Hvað á ég að gera? ??

SolaG | 1. apr. '15, kl: 08:16:57 | 936 | Svara | Er.is | 0

Ég skrifa þennan þráð á auka nikkonu vegna skammar... Helst vildi ég sleppa því en mig bráð vantar ráð. Þannig er mál með vexti að fyrir nokkrum mánuðum þá asnaðist ég til að taka smálán til að bjarga okkur einn mánuðinn.. Sem í raun gerði bara verra því ég gat ekki borgað það til baka enda var upphæðin rúmur 100þ.kr. Ég reyndi einu sinni að semja um skuldina, en svo gat ég ekki borgað það heldur þannig að samkomulagið féll niður. Svo í gær var bara allur pakkinn plús dráttarvextir skuldfærðir af reikningi mínum samtals rúmur 150þ. Ég var að fá fyrstu greiðsluna mína í fæðingarorlofi þar sem ég er kasólétt og á að eiga í þessum mánuði mitt 3ja barn. En núna standa málin þannig að við getum ekki borgað húsaleiguna og eigum von á því að vera hent út eftir nokkra daga ef við borgum ekki... Blóðþrýstingurinn er búinn að vera sky high síðan í gær útaf stressi og ég er ráðráðalaus og veit ekki hvað við getum gert. Bankinn vill ekki hjálpa okkur, það er enginn í fjölskyldunni sem getur hjálpað. . Er það bara málið að við þurfum bara að fara héðan úr íbúðinni og vera á götunni með 2 bráðum 3 börn ?? Smálána fyrirtækið segist ekki geta borgað til baka það sem búið er að skuldfæra og því ekkert sem þau geta gert fyrir mig... Ég trúi ekki að þetta sé að gerast hjá okkur, og sérstaklega á þessum tíma... Ég bara græt og græt og get ekkert gert.

 

Máni | 1. apr. '15, kl: 08:35:02 | Svara | Er.is | 1

Knús.

Fólki er ekki hent út eftir nokkurra daga vanskil.

nautagullas | 1. apr. '15, kl: 08:37:13 | Svara | Er.is | 0

Trúi því seint að þú sért borin úr íbúðinni svona fljótt, ásamt nokkru öðru. Kaupi þetta alls ekki...

SolaG | 1. apr. '15, kl: 08:45:12 | Svara | Er.is | 0

Ég borga leigu fyrirfram í hverjum mánuði og ef ég borga ekki þá missi ég húsnæðið. Þetta stendur skýrt í leigusamningi. Og enda skiljanlegt.

micro | 1. apr. '15, kl: 08:53:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

alveg sama hvað stendur í samningnum, það eru lög sem gilda, og þá er ekki hægt að henda út eftir 1 mánuð. Uppsagnarfrestur er algjört lágmark 3 mánuðir, minnir meira að segja að lögin séu þannig að uppsagnarfrestur sé 6 mánuðir. 

SolaG | 1. apr. '15, kl: 08:56:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú þekki ég það svosem ekki en hefði haldið að samningur sem báðir aðilar skrifa undir væri gildandi. Þarf kannski að skoða það betur :)

passoa | 1. apr. '15, kl: 09:08:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hafið þið rætt þetta við ykkar leigusala, þ.e. að fá að fresta greiðslunni aðeins eða dreifa henni á nokkra mánuði?

Ice1986 | 1. apr. '15, kl: 11:58:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Bara svo þú vitir þá eru húsaleigulög svokölluð lágmarks lög - sem þýðir að aðilar mega ekki semja sig undan ákvæðum laganna. 
Þannig að þó það standi í leigusamningum þínum að þú megir ekki skulda 1 mánuð í leigu þá getur leigusalinn ekki hent þér út því hann verður að fara eftir ákvæðum laganna. 


Reyndu bara að slaka á, þetta reddast alltaf einhvern veginn. Eru þið í vanskilum eða miklum skuldum við bankann? Enginn séns á að fá yfirdrátt ?

fálkaorðan | 1. apr. '15, kl: 11:58:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samningur getur aldrei samið af ykkur lagalegan rétt eins og uppsagnarfrest.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Efins | 1. apr. '15, kl: 10:22:36 | Svara | Er.is | 1

Eru þið að borga í stéttarfélag? Mörg félög eru með fæðingarstyrk, eingreiðslu upp á 1-200.000 kr. Þið gætuð átt rétt á slíku og þá samið við leigusalann um frest þar til barnið er fætt og gert upp með þeim pening.

SolaG | 1. apr. '15, kl: 11:41:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skoða það takk

þreytta | 1. apr. '15, kl: 17:59:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við hjónin fengum bæði fæðingastyrk frá okkar stéttafélagi, þannig að athuga stéttafélagið hjá ykkur báðum. Mig minnir að þið þurfið að borga skatt af styrknum, þannig að þetta er aðeins minni peningur. 

fálkaorðan | 1. apr. '15, kl: 11:57:39 | Svara | Er.is | 5

Útburður er langt ferli svo þið eruð ekkert að fara á götuna eftir nokkra daga.


EN, ég mæli með því að þið hafið samband við leigusala strax í dag og greinið frá stöðunni og semjið um skuldina sem er að myndast.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

adrenalín | 1. apr. '15, kl: 12:51:15 | Svara | Er.is | 0

Tek nú öllu sem er skrifað 1.apríl með fyrirvara. Þessi saga stenst engann veginn, fólki er ekki hent út eftir nokkura daga vanskil.

Humdinger | 1. apr. '15, kl: 18:20:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er allavega ekkert mjög fyndið gabb og það hleypur enginn neitt.

M19 | 1. apr. '15, kl: 15:20:28 | Svara | Er.is | 0

Er hægt að fá fæðingarorlofsgreiðslu áður en barnið er fætt?

Ziha | 1. apr. '15, kl: 15:31:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er hægt.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

M19 | 1. apr. '15, kl: 15:40:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú greinilega búið að breyta síðan 2012 þá var það ekki hægt!?

Tipzy | 1. apr. '15, kl: 15:49:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hægt að fá fyrstu greiðslu mánaðarmótin áður en maður á að eiga, þó svo maður eigi að eiga 25. mánaðarins.

...................................................................

refecta | 1. apr. '15, kl: 16:11:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ef 150 kall í skuld er að setja ykkur í svona mikil vandræði hvernig verður þetta þá hjá ykkur þegar þið þurfið að kaupa bleyjur og fleira fyrir barn 3??

Tipzy | 1. apr. '15, kl: 18:00:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk en ég gerði ekki þessa umræðu.

...................................................................

hjartabursti | 2. apr. '15, kl: 15:55:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tiiiiil hvers að segja þetta? Bara til að auka á vanlíðan hjá OP?

þreytta | 1. apr. '15, kl: 18:01:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það var hægt árið 2000 þegar ég átti mitt fyrsta barn, 2005 þegar ég átti barn númer 2 og 2013 þegar ég átti barn númer 3

1122334455 | 1. apr. '15, kl: 18:28:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var hægt í kringum aldarmótin þegar ég stóð í þessu. En í mínu tilfelli var það vegna veikinda á meðgöngu. Svo fékk ég lengra fæðingarorlof líka vegna veikindanna.

þreytta | 1. apr. '15, kl: 17:58:01 | Svara | Er.is | 0

Geturu ekki samið um húsaleiguna, skipt þessum mánuði á næstu þrjá mánuði eða eitthvað svoleiðis?

1122334455 | 1. apr. '15, kl: 18:29:46 | Svara | Er.is | 1

Eins og þér hefur verið sagt, þú ert ekki að fara á götuna eftir nokkra daga. Talaðu við leigusalann þinn og sjáðu hvað hann segir.

SolaG | 2. apr. '15, kl: 02:23:17 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki í boði þessi fæðingarstyrkur í vr (mitt stéttarfélag) en eigum eftir að ath hans ( efling)
Það er bara þessi mánuður í rauninni sem er erfiður, þar sem maðurinn minn fótbrotnaði illa og fékk ekki full laun vegna þess að veikindadagarnir hans voru búnir eftir löng og leiðinleg veikindi fyrr á árinu. En við reddum þessu svosem eins og sannir Íslendingar ;) og hugsanlega getum við borgað 2 mánuði næstu mánaðarmót, þótt það verði erfitt kannski en geranlegt en eigum samt eftir að tala við leigusalann og ræða við hann.

Og nei þetta er ekki aprílgabb, bara ef svo væri.

Takk allir fyrir ráðin :)

Innkaupakerran | 2. apr. '15, kl: 05:09:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

getið þið tekið yfirdrátt & borgað hann svo bara rólega niður til að redda ykkur?

Ziha | 2. apr. '15, kl: 06:48:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Athugaðu hvort hann eigi ekki rétt á sjukradagpen frá verkalýðsfélaginu + tr....(á sama tíma). Þeir eiga að taka yfir þegar veikindadagarnir klárast....

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

piscine | 2. apr. '15, kl: 06:52:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Athugaðu líka að sum stéttarfélög endurgreiða hluti eins og lækniskostnað og sjúkraþjálfun að hluta, ef þið eruð ekki búin að því. 
Knús og gangi ykkur vel. 

adrenalín | 2. apr. '15, kl: 13:37:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sé að það er talað um að þú athugir sjúkradagpeninga svo ég ætla aðeins að bæta við. Ef þið eruð með heimilistryggingu gæti hann átt rétt þar.

larva | 2. apr. '15, kl: 13:54:30 | Svara | Er.is | 0

Var ekki borgud trygging ì upphafi leigu..getur hùn ekki dekkad þennan mànud ì leigu.?

LadyGaGa | 2. apr. '15, kl: 15:54:18 | Svara | Er.is | 0

Ég er ekki alveg að kaupa það að smálánafyrirtæki hafi leyfi til að skuldfæra af bankareikningi. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
Síða 1 af 47980 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien