Hefur ykkur verið sagt upp störfum...

Innkaupakerran | 6. mar. '15, kl: 00:03:59 | 783 | Svara | Er.is | 0

...eftir aðeins nokkra daga í vinnunni? Ef svo er hvers vegna? Einn nákominn mér missti vinnuna eftir 9 daga og hann er í sjokki. Sagt að hann hefði ekki verið nógu fljótur að læra inná kerfið en stæði sig annars mjög vel, stundvís, small vel í hópinn...auðvitað mætt alla daga. Er fólki vanalega ekki gefinn meiri reynslutími? Tek það fram að hann vann á fullu frá því að hann mætti og vinnutíma lauk. Hann rosalega ánægður með starfið og fannst ganga svo vel. Honum finnst svo furðulegt að þetta skuli vera ástæðan því allir sögðu við hann að það tæki tíma að læra á kefið hjá þeim. Einn sagði t.d "eftir tvo mánuði verður þú kominn með þetta allt á hreint" o.s.f.v. Hann sá þetta svo engan veginn fyrir að missa vinnuna og er niðurbrotinn :(

 

eradleita | 6. mar. '15, kl: 00:12:04 | Svara | Er.is | 4

Nú veit ég ekki í hvernig strafi hann var en vinnuveitendur sjá yfirleitt fljótt hvort strarfsmenn uppfylla þær kröfur sem þeir gera.  Ef þeim finnst strax að viðkomandi falli ekki í hópinn eða valdi ekki starfinu þá er ástæðulaust að reyna áfram og vinnuveitandinn þarf þá væntanlega að þjálfa nýjan starfsmann í staðinn.  

______________________________________________________________________________________________

Helvítis | 6. mar. '15, kl: 00:18:43 | Svara | Er.is | 1

Ertu viss um að hann sé að segja þér alla söguna?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Innkaupakerran | 6. mar. '15, kl: 00:28:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er THE heiðarlegasti maður sem ég þekki. Hann vann á síðasta vinnustað í 9 ár og fékk rosalega góð meðmæli þaðan.
Èg þekki þennan mann mjög vel og undra mig því á þessu og yfirmaðurinn sagði að hann væri ekki að gera neitt rangt bara væri ekki nógu fljótur að læra á kerfið.
Honum brá svo því það gekk svo vel og þetta var það síðasta sem hann bjóst við þegar hann var kallaður á fund í lok dagsins.

Helvítis | 6. mar. '15, kl: 00:31:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Æ en leiðinlegt.

Mögulega voru einhverjir aðrir þættir sem spiluðu inn í sem honum var ekki sagt frá.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Innkaupakerran | 6. mar. '15, kl: 00:33:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt það sem hann er að pæla og vill ólmur fá að vita. Honum bara finnst ekki geta staðist að þetta hafi verið raunverulega ástæðan.

Helvítis | 6. mar. '15, kl: 00:35:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil hann mjög vel, en eftir svona stuttan tíma er réttur hans auðvitað enginn. :(

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Innkaupakerran | 6. mar. '15, kl: 00:42:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hann var reyndar minnst að spá í rétti sínum og fékk að vita að hann fengi viku greidda. Ég bara hélt einhvernvegin að það væri varla komin reynsla eftir örfáa daga. Væri skiljanlegt ef maðurinn hefði mætt illa, verið latur, hundfúll eða eitthvað en það var hann ekki heldur lagði sig allan fram og fannst hann svo heppinn að hafa fengið vinnu. Svo þetta var mikið áfall fyrir hann. 

Helvítis | 6. mar. '15, kl: 00:44:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég hef sem betur fer ekki lent í svona, og virkilega leiðinlegt að heyra af, en vinnuveitandinn þarf í raun ekki að gefa neinar útskýringar.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Innkaupakerran | 7. mar. '15, kl: 13:54:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki? Þarf ekki að gefa réttu ástæðuna hvers vegna fólki er sagt upp? Hélt einhvernveginn að það væri réttur fólks að fá að vita hvers vegna það sé að missa vinnuna.

ÓRÍ73 | 7. mar. '15, kl: 15:49:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

neibb. Til dæmis þegar ófr´skum konum er sagt upp, þá fá þær aðra ástæðu, enda væri hitt ólöglegt, en það er hægt að segja þeim upp af öðrum ástæðum. 

Innkaupakerran | 6. mar. '15, kl: 00:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mèr fannst hann bara ekki fá nógu mikið tækifæri því að 3 af þessum 9 dögum þurfti hann að ganga í starf annars starfsmanns (sem hann vissi að hann ætti að sjá um ef þess þyrfti) og það gekk eins og í sögu og fékk að vita að sá sem fór með honum í gegnum það var mjög ánægður með hann! Svo eins og ég segi þá er hann mjög vonsvikinn því honum fannst ganga svo vel.

thegreat1 | 6. mar. '15, kl: 00:37:53 | Svara | Er.is | 0

Ég hef ekki lent í þessu en hann á líklega viku uppsagnarfrest inni hjá fyrirtækinu.

Láttu hann tala við stéttarfélagið sitt

hlynur2565 | 6. mar. '15, kl: 04:57:27 | Svara | Er.is | 0

Mér hefur 2 sinnum verið sagt upp.
Fyrst eftir 11 ár og síðan eftir 17 ár.
Bara of góður fyrir fyrirtækið ?

Óska eftir JVC DD-9 Segulbandi !
http://www.hugi.is/media/contentimages/157573.jpg

Hvað hefur enginn átt segulbandstæki !

Nagini | 6. mar. '15, kl: 07:49:49 | Svara | Er.is | 0

Ef hann er ráðinn í tvær vikur til að byrja með er enginn uppsagnarfrestur.

Óska eftir Nintendo NES tölvu og Tetris leiknum í hana!!!

Innkaupakerran | 7. mar. '15, kl: 13:37:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann hefur minnstar áhyggjur af uppsagnarfrestinum. Hann er bara svo undrandi yfir uppsögninni því hún meikar ekki sens!

presto | 6. mar. '15, kl: 08:21:09 | Svara | Er.is | 1

Nei, aldrei. Hélt að fyrsti mánuðurinn væri almennt reynslutími, jafnvel fyrstu 3. Tek undir að þetta er býsna stuttur reynslutími. Veit ekki hvernig kerfi þú ert að tala um. Var hann á fullu við eitthvað annað en kerfið allan daginn? Það virkar ósanngjarnt að fá misvísandi skilaboð um kröfur. Á hinn bóginn getur verið önnur ástæða en vinnuveitandi þarf ekki að tilgreina hana, lausráðinn starfsmaður hefur ekki neinn rétt á að halda vinnunni:(

Innkaupakerran | 7. mar. '15, kl: 13:40:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann var ekki lausráðinn honum var boðin þessi vinna. Tók við af þeim sem hætti. Hann sótti um annað starf í fyrirtækinu sem annar fékk en þeir vildu ekki missa hann svo þeir buðu honum annað starf sem þeir voru ekki einu sinni byrjaðir að auglýsa. Hann fèkk svo rosalega góð meðmæli af fyrri vinnustað sem hann var í, í 9 ár.

presto | 7. mar. '15, kl: 15:42:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fastráðinn starfsmaður á rétt á 3ja mánaða uppsagnarfresti og launum fyrir þann tíma. (Sumir eru keð lengri uppsagnarfrest)þá er enn furðulegra að henda honum út eftir bara 9 daga. Manni finnst eins og eitthvað vanti í upplýsingarnar.

Innkaupakerran | 7. mar. '15, kl: 13:43:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Læra inná tölvukerfi fyrirtækisins. Það samt var allt að koma og ákveðnir hlutir í þessy kerfi sem hann vann með daglega voru komnir á hreint. Svo hann er ekki alllvvveeeg aað skilja þetta. Erum líka að tala um örfáa daga. :S Fyrir hinum starfsmönnunum virtist vera eðlilegt að þetta tæki um 2 mánuði að komast almennilega inn í allt...

presto | 7. mar. '15, kl: 15:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef hann er vanur að vinna á tölvur er þetta skrýtið, ef hann er mjög óvanur að vinna á tölvur og það skein í gegn gæti það unnið gegn honum, en samt varla svona fljótt.
Ég þekki dæmi þar sem manneskja sagði upp góðu starfi því hún var búin að ráða sig í nytt og spennandi starf (fastráðin)kláraði uppsagnarfrest og kom svo á hinn staðinn. Þá var búið að reka hennar næsta yfirmann og greinilegt að þau vildu hana ekki í húsið. (Samt höfðu starfsmannastjóri og fleiri komið að gerð ráðningarsamningsins, sérhæft starf) henni var boðinn 1 mán í uppsagnarfrest og að koma ekki aftur í vinnuna. Hún átti rétt á 3 mán og vr þá látin mæta á "tóma" skrifstofu- enginn sími, ekki tölva og var hunsuð af öðrum. Ekki skemmtilegt og þarf varla að segja að viðkomandi hélt ekki út í 3 mán.

LadyGaGa | 6. mar. '15, kl: 08:32:19 | Svara | Er.is | 1

Myndi halda að ástæðan sé önnur, allt of stuttur tími og þá sérstaklega ef allt annað gekk upp.

Innkaupakerran | 7. mar. '15, kl: 13:38:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er það sem okkur grunar. Þetta er svo furðulegt.

snússa | 6. mar. '15, kl: 09:43:36 | Svara | Er.is | 1

Eigendur hafa viljað ráða ættingja sem allt í einu vantar vinnu.

KolbeinnUngi | 6. mar. '15, kl: 20:14:36 | Svara | Er.is | 0

má ég gíska á starfið sem honum var sagt upp var í mötuneytis-eldshúsi? er bara svona pæla var næstum búinn að ráða mig í svoleiðs í eitt fyrirtæki hér í bænum sem hefur verið mjög stíft að auglýsa inn starfsfólk. fyrir frekar léleg laun og náunginn sem ég talaði við var ekki alveg sá skarpasti í stykkinu í því

Innkaupakerran | 7. mar. '15, kl: 13:35:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Neibb ekki í eldhúsi

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48014 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Paul O'Brien, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien, Kristler, Guddie