Forseti 2016 skoðanakönnun

Petrís | 12. okt. '15, kl: 21:50:13 | 559 | Svara | Er.is | 0
myndir þú kjósa Ólaf
Niðurstöður
 Já er vinstrimaður 13
 já er hægrimaður 12
 já er á miðjunni í stjórnmálum 24
 nei er vinstrimaður 71
 nei er hægrimaður 6
 nei er á miðjunni í stjórnmálum 56
Samtals atkvæði 182
 

Smá skoðanakönnun um viðhorf fólks til áframhaldandi setu Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum eftir stjórnmálaskoðunum. Ég gef mér þarna að fylgjendur Vinstri grænna og Samfylkingar séu vinstri menn, Framsóknar og Sjálfstæðis, hægrimenn og píratar og aðrir óskilgreindir á miðjunni.

 

Grjona | 12. okt. '15, kl: 21:58:35 | Svara | Er.is | 4

Fokk nei.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Lillyann | 12. okt. '15, kl: 22:24:13 | Svara | Er.is | 1

ekki í þetta sinn .það er komin timi á nýjan á bessastaði

_________________________________________________
horfðu á björtu hliðarnar
heimurinn gæti verið verri

Kaffinörd | 14. okt. '15, kl: 09:22:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk kærlega svo það er m.a. þér að þakka að við höfum þurft að sitja upp með þennan sjálfhverfa pólitíkus á Bessastöðum. Bara enn og aftur takk KÆRLEGA fyrir!!!!!!

Lillyann | 14. okt. '15, kl: 10:57:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

your welkome :)

_________________________________________________
horfðu á björtu hliðarnar
heimurinn gæti verið verri

Kaffinörd | 14. okt. '15, kl: 13:38:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm og ég hef aldrei verið eins stoltur af mínusunum sem ég fékk fyrir þetta innlegg

elinnet | 12. okt. '15, kl: 22:24:22 | Svara | Er.is | 2

bara HELL NO! 

Þjóðarblómið | 12. okt. '15, kl: 22:25:46 | Svara | Er.is | 0

Nei aldrei en veit ekki alveg hvar ég er staðsett í stjórnmálim - ef einhvers staðar.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Petrís | 12. okt. '15, kl: 22:59:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég hefði sett það inn sem valkost en það eru bara gefnir 6 valkostir því miður :)

noneofyourbusiness | 12. okt. '15, kl: 22:27:39 | Svara | Er.is | 5

Frekar kysi ég kind. 

Lillyann | 12. okt. '15, kl: 22:30:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

me :)

_________________________________________________
horfðu á björtu hliðarnar
heimurinn gæti verið verri

assange | 12. okt. '15, kl: 22:33:50 | Svara | Er.is | 0

Ja

tóin | 12. okt. '15, kl: 22:45:40 | Svara | Er.is | 3

Það fer alfarið eftir því hverjir eru í framboði hvern ég kýs

12stock | 13. okt. '15, kl: 22:19:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er nú alltaf hægt að útiloka Ólaf Ragnar Grímsson.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

tóin | 13. okt. '15, kl: 23:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei, það fer eftir því hverjir aðrir eru í framboði - það eru þó nokkrir einstaklingar sem ég myndi aldrei kjósa til forseta og ef valið stendur milli einhvers þeirra og Ólafs þá kysi ég Ólaf Ragnar.

Petrís | 13. okt. '15, kl: 23:26:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er nefnilega sammála þér þarna, það má vera góður kandídat til að ég ýti Ólafi frá, en ef það kemur einhver spes eins og Bergþór Pálsson t.d eða Gerður Kristný þá yrði ég að íhuga það vandlega

Grjona | 15. okt. '15, kl: 21:12:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég myndi aldrei kjósa ÓRG, þó sjálfur andskotinn (eða DO, same sjitt) væri í framboði á móti honum, myndi ég ekki kjósa hann. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

sigmabeta | 15. okt. '15, kl: 17:42:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski fara bara Ástþór og Sturla vörubílstjóri á móti honum

12stock | 15. okt. '15, kl: 19:17:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jahh, það væri allavega ekki verri kostur.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Grjona | 15. okt. '15, kl: 21:12:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá myndi ég hiklaust kjósa Ástþór.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Ruðrugis | 12. okt. '15, kl: 23:16:42 | Svara | Er.is | 0

Nei aldrei. Og það vantar þann möguleika. Ég er enginn vinstri-hægri-miðjumaður

T.M.O | 13. okt. '15, kl: 00:39:11 | Svara | Er.is | 0

nei þetta er orðið fínt.

QI | 13. okt. '15, kl: 01:41:27 | Svara | Er.is | 1

það ætti að leggja niður þetta óþarfa embætti, mannfílan er bara í eiginhagsmunagæslu hvort eð er.

.........................................................

túss | 13. okt. '15, kl: 11:18:27 | Svara | Er.is | 2

Nei.þetta er bara komið gott. Sagði hann ekki síðast að hann myndi kannski ekki klára þetta tímabil.... Held að allir eigi að hætta við ellilífeyrisaldur, líka forsetar .

She is | 13. okt. '15, kl: 11:19:51 | Svara | Er.is | 1

ég er viðrini í stjórnmálum og hef ef ég man rétt aldrei kosið Ólaf, hans tími er svo sannarlega liðinn.

bogi | 13. okt. '15, kl: 22:47:18 | Svara | Er.is | 2

ef enginn annar en hann er í framboði mæti ég til að skila auðu.

Zagara | 14. okt. '15, kl: 16:55:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér. 

bananasplittid | 13. okt. '15, kl: 23:12:55 | Svara | Er.is | 0

Samfylking er miðjuflokkur og Píratar eru hægriflokkur.

Kaffinörd | 14. okt. '15, kl: 09:24:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samfylkingin miðjuflokkur LOL. Hvar varst þú þegar síðasti landsfundur var haldinn segi ég nú bara.

Felis | 13. okt. '15, kl: 23:18:49 | Svara | Er.is | 1

Aldrei. Myndi frekar kjósa flesta aðra og í versta falli skila auðu.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Kaffinörd | 14. okt. '15, kl: 00:04:26 | Svara | Er.is | 6

Hvernig dettur fólki í hug að kjósa þennan mann. Og þá alveg sérstaklega eftir skelfilegt drottningarviðtal við hann á Bylgjunni á sunnudaginn þar sem hann var æstur og hafði hátt og var eins ósamkvæmur sjálfum sér og hugsast getur. Stundum vill hann lýðræði og tjáir ást sína á því og stundum þarf hann nauðsynlega að hafa vit fyrir þjóðinni. Og svo sagði hann að það væri ekki sama óvissa um stjórnskipunina og 2012. Heyr á endemi. Þvílíkt bull. Að sjálfsögðu er mikil óvissa um stjórnskipunina á meðan Alþingi klárar ekki stjórnarskrarmálið á forsendum þjóðarinnar heldur er að vinna að málinu á bakvið tjöldin í sína þágu og sérhagsmunanna.


BURT MEÐ PÓLITÍKINA FRÁ BESSASTÖÐUM!!!!!!!!!!!!

bogi | 14. okt. '15, kl: 09:00:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Svo skilur hann ekki hvað embættið sé eftirsóknarvert og hvort að fólk geri sér ekki grein fyrir því hverju þarf að fórna til að gegna því. Hann er sem sagt óbeint að segja "krakkar mínir, þið vitið ekkert í ykkar haus, best er að ég haldi bara áfram". Þvílíkur lúði.

Kaffinörd | 14. okt. '15, kl: 09:25:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þarna vill hann einmitt hafa vit fyrir þjóðinni

Zagara | 14. okt. '15, kl: 17:06:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Mér finnst líka svakalegt hvað fólk er margt hvert orðið meðvirkt því að hann sé forseti. Alls konar fólk er farið að kaupa það að Ísland geti ekki án hans verið og að hann þurfi að vera áfram til að "klára" einhverja hluti. Það segir mér bara hvað það er svakalega mikil þörf á að setja reglur sem koma í veg fyrir svona þaulsætna forseta. Ég vil að hann fari og helst að hann átti sig á því sjálfur með því að bjóða sig ekki fram og segja það.


Svo er þetta líka þvílík óvirðing við alla landsmenn að gefa það ekki út hvað hann ætlar að gera með nógu góðum fyrirvara þannig að fólk sem hefur áhuga á að bjóða sig fram viti hvað það er að fara út í. Ég er farin að fá reiðiköst við að sjá nafnið á manninum í fjölmiðlum mér finnst hann svo óforskammaður.


Mér finnst reyndar líka, svo að ég haldi áfram, ömurlegt að fjölmiðlar taki þátt í þessum véfréttaleik hans Ólafs. Geta þeir ekki hætt að eyða púðri að velta því fyrir sér hvað forsetinn er að reyna að segja (þar sem hann er hvort sem er viljandi margræður) og sent ákall um að hann tali hreint til fólksins í landinu? Það vita allir að Ólafur er að leika sér með fólk og fjölmiðla og það á ekkert að láta hann komast upp með það.

Kaffinörd | 14. okt. '15, kl: 18:33:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leggja niður embættið og sameina það embætti forseta Alþingis,jafna Bessastaði við jörðu og byggja þar nýjan alþjóða flugvöll

Klingon | 14. okt. '15, kl: 19:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst það nú bara helvítis frekja að ætlast til þess að einn mögulegur frambjóðandi sé krafinn svara umfram aðra.
Er það bara svo að Þóru floppið endurtaki sig ekki?

extraextra | 15. okt. '15, kl: 18:06:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála, það hringir mörgum viðvörunarbjöllum þegar Ólafur Ragnar telur að enginn geti komið í hans stað. Það er til nóg af frábærlega vönduðu fólki sem ætti fullt erindi í þetta embætti. 

Grjona | 15. okt. '15, kl: 21:13:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pældu í því að það er fólk með kosningarétt sem hefur aldrei þekkt annað en þennan mann sem forseta. Það er hrollvekjandi :/

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

sire | 14. okt. '15, kl: 13:46:44 | Svara | Er.is | 2

Nei, aldrei kosið hann, hans tími er löngu kominn. Bye Felicia.

Klingon | 14. okt. '15, kl: 19:54:31 | Svara | Er.is | 0

Svo lengi sem Hr.Ólafur býður sig fram kýs ég hann.
Dýrka hann.

Arel | 14. okt. '15, kl: 21:38:35 | Svara | Er.is | 0

Hef aldrei kosið hann. Langar svo í forseta sem ég get verið stolt af eins og Vigdís var. Ber mikla virðingu fyri henni enga fyrir Ólafi.

sigga super | 15. okt. '15, kl: 01:01:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já HR ólaf bara áfram á bessastaði.

bananasplittid | 15. okt. '15, kl: 12:56:29 | Svara | Er.is | 0

Ólafur Ragnar er eins og einræðisherra. Hvers vegna tökum við ekki upp konugsveldi á Íslandi. Það færi Ólafi Ragnari vel.

Það er auðvitað frábært að hafa Ólaf Ragnar sem sér hvað íslenska þjóðin er öðrum fremri. Svo kemur sér vel hvað hann er vel að sér viðskiptum og kann að græða og hann á sko vini á réttum stöðum.

Ísland! Best! Best í heimi!

Petrís | 15. okt. '15, kl: 18:18:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meðan þjóðin velur forseta með frjálsri atkvæðagreiðslu er varla hægt að tala um einræðisherra. Ef fólki finnst hann svona svakalega slæmur ætti ekki að vera mikið mál að fara gegn honum í kosningum, fyrst hann er svona mikil byrði á þjóðinni. Það hljóta að fara að þyrpast fram kandídatar sem samkvæmt þessu fella hann auðveldlega, ég bíð spennt

Horision | 15. okt. '15, kl: 20:58:12 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað á Ólafur að sitja áfram. hann er rétt nýsestur.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48023 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123