Hækka bílprófsaldur?

SilverQueen | 28. feb. '06, kl: 11:09:04 | 369 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst að bílprófsaldurinn ætti að vera 20. Er einhver sammála mér?

Ég er 23 ára og enn hef ég ekki tekið prófið, og langar bara alls ekkert í það, miðað við öll þessi umferðarslys.
Það vantar líka miklu betri löggæslu, á næturna.

 

g

Roisin | 28. feb. '06, kl: 11:13:02 | Svara | Er.is | 0

Ég veit ekki hvað mér finnst um að hækka bílprófsaldurinn. Ég er sjálf að verða 25, er ekki með bílpróf en ekki eru allir sem taka prófið "á réttum tíma" að keyra óvarlega.

Ég hef lent í 6 bílslysum yfir ævina og hefur þetta verið í öllum tilfellum fullorðið fólk við stýrið.

SilverQueen | 28. feb. '06, kl: 11:19:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég veit að það eru alls ekki allir og alveg örugglega ekki meirihluti heldur.
Það er kannski alveg sama hvað yrði gert, það kemur ekkert í veg fyrir svona slys. En það er sjálfsagt rétt hjá þér fullorðið fólk er alls engu betra, og bara verra ef eitthvað er....

g

bella 98 | 28. feb. '06, kl: 12:37:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er líka 25 og hef aldrei tekið prófið :):) ...ég bara vissi ekki að það væru fl en ég próflausir á þessum aldri :s

arguing on the internet is like participating in the special olympics........even if you win your still retarded

HER | 28. feb. '06, kl: 11:16:08 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst ekki að það ætti að hækka aldurinn. Ég er tvítug og er búin að vera með bílpróf í um 3ár og ekki hef ég lent í neinum slysum enþá. Aldrei verið stoppuð og ég held að ég keyri bara þokkalega varlega. Er auðvitað ekki alltaf akkurat á hámarkshraða en aldrei yfir honum.

Svo verð ég að segja, nú verða nokkrar brjálaðar líklega, að mér finnst að fólk ætti að taka bílprófið aftur um svona fimmtugt. Sem betur fer eru flestir sem geta keyrt enþá þá en það er eins og sumir séu algjörlega búnir að gleyma öllu sem heitir umferðarreglur á þessum tíma. Lang oftast þegar það er svínað fyrir mig á hringtorgum er það fólk 50+. Það er eins og það muni ekki endilega að það á að halda sig á sömu akrein allan tíman í hringtorginu eða það að þeir sem eru í innri hring eiga réttinn. T.d var ég á innri hring um daginn og það var kona um svona 60ára sem stoppaði bara fyrir framan mig til að athuga hvort að það ætlaði einhver að koma inn í, samt var engin að koma þaðan nema á ytri akrein...

Kveðja
HER - 11v1d

oddaj | 28. feb. '06, kl: 11:17:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ÉG er allveg samálla þessu hækkan upp í 20 ásamt áfengis aldri:)

skvísalitla | 28. feb. '06, kl: 11:29:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst sniðugra að takmarka stærð vélar á 17 ára unglinga nýkomna með próf. Ánægjan um að vera komin með próf er svo mikil og strákum finnst þeir oft vera orðnir svo miklir töffarar að þeir gefa stundum dáldið í... Ekki samt allir. Ég hef verið með próf í nærri 6 ár og hef ekki lent í neinu sem telst til nema örlitlu banki. Ég held að 17 ára unglingar ættur að geta keyrt 1100 véla bíla í svona 2 ár svo fara uppí 1400 vél í 2-3 ár. Eftir það þá er þeim frjálst að kaupa þann bíl sem þeir vilja. Ég hef setið í bíl með nokkrum strákum í gegnum ævina of oftar en einu sinni var ég mjög hrædd og lenti meðal annars í slysi 16 ára sem eyðilagði bakið mitt! Ég veit að það er hægt að fara í kringum þessar reglur með því að foreldrar séu skráðir fyrir bílunum en þeir ættu nú að fylgja settum reglum. Og ef að þau eru með bíl í "láni" sem er of kraftmikill þá er það bara sekt svo einfalt er það. Uss þvílík langloka, fyrirgefiði.

Krúllli | 28. feb. '06, kl: 13:51:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vó. mér finnst kannski ekki 50 ára!! meira svona eins og 75 ára!!

hello.kitty | 28. feb. '06, kl: 11:16:56 | Svara | Er.is | 0

nei ég er ekki sammála því, en mér finnst hinsvegar að fólk sem er orðið 50 ára og eldra eigi að taka bílprófið aftur

Roisin | 28. feb. '06, kl: 11:21:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe þetta er svo misjafnt :) Mamma mín er 59 ára og er afbragðs ökumaður, ekkert vesen og keyrir ekki of hægt né of hratt. Þetta er svo misjafnt eftir bara ástandi manneskju frekar en aldri finnst mér, amk í mörgum tilfellum. :)

bjútíbollan | 28. feb. '06, kl: 11:22:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

50 ára?

Mér finnst 50 ára fólk vera ungt, ég myndi nú frekar vilja sjá hæfni metna hjá 65-70 ára ökumönnum.

Bree Van De Kamp | 28. feb. '06, kl: 11:27:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hæfni hjá 65- 70 ára ER metin nú þegar, eftir því sem ég best veit! :)

Kv. Miss Van De Kamp. ;)

Elvíra | 28. feb. '06, kl: 11:33:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en hvað líða mörg ár á milli skoðana? Ef þú ert 65 og stenst prófið (ferð held ég í sjónpróf og fleira) hvað ertu þá með prófið í mörg ár?

bjútíbollan | 28. feb. '06, kl: 11:33:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held alveg örugglega að hún sé ekki metin fyrr en í fyrsta lagi eftir sjötugt, amk gildir mitt ökuskírteini þangað til.

Og það er voða lítið gert, bara sjónmæling og eitthvað svoleiðis held ég, amk var afi minn bara að hætta að keyra á síðasta ári 85 ára gamall en það eru örugglega 10 ár síðan hann hætti að geta keyrt með góðu móti, aldrei neitt vandamál fyrir hann að fá skírteininu framlengt (veit ekki hvað skírteinið sem þú færð þegar þú ert orðin 70 ára gildir lengi, þannig að ég veit ekki hvað hann þurfti að framlengja oft)

Elvíra | 28. feb. '06, kl: 11:35:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega..ökuskilríkið hans afa var enn í fullu gildi þó hann væri orðinn verulega sjondapur og bara accident waiting to happen á götum (smá)bæjarins.

Bree Van De Kamp | 28. feb. '06, kl: 11:42:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já er alveg sammála að eftirlit með fólki um og yfir sjötugt eigi að herða, var bara að segja að hæfni þeirra er nú þegar metin samt, sem betur fer.. :)

Kv. Miss Van De Kamp. ;)

Krúllli | 28. feb. '06, kl: 13:53:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er amk 70. Finnst 70 ára lágmarksaldur til að fara að hrófla eitthvað við skírteinum fólks, nema um einhver veikindi eða verulega sjóndepru er að ræða.

Bree Van De Kamp | 28. feb. '06, kl: 11:26:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er sammála upphafsmanni þessa innleggs (eða finnst a.m.k. að það ætti að hækka hann, kannski bara upp í 19, veit ekki..) Finnst mjög fyndið að fólk megi stjórna ökutækjum 17 ára (eða m.a.s. 15 eða 16 ára, er skellinöðrualdurinn ekki 15 eða 16 ár?) og megi svo ekki drekka fyrr en tvítugt!! Held það sé ansi mikið meira hættulegt að stjórna ökutækjum en drekka, en það er nú bara mín skoðun.. :)

Kv. Miss Van De Kamp. ;)

R E D | 28. feb. '06, kl: 11:21:14 | Svara | Er.is | 0

Já mér finnst að það ætti að hækka aldurinn í 19-20 ár. Slys á ungum ökumönnum sanna að það er skynsamlegt að hækka aldurinn.

Fólk sem er orðið hva...ca.60 ára finnst mér að ætti líka að taka prófið aftur og svo á amk 10 ára fresti eftir það, eða 5 ára fresti. Ekki vanþörf á því.

----------------------------------------------------------------------
..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-

Salkan | 28. feb. '06, kl: 11:26:21 | Svara | Er.is | 0

Nei, ég held að það sé í sjálfu sér engin lausn. Hins vegar finnst mér að það eigi að þyngja refsingar vegna umferðalagabrota allverulega. Það að keyra undir áhrifum áfengis eða á ofsahraða ætti t.d. varða fangelsisvist og himinhárri sekt.

Bree Van De Kamp | 28. feb. '06, kl: 11:28:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sammála (með fangelsi/sekt)..

Kv. Miss Van De Kamp. ;)

Karóla | 28. feb. '06, kl: 11:28:28 | Svara | Er.is | 0

Er sammála Sölkunni, þyrfti að þyngja refsingar... Ég held persónulega ekki að það sé lausn að hækka aldurinn, heldur sé frekar þörf á betri fræðslu og endurmati...

Kveðja Karóla

Karóla

Radioactive | 28. feb. '06, kl: 11:29:42 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst að það á frekar að skoða bílþrófið sjálf. Það er allt of létt og allt of auðvelt að fá þrof. Ég er buin að fá þrof hér á Íslandi og líka erlendis og fannst þrof herna á Íslandi bara grín!

kv. Radioactive

Elvíra | 28. feb. '06, kl: 11:30:09 | Svara | Er.is | 0

Já! Eitt af mörgu sem þarf að gera er að hækka aldurinn. En það þarf læika að vera betra tékk með fólki sem er komið yfir sextugt. Að það fólk þurfi að fara á ca 2 ára fresti eftir þann aldur. OG svo þurfum við öll að leggjast á eitt um að breyta umferðarmenningunni.

Gvendólína | 28. feb. '06, kl: 11:56:23 | Svara | Er.is | 0

Ég verð að segja já, á 2 syni, einn að verða 17 og annan orðinn 18 og þessi eldri er búinn að lenda í nokkrum tjónum og hefði þurft að vera með meiri þroska til að stjórna bíl, sá yngri er reyndar ábyrgðarfyllri en mig hlakkar samt ekki til þegar hann færi prófið, vildi hann yrði eldri.

kevath | 28. feb. '06, kl: 12:07:44 | Svara | Er.is | 0

Ég tók bílprófið 20 ára.. og fannst það alveg fínn aldur til að taka bílpróf á.. :)

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

Anna G | 28. feb. '06, kl: 12:30:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf að meta það eftir hverjum og einum...

Sumur sem eru orðnir 17 hafa meiri þroska og eru get þar af leiðandi borið meiri ábyrð en e-h sem er orðin 20 ára...

Þetta fer svo roslega eftir þroska hvers og eins og líka er manneskjan tilbúin að setjast undir stýrið???

Ég sjálf get verið komin með prófið eftir 2 ár...
Ég get ekki svarað um það núna..

Dama | 28. feb. '06, kl: 12:37:03 | Svara | Er.is | 0

Ég er ekki endilega viss um að það væri lausnin. Heldur þarf algera hugarfarsbreytingu í íslenskri umferðarmenningu eins og hún leggur sig!

Ég bý erlendis og fæ sjokk í hvert skipti sem ég kem heim og fer út í umferðina. Hraðin, spennan og sjálfselskan ætlar alla að drepa og þá skiptir ekki miklu hvað fólk er gamalt!

SilverQueen | 28. feb. '06, kl: 13:43:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það mætti fara yfir hjá hverjum og einum eftir 1 árið með bílpróf, hvort viðkomandi hafi fengið sektir, og þetta mætti gera fyrstu 3 árin reglulega. Fylgjast betur með. Mér finnst algjörlega út í hött, hvernig þetta kerfi virkar.
Þú færð bílpróf 17 ára, getur keypt þér hvernig bíl sem er, breytt honum og gert hann miklu kraftmeiri.
Það eu bara svo margir 17 18 og 19 ára pattar sem þurfa vera sýnast. Þetta er í flestum tilfellum strákar.
Það þarf að auka eftirlit.

Svo finnst mér svo skrítið það kemur svaka áróður reglulega til að minna ökumenn á hraðan og hættuna sem honum fylgir, en svo deyr það bara út og hættir. Það þarf að halda þessu við, og ekki hætta með auglýsingar og annað forvarnarstarf.

Nú ef þessir gaurar eru ekki á bílum þá eru þeir á crossurum og öðrum tækjum, t.d. var það fyrir viku að það var einhver svona gaur á crossara hér fyrir utan hjá mér og spændi malbikið hreinlega upp. Og komst upp með það, lögreglustöðin er í hverfinu, common, er löggan ekki í vinnuni, til að koma í veg fyrir svona hluti?
Þessi sami gaur hefði bara þurft að fara vitlaust í eina beygju og hefði getað stórslasast.

Mér finnst eftirlit ekki vera nóg. Engan veginn.

g

Krúllli | 28. feb. '06, kl: 13:55:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála, umferðar"menningin" hérna er alveg fáránleg.

Krúllli | 28. feb. '06, kl: 13:55:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála, umferðar"menningin" hérna er alveg fáránleg.

*Rasmus* | 28. feb. '06, kl: 13:15:29 | Svara | Er.is | 0

Ég er sammála því sem skvísalitla sagði hérna fyrir ofan, það ætti að takmarka vélarstærð á bílunum sem 17-20 ára krakkar eru að keyra á.
Fyndist fínt að krakkar nýkomnir með próf fengju aðeins að aka bíl sem er ekki með stærri vél en 1000 og svo 2-3 árum seinna hækka kanski upp í 1300 vél. Án gríns en hvað hefur td 17 ára manneskja að gera við bíl sem er kraftmeiri? Nákvæmlega EKKERT! Bara enn meiri freysting fyrir þá að þenja bílana og "gá hvað þeir eru fljótir upp í 100" og svo framvegis.

Eins finnst mér líka að fólk ætti að endurtaka bílprófið á nokkura ára fresti því að það er ekkert að því að rifja upp allar reglurnar og merkin því að það eru ansi margir sem eru búnir að vera með próf í nokkur ár sem virðast vera búnir að "gleyma" hvernig umferðalögin eru...

SilverQueen | 28. feb. '06, kl: 13:44:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega sammála Rasmus.

g

Lil L | 28. feb. '06, kl: 13:46:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

finnst fínt að hafa hækka til 18 ára. ég tók bílprófið 17 ára, en bjó útí noregi og þar er 18 ára, og ég mátti ekki keyra fyrr en þá, fannst fínt að vera orðin 18 ára...einu ári greindari

SilverQueen | 28. feb. '06, kl: 13:56:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langar að bæta inn í afhverju ég er EKKI með bílpróf. Það er vegna þess að ég er með flogaveiki. Ég þarf að vera kastlaus í 1 ár til að meiga taka bílprófið.
1 ár finnst mér einfaldlega of lítið. Og mér finnst mjög skrítið að manneskja sem hefur klannski verið með próf í 3 ár eða eitthvað og fær svo kast/köst sé ekki látin geyma ökuskírteinið sitt.
Þetta er algjörlega mín ákvörðun að vera ekki með próf, því ég er ekki tilbúin að hætta mínu lífi né annara bara til þess eins að geta keyrt.

Man sérstaklega eftir því að það var einhver strákur í keflavík minnir mig sem hafði ítrekað fengið kast undir stýri en var svo "heppinn" að lifa það af og drepa engann, en samt hélt hann alltaf skírteininu.
Finnst að það mætti líka fara betur yfir þessi lög.

g

Rakel Ros | 28. feb. '06, kl: 13:49:53 | Svara | Er.is | 0

Ég er alveg sammála þér með það. Það ætti að minnsta kosti að setja einhverjar meir takmarkanir á hö fjölda eða álíka

Rakel Ros | 28. feb. '06, kl: 13:50:42 | Svara | Er.is | 0

Ég er alveg sammála þér með það. Það ætti að minnsta kosti að setja einhverjar meir takmarkanir á hö fjölda eða álíka

Gismó | 28. feb. '06, kl: 14:02:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já sammála hækkun í 20 ár...

°°°°°°°°°
° Gismó °
°°°°°°°°°

Litla klifurmús | 28. feb. '06, kl: 14:03:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jamms ég var einmitt að tala við vinkonur mínar í morgun um að það ætti að hafa 20 ára bílprófsaldur...

