Hæ mæður eða vonandi verðandi mæður! Nokkrar spurningar :)

hvadætliþaðse | 12. maí '15, kl: 10:30:51 | 288 | Svara | Þungun | 0

Hæhæ! Er alveg ný hérna, og vá hvað þessir þræðir hafa hjálpað mikið.
Þannig er mál með vexti að ég og maðurinn minn erum byrjuð að reyna.
Ég hætti á pillunni um miðjan apríl, eftir 5 ár. Ég spurði lækni um það hvernig þetta virkaði þegar maður hefur verið svona lengi á pillunni og hún sagði að það skiptir litlu máli hvort maður hefur verið á pillunni eða ekki, pillan hættir að virka strax og hún er ekki tekin eða fólk hættir að taka hana.
- EF það gekk hjá okkur að verða ólétt í fyrstu tilraun þá væri ég líklegast komin rúmlega 3 vikur núna, hef alltaf verið mjög regluleg með blæðingar og svoleiðis.
Ég veit ég er að hugsa kannski of mikið um þetta, er að reyna að gera það ekki en það er bara erfitt þegar maður er spenntur og í leiðinni stressaður um að byrja á túr..
Ég var að panta þungungarstrimla frá frjósemi, bý útá landi svo það kemur ekki fyrr en á miðvikudaginn-fimmtudaginn.
Prufaði í gær að taka no doubt próf í gær og það kom alveg neikvætt.. Er bara svo spennt, en í leiðinni er ekkert sniðugt kannski að taka próf snemma þar sem maður missir alla von þegar það kemur neikvætt.
Hef ekki fengið nein einkenni, nema reyndar fékk ég frunsu vikuna eftir egglos, og ég er ALLS ekki vön að fá frunsu! Hef lesið eitthverstaðar að það er stundum fyrsta einkennið.
Varð bara að koma þessu frá mér.... Er svo spennt en svo ótrúlega stressuð í leiðinni!
- Hvernig hafa þungunarstrimlarnir reynst ykkur?
- Hvenær fengu þið jákvætt próf?
- Gekk hjá ykkur að verða ólétt á fyrsta tíðahring eftir að hafa hætt á pillunni?
- Er eitthver í sömu sporum og ég? Meira að segja með svona spennuhnút í maganum?
Og einsog ég segi, þá veit ég að ég á ekki að pæla OF mikið í þessu og það eru alveg örugglega eitthverjar hérna sem skilja mig... :)
Fyrirfram þökk!

 

myrkva1 | 12. maí '15, kl: 13:24:16 | Svara | Þungun | 0

Ég var a pillunni i 5 ár+..
Var með reglulrgan hring þegar eg var a pillunni þvi eg gat stjornað hringnum sjalf. Ég var i 6 mánuði með óreglulegan hring gelk alveg uppi 56daga lengsti.
Þú ert bara heppinn ef það gerist i fyrsta hring, en að sjalfsogðu er pillan hætt að virka strax en það tekur þig nokkra manuði að koma aftur a rett ról mrð hringinn aftur.
Tók mig 6 mán að verða ólétt. Mér finnst þessir þungunarstrimlar algjört drasl :P fekk ekki jakvætt á þá en jakvætt a venjulegt próf :P

Ég myndi bíða róleg og ekkki taka próf svona snemma :) gangi þer vel

símadama | 12. maí '15, kl: 16:47:21 | Svara | Þungun | 0

Sæl og velkomin í hópin :D

Ég var búin að vera á pillunni í ábyggilega 5-6 ár og hætti á henni í maí 2014 (fyrir ári).
Varð strax ófrísk í fyrsta hring en missti svo komin 8v. Byrjaði strax að reyna aftur og er enn að .. hehe :) Vonandi fer þetta nú að koma.
Ég hef ekki mikla reynslu af þungunarprófsstrimlunum.. en hef alveg nokkrum sinnum fengið gallað eða uppgufunarlínu, svo ég mæli kannski ekki með þeim en gott að eiga þá svona til vara :)
Hef samt fína reynslu af egglosstrimlunum - ódýrir og fljótvirkir.
Maður er alltaf spenntur í lok hringsins.. en svo reynir maður bara að ekki vera svekktur ef ekkert gerist :D haha

Gangi þér vel :)

nycfan | 12. maí '15, kl: 17:27:26 | Svara | Þungun | 0

Hringurinn minn fór í tóma vitleysu eftir pilluna. Var alltaf regluleg fyrir pilluna en þurfti að koma blæðingum af stað stuttu eftir að ég hætti á pillunni og smá vesen og það tók 9 mánuði að verða ólétt en mér heyrist það geta tekið allt að ár.
Ég fór í smá stun á brjóstapilluna eftir fæðingu en notuðum svo bara smokkinn því pillan fór svo illa í mig og núna erum við búin að reyna í 2 ár og vorum í tæknisæðingu nr 4 (nr 3 virkaði en missti).
Þegar ég varð ólétt núna í mars sem ég missti þá fékk ég jákvætt á digital prófi og var augljóslega soldið mikið jákvætt því það sýnir vikur en ég fékk bara daufa línu á strimlunum. Ég nota egglosprófin frá frjósemi en eftir daufu línuna þegar ég var augljóslega ólétt þá pantaði ég First Response próf hjá frjósemi og mun nota þau næst.

