fyrrverandi sambýlismaður og skattaskuld

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 06:59:50 | 734 | Svara | Er.is | 0

Ég skildi við minn fyrrverandi fyrir tveimur árum, núna í ágúst var dregið af mér töluverða upphæð af endurgreiðslu sem ég átti að fá vegna skattaskuldar hans. Hugsanlegt er að þessi skuld hafi myndast þegar við vorum enn saman en hann var búin að semja um greiðslu þeirrar skuldar og hefur verið að greiða af henni samviskusamlega núna í nokkra mánuði, það er eina skuldin sem hann vissi af að hann skuldaði skattinum. Hefur einhver ykkar lent í svipuðu? Fenguð þið það leiðrétt seinna eða þurftuð þið að bíta í það súra og greiða skuld fyrrverandi makans?

 

___________________________________________

Ágúst prins | 25. ágú. '15, kl: 07:19:01 | Svara | Er.is | 0

Þarft að bita í það súra :/

Mamma lennti i þessu þegar hun skildi við pabba, hann var meira segja giftur aftur en hun þurfti að borga um 300 þúsund i hans skattaskuld því hun kom til í þeirra sambúð :(

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 08:44:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu af hverju hún þurfti að greiða hana en ekki hann?

___________________________________________

ert | 25. ágú. '15, kl: 08:50:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau hafa væntnanlega verið samábyrg fyrir skuldinni. Sá aðili sem hefur meiru tapa neyðist oft til að greiða.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 09:42:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ætli það sé? Nú er til dæmis minn fyrrverandi með hátt í milljón í laun á mánuði á meðan ég er með rétt rumlega 300 þúsund.

___________________________________________

Steina67 | 25. ágú. '15, kl: 09:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og borgar hann þér þá þetta ekki til baka?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

tóin | 25. ágú. '15, kl: 09:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eignum er skipt jafnt og þar með er skuldum skipt jafnt - við skilnað er ekki farið eftir tekjum hjóna þegar eignum er skipt.

ert | 25. ágú. '15, kl: 09:47:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau hafa væntanlega verið samsköttuð.

Samsköttun felst í því að hjón, fólk í staðfestri samvist og fólk í sambúð skilar sameiginlegu skattframtali til skattyfirvalda og borgar sameiginlega skatta eftir því. Samsköttunin felur í sér gagnkvæma og fulla ábyrgð aðila á greiðslum þing- og sveitarsjóðsgjalda beggja aðila. Getur innheimtumaður ríkissjóðs gengið að hvorum aðila um sig til greiðslu þessum gjöldum fyrir þann tíma sem samsköttun varir. Hjá samsköttuðum einstaklingum færist allur óráðstafaður persónuafsláttur vegna tekjuársins til maka og kemur til lækkunar á reiknuðum tekjuskatti eða gengur til greiðslu á útsvari.

http://www.rikiskassinn.is/ordskyringar/

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ágúst prins | 26. ágú. '15, kl: 20:11:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann fékk aldrei neitt inn hjá skattunum. Og hún átti inneign i nokkur ár í röð, þá fór hennar inneign uppí hanns skuld

Ruðrugis | 25. ágú. '15, kl: 07:20:16 | Svara | Er.is | 0

Farðu upp í Tollstjóra í dag og láttu prenta út fyrir þig skuldastöðu ykkar eins og hún var þegar þið slituð samvistum og vertu með þá dagsetningu á hreinu.
Fáðu líka á hreint hvort er verið að draga af þér út af öðru. Ef hann er með samning þá þarf ekkert að vera að greitt sé inn á ykkar sameiginlegu skuldir þú þarft að tékka á því. Það á auðvitað að fara inn á það elsta.

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 08:42:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við vorum búin að fá bréf um að ég skuldaði x mikið og hann x mikið vegna y sem varð til þegar við vorum í sambúð. Ég greiddi þá strax mína skuld og hann samdi um greiðslurnar af sinni skuld, samt var tekið af mér upp í hans skuld. Ég er með mann að vesenast í þessu fyrir mig en langaði bara að heyra hvort einhver hafi lent í þessu.

___________________________________________

She is | 25. ágú. '15, kl: 09:52:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert þú ekki barnsmóðir þessa manns?

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 10:29:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ég er barnsmóðir míns fyrrverandi, af hverju spyrðu?

___________________________________________

She is | 25. ágú. '15, kl: 10:33:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vegna þess að mér finnst hann eðal fáráður að láta bitna á börnunum sínum!!

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 12:49:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hann reyndar gerir það ekki og mun bæta mér þetta upp fái ég þetta ekki leiðrétt frá skattinum.

___________________________________________

bfsig | 26. ágú. '15, kl: 23:25:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki brjóta búbbluna. Hún veit vel að allir karlmenn eru fífl =)

Hula | 25. ágú. '15, kl: 10:19:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þið voruð samsköttuð er ekkert sem heitir hans skuld og þín skuld þannig séð, heldur er þetta sameiginleg skuld.  Ef þú hefur borgað þann hluta sem þú stofnaðir til þá er ykkar sameiginlega skuld bara orðin lægri sem því nemur. 

Veit um konu sem núna 5 árum eftir skilnað missir allar barnabætur og vaxtabætur upp í skattaskuld sem fyrrum eiginmaður hennar stofnaði til á þeirra hjónabandsárum.

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 10:28:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það sem mér finnst skrýtnast er að við fengum sitthvort bréfið fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem fram kom að ég skuldaði x mikið og hann x mikið. Ég borga það sem skatturinn sagði að ég skuldaði strax og hann semur við skattinn um niðurgreiðslu sinnar skuldar, svo núna í ágúst er tekið af mér það sem hann skuldar þrátt fyrir að hann hafi verið búin að semja um niðurgreiðsluna af þeirri skuld, þess vegna kom það öllum að óvörum að skatturinn hafi tekið þennan pening af mér.

___________________________________________

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 10:32:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það sem er kannski fáránlegast af þessu öllu er að þessi skuld varð til þegar við hvorki unnum né bjuggum á Íslandi.

___________________________________________

ert | 25. ágú. '15, kl: 10:35:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var þetta áætlun vegna verktakavinnu, vsk eða álíka? Hann getur skilað inn núll-skýrslum og fengið þetta leiðrétt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 12:55:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei við fluttum út og í allri spennunni við það gleymdum við að tilkynna þjóðskrá um logheimilisflutninginn fyrr en tveimur mánuðum eftir flutninginn. Þess vegna áttum við að borga skattinn og hafði skatturinn sent okkur blað þar sem á stóð hvað hvort okkar skuldaði en svo er tekið meira af mér heldur en þeir sögðu á blaðinu sem verður til þess að hann þarf að borga minna til baka en ég borga töluvert meira. Samt var það út af vinnunni hans sem við þurftum að borga þennan skatt og það þrátt fyrir að hann væri búin að borga skatt af þessum launum í því landi sem hann var að vinna í.

___________________________________________

ert | 25. ágú. '15, kl: 13:00:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er tvísköttunarsamningur við þetta land?

Getið þið sannað fyrir þjóðskrá að þið hafi verið búsett erlendis þessa tvo mánuði?

Það eru einu forsendur kæru sem ég sé í málinu. Ef þið fáið ekki álagningu breytt þá verður dregið af þér nema hann greiði skuldina upp.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 13:05:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við vorum búin að láta kanna það og við eigum að greiða þessa skuld, en það er þetta með að það hafi verið tekið af mér skuld sem hann var búin að gera samning við skattinn um að greiða og hefur verið að greiða af í nokkra mánuði. Má skatturinn taka þá skuld af mér þegar búið er að semja um greiðslu á þeirri skuld og staðið hefur verið við greiðsluáætlunina, það er aðallega það sem ég er að spá í núna.

___________________________________________

ert | 25. ágú. '15, kl: 13:10:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er lögfræðilegt mál. Ég veit að þetta er gert og er venja. Ég geri ráð fyrir að þú þyrftir að fara með málið til yfirskattanefndar og mögulega fyrir dóm ef þú ætlar að breyta þeirri starfsvenju. Ég ráðlegg þér að leita upplýsinga um þetta hjá lögfræðingi sem hefur þekkingu á skattamálum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 13:15:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að kæra þetta og komin með mjög fróðan mann um skattamál í þetta fyrir mig, vonandi dugir það.

___________________________________________

ert | 25. ágú. '15, kl: 13:16:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég efa að það dugi en það má reyna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Hula | 25. ágú. '15, kl: 10:42:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið er bara að þó að þú hafir skuldað x og hann x, þá ert þú jafn ábyrg fyrir hans x og hann.  Þó að hann sé búinn að semja um greiðslu þá borgar ríkið held ég aldrei út ef einhver skuld er einhvers staðar.

Ágúst prins | 26. ágú. '15, kl: 20:13:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má ekki taka af barnabótunum hennar uppí þessa skuld

Ruðrugis | 25. ágú. '15, kl: 13:18:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá hefur hann væntanlega ekki staðið við samninginn fyrst byrjað er að rukka þig.

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 14:33:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú hann hefur gert það og fékk ég meira að segja að sjá yfirlitið hans frá bankanum.

___________________________________________

tjúa | 25. ágú. '15, kl: 16:06:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er samt held ég bara svona. Fyrst það er skuld, þá er minni inneign til útborgunar. Þú "átt" þá ekki peninginn, fyrst önnur skuld er þarna fyrir. Þannig að samningurinn gerði ykkur kleift að dreifa greiðslum fram að þessum tímapunkti en síðan hefur þetta verið eins og uppgjör. 

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 18:06:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er samt ekki skrýtið að þeir hafi ekki látið mig vita af þessu fyrirfram? Og líka þar sem greiðsluáætlunin sýnir að hann eigi að borga til 1. November og þá geti hann samið aftur um eftirstandandi skuld.

___________________________________________

Ruðrugis | 28. ágú. '15, kl: 18:15:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Okei, þá getur verið að þetta sé bara 6 mánaða samningur (eða árs - alla vega tímabundinn samningur) og hann hefur ekki farið og endurnýjað hann og gert nýjan. Þá falla greiðslur niður og innheimta byrjar aftur og hún hefur farið á þig. 


Eða það er það sem mér dettur helst í hug.

ert | 28. ágú. '15, kl: 18:42:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei, eftir því sem ég veit best þá er innheimt af maka þótt staðið sé við samning. Skuldin er gjaldfallin og því er það innheimt af maka sem næst af honum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Trunki | 28. ágú. '15, kl: 19:23:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei sammingurinn er enn í gildi

___________________________________________

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
Síða 1 af 47974 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Guddie, Bland.is, Paul O'Brien, Hr Tölva, Kristler, annarut123