gömul íslensk orðatiltæki eða sérstök :)

leiftra | 10. feb. '12, kl: 08:23:05 | 1140 | Svara | Er.is | 0

muniði eftir einhverjum sérstökum eða gömlum orðum eða orðatiltækjum sem voru notuð á ykkar heimilium ? En heyrið sjaldan í dag ... 
heima hjá mér var td talað um blárassafæri = hálka :) 
af sagði líka oft, nei nú fer að bera í bakkafullan lækinn stúlka mín :) hehe ég sé það stundum skrifað, en ég held að það yrði hlegið að mér ef ég færi að nota þetta í vinnunni :) 

 

tolike | 10. feb. '12, kl: 08:55:27 | Svara | Er.is | 0

Mamma notaði alltaf: Sá vægir sem vitið hefur meira við okkur systkinin þegar við vorum að slást. Ég notaði þetta svo einhvern tímann við vini mína þegar ég var yngri og enginn skildi orð af því sem ég sagði :)

brian may | 10. feb. '12, kl: 09:23:07 | Svara | Er.is | 0

Sá vægir sem vitið hefur meira var mikið notað af minni móður við okkur slagsmálaseggina (systkinin)

 

Sjaldan launar kálfur ofætið heyrði ég oft sem krakki. Og þetta se, þú komst með með bakkafulla lækinn. Svo fór mamma oft með lata Geir á lækjarbakka fyrir okkur þegar við vorum löt.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Ég hata lyklaborðið mitt ;(

leiftra | 10. feb. '12, kl: 09:27:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já akkúrat sá vægir sem vitið hefur meira :) það nota ég nú stundum :) ...

ingbó | 10. feb. '12, kl: 14:47:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Rétt er nú  "Sjaldan launar kálfur ofeldi"

brian may | 10. feb. '12, kl: 23:11:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ofeldi-ofæti. Same shit different name :)

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Ég hata lyklaborðið mitt ;(

kalleanka | 10. feb. '12, kl: 09:48:14 | Svara | Er.is | 1

Það er of seint að grípa um rassinn þegar allt er komið í buxurnar
Þetta var stundum sagt við mig þegar ég var fljótfær sem krakki. Nota þetta óspart á soninn og vini hans í dag ;)

ingbó | 10. feb. '12, kl: 14:48:18 | Svara | Er.is | 3

Orðatiltækið er ekki að það fari að bera í bakkafullan lækinn - heldur "það er að bera í bakkafullann lækinn"

Ziha | 10. feb. '12, kl: 18:16:15 | Svara | Er.is | 0

Að rembast eins og rjúpan við staurinn,  bylur hæst í tómri tunnu, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, margur er knár þótt hann sé smár og fullt af fleirum. 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

missCarla | 10. feb. '12, kl: 18:20:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

að pissa í skóinn er skammgóður vermir ... sagði þetta við litla bróður minn sem að bara gat ómögulega skilið hvað ég var að fara með þessari vitleysu 

abbalabbalú | 10. feb. '12, kl: 19:36:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann hefur greinilega aldrei migið í skóinn sá!

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

þumall | 10. feb. '12, kl: 19:34:30 | Svara | Er.is | 0

Ef maður meiddi sig sagði mamma alltaf: þetta grær áður en þú giftir þig.
Og ef ´maður var eitthvað óþolinmóður : þetta kemur allt með kalda vatninu

Smákökudrottning | 10. feb. '12, kl: 21:01:40 | Svara | Er.is | 0

Hátt hreykir heimskir sér og á móti var svarað: en heimskari er sá sem neðar er

druzin | 10. feb. '12, kl: 21:03:28 | Svara | Er.is | 1

"Það er uppi á þér typpið" er furðulegasta orðtak í íslenskri tungu.

leiftra | 10. feb. '12, kl: 21:36:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mamma sagði líka oft við mig þegar ég var óþolinmóð ... andaðu með nefinu .... stend mig að því að segja þetta líka ...samt svo fáránlegt :) 

Gale | 10. feb. '12, kl: 23:40:48 | Svara | Er.is | 3

Eitthvað skrýtnasta máltæki sem ég hef heyrt á íslensku er "þaðer bita munurenekki fjár".

Detlef | 20. júl. '19, kl: 23:39:16 | Svara | Er.is | 0

Þú ert nú meiri apakötturinn

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48005 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, Hr Tölva, Bland.is, Guddie