gömul íslensk orðatiltæki eða sérstök :)

leiftra | 10. feb. '12, kl: 08:23:05 | 1058 | Svara | Er.is | 0

muniði eftir einhverjum sérstökum eða gömlum orðum eða orðatiltækjum sem voru notuð á ykkar heimilium ? En heyrið sjaldan í dag ... 
heima hjá mér var td talað um blárassafæri = hálka :) 
af sagði líka oft, nei nú fer að bera í bakkafullan lækinn stúlka mín :) hehe ég sé það stundum skrifað, en ég held að það yrði hlegið að mér ef ég færi að nota þetta í vinnunni :) 

 

tolike | 10. feb. '12, kl: 08:55:27 | Svara | Er.is | 0

Mamma notaði alltaf: Sá vægir sem vitið hefur meira við okkur systkinin þegar við vorum að slást. Ég notaði þetta svo einhvern tímann við vini mína þegar ég var yngri og enginn skildi orð af því sem ég sagði :)

brian may | 10. feb. '12, kl: 09:23:07 | Svara | Er.is | 0

Sá vægir sem vitið hefur meira var mikið notað af minni móður við okkur slagsmálaseggina (systkinin)

 

Sjaldan launar kálfur ofætið heyrði ég oft sem krakki. Og þetta se, þú komst með með bakkafulla lækinn. Svo fór mamma oft með lata Geir á lækjarbakka fyrir okkur þegar við vorum löt.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Ég hata lyklaborðið mitt ;(

leiftra | 10. feb. '12, kl: 09:27:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já akkúrat sá vægir sem vitið hefur meira :) það nota ég nú stundum :) ...

ingbó | 10. feb. '12, kl: 14:47:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Rétt er nú  "Sjaldan launar kálfur ofeldi"

brian may | 10. feb. '12, kl: 23:11:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ofeldi-ofæti. Same shit different name :)

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Ég hata lyklaborðið mitt ;(

kalleanka | 10. feb. '12, kl: 09:48:14 | Svara | Er.is | 1

Það er of seint að grípa um rassinn þegar allt er komið í buxurnar
Þetta var stundum sagt við mig þegar ég var fljótfær sem krakki. Nota þetta óspart á soninn og vini hans í dag ;)

ingbó | 10. feb. '12, kl: 14:48:18 | Svara | Er.is | 3

Orðatiltækið er ekki að það fari að bera í bakkafullan lækinn - heldur "það er að bera í bakkafullann lækinn"

Ziha | 10. feb. '12, kl: 18:16:15 | Svara | Er.is | 0

Að rembast eins og rjúpan við staurinn,  bylur hæst í tómri tunnu, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, margur er knár þótt hann sé smár og fullt af fleirum. 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

missCarla | 10. feb. '12, kl: 18:20:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

að pissa í skóinn er skammgóður vermir ... sagði þetta við litla bróður minn sem að bara gat ómögulega skilið hvað ég var að fara með þessari vitleysu 

abbalabbalú | 10. feb. '12, kl: 19:36:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann hefur greinilega aldrei migið í skóinn sá!

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

þumall | 10. feb. '12, kl: 19:34:30 | Svara | Er.is | 0

Ef maður meiddi sig sagði mamma alltaf: þetta grær áður en þú giftir þig.
Og ef ´maður var eitthvað óþolinmóður : þetta kemur allt með kalda vatninu

Smákökudrottning | 10. feb. '12, kl: 21:01:40 | Svara | Er.is | 0

Hátt hreykir heimskir sér og á móti var svarað: en heimskari er sá sem neðar er

druzin | 10. feb. '12, kl: 21:03:28 | Svara | Er.is | 1

"Það er uppi á þér typpið" er furðulegasta orðtak í íslenskri tungu.

leiftra | 10. feb. '12, kl: 21:36:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mamma sagði líka oft við mig þegar ég var óþolinmóð ... andaðu með nefinu .... stend mig að því að segja þetta líka ...samt svo fáránlegt :) 

Gale | 10. feb. '12, kl: 23:40:48 | Svara | Er.is | 3

Eitthvað skrýtnasta máltæki sem ég hef heyrt á íslensku er "þaðer bita munurenekki fjár".

Detlef | 20. júl. '19, kl: 23:39:16 | Svara | Er.is | 0

Þú ert nú meiri apakötturinn

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bjarni Ben og góðverkið hans Júlí 78 18.8.2019 19.8.2019 | 05:44
Ađ selja málverk mikaelll 18.8.2019 19.8.2019 | 03:40
Hvar finn ég þetta? princessXplague 18.8.2019 19.8.2019 | 03:38
Rauði Mix gosdrykkurinn Genið 18.8.2019
Lagið í Gull bjór auglýsingunni. peppykornelius 18.8.2019
Umgengni 50/50 þeas vika vika. Missoverlander 16.8.2019 18.8.2019 | 22:05
Útitónleikar á Íslandi og fleira Júlí 78 17.8.2019 18.8.2019 | 19:38
Framhjáhald Fortid6 18.8.2019 18.8.2019 | 18:24
Laun Safaridrottning 18.8.2019
Tolli myndlistarmaður hdfatboy 14.8.2019 18.8.2019 | 18:07
Phantom hátalarar á Íslandi ?? MattiXYZ 18.8.2019
Brieðavíkurmál framtíðarinnar ? jaðraka 17.8.2019 18.8.2019 | 16:45
Ísöldinni fer að ljúka Hauksen 17.8.2019 18.8.2019 | 13:53
Leita að sal/húsnæði fyrir sjálfshjálparsamtökin Smart Recovery SmartRecovery 18.8.2019
Hvaða vinna? Safaridrottning 18.8.2019
Snælandsskóli og húsnæðismál molinnn 18.8.2019
Vantar kippu af bjór Sóley2019 17.8.2019
100% buckweed núðlur MaggiNF 17.8.2019
bláber og krækiber Newyear2018 16.8.2019 17.8.2019 | 07:56
Ódýrir en góðir tannlæknar i Hafnarfirði Mswave 7.8.2019 17.8.2019 | 07:08
Manneskja sem spitali hringir í almamma 12.8.2019 16.8.2019 | 23:16
Samtökin 78 Dehli 13.6.2016 16.8.2019 | 19:31
Katy Perry Hr85 15.8.2019 16.8.2019 | 16:35
Self-employed in Iceland aallex 16.8.2019
Besta leiðin til framtíðarsparnaðs Svonaerthetta 16.8.2019
Nudd námskeið? Katrín Stefánsdóttir 16.8.2019
Hvar fást afruglarar? Ljufa 18.7.2015 16.8.2019 | 06:36
Pennavinir magnusinae 13.8.2019 15.8.2019 | 19:26
Sönglist ny1 15.8.2019
Office pakkinn fanneyrut 12.8.2019 15.8.2019 | 16:49
Muni þið eftir lyktar tússpennunum ?? Kristín86 15.8.2019 15.8.2019 | 16:48
Spa dekur rvik mialitla82 15.8.2019
stuðningsfulltrúar í grunnskóla dúbbí 13.8.2019 15.8.2019 | 14:11
Múmínálfa bollar Irod 2.12.2014 15.8.2019 | 12:03
Kínverski nuddarinn á Skólavörðustíg vappi 15.8.2019
Karítas spákona í Hafnarfirði.....???? prinsesse10 12.7.2006 15.8.2019 | 09:51
Þar hafið þið það stelpur, mannkynið má þakka fyrir að við strákarnir nennum að nauðga ykkur! spikkblue 15.8.2019
Óvænt Jol2019 11.8.2019 14.8.2019 | 23:43
Tietze syndrome ÞBS 14.8.2019
Húsráð? fjola77 14.8.2019 14.8.2019 | 21:04
Vegan og gæludýr? Gaur99 10.8.2019 14.8.2019 | 19:43
Hversu lengi má rukka fyrir þjónustu aftur í tíma? hammet75 14.8.2019 14.8.2019 | 18:41
Singapúr skorogfatnadur 14.8.2019 14.8.2019 | 17:11
Félag eldri borgara og nýju íbúðirnar Júlí 78 13.8.2019 14.8.2019 | 14:55
Umgengni við pabba?? ergodergo 18.7.2019 14.8.2019 | 13:51
Net hjá Nóva Synyster 12.8.2019 13.8.2019 | 19:27
Óvissuferð á norðurlandi fotilsolu 12.8.2019 13.8.2019 | 18:39
Geitungabú - kostnaður eða aðferð auglysingarnar 13.8.2019 13.8.2019 | 17:20
astma læknir.. villisvin 4.9.2003 13.8.2019 | 14:52
Íslensk hönnun - brúðargjöf Legendairy 12.8.2019 13.8.2019 | 14:10
Síða 1 af 19707 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron