Góðar uppskriftir

sveitastelpa | 20. feb. '06, kl: 15:02:29 | 857 | Svara | Er.is | 0

ég er að fara að halda barnaafmæli um helgina og vantar einhverjar góðar uppskriftir af kökum það verða líka fullorðnir.Mér finnst ég alltaf vera með það sama gaman að breyta til.

 

nngroup | 20. feb. '06, kl: 15:34:03 | Svara | Er.is | 0

Hérna eru allar mínar uppskriftir í tölvunni gæti örugglega fundið fleirri en þetta ætti að duga þú getur pott þétt fundið alveg heila helling

ég á líka uppskrifa af franskri súkkulaði köku sem er alveg geðveik svo er auðvitað aspasréttir alltaf klassískir á líka uppskrift af gegguðum mexíkóskum réttt sem er svona aspasréttur í mexíkó hehe.... en já ef þú finnur ekkert þarna sendu mér þá bara skila boð ég get fundið fleirri sem eru ekki he´rna í tölvunni heldur sem eru í bókunum hjá mér inn í eldúsi... en skoðaðu líka kökubók hagkaupa hún er rosagóð :)


Kornflexsmákökur

4 eggjahvítur
2 bollar púðursykur > stífþeytt.
4 bollar kornflex
2 bollar af kókosmjöli blandað saman við
100 gr af smáttsöxuðu suðusúkkulaði
1 tsk af vanilludropum

Sett með teskeið á bökunarpappirsklædda plötu í smá toppa. Bakað við 150 gráðu hita í ca 15 mín.





Marsipankökur

500 gr marsipan
300 gr flórsykur
1-2 eggjahvítur
2msk hveiti.

Hveitinu er sáldrað á borðið, marsipanið rifið þar ofan á og vætt í með eggjahvítunum. Hnoðað vel í nokkuð fast deig. Flatt frekar þykkt út og stungnar út kökur með piparkökumótum. Bakaðar ljósbrúnar við vægan hita. Bræddu súkkulaði smurt ofan á









Lion bar kökur

100 gr Lion bar
100 gr saxað suðusúkkulaði
150 gr púðursykur
80 gr smjörlíki
1 egg
160 gr hveiti
1/4 tsk natron
½ tsk salt
1 tsk vanilludropar

Allt hrært vel saman, lion bar sett saman við síðast smátt saxað. Sett á bökunarpappír með teskeið uþb ½-1tsk í hverja köku. Hafið bil á milli því þær renna dálítið út. Bakaðar í ca 8 mín við 180 gráður. EF þær eru of lengi í ofninum verða þær grjótharðar.





Kókossúkkulaðikökur frú Jónu

2 egg
2 dl sykur > Þeytt vel saman
3 dl kókosmjöl
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
50 gr brytjað súkkulaði

Blandað saman við eggjahræruna og sett með teskeið á plötu og bakað við 160°c
Þessu uppskrift er á u.þ.b. 2 plötur



Súkkulaðidropakökur

3 egg
2 bollar sykur
2 bollar púðursykur
300 g smjörlíki
6 1/2 bolli hveiti
2 bollar kókosmjöl
2 tsk natron
1 tsk salt (má sleppa)
Súkkulaðidropar til skreytingar eftir bakstur.

Deigið er hnoðað og búnar til litlar kúlur. Bakað við 200°c. Þegar platan er tekin út úr ofninum ber að hafa hraðar hendur við að raða einum súkkulaðidropa ofan á hverja köku svo að þeir festist við kökurnar. Bráðnar smá fyrst svo ekki er hægt að raða þeim fyrr en súkkulaðið storknar aftur.











Sörur

2 eggjahvítur
2 1/2 dl flórsykur
200 g malaðar möndlur

Eggjahvítur eru stífþeyttar og hinu blandað saman við. Bakað við 180°c í 5-10 mín

Krem:

1/2 dl sýrop
2 eggjarauður
100 g smjör mjúkt
1 msk kakó
1 tsk neskaffi

Þeyta rauðurnar vel og hella sýropinu varlega út í, þá smjöri og þeytt á meðan. Að síðustu er kakói og neskaffi bætt út í og hrært vel saman.
Kreminu er svo smurt á sléttu hliðina á kökunum. Kælt. Þá er bræddu súkkulaði smurt yfir kremið. Það þarf u.þ.b. 150 g af súkkulaði til að hylja kökurnar.

Það er ekkert mál að gera þetta ef þú hefur pláss í frystinum til að kæka kökurnar með kreminu og henda svo aftur inn í frystirinn meðan súkkulaðið er að storkna.








Sörur
Setti möndlurnar í matvinsluvélina og sjúmmm allt á fullt. blandaði möndlum og flórsykri saman á meðan ég þeytti eggjahvíturnar og setti svo sykurinn og möndlurnar úti bæði í einu, mjög varlega. þetta gekk fínt.

uppskriftin er:
5 eggjahvítur
6 dl flórsykur
400 gr möndlur.

Það á að baka þær í miðjum ofni í 10-15 mín við 190 gráður eða í blástursofni við 170-180 gráður
maður á að fylgjast vel með þeim, þær eiga að vera aðeins brúnar efst og eru linar þegar þær eru teknar út úr ofninum


krem:
1 1/2 dl vatn
1 1/2 dl sykur
5 eggjarauður
300 gr mjúkt smjör
2 msk kakó
2 1/2 tsk neskaffiduft.

sykur og vatn í pott og sjóða saman í syróp (ég setti kaffiduftið útí vatnið svo það leystist örugglega upp), þeyta rauðurnar vel og hella sýrópi útí í mjórri bunu og hræra vel. látið kólna. bæta smjörinu útí og þeyta vel á meðan og svo kakóið úti að lokum. kælt vel og smurt á kökurnar.




Lakkrístoppar

3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
2 pokar súkkalaðihúðað lakkrískurl

Stífþeyta eggjahvítur og bæta sykri úti og þeyta áfram þar til sykur er alveg horfin.

Bæta þá söxuðu súkkulaði + lakkrískurli útí (hræra með sleif). Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín





Negulkökur

250 gr. hveiti
250 gr. púðursykur
125 gr. íslenskt smjör (lint)
1 stk egg
1,5 tesk. lyftiduft
0,5 tesk. matarsódi
1 tesk. engifer
0,5 tesk. kanill
0,5 tesk. negull

Öllu skellt saman í skál og hnoðað rólega saman. Kælt í smá stund. Gerðar litlar kúlur og settar á bökunarplötu og síðan þrýst á með fingri eða gaffli. Bakað við 180 gráður í 8-10 mín





Amerískar súkkulaðibitakökur I

2,5 bollar hveiti
1 tesk. matarsódi
1. tesk salt
1 bolli smjör/smjölíki
3/4 bollar sykur
3/4 bollar púðursykur
1 tesk vanilludropar
2 egg
2 bollar súkkulaðibitar, best að nota eitthvað ekta súkkulaði...
1 bolli heslihnetur eða aðrar hnetur (má sleppa)

Smjör/smjöríki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman, síðan er eggjunum bætt útí einu í einu. Þurrefnunum bætt rólega saman við.
Að lokum er súkkulaið og hnetum (ef vill) bætt útí.
Sett með teskeið á plötu og bakað við 180 í um 10 mín.


Amerískar súkkulaðibitakökur II

1,25 bolli hveiti
1 tesk. matarsódi
1/2 tesk. salt
1/2 tesk. kanill
1 bolli smjör
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
2 egg
1 tesk. vanilludropar
3 bollar haframjöl
340 g. brytjað súkkulaði, best að nota gott ekta súkkulaði

Smjör, sykur, púðursykur, egg og vanilludropar er þeytt saman og þurrefnunum (nema haframjöli) bætt smám saman úti. Að lokum er haframjöli og súkkulaði blandað útí degið. Sett með teskeið á bökunarplötu (með pappír) þarf að hafa gott bil á milli því þær renna út. Bakað við 200 gráður í 8 mín ef þær eiga að vera mjúkar en í 10 mín ef þær eiga að vera stökkar


Loftkökur

750 gr flórsykur
7 tsk kakó
2 egg
2 tsk hjartasalt

Bakað í 5-6 mín v/200°c




Hálfmánar

250 gr hveiti
100 gr smjör
100 gr sykur
1 egg
1/4 tsk kanill
1/4 tsk kardimommudropar
tæpl. 3/4 tsk lyftiduft
1 msk mjólk
1/4 hjartasalt

Deigið flatt út, skorið út með glasi, sett smá sulta inn í hverja köku og lokað með gaffli
Bakað v/180°c í 8-10 mín










Múrsteinar

400 gr smjörlíki
200 gr sykur
4 eggjarauður
500 gr hveiti
1/2 tsk hjartasalt

Ath! Deigið verður að hnoða daginn áður og kæla.

Deigið er hnoðað létt saman, rúllað í aflangar rúllur. Eftir að búið er að kæla, eru rúllurnar skornar í fremur þunnar kökur.
Síðan er marengs sprautað ofan á og hesilhnetusneið stungið í.
Bakað v/200° þar til eru ljósbrúnar.

Í marengsinu er:
2 eggjahvítur
250 gr flórsykur
þetta þeytt mjög vel saman




Súkkubitakökur


150 g Suðusúkkulaði
25 g smjör
200 g sykur
1 egg
1/2 tsk vanilludropar
150 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
50 g valhnetur eða peakan hnetur

Bræðið 100 g súkkulaði og 25 g smjör yfir vatnsbaði.Látið sykur ,egg og vanillu í skál og blandið bræddu súkkulaðinu saman við.Hrærið hveiti og lyftidufti saman við.Blandið brytjuðu súkkulaði 50 g saman við ásamt hnetum.Mótaðar kúlur og bakað ofarlega í 200 gráða heitum ofni í 10 -15 mín.Njótið vel!
Súkkulaði og hnetusmákökur

2 1/4 bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 bolli mjúkt smjörlíki
3/4 bolli hvítur sykur
3/4 bolli púðursykur
1 tsk vanillu dropar
2 egg
1 bolli saxaðar hnetur
2 bollar súkkulaðibitar (hvernig sem er...)

Forhitið ofninn í 175 gráður, blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í litla skál. Blandið svo í aðra stóra skál smjörlíkinu, sykrinum, púðursykrinum, og vanilludropunum. Því næst koma eggin, eitt í einu, og hrærið vel saman. Þá er að bæta úr hveitiblöndunni úr litlu skálinni yfir í stóru skálina, og síðast koma súkkulaðibitarnir og hneturnar.

Gerið kökurnar hringlaga með hjálp teskeiðar og raðið á bökunarplötuna. Bakið þar til kökurnar verða fallega brúnar og bíðið svo í ca 10 mín eftir að þær verða kaldar....þá er bara að smakka á þeim :)



m&m´s smákökur
450 g hveiti
250 g sykur
200 g m&m´s að eigin vali
200 g smjörlíki
1 dl nýmjólk
1 msk lyftiduft
3 stk egg

Aðferð
Saxið m&m´s gróft. Hrærið saman sykur og smjör þar til það er létt og ljóst. Setjið eggin saman við eitt í einu, hrærið vel á milli. Bætið mjólkinni út í, síðan lyftidufti og hveiti. Blandið m&m´s varlega saman við. Mótið kúlur eða setjið deigið með teskeið á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Skreytið með m&m´s.
Bakstur Bakið kökurnar í 10-15 mín. (eftir stærð) við 180°C.

Maltesersmarengsklattar

100 g púðursykur
100 g strásykur
100 g Maltesers
3 stk eggjahvítur

Aðferð
Þeytið hvítur og strásykur þar til stíft. Bætið púðursykri út í og stífþeytið. Blandið Maltesers varlega saman við og setjið síðan með teskeið á plötu, klædda með bökunarpappír, í litla klatta. Bakið við 125°C í u.þ.b. 20-35 mín. eða þar til hægt er að lyfta klöttunum af pappírnum án þess að þeir detti í sundur.
Hollráð
Gott er að dýfa teskeiðinni í vatn, þannig festist deigið ekki við skeiðina. Gott er að dýfa klöttunum hálfum í brætt súkkulaði eftir að þeir hafa kólna


Piparkökur

500 gr hveiti
250 gr sykur
250 gr smjörlíki
375 gr sýróp
6 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk kakó
1 tsk season all
1 tsk engifer
1 tsk pipar (hvítur)
1 egg

Hrærið öllu saman í skál. Ágætt að setja blautefnin fyrst.
Hnoðið deigið, fletjið út og mótið í þunn munstur eða litlar kúlur.
Bakist við 175 gráður í 10 til 12 mínútur.

Ath. Sum piparkökudeig þurfa að standa í kæli marga tíma áður en þau eru notuð en þetta deig má baka strax
Kurltoppar

3 eggjahvítur,
200 gr. púðursykur,
150 gr. rjómasúkkulaði eða 2 poka
súkkulaði spæni,
2 poka nóa lakkrís kurl

Stífþeytið eggjahvítur og sykur,
setjið hitt varlega út í.
Bakað í 20 mín. við 150°C hita.





Súkkulaðibitakökur

½ bolli smjörlíki
½ bolli sykur
½ bolli dökkur púðursykur
1 egg
1 ½ bolli hveiti
½ tsk matarsódi
¼ tsk salt
½ bolli kókosmjöl
200 g súkkulaði britjað

Smjörlíki og sykur hrært mjög vel saman
síðan er eggið sett saman við og hrært vel og svo allt hitt saman við.
Baki við 200°c í ck 10 ? 15 mín








Súkkulaðibitakökur með hnetum

540 g hveiti
1 tsk. sódaduft
150 g hnetur
150 g púðursykur
300 g strásykur
2 egg
460 g Freyju petitsúkkulaði
200 g smjörlíki


Öllu hrært vel saman. Mótað að vild. Bakað við 200 C í ca. 5 mínútur.

Trompkökur

3 eggjahvítur og 200 gr sykur stífþeytt
8 tromp skorin í litla bita
og bætt varlega saman við eggin og sykurinn

setja teskeið á plötu með bökunarpappír



Sandkorn.

Hnoðið saman 250 gr af smjörlíki,250 gr af púðursykri,200 gr hveiti,300 gr kartöflumjöl,2tsk lyftid og smá vanilludropa.

Búið til kúlur úr deiginu,raðið á bökunarpappír og þrýstið þeim niður með gaffli. Bakist ljósbrúnar á 200gr.





Piparkökur

250 gr hveiti
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1/8 tsk pipar
1 tsk matarsódi
90 gr smjörlíki
1 dl og 3 msk sykur
1/2 dl sýróp
1/2 dl mjólk / vatn (ég nota mjólk)

Öllu blandað saman - hnoðað - flatt út og mótaðar kökur.
Bakað í 175° í 10 mín.



Kropptoppar

3 eggjahvítur
150 gr. flórsykur
2 stk pippsúkkulaði
100 gr. nóa kropp

Þeytið eggjahvíturnar og setjið flórsykurinn hægt út í. Brytjið pippið, merjið nóakroppið og setjið út í eggjablönduna. Hrærið varlega saman með sleif og setjið í smá toppa á bökunarplötu. Bakið við 150°C í 50 mín (ca 40 kökur)









Rúsínukökur

2 bollar hveiti
2 bollar sykur
2 bollar rúsínur
2 bollar haframjöl
250 g smjörlíki
1 tsk natron
1 egg.

Öllu blandað saman og hnoðað. Má setja í gegnum hakkavél, en ekki nauðsynlegt. Búnar til litlar kúlur og flattar aðeins út.
Bakað við 200°c.



Kúrenukökur mömmu

375 g hveiti
250 g smjörlíki
125 g kúrenur
250 g kókosmjöl
350 g sykur
2 egg
2 tsk lyftiduft




Engiferkökur

500 g púðursykur
250g smjörlíki
500 g hveiti
2 egg
1 tsk lyftiduft
1 tsk natron
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 ½ tsk engifer *Hnoðað og búnar til kúlur, flattar aðeins með gaffli.
Súkkulaðibitakökur mömmu

600 g hveiti
100 g sykur
200 g púðursykur
200 g smjörlíki
2 egg
1 tsk natron
100 gr brytjað súkkulaði
½ tsk volgt vatn

Deigið er hnoðað og velt í lengjur. Kælt. Þá eru kökurnar skornar niður og settar á plötu. Bakað við 200°c



Sýropslengjur

400 g smjörlíki
400 g sykur
2 eggjarauður
2 msk sýrop
1 tsk kanill
2 tsk vanillusykur
2 tsk natron
600 g hveiti

Smjörlíki og sykur er hrært vel saman, eggjarauður og sýropi blandað saman við. Þá er þurrefnum bætt út í og hnoðað og velt í lengjur. Þær eru svo settar á plötu og bakað við 200 °c. Þá eru lengjurnar skornar niður í bita. Það er líka hægt að búa til litlar kúlur úr deiginu og þá eru þetta fínustu smákökur.





Makrónur

4 eggjahvítur
250 gr sykur
1 tsk kanill
125 gr saxaðar heslihnetur
60 gr súkkat (má sl eða nota appelsínubörk)

Eggjahvítur stífþeyttar sykri bætt saman við og þeytt stíft, öllu hinu bætt saman við.
Sett á plötu með skeið. Bakað við 160 gráður í 30 mín.



Kanilhringir ca 30-35 stk.

125 gr smjör
100 gr hveiti
1/2 dl kartöflumjöl
50 gr sykur
Hnoðað. Geymt í kæli í sólarhring.
Flatt út og stungnar út kökur með gati í miðjunni eða notoð hakkavélina á hrærivélinni (eins og vanilluhringir) penslið með þeyttri eggjahvítu og dreifið kanilsykri yfir.
Bakað neðst í ofni við 200 gráður í ca 8 mín.


Kókostoppar (lítil uppskrift)

1 egg
80 gr sykur
80-100 gr kókosmjöl

Sykur og egg þeytt mjög vel. Kókosmjöli bætt út í varlega. Sett á plötu með teskeið. Bakað við vægan hita ljósbrúnar.
Bestar finnst mér þessar ef helmingnum er dýft í súkkulaði en úr því þú villt það ekki þa´bara slepptu því , kökurnar verða ekkert verri.


Kókoshringir

250 gr hveiti
150 gr kókosmjöl
200 gr smjörlíki
150 gr sykur
1 tsk vanillusykur
1 egg
Hnoðað.
Geymt í kæli í nokkrar klst eða í sóalrhring (enn betr)Sett í genum hakkavélina á hrærivélinni (eins og vanilluhringir) mótaðir hringir. Bakað við 200 gráður í ca 6-8 mín.



Nammi kökur (uppáhald barnanna)

200 gr smjör
250 gr af hveiti
85 gr sykur
2 tsk vanillusykur
1 eggjarauða
Hnoðað vel. Kælt.
Flatt þunnt út og stungnar út kökur með piparkökumótum. penslaðar með eggjahvítu og skrautsykri stráð yfir. Bakað við 200 gráður í ca 8-10 mín.
Þessar er álíka gaman að gera með börnunum og hinar klassísku piparkökur.
.



Ásakökur

200 gr kókosmjöl
200 gr hveiti
200 gr sykur
200 gr smjör
1 stk egg
2 tsk lyftiduft

Setjið öll hráefnin í skálina og vinnið rólega saman með káinu, látið standa. Gerið kúlur, setjið á plötu, þrýstið á með fingri, bakið við 200° í 9-11 mín.



Kókosdraumur

300 gr sykur
300 gr smjör
300 gr hveiti
300 gr kókosmjöl
1 stk egg
1 tsk hjartarsalt

sama aðferð og við Ásakökurnar, nema bakist í 10-12 mínútur.

Súkkulaðibitakökur
1 1/2 bolli hveiti
1/2 tsk Natron
1/4 tsk salt
1/2 bolli kókosmjöl
200 gr. súkkulaði
1 egg 1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
1/2 bolli smjörlíki
Súkkulaði brytjað hnoðað allt saman skorið í sneiðar og bakað í miðjum ofni við 200° í ca 10 mín algjört namminamm





Ágústínur
200 gr smjörlíki
250 gr sykur
1/2 dl púðursykur
2 egg, 250 gr hveiti
100 gr kókosmjöl
100 gr hafragrjón
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk hjartasalt
1 tsk vanilludropar
saxaðar möndlur, rúsínur, súkkulaði, döðlur eða annað e smekk
Hrært deig. Mótað milli handa í kúlur, bakað við 200 gráðu hita í ca 10 mín.










Siggakökur
1/2 bolli smjörlíki
6 msk sykur
6 msk púðursykur
1 egg
1 1/4 bolli hveiti
1/2 tsk natron
1/2 tsk salt
1/2 bolli saxaðar hnetur
1/2 bolli saxað súkkulaði
1/2 tsk vanilla, smá volgt vatn
Hrært deig, sett með teskeið á ofnplötu. Bakað við 180-200 gráður í ca 10 mín.



Bjössakökur
250 gr sykur
375 gr smjörlíkii
300 gr hveiti
200 gr kókosmjöl
50 gr kartöflumjöl
2 egg
1 tsk lyftiduft * Hrært deig, sett með teskeið á plötu. 200°c
Anískökur
200 gr smjörlíki
100 gr sykur
100 gr púðursykur
1 egg
250 gr hveiti
1 msk kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk anís
1/2 tsk natron
rifin börkur af einni appelsínu
súkkulaðihnappar
Hrært deig, mótað í kúlur, bakað við 200 gráðu hita í 7-10 mín. Súkkulaðidropi settur ofan á hverja köku, meðan þær eru ennþá heitar.

Kókostoppar
2 egg
2 dl sykur
5-6 dl kókosmjöl
50 gr rifið súkkulaði
50 gr rifinn apppelsínubörkur
1 tsk vanillusykur
Þeytt deig, sett með teskeið á plötu. Bakað við 180-200 °c Ef vill má dýfa kökunum í bráðið súkkulaði.

Gyðingakökur
500 gr hveiti
250 gr sykur
250 gr smjörlíki
1 tsk hjartasalt
2 egg, vanilludropar
egg til að pensla með
grófur sykur og saxaðar möndlur
Hnoðað deig, flatt út og stungnar út kökur með glasi, penlað með eggi og sykri og möndlum stráð yfir. Bakaðar við 180°c ljósbrúnar.


Freistingar. 3 eggjahvítur, 3 dl sykur, 100 gr kókosmjöl, 50 gr ´saxað súkkulaði, 1 tsk amaretto líkjör eða 2 möndludropar. 100 gr súkkulaði og 100 gr núggat. Þeytt deig. Sett með teskeið á plötu og bakað við vægan hita 150-180 gráður . Bræðið saman súkkulaðið og núggat og dýfið kökunum í.

Engiferkökur
1/2 kg hveiti
1/2 kg púðursykur
225 smjörlíki
2 egg
1 bolli rúsínur (má sleppa)
1/4 bolli saxaðar möndlur (má sleppa)
6 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
1 tsk.kanill
1 tsk. negull
2 tsk.engifer.

Hnoðað, littlar kúlur og flattar smá út með gaffli.Ofninn á 200 gráður
Kókostoppar (lítil uppskrift)
1 egg

80 gr sykur

80-100 gr kókosmjöl.


Sykur og egg þeytt mjög vel. Kókosmjöli bætt út í varlega. Sett á plötu með teskeið. Bakað við vægan hita ljósbrúnar.
Bestar finnst mér þessar ef helmingnum er dýft í súkkulaði en ef þú villt það ekki þa´bara slepptu því , kökurnar verða ekkert verri.




Mömmukökur
125 g smjörlíki
250 g sýróp
500 g hveiti
2 tsk. natron
1 tsk engifer
125 g sykur
1 egg
Sykur sýróp og smjörlíki hitað saman í potti og síðan kælt, hrærið eggið samanvið. Þurrefnunum er blandað saman og saman við gumsið. Hnoðið saman. Degið er látið stand stund í ísskáp en síðan flatt út og stungnar út kringlóttar kökur. Bakið gullinbrúnt við ca 200°C. Þegar kökurnar eru orðnar alveg kaldar eru þær settar saman tvær og tvær með hvítu kremi, en það er gert úr smjörlíki (eða smjöri) og flórsykri.


Amerískar súkkulaðibitakökur
1 1/4 bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1/2 tsk kanill
1 bolli smjör
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
3 bollar haframjöl
340 g brytjað suðusúkkulaði

Hveiti, matarsóda, salti og kanil blandað saman. Smjör, sykur, púðursykur, egg og vanilludr. er þeytt saman og hveitiblöndunni bætt smám saman við. Haframjöli og súkkulaði blandað út í deigið. kúfaðar teskeiðar af deigi eru settar á plötu með bökunarpappír, gott bil þarf að vera á milli þeirra þar sem þær renna út. Bakað við 200°C í 8 mín eigi þær að vera mjúkar en í 10 mín ef þær eiga að vera stökkar. Athugið að kökurnar virðast óbakaðar þegar á að taka þær úr ofninum!






Amerískar kökur ekta


2 1/2 bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 bolli smjörlíki
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
1 tsk vanilludropar
2 egg
2 bollar súkkulaðibitar
1 bolli heslihnetur (má sleppa)

Smjörlíki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman, síðan er eggjunum bætt útí einu í einu. Þurrefnum bætt út í: hveiti, salti og matarsóda Hnetum og súkkulaði bætt út í, í lokin Ca. teskeið fer svo á bökunarpappír, bakist við 180° í ca.10 mín.








Engiferkökur Ömmu í Hlíð

½ kg hveiti
½ kg púðursykur
225 g smjörlíki
2 egg
30 g lyftiduft
1 tsk natron
1-2 tsk engifer
1 tsk kanill
11/2 tsk negull

Hrært, rúllað upp í stöngla, kælt, skorið í smáar kökur og sett á plötu og bakað við fremur hægan hita . ( hjá mér 150°C blástur í um 10-12 mín)
Má minnka sykurinn um helming, en þá verða kökurnar bara harðari.


Vanilluhringir

250 gr hveiti
185 gr smjörlíki
125 gr sykur
1/2 egg
1/8 tsk hjartarsalt
Vanilla






Lion bar kökur
100 g Lion bar( um 2 stór )
100 g suðusúkkulaði, saxað
150 g púðursykur
80 g smjörlíki
1 egg
160 g hveiti
1/4 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
smá vanilludropar
Allt hrært í kássu, Lion barið sett síðast út í svo það fari ekki alveg í mauk. Sett á plötu með teskeið, um 1/2 -1 tsk í köku, ágætt bil á milli því þær renna út. Bakaðar við 175°C í 8 mín. Ekki of lengi því þá verða þær harðar. Mæli 100 % með þessum kökum, endilega prófið.


Súkkulaðibitakökur sem geta ekki klikkað

1 bolli sykur
1 bolli smjörlíki
1 bolli púðusykur
3 bollar hveiti
1 tsk matarsódi
1 bolli kókosmjöl
200 gr. súkkulaðispænir
2 egg

Hnoðað gerðar lengjur,skorið í bita,gerðar kúlur og raðað á plötur og þrýst ofaná.

Bakað við 170-180 í ca 15 mín.

Brún lagkaka

450 g sykur Smjörkrem:
450 g smjörlíki
8 egg 150 g smjör
430 g hveiti 100 g smjörlíki
65 g kakó 230 g flórsykur
1 tsk brúnkökukrydd 1 egg
1 tsk kanill 1 tsk vanilludropar
½ tsk engifer
½ tsk negull
½ tsk vanilludropar

Smjörlíki og sykur er hrært vel saman og svo eggin út í, eitt í einu. Bætið þá þurrefnum saman við og hrærið vel. Klæðið plöturnar með bökunarpappír og skiptið deiginu í 4 hluta og smyrjið út á plöturnar. Bakið við 220°c í 10-12 mín.




Hvít lagkaka

450 g sykur
450 g smjörlíki
8 egg
500 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
Rifinn appelsínubörkur af ½ appelsínu

Sama aðferð og við brúnu lagkökuna. Sulta að eigin vali á milli.








Smjörkökur ömmu Dreka

300 gr sykur
215 gr smjör
1 egg
325 gr hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
Sítrónu og vanilludropar eftir smekk (má sleppa)

Hnoðað, velt í lengjur og skorið niður og sett á plötu. Bakað við 200°c.




Piparkökur (Leikskólakökurnar)

90 gr smjörlíki
4 dl hveiti
1 1/2 dl sykur
1 tsk natron
1 tsk negull
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1/8 tsk pipar
1/2 dl sýróp
1/2 dl mjólk

Þetta deig er hægt að fletja út strax, kalt deig.







Marengs toppar

4 stk eggjahvítur
250gr sykur
vanilla

Hvíturnar eru þeyttar og sykurinn er blandaður saman við ásamt vanillu, marengsinn er stífþeyttur og litlar doppur sprautaðar (eða með skeið) á plötu. Marengsinn er bakaður við 140° í c.a 25 mín.

Súkkulaðiganas
140gr súkkulaði
1 dl rjómi
1 msk smjör

Rjóminn er hitaður að suðu og hellt yfir súkkulaðið, þegar súkkulaði er komið saman við er smjörinu blandað saman við þar til fallegur glans er kominn. Þetta er látið stífna og sett á botninn á marengsinum.



Marenskaka??
Málið er að ég er alltaf í þessum æðislegum stórveislum og fæ alltaf geðveikt góðar marenstertur en á sjálf enga uppskrift af slíkri. Mér langar svo að forvitnast hvort einvher hér á slíka uppskrift?? Mér langar svo í svona marensbotn sem er með rice krispies eða kornflexi í og svo svona rjóma með allskonar sulli á milli tveggja botna. Æjj fattiði hvað ég er að tala um? :) Á einvher svona uppskrift. Mig langar svooo að baka :D:D
SV: Marenskaka??
býrð til marengsbotn

4 stk eggjahvítur
200gr sykur
2 bollar rice crispies
1 tsk lyftiduft

sykur og eggjahvítur stífþeytt saman
Lyftiduft og Rice blandað útí í höndum og sett í tvö form og bakað í ca 1- 1 1/2 klst við 125°c

á milli

1/2 ltr rjómi þeyttur
300gr súkkulaðirúsínur

krem

100gr súkkulaði
50gr smjör
4 stk eggjarauður
70-100 gr flórsykur

súkkulaði og smjör brætt saman. Eggjarauður og flórsykur eru stífþeytt saman þar til það er orðið ljóst og létt og svo er öllu blandað saman í eina skál og hellt yfir kökuna.

Best er að gera þessa degi fyrr svo marengsinn verði orðinn mjúkur.
kveðja



Enginn er svo vitlaus að hann viti ekki neitt!


SV: Marenskaka??


Hér eru nokkrar góðar!
uppskrift nr 1

6 eggjahvítur
180 grömm sykur
70 grömm púðursykur
1/2 tesk borðedik
2 dl rice crispies

þessa uppskrift bakarðu við 150 gráður í ca 20 mín ef þú ert með blástursofn en í 50 mín með engan blástur.


inn í þetta seturðu svo bara rjóma og t.d þau ber sem þú vilt, (jarðarber, bláber, hindber eða brómber) er búin að gera marengs með öllum þessum berjum og mér finnst það bara himneskt.


Uppskrift nr 2

4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 dl púðursykur
2-3 bollar rice cispies

þessa uppskrift bakarðu í 130 gráðu heitum ofni í ca 50-60 mín.


Ef þú vilt hinsvegar bara gera hvítan marengs þá sleppirðu nottlega bara púddaranum. Gjörðu svo vel og verði þér og þínum að góðu með gómsætar marengskökur!
SV: Marenskaka??
Hér eru nokkrar útgáfur af marengs tertum. Verði þér að góðu og góða skemmtun við baksturinn. Það er ekkert flókið að baka marengs.

Rice crispies tertan góða

4 eggjahvítur
3 dl sykur
1 dl púðursykur
3 bollar rice crispies

Þeytið vel eggjahvítur og sykur saman og blandið svo varlega saman við rice crispies.
Bakað við 150°c í 20 mín og lækkið þá hitann í 100°c og bakið í 20 mín í viðbót. Látið kólna í ofninum ef tími vinnst til.

Krem:
4 eggjarauður
40 gr flórsykur
80 gr súkkulaði
20 gr smjörlíki

Þeytið vel eggjarauður og sykur saman. Bræðið smjörlíki og súkkulaði saman við vægan hita. Botnarnir eru lagðir saman með ¼ l af rjóma og súkkulaðibráðin smurð ofan á kökuna og látin leka niður með hliðunum.



Marengsterta með karamellubráð

Botnar:
3 eggjahvítur
150 gr púðursykur
80 gr sykur

Þeytið eggjahvítur og bætið báðum tegundum af sykri saman við. Þeytið þar
til sykur er vel uppleystur, smyrjið út tvo botna á pappír (24cm) og bakið
við 150 gráður í 40 mín.

Rjómakrem:
3dl rjómi
1/2tsk sykur
3/4 tsk vanilludropar.
Þeytið rjóma sykur og vanilludropa saman og setjið á milli botnana.

Karamellubráð:
1 dl rjómi
150 gr sykur
40 gr síróp
30 gr smjör
1/2 dl þeyttur rjómi

Setjið rjóma, sykur og síróp saman í pott og sjóðið við vægan hita, þar til
karamellan er farin að loða vel við sleifina. setjið þá smjör og vanillu
blandað saman við , takið af hitanum. Hrærið þar til smjörið er bráðið,
kælið litillega og blandið þeytta rjómanum saman við, kælið þar til hægt er
að setja ofan á tertuna. Kælið svo tertuna í 3-4 tíma áður en hún er borin
fram.

Daim marengsterta

Marengsbotn:
3 eggjahvítur
2 dl. sykur
1 1/2 dl. afhýddar möndlur, (fínhakkaðar)

Stífþeyta eggjahvítur og sykur. Blandið möndlunum varlega saman við.
Baka í 50 - 60 mín. við 150°C

Daim krem:
150 g. Daim súkkulaði, fínhakkað
1 dl. volgt kaffi
3 eggjarauður
3/4 dl sykur
3 dl þeyttur rjómi

Blanda Daim súkkul. og kaffinu saman. Þeyta eggjar. og sykur vel saman. Þeyta
rjómann.
Blanda síðan öllu varlega saman.
Hellið yfir botninn í forminu og setjið í frysti. Kakan þarf að vera minnst 3.
klst. í frysti. Skreytið að eigin vali
****************************

Snickers hátíðarterta

Botnar
150 g sykur
3 stk eggjahvítur

Fylling
5 dl rjómi
3 msk sykur
3 stk eggjarauður
2 stk Snickers

Botnar
Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Teiknið tvo hringi á smjörpappír og smyrjið eggjablöndunni inn í hringina. Bakið við 150°C þar til marengsinn er orðinn þurr (u.þ.b. 1 klst.).

Fylling
Þeytið eggjarauður og sykur vel saman og blandið út í það helmingnum af rjómanum. Bræðið síðan Snickers í vatnsbaði og blandið varlega saman við eggjablönduna. Setjið það sem eftir er af rjómanum ofan á annan marengsbotninn, þá helming af eggjablöndunni, síðan hinn marengsbotninn og að lokum afganginn af eggjablöndunni.
*********************************
Púðursykurmarengs

Botnar:
3 eggjahvítur
150 gr púðursykur
80 gr sykur

Rjómakrem:
3 dl rjómi
½ tsk sykur
¾ tsk vanillusykur

Karamellubráð:
2 dl rjómi
150 gr sykur
40 gr sýróp
30 gr smjör
½ dl þeyttur rjómi

Marensbotnar:
1. Þeytið eggjahvítur og bætið báðum tegundum af sykri saman við. Þeytið þar til sykur er vel uppleystur og smyrjið út tvo botna á bökunarpappír (24 cm).
2. Bakið við 150° í 40 mínútur.

Rjómakrem:
1. Þeytið rjóma, sykur og vanillusykur saman og setjið á milli botnanna.

Karamellubráð:
1. Setjið rjóma, sykur og sýróp saman í pott og sjóðið við vægan hita, þar til karamellan er farin að loða vel við sleifina. Setjið þá smjörið saman við og takið af hitanum.
2. Hrærið þar til smjörið er bráðið, kælið lítillega og blandið þeytta rjómanum saman við, kælið þar til hægt er að setja ofan á tertuna.
3. Kælið tertuna í 3-4 tíma áður en hún er borin fram.

Skreytið með rifnu suðusúkkulaði.


*******************************

Kornflexterta


4 eggjahvítur
1 ½ bolli sykur
½ tsk lyftiduft
1 bolli kókósmjöl
2 bollar kornflex


Þeytið eggjahvítur og bætið sykri smásaman saman við og syktið svo lyftiduftið útí
Blandið svo kókosmjöli og kornflexi
Varlega saman við
Teiknið 2 hringi á bökunarpappír og og skiptið jafnt á milli
bakað við 150°C í 30 mín

Á milli:
½ dós ferskjur
1 peli rjómi

Þeytið rjómann og skerið ferskjurnar í litla bita
Blandið saman við rjómann
og setjið á milli botnanna
gott að láta stand í kæli í min 4 tím
******************************

Salthnetu og Ritskakan (Baby Ruth)

3 eggjahvítur
200 gr sykur
þeytt saman

100 gr. salthnetur
70 gr. ritskex
blandar saman við eggjahræruna
bakað á 175° í 30 mín


Krem:
100 gr súkkulaði
50 gr. smjör
brætt saman

3 eggjarauður
60 gr flórsykur þeytt saman

Blandið saman ( kæla smá súkkulaðibráðið áður en sett saman við flórsykurinn)

Borið fram með þeyttum rjóma eða ís

********************************
Jarðaberjaterta

4 stk eggjahvítur
1 bolli sykur
þeytt vel saman

2 bollar kókosmjöl
100 gr súkkulaðispænir
Blandað varlega saman við
bakar á 150° í 30 mín
Þeytir rjóma og stappar jarðaber og setur á milli botnanna.
uppskriftin er í 2 botna.

********************************************
Snickerstertan

4 dl púðursykur
4 eggjahvítur

stífþeytt saman, sett í 2 hringlaga form klædd álpappír og bakað í 2 tíma við 100° blástur.
Slökkvið á ofninum eftir klukkutíma og látið kólna yfir nótt, best að gera þetta að kvöldi.

Daginn eftir er þeyttur 1/2 ltr. af rjóma og sett á milli. Brytja 2 lítil snickers smátt og setja á milli líka.

Setjið svo 2 dl. af rjóma í pott og hitið að suðu. Setjið þá 6 lítil Snickers niðurskorin saman við og hrærið stöðugt í. Látið kólna mjög vel og hellið svo yfir kökuna. Mér finnst best að frysta hana yfir nótt og taka hana út snemma morguns ef ég ætla t.d. að nota hana um kaffileytið. Þá er hún passlega blaut.

****************************************
Mars/snickers terta

4 dl. púðursykur
5eggjahvítur
Þetta stífþeytt saman
Bakað við 130°C í 11/2 tíma (ekki á blæstri)

Á milli:
1/2 l.rjómi
2 stk. Mars/snickers brytjað saman við

Krem:
60 gr. smjör
3stk. mars/snickers.

Þetta er sett í pott og brætt samanog hrært vel á meðan. Síðan eru 5 rauður og 3msk sykur þeytt vel saman og svo mars/snickershrærunni blandað vandlega saman við.
********************************************

Eftirlæti Báru

1 stk púðursykurmarengs
15-25 stk makkarónukökur eftir smekk og stærð scalar
Sherry eða annar líkjör

Rjómablanda

60 gr flórsykur
2 eggjarauður
3 dl rjómi
200 gr rjómasúkkulaði með hnetum

Súkkulaðihjúpur

200 gr suðusúkkulaði
1 dl rjómi

Ávextir eftir smekk
Jarðaber
Vínber
Kiwi
Blabber

Leggið makkarónukökurnar í botn á skál, heilar eða brotnar, hellið víni yfir ( má líka vera ávaxtasafi)
Þeytið eggjarauður og flórsykur, blandið saman við þeyttan rjómann og saxið súkkulaðið, smyrjið þessu yfir makkarónukökurnar, brjótið marengsinn og stingið honum í rjómann. Skerið niður ávexti eftir smekk og raðið yfir.
Hitið 1 dl af rjóma að suðu og hellið yfir suðusúkkulaðið. Látið þykkna aðeins áður en þessu er hellt yfir. Geymið í kæli í ca. 3 klst. Áður en borið er fram.

SV: Marenskaka??
Hér er mín bomba. Hún er ROSALEGA vinsæl og ég þarf oft að gera 2 því hún klárast svo hratt.

4 dl púðursykur
4 eggjahvítur

(Þú getur bætt við Rice Crispies eða Kornflexi ef þú vilt)

stífþeytt saman, sett í 2 hringlaga form klædd álpappír og bakað í 2 tíma við 100° blástur.
Slökkvið á ofninum eftir klukkutíma og látið kólna yfir nótt, best að gera þetta að kvöldi.

Daginn eftir er þeyttur 1/2 ltr. af rjóma og sett á milli. Brytja 2 lítil snickers smátt og setja á milli líka.

Setjið svo 2 dl. af rjóma í pott og hitið að suðu. Setjið þá 6 lítil Snickers niðurskorin saman við og hrærið stöðugt í. Látið kólna mjög vel og hellið svo yfir kökuna. Mér finnst best að frysta hana yfir nótt og taka hana út snemma morguns ef ég ætla t.d. að nota hana um kaffileytið. Þá er hún passlega blaut. Það er líka hægt að setja hana bara í ísskáp.
SV: Marenskaka??
ég baka mjög oft marengs og er hætt að nota uppskriftir !!!

Málið er að setja bara eggjahvítur og sykur og þá blanda ég stundum saman hvítum sykri og púðusykri til að fá hana aðeins dekkri.

Hafðu bara hlutföllin
4 eggjahvítur = 200 gr sykur
6 eggjahvítur = 300 gr sykur
8 eggjahvítur = 400 gr sykur
10 eggjahvítur = 500 gr sykur.....skilur þú.

Og þeyta alveg vel þangað til þú getur snúið skálinni yfir höfuðið á þér án þess að "deigið" þetti úr skálinni.

Svo er bara að láta hugmyndaflugið ráða.....viltu setja rice crispies út í eða korn fleaks eða kókosmjöl....eða bara það sem að þér dettur í hug.

Svo er hægt að setja á milli þeyttan rjóma og svo t.d. súkkulaði rúsínur, súkkulaðispæni, stappaðan/skorinn banana, epli ....og eins og áður nota hugmyndaflugið.

Svo er bara að baka þetta í 10 mínútur við 150° og svo lækka hitann í 100° í klukkutíma. Ekki opna ofninn á meðan á bakstri stendur því þá fellur kakan. Mér finnst líka oft gott að slökkva á ofninum eftir þennan klukkutíma og leyfa kökunni aðeins að jafna sig í ofninum.

Það hefur aldrei klikkað marengs hjá mér.


Ég er búin að gera þessa......

Mars/snickers terta

4 dl. púðursykur
5eggjahvítur
Þetta stífþeytt saman
Bakað við 130°C í 11/2 tíma (ekki á blæstri)

Á milli:
1/2 l.rjómi
2 stk. Mars/snickers brytjað saman við

Krem:
60 gr. smjör
3stk. mars/snickers.

Þetta er sett í pott og brætt samanog hrært vel á meðan. Síðan eru 5 rauður og 3msk sykur þeytt vel saman og svo mars/snickershrærunni blandað vandlega saman við.

Notaði Mars , hún er alveg geggjuð !!!!! reyndar er krem uppskriftin stór ég geri aldrei nema 1/2 , það er mikið meira en nóg.
Bakarðu þetta með blæstri eða án ?
Já ég er með blástur þá er nóg svona ca 70 mín.... set þær báðar inn í einu og svona þegar ca helmingur af tímanum er búin þá svissa ég þeim bara, þessa efri niður og hina upp, þá verða þeir jafn brúnir.
blæstri.

Svo gleymdi ég því að það er auvitað hægt að setja svolítinn rjóma efst á kökuna og brytja nioður ávexti....og setja svo súkkulaði yfir.



Vantar kökuuppskriftir
SV: Vantar kökuuppskriftir
Þessi er rosa góð, mín uppáhalds!!!

Botn:
4 eggjahvítur
200gr sykur
2 bollar rice crispies

á milli er sett þeyttur rjómi, súkkulaði rúsínur, smátt skorið Daim, Nóakropp og lakkrískurl með súkkulaði utan um. Öllu blandað saman í skálina og svo skellt á milli.

Kremið ofan á:
4 eggjarauður
60gr flórsykur
100gr brætt súkkulaði
1 peli þeyytur rjómi
-Öllu blandað saman og skellt yfir

Þessi slæ alltaf í gegn hjá mér!!!
Gangi þér vel
SV: Vantar kökuuppskriftir
Þessi slær alltaf í gegn!! Glóðvolg beint úr sveitinni!

Eplakaka Önnu í Fögrubrekku
Fyrir 6-8


Eplin sjálf
200 g sykur
35 g hveiti
1/4 tsk kanill
1/4 tsk engifer
4-5 epli

Hitið ofninn í 200°C.
Afhíðið eplin takið kjarnan úr og sneiðið þau þunnt.
Blandið saman Sykri, hveiti, kanel og engifer. Blandið eplunum saman við. Setjið í 24 cm eldfast mót.

Deig
140 g hveiti
50 g sykur
11/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
150 g 26% ostur rifinn
síðan má bæta við svona 100g af ostaafgöngum
heimilisins niðurrifnum
65 g smjör brætt
1/2 bolli mjólk (1/2-1 fer eftir magninu af ostinum.
Degið á að vera slett og fellt og auðvelt að dreifa því)

Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti, salti og osti,
hrærið smjöri og mjólk saman við og jafnið yfir
eplablönduna. Bakið í 30 mín. Berið fram með
þeyttum rjóma eða ís.

Þessi vekur líka alltaf athygli

Efni:
1 stk. HAUST (hafra) kexpakki
2 egg
500 ml. Skyr
1 peli rjómi
Bláberjagrautur (lítil ferna dugar)
140 gr sykur (prrrrrrrrr)
150 gr smjör
1 tsk. vanillusykur

Gjörningur:
Botninn:
Bræðið smjörið í skaftpotti.
Takið kexpakkann og myljið það vel í skál (auðvelt með kartöflustappara). Hellið
síðan mulningnum út í smjörið,
hrærið saman og setjið í mót.

Kremið:
Hrærið saman eggin, sykurinn, skyrið og vanillusykurinn. Smyrjið yfir
kexmulninginnn í mótinu.


Kælið!!!

Þeytið svo rjómann og smyrjið honum yfir.
Setjið bláberjagrautinn ofan á eftir smekk.


Ég set annars yfirleitt ekki bláberjagraut yfir heldur aprikósur í hlaupi. 1 dós aprikósur, raðað ofan á rjóman. 4 blöð matarlím. Læt liggja í vatni um stund. Set matarlímsblöð + safan af aprókósum + 1 tsk sykur í pott. Hita smá þannig að matarlím bráðni. Kæli og helli ofurvarlega yfir tertu þannig að það blandist ekki rjómanum. Kakan sett í ískáp og kæld. Tekur svona 3 tíma að kólna.

Njótið!!

Einfaldasta Epplakaka í heimi

4-5 eppli
Kanelsykur
Nóa súkkulaðirúsínur
Salthnetur


Deig
125 gr sykur
125 gr hveiti
125 gr smjörlíki

rjómi eða kjörís

Afhýðið og sneiðið epplin. Stráið kanelsykri og súkkulaðirúsínum yfir.
Deig; hnoðið öllu saman og myljið ofán á epplin og súkkulaðirúsínurnar. Saxið salthnetur og stráið yfir. Bakið við 180ºC í 30-40 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma eða kjörís.


Meiriháttar marenskaka

4 eggjahvítur
2 dl púðusykur
1 tsk lyftiduft
2 bollar Rice Crispies

Stífþeyta eggjahvítur og sykur saman. Blanda lyftidufti og Rice Crispies varlega saman við. Baka í um það bil 1 klukkustund á 150ºC.

Sett saman með þeyttum rjóma, súkkulaðirúsínum og salthnetum.

Skreytt með rifnu súkkulaði og nóakroppi.

Rækjusalat Önnu Möggu:
500 gr rækjur
1 avokado frekar harður flysjaður og skorin í teninga
1 pera flysjuð og skorin í teninga
1 græn paprikka skorin í littla bita
1 rauð paprikka skorin í littla bita
4 hvítlauksrif pressuð
1 lítill salatlaukur eða hálfur stór skorin smátt
1/2 tsk karrí
1 dolla 10% créme fraiche
2-3 mtsk majones
2-3 mtsk tómatsósa
season all eftir smekk




SV: Vantar kökuuppskriftir
4 dl púðursykur
4 eggjahvítur

stífþeytt saman, sett í 2 hringlaga form klædd álpappír og bakað í 2 tíma við 100° blástur.
Slökkvið á ofninum eftir klukkutíma og látið kólna yfir nótt, best að gera þetta að kvöldi.

Daginn eftir er þeyttur 1/2 ltr. af rjóma og sett á milli. Brytja 2 lítil snickers smátt og setja á milli líka.

Setjið svo 2 dl. af rjóma í pott og hitið að suðu. Setjið þá 6 lítil Snickers niðurskorin saman við og hrærið stöðugt í. Látið kólna mjög vel og hellið svo yfir kökuna. Mér finnst best að frysta hana yfir nótt og taka hana út snemma morguns ef ég ætla t.d. að nota hana um kaffileytið. Þá er hún passlega blaut eða bara að setja hana í kæli
SV: Vantar kökuuppskriftir
Döðlukaka með Karamellusósu

250 gr. döðlur
120 gr. mjúkt smjör
5 msk. sykur
2 stk. egg
3 dl. hveiti
1 tsk. natron
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. vanilludropar
1 1/3msk. lyftiduft
Döðlur skornar niður og settar í pott með vatni (rétt látið fljóta yfir). Suðan látin koma upp, slökkt og látið standa í 3 mín, þá er 1 tsk af Natron bætt út í og hrært saman (á að freyða). Hrærið smjör og sykur saman, bæti við einu og einu eggi. Þurrefnunum bætt út í og allt hrært saman. Döðlum + vöka er svo bætt út í og hrært saman.
Bakað í ostakökumóti í 180 °C í 40 mín
Krem.
115 gr. púðursykur
120 gr. smjör
1/4 bolli rjómi (c.a. 1/2 dl)
1/2 tsk. vanilludropar
Allt sett í pott og hrært stanslaust í þar til suðan kemur upp - hræra í c.a. 3 mín og þá er kremið tilbúið

SV: Vantar kökuuppskriftir
hérkoma allar mínar.. vona að ég sprengi ekki skalann


MARENGSTERTUR


Púðursykurmarengs
6 eggjahvítur
400 gr púðursykur

Rjómi á milli og karmellusósa/krem ofan á ef vill.

Hnetu marengs
4 eggjahvítur
174 gr sykur
150 gr súkkulaði
150 hr heslihnetur

á milli = 1 msk flórsykur, 1 tsk kakó og 3 tsk kaffiduft er þeytt saman við rjóma

Dajmísmarengsterta
3 eggjahvítur
2 dl sykur
50 gr sax valhnetur
1/2 bolli sax dajm

eitt stórt form eða tvö lítil.
Ísinn ofan á: = 3 eggjarauður og 1 dl sykur þeytt saman. Blandað varlega saman við 1 dl þeyttan rjóma og 4 smáttsöxuð dajm. Fryst. Borið fram hálf frosið.




Kókos marengs
4 eggjahvítur
1 bolli sykur
2 bollar kókosmjöl
100 gr sax súkkulaði
á milli = rjómi og jarðarber úr dós

Ritz kex marengs
3 eggjahvítur
1 bolli sykur 1 tsk lyftiduft
20 ritz kex mulið
100 gr salthnetur

krem: 50 gr súkkulaði og 50 gr smjör brætt í potti.
1 dl flórsykur og 1 eggjarauða þeytt saman öllu blandað og rjómi settur a milli botna.



Kornflex marengs
4 eggjahvítur
2 bollar sykur
1/2 tsk lyftiduft
2 bollar kornflex
á milli = rjómi og ananaskurl
Þessa er gott að frysta





RICE KRISPÍES
MARENGSTERTA

200 gr sykur
4 eggjahvítur
þeytt saman (LENGI)
2 bollar rice crispies
1 tsk lyftiduft

setja bökunarpappír í 2 botna
baka 150 °C í 45 mín (betra að hafa aðeins lægri hita og lengri tíma)

Á milli
1 peli þeyttur rjómi
100 gr súkkulaði rúsínur sett út í

KREM:
100 gr súkkulaði
30-50 gr smjörlíki
brætt í vatnsbaði
60 gr flórsykur
4 eggjarauður
þeytt saman og blandað við súkkulaðibráðina.
Þessu er blandað saman við ½ pela af þeyttum rjóma.






TERTAN HENNAR SIGGU

4 eggjahvítur
2dlsykur
1 dl púðursykur
2 bollar rice krispies

Þeytið hvíturnar og sykurinn. Myljið aðeins rice krispísið og blandið varlega saman við.
Bakað við 150°C í 60 mín.

Krem:
80 gr smjör
60 grflórsykur
4eggjarauður
100 gr brætt síríus rjómasúkkulaði

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Hrærið samanflórsykur, eggjarauður ogsmjör og bætið súkkulaðinu samanvið. Slettið kreminu á báða botnana.
Þeytið pela af rjóma og setjið á milli. Gott er að frysta þessa tertu. Skreytið með jarðaberjum og bláberjum.





SVAMPBOTNAR

5 egg
200 gr sykur
70 gr kartöflumjöl
70 gr hveiti
1 tsk lyftiduft

Egg og sykur þytt
Þurrefnin sigtuð saman við,
ekki hrært mikið
bakað við 175-200 c. í ca 15 mín.
Þessi uppskrift passar á stóra plötu eða 3 botna.



Svampbotnar

3 egg
1 bolli sykur
1/2 bolli hveiti
1/2 bollli kartöflumjöl
1/2 tsk lyftiduft

175-200. 2 botnar, 10-15 mín neðarlega í ofni.




KÓKOS BOUNTY KAKA


4 eggjahvítur
200 gr sykur

Þeytt saman

200 gr kókosmjöli blandað varlega saman við

1. stórt hringform


Krem
4 eggjarauður
60 gr flórsykur
50 gr smjör
100gr súkkulaði

Eggjarauðum og flórsykri er þeytt saman.
Súkkulaðið er látið bráðna í bræddu smjörinu.
Öllu blandað saman.










JARÐARBERJATERTA KÖTU

4 þeyttar eggjahvítur
1 bolli sykur
2 bollar kókosmjöl
100 gr saxað sukkulaði
½ tsk lyftiduft

Sykri er þeytt saman við þeyttar hvíturnar.
Öllu blandað varlega saman.
200 ?C Neðarlega í ofni.

1 peli þeyttur rjómi
1 dós stöppuð jarðaber.

Sett á milli og ofan á botnana.
Skreytt með jarðarberjum.





AFTHER EIGHT SÚKKULAÐIKAKA

2 dl sykur
3 eggjarauður
-Þeytt saman.

175 gr smjörlíki
175 gr suðusúkkulaði
-brætt í potti og blandað saman við.

1 dl hveiti
1 dl valhnetukjarnar
1 tsk kaffiduft
-blandað varlega úti.

3 þeyttar eggjahvítur
-blandað varlega útí með sleif.

Bakað við 180?C í ca 40 mín. Stórt form.

1 pakki After eight súkkulaði
plötunum er raðað á heitan botninn.

Þeyttur rjómi er settur yfir.
Skreytt með jarðarberjum og afther eight súkkulaði.



PERUTERTA

1 svampbotn

2 eggjarauður
3 msk sykur
-----------þeytt vel saman
2-3 matarlímsblöð
50 gr brætt súkkulaði
1 peli rjómi

Blandið matarlími og súkkulaði út í eggjahræruna og svo varlega saman við þeyttan rjómann.
Bleytið botninn með perusafa og leggið perur á botninn og kremið yfir.















MÖNDLU AFTHER EIGHT TERTA

3 egg
250 gr flórsykur
----------------þeytt vel saman
1 msk hveiti
150 gr brytjað afther eight
200 gr hakkaðar möndlur

hveiti, súkkulaði og möndlum bætt varlega útí. Bakað í einu tertuforni 25- 30 mín 180?C

1 peli rjómi
jarðarberjadós

Stappið jarðarberin og blandið útí þeyttan rjómann, sett yfir botninn.







OSTAKAKA LÆKJARBREKKU

Botn
¾ pakki haust hafrakex
125 gr brætt smjör

Mulið og þjappað í vel smurt springform.

Fylling
400 gr rjómaostur
125 gr flórsykur
1 peli þeyttur rjómi
1 ½ matarlímsblað sem er látið bráðna í t.d volgu grand marnier eða appelsínusafa.

Matarlímsblöð lögð í vatn og síðan látin bráðna í víninu.
Hitið rjómaostinn og flórsykurinn í potti, setjið matarlímið útí. Kælt og að lokum er öllu blandað varlega við þeytta rjómann.
Látið í kæli minnst 4 tíma.







ENGISPRETTUOSTAKAKA

75 gr smjör, brætt
1 1/4 bolli hafrakexmylsna
4 msk kakó
2 msk sykur

Fylling:
600 gr rjómaostur
200 gr sykur
1/3 bolli grænt Creme de menthe ( líkjör )
3 tsk Creme de cacao ( líkjör )
3 egg

150 gr suðusúkkulaði, brætt
200 gr sýrður rjómi 10%

Blandið saman smjöri og kexmylsnu. Þrýstið í botninn
og upp með brúnunum á klemmuformi 24 cm. í þvermál.
Kælið vel. Hitið ofninn í 175°C..

Hrærið rjómaostinn mjúkan með sykrinum. Bætið
eggjunum í einu í einu, hrærið vel í á milli.
Hrærið líkjörunum saman við.
Hellið hrærunni yfir kexskelina. Bakið á neðstu rim
í u.þ.b. 40-45 mín..Kælið kökuna í allt að sólarhring.
Blandið saman suðusúkkulaði og sýrðum rjóma . Kælið.
Takið kökuna úr forminu og breiðið súkkulaðihræruna
yfir kökuna.

TOBLERONE OSTAKAKA góð

I bolli mulið hafrakex
1/3 bolli mulið hafrakex
50 gr. Brætt smjör


200 gr gróft hnetusmjör
1 bolli flórsykur
200 gr rjómaostur
300 gr blátt Toblerone
1 peli þeyttur rjómi

Hnetusmjöri og flórsykri er hrært saman.
Rjómaostur og Toblerone er brætt saman.
Þeyttum rjóma er blandað varlega við að lokum.



½ peli þeyttur rjómi og 50 gr brætt toblerone er að lokum blandað saman og sett yfir.
Skreytt með salthnetum.
Kælt.





RICE CRISPIES KAKA
Fyrir börnin

Mótað í kransaköku, barbíkjól, orm, tölustaf eða annað

500 gr sýróp (lítil græn dós)
400 gr síríus súkkulíki dökkt
180 gr smjör
brætt saman
1-11/2 lítill pakki rice crispies


Brætt saman í potti og rice crispies er sett útí.
Mótað á kransakökuform eða?.. best að klæða hendina í plastpoka og móta svo með höndunum.










EPLAPÆ amerískt
1 bolli (cup) hveiti
1/4 tsk salt
1/3 bolli Wesson jurtafeiti
3 msk vatn kalt

mælið nákvæmt,
setja þurefni í skál svo vatnið hnoða í kúlu og fletjaút.
setja í botn á eldföstu móti og fylla svo með söxuðum eplum og kanilsykri.
það má fletja afgang af deginu út og leggja ofaná eða gera meira deig.
(tvöföld er of mikið á venjulegt pæ)
40 mín. 175 c.


EPLAPÆ (Brynja)

1 bolli hveiti
1 bolli sykur
1 tsk lyftiduft
1 egg

6 epli skorin í bita og sett í eldfast mót

öllu blandað saman og sáldrað yfir eplabitana
150-170.c 20-25 mín borið fram með ís eða rjóma.





SÆLGÆTISTERTUSULL

Mulinn marens
1 dós ferskjur
mars súkkulaði
þeyttur rjómi
Öllu blandað í form og kælt.
--------------------

12-15 makkarónukökur
¼ mulinn marengsbotn
1 litil dós perur eða ferskjur eða annað
2 toffý crisp súkkulaði
½ líter þeyttur rjómi.

Skreytt með ferskum jarðarberjum og bræddu mjólkursúkkulaði.
---------------------

Ferskir ávextir, jarðarber, bananar, epli, kiwi. bláber ferskjur...........saxað smátt
Kókosbollum smurt yfir.
Bakað í ofni í eldföstu móti.
Borið fram með ís.













Kökur


AMERÍSK SÚKKULAÐIKAKA

2 bollar hveiti
2 bollar sykur
1/2 bolli kakó
2 kúfaðar tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 tsk matarsódi
2/3 bollar matarolía
1 1/2 bolli heitt vatn
2 egg
Þurrefni í skál. olía og vatn, egg síðast, hrært með handþeytara. ekki hræra of mikið
degið er þunnt. baka í eldföstu glermóti,
bera kökuna fram í eldfasta mótinu.
baka í 30-40 mín hiti 175.c
KREM
1 bolli mjólk, 3 msk hveiti, 1/4 tsk salt . þetta er sett í lítinn pott og soðið hrært í þar til það er þykkt. kælavel.... passa að ekki verði kekkjótt.
1/2 bolli smjör
1/2 bolli wesson (eða crisco) jurtafeiti
1 bolli sykur
1 tsk vanilludropar
3-5 msk kakó (eða eftir smekk)

smjöri og feiti hrært saman, kældum mjólkurjafningnum er hrært saman við,
sykur og dropar settur saman við, þeytt extra vel.
sett ofan á kökuna, skreytt með súkkulaðispæni.


SÚKKULAÐIKAKA


4 egg
2 dl sykur Þeytt vel saman
200 gr. smjör
200 gr. súkkulaði
Brætt saman í potti og látið kólna svolítið, blandað svo saman við eggin og sykurinn
1 dl hveiti sett útí að lokum

Bakað við 170 °C í 35 mín

Krem:
70 gr. smjör
150 gr. súkkulaði
2 msk síróp.

Brætt saman í potti og sett yfir kökuna.











BLÁBERJAMUFFINS

1 egg
1/2 bolli mjólk
1/4 bolli olía
1 1/2 bolli hveiti
1/2 bolli sykur
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
bláber

hræra eggið með gaffli, mjólk og olía saman við, hrært,
sigta saman þurrefnum og bæta útí. degið er lint, bláberjum bætt útí, hræra
mjög lítið.
setja í muffinsform, fylla hvert form að 2/3 hlutum.

hiti 175 c.
20-25 mín

má nota jarðaber, súkkulaðibita, epli+kanil, eða ??? í stað bláberja.










HJÓNASÆLA góð


ofnskúffustærð venjuleg
480 gr smjörlíki mjúkt. 240 gr
300 gr sykur 150 gr
560 gr hveiti 280 gr
300 gr haframjöl 150 gr
2 tsk matarsódi 1 tsk
2 egg 1 stk

þurrefnum blandað saman og smjörlíki sett útí. Sett í ofnskúffu.
Rabbarbarasulta smurð ofaná degið og deigafgangar muldir yfir.

35-40 mín 175 c.












MÖNDLUKAKA MEÐ BLEIKU KREMI

2 egg
1 ½ dl sykur
1 ¾ dl hveiti
1 tsk lyftiduft
100 gr brætt smjörlíki
1 ½ tsk möndludropar

Egg og sykur þeytt vel
Hveiti og lyftidufti bætt útí, hrært smá
Smjörlíki og dropum bætt varlega útí

Sett í vel smurt form sem hefur verið stráð með brauðraspi

Bakað í ca 30 mín við 175 c.

Krem:
Bleikur glassúr,
Flórsykur ? heitt vatn- matarlitur.





JÓGÚRT MUFFINS

3 egg
1 bolli sykur
200 gr brætt smjörlíki
1 dós jógúrt (hnetu, kaffi eða???)
2 1/2 bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
súkkulaðibitar eða smartís eða rúsínur eða ???

Allt í skál, hrært vel, súkkulaðið síðast,
muffinsform ca 20 - 25 stk,

10-15 mín,
200-225 c













EFTIRLÆTI TANNLÆKNISINS

200 gr rúsínur
200 gr súkkulaði
200 gr eplakökurasp
100 gr salthnetur

Allt er hakkað saman í moulinex.
Sett í eldfast mót og þjappað aðeins.
Látið standa í ísskáp minnst 2 klst.

Borið fram með léttþeyttum rjóma sem gjarnan má vera með púðursykri.















SMJÖRDEIGSSNÚÐAR MEÐ SESAMFRÆJUM
Gott partysnakk

Skinka ...smátt skorin
Ostur ...rifinn
Sinnep
Sesamfræ
Smördeig

Smjördeigið er flatt út, smurt með sinnepi.
Skinka og ostur sett á.
Súllað upp og skorið í litla snúða.
Penslað með eggi og stráið sesamfræjum yfir.


SMJÖRDEIGS EPLALENGJA

Smjördeig
eplamauk
kanill og súkkulaðibitar

Smjördeig flatt út í 2 langar kökur, eplamauk sett í miðjuna á einni ásamt kanil og súkkulaðibitum.
Raufar skornar í hina kökuna og sett ofaná og klemmt saman á jöðrum
bakað við ca 200-250 þar til gullinbrúnt.


KARAMELLUKAKA
Ömmu í Bolungavík

4 botnar
300 gr mjúkt smjörlíki
300 gr sykur
300 gr hveiti
6 egg
2 tsk lyftiduft

sykur og smjörlíki hrært vel.
egg sett útí eitt í einu. smá hveiti er sáldrað milli eggja. þurrefni sigutð
og hrært varlega saman við með sleif.
175.c 20-30 mín
ef vill má setja sultu á milli. og karamellukrem.

Karamella
1 peli rjómi
120 gr sykur
2 msk sýróp

soðið við vægan hita þar til að þykknar, hrært allan tíman.

60 gr smjörlíki
bætt í og hrært vel. kælt, sett á kökuna.
Karmelluna má einnig nota ofan á púðussykurstertu.




ÍNUKAKA

500 gr hveiti
250 gr smjörlíki
375 gr púðursykur
100 gr rúsínur
2 egg
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsóti
2 tsk lyftiduft
2 dl mjólk

Smjör og sykur er þeytt vel, eggjum bætt útí einu í einu, hrært vel á milli.
Þurrefnum blandað saman og sigtuð saman við, þá mjólkin og rúsínur settar síðast.

Sett í formkökuform.

hiti: 150-170´c
tími: ca 60 mín.







APPELSÍNUKAKA

150 gr smjör
2 dl sykur
2 egg
1/2 dl safi úr appelsínu
rifið hýði af einni appelsínu
3 dl hveiti
1 tsk lyftiduft

glassúr

3 dl flórsykur
2-3 msk safi úr 1 appelsínu
3 msk rifið appelsínuhýði

bakað i springformi

hiti 175 c.
tími 40 mín.


kakan er kæld vel áður en kremið er sett á.








SJÓNVARPSKAKA
(hvít með kókosbráð)

300 gr sykur
4 egg
vanillusykur
250 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
50 gr smjörlíki

egg og sykur þeytt, vanillusykri , hveiti, og lyftid blandað saman og sigtað
saman við, hrært saman.
smjörlíkið brætt í potti með mjólkinni og síðan hellt saman við deigið

bakað við ca 175 c. 20-25 mín


Ofanábráð
125 gr smjörlíki
100 gr kókosmjöl
125 gr súðursykur
4 msk mjólk
allt sett í pott, brætt saman, sett á kökuna heita, (má stinga aftur í ofninn með og baka í nokkrar mín)


SKÚFFUKAKA Þorleifs

Heil uppskift hálf uppskrift
250 gr smjörlíki 125 gr
600 gr sykur 300 gr
6 egg 3 stk
500 gr hveiti 250 gr
2 tsk lyftiduft 1 tsk
1 tsk matarsódi 1/2 tsk
1 tsk salt 1/2 tsk
1 dl kakó 1/2 dl
3 dl mjólk 1 1/2 dl

Smjör og sykur þeytt vel.
eggin sett útí eitt í einu
þurrefni sigtuð saman og hrært saman við með sleif. (hrært lítið) ásamt mjólkinni.
hiti 175 í ca 40 mín.

Krem
50 gr smjörlíki brætt
flórsykur
1-2 tsk kakó
kaffi eða heitt vatn




SÚKKULAÐIPIPARMYNTUKAKA

250 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
3/4 tsk salt
300 gr sykur
4 msk kakó
125 gr smjörlíki
2 dl mjólk
2 egg
Þurefni sett i skál, mjúkt smjörlíkið útí. og rúmlega helmingurinn af mjólkinni, hrært í 2 mín. svo egg og rest af mjólkinni, hrært í 2 mín. 175?C 30-40 mím.

Hvítt krem
2 bollar sykur
2 bolli vatn
5 blöð matarlím
myntudropar
sykur og vatn soðið í 10 mín. þeytt vel og matarlím og dropar sett útí, ath að setja ekki kremið á kökuna nema það sé hálf stíft.

Súkkulaðikrem
100 gr súkkulaði
50 gr smjörliki
1 þeytt egg
súkkulaði og smjör brætt saman í potti. eggið þeytt og hrært saman við.




EPLAKAKA

200 gr hveiti
200 gr sykur
150 gr smjörlíki
2 egg
1 tsk lyftiduft

1-2 epli
allt hrært saman, epli skorin í skífur og lagt ofan á degið. kanil og sykri stráð yfir,
200.c 20- 25 mín.










BOLLUDAGSBOLLUR
VATNSDEIG

175 gr smjörlíki
175 gr hveiti
1/2 lítri mjólk (vatn)
1/4 tsk salt
2 tsk sykur
4-5 egg (eftir stærð)

hitið mjólkina, sykurinn og smjörlíkið að suðu, setjið hveitið og saltið í, hrærið þar til degið losnar frá potti og sleif.
Kælið degið og eggin látin í eitt í einu. Hrært vel á milli, degið sett á vel smurða plötu með skeið eða sprautað á með sprautupoka.
baka í 30 mín við 175-190.c
má ekki opna ofninn fyrstu 15 mínúturnar.











GULRÓTARKAKA GÓÐ

4 egg
4 dl sykur
6 rifnar gulrætur
200 gr smjörlíki brætt
4 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
2 tsk vanillusykur

Egg + sykur þeytt vel
br. smjörlíki útí, svo rest.

2 form. strá kanilsykri yfir
hiti: 175.c
tími: 30 mín.

Krem
120 gr rjómaostur
60 gr smjörlíki
1 1/2 dl flórsykur

hrært vel saman. kókosmjöl ofaná.


(fínt að kaupa rifnar gulrætur tilbúnar í salatbarnum í Hagkaup)





Gamaldags VÍNARBRAUÐ

500 gr hveiti
150 gr sykur
175 gr smjörlíki
1 egg
2 tsk lyftiduft
1 tsk hjartarsalt
1 tsk kardimommudropar
mjólk

allt hnoðað saman. flatt út, sett á plötu, sulta ofan á miðjuna. brúnunum
hvolft yfir á miðjuna.

bakað í ofni við 175-200 c.
skorið niður í sneiðar, glassúr settur ofan á brúnirnar.












SKONSUR

1/2 bolli sykur
3 egg
4 bollar hveiti
5 tsk lyftiduft
mjólk
smá matarolía

degið er haft þykkt.
bakað á pönnukökupönnu .þykkar.



PÖNNUKÖKUR

3 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1-2 msk sykur
1/4 tsk salt
1-2 egg
4-5 dl mjólk
25 gr brætt smjörlíki
1/4 tsk vanilludropar

Þurrefni sett í skál svo eggin og smá mjólk,hrært og svo rest af mjólk, dropar og smjörliki. hrært vel.




VÍNARBRAUÐ OG SNÚÐAR
Brynja


1 kg hveiti
340 gr smjörlíki
300 gr sykur
4 tsk lyftiduft
2 tsk hjartarsalt
2 tsk kardimommur
3 egg
mjólk eftir þörf

sulta og kanill

allt hnoðað


hiti ca 175-190.c
tími ca 10-20 mín

vínarbrauð með sultu
snúðar með kanil.
glassúr ofaná.


PIPARMYNTUKAKA

2 stk egg
1/2 bolli smjörlíki
1 dl sykur
3/4 bolli hvieti
1/2 tsk lyfitiduft
1/2 tsk salt
60 gr brætt súkkulaði
2 msk vatn
1 tsk vanilludropar


KREM
2 bollar flórsykur
1/2 bolli rjómi
1 msk piparmyntudropar sett útí

rjómi og flórsykur er sett í pott og suðan látin koma upp, hrært í hrærivél þar til það þykknar,
kælt og sett á kökuna.
Bræða súkkulaði (ca 150 gr) og setja yfir myntukremið





BRÚN LAGKAKA á 2 plötur

200 gr púðursykur
200 gr smjörlíki
3 egg
375 gr hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1 1/4 tsk matarsódi
1 1/4 tsk negull
1 1/4 tsk kardimommur
2 1/2 tsk kakó
2-3 dl mjólk

Þeyta saman smjör og sykur, egg útí eitt í einu, svo þurrefnin og mjólkin að
lokum.
175-180¹
bakað á tveimur plötum.

Smjörkrem
250 gr smjör
250 gr flórsykur
3 eggjarauður
2 tsk vanillusykur

þeyta vel saman, smurt ofaná botnana og þeir lagðir sman, farg set ofaná og látið standa svolitla stund
skorið niður í hæfilega stórar kökur. má frysta.




Brauð
og
Gerbakstur










GER SNÚÐAR Góðir

150 gr brætt smjörlíki
1 1/2 dl sykur
750 - 800 gr hveiti
5 dl ylvolg mjólk
1 tsk salt
1 bréf þurrger
fylling:
smjörlíki til penslunar og sterkur kanilsykur

ofanábráð:
50 gr br smjörlíki
1 1/4 dl púðursykur
2 msk sýróp
1 msk vatn
saxaðar valhnetur, má sleppa

þurefni í hnoðskál + gerið líka.
mjólkinni hellt saman við brædda smjörið. hellt útí hnoðað í skálinni og látið hefast í
vaski með heitu vatni í amk. hálftíma. fletja út og strá kanil yfir. rúlla upp og skera í snúða.
baka í muffinsformum eða þétt á plötu.
taka út áður en fullbakað (eftir ca 8 mín) og smyrja bráð ofaná og full baka svo (í ca 4-5 mín.)

hiti ca 200. í miðjum ofni



PÍZZASNÚÐAR-skinkuhorn-pylsubollur

300 gr brætt smjörlíki
3dl sykur
1600 -1800 gr hveiti
1 l. ylvolg mjólk
2 tsk salt
2 bréf þurrger (7tsk)

þurrefni í Tupperware hnoðskál + gerið líka.
mjólk velgd og brædda smjörið útí. hnoðað í skálinni og látið hefast í 30-60 mín.

Góðir PízzuSnúðar: 2 pepperonibréf, 2 skinkubréf, rifinn ostur og 1 1/2 flaska hunts pizzusósa.
Skinkuhorn: fylling: söxuð skinka og ca 1 tsk rjómaostur, fletja út í pizzu skera í 8 sneiðar og setja fyllingu á breiðari endann, rúlla upp í horn. baka.
Pylsubollur: SS pylsur skornar í bita, fletja út degið og skera í ferninga
eða þríhyrninga, setja smá slettu ( 1/2 tsk) af frönsku sætu sinnepi í miðjuna og pylsubita ofaná, pakka inn.

Láta hefast á plötunni á hlýjum stað áður en bakað er.
baka í ca 8-15 mínútur, hiti ca 190. í miðjum ofni



RÚGBRAUÐ

3 1/2 bolli rúgmjöl
4 ½ bolli heilhveiti
1 bolli hveitiklíð
3 tsk salt
2 tsk natron
500 g sýróp
1 l. súrmjólk

Bakað í 4 mjólkurfernum í vatnsbaði í ca 7 klst 100.c




Brauðsúpa
rúgbrauð sett í pott í vatn yfir nótt.
hitað og marið i gegn um sigti
sítrónusafi,
maltöl
sykur
rúsínur
borið fram með þeyttum rjóma







LANGÖMMU-DÖÐLUBRAUÐ

2 bollar púðursykur
4 egg
2 msk smjörlíki
3 bollar hveiti
2 tsk matarsódi
250 gr saxaðar steinlausar döðlur

Döðlur í pott með pínu vatni, sjóða í mauk, hræra vel á meðan.
allt í skál, heitar döðlur saman við.

baka í ca 1 klst, 150-160 c.
í miðjum ofni.















ÖRBYLGJUDÖÐLUBRAUÐ

225 gr saxaðar döðlur
2 dl vatn
1 tsk matarsódi
175 gr púðursykur
25 gr smjör
1 egg
225 gr hveiti
1 tsk lyftiduft

vatnið hitað, döðlur látnar standa í því í 10 mín strá matarsódanum yfir.
þeyta saman sykur og smjör, eggið þeytt saman við.
döðlum og vökva , hveiti og lyftidufti bætt í og hrært vel.
Hellt ísmurðan örbylgjupott ( helst 2 lítra pott)

bakað í 10 mín, láta standa í 10 mín.
borið fram með smjöri.










BRAUÐBOLLUR GUMMA


2 kg hveiti
2 msk salt
5 msk sykur
5 msk ger
1 líter volgt vatn
1-11/2 dl olía

láta hefast í 1 klst
móta bollur - rúlla - skera
hefast 1/2 tíma
baka 12-14 mín við ca 200c.

stór uppskrfit. Þessar má hálfbaka. Þeas taka bollurnar út úr ofninum þegar þær eru mjög ljósar.
Frysta , svo má fullbaka þær í ca 4-6 mín þar til þær eru fallega ljós brúnar. Við ca 200 c.











HEILHVEITIBRAUÐIÐ
hennar Steinunnar


5 dl hveiti
3 dl heilhveiti
4 tsk lyftiduft
2 tsk sykur
1/2 tsk salt
4 dl mjólk (má vera súr)
2-3 msk hveitiklíð*
3 msk hveitikím*
2 msk hörfræ*

(* = má sleppa)

þurrefnum blandað saman í skál
vökvinn settur útí. smurt jólakökumót

hiti ca 175-200 bakað i 40-60 mín.









GULRÓTARBRAUÐ SÖDERKÖPINGS BRUNN

8 dl rúgmjöl
12 dl grahamsmjöl
8 dl hveiti
16 dl súrmjólk
4 dl sýróp
8 tsk natríum
1ö dl rifnar gulrætur

Öllu blandað saman. 3 stór form. Bakað við 175?C í ca 11/2 ? 2 tíma.

SESAMBOLLUR Jennýar.

6,5 dl mjólk
50 gr ger
65 gr sykur
200 gr smjör
20 gr salt
1,2 kg hveiti

Sesamfræ.



Heitir
Brauðréttir
og Brauðtertur



HEITUR CAMEMBERT BRAUÐRÉTTUR Góður

Hvítt formbrauð
Skinka
Paprika
Ananas og smá safi
Smá mæjónes
----------------saxað og blandað saman
Camembert og rjómi er sett í pott og hitað,
hellt yfir brauðréttinn.

Efsta lag:
1 dós grænn aspas og smá safi
Rifinn ostur
Hitað ca 30 mín.


Gamli góði brauðrétturinn minn

Formbrauð
Skinka, grænn aspas og ananas,
Mæjónes,sýrður rjómi og safi.
Öllu blandað í salat sem á að vera vel blautt.
Hellið rjóma í botninn á eldföstu móti. Brauð og salat í 2-3 lögum og rjómi yfir. Rifinn ostur yfir og hitað c.a. 30 mín.



FERSK HÖRPU BRAUÐTERTA

1 stórt Myllu brauðtertubrauð
mæjones og syrður rjómi
1 stórt skinkubréf
4-5 harðsoðin egg
4 tómatar (skrældir)
4 ferskjur (úr dós) ma sleppa
1 dós ananas + smá safi
1 dós aspars
1/2 agúrka
blá vínber (í skraut ofaná)


Skorpan tekin af brauðinu. og raðað 2 sneiðum hlið við hlið á bakka.
Grænmeti og ávextir saxað smátt og blandað í stóra skál, mæjonesi hrært saman við. smá aromat.
Salatinu smurt á brauðin í lögum, líka efst og skreytt með vínberjum.










HEITT RÚLLUTERTUBRAUÐ

Beikonostur
Sveppir
Paprika
Blaðlaukur
Skinka
4 msk majónes
ananas og safi
aromat krydd

Öllu blandað saman og smurt á rúllutertubrauð.
Ostur yfir.
Hitað ca 30 mín í ofni.




sveppasmurostur
aspasdós
skinka
3 msk majones

Öllu blandað saman og smurt á rúllutertubrauð.
Ostur yfir, hitað.






KARRÝGRJÓNARÉTTUR

soðin Mild Currý hrísgrjón (1 pakki)
½-1 dós sveppir
200 gr rækjur
1/2 peli rjómi
3 msk mæjónes + sveppavökvi
2 tsk karry


Sett í eldfast mót og bakað í 20 mín við 200.c.
Borið fram með ristuðu brauði. Eða snittubrauði.

















FYLLT SNITTUBRAUÐ

1 smjörvi
2 smálaukar
7 tsk sætt sinnep
4 tsk sítrónusafi
500 gr skinka
6 smáar gúrkur
3 hvítlauksgeirar ( 2 tsk mauk)
fersk steinselja
ostur í sneiðum

Allt saxað mjög smátt, ( eða hakkað)
hrært saman við smjörvann,
brauðið skorið eftir endilöngu, ( 2 raufar) eða í sneiðar)
fyllingu smurt i raufarnar og osti á eftir.
pakkað í álpapír, bakað í ofni þar til osturinn hefur bráðnað.

önnur fylling,
tómatsneiðar, ostur og skinka.rauðlaukur










BRAUÐ-Sullréttur

1 franskbrauð skorpulaust, skorið í teninga
2 paprikur t.d. rauð og græn
1 skinkubréf (stórt Búrfells)
400 ml mæjones
1 dós sýrður rjómi
2 tómatar
1/2 púrrulaukur
1/2 dós ananas kurl
rækjur til að strá yfir (má sleppa)


Allt skorið smátt og sett í skál.
Mjög gott daginn eftir orðið vel djúsí.











PASTASALAT

Soðið pasta ( td. slaufur)
1/2 haus Iceberg salat
1/2 Rauðlaukur (sneiðar þunnar)
skinka (skorin í strimla)
ferskir sveppir sneiðar.
tómatar í bátum
gúrka
Feta ostur í kryddolíu
harðsoðið egg ef vill

Saxa iceberg salatið, laukinn og sveppina og skinkuna,
setja allt saman í skál og pastað, hella smá kryddolíu yfir, skera
ostateninga í tvennt og strá yfir,
( egg skorið á báta og raðað ofaná)

Borið fram með frönsku snittu brauði eða ristuðu brauði.









PIZZA

2 1/2 tsk þurrger
6 1/2 dl hveiti
2 1/2 dl volgt vatn
1 tsk salt
1 tsk sykur
2 msk matarolía

hnoðað í hnoðskál.
hefast í 30 mín. fletja út . hefast í 20 mín. .

PIZZA SÓSA
1 dós niðursoðnir tómatar
2 msk púrré
1 tsk oregano
1 tsk basil
1 tsk sykur
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 laukur. smátt saxaður
3 hvítlauksrif
3 msk olía.

laukur og hvítl. brúnað . hitt útí , soðið í 20 m. sett á pizzu. svo er sett
álegg á og ostur. bakað í ca 20 mín.



LASAGNE BOLOGNESE

1 pakki lasagne blöð (barilla þarf ekki að forsjóða)
500 gr hakk.
1-2 dósir Tómatar
2 dósir tómatpúrra
sveppir
1 stór laukur
2-3 hvítlauksrif
1 súputeningur
salt og pipar
oregano og steinselja

Steikja lauk og hvítlauk í smá olíu.
Bæta hakkinu í og steikja (brúna vel)
setja tómatadósirnar í pott og sjóða, bæta teningi í,
(ekki verra að stappa með kartöflustappara eða töfrasprota) bæta svo púrre-inu í og svo öllu gumsinu.
krydda og sjóða í hálftíma. ( hægt að nota Paul Newmans tómat pastasósu ( spaghettisósu) í staðinn og þá setur maður 1 dós af púrre útí og 1 tening og svo gumsið, sjóða í 5 mín)

OSTASÓSA ( bechamel sósa)(má nota pakkasósur td Bla band)eða gera sósujafning ( uppstúf)

Lasagneblöð og ostasósa og kjötsósa sett í eldfast mót í lögum. baka í 40 mín. bera fram með hvítlauksbrauði




Kjúklingasalat
Gott salat
Feta ostur
Kirsuberjatómatar
Gúrka
Avacado (ekki of þroskað og ekki of lítið þroskað!) Rauðlaukur
Furuhnetur (létt ristaðar á pönnu)
Tortillas flögur, plain.

Kjúklingabringur skornar í bita, steikt í olíu, hvítlaukssalt, eða annað gott krydd. Þegar þær orðnar mjúkar og safaríkar hellið þá yfir Hunts Barbeque sósu og látið malla í stutta stund, alls ekki hafa
of mikla sósu. Kjúklingur og tortilla flögur eru settar í salatið étt fyrir framreiðslu.

Sósa
Olía (nota olíuna úr fetaostinum)
Balsamic edik
Sinnep
Hlyn síróp
Marður hvítlaukur
Bara smakka og athuga hvort ekki gott!
Olíunni hellt yfir rétt áður en salat framreitt. Þannig er það ferskast.












Jólasmákökur






SÖRU BERNHARÐSKÖKUR

300 gr malaðar möndlur
6 dl flórsykur
5 stífþeyttar eggjahvítur

Blandið flórsykri og möndlum varlega við hvíturnar.
Sett með skeið á ofnplötu.
Bakað við 180?C í ca 15 mím.

Smjörkrem
1½ dl sykur og 1½ dl vatn er soðið saman í sýróp, kælt aðeins.
5 þeyttar eggjarauður
300 gr smjör
2 msk kakó
2 ½ tsk kaffiduft

Volgu sýrópinu er hellt í mjórri bunu útí þeyttar eggjarauðurnar.
Þeytt allan tíman.
Blandið svo smjöri og kakói útí og þeytið áfram.
Kaffiduftinu er blandað við matskeið af sjóðandi vatni og sett útí. Kremið er kælt og smurt á kókurnar.
Kælt í ísskáp.

Bræðið ljóst og dökkt súkkulaði saman og hjúpið kökurnar.

KÓKOSSÚKKULAÐIKÚLUR


200 gr kókosmjöl
400 gr hveiti
6 tsk kakó
1 tsk matarsódi
400 gr smjörlíki
250 gr sykur
2 eggjarauður

þurrefnum blandað saman. smjörlíki mulið útí. eggjarauða síðast

velta kúlunum uppúr kókosmjöli ( grófu)

baka við ca 200.c













MÖMMUKÖKUR

500 gr hveiti
125 gr smjör
140 gr sykur
200 gr sýróp
2 tsk engifer
1 1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 egg

smjörið sett í skál og mulið. þurrefnum blandað saman við og allt hnoðað
vel. flatt út og skorið í hringi, bakað í miðjum ofni.


KREM

125 gr smjör
125 gr flórsykur
1-2 eggjarauður
1 tsk vanillusykur
1/4 tsk engifer

Sett á hverja köku og lokað með annari...
geymt í vel lokuðu íláti.





SÚKKULAÐIKÖKUR MEÐ SKRAUTSYKRI

300 gr hveiti
200 gr sykur
200 gr smjörlíki
2 egg
2 tsk lyftiduft
3 msk kakó
1 tsk vanilludropar

hnoðað saman og rúllað í lengjur, skorið í tígullaga bita, dýft í rauðan skrautsykur
200. litla stund í ofni. ( 8-10 mín)

Vanillufingur m/súkkulaði (vanilluhringir)
500 hr hveiti
370 gr smjörlíki
250 gr sykur
1 egg
1 tsk hjartarsalt
1 tsk vanillusykur

hnoðað deig sett í hakkavélina, gerðir fingur (eins og loftkökur) eða hringir
bakað 175 c. 5-10 mín
(Fingur: pensla með súkkulaði á botninn, eða dýfa helming í súkkulaði)


VANILLUFINGUR MEÐ
SÚKKULAÐI (vanilluhringir)


500 hr hveiti
370 gr smjörlíki
250 gr sykur
1 egg
1 tsk hjartarsalt
1 tsk vanillusykur

hnoðað deig
sett í hakkavélina,
gerðir fingur (eins og loftkökur)
eða hringir

bakað 175 c. 5-10 mín

(Fingur: pensla með súkkulaði á botninn, eða dýfa helming í súkkulaði)











DRÖFNÓTTIR KÓKOSTOPPAR

3 egg
225 gr sykur
300 gr kókosmjöl
100 gr suðusúkkulaði

þeytið egg og sykur. Blandið hinu varlega útí, sett í toppa.
Bakað við 140-150?C. Geymt í plastpoka.


LOFTKÖKUR

750 gr flórsykur
2 egg
4-5 msk kakó
2-3 tsk hjaartarsalt
1 msk mjólk

Flórsykur og kakó er sigtað. Egg útí. Blandið hjartarsaltinu í mjólkina. Hrært, hnoðað og kælt.
Hakkavél.







SALTHNETUTOPPAR

4 stífþeyttar eggjahvítur
2 dl sykur
1 dl kókosmjöl
1 dl mulið kornflex
1 dl brytjað súkkulaði
1 dl brytjaðar salthnetur
½ tsk lyftiduft

Sykurinn er þeyttur saman við hvíturnar.
Öllu blandað varlega saman og sett með meðskeið á bökunarpappír.
125?C í ca 45 mín.

KURLTOPPAR

3 stífþeyttar eggjahvítur
200 gr púðursykur
150 gr rjómasúkkulaði
Nóa lakkrískurl

Púðursykrinum er þeytt saman við hvíturnar. Ollu blandað varlega saman og sett á bökunarplötu með skeið. 150?C í ca 20 mín










Annað






AMERÍSKT SMJÖRKREM

1 bolli crisco feiti
1 bolli smjörlíki
2 tsk vanilla
8 bollar flórsykur
4 msk mjólk
matarlitur

Þeytið upp feitina , bætið svo einu hráefni útí í einu og þeytið allann tímann. Magn: 6 bollar.
Kremið má geyma í kæli allt að 2 vikur en þá þarf að þeyta það upp aftur.

HVÍTT FROSTIE KREM

1 bolli sykur
½ bolli vatn
2 msk sýróp
2 þeyttar eggjahvítur

Soðið rólega í sýróp. Kælt aðeins og hellið svo volgu sýrópinu út í þeyttar hvíturnar í mjórri bunu. Þeytið allann tímann. Þetta krem er best sama dag.







TOBLERONE JÓLAÍS

6 eggjarauður
1 bolli púðursykur
½ l. Rjómi
toblerone súkkulaði
Baileys líkjör

Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn.
Blandið varlega við þeyttan rjóma og súkkulaðið. Frystið.


SÚKKULAÐIFONDUE

1 ópal hjúpsúkkulaði
2 nóa síríus mjólkursúkkulaði
1-2 Nóa síríus karmellufyllt súkkulaði
1 peli rjómi
hitaðí potti ....má alls ekki sjóða.

Heit íssósa
2 Mars súkkulaði
½ peli rjómi
50 gr súkkulaði
Sett í pott, látið malla aðeins, hrært allan tíman.





KÓKOSKÚLUR
NEGERBULLAR

100 gr smjör
1 dl skur
1 msk kakó
3 dl haframjöl
smá kaffi
kúlunum er velt uppúr kókosmjöli og sykri.



2-3 msk kakó
2 msk smjörvi
150 gr sykur
200gr haframjöl
3 msk heitt kaffi
Kúlunum er velt uppúr kókosmjöli og sykri.








Play doh-Leikdeig-leir

2,5 dl hveiti
1 dl salt
1 msk alun rotvarnarefni (fæst t.d. í árbæjarapóteki)
2,5 dl sjóðandi vatn
1 msk olía
litarefni t.d. matarlitur eða málningarlitur

Öllu blandað saman , best að setja litarefnið saman við vatnið.
Hnoðað vel og geymt í lokuðu íláti.





sveitastelpa | 20. feb. '06, kl: 16:26:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá takk takk ég hlýt að finna eitthvað þarna og ég ætla að setja þessa síðu í favorit hjá mér.

elnett | 11. nóv. '07, kl: 11:32:18 | Svara | Er.is | 0

Nammmmmmmmmmmi.




------------------------------------
---------------------------------
Ógerlegt er að spá fyrir um framtíðina - en hægt er að breyta henni.

Hvenær mun okkur skiljast að við heimurinn stjórnar okkur en við en við ekki heiminum?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
Síða 1 af 47979 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien