Fyrirtæki? Búð? Kann einhver?

anitaosk123 | 25. nóv. '15, kl: 02:22:48 | 369 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ.

Ég og maðurinn minn erum með hugmynd af búð sem okkur langar að opna.

Það eina sem er komið á hreint er hvernig búð þetta verður og hvernig vörur verða til sölu.
Það er ýmislegt sem við þurfum að pæla í og ég geri mér grein fyrir því að þetta gerist ekki 1, 2 og bingó. Mig langaði að spurja hvað ég þarf að gera þegar það kemur að því að stofna þetta? Ég kaupi kennitölu er það ekki? Hvað kostar það? Þarf ég einhver leyfi eða slíkt? Það verður ekki matvara eða slíkt til sölu bara dót.. er hægt að lesa um allt þetta ferli einhverstaðar á netinu? Ef svo megiði endilega benda mér á það :) Mér langar að sjá hverju ég þarf að pæla í og reyna reikna út kostnað og svona.

Öll svör eru vel þeginn, fyrirfram takk! :)

 

daffyduck | 25. nóv. '15, kl: 03:28:46 | Svara | Er.is | 2

Leitt að segja og afsakðu er ekki að reyna vera leiðinlegur.
En þetta hljómar sem afskaplega slæm hugmynd. Markaðurinn er fullur af svina dóta/skran búðum. Eins og td tiger, megastore o.s.frv.. Ég myndi endurskoða þessa hugmynd með fullri virðingu, þá held ég að svona búð muni ekki ganga vel.

Háess | 25. nóv. '15, kl: 03:45:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Reyndar er það rangt hjá þér.

Ef manneskjan er með eitthvað annað en drasl frá Aliexpress gæti vel verið markaður fyrir það.

Hún þyrfti að finna sinn markhóp og gera nokkrar greiningar áður en hún fer af stað, það er ekkert mál.

Ég er ekki með starfrækt fyrirtæki í augnablikinu, en ég á sf. kennitölu frá því þegar ég rak starfsemi, það er best að byrja á því.

Reyndar gekk mín starfsemi mjög vel, en ég sá ekki neina ástæðu fyrir því að skipta yfir í ehf. eina breytingin þannig langað, er sú, að ef þú ferð á hausinn geturðu klínt öllu á kennitöluna og sloppið, en með sf. þá þarftu að standa undir rekstrinum sjálf/ur sama hvað.

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

daffyduck | 25. nóv. '15, kl: 03:57:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Heldurðu það ?
Ég verð því miður að vera ósammála þér í þessu. Finnst bara ekki vera neinn markaður hérna fyrir fleirri skranbúðir. Sérstaklega í ljósi þess að sífellt fleirri eru einmitt að versla sitt skran og fatnað og slíkt af aliexpress og sambærilegum netverslunum. Heyrði í útvarpinu um daginn að verslun við þessa síðu (ali) hefði aukist um helming frá því á síðasta ári og búist var við því að hún myndi aukast um amk þriðjung á næstu ári.
Tímarnir eru að breytast fólk vill bara í meira og meira mæli versla heima í tölvunni.
Svo að samkeppni við hinar skranbúðirnar og svo líka netið. Ég myndi amk ekki vilja setja mikinn pening í svoleiðis áhættufjárfestingu.

Háess | 25. nóv. '15, kl: 04:01:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, ég er algjörlega sammála þér í því.

En hvar nefnir manneskjan skran?

Það er fullt af fólki sem fær fullt af flottum hugmyndum eða umboð sem virkilega eru þess virði að stofna félag um.

Hinir geta bara haldið sér við handprjónið eða haldið áfram að svíkja undan skatti, ég nenni allavega ekki að skipta mér af því.

Já og, ekki segja mér frá því hvernig tímarnir breytast, ég fylgist frekar vel með og er alveg up to date.

Manneskjan var að spyrja mjög einfaldrar spurningar og þú ert að gera hana flóknari en hún á að þurfa að vera.

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

Háess | 25. nóv. '15, kl: 04:03:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já og, held ég hvað?

Ég held ekkert, ég veit hvernig sf. ehf. hf. og allt þetta virkar.

Þú virðist hinsvegar ekki hafa hugmynd um það.

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

daffyduck | 25. nóv. '15, kl: 04:16:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er bara segja frá því sem því sem ég heyrði á bylgjunni um netverslanir um daginn.
Ég er ekki að reyna rífast við þig um hvor okkar veit meira um hf eða ehf. Enda skiptir það ekki máli.Spurningin er, er einhver markaður fyrir fleirri dóta/skran búðir. Mér finnst ekk,i en þú ert ósammála. Hvorugur okkar getur sagt það fyrir víst. Þetta fer líka allt eftir því hversu mikinn pening þau geta sett í þetta, markaðssetningu td og hvort þetta dót/skran sé eitthvað sem fólk vill og getur ekki auðveldlega fengið hvar sem er.

Háess | 25. nóv. '15, kl: 04:18:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Æi góði, þú veist ekkert um verslunarrekstur út frá einhverju rusli sem þú heyrðr á "bylgjunni um daginn", haltu þig við eitthvað sem þú hefur vit á og tjáðu þig þar.

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

daffyduck | 25. nóv. '15, kl: 04:26:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert aldeilis góður með þig.
Heldur þú að þú vitir meira en þessi maður sem er búinn að rannsaka markaðinn. Netverslanir og hvernig verslanarekstur gengur á Íslandi í dag.
Ef þú ert svona mikill sérfræðingur afhverju ert þú ekki tekinn í viðtal í útvarpinu um hvað markaðurinn gengur vel ?
Sannleikurinn er einfaldlega sá að fleirri og fleirri smáverslanir eru að leggja upp laupana í dag, einmitt út af samkeppni við netið og stórar keðjur með mikið fjármagn á bakvið sig.

Háess | 25. nóv. '15, kl: 14:18:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Málið er frekar það að mun fleira fólk anar út í eitthvað rugl án þess að gera nægilegar rannsóknir fyrst.

Ef þú vinnur heimavinnuna þína, ert með góða vöru og beinir henni að réttum markhópi þá ertu í góðum málum.

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

Triangle | 25. nóv. '15, kl: 14:42:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Stundum er gaman að taka áhættur.


Heimurinn væri nú ansi dapur ef enginn myndi reyna neitt sem gæti floppað.

Háess | 25. nóv. '15, kl: 14:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkúrat.

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

Háess | 25. nóv. '15, kl: 04:06:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

(já og kannski ætti ég að bæta við að ég hætti rekstrinum af því ég flutti úr landi, ekki af því að sf. var ekki að borga sig.)

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

mars | 25. nóv. '15, kl: 21:31:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varstu kannski með verslun á Laugaveginum?

Háess | 25. nóv. '15, kl: 22:19:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég er útrásarvíkingur.

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

mars | 25. nóv. '15, kl: 22:30:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef það er búðin sem mig grunar pínulítið að um sé að ræða þá sakna ég hennar heilmikið;)

Háess | 25. nóv. '15, kl: 22:40:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var samt að grínast, hef aldrei verið með verslun Laugaveginum. ;)

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

Háess | 25. nóv. '15, kl: 22:18:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég er útrásarvíkingur.

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

anitaosk123 | 25. nóv. '15, kl: 21:21:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir ráðið en ég er EKKI að tala um að selja rusl eins og í tiger eða megastore :) Ég er með frábæra hugmynd af vörum sem eru EKKI seldar hér á landi og það er enginn slík búð hér :) Ég skrifaði bara dót því ég vill alls ekki segja frá fyrr en ég er búin að opna :)

Háess | 25. nóv. '15, kl: 03:47:52 | Svara | Er.is | 1

Fyrst og fremst þarftu að gera markaðsrannsóknir, finna þinn markhóp og athuga hvort þessi markhópur vilji kaupa vörur af þér.

Það er fyrsta skref.

Ég myndi í þínum sporum kanna það vel og vandlega áður en þú ferð að kaupa þér kennitölu.

Hvernig starfsemi yrði þetta?

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

Steina67 | 25. nóv. '15, kl: 15:05:23 | Svara | Er.is | 1

Þú byrjar á því að kanna hvort það sé markaður fyrir þennan varning.  Oft er betra að koma sér á kortið með því að byrja með vefverslun og geta sér gott orð þannig, svo fara að auglýsa opið hús og þegar áhuginn er orðinn það mikill að þá er kanski fínt að opna búð með opnunartíma.  


Þegar þú sérð fram á að geta opnað búðina að þá stofnar þú ehf og færð kennitölu og það kostar 130.500 og þarf að eiga 500.000 kr. í hlutafé og hér finnurðu samþykktirnar sem til þarf https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/synishorn-af-samthykktum/ , svo þarf að fá virðisaukaskattsnúmer og tilkynna starfssemi.


Það eru ágætis leiðbeiningar hér og svarar mörgum spurningum  http://www.frumkvodlar.is/kostnadur-nystofnadra-fyrirtaekja/   eins inn á  https://www.rsk.is/atvinnurekstur/ad-hefja-rekstur/.


Þetta getur verið flókið ferli og mér er sagt af mér fróðari mönnum (bæði kennurum og endurskoðanda og námsbókum) að þú stofnar ekki ehf fyrr en þú ferð að fá tekjur.  ÉG gerði mitt ferli í samráði við endurskoðanda þannig að hann fór yfir gögnin og hann leiðbeindi mér, jú ég borgaði fyrir það.  Eins er hægt að láta endurskoðanda sjá um þetta og þá jú borgar maður fyrir það.  Allt kostar þetta og þarf að vera rétt.


Gangi þér vel

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

anitaosk123 | 25. nóv. '15, kl: 21:29:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir gott svar :) Hvernig fer ég að því að opna netverslun? Fyrir utan að setja upp síðuna og panta inn vörur, þarf ég ekki að stofna ehf til þess að opna netverslun?

arnahe | 25. nóv. '15, kl: 22:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Endilega nýttu þér þjónustu nýsköpunarmiðstöðvar. Oft frí námskeið og einnig hægt að panta bara fund og aðstoð hvernig sé best að stofna eitthvað nýtt :)

Steina67 | 26. nóv. '15, kl: 09:02:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur byrjað á því að reka hana á eigin kennitölu, veit ekkert um hvernig maður setur upp síðu eða þannig dót, sækir um að geta selt með kreditkortum hjá þar til bærum aðilum, sem ég hef ekki tíma til að leita að, skoðaðu Valitor, Borgun og þær síður.  Svo er sniðugt að vera með facebooksiðu og auglýsa þannig, þ.e. ekki með leikjum heldur með því að kaupa auglýsingu sem birtist, getur alveg stjórnað því hve oft hún birtist og hverjum hún birtist.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Ice1986 | 26. nóv. '15, kl: 12:27:11 | Svara | Er.is | 0

Velur þér rekstrarform, ehf, slf... 
https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/stofnun-felaga-i-atvinnurekstri/

Pældu í óbeinni og beinni ábyrgð. 


Þarft ekki leyfi til að reka almenna búð held ég. 


En mig langar að taka undir það sem fleiri eru að benda á. Ertu viss um að stofna búð? Ef þú ætlar í ódýrar vörur, heldur þú að þú getir keppt við Hagkaup, rúmfatalagerinn o.þ.h. verslanir? Svo versla flestir í gegnum netið núna og  þá ertu að keppa við aliexpress. 


Ef þú ætlar að vera með hönnunarvöru og tískuvörur þá ertu líka í mjög mikilli samkeppni. Það eru svooo margar netverslanir sem margar ungar stelpur eru að reka.


Ertu með einhvern lögfræðing/viðskiptafræðing sem getur hjálpað þér aðeins við stofnunina? Ég myndi líka aðeins kanna markaðinn eins og þær fyrir neðan hafa bent þér á. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48025 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Guddie