Gengi gjaldmiðla og verðbólga - hver verður þróunin á næstunni ?

kaldbakur | 4. apr. '20, kl: 21:14:56 | 217 | Svara | Er.is | 0

Nú hefur gengi ýmissa gjaldmiðla hækkað mikið að undanförnu og þá sérstaklega í mars.
Gengi Dollars var um 122 Ískr í byrjun jan en er nú 144 Ískr sem er um 18% hækkun.
Gengi Evru var um 139 Ískr í byrjun jan en er nú 155,7 Ískr sem er um 12% hækkun.

Hverju spáið þið um framhaldið og mun verðbólga verða eitthvað í takt við þessar hækkanir ?
Mun vísitala neysluverðs sem mörg lán taka mið af hækka jafn mikið eða verða gerðar ráðstafanir til að frysta þá vísitölu ?

Hefur einhver skoðanir á þessum málum ?

 

ert | 4. apr. '20, kl: 21:22:24 | Svara | Er.is | 0


Seðlabankastjóri sagði að það yrði ekki sett þak á vísitölu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. apr. '20, kl: 21:36:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Seðlabankastjóri virtist ekki vera hrifinn af því að hreyfa við vísitölunni.
En hlutirnir geta breyst hratt. Ef vísitalan ríkur mjög hratt upp þá er viðbúið að
ýmisr lendi í miklum vandræðum, jafnvel að veðin hætti að standaundir lánum á íbúðarhúsnæði.
En það er vissulega ekkert auðvelt að snerta við vísitölunni, getur kostað heilmikið vesen.

ert | 4. apr. '20, kl: 21:47:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var ekki hröflað við vísitölu í síðustu kreppu og ólíklegt að menn reyni að finna upp hjólið núna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. apr. '20, kl: 22:08:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vissulega var það ekki gert en kom til umræðu. Það var sagt að þáverandi forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson hafi komið í veg fyrir þá lausn.
En "leiðréttingin" sem var gerð fyrir nokkrum árum var nokkurskonar eftirá redding vegna "forsendubrests" eins og þetta var kallað.
Forsendubresturinn var auðvitað ekkert annað en miklar hækkanir lána (vísitölulána) og lækkun á markaðsverði eigna.
Manni sýnist að það geti komið upp svipaðar aðstæður núna og við bankahrunið.
Höfum við núna einhverjar lausnir á þessum aðstæðum - áður en barnið dettur ofaní brunninn ?

ert | 4. apr. '20, kl: 22:23:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Eigum við nú ekki fyrst að mæla einhverja alvöru verðbólgu áður en við grípum til aðgerða - kannski svona 3% verðbólgu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. apr. '20, kl: 22:51:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er engine þörf á að grípa til neinna aðgerða ennþá. En það væri held ég ekkert verra að vera viðbúinn.
12% Gengisfall Evru og 18% gengisfall Dollars er að mestu til komið í mars.
Því miður held ég að þetta gengisfall koasti meira en 3% verðbólgu - en alveg rétt mælingin er eftir og tekur nokkurn tíma að raungerast.

Ef gengið heldur áfram að falla sem ég tel alveg fullvíst, jafnvel þó Seðlabanki geti frestað gengisfalli um nokkra mánuði, þá er betra að
hafa hugsað dæmið fyrirfram t.d. varðandi aðgerðir í skuldamálum heimilanna.
Heimilin hafa sem betur fer mörg hver undirbúið sig fyrir þessar aðstæður með að greiða niður skuldir, fara varlega í lántökum og skuldbreytt lánum. Allt góðar aðgerðir sem sýna fyrirhyggju. Engu að síður eru auðvitað mörg heimili skuldsett t.d. ungt folk að byrja búskap og bara af ýmsum ástæðum. Þetta getur orðið stórt vandamál fyrir þann hóp og ég efast uma að við þolum að fara í gegnum eins hamfarir aftur og skeði hjá mörgum uppúr bankahruninu.

ert | 4. apr. '20, kl: 23:05:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég treysti mat Seðlabankans betur en mati þínu. Þeir hafa aðgang að hagfræðingum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. apr. '20, kl: 21:54:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf reyndar enga vísitölubindingu á lán til, því breytilegir vextir á lánum eiga það til að verða látnir fylgja verbólgu eftir.
Á mestu verðbólgutímum fyrir síðustu aldamót voru vextir útláns- og innlánsvextir komnir upp í tugi prósenta.
Væri fróðlegt að heyra hvernig fólk heldur að þróunin verði á þessu sviði ef verðbólgan þýtur upp eins og mjög líklegt verður að telja.

ert | 4. apr. '20, kl: 22:02:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, en mörg lán eru verðtryggð og það er ekki einfalt að breyta samningi ef annar aðilinn er ósáttur við breytinguna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 4. apr. '20, kl: 22:05:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Hér er spá Seðlabankans á einföldu máli
https://kjarninn.is/frettir/2020-03-27-verdbolgan-hjadnar-og-maelist-nu-21-prosent/

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. apr. '20, kl: 22:30:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mér finnst þetta athyglisverð spá hjá Seðlabankanum, mér finnst spáin mjög góð og vona að gangi eftir en er samt mjög efins.
Kannski er bankinn að reyna að halda uppi bjartsýni hérlendis á þessum síðustu og verstu tímum ?