Elisa Day | 28. feb. '06, kl: 14:29:50 | Svara | Er.is | 0

Mér þætti persónulega lang eðlilegast að hafa bílprófsaldur 18 ára.
Af hverju? Nú, fólk er ekki sjálfráða fyrr en 18 ára! Af hverju á fólk að taka ábyrgð á lífi annara þegar það ræður lagalega séð ekki yfir eigin lífi??

Að hækka bílprófsaldur upp í eitthvað yfir sjálfræðisaldri þætti mér fáránlegt, alveg jafn fáránlegt að fólk sem er orðið sjálfráða megi ekki drekka áfengi.

Besta lausnin væri trúlega einfaldlega að hækka sjálfræðisaldurinn upp í 19 eða 20 ár, og hafa áfengis og bílprófsaldurinn á sama ári bara. Það er því miður ekki jafn einfalt og að segja það.

Ég er MJÖG hlynnt því að það verði settar takmarkanir á hversu öfluga bíla fólk má keyra í einhvern X langan tíma frá því að það fær bílpróf. Þá finnst mér að mjög háar sektir, jafnvel svipting, eigi að liggja við brotum á þeim reglum.

Það skapar þó annað vandamál, og það er að oft eru krakkar á bílum foreldra sinna og þá myndi það í mörgum tilfellum eiginlega neyða krakkana eða foreldrana til þess að kaupa annan aflminni bíl. Aðstæður fólks eru mjög mismunandi varðandi við "bílþörf". Það er ekkert mál að vera bíllaus innanbæjar þar sem maður getur farið allt með strætó en það er talsvert annað t.d. útá landi.

_____

Mö.

presto | 28. feb. '06, kl: 14:35:51 | Svara | Er.is | 0

Ég veit ekki hvort það myndi gera annað en að fresta slysapakkanum.
Spurning um að lengja æfingaprófsaldurinn- láta foreldra og börn keyra lengur saman- vandamálin virðast vera þ. bara unglingarnir eru á bílunum- stelpan í gær og 17 ára strákurinn sem sagðist hafa verið á 200km hraða innanbæjar þ. hann ók á staur á flotta bíl foreldranna f. stuttu svo nærtæk dæmi séu tekin.
Það tekur bara tíma til að fatta hvað þetta eru öflug (leik)tæki!
Hefði komið í veg fyrir að ég gæti fengið almennilega sumarvinnu á sínum tíma ef bílprófsaldur hefði verið hærri.

Mjöll1 | 28. feb. '06, kl: 15:27:22 | Svara | Er.is | 0

Ég held einhvernveginn að það hljóti að vera hægt að gera eitthvað annað en að hækka bílprófsaldur. Það er líka rosalega heftandi fyrir ungt fólk að hafa ekki bílpróf, það þarf að komast í vinnu og annað.

Elvíra | 28. feb. '06, kl: 15:31:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nota strætó. OG þegar ungafólkð ferað nota strætó meir, þá verður kannski grundvöllur fyrir alvöru almenningssamgöngum - fyrir utan að það verður greiðfærara fyrir okkur hin :-)

SilverQueen | 28. feb. '06, kl: 22:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki svo vitlaust samt sem Presto segir. Afhverju ekki að lengja tímann með æfingaakstur, að foreldrar keyri með börnum sínum lengur. Hugsa að það myndi líka hjálpa til.
En samt að hækka bílprófsaldurinn, ásamt sjálfræðisaldri. Enda bara fáránlegt að þú megir gifta þig 18, en nei þú færð ekki að skála í brúðkaupinu þínu, þú mátt ekki drekka. Halló var ríkisstjórnin á eiinhverju þegar lögin voru saminn?

Þetta er ótrúlegt hvað þetta getur verið vitlaust.

g

Óli20Stóri20Dróli | 9. maí '23, kl: 10:47:11 | Svara | Er.is | 0

Halló hæ Óli hérna þetta er heimskuleg athugasemd komdu með meiri rök

tlaicegutti | 13. maí '23, kl: 17:07:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svara 17 ára gamall þráð !!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Síða 10 af 48055 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, annarut123, Bland.is, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien