Hrikalegir fjallvegir á Íslandi

Hauksen | 29. ágú. '15, kl: 23:02:39 | 434 | Svara | Er.is | 0

Ég og kærastan mín vorum á ferðalagi og fórum Vestfirðina.  Er einhver sem hefur farið fjallveginn á milli Barðastrandar og Rauðasands? Hann virðist ekki hafa neitt nafn en er þó nokkuð hrikalegur.  Kannski er hann með örnefni ef einhver veit.  Hvaða fjallvegur finnst þér mest "stressandi" að keyra um á Íslandi?

 

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

Petrís | 30. ágú. '15, kl: 00:20:42 | Svara | Er.is | 1

Það er enginn fjallvegur á milli Barðastrandar og Rauðasands

Ananus | 30. ágú. '15, kl: 00:25:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Sjitt, ég sé fyrir mér eitthvað joggíngbuxnakærustupar að hrista bílinn sinn í sundur í einhverjum hraunfláka á fjalli í þeirri trú að þetta sé bara frekar slæmur fjallvegur.

Hauksen | 30. ágú. '15, kl: 00:33:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við vorum nú bara í gallabuxum og gönguskóm .)

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

Hauksen | 30. ágú. '15, kl: 00:39:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ferð ekkert mikið frá tölvunni er það nokkuð? :/

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

Ananus | 30. ágú. '15, kl: 00:45:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það gerist. 

Hauksen | 30. ágú. '15, kl: 00:35:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi vegur er nú  engu að síður í fjalli og endar í Látravík. Hvað heitir þessi fjallvegur/slóði?

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

Hauksen | 30. ágú. '15, kl: 00:38:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann heitir Rauðasandsvegur

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

thobar | 30. ágú. '15, kl: 00:40:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það eru 2 fjallvegir þarna á milli  Barðastrandar og Rauðasands,  Kleifaheiði og Rauðasandsvegur.

Petrís | 30. ágú. '15, kl: 00:55:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er fjallvegur sem tengir saman Barðaströnd og Patreksfjörð og hann heitir Kleifaheiði, hann er malbikaður, breiður og varla mikil ógn. Það er síðan fjallvegur sem liggur úr Patreksfirði til Rauðasands og það er tæpast hægt að kalla það veg

Raw1 | 30. ágú. '15, kl: 14:04:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór veginn sem er frá Patró til Rauðasands, FOKK ég var sveitt bara við að sitja í farþegasætinu! Þessi hryllingur ætlaði ekki að taka enda!

bogi | 30. ágú. '15, kl: 14:59:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá hefur þú ekki farið mikið um sunnanverða vestfirði :P

Raw1 | 30. ágú. '15, kl: 16:57:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég hef bara 1x farið á vestfirðina :) 


Ég er ekki viss hvort ég vilji fara mikið meira þarna núna!

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. ágú. '15, kl: 12:28:13 | Svara | Er.is | 2

Finnst mest stressandi að keyra í blindbyl þar sem maður sér max 1 gula stiku og stundum enga. Alveg sama á hvaða fjalli eða heiði það er

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

ilmbjörk | 30. ágú. '15, kl: 12:46:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Uu já! sammála þér.. eða um kvöld/nótt í grenjandi rigningu.. ég læt mig alveg hafa það að keyra en mér finnst það svo djöfulli leiðinlegt, heppin að eiga mann sem elskar að keyra og þessvegna fær hann alveg að sjá um það þegar við erum með bíl..

bogi | 30. ágú. '15, kl: 12:58:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skafrenningur er verstur finnst mér. Og það þarf ekkert endilega að vera á fjallvegi. 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. ágú. '15, kl: 13:02:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skafrenningur er alveg hluti af þessum aðstæðum sem ég er með í huga. Hef þurft að stoppa og bíða eftir að sjá stikuna, fann bílinn hristast til og frá í vindinum

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

bogi | 30. ágú. '15, kl: 13:15:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, það er best að stoppa. En ég er ekki hrædd við að fara út af veginum í þannig aðstæðum, heldur er ég hrædd við vitleysingana sem gefa í af því að þeir sjá þá næstu stiku fyrr, keyra svo framan á mann eða aftan á mann og út af.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. ágú. '15, kl: 13:22:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki lent í því, flestir í kringum mann eru bara á 2-5 km hraða á klst líka....

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

bogi | 30. ágú. '15, kl: 13:39:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú ekki reynslan, tökum bara Helliðsheiðina síðasta vetur sem dæmi. Vinnufélagi minn fór þarna oft á milli og lenti oft í því að menn komu brunandi framhjá og svo stuttu seinna sá hann þá lengst fyrir utan veg. 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. ágú. '15, kl: 13:47:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah, já ég er að tala um svona fáfarnarni og mun veri vegi, t.d. Þröskuldana, þar sem er oft ótrúlega blint

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

bogi | 30. ágú. '15, kl: 14:59:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst miklu betra að vera að keyra þar sem ég veit að er lítil umferð, td. Brattabrekka og þannig staðir heldur en á Hellisheiðinni eða undir Hafnarfjallinu. Ég veit ég kemst ef ég fer nógu hægt - það er óþægilegt en ég er ekki hrædd um að einhver komi á mann á fullri ferð.

Raw1 | 30. ágú. '15, kl: 14:11:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég varð vitni af því í fyrravetur, þá vorum við að fara upp heiðina frá Hveragerði, venjulega er hún tvöföld, en útaf skafrenningi var hún einföld við miðju, en einhver bavíani ákvað að bruna frammúr öllum á fullri ferð í blindbyl! 

bogi | 30. ágú. '15, kl: 15:00:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt - þess vegna þarf alltaf að loka henni í vondu veðri, alltof margir sem aka ekki eftir aðstæðum. Og svo þegar það er svona mikil umferð þá veldur einn bavíani endalausu veseni fyrir hundruði annara bíla.

Raw1 | 30. ágú. '15, kl: 14:10:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sjitt já það er ógðslegt! 
Það var svo oft í vetur hjá mér, ég sá ekki einu sinni stiku framfyrir mig, ekki búið að skafa, ljósin gerðu ekkert.. Svo vantar alltaf svo margar stikur á veginn sem ég keyri heim að ég sé stundum ekkert hvort ég sé að fara út af eða ekki.

bogi | 30. ágú. '15, kl: 12:51:30 | Svara | Er.is | 2

Mér fannst vegurinn á milli Patreksfjarðar og Rauðasands bara nokkuð fínn. Það er ekki hægt að kalla þetta slóða, amk. held ég að fólk sem segi það hafi ekki mikið ferðast um Ísland:) Þetta er bara ágætisvegur, brattur þó.


Vegurinn á milli Bíldudals og Dynjandisheiðar fannst mér alveg skelfilegur, enda þoli ég ekki að keyra í skriðum. Síðan hef ég ekki farið Dýrafjarðarhringinn, en ég veit að hann er alveg hrikalegur.

daggz | 30. ágú. '15, kl: 13:56:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við fórum einmitt veginn milli Bíldudals og Dynjandisheiðar um daginn og vá! Ég hélt að bíllinn ætlaði að liðast í sundir, það voru svo mikið af holum og leiðindum.

--------------------------------

bogi | 30. ágú. '15, kl: 14:57:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ömurlegur vegur og þverhnípt niður einhverja hundrað metra eða hvað. 

Máni | 30. ágú. '15, kl: 15:51:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo gaman að mæta húsbílum

daggz | 30. ágú. '15, kl: 19:51:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við lentum einmitt í því, sem betur fer vorum við við það að fara upp því húsbíllinn var með tvo kajaka á sér sem stóð lengst útfryrir bílinn, sjitt hvað mér fannst það óþægilegt.

--------------------------------

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. ágú. '15, kl: 13:02:37 | Svara | Er.is | 0

OK, jú, versti vegurinn er Ennishálsinn

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Raw1 | 30. ágú. '15, kl: 14:08:42 | Svara | Er.is | 0

Ég hef ekki ferðast mikið, en þeir verstu sem ég hef farið var vegurinn á milli Patreksfjarðar og Rauðasands, Öxi sem er á milli Egilsstaða og Höfn í Hornafirði og heiðin til Seyðisfjarðar.
Ég er ROSALEGA óörugg í bíl þegar það er malarvegur, mikill halli eða bratt niður.

bogi | 30. ágú. '15, kl: 14:58:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú ekki malarvegur til Seyðisfjarðar :)

Raw1 | 30. ágú. '15, kl: 16:57:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég veit, en hann það er bratt niður og krappar beygjur, og bílhrædda og lofthrædda ég dey úr hræðslu :)

Raw1 | 30. ágú. '15, kl: 16:59:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar, þegar ég var búin að fara heiðina til Seyðisfjarðar og fór svo Öxi, fannst mér heiðin ekkert svo slæm..


Þegar ég sá 17% halli á Öxi langaði mér að snúa við skælandi!


Ætli það sé einhver vegur sem er með meiri halla en 17%?

Júlía Jóns | 30. ágú. '15, kl: 18:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ódrjúgsháls er 17% minnir mig. 

Ziha | 30. ágú. '15, kl: 15:26:52 | Svara | Er.is | 0

Bröttu vegirnir finnst mér stressandi.... keyrði á biluðum bíl Vestfirðina  , sjálfstýringin hélt varla við og ég steig fast á bremsuna alla leið niður (ég var samt með bílinn i lágum gír) og hann ætlaði varla að komast upp.....og pústið losnaði á leiðinni svo ég ók með laust púst, (sem ég varð að binda betur upp öðru hvoru) bíl sem ofhitnaði ef hann ók of hægt.... eða var í hægagangi..... æði!   Sérstaklega einu sinni þegar við tjölduðum seint og ég var skíthrædd um að vekja alla á tjaldstæðinu með hávaðanum í pústinu, en sem betur fer var tjaldstæðið fyrir neðan brekku svo ég gat látið bílinn renna bara niður.... :o)   


En þetta var samt skemmtileg ferð....... :o). 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þjóðarblómið | 30. ágú. '15, kl: 15:48:39 | Svara | Er.is | 0

Ég var einu sinni farþegi í bíl frá Ísafirði til Reykjavíkur í svartabyl og ömurlegheitum. Við fórum ekki yfir 30 km hraða frá Súðavík og að Steingrímsheiði. Þetta var hrikalegt.


Annars finnst mér almennt mjög erfitt að keyra sjálf í blindbyl. Það gerðist mjög oft síðasta vetur að Reykjanesbraut var lokað útaf blindbyl og vondri færð en Garðveginum er aldrei lokað og ég keyri hann til og frá vinnu. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Louise Brooks | 30. ágú. '15, kl: 16:04:56 | Svara | Er.is | 0

Samkvæmt kortinu sem ég var með í bílnum þegar ég keyrði þetta um daginn að þá skildist mér svo að þessi vegur væri kallaður Mjósund.  Annars hefur fjölskyldan alltaf kallað þetta Rauðasandsveg. Maðurinn minn er að austan er vanur að keyra skelfilega vegi en hann var alveg forviða yfir því hvað vegurinn væri slæmur. Hann var skárri þegar ég keyrði þetta síðast finnst mér en það er langt síðan. Það hefur mikið lagast eftir að Kjartan Gunnarsson flutti í sveitina. 


Þegar ég var fyrir vestan í byrjun mánaðar þá sprengdi hæstvirtur fjármálaráðherra dekk við að keyra slóðann sem liggur út í Keflavík og var víst ekki einu sinni með varadekk. Daginn eftir var mættur maður á veghefli að hefla veginn út að Látrabjargi. Það hefði aldrei gerst ef þetta hefði bara verið einhver nóboddí en þökk sé fjármálaráðherra að þá eiga færri eftir að skemma bílana sína þarna. Þetta heyrði ég bara frá ættingjum sem búa þarna á svæðinu en ég er ættuð úr þessari sveit.

,,That which is ideal does not exist"

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47982 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Guddie