Ég skil ekki að svona mikil gengislækkun eins og hefur orðið á t.d. dollar og ýmsum öðrum myntum hafi ekki viiðlíka áhrif á verð innfluttrar vöru
og þar með verðbólgu og neysluvísitölu. Ég sé í blöðum að formaður VR hefur svipaðar skoðanir á þessu og ég.

Ég held því miður að þessi gengislækkun krónu eigi eftir að aukast vegna mjög versnandi viðskiptakjara á fiski og áli sem kemur auðvitað í viðbót
við 100% fækkun ferðamanna. Þessi miklu áföll og atvinnuleysi er gífurlegt áfall, kannski meira hérlendis hvað ferðaþjónustu varðar en víða erlendis.
Lækkun olíuverðs kemur að litlum notum við t.d. flugrekstur á meðan ekkert er flogið.
Þó að hart sé að segja það þá er lækningin til að fyrirtækin geti farið að rulla aftur og með hagnaði sú að gengið falli enn meira.

Kaffinörd | 4. apr. '20, kl: 22:09:21 | Svara | Er.is | 0

Djúp lægð sem mun vara í a.m.k. 1 ár. Held að gengið eigi eftir að lækka eitthvað meira enda er öll vaxtalækkun Seðlabankans gengin til baka.

cambel | 4. apr. '20, kl: 22:36:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hækkandi verðbólga og eigendur verðryggðar fasteignalán borga brúsann ....... eins svo alltaf :(

kaldbakur | 4. apr. '20, kl: 23:13:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað meinarðu með " eigendur verðtryggðra lána " ? Eru .það eigendur fjármagnsins, lánveitendurnir bankarnir og lífeyrissjóðirnir eða skuldararnir ?

Kaffinörd | 4. apr. '20, kl: 23:16:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kjósendur kjósa svo óbreytt ástand þar sem forystan mærir óstöðugleika krónunnar og að hægt sé að fella gengið handvirkt. Ef fólk vill breyta þessu ástandi þar sem gengi krónunnar rís og fellur á þetta 8-10 ára fresti þá er augljósasta leiðin að kjósa frjalslyndu hófsömu öflin.

ert | 4. apr. '20, kl: 23:29:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hver eru frjálslyndu hófsömu öflin?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kaffinörd | 5. apr. '20, kl: 03:19:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt ekki nema von að ástandið sé eins og það er þegar augljós þekking kjósenda er jafn a Lítil og raun ber vitni. Skal gefa þér hint. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né VG teljast frjálslynd og hófssöm öfl. Þau eru íhsldssöm öfl sem standa vörð um sérhagsmunina.

ert | 5. apr. '20, kl: 10:17:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að tala um Miðflokkinn?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 5. apr. '20, kl: 06:45:36 | Svara | Er.is | 0

Það er kannski skrítið og mótsagnakennt að segja þetta:

Það sem mun bjarga atvinnulífinu, atvinnu og tekjum almennings og áframhaldandi rekstri Íslenskra fyrirtækja er gengisfall krónunnar.

Gengisfall krónunnar mun koma hér af stað verðbólguskriðu, versnandi lífskörum og hækkun neysluvöruvísitölu.
Hækkun neysluvöruvísitölu mun óhjákvæmilega hækka sjálfkrafa öll vísitölulán heimilanna.
Breytilegir vextir óverðtryggðra lána heimilanna munu einnig hækka, þeir voru hafðir breytilegir til að geta hækkað í takt við verðbólgu.

Það er óhjákvæmilegt að vöruverð hækki í takt við gengisfall krónu þar sem svo stór hluti neysluvöru okkar er innfluttur.


Mótvægisaðgerðir:

En það er öðruvísi farið með fyrirsjáanlegar vaxtahækkanir á lánum landsmanna.
Það er þannig að lánveitendur til almennings vegna húsnæðislána eru first og fremst lífeyrissjóðir og íslenskir banker.
Lífeyrissjóðirnir eru eins og allir vita í eigu launþega, almennings á Íslandi. Það sama á við eignarhald á bönkunum ,
ríkissjóður Íslands á Landsbankann og Íslandsbanka. Einungis Arion banki eri í einkaeign, erlendir og innlendir hluthafar eiga bankann en því eignarhaldi er hægt að breyta á markaði. Íslenska ríkið og lífeyrissjóðirnir gætu yfirtekið Arion banka á markaði og þá væri eignarhaldið, bæði á bönkum og lífeyrissjóðum 100% Íslenskt.

Núna er kjörið tækifæri fyrir okkur að leiðrétta vaxtakjör á íbúðarhúsalánum til almennings,
með lagabreytingum skylda lánveitendur, bankana og lífeyrissjóðina til að samþykkja vaxtaþak á alla vexti vegna íbúðarhúsnæðislána.

Það þarf að nást þjóðarsátt um þessar aðgerðir.
Ef þannig yrði um hnútana búið að með lögum væri tryggt að vextir hvort heldur verðtryggðir eða óverðtryggðir mættu ekki fara yfir áhveðið mark þá
myndi loksins nást friður um þennan stóra málaflokk sem húsnæðismál almennings er.

kaldbakur | 5. apr. '20, kl: 10:50:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo að folk skilji þetta sem ég er að segja almennilega þá eru þetta aðalatriðin.

1. Gengi krónunnar var of hátt og hefur lækkað um ca 15% á skömmum tíma og þarf að falla um ca. 10% til viðbótar.
Gengisfallið gerir flugfélögum, hótelum og öðrum ferðaþjónustuaðilum að bjóða vörur sínar á samkeppnishæfu verði.
Önnur útflutningsfyrirtæki eins og sjávarútvegur og áliðnaður (raforkusala) þarfnast einnig leiðréttingar á gengi til að
geta lifað af þessar hrellingar sem eru í gangi á heimsvísu.

2. Almenningur sem verður að sætta sig við minni kaupmátt og hærra vöruverð. Annað er bra ekki í boði lífskjör okkar íslendinga hafa versnar svo um munar.

3. Það þurfa að koma til mótvægisaðgerðir tila að vermda heimili landsmanna. Vegna gengislækkunar verða til sjalfvirkar hækkanir vísitölulána og breytilegir vextir lána munu fylgja verðbólgu. Þar sem við eigum nær 100% bankakerfisins og allt lífeyrissjóðakerfið er í okkar eigu þá getum við komið með mótvægisaðgerðir sem duga. Bankar og lífeyrissjóðir eru þeir aðilar sem hafa lánað fé til íbúðakaupa heimilanna í landinnu.
Við sem eigendur 100% banka (eftir uppkaup Arion) og lífeyrissjóða getur breytt þessum lánum með lögum.
Það þarf samt þjóðarsátt um átakið. Það þarf að setja lög um vaxtaþak hvort heldur vísitölulána eða óverðtryggra. Þannig geti t.d. höfuðstóll vísitölulána ekki hækkað "sky high" á einni nóttu. Þak verði sett á vexti og vístölulán. Þetta er í raun bara tilfærslaa úr okkar eigin vasa. Frá vasa lífeyrissjóða og banka yfir í vasa heimila. Þetta mun ennfremur gera þeim sem ekki eiga húsnæði auðveldara að kaupa eða leigja.

ert | 5. apr. '20, kl: 11:08:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú meinar að ef við bjóðum bara nógu lág fargjöld Og gistingu þá afnemi þjóðir ferða bönn og sóttkvíareglur. Sniðugt

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 5. apr. '20, kl: 11:16:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe … jæja þú með þína kórónu brandara hehe

ert | 5. apr. '20, kl: 11:32:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er algjör brandari að við verðum að bíða og sjá hvort það skapast ferðamarkaður og þá hvað einkennir þá sem vilja og geta ferðast og höfða þá til þeirra. Það er nefnilega ekki öruggt að lágt verð sé það sem muni selja best - kannski mun einangrun og hreinleiki selja best.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 5. apr. '20, kl: 12:00:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft ekkert að bíða óveðrið er skollið á - gengið hríðfellur og vöruverð hækkar og þar með vísitölur.
Þú ert áskrifandi að þessu öllu saman.
Þetta er sjálfvirk lækning fyrir útflutningsatvinnuvegi.
En lækningunni eða "meðferðinni" fylgja aukaverkanir og ég er aðeins að benda á hvernig hægt væri að verjast þeim.
Þetta vakti kátínu þína og kveikti hjá þér löngun til að segja okkur "kórónu brandara" :)

ert | 5. apr. '20, kl: 12:09:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að við getum fengið fullt af ferðamönnum núna? Ok, hvar? Hverjir vilja ferðast?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 5. apr. '20, kl: 12:41:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu búin að fara í mælingu ERT mín ?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48012 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Bland.is, Guddie, Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, annarut123