetta fólk ekki almennilega fyrir ökuprófið? Það segir sig sjálft að ef bíll keyrir á 80 km hraða á hægri akrein og næsti bíll er fyrir aftan alveg ofan í honum þá eru mjög miklar líkur á árekstri ef eitthvað kemur upp á, sá fyrri þarf nauðsynlega einhverra hluta vegna að hægja mjög á sér til dæmis. Jæja, ég kalla þetta dóna í umferðinni alveg eins og þeir eru dónar sem eru ekki að hafa fyrir því að gefa stefnuljós þegar skipt er um akrein.

 

Bike Maniac | 6. sep. '22, kl: 22:21:46 | Svara | Er.is | 3

Já fullt af liði sem ættu að taka prófið aftur!

_Svartbakur | 7. sep. '22, kl: 10:52:37 | Svara | Er.is | 1

Já var nú að hugsa þetta sama og þú í gær þegar ég keyrði á Sæbrautinni.
Bíll á næstu akrein keyrði svona nálægt næsta bíl fyrir fram.
Þetta ca 70-80 km aksturshraði. Og bíllinn alveg aftaní næsta bíl kannski svon 5-6 metrar á milli.
Maður sér svona aksturslag oft á vegum. Ég sá hver ökumaðurinn var - var forvitinn hver væri svon vitlaus að aka svona.
Ökumaðurinn var stelpa sennilega um 18-19 ára. Ég hafði nú giskað á að ökumaðurinn væri strákur á svipuðum aldri.

Júlí 78 | 7. sep. '22, kl: 15:52:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já manni dettur í hug hvort að það sé ekki nógu mikil áhersla á bóklegt nám eða jafn mikið og verklegt nám í dag? Eitthvað hljóðar þetta nú svona í lögunum um ökuhraða og það sem allir ættu að hafa lært: " En þar segir m.a., að ökuhraða skuli ávallt miða við gerð og ástand ökutækis, staðhætti, færð, veður og umferð, og aldrei má ökuhraði vera meiri en svo, að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á ökutæki og stöðvað það á þriðjungi þeirrar vegalengdar, sem er auð og hindrunarlaus fram undan og ökumaður hefur útsýn yfir."

_Svartbakur | 10. sep. '22, kl: 21:35:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst furðulega mikið um að ökumenn aki alveg uppað næsta bíl á undan. Oft bara mjög lítið bil kannski 4-5 metrar og bílarnir á fullri ferð.
Hlýtur að vera þreytandi að aka svona nálægt næsta bíl á undan.

Júlí 78 | 10. sep. '22, kl: 22:17:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já og ekkert bara mjög ungt fólk sem keyrir svona. 

AlanEmpire | 16. sep. '22, kl: 19:38:08 | Svara | Er.is | 0

Mikið af þessu eru útlendingar. Þetta er normið á meginlandi evrópu að keyra svona. Pólverji keyrði á mig um daginn. Sá áður en hann klessti á mig að hann var að leika sér í símanum. Fokking böggandi lið. Ég ætla að setja myndavél að framan og aftan og mæli með að allir geri það núna.

harahara | 20. sep. '22, kl: 15:35:39 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég tók bílprófið 1978 þá var þetta algengt vandamál. Ökukennarinn minn Helgi heitinn kenndi mér ráð til að fá ökumenn til að breikka bilið. Þú stígur létt á bremsuna. Það hefur engin áhrif á hjólin en bremsuljósin að aftan virkjast og þetta virkar mjög vel. Ég nota þetta mörgum sinnum í viku enn þann dag í dag.

leonóra | 21. sep. '22, kl: 14:31:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta geri ég líka.  Tipla á bremsunni nægileg svo ljósin kvikni.  Veit maður tekur sjensa en geri þetta þegar ég er búin að fá nóg af bílnum fyrir aftan mig og frekjunni.  Heppnast alltaf.  

harahara | 23. sep. '22, kl: 21:45:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og oft áður hef ég ekki verið nógu skýr þegar ég var að útskýra aðferðina við að breikka bilið á milli sín og næsta bíls. Það er held ég til lítils gagns að tipla á bremsunni, þá blikkar þú þann sem er fyrir aftan og hann pirrast. Aðferðin er að nota vinstri fótinn og leggja hann lauflétt á bremsuna en halda hægri fæti á bensíngjöfinni þannig að þinn hraði helst óbreyttur. Þegar stigið er lauflétt á bremsuna með vinstri fæti þá hefur það engin áhrif á hjólin, bara bremsuljósin Ökumaðurinn fyrir aftan þig upplifir að þú sért að hægja á þér og það eru ósjálfráð viðbrögð hjá honum að hægja þá á ferðinni. Maður sér nánast undantekningalaust bilið breikka á milli sín og næsta bíls með þessari aðferð.

harahara | 23. sep. '22, kl: 21:46:42 | Svara | Er.is | 0

Eins og oft áður hef ég ekki verið nógu skýr þegar ég var að útskýra aðferðina við að breikka bilið á milli sín og næsta bíls. Það er held ég til lítils gagns að tipla á bremsunni, þá blikkar þú þann sem er fyrir aftan og hann pirrast. Aðferðin er að nota vinstri fótinn og leggja hann lauflétt á bremsuna en halda hægri fæti á bensíngjöfinni þannig að þinn hraði helst óbreyttur. Þegar stigið er lauflétt á bremsuna með vinstri fæti þá hefur það engin áhrif á hjólin, bara bremsuljósin Ökumaðurinn fyrir aftan þig upplifir að þú sért að hægja á þér og það eru ósjálfráð viðbrögð hjá honum að hægja þá á ferðinni. Maður sér nánast undantekningalaust bilið breikka á milli sín og næsta bíls með þessari aðferð.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hamingja. Balikov 23.9.2022 26.9.2022 | 15:51
Laun? nattramn 9.9.2022 25.9.2022 | 22:57
Einkakennsla og vefurinn www.kenna.is disinn 24.9.2022 25.9.2022 | 22:00
Klámbann, umræður á Alþingi Júlí 78 23.9.2022 25.9.2022 | 21:54
Rafhlaupahjól Júlí 78 7.7.2021 25.9.2022 | 21:47
Ukraine Volodymyr Zelenskyy forseti er snillingur _Svartbakur 25.9.2022 25.9.2022 | 17:39
Gisting í Kef með geymslu á bil Flöffy 25.9.2022
Gleðileg lög og yndislegar ballöður Pedro Ebeling de Carvalho 25.9.2022
Þeir sem segjast ætla að kaupa en gufa svo upp EarlGrey 24.9.2022 25.9.2022 | 15:52
Atvinnuleysisbætur. nefertít 20.10.2011 24.9.2022 | 20:13
Vegabréf bergma70 24.9.2022 24.9.2022 | 17:48
kopar stangir Kkristjansson4207 24.9.2022
Hátíðnisuð í eyrum eftir covid bólusetningu. Dabbuz11 12.9.2022 24.9.2022 | 01:25
Fólk sem kann ekki að keyra Júlí 78 1.9.2022 23.9.2022 | 21:46
Meðgöngunudd - ábendingar kriste 21.9.2022 23.9.2022 | 21:24
Rússland og Putin _Svartbakur 23.9.2022 23.9.2022 | 20:21
Heimilisleysi Tryllingur 16.9.2022 23.9.2022 | 15:50
Rennihurðir island2 23.9.2022
Gluggasmíði Erna S 10.3.2021 23.9.2022 | 10:05
Var að skoða lausnir fyrir okkur Íslendinga varðandi Tannlækningar í Austur Evrópu. _Svartbakur 4.9.2022 22.9.2022 | 22:09
Laugardalslaug af skólpi í sjóinn á klukkustund - Veit Dagur nokkuð af þessu ? _Svartbakur 20.9.2022 22.9.2022 | 20:19
Slysabætur umferðaslys mugg 21.9.2022 22.9.2022 | 10:12
Winston rauður bergma70 22.9.2022
Putin níðurlægður af valdamönnum Kína og Indlandsforsetar settu niður við Putin _Svartbakur 20.9.2022 21.9.2022 | 20:26
Það er betra þannig ! Lainat Investment Ltd 15.9.2022 21.9.2022 | 00:38
Kantarellur heimilisfriðurinn 20.9.2022
Getur einhver aðstoðað fátækan öryrkja með mat? Fordfocustilsolu 12.9.2022 20.9.2022 | 17:54
Fasteignasölur í Danmörku arra 23.6.2005 20.9.2022 | 14:30
er með ipad sem læsti ser hja epli kolmar 17.9.2022 20.9.2022 | 01:33
Winston rauður bergma70 19.9.2022
Er hægt að versla í Elko fríhöfninni við heimkomu? oregano 17.9.2022 18.9.2022 | 20:25
decutan reynslusögur nagarsig33 13.3.2012 17.9.2022 | 16:21
Nei Bjarni Tryllingur 15.9.2022 16.9.2022 | 21:30
Staðreyndir um nauðganir TurdFerguson 9.6.2011 16.9.2022 | 19:16
Nýtt og sjaldgæft frá mér Pedro Ebeling de Carvalho 16.9.2022
Nonni og Manni lokalagið DP 14.9.2022 16.9.2022 | 13:27
Við Íslendingar eigum að taka þátt í að útvega Evrópu orku. _Svartbakur 7.9.2022 15.9.2022 | 23:58
Bílastæði við hús - yfirgangur hjá Rvk borg Júlí 78 10.9.2022 15.9.2022 | 07:44
Dánarbú kolgeggjud 12.9.2022 15.9.2022 | 00:32
uppreisn ilmu 14.9.2022
Bumbuhópur mars animona 6.9.2022 14.9.2022 | 15:19
Einelti og varnir Tryllingur 14.9.2022 14.9.2022 | 12:10
Hvað eru góð laun há ? _Svartbakur 13.9.2022 14.9.2022 | 09:52
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022
Þetta er það eina sem þetta lið kann Hauksen 10.9.2022 12.9.2022 | 11:12
Umræða hérlendis um kosti og galla sæstrengs fyrir raforku er á miklum villigötum. _Svartbakur 11.9.2022 11.9.2022 | 23:36
auka/einkakennslu í frumuliffræð stridasterka 10.9.2022
Skrá dóma í heimildaskrá? Svartnaglalakk 8.9.2022 10.9.2022 | 08:38
Húsvenja 1 árs smáhund helgi944 9.9.2022
Bakspenging ráð? isafold200 9.9.2022
Síða 1 af 23278 síðum
 

Umræðustjórar: joga80, rockybland, Atli Bergthor, MagnaAron, ingig, superman2, karenfridriks, Bland.is, mentonised, Anitarafns1, Óskar24, RakelGunnars, Guddie, tinnzy123, krulla27, aronbj, tj7, Gabríella S, barker19404