Hundar í verslunum með starfsfólki

Splæs | 26. feb. '15, kl: 12:55:00 | 709 | Svara | Er.is | 1

Hvað finnst ykkur um að fólk sem rekur verslanir/verkstæði sé með hunda með sér í vinnunni? Er að spá í þessu út frá umræðunni um hunda og önnur gæludýr í strætó.

Kom inn í verslun með handverksverkstæði innan við búðarborðið. Þegar ég opnaði dyrnar og gekk inn heyrði ég gelt og svo komu tveir hundar hlaupandi fram fyrir borðið og að mér. Annar stökk upp á mig, báðir urruðu. Þeir voru báðir óbundnir, eins og gefur að skilja á lýsingu minni. 


Á dyrunum voru engin skilaboð um að það væru hundar fyrir innan sem mér fyndist eðlilegt fyrst hundarnir ganga þar lausir. Viðskiptavinur sem vill ekki vera nálægt hundum hefði þá val um að fara ekki inni.

 

Helvítis | 26. feb. '15, kl: 12:56:19 | Svara | Er.is | 7

Þetta fólk á að ala hundana sína betur upp.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

valkyrjavonar | 26. feb. '15, kl: 12:57:39 | Svara | Er.is | 1

Hvaða staður er þetta? svo maður fari nú ekki óvart þarna inn, er alveg með semi hundafóbíu og þetta hljómar hræðilega

Splæs | 26. feb. '15, kl: 13:02:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Held þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því. Þú heyrir geltið og getur hætt við.

GuardianAngel | 26. feb. '15, kl: 13:45:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Tilhvers þarf þá að vera miði? ;)

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

EvaMist | 26. feb. '15, kl: 12:57:52 | Svara | Er.is | 1

Fáránlegt. Myndi ekki fara þarna aftur.

Felis | 26. feb. '15, kl: 12:59:07 | Svara | Er.is | 6

eðlilegt eða ekki þá þætti mér afskaplega fráhrindandi ef hundar myndu flaðra upp um mig í verslunum
en ég myndi sjálfsagt ekki kippa mér upp við að væri sofandi hundur bundinn einhverstaðar. (og já vissulega getur hundurinn ekki alltaf verið sofandi, en hann getur verið rólegur ansi langan tíma - amk geta hundarnir í vinnunni minni verið það - og hann ætti ekki að vera laus í versluninni)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

sumarferðir | 26. feb. '15, kl: 13:04:16 | Svara | Er.is | 6

Ekkert á því, jafnvel meira spennandi fyrri mig að versla þar.
Þeirra verslun - þeirra val
Mátti setja út í glugga að það er hundur inn í búð

***
lokaður aðgangur

smusmu | 26. feb. '15, kl: 13:04:18 | Svara | Er.is | 31

Ég sé ekkert að því að vera með hundinn sinn með í vinnuna ef það er hægt. En mér finnst ekki í lagi að þeir hlaupi bara lausir um geltandi, urrandi og hoppandi upp á fólk. Það er alveg hægt að vera með hundinn sinn með án þess að hann fái bara að valsa um

Zagara | 26. feb. '15, kl: 13:28:26 | Svara | Er.is | 4

Mér finnst það vera alfarið á ábyrgð eiganda verslunarinnar. Ef þeir vilja leyfa hundum að flaðra upp um viðskiptavini þá er það þeirra áhætta á að missa þá viðskiptavini sem kunna illa við það. Það er ekkert mál að setja starfsfólki reglur um hvar og hvernig hundahald á vinnustað er háttað ef þess þarf.


Hins vegar finnst mér bara flott þegar ég heyri um fyrirtæki sem leyfa starfsfólki sínu að gera þetta, þetta geta verið dýrmæt hlunnindi fyrir marga starfsmenn sem sjaldnast skaðar þriðja aðila. 

EvaMist | 26. feb. '15, kl: 13:48:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Það er náttúrlega óþolandi að einhver leyfi hundinum sínum að flaðra upp um fólk hvar sem þeir eru. Ég á að gera gengið um þar sem mér hentar ekki síst í verslunum án þess að þurfa að óttast að hundar fari að flaðra upp um mig. 

GuardianAngel | 26. feb. '15, kl: 13:47:05 | Svara | Er.is | 0

Ég var um daginn í fata verslun þar sem það var hundur, reyndar hvorki gelt né flaður en mér fannst það rosa spennandi bara.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

dekkið | 26. feb. '15, kl: 14:57:03 | Svara | Er.is | 3

Eg var að vinna á skrifstofu þar sem hvolpur eigandans fylgdi með í vinnuna. Hundurinn skeit og meig á gólfið og það þurfti að þrífa það upp reglulega yfir daginn. Lyktin já, eins og eins sagði það er eins og að koma inn í dýragarð. Svo alltaf þegar kom kúnni þá gelti hundurinn rosalega mikið. Skemmdi skó og skóreimar svo maður þurfti að passa upp á skóna sína vel. eins og þetta var mikið krútt þessi hundur var ég alls ekki að fíla það að hafa hundinn þarna. Allt í lagi kannski einn og einn dag en ekki alla vinnudaga allan daginn.

Felis | 26. feb. '15, kl: 15:23:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

í vinnunni hjá mér eru 0-3 hundar daglega, amk 2 hundana koma flesta daga. Það er aldrei neitt vandamál með þá vegna þess að þeir eru vel upp aldir og húsvanir. 


Þeir þurfa reyndar samt að vera bundnir og undir eftirliti - þetta eru þrátt fyrir allt hundar og maður getur ekki treyst þeim alltaf undir öllum kringumstæðum og rólegasti hundur getur bitið illa. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

dekkið | 26. feb. '15, kl: 15:31:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er einmitt málið, ala vel upp. Þetta var algjör martröð á tímabili. Hvað þá þegar eigandinn þurfti að skreppa og maður var farin að passa hund í vinnunni. Þessi var ekki bundin. Bara hljóp um allt og nagaði. Þetta hefði ekkert farið í mig ef hundurinn hefði ekki gelt eins og brjál alltaf þegar einhver gekk inn um dyrnar og hoppaði á fólkið og pissaði og kúkaði um allt.

Felis | 26. feb. '15, kl: 15:33:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

væru hundarnir hérna svona þá myndi ég fara fram á að þeir yrðu fjarlægðir

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

dekkið | 26. feb. '15, kl: 15:35:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég hætti fljótlega eftir að hundurinn mætti á svæðið. en svo er líka það að greyið hundurinn var ekki bara þarna 8-4 heldur oft til átta á kvöldin eða lengur.

fálkaorðan | 26. feb. '15, kl: 15:41:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið unnið innan um hunda og einu sinni verið með dýri sem skeit inni stundum en það var af því að eigandi dýrsins (og staðarins) vanrækti að fara út með dýrið yfir daginn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

dekkið | 26. feb. '15, kl: 16:12:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb, það var næstum aldrei farið út með hundinn.

fálkaorðan | 26. feb. '15, kl: 19:00:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem er agalegt með kvolp.


Ég var mikið frá vinnu þegar ég var með hvolp til að geta sinnt honum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

dekkið | 26. feb. '15, kl: 19:22:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég held að þetta hafi ekki verið besti tíminn fyrir þau að fá sér hund. Ekki að segja að þau séu slæmir eigiendur, frekar að þau hafi bara ekki fattað hvað þetta er mikil ábyrgð og vinna. Við vorum að íhuga á sínum ´tima að fá okkur hvolp en ég hafði það ekki í mér nema vera heima meirihluta dagsins fyrstu vikur til að sinna dýrinu.

Alpha❤ | 26. feb. '15, kl: 23:00:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já þegar ég var með hvolp var ég að fara út liggur við á klst fresti svo hann myndi ekki pissa inni

fálkaorðan | 26. feb. '15, kl: 23:28:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já. Litli trítillinn minn rétt þorði út af bílastæðinu (afgirt og bara pláss fyrir 1 bíl) yfir í grasið til að pissa fyrst.


Oh hvað ég hlakka til að fá mér hund þegar ég verð komin í einbýlishús.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 26. feb. '15, kl: 15:40:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var oft með minn hund og 2 hunda atvinnurekandans hjá mér á skrifstofunni. Nokkrum sinnum köttinn líka því hún gat víst ekki verið ein heima blessunin. Þetta var lítið mál. Eini sem setti út á þetta var ráðherra sem kom einusinni, mér fannst það fyndið þar sem hann er alvanur hundum úr sveit.


Gat yfirleitt haft hann með og líka þegar ég fór út á land. Þá að vísu þurfti að sér panta fyrir mig gistingu. Gat náttúrulega ekki farið með hann á hótelherbergi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Alpha❤ | 26. feb. '15, kl: 16:50:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

enda var það HVOLPUR. Ég myndi ekki vera hrifin af svona en með hvolp er það skiljanlegt... 

dekkið | 26. feb. '15, kl: 16:59:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já ég veit allt um það. En þetta var rosalega pirrandi og erfitt að vinna við þetta. Pissað á mann, kúkað hingað og þangað, nagað dótið manns, gelt í tíma og ótíma. Mikil vinnu friður sem fór. En ég veit að næstum ári seinna er þetta ekki mikið skárra á þessum vinnustað varðandi hundinn...

dekkið | 26. feb. '15, kl: 17:01:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

og er ekki á móti dýrum á vinnustað ef þeir eru vel upp alnir og trufla ekki. Það er bara kósý.

josepha | 26. feb. '15, kl: 15:12:51 | Svara | Er.is | 1

Fáránlegt að hafa illa agaða og geltandi hunda lausa í búð. Rólegur og taminn hundur innan við búðarborð eða einhversstaðar væri ekki vandamál fyrir mér. 

Ziha | 26. feb. '15, kl: 15:19:28 | Svara | Er.is | 1

Ekkert vandamál ef þeir eru rólegir.....

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Snobbhænan | 26. feb. '15, kl: 15:21:41 | Svara | Er.is | 5

Hundar sem flaðra upp um ókunnuga og stökkva upp á þa´eru bara illa siðaðir og ég vil ekki vera í kringum slík gerpi.


Rólegir hundar sem gelta ekki - mér er alveg sama þó ég sæi svoleiðis víða - kannski ekki í matvöruverslunum samt.

Dúfanlitla | 26. feb. '15, kl: 15:22:46 | Svara | Er.is | 1

Það truflar mig ekki og hef bara gaman því. Hinsvegar er þetta ekki rétt gagnvart  kúnnum sem gætu verið með ofnæmi eða hræðslu. Svo nei. Ekki viðeigandi.

VanillaA | 26. feb. '15, kl: 15:23:45 | Svara | Er.is | 5

Mér þætti það bara frábært, og myndi örugglega versla meira við þannig verslun.

hanastél | 26. feb. '15, kl: 15:23:53 | Svara | Er.is | 2

Mér er alveg sama um vel upp alda hunda hvar sem er. Fór í verslun/vinnustofu hjá íslenskum hönnuðum um daginn þar sem tekið er fram utan á dyrunum að fyrir innan gætu verið tveir hundar (og mynd af þeim) en ef fólk væri með ofnæmi eða illa við hunda væri ekkert mál að bregðast við því, man ekki hvernig það var orðað. Ég sá ekki hundana, veit ekkert hvort þeir voru þarna.

--------------------------
Let them eat cake.

Galieve | 26. feb. '15, kl: 15:24:38 | Svara | Er.is | 1

Ég verslaði mikið á tveimur stöðum þar sem að hundar voru á. Á öðrum þeirra var Rottweiler sem fór ekkert fyrir, ég tók ekki eftir honum fyrr en mér var bent á hann. Á hinum var Chihuahua sem kom hlaupandi og urraði á mann um leið og maður opnaði hurðina. 


Mér finnst í góðu lagi að hundar séu á vinnustaðnum en þeir verða þá að vera vel uppaldir. Og það væri allt í lagi að hafa miða á hurðinni í sambandi við hundinn.

fálkaorðan | 26. feb. '15, kl: 15:28:09 | Svara | Er.is | 3

Mér finnst það frábært og eðlilegt.


Elska Berlin, þar eru hundar í vinnunni meira að segja á kaffihúsum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 26. feb. '15, kl: 15:30:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já gleyma kannski því sem skiptir mestu máli.


Fólk verður líka að hafa hundana vel upp alda og ekki svona hlaupandi um eða urrandi á fólk. Minn gamli fór aldrei að kúnnunum í gamladaga og fæstir vissu eflaust að hann var þarna á bakvið barborðið hjá mér. Eins tók ég hann með mér þar sem ég var að vinna á skrifstofum og oft vorufleyrir hundar. Á einum stað gat ég ekki haft hann með því hundur eigandans réðst alltaf á minn hund. Þetta var allt á íslandi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

assange | 26. feb. '15, kl: 15:39:55 | Svara | Er.is | 3

Oged.. Alltof mikid af omurlegum hundaeigendum a Islandi med ogedslega illa uppalin gerpi.. Koma oordi a alla hina

1122334455 | 26. feb. '15, kl: 16:07:31 | Svara | Er.is | 3

Mér finnst það frábært þegar hundarnir eru vel uppalnir, finnst yndislegt að það sé fólk þarna úti sem geti haft það sem möguleika að taka hundinn sinn með sé rí vinnuna.

Silaqui | 26. feb. '15, kl: 16:48:11 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst það bara fínt að fólk geti haft hundana sína með í vinnuna. En hundurinn verður að passa þar inn. Það geta ekki allir hundar þolað það að vera á svona opinberu svæði eins og verslun, eða á stað með miklu áreiti. Minn hundur væri td örugglega algert pain við þannig aðstæður. Eigandinn verður að taka tillit til þess og annað hvort þjálfa hundinn til að haga sér og geta slappað af, eða halda honum heima.

Alpha❤ | 26. feb. '15, kl: 16:55:21 | Svara | Er.is | 1

Mér þykir það frábært en sniðugast væri að hafa þá lokaða á bakvið eða með svona grindverk svo þeir geta ekki hlaupið um allt og á fólk. 

Ólipétur | 26. feb. '15, kl: 17:43:10 | Svara | Er.is | 3

Ég fór í fatabúð um daginn og þar voru tveir hundar... miði á hurðinni með mynd af þeim og nöfnum. Þeir lágu báðir í bælinu sínu ... mér finnst þetta bara krúttlegt. Annað ef það kemur hundur flaðrandi upp um mann... finnst mér a.m.k,

Þönderkats | 26. feb. '15, kl: 18:22:40 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst að eigendur ættu að ràða í sínu fyrirtæki. Ef ég vær með eitthvað fyrirtæki myndi ég vera með mína hunda En þeir myndu ekki urra og làta svona illa...

shithole | 26. feb. '15, kl: 18:24:54 | Svara | Er.is | 0

Hvað ertu að valsast inn àn þess að banka ?

Kaffinörd | 26. feb. '15, kl: 18:54:38 | Svara | Er.is | 0

Verst finnst mér þegar menn eru með hunda á svona verkstæðum og hafa þá bara bundna fyrir utan og oft þegar er meira að segja lokað inn á verkstæðið. Mér finnst það ekki góð meðferð á dýrum.

Raw1 | 26. feb. '15, kl: 20:59:36 | Svara | Er.is | 2

Þetta myndi ég ekki fíla, en það er t.d. einn hundur sem var á pústþjónustu sem "brosti" bara til manns :) 
Svo lengi sem hundurinn kemur ekki óður að manni finnst mér þetta í lagi.
Hundurinn sem er hjá Dýralækninum í Keflavík er í algjöru uppáhaldi, labbar rólega til mann og biður um mallaklapp :) Svo ljúf. Þetta væri allt annað ef hundurinn myndi koma urrandi og spólandi til mín, myndi frekar nýta mér þessa þjónustu annarstaðar þá.


Mér fannst samt svo krúttlegt hjá Neyðarþjónustunni, skrifstofuhundurinn fékk mynd af sér og nafn, alveg eins og allir aðrir starfsmenn þar :) En fékk ekki að heilsa hundinum.


Ég vildi óska þess að ég mætti vera með minn hund í vinnunni, en ég held að börnin á leikskólanum yrðu ALLT OF æst :P (ég yrði samt vinsælasti kennarinn, hohoho)

undralegt | 26. feb. '15, kl: 21:08:31 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst æðislegt þegar það eru hundar eða kettir (samt er ég með mikið kattarofnæmi) í búðum og verkstæðum.
En þeir þurfa auðvitað að vera vel uppaldir og haga sér.

snotra | 27. feb. '15, kl: 08:11:04 | Svara | Er.is | 1

Ég tók minn hund með mér í vinnuna þegar ég var að vinna. Var að vísu með sér skrifstofu, en samt alltaf með opna hurð. Ég hafði búrið hennar opið undir borði hjá mér með vatn og mat til hliðar. Aldrei neitt vesen, ekkert gelt og allir sáttir. Hún svaf bara í búrinu sínu eða nagaði þar bein. Hún var vön því að það var stöðugt að koma og fara fólk. Hundar eru að vísu mismunandi og uppeldi spilar þarna inn í líka.

óvissan | 27. feb. '15, kl: 14:10:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hundar eiga heima í sveit og í frelsinu þar !
Ekkert manneskjulegt við það að hafa hunda í þéttbýli því það er bara of fáir sem nenna að hugsa vel um dýrin sín.
Þá meina ég að fara með þau út að ganga, þrífa undan þeim osfv.
Auðvitað eiga þeir sem sinna þeim hrós skilið.

Horfi uppá alltof mörg dæmi um leti þegar kemur að hundahaldi... allir spenntir fyrst og svo er þetta ekki svo skemmtilegt !

snotra | 27. feb. '15, kl: 18:46:40 | Svara | Er.is | 0

Ég er sammála þér varðandi það að margi ættu ekki að eiga hunda eða bara dýr yfir höfuð. Hinsvegar er ég ekki sammála þér varðandi það að þeir eigi ekki heima í þéttbýli. Ég held að nánast allir hundar geti átt góða ævi í þéttbýli með góðum eiganda. Þetta er allt undir okkur mannfólkinu komið, hversu mikið við erum tilbúin að leggja á okkur við að búa til gott umhverfi fyrir dýrið. Það er mikil vinna að eiga hund, maður fær það samt svo margfalt til baka.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48041 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Guddie, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Bland.is