everything is doable | 12. maí '15, kl: 17:30:24 | Svara | Þungun | 0

ég hætti á pillunni seinasta sumar eftir 4 ár, fyrsti hringurinn var rosalega langur (67 dagar) en varð svo nokkuð reglulegur með 32 daga (30-34), ég veit að þetta er ótrúlega erfit en ég mæli með því að vera slök vonandi ertu heppin og það heppnast strax en frunsan getur líka þýtt bara að hringurinn þinn sé í fyrsta sinn í langan tíma að taka við sér.
Eitt ráð sem ég las var að ef þú ert nógu ólétt til að fá einkenni ertu nógu ólétt til þess að fá jákvætt og það hefur reynst rétt við erum að detta í ár og í hvert sinn fæ ég ógleð,i viðkvæmar greivörtur,  helaum brjóst og furðulegan fiðring þarna niðri en allt kemur fyrir ekki og ég hef aldrei orðið ófrísk. 
Já og þetta með spennuhnútinn =) ég var svona fyrstu 2 mánuðina bara með fastan spennuhnút í maganum en það fór og ég er orðin miklu rólegri (tek það samt fram að vikurnar tvær eftir egglos tekst mér alltaf að sannfæra sjálfan mig um þetta hafi tekist núna). 
Gangi þér rosalega vel og ég vona innilega að þetta takist fljótt hjá ykkur

smusmu | 12. maí '15, kl: 18:36:00 | Svara | Þungun | 0

Ég hef tvisvar orðið ólétt um leið og ég hætti á pillunni (annað skiptið hafði ég verið á pillunni í eitt ár en hitt skiptið í 6 ár). Fékk jákvætt eftir að ég hefði átt að byrja á túr ef tíðarhringurinn hefði verið 28 dagar. Skil þig vel að vera spennt en það er ótrúlega leiðinlegt að fá neikvætt þannig að alltaf betra að bíða þar til það er einhver séns að fá jákvætt :Þ

hopefully | 1. jún. '15, kl: 00:31:18 | Svara | Þungun | 0

Úff eins og talað úr mínu hjarta! Svo spennandi að vita hvort að þetta hafi tekist en um leið svo stressandi að rósa frænka sé að koma!

Samsungdaman | 15. jún. '15, kl: 23:59:14 | Svara | Þungun | 0

hæhæ :-).
eg veit reyndar ekki hversu mikinn "rett" eg a að svara herna inni þar srm við kærastinn vorum ekkert að reyna þannig seð að viti. Þetta var meira svona að eg hætti a pillunni og svo fer sem fer. Eg hætti a pillunni i agust 2013 og varð ofrisk i lok mai/byrjun juni 2014 en tok ekki prof fyrr en fyrstu helgina i agust, komin þa 8 vikur a leið. Þar sem tiðarhringurinn minn er mjög oreglulegur var eg ekkert að spa i blæðingarnar en for að þykja þetta ansi grunsamlegt þvi eg hafði ekki farið a blæðingar i 2 manuði ( það gatu liðið allt að 6 vikur a milli blæðinga hja mer). Þar sem eg hafði ekki hugmynd um hvað eg væri komin langt a leið, pantaði eg tima i snemmsonar og for tæpum 3 vikum siðar. Þar kom i ljos að eg var komin ca 12 vikur a leið takk fyrir pent! Við kærastinn höfðum akveðið að segja ekkert fyrr en við vorum komin yfir hættumörkin þannig að við tilkynntum eftir timann hehe. Nuna a meðan eg skrifa þetta, sefur gullfallega prinsessan min i ruminu sinu, orðin rumlega 3ja manaða ??

fflowers | 16. jún. '15, kl: 09:52:55 | Svara | Þungun | 0

Ég keypti svona lítinn pakka með frjósemis- og þungunarstrimlum :) Það reyndist mér bara súpervel, varð preggó í fyrsta hringnum þar sem ég prófaði þetta hehe... og ég fékk mjööög snemma daufa línu á þungunarstrimilinn. Skv. egglosastrimlinum fékk ég reyndar egglos snemma eða 11.-12. dth, svo það er ekki skrýtið kannski að línan hafi komið snemma miðað við fyrsta dag síðustu blæðinga. Ég fékk jákvætt (reyndar mjööög dauft) 3v2d miðað við 1. dth. en 3v4d ef ég miða við egglos 12. dth. Staðfesti það með öðru prófi tveimur dögum seinna.

Ég var búin að vera að nota aðrar getnaðarvarnir er pilluna í nokkra mánuði áður. En ég skil spennuna mjög vel, þó stuttur tími sé kominn :) Við vorum bara búin að sleppa getnaðarvörnum í einn mánuð (án þess að vera mikið að "reyna") og svo kom þetta í næsta hring, þegar við ákváðum að reyna fyrir alvöru :)

efima | 29. jún. '15, kl: 22:34:22 | Svara | Þungun | 0

Ég er alveg í sama pakka og þú að vera ótrúlega spennt og hugsa alltof mikið um þetta - skil þig mjög vel!
Það eru 7 mánuðir síðan að ég hætti á pillunni og ég er orðin frekar þreytt á biðinni...

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4914 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, paulobrien, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, Guddie