foreldrafélog og foreldrafundir

Brindisi | 28. ágú. '15, kl: 12:21:43 | 699 | Svara | Er.is | 0

út frá leikskólaumræðunni.
Eru þið voða virk í þessu, sama hvort það er skóli eða tómstundastarf, að mæta á fundi, bjóða ykkur fram í sjálfboðavinnu s.s bakstur, vinna á mótum, fara með í ferðir og þess háttar.

ég er latur og leiðinlegur foreldri þegar kemur að þessu, hef reyndar aðrar ástæður líka
þoli ekki fundi, því mér finnst koma svo mikið af heimskulegum spurningum og þvælu um eitthvað sem jafnvel hefur komið fram í emeili, mér finnst svo ömurlegt að maður er neyddur í bakstur og sjálfboðavinnu svo barnið geti farið í ferð eða útskrifast. Svo er maður að borga yfir 100 þúsund á ári í íþrótt og þar er ætlast til að maður vinni líka sjálfboðavinnu. Þetta var ekki svona þegar ég var í grunnskóla, mamm þurfti ekki að lyfta fingri

 

donaldduck | 28. ágú. '15, kl: 12:54:20 | Svara | Er.is | 0

eg var reyndar ekki mjög virk í leikskólanum en meira í grunnskólanum, tók 2 tenglastarfið hjá báðum krökkunum. en gagnvart íþróttunum þá hef ég tekið þá línu að mæta á alla leiki, á öll mót og tekið fjáröfluni líka. mér finnst þetta gaman og hef eignast helling af vinum í foreldrahópnum. 


ég reyndar skil þig með fundina, spurningar sem stundum koma fram eru svo .............. eitt árið var ég í foreldraráðinu og sendi út póst í sambandi við mót í burtu, stelpuhópur á 11 og 12 ári. öll atriði í bréfinu og í raun of mikið. en foreldrar 2 stelpna spurðu  aftur og aftur sömu spurninga. ég spurði á endan; lastu ekki tölvupóstinn? NEI var svarið. stuttu seinna spurði sama  mamman um atriði sem var verið að klára þá spurði ég aftur; varstu ekki að hlusta, við vorum að klára þetta. þá var svarið; nei var að sms-ast við vinkonu mína. tek það fram að þessar mömmur tóku aldrei þá í neinu, kvörtuðu svo þegar þær áttu að borga allt á meðan hinar áttu jafnvel afgang eftir safnanir. komu aldrei með á mót, stelpurnar þeirra jafvel grátandi á öxlunum á okkur hinum. 

Brindisi | 28. ágú. '15, kl: 13:03:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef tekið þátt í fjáröflunum en finnst það samt ömurlega leiðinlegt en geri mér grein fyrir að það er mér í hag :) en svo eins og að fara með í ferðir, þá þyrfti ég frí úr vinnu og það er ekki í boði....fyrir utan að ég myndi aldrei nenna því

mér finnst síðan svo ömurlegt að hafa ekki val hvort maður borgi fyrir ferð hjá sínum krakka EÐA velji að baka og gera eitthvað annað leiðiinlegt en nei nei maður er neyddur í bakstur og hina vitleysuna

donaldduck | 28. ágú. '15, kl: 13:07:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

eg tók alveg frí ur vinnu til að fylgja dóttir minni á fimleikamót á egilstaði, akureyri og vestmannaeyjar. ég persónulega séð krakka grátandi af því að mamma og/eða pabbi var ekki á staðnum til að sjá það gera eitthvað flott - skora mark, lenda stökk, vinna jafnvel deildarmeistaratiltil með liðinu sínu eftir heilan vetur í keppni og æfingum og hvorugt  foreldra með. ég vorkenni þessum krökkum.

Brindisi | 28. ágú. '15, kl: 13:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ok það er ekki svoleiðis hér, það eru alltaf nokkrir foreldrar sem fara með sem fararstjórar og krakkahópurinn mjög samheldin og finnst gaman að fara saman án foreldra

hvað eru þetta gamlir krakkar sem eru grenjandi úr foreldrasöknuði?

donaldduck | 28. ágú. '15, kl: 14:34:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við erum að tala um krakka sem eru undir 10 ára. 

Brindisi | 28. ágú. '15, kl: 14:44:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

man ekki hvenær mín byrjaði að fara í keppnisferðir, ábyggilega 9-11 ára, man bara að það var gaman hjá þeimi frá upphafi, er mjög fegin að hafa ekki lent í svona grenjum

Allegro | 28. ágú. '15, kl: 14:52:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Skil vel að þú sért fegin. 
Ég get ekki farið á öll mót eða tónleika og er líka fegin. Það þarf ekkert að vorkenna mínum börnum þó ég sjái ekki alla þeirra sigra. Ég fagna með þeim þó það sé síðar og allir meira en sáttir. 

Brindisi | 28. ágú. '15, kl: 14:59:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

akkúrat

donaldduck | 29. ágú. '15, kl: 08:10:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú kemur þegar þú getur en sumir foreldrar koma aldrei, ekki einu sinni þegar mót eru í heimabyggð, jafnvel í næstu götu við heimilið. 


það finnst mér persónulega bara asnalegt og virðingarleysi við starfið sem barnið er í og vinnu þess. 

strákamamma | 29. ágú. '15, kl: 13:45:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sonur minn var á 3 tíma fótboltamóti hérna í næstu götu í morgun....við fórum ekki. vorum heima að undirbúa fyrir afmælið hans ´´a morgun. hann skemmti sér mjög vel og hafði frá mörgu að segja þegar hann kom heim

strákamamman;)

Allegro | 29. ágú. '15, kl: 13:59:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að lang flestir foreldrar eigi sínar sterku og veiku hliðar þegar kemur að uppeldi. Auðvita eru haugar inn á milli en ég gæti haldið að þeir séu mjög fáir. Síðan eru líka hliðar sem við þekkjum ekki, t.d veikindi o.s.f.v. Ég reyni því að halda mér við að dæma ekki. 


Mamma var yndisleg móðir þó að hún hafi ekki tekið þátt í neinu félags eða íþróttastarfi sem tengdist mér þegar ég var barn. Hún var og er hörku dugleg kona sem hefði mátt setja sjálfa sig framar á forgangslistann. 

Felis | 28. ágú. '15, kl: 13:05:55 | Svara | Er.is | 0

ég mæti almennt á allt svona - en ég býð mig aldrei fram í neitt, hef enga löngun til þess

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Allegro | 28. ágú. '15, kl: 13:30:50 | Svara | Er.is | 0

Er virk en ekki neitt voða. Finnst það einhvernvegin fylgja. Mæti öll mót, fundi, tónleika eða sýningar sem ég mögulega hef kost á. 
Á nokkur börn  sem hafa mörg og fjölbreytt áhugamál og því tekur þetta oft á tíðum mikinn tíma. Pabbi barnanna hefur mun meiri áhuga á að taka þátt og bjóða sig fram í svona verk en ég. Við erum hinsvegar mjög löt þegar kemur að sölu söfnunum. Höfum oftast ákveðið að borga frekar en að selja.

Allegro | 29. ágú. '15, kl: 14:05:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Kannski hljómar þetta aðeins of gott svona eftir á. Ég hef gerst sek um að taka mína eigin íþróttaæfingu fram yfir mót hjá börnunum. 

Allegro | 28. ágú. '15, kl: 13:45:01 | Svara | Er.is | 0

Vil samt bæta við að ég er sammála þér með að þessir fundir eru margir hverjir tímasóun. Oft verið að fara yfir atriði sem komu fram í pósti fyrir fundinn. 

Ígibú | 28. ágú. '15, kl: 13:59:22 | Svara | Er.is | 1

Sko ég reyni alveg mitt besta til að mæta á fundi, t.d. í tómstundastarfinu (eða það er sem er ennþá betra, komast ekki vegna vinnu og verða að senda pabbann í staðinn). Reyni að hafa það þannig að annað okkar foreldranna mæti.

Hins vegar er ég voða lítið fyrir að bjóða mig fram í foreldrafélög, bekkjarráð og annað þannig. Verð líka voða pirruð á öllum mömmunum sem eru bara heima að dúlla sér og setja svona hluti á vinnutíma af því að þær hafa allan heimsins tíma.
Ég gæti samt mögulega bakað, ef ég þarf ekki að gera neitt annað. Ég fer líka alveg og horfi á barnið mitt keppa í íþróttinni sinni.

En ég hef voða takmarkaðan áhuga á að þykjast hafa áhuga á að umgangast fólk sem ég þekki ekki, og á kannski ekkert sameignlegt nema eiga börn sem gera sömu hlutina.

buin | 28. ágú. '15, kl: 18:25:44 | Svara | Er.is | 0

Finnst eiginlega að foreldri eigi að vera bekkjarfulltrúi einu sinni á skólagöngu barnsins, og það sé skylda. Algjörlega óþolandi þegar enginn bíður sig fram á þessum fundum. Tek þátt já, en eftir tvö ár finnst með þetta orðin kvöð þegar fólk mætir en nennir ekki að hjálpa við frágang eða neitt..þæ

nefnilega | 28. ágú. '15, kl: 22:28:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og hvað gera bekkjarfulltrúar? Má ekki bara leggja þetta niður?

jovig | 28. ágú. '15, kl: 19:33:09 | Svara | Er.is | 3

Ég er ekki virk í foreldrafélagi skólans, en er í stjórn íþróttafélags og baka þegar á við og tek  virkan þátt í öllu svona starfi. Mér finnst skemmtilegt og mikilvægt að taka þátt í þessu starfi. Þannig kynnist ég hinum foreldrunum, tek  þátt í áhugamáli barnanna sem eykur líkur á því að þau tolla í því og á gæðastundir með börnunum.

--------------------------------------------
Er ekki Joðvillingur!

raudmagi | 28. ágú. '15, kl: 19:46:01 | Svara | Er.is | 1

Ég á á svipaðri bylgjulengd og þú í þessum málum. Mér finnst einmitt fáránlegt að borga 100 þúsund í íþróttaiðkun barns og eiga svo að vinna fyrir félagið launalaust líka. Finnst aðeins öðruvísi ef það er verið að safna í ferðasjóð en finnst að svoleiðis söfnun eigi að miðast að því að börnin sjálf geti séð um þessar safnanir með einhverjum eftirlits aðila. Ekki að foreldrarnir sjái um þetta allt fyrir þau svo þau geti farið í ferð. Mér finnst þetta vera að kenna þeim að mamma og pabbi geti bara séð um þetta en barnið ætlar sko að fara.
Foreldrafundi í skóla og leikskóla mæti ég alltaf á enda er þá kenniri og foreldri að ræða um skólagöngu barnsins.

Brindisi | 28. ágú. '15, kl: 21:45:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já sko ég mæti á svona einka foreldrafundi en þoli ekki svona almenna fundi þar sem er bara blaðrað um eitthvað sem jafnvel er búið að koma fram í emeili og kemur fram í öðru emeili eftir fundinn

raudmagi | 30. ágú. '15, kl: 19:26:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, algjörlega sammála þessu. Svo lendir þetta oft í því að sama foreldrið talar í hringi um eitthvað sem kemur málefni fundarins ekkert við.

strákamamma | 28. ágú. '15, kl: 23:34:54 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst fátt leiðinlegra en svona hópforeldrafundir...með öllum bekknum....þar sem talað er um allskonar rugl....  og heimavinanndi foreldrar fatta ekkia ð að eru ekki allir heimavinnandi foreldrar með 1.2 börn...


Við eigum 6 börn...við förum ekki á alla leiki hjá öllum...eða mætum á alla viðburði hjá öllum.  Það í dönsku skólakerfi er hreinlega ómögulegt þar sem það er svo mikið af svona "fællesspisning" þar sem ffólk kemur og borðar saman og eyðir öllu kvöldinu sama...í skólanum...


Eða famile dag, eins og er hjá 8. bekk sonar míns...  þá er það sko allur dagurinn..laugardagur...með grilli og allskonar...  og allir verða ða leggja sitt af mörkum og bjóða sig framm í allskonar, fyrir mig er bara nóg vinna að mæta á svona viðburð með eitt nýfætt, tvo 6 ára einn 9 ára og einn 12 ára...  hvað þá þegar erfðaprinsinn er með líka sem er 14 ára.


en við förum alltaf með litlu strákunum á íþróttaæfingarnar og með þeim stóra einusinni í viku og reynum að mæta á flest mót og leiki og keppnir og þannig.  við höfum líka verið svo klár að reyna ða stýra gaurunum okkar soldið að sömu íþróttunum svo þeir eru í 2 íþróttum....ekki 6 mismunandi.  Það er heppilegt að það gekk upp svona áhugasviðslega séð.


En þó við séum ekki alltaf allstaðar þá erum við oftast á flestum stöðum og þegar við erum ekki til staðar þá er upplifunum deilt við kvöldverðarborðið og sigrum fagnað og töp rædd og allt svoleiðis.  Svo erum við líka heppin með ömmur og afa í kringum okkur sem bæði hafa mætt á jólaf0ndurdaga (já...  það eru jólaf0ndurdagar hjá öllum,....og líka á frístundarheimilium allra....það eru ROSA margir jólaföndurdagar á ári :P ) og fótboltamót og júdómót og svoleiðis  

strákamamman;)

Ice1986 | 29. ágú. '15, kl: 13:02:37 | Svara | Er.is | 1

Við erum löt og leiðinleg líka. Mér finnst ekkert mál að gera eitthvað einstaka sinnum. Má alveg skella í fjáraflanir fyrir sérstakar ferðir, t.d. útskriftarferð í 10 bekk eða sérstaka keppnisferð. Það þarf bara að halda því í lágmarki og bæði skóli og íþróttafélög að hafa í huga að þau eru ekki ein í þessu ( þ.e. flest börn eru í bæði). 


Alveg sammála með að ég nenni ekki að sinna einhverju sjálfboðastarfi í þessum íþróttum. Ég borga fyrir tómstundina og það á að vera nóg. Mér finnst samt mikilvægt að mæta og styðja börnin sín í keppnum eða sýningum. En sumar íþróttir mættu reyndar alveg minnka þessi endalausu mót - sérstaklega úti á landi.


Ég er reyndar talsmaður þess að skólakerfið sé alveg tekið í gegn með þetta. Leikskólar, grunnskólar og helst menntaskólar eiga að vera skyldaðir til að setja starfsdaga á sömu daga yfir skólaárið. Varðandi félagsstarfið þá finnst mér þetta orðið of amerískt. Nánast gengið út frá því að annað foreldrið sé í stöðu til að skutlast með barnið og eyða endalausum tíma í eitthvað félagsstarf. Það bara gengur ekki fyrir íslenskar fjölskyldur. Það þarf að setja miklu meira samstarf í gang milli vinnumarkaðar og skólakerfisins. 
Ég vil að þetta starfsdaga og frívesen sé alveg tekið í gegn og svo mega ofurmömmur ( sem að minni reynslu eru flestar í lítið krefjandi störfum/heimavinnandi eða í háskólanámi) dúlla sér við að skipuleggja öll herlegheitin- bara ekki vera fúl þegar ég í 110% vinnu, með fjölskyldu og heimili nenni ekki að mæta.  

bogi | 29. ágú. '15, kl: 13:18:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ef að það væri ekki sjálfboðaliðastarf í íþróttum þá þyrftir þú að borga meira. Ok kannski hefur þú efni á því en það hafa ekki allir, þetta er nógu dýrt fyrir. Og ef iðkendum fækkar þá er líklega ekkert eftir til að borga fyrir hvort sem er.


Mér finnst fólk oft á tíðum bara alltof upptekið af sjálfu sér og heldur að það sé bara hægt að borga fyrir allt í lífinu. 

daggz | 29. ágú. '15, kl: 14:03:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þér. Svo kostar starfið í heild sinni bara miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir.

--------------------------------

bogi | 29. ágú. '15, kl: 15:38:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og svo er talað niður til fólksins sem er að leggja þessa hluti á sig fyrir börnin þeirra, alveg hræðilegar þessar "ofurmömmur".

Allegro | 29. ágú. '15, kl: 16:30:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já finnst það meira en óþarfi. 


Finnst jafn ömurleg þessi skot á "ofurmömmurnar" og hinar sem að einhverjum ástæðum mæta ekki. 


Þar fyrir utan er það ekki  mín reynsla  að "ofurmömmurnar" séu þær sem hafa ekkert betra að gera en að dúlla sér við að halda utan um foreldrastarf á vegum íþróttafélaga.


Ég er ótrúlega þakklát þeim sjálfboðaliðum sem leggja vinnu í mótin og ferðirnar sem börnin mín hafa notið góðs af. 

daggz | 29. ágú. '15, kl: 19:59:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, segðu. Það finnst mér einstaklega lágkúrulegt.

--------------------------------

strákamamma | 30. ágú. '15, kl: 10:00:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín upplifun er öðruvísi...


M´r finnst frábært að fólk nenni að vera i foreldrafélöögum og slíkt...  en það er fólkið sem planar allskonar viðburði á vinnutíma...eða heilan laugardag með bekk barnsins...eða Fællesspinsing á miðvikudegi til kl hálf tíu á kvöldin....


það er liðið sem ég saka um að hafa ekkert betra að gera.


Hitt fólikið er bara algerar hetjur 

strákamamman;)

daggz | 30. ágú. '15, kl: 19:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörar hetjur? For real? Getur þú mögulega gjaldfellt orðið hetja meira?

Þetta kemur hetjuskap ekkert við. Og heldur ekki af því fólk hefur ekki eitthvað betra að gera, fólk velur, forgangsraðar og þeim finnst þetta greinilega bara mikilvægara en þér.

--------------------------------

strákamamma | 30. ágú. '15, kl: 20:27:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú...það er hetjuskapur að standa í foreldrafélagi ...  allavega í mínum bókum..




fólk sem planleggur þúsund viðburði á einu skólaári sem eiga sér stað á vinnutíma fólks td eða ræna fólk heilu og hálfu helgunum....  þá finnst mér að fólki vanti hobbí.


Þessir tveir hópar fólks eru alls ekki  sama fólkið...allavega ekki í minni sveit. 

strákamamman;)

daggz | 29. ágú. '15, kl: 14:02:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þetta eiginlega bara fyndið. Heldur þú að æfingagjöldin dugi fyrir öllu starfinu?

Það yrðu aldrei nein mót (ekki nema kannski örfá með styrktaraðila og þá mest í fótboltanum), engir verðlaunapeningapeningar til að gefa á þessum litlu mótum (sem er að mínu mati með þeim mikilvægustu) og ekkert gaman að æfa ef foreldrar væru ekki til í að hjálpa við starfið. Það er ekkert gaman fyrir b-nrin að æfa bara og æfa og ekkert mskemmtilegt gert, hvorki mót né liðseflingar viðburðir (æfingaferðir, skemmtikvöld o.þ.h.).

--------------------------------

strákamamma | 29. ágú. '15, kl: 17:26:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

spes hvað íþrottir minna barna eru alveg fullt af mótum og keppnum...samt eru félagsgjöldin lægri en á ísl og ég hef aldrei þurft að leggjast í fjáröflun fyrir mót eða ferðir

strákamamman;)

smusmu | 29. ágú. '15, kl: 17:47:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þér er nær að búa í útlöndum ha!!? xÞ

daggz | 29. ágú. '15, kl: 20:03:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er náttúrulega alveg marktækur samanburður. Það er alveg sama á hvað þú lítur, þú getur ekki borið saman ísland og -nnur ríki sem gera miklu betur við barnafólk.

Staðan hér á landi er ekki svona. Í mínu íþróttafélagi duga æfingagjöld ekki einu sinni fyrir þjálfaragjöldum (og þau eru fkn lág). Hvað þá að þau dugi fyrir tómstundastarfinu í kringum allt þetta, mótin og allt það. Svo erum við svo vel búin að við þurfum meira að segja að borga til SSÍ fyrir hvert barn sem æfir annars má það ekki keppa. Og það er alveg dágóð upphæð.

Ef æfingagjöldin ættu að komast eitthvað nálægt því að standa undir þessu þá þyrfti að hækka þau upp úr öllu valdi og það yrði örugglega lang flestum foreldrum erfitt að greiða.

--------------------------------

bogi | 29. ágú. '15, kl: 22:38:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Íþróttastarf á Íslandi er líklegra dýrara en í Danmörku vegna þess að aðstaðan er oft á tíðum dýrari (og betri) og fagfólk að þjálfa en ekki foreldrar.

strákamamma | 30. ágú. '15, kl: 08:13:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bæði í Júdóinu og fótboltanum eru fagmenn að þjálfa syni mína og aðstðan er alveg eins og heima

strákamamman;)

hallon | 30. ágú. '15, kl: 08:45:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ríkið þá ekki að styrkja íþróttastarfið meira í DK?

strákamamma | 30. ágú. '15, kl: 09:58:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki ólíklegt.....

strákamamman;)

Mammzzl | 30. ágú. '15, kl: 08:25:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég borga einhver dýrustu fótboltaæfingagjöld á landinu - aðstaðan sem börnin æfa í er langt frá því að vera eitthvað voða góð, og þótt þjálfaramenntað lið séu skráðir þjálfarar eru mjög oft krakkar úr efri flokkum að sjá um æfingarnar... Svo því miður á þetta allavega ekki alltaf við :/

Sodapop | 29. ágú. '15, kl: 18:09:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú veist væntanlega að það er reykvísku félögunum í sjálfvald sett að skrá sína iðkendur á mót úti á landi, og þitt að leyfa barninu þínu að leggjast í slíkar reisur. Það er alveg hægt að sleppa slíkum mótum, hjá þessum lásí sveitadurgafélögum sem láta sér detta það í hug að halda íþróttamót einhvers staðar úti í krummaskuði á hjara veraldar...


En fyrir forvitnis sakir, hvað leggurðu þá til fyrir þá krakka sem ekki eru svo heppin að eiga foreldra sem hafa séð að sér og flutt til höfuðborgarinnar, á skríllinn utan af landi að koma til Reykjavíkur fyrir öll mót, eða viltu að landinu verði skipt upp í Reykjavík og hverfið-úti-á-landi, hvor hluti sér um sig og sín íþróttamót, svo sleppið við þau óþægindi að fara út fyrir ykkar comfort zone?

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

Boozt | 29. ágú. '15, kl: 22:34:39 | Svara | Er.is | 0

Já ég myndi segja að ég væri mjög virk. Búin að vera í stjórn foreldrafélags og bekkjatengill í nokkur ár. Það gengur frekar illa að hætta þar sem fáir eru tilbúnir að leggja þetta á sig og þá eiginlega festist maður svolítið í þessu, því auðvitað vill maður að eitthvað sé gert fyrir krakkana.
Ég er í fullri vinnu (sem ég hef oft þurft að taka frí úr vegna starfsins) og með 3 börn og það er nóg annað að gera líka.

mscube | 30. ágú. '15, kl: 09:05:23 | Svara | Er.is | 0

hef alltaf verið í stjórn foreldrafélaganna þegar börnin mín hafa verið á leikskóla. Síðasta barnið var að hætta á leikskóla og ég þar með í síðasta skiptið í slíku starfi tengdu leikskóla. Finnst gaman að geta haft áhrif á það hvað börnin mín fengju að gera í leikskólanum svona utan almenna starfsins.

En ég skil alveg líka að fólk nenni þessu ekki og ætla að vera lata foreldrið í grunnskólanum á næstunni, þó ég sé alveg tilbúin til þess að aðstoða eitthvað.

kökur og fleira góðgæti - á facebook :)

Nagini | 30. ágú. '15, kl: 12:03:02 | Svara | Er.is | 0

Ég mæti á bekkjarkvöld og fundi en þar lýkur mínum mætingum, ég bara er ekki hressa týpan sem finnst gaman að þessu :)

En ég hef hjálpað til við skreytingar og þess háttar eftir að það komst upp um teikniáráttu mína-læt það gott heita!

Óska eftir Nintendo NES tölvu og Tetris leiknum í hana!!!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48021 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien, Guddie