Heimagerðar sápur, baðsölt og varasalvi

grandi7 | 24. okt. '09, kl: 09:52:56 | 4723 | Svara | Er.is | 1

Mig langar svo að gera sápur og svoleiðis í jólagjafir en vantar uppskriftir. Getur einhver hjálpað mér með það?

 

Arabella Drummond | 24. okt. '09, kl: 10:35:49 | Svara | Er.is | 0

http://makeyourowncosmetics.com/

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Celestial | 24. okt. '09, kl: 11:08:58 | Svara | Er.is | 4

Hér eru uppskriftir sem ég fann á netinu fyrir síðustu jól.



FREYÐANDI VANILLU BAÐ
1 bolli grænmetis olía
1/2 bolli mild fljótandi sápa
1 tsk. vanillu dropar
1/4 bolli hunang (ef vill)
Blandið öllu saman. Hristið vel fyrir notkun.
Notkun: 1/4 bolli per bað.

----------------------------

BAÐ SALT
1 hluti Sjávar salt
2 hluti natron
3 hluti Epsom salt
10-15 dropar af ilmolíu (ef vill)
Blandið þurrefnunum saman í krukku eða á lítinn plastpoka (ziploc) hristið saman. Ef þú vilt lit í saltið bætið þá nokkrum dropum af matarlit útí pokann og hristið vel. Setjið ilmolíu útí. Setjið saltið í fallega krukku. Tilvalin gjöf!

----------------------------

SÍTRÓNU BAÐSALT
2 bolli Epsom salt
1/2 bolli natron

Setjið í krukku og bætið útí nokkrum dropum af sítrónu ilmkjarnaolíu og blandið vel saman. Gott að setja lok á og hrista...hrista...hrista!
Hægt er að nota fallega skel til að ná upp baðsaltinu í stað skeiðar.

----------------------------

BAÐ OLÍA
Fylltu flösku með sólblóma olíu, Bætið útí ferskum lavender blómum og ilmkjarnaolíu.
Ráð: Bætið olíu útí baðið eftir að líkaminn blotnar það festir rakan í húðinni.

----------------------------

EFTIR BAÐ "SPLASH"
1 1/2 bolli vatn
1/4 bolli nornahesli
1/4 bolli aloe vera gel
Blandið saman í fallega flösku. Lokið og hristið vel saman
Bætið útí ilmkjarnaolíu td. appelsínu eða fersku rósemary (eða þurrkuðu). Setjið kryddið í lítinn efnisbút og bindið fyrir. Látið ofaní flöskuna.

----------------------------

SYKUR SKRÚBB FYRIR ÞURRAR HENDUR
2 mtsk. olía (baby, grænmetis eða olivu olía)
3 mtsk. sykur (grófari betri)
1. mtsk sítrónusafi
Blandið saman og nuddið vel á hendurnar.
Skolist af með volgu vatni.

----------------------------

BAÐ BOMBUR
1/4 bolli natron
2 mtsk c-vitamin í dufti
1 mtsk. borax duft
2 mtsk. flórsykur
2 mtsk. möndluolía
1 tsk. E-vitamin olía
1/4 tsk. ilmkjarnaolía og eða ilmur
Blandið þurrefnum saman. Blandið vel í matvinnslu eða hræri vél; Bætið ilmkjarnaolíu varlega útí. Bætið möndlu olíunni rólega útí og hrærið þar til blandan er orðin blaut. Bætið E-vítamíninu útí og ilmi. Hrærið vel saman.

Notið teskeið og búið formið kúlur. Mixtúran mun verða viðkvæm og getur auðveldlega molnað. Setjið kúlur á smjörpappír og látið standa í 2-3 klst eða fyllið í kúlulagað form td. flotholt. Lagaðu til kúlurnar ef þörf krefur. Leyfðu þeim að þorrna í 10 daga. Eftir það geymið í loftþéttum umbúðum til að verja þær frá raka.

----------------------------

HAFRA SKRÚBB FYRIR ANDLIT
2 mtsk. haframjöl
2 mtsk. maísmjöl
2 tsk. hveitikím
1 mtsk. hunang
1/4 tsk. appelsínu eða möndlu p. orange or almond kraftur
Blandið saman í skál. Blandið útí vatni þannig að blandan verði nokkuð þykk.
Notkun: nuddið andlit eða líkama. Skrúbbinn endurnýjar dauðar húðfrumur og gerir húðina silkimjúka. Til að mýkja húðina látið liggja á húðinni í 10 mínútur. Hreinsið og hendið afgangi í ruslið, getur stíflað vaska!

----------------------------

HUNANGS HREINSI SKRÚBB
1 mtsk. hunang
2 mtsk. fínsaxaðar möndlur
1/2 tsk. sítrónusafi

Blandið saman.
Notkun: nuddið létt á andlitið og skolið með volgu vatni.

----------------------------

MASKI SEM JAFNAR HÚÐLIT
Safi úr 1/2 úr ferskri sítrónu
1 eggjahvíta þeytt

Berðu á andlit fyrir svefn eða í 15 mínútur sem beauty maski sem frískar upp á húðina. Fjarlagið með volgu vatni.
Maskinn hjálpar við að lýsa húðina því sítrónan virkar eins og lýsingarefni.

----------------------------

MASKI SEM MINNKAR BAUGA
Raspaðu niður eina hráa kartöflu. Settu raspið af kartöflunni í grisju og látið liggja á augnlokum í 15 - 20 mínútur. Fjarlagið
með volgu vatni og berið á augnkrem í kringum augun.

----------------------------

AUÐVELDUR VARASALVI
1 tsk. aloe vera gel
1 tsk. petroleum jelly
Blandið vel saman. Bætið útí nokkrum dropum af ilmkjarnaolíu td. jarðaberja, piparmyntu osfv. Setjið í pínulitla krukku.

----------------------------

GRUNN UPPSKRIFT AÐ VARASALVA
30 ml. bývax
240 ml. sæt mönlu olía
15 - 20 dropar ilmkjarnaolía
2 hylki af E-vítamíni
litlar krukkur

leiðbeiningar:
1. Hitaðu bývax og olíu yfir miðlungs hita. Bræðið
2. Hrærið til að blanda saman
3. Fjarlægið af hita og látið kólna örlítið
4. Bætið ilmkjarnaolíu og ef til vill E-vitamin og blandið
5. Ef þú vilt pínu lit þá er hægt að skafa örlítið af varalit útí
6. Hellið í pínu litla krukku og lokið

ráð:
Notið ekki málm skálar pönnur né áhöld Ef E-vitamin er sett útí er gott að gera gat á belginn og kreista úr honum (hendið hylkinu).

----------------------------

HUNANGS VARASALVI
1 mtsk. hunang
1 tsk. brætt bíflugnavax
2 tsk. möndlu olía
1/4 af varalit fyrir auka lit

----------------------------

AUGNFARÐA HREINSIR
1 tsk. castor olía
1 tsk. olivu olía
2 tsk. canola olía
Blandið öllu saman.
Notkun: berið á með þurrum eða rökum baðmullar hnoðra til að fjarlægja augnmálningu í kringum augun.

----------------------------

SÍTRÓNU TÓNER
1/2 bolli sítrónu safi
1 bolli soðið vatn
2/3 bolli nornahesli
Blandið öllu saman. Hellið í hreina flösku eða krukku.
Hristið vel fyrir notkun.
Notkun: berið á með þurrum eða rökum baðmullar hnoðra.

----------------------------

ANDLITSVATN SEM JAFNAR PH GILDI HÚÐARINNAR
3 bollar soðið vatn
1/3 bollar eppla edik
5-10 dropar af ilmkjarnaolíu, td. lavender
Blandið öllu saman. Hellið í hreina flösku eða krukku.
Notkun: berið á með þurrum eða rökum baðmullar hnoðra til að endurnýja ph gildi húðar.

----------------------------

ANDLITSVATN SEM HREINSAR SVITAHOLUR
1 bolli nornahesli
1/4 bolli edik
1/4 tsk. myntu kraftur
Hægt er að setja nokkur myntu blöð útí.
Notkun: berið á með þurrum eða rökum baðmullar hnoðra
til að hreinsa fílapensla.

----------------------------

„BAÐ-OLÍA“
Innihald:
1/2 bolli apríkósukjarnaolía
1 tsk jojobaolía
2 tsk olífuolía
Nokkrir dropar E-vítamín
3-6 dropar ilmkjarnaolíur

Aðferð:
Blandið öllu vel saman.
1 msk í heitt bað.
Geymslutími á dimmum/svölum stað:4-8 mán.

----------------------------

KULDAKREM
Innihald:
1/3 bolli býflugnavax (beewax)
3 msk kókosolía
¼ bolli möndluolía
1 tsk glycerin
2 msk rósavatn

Aðferð:
Blandið saman vaxinu, olíunum og glyceríni í glerskál. Hitið í vatnsbaði þangað til vaxið bráðnar. Takið af hitanum og hrærið rósavatninu varlega útí (í örlitlum skömmtum í einu). Haldið áfram að hræra þangað til blandan þykknar.
Gerir u.þ.b. 2/3 bolla.

----------------------------

BAÐ-SMJÖR
Innihald:
1/2 bolli kakósmjör
1/4 bolli kókosolía (föst)
1 tsk möndluolía
3-6 dropar ilmkjarnaolía

Aðferð:
Bræðið kakósmjörið í vatnsbaði. Bætið kókosolíunni í. Þegar báðar fiturnar hafa bráðnað, takið þá af hitanum og bætið möndluolíunni í og svo þegar kólnað hefur betur; ilmkjarnaolíum. Hrærið þangað til kólnað hefur enn betur (ca. 5 mín.). Ef vill má láta smjörið storkna betur í kæliskáp.
1-2 mtsK. af baðsmjöri þarf í hvert bað :)
Geymslutími: 6-8 mánuðir

----------------------------

„ÓLÉTTU-OLÍA“
(Þessi uppskrift er „stór“ og lítill vandi að minnka uppskriftina.)
Innihald:
1/2 bolli (118 ml) möndluolía
1/2 bolli (118 ml) apríkósukjarnaolía
1/2 bolli (118 ml) kókósolía (fljótandi)
1/2 bolli (118 ml) calendulaolía (morgunfrú)
Ilmkjarnaolíur ef vill.

Góð nuddolía á slitsvæði.

----------------------------

„FÍNT-BAÐSALT“
Innihald:
1/4 bolli matarsódi
1/2 bolli fínt sjávarsalt
3-4 dropar ilmkjarnaolía

Aðferð:
Blandið saman sódanum og saltinu. Bætið í kjarnaolíunum og hrærið vel.
Geymslutími: 6-8 mánuðir.

----------------------------

„BODY-LOTION“
Innihald:
Fitufasi: 10 gr VE-feiti
80 ml þistilolía
10 gr lanettevax eða steraic acid

Vatnsfasi: 80 dropar paraben
20 gr MF-Feiti
400 ml rósavatn(eða soðið vatn)
20 ml glycerin

Eftir kólnun: 80 dropar ilmkjarnaolíur
Aðferð:
Fitufasinn bræddur í potti. Hitið vatnsfasann samtímis í öðrum potti. Hitið hvort tveggja í 65°. Takið báða potta af og hellið FITUFASANUM í vatnsfasann (ekki öfugt) í mjórri bunu og hrærið vel á meðan með spíralpískara. Hrærið þangað til lögurinn hefur kólnað.
Bætið ilmkjarnaolíum í og hellið á flöskur.

----------------------------

NUDDOLÍA
Innihald:
100 ml möndluolía
10-100 dropar ilmkjarnaolía (magn fer eftir tegund
ilmkjarnaolíu og tilgangi nuddolíunnar).
Blandað vel saman og sett á flöskur.

----------------------------

Kókos & myntuvarasalvi

Innihald:
7 gr býflugnavax
9 gr sheasmjör.
9 gr kakósmjör.
11 gr möndluolía
2 ml E vítamín
10 dropar piparmyntu ilmkjarnaolía
Aðferð:
Vigtið allt innihaldið og bræðið olíu,vax og smjörið í vatnsbaði eða örbylgjuofni. Bætið í ilmkjarnaolíunni og vítamíninu (ef vill) og hellið í litlar krukkur. Látið kólna og lokið síðan krukkunum.

----------------------------

Fótaskrúbbur með rósmarín

Innihald:
2 bollar hvítur sykur
1/4 bolli fljótandi sápugrunnur
3/4 bolli sólblómaolía
1 ml piparmyntu-ilmkjarnaolía
1 ml hrokkinmyntu-ilmkjarnaolía (Spearmint)
1/2 ml rósmarín-ilmkjarnaolía
1/2 tsk malaður/þurrkaður appelsínubörkur

Aðferð:
Öllu blandað vel saman og sett í krukkur.

----------------------------

Líkamsskrúbbur með súraldin ilmkjarnaolíu (lime)

Innihald:
Létt olía að eigin vali (t.d. þistilolía)
Gróft sjávarsalt
Nokkrir dropar af grænum sápulit (eða duft)
Slatti af súraldin ilmkjarnaolíu

Aðferð:
Öllu blandað vel saman og sett í krukkur

Sossa08 | 27. júl. '10, kl: 23:37:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er alveg geggjað!

Getur þú sagt mér hvaða náttúrulega fyrirbæri (korn, ávextir og þetta hráefni sem þú telur upp) er gott fyrir grófa eða blandaða húð?

Ég er þá að hugsa um maska eða hreinsikrem fyrir andlitið.

Twisteria | 28. júl. '10, kl: 00:10:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar færðu Epsom salt?

--------------------
Strákur 09.06.05
Stelpa 20.04.09

Hygieia | 28. júl. '10, kl: 00:58:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fæst í t.d. Garðheimum. Kaupi mitt í 25kg sekkjum þar á eitthvað um 5þús kall.

Anteros | 2. nóv. '10, kl: 15:19:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Apótekum, Jurtbpótekinu og Maður lifandi.

sveri | 2. nóv. '10, kl: 14:30:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hve lengi dugar svona sápur og sölt? s.s ef ég set t.d þetta freyðandi vanillu bað í krukku og ætla að gefa það sem gjöf, hvað má ég gera það með löngum fyrir vara?

drullusokka | 27. júl. '10, kl: 22:54:04 | Svara | Er.is | 2

Hvar fær maður efnið í allt þetta?

divico | 28. júl. '10, kl: 00:13:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mig langar líka að vita! :)

Celestial | 28. júl. '10, kl: 09:13:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Olíurnar hef ég keypt í apótekinu í Skipholti og héðan http://www.palmarosa.is/. Vaxið ásamt fleiru fæst t.d. í Föndru. Epsom salt fæst í stórum dunkum í Garðheimum (er líka dúndur gott í vænum skammti í baðið fyrir slæma liði og auma vöðva).

semilia | 28. júl. '10, kl: 09:24:03 | Svara | Er.is | 0

Epsom salt er algjört brill - tveir bollar í baðvatnið, liggja í korter og gefa sér síðan fótanudd, dauðu sellurnar nuddast af eins og strokleður og húðin á öllum skrokknum verður mjúk og fín, eða 2 msk í fótabaðið, bara eins og fara í pedi. Svo er hægt að búa sér til æðislegt skrúbb úr því, smá olívuolía í einni skál, salt í annarri, bleyta aðeins andlitið með vatni, dýfa fingrum fyrst í olíuna og síðan í saltið og nudda (oft frekar en fast), súper exfoiliation. Epsom salt fæst líka í Blómavali, rúmlega 600 kall kílóið síðast þegar ég keypti. Ef þið googlið Epsom salt fáið þið hellings ódýr bjútíráð, t.d. þessi síða: http://www.care2.com/greenliving/use-epsom-salts-13-wonderful-ways.html

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 27.4.2024 | 06:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Síða 1 af 48077 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, Kristler, annarut123, Guddie, Bland.is