gæludýr í strætó?

skófrík | 25. feb. '15, kl: 21:27:03 | 1143 | Svara | Er.is | 14

Í Svíþjóð er leyfilegt að fara með hundana sína í strætó og ekkert vesen(að mér vitandi), mér persónulega finnst það jákvætt að geta tekið hundinn sinn með þangað sem maður er að fara, það má meira að segja taka hundinn sinn með í dýragarða og bara út um allt, man ekki eftir því að hafa lent í því að gera eitthvað þar sem ég mátti ekki taka hundinn minn með :) 
En þetta er reyndar bara undirskriftarlisti fyrir strætó ferðir ef þið sem eruð þessu fylgjandi viljið kannski krota nafnið ykkar :)

 

skófrík | 25. feb. '15, kl: 21:27:29 | Svara | Er.is | 0

 Úps hérna er listinn :)

 

saedis88 | 25. feb. '15, kl: 21:28:43 | Svara | Er.is | 2

já hví ekki. sé ekkert að því. 

Krabbadís | 25. feb. '15, kl: 21:54:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ekki ég heldur svo framarlega sem eigandinn hafi hemil á dýrinu sínu.

saedis88 | 25. feb. '15, kl: 21:54:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, dýrið yrði auðvitað að vera í taum og svona

Kaffinörd | 25. feb. '15, kl: 21:42:27 | Svara | Er.is | 12

Já nei takk

Raw1 | 25. feb. '15, kl: 21:46:42 | Svara | Er.is | 21

Þá er kanski loksins hægt að umhverfisvenja hunda betur :)
Mér finnst alltaf rosalega margir hundar á íslandi mjög illa umhverfisvanir... Kanski afþví þeir eru bannaðir allstaðar! 

Þetta er er örugglega erfitt fyrst, en batnar :) Mér finnst þetta frábær þróun.. Ég vona svo innilega að þetta verði samþykkt.

dreamcathcer | 26. feb. '15, kl: 01:02:56 | Svara | Er.is | 1

Ef ég á að vera hreinskilin þá held ég að viku eftir að þetta yrði leyft myndu fréttamiðlar fyllast af " barn bitið í stærtó " .....

I may have alzheimer's but at least I dont have alzheimer's

.dreamcathcer

Ellert0 | 26. feb. '15, kl: 01:06:03 | Svara | Er.is | 4

Nei takk, blindrahunda og aðra starfshunda er mér sama um en ég vill ekki að fólk sé almennt að koma með gæludýr nuddandi slefugum feldinum út um allt í strætó.

T.M.O | 26. feb. '15, kl: 01:08:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

hvað með fólk sem er með dýrahár í fötunum og hefur verið þvegið vandlega áður en það fór í strætó?

Ellert0 | 26. feb. '15, kl: 01:17:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nokkuð annað að það séu nokkur hár af einstaklinginum og að hafa hundinn sjálfan þarna. Lifi sjálfur með hundi og það er stór munur á því að vera með hundinum og að hitta eiganda hunds áður en maður fór að lifa með hundi. Var líka ekkert vel við hunda fyrr en að ég fór að kynnast þessum hundi og hefði ég á þeim tíma ekkert viljað vera að fá hunda með mér í strætó og skil vel þá sem vilja það ekki núna.

Hef upplifað báðar hliðarnar hérna og finnst að fólk eigi að geta farið til dýranna að fyrra bragði og að það eigi ekki að koma með dýrin til þeirra.

T.M.O | 26. feb. '15, kl: 01:20:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 21

í mínum huga þá er þetta sveitamennska. Gæludýr bæta lífsgæði fólks mikið og það er alveg hægt að hafa reglur sem láta þetta ganga upp, það er hægt í löndum í kringum okkur.

EvilKitty | 26. feb. '15, kl: 09:43:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ég vil geta nálgast börn að fyrra bragði, mér finnst mjög óþægilegt þegar þeim er troðið upp á mig. Stundum er strætó meira að segja svo fullur af börnum að ég er umkringd. Það lætur mér líða mjög illa. Gífurlegur hávaði af þeim og svo rekast þau utan í mann og standa í eigin heimi svo það er ómögulegt að komast fram hjá þeim. Ég lokaðist meira að segja einu sinni hálf úti og hálf inni í strætó af því ég var svo lengi að troða mér í gegnum þvögu af börnum að strætóbílstjórinn lokaði hurðinni áður en ég komst öll út. Það var mjög óþægileg lífsreynsla.

bogi | 26. feb. '15, kl: 19:57:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

æi afhverju er fólk eins og þú að leggja börn og hunda að jöfnu, ferlega kjánalegt

Nói22 | 26. feb. '15, kl: 20:27:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Af hverju ætti ekki að gera það? Fólk er misjafnt og það sem fer í taugarnar á einum fer ekki í taugarnar á öðrum og öfugt. 

Felis | 26. feb. '15, kl: 20:28:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

af því að börn og hundar eru ekki sambærilegar verur og það gerir eiginlega bæði lítið úr hundum og börnum að bera þetta svona saman (já eða kannski bara lítið úr þeim sem gerir samlíkinguna...)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Nói22 | 26. feb. '15, kl: 20:29:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þeir eru það ekki í þínum huga kannski en aðrir geta verið ósammála.


Og ekki fara í að gera svona lítið úr fólki eins og þú ert að gera í síðustu setningunni.

dogo | 26. feb. '15, kl: 20:47:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hugsa að þeir séu það ekki í hugum flestra eða vonandi ekki allavega þar sem börn mega jú teljast til ákveðins þjóðfélagshóps og því væri eins og bara fullt af fólki fyndist í lagi að að segja að það væri enginn munur á td gömlu fólki og einhverjum dýrum. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru börn líka fólk!

bogi | 26. feb. '15, kl: 21:13:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Fólk sem er að bera saman börn og hunda sér nú bara alveg sjálft um að gera lítið úr sjálfu sér.

Nói22 | 26. feb. '15, kl: 23:17:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei fólk sem fer í þann gír að þetta sé á engan hátt sambærilegt er að gera lítið úr sjálfu sér.

einusinnivarkind | 27. feb. '15, kl: 09:01:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef illa uppalin börn myndu stökkva á fólk, glefsa/bíta fólk, gelta og ógna fólki þá væri þetta sambærilegt. En þetta er ekki á neinn hátt sambærilegt.

Nói22 | 27. feb. '15, kl: 13:51:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Börn hafa nú alveg bitið. En hundar eru nú almennt ekki að bíta eða stökkva á fólk, gelta eða ógna fólki. Yfirleitt eru hundar hlýðnir og eru bara í sínum eigin heimi með eiganda sínum. Ég hef ferðast til margra landa og þar eru hundar í lestum og strætóum og bara ekkert mál. Þeir liggja bara undir sætunum eða við sætin og eru ekki til neinna einustu vandræða. Skil ekki af hverju íslenskur hundar ættu að vera eitthvað öðruvísi.


Börn aftur á móti geta verið með hávaða. Þekki það alveg að vera í strætó og heyra nánast alla í strætó andvarpa þegar þeir sjá leikskólahópinn sem bíður á stoppustöðinni. 

bogi | 27. feb. '15, kl: 15:04:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bjó í Danmörku í 5 ár. Vissulega má fara með hunda í lestar og strætó, mér fannst samt ekki vera mikið um það. Dýr voru ekki í búðum né á veitingastöðum og kaffihúsum.

Nói22 | 27. feb. '15, kl: 15:07:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var í Þýskalandi og þar voru dýr úti um allt. Fannst það æðislegt. Maður var í lestum þar og þar sátu bara dýrin við sætin hjá eigendum sínum og það voru engin leiðindi eða vesen. Hvorki á þeim eða öðru fólki gagnvart þeim. Fannst þetta algjörlega ídeal og þannig vil ég hafa þetta.

Felis | 27. feb. '15, kl: 15:27:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála, hundar voru líka bannaðir í flestum búðum (ég leitaði eftir því eftir einhverja umræðuna hér) og maður sá sárafáa hunda í almenningssamgöngum

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Helvítis | 27. feb. '15, kl: 18:07:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, í minn tæpa áratug í DK sá ég hund nánast á hverju strái, samt ekki jafn mikið og í Berlín.

Hundakrókarnir fyrir utan allar matvöruverslanir eins og þið líklega munið eftir voru alltaf uppteknir og mjög mikið um hunda í lestunum og metrónum, minna þó í strætóunum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

miramis | 28. feb. '15, kl: 10:10:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama i Svíþjóð, þau eru alls ekki út um allt blessuð dýrin.

einusinnivarkind | 27. feb. '15, kl: 16:35:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Enda var ég að tala um illa uppalna hunda sem eiga glataða eigendur. Þessir sem komast ífréttirnar fyrir bíta fólk og allir hundaeigendur keppast um í kommentum við að finna leið tll að kenna fórnarlambinu um, það labbaði of nálægt hundinum og svo framvegis. Ég man ekki eftir að hafa séð margir fréttir af börnum sem ráðast á fólk. Eina ástæðan sem ég vil ekki hunda í bandi í strætó er út af slæmum eigendum, í búri er allt annað mál.

einusinnivarkind | 27. feb. '15, kl: 16:37:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En með leikskóla börnin, ég skil ekki afhverju Reykjavíkurborg er ekki með sérbíla fyrir þau, það er oft ekki pláss fyrir þau í strætó

Zagara | 27. feb. '15, kl: 17:26:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einfalt svar. Það er dýrt.

einusinnivarkind | 28. feb. '15, kl: 10:06:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil

bogi | 27. feb. '15, kl: 15:03:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig eru börn og dýr sambærileg? Á þá almennt sé að bera saman dýr og fólk og leggja að jöfnu?

Nói22 | 27. feb. '15, kl: 15:06:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er að segja að það sem fer í taugarnar á fólki er misjafnt. Börn fara í taugarnar á sumum. Dýr fara í taugarnar á öðrum. Það að láta eins og það sé annað sé eðlilegt en hitt ekki finnst mér út í hött. 

bogi | 27. feb. '15, kl: 15:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það breytir því ekki að börn og hundar eru á engan hátt sambærileg. Að láta sem það sé eðlilegt að börn megi koma í búðir og á veitingastaði og í strætó eins og annað fólk en ekki hundar - hvernig er það út í hött?

Nói22 | 27. feb. '15, kl: 15:10:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Af hverju ættu dýr ekki að fá að fara á veitingastaði? Ég myndi kannski ekki leyfa þau inni á stað en ef staðurinn er með útiborð? Finnst það í fínu lagi.


og það eru margir staðir sem ég vil heldur ekki leyfa börn á, þ.m.t. marga veitingastaði. Metró og svoleiðis staðir eru svosem í lagi en ég vil ekki sitja á einhverjum veitingastað og þurfa að hlusta á grenj og væl og læti og horfa á börn sulla mat kannski niður á gólf, jafnvel fara úr sætunum sínum etc. börn eiga ekkert heima allsstaðar. 

bogi | 27. feb. '15, kl: 15:14:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þá bara heldur þú þig heima :)

Ég hef líka verið á veitingastöðum þar sem fullorðið fólk var með mikil ólæti, hló rosalega mikið og hátt, var dansandi uppi á stólum osfr.

Dýr eiga ekki heima á veitingastöðum vegna hollustuhátta - þannig eru lögin.

Nói22 | 27. feb. '15, kl: 15:21:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Af hverju ætti ég að halda mig heima? Af því að börn eru svo æðisleg og eiga allsstaðar heima? Give me a break. Þau eiga það alls ekki.


og af hverju ætti hundur ekki að geta setið undir borði úti á einhverjum veitingastað? Í berlin er það venjan og enginn segir orð. Ég hef ekki tekið eftir því að það sé neitt vesen þar. Af hverju ætti það ekki að ganga hér á landi?









bogi | 27. feb. '15, kl: 15:23:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Af því að þú þolir ekki fólk - það er hluti af því að tilheyra samfélagi fólks að þurfa að umgangast annað fólk. Sum börn geta vel hagað sér á veitingastöðum og önnur ekki - alveg eins og fullorðið fólk.

 

Miðað við íslenska hundaeigendur þá er ólíklegt að þetta myndi ganga upp -

Nói22 | 27. feb. '15, kl: 15:24:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvað meinarðu að ég þoli ekki fólk? Um hvað ertu eiginlega að tala?

Helvítis | 27. feb. '15, kl: 18:09:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah las ekki svarið þitt áður en ég svaraði.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 27. feb. '15, kl: 18:09:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í Berlín (veit ekki með restina af Þýskalandi) eru dýr velkomin á flesta veitingastaði.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Felis | 27. feb. '15, kl: 08:19:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

að bera saman hunda og börn er einsog að bera saman epli og appelsínur. Vissulega eru bæði spendýr en engu að síður gjörólíkir hlutir. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bogi | 26. feb. '15, kl: 21:12:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börn og hundar eru bara á engan hátt sambærileg -

Dalía 1979 | 27. feb. '15, kl: 08:20:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

líka barni við dýr ja hérna hérna 

1122334455 | 26. feb. '15, kl: 07:53:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru til búr sem fólk gæti notað.

Dalía 1979 | 26. feb. '15, kl: 08:24:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

einmitt það eru ekki allir hrifnir að gæludýrum svo eru sumir með ofnæmi svo skítur þetta kanski á skóna hjá manni eða mígur utan í mann ...þetta myndi aldrei ganga.

katrineir | 26. feb. '15, kl: 09:49:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hefur þú lent í því, að hundur skíti á þig eða mígi?

Dalía 1979 | 26. feb. '15, kl: 11:50:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei enn ég sé þetta samt fyrir mér þurfti að taka stræto í fyrsta skipti núna fyrir stuttu og vagninn var troð fullur af fólki get bara ekki ýmindað mér að hefðu kanski verið nokkrir hundar í vagninum svo á ég nú stórskrítna nágranna sem virðast vera alsgjörir sóðar þegar kemur að hreynsa hundaskit eftir hundana hef oftar enn einu sinni stigið i hunda skít á tröppunum hjá mér get ýmindað mér að þetta fólk myndi ekki hreynsa eftir sýna hunda í stræto ....held að þetta myndi aldrei virka

Bitmý | 26. feb. '15, kl: 12:27:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

merkilegt hvað sumir eru alltaf að lenda í að stíga í hundaskít :) ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tíman séð hundaskít á gangstéttum

Grjona | 26. feb. '15, kl: 23:25:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef séð hundaskít á gangstéttum. Það er reyndar ekki algeng sjón á Íslandi en t.d. í sumum borgum í Frakklandi þarf í alvöru virkilega að passa sig til að vaða ekki hundaskít upp í ökkla þegar maður gengur um gangstéttirnar. Virkilega miður geðslegt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

dekkið | 27. feb. '15, kl: 11:56:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er mjög algegnt að sjá hundaskít á röltinu hér í Grafarvoginum :/

Grjona | 27. feb. '15, kl: 13:45:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, það er ekki algengt á mínu svæði. En sést alveg.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

dekkið | 27. feb. '15, kl: 15:17:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hér í Grafarvoginum er líka mjög algengt að hundaeigendur haldi að reglurnar um hund í bandi eigi ekki við sig. Held að Grafarvogsbúar séu með met í hundaeign á Íslandi. En á sumrin líður ekki einn dagur án þess að sjá hundaskít eða lausan hund. Sé reynar í hverri viku lausan hund yfir veturinn. Þetta fér rosalega í mig og er kannski ástæða fyrir því að ég er ekkert hrifin af hundum. Þessir hundaeigendur sem telja sig yfir lögin hafnir eyðileggja fyrir hinum.

Nói22 | 27. feb. '15, kl: 15:27:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

reyndar að þá getur fólk auðveldlega ruglast á gæsaskít og hundaskít. Hann er mjög líkur.


Ekki að segja að það eigi endilega við í þessu tilfelli en ég hef alveg tekið eftir tilfellum þar sem fólk er alveg brjálað yfir endalausum hundaskít og svo hefur komið í ljós að þetta er gæsaskítur. 

dekkið | 27. feb. '15, kl: 15:29:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gæsir eru nú ekki mikið inn í miðju hverfi hér í Grafarvoginum. Allavega ekki sem ég hef séð. En ég hef hinsvegar séð mikið um það út um gluggan að fólk leyfir hundinum að gera þarfir sínar og labbar svo burt.
Svo er líka vandamál með rusaltunnur. Þær fá ekki að vera í friði og því ekki auðvelt fyrir fólk að henda skítnum, sem er örugglega ein af ástæðum að fólk nennir ekki að taka þetta upp.

Nói22 | 27. feb. '15, kl: 15:31:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég held að þetta hangi svolítið saman við þetta með ruslatunnurnar. Ef þær eru fáar að þá er líklegra að fólk nenni ekki að taka skítinn upp því það vill ekki labba langar með hann. Sem er auðvitað viss leti og ég er ekki sammála því að það eigi að vera þannig. En það að þær séu svona fáar (og þær eru það) gerir það að verkum að fólk sleppir þessu frekar.

dekkið | 27. feb. '15, kl: 15:35:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já það er örugglega hluti afþessu en þetta var vandamál áður en tunnurnar hurfu, bara ekki svona mikið. Það eru alltaf svartir sauðar og við verðum bara meira vör við þá hér í Grafarvoginum þar sem hundaeign er hlutfallslega meiri.


