Hafragrautur!

Gloriia | 6. júl. '15, kl: 22:16:45 | 328 | Svara | Er.is | 0

Er með spurningu, eg er i erfiðri barattu.. við aukakiloin :') er að reyna að byrja að borða hafragraut, en geeet ekki borðað hann an þess að salta hann sma! Er rosa slæmt að salta sma og setja svo kanil og epli eða nokkrar rusinur uti grautinn og sma undanrenmu uta?? Er það nokkuð svo oholt i morgunmat? :/

 

Tipzy | 6. júl. '15, kl: 22:20:37 | Svara | Er.is | 0

 

 

...................................................................

Splæs | 6. júl. '15, kl: 22:36:32 | Svara | Er.is | 1

Það er ekkert að því að salta hafragrautinn. Af hverju ættirðu ekki að mega það?
Það er fínt að setja undanrennu út á hann, epli eða aðra ávexti. Kanill er ljómandi fyrir þá sem finnst hann góður.

BlerWitch | 6. júl. '15, kl: 22:48:43 | Svara | Er.is | 3

Af hverju ætti það að vera slæmt? Ég myndi ekki vilja saltlausan hafragraut. Salt er nauðsynlegt líkamanum í hóflegu magni (og meira fyrir þá sem stunda íþróttir og svitna mikið).

mileys | 6. júl. '15, kl: 22:58:38 | Svara | Er.is | 0

Það er ábyggilega í góðu lagi að salta smá, annars geri ég það aldrei með minn graut en til að bragðbæta aðeins stappa ég smá banana og hræri smanvið, sjúklega gott ;)

Brindisi | 7. júl. '15, kl: 08:57:36 | Svara | Er.is | 1

en ef þér finnst hafragrautur ógeð og ert að pína hann ofan í þig í einhverjum grenningartilgangi, slepptu því, það er svo margt annað sem er GOTT á bragðið í boði

Felis | 7. júl. '15, kl: 08:59:01 | Svara | Er.is | 0

salt út á grautinn er ekki óholt, 
eina sem ég myndi breyta væri að setja nýmjólk út á frekar en undanrennu - maður hefur gott af fitunni (og það er ekki það mikil fita í nýmjólkinni), sérstaklega ef maður vill létta sig. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

tennisolnbogi | 7. júl. '15, kl: 09:25:24 | Svara | Er.is | 3

Ég held því fram að þetta "bannað að salta" dæmi sem er mantra í öllum styttri kúrum, sé bara til að feika árangur í kílóamissi á stuttum tíma. Saltið bindur auðvitað aðeins meira vatn í líkamanum, en þú ert með alveg jafnmikla fitu utan á þér og ert í nákvæmlega sama forminu, þó líkaminn haldi í aðeins fleiri grömm af vatni þann daginn. Maður á að setja sér langtíma markmið í baráttu við aukakílóin og þá skiptir vatnið eki öllu máli. Ef ég væri að fara í keppni þar sem vigtin væri það eina sem skipti máli, myndi ég sleppa saltinu í nokkra daga fyrir vigtunina - en ef þetta snýst um almennt heilbrigði og vellíðan þá er um að gera að salta. Tala nú ekki um hafragraut, ég elska hafragraut en finnst hann óætur án salts! Kaupa bara gott sjávarsalt og nota það samviskubitslaust.


Hugsaðu meira um að borða góða fitu og minna af kolvetnum ef þú ert að reyna að léttast, frekar passa skammtastærðirnar heldur en að borða vondan mat. Þú gefst upp ef þú ætlar að borða bara eitthvað sem þér finnst vont, alla daga allan daginn. Mæli með því að skoða bókina "30 dagar" eftir Davíð Kristinsson, þar eru margar sniðugar hugmyndir um matarræði sem er gott að tileinka sér og margar hugmyndir að morgunmat sem eru EKKI hafragrautur. Mana þig til að prófa.

RebbsaCat | 7. júl. '15, kl: 10:10:34 | Svara | Er.is | 0

ef þú vilt léttast þá myndi ég frekar fá mér eitthvað prótein í morgunmat, t.d hrærð egg

Brindisi | 7. júl. '15, kl: 10:11:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eða linsoðin, harðsoðin, spæld :)

RebbsaCat | 7. júl. '15, kl: 10:12:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei alls ekki!! ;)

Brindisi | 7. júl. '15, kl: 10:16:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

:) ótrúlegt hvað tvö spæld egg, 3 beikonsneiðar og má bakaðar baunir standa lengi með manni og það er virkilega gott á bragðið

LadyGaGa | 7. júl. '15, kl: 15:24:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo sammála, ég er mun lengur södd af því en af hafragraut þó ég fái mér kúfullan disk.

Flehfeld | 7. júl. '15, kl: 16:10:33 | Svara | Er.is | 0

Myndi ekki fa mer hafragraut i morgunmat til að grennast nema eg ynni erfiðisvinnu :)

hillapilla | 7. júl. '15, kl: 17:31:06 | Svara | Er.is | 0

Er hvað óhollt? Smá salt? Kanill? Epli? Nokkrar rúsínur? Undanrenna? Hvað af þessu ætti að vera óhollt?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 47997 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, paulobrien, Hr Tölva, Bland.is, annarut123