Ég hika ekki við að hringja og kvarta undan fólki í blokkunum í kring ef ég sé það úti með lausan hund. Fólkið sem bjó í blokkinni fyrir aftan okkur var með huge sheffer hund sem átti það til að hlaupa bar upp að fólki í okkar garði og reyndi tvisvar að komast inn í íbúðina fyrir neðan mig. Það var reynt að tala við eigendan í góðu en endaði með að sagt var við hann að hann þurfti 9 kærir/kvartanir varðandi hundinn til að missa hann og það væru 9 íbúðir í blokkinni hja okkur. Þá fór hundurinn í band.

Rubina | 27. feb. '15, kl: 15:39:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er alltaf hópur af gæsum hér fyrir utan hjá mér (einhver sem er að gefa þeim brauð) og mér finnst stór munur a gæsa og hundakúk.
Ég hef einmitt oft stigið á hundakúk og það er alger viðbjóður að hreinsa hann og lyktin getur alveg drepið mann þegar maður óvart ber þetta inn a mottuna hjá sér.

Grjona | 27. feb. '15, kl: 15:53:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru engar gæsir hér þannig að það væri mjög ólíklegt að hér væri þessu ruglað saman.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Helvítis | 27. feb. '15, kl: 18:10:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert náttúrulega með gæsaradarinn alveg á hreinu Grjona mín, rétt eins og með flest annað.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Ígibú | 27. feb. '15, kl: 13:53:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er líka meira þannig að hundaeigendur (sóðahundaeigendur ekki allir) sleppa hundunum sínum út til að skíta á næstu lóðir, heldur en að það sé skítur út um allar gangstéttir :/

Felis | 27. feb. '15, kl: 08:20:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefurðu einhverntíman séð gangstéttir?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 12:35:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég bjó í næstum áratug í landi þar sem gæludýr í almenningssamgöngum eru leyfð og aldrei nokkrusinni sá ég nokkurt dýr míga eða skíta í strætó, lest eða metro.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 12:45:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já og til að bæta við, aldrei manneskju í bráðaofnæmiskasti heldur.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

HollyMolly | 27. feb. '15, kl: 01:43:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Flestir hundar míga ekki og skíta hvar sem er, hvað þá á fólk. Hef átt hund í nærri 11 ár og umgengist fullt af þeim og aldrei hef ég séð þá gera þarfir sínar á fólk né í bíla.

♥ 15.6.11 fríkkaði heimurinn um 100% ♥
♥ Enn meiri fegurð bætist við í júní 2016 - 35v+ ♥

Humdinger | 26. feb. '15, kl: 01:26:37 | Svara | Er.is | 0

Búin að krota mitt. :)

1122334455 | 26. feb. '15, kl: 07:55:32 | Svara | Er.is | 3

Búin að skrifa undir enda fáránlegt að fólk þurfi að eiga einkabíl til að geta átt hund. Já ég skrifaði þetta, eigandi hund og verandi bíllaus, það getur verið fjárans vesen sem auðvelt væri að tækla með því að leyfa hunda í búrum eða taumi og ketti í búrum.

Steina67 | 26. feb. '15, kl: 13:37:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sumir leigubílar taka gæludýr, hringir og biður um gæludýrabíl

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

1122334455 | 27. feb. '15, kl: 09:21:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara gríðarlegur kostnaður sem sumir ráða ekki við. 

Steina67 | 27. feb. '15, kl: 09:30:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En möguleiki samt sem áðurþ


Ég keyrði fólk á gamlárskvöld eftir miðnætti sem var að fara í teiti og tók hundinn sinn með sér svo hann væri ekki einn heima svona strax eftir sprengjugeðveikina, voffi var þó ekkert að kippa sér upp við sprengingar.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Felis | 26. feb. '15, kl: 08:10:53 | Svara | Er.is | 1

ég ætla ekki að berjast fyrir þessu en þetta myndi ekki bögga mig svo framarlega sem að fólk þyrfti að borga fyrir dýrin sín (well amk þar sem þarf að borga í strætó).

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

fálkaorðan | 26. feb. '15, kl: 10:12:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Afhverju frekar að borga fyrir dýr en börn?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 26. feb. '15, kl: 10:19:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

kostar ekki fyrir börn í strætó?

annars finnst mér dýr og börn ekki vera sami hluturinn og eðlilegt að það sé borgað fyrir dýr sem taka pláss. Væri í lagi að væri ókeypis fyrir kjöltudýr. Þannig er það í DK, það kostar að mig minnir hálft gjald að vera með dýr sem tekur sæti/standpláss. 


Anyway það er ókeypis í strætó fyrir alla þar sem ég bý svo að væntanlega yrði líka ókeypis fyrir dýr ef þau yrðu leyfð. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 11:55:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í Danmörku kaupir þú sérstakan hundamiða í strætó og lestir, ábyggilega í fleiri löndum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

zkitster | 26. feb. '15, kl: 12:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er í berlín líka, held að miðinn kosti það sama og barnamiði..

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 12:21:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jább, vissi það.

Og þar er nú önnur hver manneskja með hund, miklu algengara en í DK.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

zkitster | 26. feb. '15, kl: 12:23:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ójá, ég held að það hafi bara verið sjaldgæfara en ekki að það hafi ekki verið hundur. Ekki einn einasti hundaeigandi var til nokkurra vandræða, vel uppaldir hundar allt saman.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 12:24:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, segi það með þér, ég varð ekkert smá hissa!

En í Berlín sá maður þó mun meira "frelsi", hundarnir voru með eigendum sínum inni í matvörubúðum og alles, það er ekki leyft í DK.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

zkitster | 26. feb. '15, kl: 12:25:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Maður getur einfaldlega búist við hundum allsstaðar, mér fannst það nice. Eitt af því sem setur Berlín í hátt sæti hjá mér. :)

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 12:26:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já akkúrat, ég er alveg sammála þér. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

piscine | 26. feb. '15, kl: 20:55:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég borga fyrir börnin mín, nema það yngsta. 

joice | 26. feb. '15, kl: 08:12:42 | Svara | Er.is | 6

Mér þætti svosem í lagi að dýr væru í strætó ef það væri þá hægt að tvískipta stræti, að dýraeigendur myndu ganga um að aftan og sitja í afturhluta. Strákurinn minn er mikill ofnæmis krakki og mér myndi finnast mjög skert lífsgæði hjá honum að þurfa að taka ofnæmislyf af því að það er hundur upp við hann á leið í skólann.

Dalía 1979 | 26. feb. '15, kl: 08:21:00 | Svara | Er.is | 3

Eg er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að leyfa gælludýr í strætó þar sem að eigendur eru rosalega misjafnir .og bílstjórinn getur valla sigtað út þá klikkuðu

Alpha❤ | 26. feb. '15, kl: 09:44:52 | Svara | Er.is | 10

Ég var ekkert sérstaklega hrifin fyrst en skrifa samt undir. Enda held ég að hundaeigendur séu ekki að fara í stórum hópum í strætó. Gæti trúað því að það væri sjaldgæft sem maður sæi hund þar ef það yrði leyft. 
Það væri hægt að hafa það þannig að bara skráðir hundar fá að fara í strætó og með hundaleyfisgjöldunum fá þeir þannig passa og með þeim passa hægt að skrá niður hver eigandi og hundur er þannig að ef það par er með vesen að þá er vitað hver það er og er þeim bannaður aðgangur í strætó. 

12stock | 26. feb. '15, kl: 21:02:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju ertu að skrifa undir ef að þú ert ekki hrifin af þessu?

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Alpha❤ | 26. feb. '15, kl: 22:03:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

VAR og svo gef ég ástæðu af hverju ég hef breytt um skoðun

Kólumkilli | 26. feb. '15, kl: 09:52:25 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað á að leyfa þetta..

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 11:56:40 | Svara | Er.is | 6

Það er svo innilega íslenskt að þetta sé eitthvað vesen, aldrei hef ég séð neitt vesen varðandi gæludýr í strætóum eða lestum erlendis og bjó ég þar í nokkuð mörg ár.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

12stock | 26. feb. '15, kl: 21:07:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki heldur séð neitt vesen varðandi gæludýr hér. Höldum því þannig.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 21:09:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ofsalega ertu mikill smáborgari.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

12stock | 26. feb. '15, kl: 21:12:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ofsalega er auðvelt að koma þér úr jafnvægi.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 22:10:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alls ekki, fáfróðir einstaklingar sem þekkja ekkert annað en litla einangraða Ísland geta farið í taugarnar á mér þegar þeir fetta fingur út í málefni sem það hefur nákvæmlega ekkert vit á.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

12stock | 26. feb. '15, kl: 23:00:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fáfróður??

Hve oft hefur þú farið í strætó á síðustu fimm árum?

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Alpha❤ | 26. feb. '15, kl: 23:04:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er sammála HS og fór seinast í strætó á þriðjudaginn 

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 23:12:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þú ert einangrað fáfrótt fífl ef þú heldur að samgöngur á Íslandi séu eðlilegar miðað við heiminn, þá erum við ekki bara að tala um samgöngur yfirleitt heldur einmitt það sem um er rætt hér, varðandi gæludýr.

Mjög oft, síðast á mánudaginn.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

12stock | 26. feb. '15, kl: 23:46:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með víðsýnustu mönnum sem fyrirfinnast á þessum vef!!

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 23:50:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, kannski varðandi pollagalla, blæti og BDSM eða hvað það nú var.

Ekki varðandi samgöngur, gæludýr í almenningssamgöngum og einkabílinn.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

12stock | 27. feb. '15, kl: 00:02:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi akkúrat segja að ég hefði meira vit á samgöngum og einkabílnum (alltso hagrænum áhrifum hans) heldur en meðal maðurinn. Hvernig hefur maður vit á „gæludýrum í almenningssamgöngum“?

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

EvilKitty | 27. feb. '15, kl: 12:50:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það sem þú meinar er að gildandi reglur henta ÞÉR ágætlega. Það sama er því miður ekki hægt að segja um stóran þjóðfélagshóp. Ég flokka það til dæmis sem heilmikið "vesen" að manneskja sem á fáa að í heiminum og lítið að lifa fyrir, fari í félagslegt húsnæði og þurfi á sama tíma að losa sig við eina vin sinn í heiminum, jafnvel líflínuna sína og tenginguna við umheiminn.

12stock | 3. mar. '15, kl: 23:47:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum aðeins að tala um gæludýr í almenningsvögnum. Ekki gæludýr í félagslegu húsnæði!

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 11:58:50 | Svara | Er.is | 0

Þetta er skelfilega illa gerður undirskriftarlisti, á erfitt með að rita nafn mitt á hann þar sem mér finnst illa mark takandi á pistlinum þrátt fyrir að vera algjörlega sammála því að leyfa eigi gæludýr í almenningssamgöngum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

sumarferðir | 26. feb. '15, kl: 13:08:30 | Svara | Er.is | 0

Mjög fylgjandi, það er komið tími að uppfæra forna hugsunarhátt á Íslandi um gæludýrahald

***
lokaður aðgangur

snússa | 26. feb. '15, kl: 13:29:13 | Svara | Er.is | 0

aldrei

Steina67 | 26. feb. '15, kl: 13:39:13 | Svara | Er.is | 1

Ég er alveg hlynnt því að gæludýr fái að fara í strætó með eigendunum.


En sjálf myndi ég aldrei bjóða mínum hundi upp á það því hann myndi ekki höndla það.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

veg | 26. feb. '15, kl: 17:53:39 | Svara | Er.is | 6

Nei, er ekki hlynt því. Allt of mikið af óöguðum gæludýraeigendum hér

Rauði steininn | 26. feb. '15, kl: 18:27:16 | Svara | Er.is | 6

Ég hef heldur aldrei mætt lausum hundi í Svíþjóð nema á þar til gerðum svæðum.

Því miður eins og hundamenningin er hér á landi finnst mér þetta ekki sniðugt.

EvaMist | 26. feb. '15, kl: 19:42:57 | Svara | Er.is | 3

Þetta er ekkert vandamál í Noregi en hundar mega fara í strætó þar. En þar varð ég heldur aldrei vör við lausa hunda þann tíma sem ég varð þar og hundamenningin þar virtist mun agaðari en hér. Hér er mjög venjulegt að sjá lausa hunda sem þýðir að eigendur þeirra eru bara ekki nægilega agaðir. Vil því alls ekki fá hunda í strætó eða annarsstaðar á meðan fólk agar ekki betur hundana sína hér á landi. Hefði gaman að vita hvort það séu ekki strangari reglur um hundahald í Noregi úr því fólk virðist geta farið eftir reglum þar.

Alpha❤ | 26. feb. '15, kl: 22:05:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að þetta sé betra þar og meira "agað" af því að það er meira frelsi þar. Hér er ekkert frelsi með hundana og eina útivistarsvæðið sem fólk fær er geirsnef og nokkur ógeðsleg gerði sem er liggur við minna en bílskúr

EvaMist | 26. feb. '15, kl: 22:18:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru hundar allsstaðar út um allt svo það er ekki málið. Miklu fleiri hundar hér en í Osló allavega. 

QI | 26. feb. '15, kl: 19:54:40 | Svara | Er.is | 2

Ef ég mætti velja þá ættu gæludýr að keyra strætó.

.........................................................

Rings | 26. feb. '15, kl: 20:31:39 | Svara | Er.is | 0

Við hjónin vorum að fara frá Alicante til Copenhagen í aftasta sætinu var ungt par með 2 hunda í sitt hvoru búrinu.
Munur að geta tekið dýrin sín með í ferðalagið.
Hér má ekki hafa gæludýrin með ó orlofsh.
Er mjög fylgjandi að leyfa gæludýr í SVR.

12stock | 26. feb. '15, kl: 21:04:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er mikill munur að leyfa gæludýr í orlofshúsum (sem eru í einkaleigu) eða hundum í strætó!! Ekki hægt að líkja þessu saman. Auk þess eru gæludýr leyfð í mörgum orlofshúsum.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

presto | 4. mar. '15, kl: 18:39:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Viltu fara með gæludýrin þín frá Íslandi til Alicante? 

Alpha❤ | 4. mar. '15, kl: 20:08:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverju ekki?

tóin | 26. feb. '15, kl: 21:02:29 | Svara | Er.is | 1

Ég styð það að hægt sé að fara með gæludýr í strætó - mér finnst það blóðugt að keyra mig og hundræksnið í bíl til að fara í klukkustundar göngu með hundavinum og keyra svo til baka aftur.

Og auðvitað gæti ég labbað með hundinn í hátt í klukkutíma á áfangastað, labbað þar með hundafólkinu í annan klukkutíma og labbað svo til baka í klukkutíma - hundinum þætti það eflaust ágætt, ekki mér :)

12stock | 26. feb. '15, kl: 21:04:51 | Svara | Er.is | 0

Þetta er einfaldlega fáránleg hugmynd! Hundar hafa ekkert að gera í
strætó. Nú nota ég mjög reglulega strætó og ég hef Engan áhuga á að mæta
hundi.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Silaqui | 27. feb. '15, kl: 17:08:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Svo fáranleg að hún er bara í framkvæmd á flestöllum stöðum annars staðar.
Svo erum við ekki að tala um að hundarnir mæti sjálfir og einir í strætó. Ég hugsa að ef þeir væru spurðir, myndu þeir sjálfsagt velja aðrar leiðir á milli staða. Málið snýst auðvitað um ferðafrelsi fólks sem á gæludýr, td ef það þarf með þau til dýralæknis, nú eða ef fólk vill stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði hundanna sinna og fara með þá í göngutúra annars staðar en bara í kringum húsið sitt.

Helvítis | 27. feb. '15, kl: 18:12:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, dýrum líður fæstum eitthvað sérstaklega vel í bíl, strætó, lest, metró, flugvél - hvaða transporttæki sem maður kann að nefna.

Þess vegna tók ég alltaf leigubíl með mín dýr eftir að ég fluttist til Kaupmannahafnar og seldi bílinn minn.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

12stock
Silaqui | 4. mar. '15, kl: 12:27:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú verður að læra að segja "mér finnst". HItt hljómar bara eins og þú hafir takmarkaða lífsreynslu á því sviði sem þú tjáir þig um í það skiptið.
Dæmi um fáránlega hugmynd væri td að ætla að taka þakið af öllum strætóum. Hugmynd sem örugglega margir hafa fengið, og framkvæmt jafnvel við afmarkaðar aðstæður. En hún hefur nú ekki reynst vel eða verið framkvæmt almennt.
Eitthvað annað en málið sem er rætt hér.
Annars er hræðilega leiðinlegt ef þú ert svona viðkvæmur fyrir hundum. Fyrst og fremst þó fyrir þig.

Raw1 | 26. feb. '15, kl: 21:15:15 | Svara | Er.is | 0

Það væri svoldið erfitt með strætóinn sem gengur frá Keflavík út í Hafnir, þetta er svona 9 manna mínírúta sem þarf að fella sætið fremst til þess að komast aftast. 


Mig minnir að þetta sé VW Transporter.

undralegt | 26. feb. '15, kl: 21:21:03 | Svara | Er.is | 0

Ég bjó í bandaríkjunum með mína tvo og þeir fóru með mér útum allt. 
Það var æðislegt og aldrei varð ég vör við vesen í kringum hundamenninguna þar.

Ice1986 | 26. feb. '15, kl: 22:05:08 | Svara | Er.is | 0

Sko, persónulega er mér alveg sama. (að því gefnu að dýrin væru í taum eða búri). Hins vegar eru fjölskyldan mín held ég að reyna komast á samning sem mesta ofnæmisfjölskylda landsins. Það eru mjög margir með slæmt ofnæmi og tvö systkini mín myndu ekki geta farið í strætó nema fá kast. 
Við vorum einmitt að ræða þetta áðan. Ég myndi vilja að það væru ákveðnir strætóar sem heimiluðu dýr. T.d. 1x á klukkutíma kæmi strætó sem væri heimilt að taka dýr með. Þeir væru þá sérstaklega merktir bæði að utan og á tímatöflunni. Þá gæti Jón Jónsson farið með hundinn sinn með að taka leið 15 sem kæmi 10 mín yfir og Guðrún Guðrúnardóttir sem er annað hvort með ofnæmi eða illa við dýr gæti tekið næsta strætó. Hin 90% sem er svona nett sama geta tekið hvaða leið sem er. 

holyoke | 26. feb. '15, kl: 22:14:40 | Svara | Er.is | 0

Eg skrifaði undir. Er með mikið kattarofnæmi en a kisu. Er dugleg að ryksuga og þrifa bælið hennar og hef ekki verið i neinu veseni með þetta ofnæmi mitt.

Skreamer | 27. feb. '15, kl: 00:17:34 | Svara | Er.is | 1

Persónulega hefði ég ekkert á móti því að það sé leyfilegt að taka gæludýr með sér í strætó, hef séð þetta ganga vel upp erlendis þar sem mun fleiri taka strætó en hér.   En, ég er ekki viss um að einhver undirskriftalisti til strætó hafi eitthvað að segja því sennilega fellur þetta undir samþykkt um hundahald t.d. í Reykjavík.

http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=77f66992-3362-44f2-86dd-91e5a6c368aa

SAMÞYKKT
um hundahald í Reykjavík.

16. gr.

Óheimilir staðir skv. ýmsum reglugerðum.

Ekki má hleypa hundum inn í húsrými, s.s. skóla, leikvelli, íþróttavelli eða þá staði, sem um getur í 1. mgr. 19. gr., sbr. fylgiskjal 3 í reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002. Einnig er óheimilt að hleypa hundum inn í húsnæði matvælafyrirtækja, sbr. reglugerð nr. 103/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli, og inn í húsnæði vatnsveitna sbr. reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn og reglugerð nr. 405/2004 um náttúrulegt ölkelduvatn og átappað lindarvatn.

Framangreindir staðir eru m.a. eftirfarandi:

  Vatnsveitur, brunnsvæði vatnsverndar, brunnar og sjóveitur.
  Heilbrigðis- og meðferðarstofnanir þ. á m. lækna- og tannlæknastofur, sjúkrahús og sjúkraþjálfun.
  Matvælafyrirtæki hvers konar þ. á m. veitingastaðir og matvöruverslanir.
  Gististaðir.
  Skólar og gæsluvellir.
  Snyrtistofur hvers konar.
  Íþróttahús og heilsuræktarstöðvar.
  Samkomuhús hvers konar og staðir þar sem almenningur hefur aðgang að vegna afgreiðslu og þjónustu.

Heimilt er þó að fara með hunda inn í íþróttamannvirki, heilbrigðisstofnanir, snyrtistofur þegar og þar sem starfsemin er sérstaklega ætluð dýrum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

12stock | 27. feb. '15, kl: 00:28:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

...og það er ástæða fyrir því að þessar reglur eru settar.

Það
er ekkert að því að vera hundaeigandi. Margir af mínum bestu og mætustu
vinum eru hundaeigendur. Ég hef bara ekki áhuga á því að eiga hund og
ég forðast hunda. Afhverju geta hundaeigendur ekki skilið hundana sína
eftir heima hjá sér í staðinn fyrir að neyða mig til þess að vera í návist hunds?

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Skreamer | 27. feb. '15, kl: 01:09:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Lífið er erfitt, maður þarf að mæta mávum niðri við tjörn, hundum sem njóta kvöldgöngu með vinum sínum og mýflugum að sumri.  Ég held að þú þurfir að fara að horfast í augu við að hundar hafa sama tilverurétt og þú.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

QI | 27. feb. '15, kl: 02:02:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hey, bannað að gefa öndunum

.........................................................

Skreamer | 27. feb. '15, kl: 14:01:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei reyndar ekki, það er bara á sumrin.  Það er hreint og beint lífsnauðsyn fyrir endur og gæsir núna að fólk komi og gefi þeim.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

12stock | 3. mar. '15, kl: 23:49:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er annað að vita af hundi í kvöldgöngu en að fá hann framan í sig þegar hann kemur inn með eiganda sínum í strætó.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Skreamer | 3. mar. '15, kl: 23:56:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fá hann framan í sig?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

12stock | 3. mar. '15, kl: 23:59:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ég eitthvað minni maður þó að ég vilji ekki hafa þetta við nefið á mér?

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Alpha❤ | 4. mar. '15, kl: 11:04:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ekki vera troða andlitinu þínu þá á þá..

12stock | 4. mar. '15, kl: 11:05:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ég forðast það eins og ég get.

Það dugir bara oft ekki til.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Alpha❤ | 4. mar. '15, kl: 16:55:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ræðuru bara ekki við þig?

Skreamer | 4. mar. '15, kl: 20:45:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég veit að þú ert lágvaxinn en kommon :D

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

1122334455 | 27. feb. '15, kl: 09:25:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það að þér sé illa við hunda eru einfaldlega ekki nógu góð rök.

12stock | 3. mar. '15, kl: 23:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Brindisi | 27. feb. '15, kl: 10:08:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

þetta eru nánast sömu rök og Snorri í Betel er með gagnvart samkynhneigðum....ég hef ekkert á móti samkynhneigðum og á marga þannig vini EN......

Andý | 27. feb. '15, kl: 13:40:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

...bara á meðan þeir reyna ekki við mig hef ég ekkert á móti hommum!

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Kisukall | 27. feb. '15, kl: 17:15:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oooooh mér finnst hann svo mikið hottí.

Helvítis | 27. feb. '15, kl: 18:14:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

GEISLADISKABRENNA!!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

12stock | 3. mar. '15, kl: 23:50:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu virkilega að líkja hundum saman við samkynhneigða?

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Brindisi | 4. mar. '15, kl: 09:10:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahaha nei ég var að líkja þínum rökum við rök Snorra

12stock | 4. mar. '15, kl: 10:17:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

...og þér finnst það jafn ómerkilegt að vilja ekki umgangast hunda og að vilja ekki umgangast samkynhneigða? S.s. hundar eru á sama stalli og samkynhneigðir?

Hjá siðmenntuðum einstaklingum er ekki hægt að líkja þessu saman.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Brindisi | 4. mar. '15, kl: 10:21:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hahahaha nei engan veginn var bara að benda á að þín rök voru orðuð alveg eins og hjá Snorra, skiptir engu þótt hann hefði verið að tala um tómata og þú mótorhjól en ef þú skilur þetta ekki then so be it

12stock | 4. mar. '15, kl: 10:24:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það má segja rökin eru eins orðuð en annarsvegar erum við með hunda og hins vega erum við með samkynhneigða. Það er einfaldlega ekki það sama.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Skreamer | 4. mar. '15, kl: 20:46:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvoru tveggja byggir á hræðslu við eitthvað sem þú þekkir ekki.  Kannski spurning um að takast á við þá hræðslu svo þér líði betur í framtíðinni?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

sumarferðir | 27. feb. '15, kl: 11:18:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þessi reglur eru löngu úreltar, gott samfélagið aðlagast að breytingum og aukin gæludýrahald er einn af þeim

***
lokaður aðgangur

12stock | 3. mar. '15, kl: 23:51:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þvaður.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

12stock | 3. mar. '15, kl: 23:51:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf neyðarstjórn yfir Strætó.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Alpha❤ | 3. mar. '15, kl: 23:54:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei nei hvaða vitleysa

Ígibú | 27. feb. '15, kl: 11:29:51 | Svara | Er.is | 0

Nei takk.


Ananus | 27. feb. '15, kl: 15:07:08 | Svara | Er.is | 2

Í Rússlandi er leyfilegt að reykja í strætó og ekkert vesen(að mér vitandi), mér persónulega finnst það jákvætt að geta reykt á leiðinni þangað sem maður er að fara, það má meira að segja reykja í dýragörðum og bara út um allt, man ekki eftir því að hafa lent í því að gera eitthvað þar sem ég mátti ekki reykja :) 
En þetta er reyndar bara undirskriftarlisti fyrir strætó ferðir ef þið sem eruð þessu fylgjandi viljið kannski krota nafnið ykkar :)

Helvítis | 27. feb. '15, kl: 18:15:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varst þú ekki hættur að reykja?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Ananus | 27. feb. '15, kl: 18:35:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, fyrir löngu. 

Helvítis | 27. feb. '15, kl: 18:38:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki hvernig þú fórst að því, en þá skil ég rétt það sem þú varst að segja þarna ofar.

Höhö

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Drapp | 4. mar. '15, kl: 00:24:40 | Svara | Er.is | 4

Eg sit bara herna og flissa. Djofull er eg fegin ad bua ekki a Islandi med minn hund lengur. A morgun er Midvikudagur og tha forum vid skituga ofnaemis drapsdyrid saman i vinnuna mina. Og komumst thangad med straeto og lest!! GASP


P.S.
Eg verd reglulega veik af thvi ad taka almennings samgongur utaf syklum og vidbjodi af odru folki og thad thekkja allir herna. EN eg hef aldrei ordid veik af thvi ad einhver var med hund i straeto eda heyrt um neinn sem hefur lent i thvi. Hvad tha ad vera bitinn. 


 

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
God made mud, God made dirt, God made boys so girls can flirt.

qetuo25 | 4. mar. '15, kl: 17:09:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vel mælt. Madur smitast stödugt af kvefi og flensu og gubbupest og allskonar í strætó. Thetta er bara spurning um hverju íslendingar eru vanir og sumir hrædast breytingar meira en nokkud annad og mikla thær endalaust fyrir sér í stadinn fyrir ad sjá möguleikana sem opnast.

Ég er viss um ad nánast ekkert muni breytast nema lífid verdur adeins léttara fyrir gæludýraeigendur sem eiga ekki bíl. En thad er hægt ad mikla thetta svo óendanlega fyrir sér ef madur er hræddur vid ad líta út fyrir litla kassann sem madur lifir í.

Rings | 4. mar. '15, kl: 20:03:45 | Svara | Er.is | 0

Gæti ekki verið meira sammála.

12stock | 5. mar. '15, kl: 15:24:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat. ...og flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47982 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Guddie