Hvað finnst þér vera menntasnobb?

klarayr | 17. okt. '13, kl: 10:17:33 | 1905 | Svara | Er.is | 1

Þessi umræða kom á borðið í skólanum hjá mér og fólk hefur mismunandi skoðanir á því hvað sé menntasnobb og hvað ekki. Ég hef víst það sem kallast menntasnobb þar sem mér finnst ekki allt nám vega jafn hátt. Mér finnst öll nám árangur og frábært að við höfum öll mismunandi áhuga og getu.

Mér finnst til dæmis allt háskólanám vega jafnt og vera jafn "merkilegt" hvort sem það er læknisfræði eða leikskólakennari, inntökuskilyrðið er jú alltaf það sama, stúdentspróf eða jafngildi þess.

Iðnnám er svo allt annar pakki finnst mér, fólk sem margt gegnir mikilvægum störfum og þau jafnast alveg á við stúdentspróf að mínu mati.

Svo eru styttri og kröfuminni námin eins og hjúkrunarritarar og kvikmyndaskólinn. Þarf þarf ekki stúdentspróf.

Hvað finnst ykkur vera menntasnobb?

 

trilla77 | 17. okt. '13, kl: 10:19:58 | Svara | Er.is | 43

ég vil vekja athygli á að mér finnst ég hvergi verða vör við þessa umræðu nema hér inni, og þá er það vanalega fólk með grunnmenntun sem sakar fólk með menntun á háskólastigi um að vera með menntasnobb og því sé ekkert mark á því fólk takandi. Það er held ég engir eins uppteknir af þessari umræðu og þeir sem segjast vera með grunnmenntun og verði því fyrir miklu menntasnobbi af hálfu þeirra sem kusu að fara í háskólanám

ég kýs að kalla þetta "öfugt menntasnobb"

Gladis | 17. okt. '13, kl: 10:25:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Finnst einmitt bera meira á því. Að þeir sem eru með grunnmenntun tali um langskólagengið fólk sem eitthvað pakk og það sé svo snobbað og fram eftir því. Mér finnst ég ekki heyra mikið af því að langskólagengið fólk sé alltaf að láta rigna upp í nefið á sér allt þetta fólk sem hefur ekki lært neitt. En það er þá frekar menntasnobb hjá þeim langskólagengnu að þau séu svo klár og svona en mér finnst það ekki algengt og þetta eru bara þessir svartir sauðir sem sumir hverjir eru bara svona miklir egóistar sama hvaða menntun er að baki.  Finnst ekki bera mikið á því að langskólagengið fólk tali illa um þá sem hafa bara grunnmenntun.  Þetta er allavega mín upplifun.

Grjona | 17. okt. '13, kl: 10:25:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Sem er náskylt "ég kann sko ekkert á svona dót" sagt með stolti.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

trilla77 | 17. okt. '13, kl: 10:31:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

einmitt, eða þá "þú hefur sko ekki kynnst því hvernig er að þurfa að lifa af" af því að það er einmitt svo einfalt að vera með margra ára lánabyrði á herðunum vegna þess að maður kaus að reyna að mennta sig til að fá svo hærri laun sem étast svo bara upp af námlánunum

Snobbhænan | 17. okt. '13, kl: 13:21:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Segðu!

Tipzy | 17. okt. '13, kl: 14:28:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fyrir utan að fólk getur alveg hafa kynnst hvernig er að þurfa lifa af áður en það menntaði sig. Ég ætla að mennta mig og hef svo sannarlega þurft að hafa fyrir lífinu, ef einhver mun segja þetta við mig eftir nám mun sá hin sami fá ræðuna.

...................................................................

Ibba Sig | 17. okt. '13, kl: 17:42:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Já, frasar eins og "lífsreynslan er sko ekki minna virði en menntun". Sem þýðir hvað? Að menntað fólk öðlist enga lífsreynslu? Er það dautt á meðan það er í skóla?

hillapilla | 17. okt. '13, kl: 17:51:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bíddu, fórst þú ekki í zombie háskólann?

Ibba Sig | 17. okt. '13, kl: 17:53:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Veit ekki, telur það með ef kona var full á djamminu allan tímann?

hillapilla | 17. okt. '13, kl: 17:56:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*Dauða*drukkin? Þá já.

miramis | 17. okt. '13, kl: 18:19:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já. Það er dautt. Dautt að innan. 

Mainstream | 17. okt. '13, kl: 23:18:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Manni heyrist allavega að það séu mestmegnis ómenntaðir sem fara í "skóla lífsins".

Andý | 17. okt. '13, kl: 10:50:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Sammála, ég verð heldur aldrei vör við svona nema hérna. Og þá er það yfirleitt hálf illaskrifandi fólk sem er básúnandi einhverju svona

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Helgen berger | 17. okt. '13, kl: 10:58:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

æ það er menntasnobb í minni fjölskyldu, það er ekki eitthvað sem er talað um eða rætt í þaula, það bara er þarna.

held að ef fólk spáir aðeins í því þá kraumi það undir annsi víða, það er bara ekki alveg uppi á borðinu.


-----------------------------------------------------------------------------------------------
----------------------------------------------------------------------------------------

-----------------------------------------------------------------------------------------------
---------------------------------------------------------------------------------------

Alpha❤ | 17. okt. '13, kl: 11:05:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

ég verð aldrei vör við þetta viðhorf hérna inni sem þú nefnir. Ég verð frekar vör við viðhorfið að ef maður hefur ekki háskólagráðu þá kann maður ekki að lesa greinar eftir alvöru fræðimenn eða að ómenntað fólk er óupplýst og hefur ekki rétta rökhugsun og fleira. 

sem er | 17. okt. '13, kl: 17:30:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er ekki með háskólagráðu og enginn hefur núið mér því um nasir eða kallað mig óupplýsta fyrir það. Því síður að fólk hafi sakað mig um að kunna ekki að lesa fræðilegar greinar. 

Alpha❤ | 17. okt. '13, kl: 17:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þú hefur þá ekki verið mikið inn á bland.. 

sem er | 17. okt. '13, kl: 17:51:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Tja, bara síðustu rúm 12 ár :)

Alpha❤ | 17. okt. '13, kl: 17:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

"Ég verð að viðurkenna að þegar fólk er vant að tala út um afturendann á sér um allskonar málefni þá verð ég alltaf alveg rasandi bit ef ég kemst að því að viðkomandi er mikið menntaður.. Mér finnst eitthvað svo sjálfssagt að á löngu háskólanámi lærist á einhverjum tímapunkti gagnrýn hugsun, hófsemi í máli og virðing fyrir öðrum.. En greinilega ekki í stærðfræðinni.."


Þetta er texti sem þú skrifaðir. Mér finnst til dæmis  hægt að lesa úr þessum texta að sjálfsagt er að þeir sem fara í langt háskólanám læra gagnrýna hugsun, hófsemi í máli og virðingu fyrir öðrum er eiginlega bara beint tekið þannig að ómenntað fólk býr ekki yfir þessu eins og þetta er eitthvað sem lærist bara í háskóla. 

Og í endann kemur að greinilega lærir fólk þetta ekki í stærðfræðinni.  Mér finnst þetta svar þitt uppfullt af snobbi og fordómum.  Það er allavega mín skoðun. 

sem er | 17. okt. '13, kl: 18:04:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þá misskilur þú mig alveg.. Í þessu svari birtist hvergi að ómenntað fólk sé á neinn hátt verra.. En háskólanám, amk það sem ég hef verið í kennir gagnrýna hugsun, lestur fræðigreina og fleira þannig að ég álykta yfirleitt að menntaðir einstaklingar kunni að koma skoðunum sínum frá sér án þess að bulla.

Það þýðir alls alls ekki að ómenntaðir einstaklingar bulli bara þvælu, næstum allt það óháskólamenntaða fólk sem ég þekki er brilljant gáfað.. En það er að meðaltali munur á fólki sem kann að lesa út úr rannsóknum og kann að færa skýr rök fyrir máli sínu eftir menntun.. Ath, að meðaltali..

Alpha❤ | 17. okt. '13, kl: 18:05:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega það sem ég var að segja hérna efst

sem er | 17. okt. '13, kl: 18:08:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hmm nei.. Ég hef ekki sagt að "ef maður hefur ekki háskólagráðu þá kann maður ekki að lesa greinar
eftir alvöru fræðimenn eða að ómenntað fólk er óupplýst og hefur ekki
rétta rökhugsun og fleira"..

abbalabbalú | 18. okt. '13, kl: 12:08:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Er eitthvað óeðlilegt að segja að ómenntaðir kunni síður að lesa sig í gegnum ritrýndar rannsóknir eða hafi ekki tileinkað sér sömu gagnrýnu hugsun og hinir?


Er þetta ekki frekar vanmáttakennd þín gagnvart menntuðum en menntasnobb þeirra menntuðu?

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

Grjona | 18. okt. '13, kl: 13:35:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er eitt af því sem manni er kennt í (flestu) námi (ekki í grunnnáminu mínu reyndar) og mér finnst mjög eðlilegt að þeir sem hafa farið í nám kunni þetta frekar en aðrir. Ekkert snobb eða hroki í því.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

miramis | 17. okt. '13, kl: 18:22:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta eru einfaldlega hlutir sem maður gengur út frá að fólk læri í löngu námi. Það þýðir ekki að enginn annar búi yfir þessum "hæfileikum" eða vitneskju, en maður býst a.m.k. við því að fólk sem hefur t.d. lokið doktorsnámi hafi a.m.k. tileinkað sér þetta. 

Hygieia | 18. okt. '13, kl: 17:05:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Get nú ekki lesið þetta úr efninu. Mér finnst líka alveg sjálfsagt að fólk sem hefur lokið grunnámi eða framhaldsnámi í háskóla hafi rannsóknarlæsi, sé ágætlega máli farið osfv. Það viðhorf gefur hinsvegar ekki til kynna að ómenntaðir eða minna menntaðir einstaklingar geti það ekki. Mér finnst t.d. eðlileg krafa að kokkur hafi tileinkað sér ýmsa tækni í sínu námi og á sama tíma útiloka ég ekki ómenntaða heimiliskokkinn frá því að kunna einhverja tækni.

Eyma | 21. okt. '13, kl: 10:38:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það að A = B útilokar ekki að C = B.

Abba hin | 17. okt. '13, kl: 18:44:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

BossaNova | 17. okt. '13, kl: 19:35:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já og er sakaður um að vera bara með grunnskólapróf, sem á að vera  sama og að vera korter í dáns væntanlega,. Hef lent í því oftar en einu sinni. Fólk sem hefur ekki hugmynd um hvaða menntun maður hefur.

þegar hann | 17. okt. '13, kl: 12:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já! og fólk verður fyrst alveg brjálað þegar við sem höfum menntað okkur ræðum hvernig það hefur auðgað líf okkar.

miramis | 17. okt. '13, kl: 14:05:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Einhvern tíman var ég hjá vinkonu minni og það koma þarna nokkrir gamlir bekkjarfélagar og ég og einn þeirra förum að spjalla. Hann og maðurinn minn voru saman í námi og við förum að ræða það (enda nánast eina sameiginlega sem við áttum þarna), eitthvað um vinnuálag og leiðinlegan kennara og svona ótrúlega ómerkilegir hlutir. Slúðrarinn vinkona mín sagði mér daginn eftir að einni stelpunni þarna hefði fundist menntasnobbið alveg leka af mér. 

Það er greinilegt að sumt fólk upplifir menntasnobb bara ef maður ræðir háskólanám. 

traff | 17. okt. '13, kl: 14:07:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha vá! æ fólk hefur svo mikla og alskonar minnimáttarkennd. 

josepha | 17. okt. '13, kl: 14:17:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Meh ég veit það ekki. Hef alveg upplífað bæði. Bæði það að ómenntaðir geri lítið úr hinum meira menntuðu- það finnst mér eiginlega bara vera einhversskonar heimska eða minnimáttarkennd. Svo líka það að meira menntaðir setji sig a háan hest gagnvart minna menntuðum "Æi þetta fólk er flest bara með grunnskólapróf" er svona típísk setning.  Eða ef einhver lítið menntaður er að lýsa skoðun og þá spyr hinn meira menntaði : "hvaða menntun hefur þú?" Og þar með verið að segja undir rós að skoðun viðkomandi sé minna marktæk vegna skorts á menntun.Og sambærileg svona dæmi.  Það finnst mér vera menntasnobb.

Ananus | 18. okt. '13, kl: 13:29:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða menntun hefur þú?

josepha | 20. okt. '13, kl: 13:29:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha ég hef bæði iðnmenntun og háskólamenntun. Þessa spurningu sé ég aðallega hér inná reyndar og annarsstaðar þar sem ókunnugt fólk er að, tjah, rökræða á netinu.

postnr | 22. okt. '13, kl: 20:26:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þar sem ég er hjartanlega sammála þér varðandi skoðanir allir hafa jafnan rétt á skoðunum, en þegar við tölum um staðreyndir sbr. rannsóknir á aspartame og MSG (sem er ekki óhollt, en þá heldur ekki hollt frekar en margt annað) þá getur skipt máli hvort og hvaða menntun þú hefur (vissulega geta allir lesið rannsóknir og komið fram með haldbærar staðreyndir, en það er algengara að fólk sem hefur menntun á því sviði að það komi með öruggari og haldbærari staðreyndir(vitni í öruggari og viðurkenndari rannsóknir) en þeir sem þekkja síður inná efnið).

evitadogg | 17. okt. '13, kl: 17:52:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammala. Eg kannast frekar við "öfuga" menntasnobbið

Grjona | 18. okt. '13, kl: 06:57:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

"Ætlarðu aldrei að hætta í skóla?"
"Þú ert bara eilífðarstúdent!"
"Hvað ætlarðu svo að læra næst?" *hnuss*

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

evitadogg | 18. okt. '13, kl: 10:12:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha ég er næstum komin á þann stað en annars hef ég helst orðið vör við þetta í gegnum eiginmanninn sem er iðnaðarmaður sem ákvað svo að fara í háskóla. Semsagt reyna að koma sér af gólfinu og upp á skrifstofu, þannig séð. Já viðhorfið sem hann mætti var vægast sagt skrýtið.

Grjona | 18. okt. '13, kl: 10:19:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta getur orðið svolítið þreytandi, sérstaklega þegar það kemur frá fólki sem þekkir ekki forsendur bakvið áframhaldandi nám eða val á námi.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

evitadogg | 18. okt. '13, kl: 10:19:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því trúi ég vel!

bogi | 18. okt. '13, kl: 10:57:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úff já - ég lenti í því í sumar að hitta konu í röð á ákveðnum stað sem foreldrar mínir þekktu í denn. Hún fór að spurja mig og spurja mig - hvað gerir þú, hvað gerir maðurinn þinn, hvað gerir bróðir þinn en systir þín osfr.

Það vill svo til að við erum öll með amk. tvær háskólagráður, og hún tók andköf í hvert skipti og endaði svo á því að segja "þið hljótið að vera öll alveg rosalega rík". Ég vissi ekki alveg hvernig átti að taka þessu... var farin að skammast mín fyrir allar þessar háskólagráður, eins og henni þætti ég vera að monta mig eða eitthvað álíka.

Fargmöldun | 17. okt. '13, kl: 23:14:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála, þetta heitir minnimáttarkennd heima hjá mér.

Mainstream | 17. okt. '13, kl: 10:23:02 | Svara | Er.is | 4

Menntasnobb er eitthvað sem ég hef bara heyrt um á Íslandi. Held að það stafi af einhverri minnimáttarkennd eða álíka.

Musica | 17. okt. '13, kl: 11:14:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef heyrt um menntasnobb í Englandi og Danmörku og USA

Askepot | 17. okt. '13, kl: 10:32:21 | Svara | Er.is | 22

Ég snobba ekki fyrir menntun og ég er alls ekki sammála þessari skilgreiningu þinni. 
Háskólanám vegur ekki allt jafnt, langt því frá, og að halda að iðnnám sé á sama plani og stúdentspróf finnst mér sýna þekkingarleysi þitt. 
Og mér finnst ekkert nám vera "merkilegra" en önnur, þau eru bara misjöfn. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

klarayr | 17. okt. '13, kl: 10:37:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda var ég ekki að segja að mín skilgreining væri rétt, bara mín skoðun.

En af forvitni minni langar mig að spurja hvernig þú skiptir háskólanámi upp ef öll BA vega ekki jafnt og svo framvegis?
Er ég í erfiðu verkfræðinámi þá í námi sem vegur meira en nemandi í leikskólakennaranámi? Skiptist það þannig hjá þér?

Chaos | 17. okt. '13, kl: 11:03:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Mér finnst gerðar mismiklar kröfur á nemendur eftir deildum og fögum. Ætli samt ekki út í þær umræður á opinberum vettvangi. ;)

Walter | 17. okt. '13, kl: 12:49:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er mín reynsla. Ég verið í tveimur fögum sem eru samt innan sömu deildarinnar og það er alveg himin og haf þarna á milli. Í öðru faginu breytti það engu stórkostlegu þó svo að heimildaskráin væri ekki alveg fullkomin en í hinu er það bara 0,5 niður fyrir hverja villu. Fyrir utan að verkefni eru þyngri (yfirleitt) og meiri kröfur gerðar almennt.
Samt upplifi ég það í kringum mig að það nám sem gerðar voru minni kröfur sé flottara, eða þannig.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

snsl | 17. okt. '13, kl: 14:31:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úúú hvaða nám?

miramis | 17. okt. '13, kl: 14:35:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar mjög áhugavert að vera með tvö BA próf og bera saman viðhorf fólks til gráðunnar sem maður er með. Ég fæ miklu meira respect út á seinni gráðuna mína. Miklu, miklu meira.

Walter | 17. okt. '13, kl: 14:44:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er mjög áhugavert, alveg rannsóknarefni. Fyrri gráðan, sem ég mun væntanlega ekki nýta mér í starfi í framtíðinni (ekki beint allavega) myndi örugglega gefa mér meira respect en sú sem ég er að klára núna. Fólk hefur alveg áhuga ef ég tala um fyrra námið en ekki svo mikið með það seinna.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

miramis | 17. okt. '13, kl: 14:48:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vinkona mín er að klára lögfræði í BNA á "gamals aldri" (hún er að verða fertug). Hún var með BA gráðu fyrir sem hún var ekki að nýta í þeim bransa sem hún hefur starfað í að mestu leyti. Hún segir að viðhorf fólks gagnvart sér hafi gjörbreyst eftir að hún fór í lögfræði. 

Walter | 17. okt. '13, kl: 14:51:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því skal ég vel trúa. Þetta er eitthvað sem mér finnst mjög spennandi að pæla í.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

abbalabbalú | 18. okt. '13, kl: 12:14:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha, fólk virðist einmitt rosa mikið halda að mitt nám snúist um að beygja orð og læra stafsetningu. Hefur ekki hugmynd um hvað þetta snýst í raun og veru. :)

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

Walter | 18. okt. '13, kl: 15:14:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha :)

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

tennisolnbogi | 17. okt. '13, kl: 11:40:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Má kannski nefna það að í t.d. verkfræði námi þá fengiru B.Sc. gráðu en leikskólakennari fær B.Ed. gráðu... á meðan t.d. lögfræði og félagsvísindi gefa þér B.A. gráðu. Mér finnst bara ekkert hægt að líkja þessu saman, án þess að ég telji eitt yfir annað. Segi það sama og margir hér inni, skil ekki þessar ákúrur um menntasnobb. Enginn sem ég þekki dæmir fólk út frá því hvernig það hefur menntað sig, en val þeirra getur hins vegar verið hluti af persónugerð viðkomandi (eða öllu heldur afleiðing persónugerðar).


Manni getur alveg þótt mismunandi nám mismunandi merkilegt, Bachelor gráða getur alveg ekki verið það sama og önnu Bachelor gráða. En það kemur fólkinu ekkert við og menntasnobbi ekki heldur. Á sumum sviðum er hún hálf merkingarlaus án Master líka, en á öðrum ekki. Hvert svið er ólíkt. Þetta er eins og að halda því fram að leikskólakennarar sem útskrifast í dag með 5 ára nám, séu miklu merkilegri en þeir sem úrskrifuðust áður með 3 ára nám.

Askepot | 17. okt. '13, kl: 13:53:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú sem verkfræðinemi ert sannarlega ekki merkilegri heldur en leikskólakennaraneminn og heldur ekki hárgreiðsluneminn eða rafvirkjaneminn. Hæfileikar fólks liggja á mismunandi sviðum, þú ert kannski úber klár í stærðfræði en sökkar í að vinna með höndunum. 


Hins vegar eru ekki gerðar sömu kröfur í öllu Ba námi, ekki einu sinni þeim sem liggja á sama sviði og þess vegna finnst mér háskólagráða ekki bara vera háskólagráða. 


Hvernig ég persónulega flokka háskólanám ætla ég ekki út í hér.  
 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Ibba Sig | 17. okt. '13, kl: 17:52:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Menntun er allskonar, bæði miserfið og svo auðvitað liggur hún misjafnlega vel fyrir fólki (eftir því hvar hæfileikar þess liggja). En hún er alltaf af hinu góða. Mér finnst hún mikið töluð niður hér á landi, "hrunið gerðist þrátt fyrir allt þetta menntaða fólk í bönkunum og stjórnmálum". En hvað með þá sem stjórnuðu t.d. bönkunum í raun, eru þeir eitthvað vel menntaðir? Jón Ásgeir?  


Ég tek menntað fólk fram yfir ómenntað í nær öllum tilvikum. Ég myndi t.d. aldrei fara í klippingu til einhvers sem væri ekki búin að fara í gegnum nám og gæti þar af leiðandi ekki sýnt fram á neina kunnáttu í faginu. En hér er ég bara að tala um prófessional samskipti. Á persónulegu nótunum skiptir menntun ekki öllu máli. Ég á tvær bestu vinkonur, önnur er með "fimm" háskólagráður, hin er ekki einu sinni viss um hvort hún hafi klárað grunnskólann. En þær eru báðar yndislegar.

Askepot | 17. okt. '13, kl: 18:10:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sammála þessu. 
Og til viðbótar finnst mér vera munur á einstaklingum sem hafa aldrei náð sér í neina gráðu en eru samt víðlesnir og fróðir, það út af fyrir sig er ákveðin menntun, og á einstaklingum sem fylgjast varla með því sem er að gerast í heiminum né lesa nokkuð sér til gagns. 
Eins finnst mér ekki mikið til fólks koma sem er úber menntað á einu þröngu sviði en er alls óhæft og jafnvel fáfrótt á öllum öðrum sviðum lífsins. 
Þá vil ég nú frekar umgangast þann óskólagengna. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Grjona | 17. okt. '13, kl: 19:18:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó svo sammála.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

abbalabbalú | 18. okt. '13, kl: 12:15:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vona samt að þú sért ekki ein af þeim sem lítur á hugvísindi sem skítlétt dútlfræði...

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

Askepot | 19. okt. '13, kl: 11:55:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alls ekki! 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

sem er | 17. okt. '13, kl: 17:38:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég geri greinarmun á háskólagráðum vegna þess að þær eru mjög miserfiðar, og mjög mikill munur á því hversu mikið fólk þarf að leggja á sig til að útskrifast.. Og já, mér finnst verkfræði vega þyngra en leikskólakennaranám.

Ég hef reynslu af nokkrum greinum. Þjóðfræði er t.d. mjög, mjög létt.. hlægilega létt eiginlega og mjög lítið vinnuálag. Ég var eina önn í 40 einingum meðfram fullri vinnu.. Ég hef líka verið í viðskiptafræði og hún var talsvert erfiðari. Er núna í tölvunarfræði og ég myndi áætla að miðað við vinnuálag og erfiðleikastig efnis væri hún amk 4 sinnum erfiðari en þjóðfræðin..

miramis | 17. okt. '13, kl: 17:45:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En svo er þetta dálítið flóknara finnst mér. T.d. hef ég lært lögfræði bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Námið var mikið þyngra á Íslandi en ég lærði mikið meira í Svíþjóð. 

sem er | 17. okt. '13, kl: 17:47:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm.. Þjóðfræðin er afskaplega mannbætandi og skemmtilegt fag og ég sé ekki eftir að hafa lært hana.. En staðreyndin er að allir sem vilja, jafnvel lélegustu námsmenn, geta klárað hana tiltölulega auðveldlega og án þess að leggja neitt sérstaklega mikið á sig.. Svo er hún ekkert rosalega gagnleg á vinnumarkaði þannig að háskólapróf í henni er slæmt karríermúv..

miramis | 17. okt. '13, kl: 17:51:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með eina svoleiðis háskólagráðu líka. Mér finnst hún að sumu leyti hafa verið alger tímasóun. 

sem er | 17. okt. '13, kl: 17:55:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þjáðist mjög af eftirsjá síðasta árið í þjóðfræðinni og gat varla komið neinu í verk vegna þess að mér fannst það svo tilgangslaust. Meðal annars þessvegna er Ba ritgerðin mín ennþá hálfkláruð.. Svo varð ég svo spennt fyrir nýja náminu þegar ég var búin að skrá mig í það að ég bara nennti ekki gamla náminu lengur:Þ

Walter | 18. okt. '13, kl: 18:43:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða háskólagráða er það?

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

miramis | 18. okt. '13, kl: 19:25:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

BA í tungumáli :)

Walter | 19. okt. '13, kl: 01:04:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú eitthvað sem er varla hægt að sjá eftir.


Annars er ég sjálf búin að vera lengi að finna mig og langar að læra endalaust svo ég ákvað það að sjá aldrei eftir neinu og alls ekki því að hafa eytt 2 1/2 ári í BA-gráðu sem ég kem ekki endilega til með að nýta mér beint. Hún mun nýtast mér, bara á annan hátt.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

miramis | 19. okt. '13, kl: 13:10:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég get ekki beint sagt að sjái eftir tímanum sem ég lagði í hana, hver veit hvar ég væri stödd í dag ef ég hefði ekki farið þessa leið í lífinu. 

En þessi gráða hefur ekki gagnast mér neitt og það get ég sagt alveg hreinskilnislega. Ég var dauðfegin þegar ég kláraði nám nr. 2 - það er svo mikið praktískara en hitt.  Að vera með BA í erlendu máli gagnast efalaust sumum (mörgum? einhverjum?) en í mínu tilfelli þá hef ég aldrei séð neinn flöt á gagnsemi hennar fyrir utan svona almennt "að vera með BA próf". 

Askepot | 17. okt. '13, kl: 18:04:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það skiptir miklu máli í þessu sambandi hvar áhugasvið fólks og hæfileikar liggja. Ég er gift verkfræðingi sem fannst háskólanámið sitt alls ekkert erfitt eða sérstaklega krefjandi, hann glansaði í gegn um skólann. 
Enda eru raungreinar hans ær og kýr. 

Hann sökkar hins vegar þegar kemur að ýmsum öðrum fögum og ég er ekki viss um að hann hefði fengið jafn góðar einkunnir í þeim fögum sem eru kennd í leikskólakennarafræðum. 
Hann hefði a.m.k. þurft að leggja mikið á sig til þess. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

arnahe | 17. okt. '13, kl: 21:36:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er búin með eitt ár í kennaranum, þar sem var jújú slatta lesefni en engan vegin það mikið að einungis væru 1-3 klst á dag,5 daga vikunnar í fyrirlestrum ættu að flokkast undir fullt háskólanám :/ - ég hef aldrei spilað jafn mikið af tölvuleikjum, horft á jafn mikið af þáttum eða drukkið jafn mikið eins og það árið. meðaleinkunin var svo 8.9 ....

Núna er ég á þriðja ári í efnafræði og þetta hefur farið stigvaxandi álagið þar sem það er núna komið út í að vera alveg 8-4 3 daga í viku og 8-7 hina daga Í SKÓLANUM ... þ.e.a.s. í tímum ... þá er allt lesefni og verkefna vinna eftir .... og ég er að nær sleppa heilum 7 eininga áfanga í lærdómi útaf hinum 21 einingunum.
Ég læri alla sunnudaga (Hef leyft mér laugardaga í frí hingað til til að ná andanum) .. og ég er að fá 6-7 í einkunnir og meðaleinkunin í 7.27.

Þegar ég heyri svo í félagsfræðideildum sem eru með frídaga og eða bara 1-3 tíma á dag í kennslu kvarta yfir vinnuálagi ... og hversu erfitt sé að vinna aukavinnuna sína ... þá verð ég pínu orðlaus. Það er sambland af menntasnobbi og öfund. Vildi að ég hefði haldið áfram í námi sem mér fannst hálfleiðinlegt og frekar tilgangslaust (tímalega séð) og haft kósí árin áfram en ég valdi að fylgja hjartanu.

Ég er samt ekki!! að segja að þetta fólk sé síðra en aðrir, alls ekki!! - en ég vil heldur ekki heyra einhvern rakka niður nám mitt, eða annað raunvísindatengt nám með því að segja að það sé jafnfætis grunnskólanámi ...

negulnagli | 17. okt. '13, kl: 23:20:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Skil ekki svona meting

abbalabbalú | 18. okt. '13, kl: 12:18:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segi það með þér...

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

Hygieia | 18. okt. '13, kl: 17:31:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er í námi í félagsvíndum þar sem kennsla er yfirleitt ca 3 klst á dag. Það er sénslaust fyrir mig að stunda vinnu meðfram námi, en reyndar á ég 4 börn. Ég læri og hlusta á fyrirlestra frá 9 til 16/17 alla virka daga, 1-3klst að auki flest kvöld vikunnar og iðulega um helgar líka.

Chaos | 17. okt. '13, kl: 11:02:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Er sammála þér, nema mér finnst sumt nám merkilegra en annað. Það þýðir samt ekki að fólkið sem leggur stund á það sé e-ð merkilegra. 

QI | 22. okt. '13, kl: 18:59:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott dæmi um að fólk sé sammála einhverju án þess að hafa hugmynd um hvað það er að tala um.

.........................................................

negulnagli | 17. okt. '13, kl: 11:14:06 | Svara | Er.is | 12

Ég held það geti alveg kallast menntasnobb þegar  foreldrar fara á límingunum vegna þess að "krakkinn" ákveður að hætta í HÍ og fara í draumanámið í Tækniskólanum.

minnipokinn | 17. okt. '13, kl: 12:00:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sorglegt.. meina það geta ekki allir orðið læknar og lögfræðingar... bara klapp á þá sem vilja verða smiðir eða rafvirkjar meina við þurfum á þeim að halda líka. 

☆★

burnbabyburn | 17. okt. '13, kl: 13:58:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála, þekki þannig dæmi.. þar sem foreldrarnir reyndar skiptu svo um skoðun

abbalabbalú | 18. okt. '13, kl: 12:23:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já þar er ég sammála. Mér finnst ekkert nám betra eða merkilegra en annað, hvorki innan háskóla eða milli háskóla og iðn/tækniskóla.
Skil ekki þessa stanslausu þörf fólks að tala niður hug-, mennta- og félagsvísindi og svo iðngreinar. Annars vegar er það hagnýtnihugmyndin og þar tróna náttúruvísindi á toppnum og hinsvegar er þetta háskólahugmyndin sem skilur iðnina eftir fyrir utan.


Enda vilja sumir setja iðnnám upp á háskólastig til að gera það "merkilegra" *dæs*.

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

Musica | 17. okt. '13, kl: 11:17:37 | Svara | Er.is | 10

Mér persónulega finnst menntasnobb vera eftirfarandi:

Gunna, sem er nýkomin með stúdentspróf, byrjar með Jóa, sem er að læra píparann. Foreldrar Gunnu eru læknar/lögfræðingar/prestar/eitthvað-svoleiðis.

Þegar Gunna tekur Jóa með heim í fyrsta sinn verða foreldrar hennar ókátir og gera lítið úr honum, því hann er ''bara'' í iðnnámi. Gunna segir svo að hún ætli ekki í háskóla, heldur ætli að taka að sér starf verslunarstjóra í Rúmfatalagernum og reyna svo að vinna sig upp. Þá verða foreldrarnir alveg óðir


Foreldrar Daníels í Næturvaktinni eru skólabókardæmi um menntasnobbara

sögustelpa | 17. okt. '13, kl: 11:52:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég er þá sek um menntasnobb. Ég vil að börnin mín fari lengra en í menntaskóla, ég vil að þau hafi trygga afkomu og eins barnabörnin mín. Ég yrði fyrir vonbrigðum ef börnin mín færu ekki lengra en í menntaskóla en eingöngu vegna þess að háskólanám opnar þeim miklu fleiri möguleika og meiri von um fjárhagslegt öryggi. Ef eitthvert þeirra vildi ekki fara þá leið þá yrði ég ánægð ef það barn ákvæði að fara í iðnnám.
Ég lít þá sem ekki eru með háskólagráðu í farteskinu ekki öðrum augum en þá sem hafa hana. Mér finnst hagfræðingur ekki merkilegri en strætóbílstjóri eða lögmaður merkilegri en sá sem afgreiðir mig í bónus. Aftur á móti veit ég hvort ég myndi velja fyrir barnið mitt ef ég gæti.

Musica | 17. okt. '13, kl: 11:53:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Sum störf sem ekki krefjast háskólprófs eru mun betur borguð heldur en háskólastörf. Hvort heldurðu tildæmis að húsasmíðameistari sem hefur nóg að gera hafi meiri tekjur, eða leikskólakennari?

sögustelpa | 17. okt. '13, kl: 11:54:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er ekki að tala um að verða ríkur, heldur starfsöryggi, örugga afkomu og möguleika. Það er mjög ólíkt.

Musica | 17. okt. '13, kl: 13:14:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Kokkar eru með talsvert gott starfsöryggi, allir þurfa að borða. Viðskiptafræðingar eru ekkert hundrað prósent vissir um starf. En ef þú vilt þvinga börnin þín í nám sem þau langar kannski ekki einu sinni í, þá bara verð ég að segja að ég fegin að þú átt mig ekki. Ekki það að börnin þín þurfi neitt að hlýða, þau geta gert allt sem þau vilja frá og með 18 ára afmælisdeginum

sögustelpa | 17. okt. '13, kl: 14:12:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Hahaha, þetta er bara fyndið :) ég tala ekki um að neyða börnin mín til neins. Ég tala um að ég vilji að þau fari lengra en í menntaskóla og ef þau vilji ekki fara í háskóla þá yrði ég ánægð ef þau ákvæðu að fara í iðnnám. Aftur á móti yrði ég ekki ánægð ef þau lærðu ekkert og yrði fyrir vonbrigðum, ekki með það sem þau velja heldur vegna þess að þá tel ég þau hafa minna val, minna fjárhagslegt öryggi og færri möguleika í lífinu.
Þú þarft að læra eitthvað til að verða kokkur, enginn er með 100% starfsöryggi en að neita því að maður hafi meira starfsöryggi og fleiri möguleika ef maður hefur einhverja framhaldsmenntun er barnalegt.
Það er svo sorglegt þegar fólk ræðst á annað fólk sem deilir ekki þeirra skoðun, t.d. með því að segja að maður sé lélegt foreldri. Þú veist bara nákvæmlega ekkert um það og ekkert af því sem ég skrifa bendir til þess. Þú ákvaðst að það væri þannig svo þú gætir komið með gott tilsvar, sem þetta var ekki. En góð tilraun samt.

Ernana | 17. okt. '13, kl: 14:49:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Gott svar hjá þér við bullinu í sleggjudómaranum Musicu :)

----------------------------------------------------------------

Alpha❤ | 17. okt. '13, kl: 17:18:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

mér finnst þetta ekki gott svar. Oft láta foreldrar skoðanir sínar í ljós við börnin og það er algjör viðbjóður. Segi ég sem hef lent í því sjálf.


Þetta svar hennar til unglings gæti alveg fengið unglinginn til að líða hræðilega illa. Been there done that. 

Ernana | 17. okt. '13, kl: 17:35:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða svar hennar til unglings?

----------------------------------------------------------------

Alpha❤ | 17. okt. '13, kl: 17:47:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hérna fyrir ofan. Ef hún segði þetta við ungling

Ernana | 17. okt. '13, kl: 17:59:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Foreldrar mannsins míns hvöttu hann aldrei til að fara í nám. Þegar hann sagðist vilja fara í háskólanám sem er talið frekar erfitt þá fussuðu þau og hvöttu hann til að læra frekar bifvélavirkjun eins og pabbi hans gerði.


Hann fór aldrei í námið sem hann langaði í.


Mér finnst þetta verra heldur en að hvetja börnin sín til að fara í nám eftir framhaldsskóla. Það er enginn að segja að maður þurfi að segja við þau að þau valdi manni vonbrigðum ef þau hætta í skóla, þó þau séu að valda manni vonbrigðum... og þó að það valdi manni vonbrigðum að börnin manns hætti í skóla þá er maður ekki slæmt foreldri eins og Musica gaf í skyn.. en það voru akkúrat þessir sleggjudómar hennar sem ég var að hrósa sögustelpu fyrir að svara.


En svo mátt þú að sjálfsögðu hafa þá skoðun að maður eigi ekki að skipta sér að ákvörðunum barna sinna eftir að almennri skólaskyldu líkur. Ég er kannski ekki sammála þér en mér dettur ekki í hug að rífast við þig um þetta eða gefa í skyn að þú sért verra foreldri en ég fyrir vikið.

----------------------------------------------------------------

Alpha❤ | 17. okt. '13, kl: 18:00:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

bæði er jafnslæmt finnst mér. Frekar bara að styðja krakkan það sem hann vill gera. 

Ernana | 17. okt. '13, kl: 18:17:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

En ef unglingurinn þinn vill ekki fara í nám eftir grunnskóla og fær vinnu við að afgreiða í matvöruverlsun eða sjoppu, styður þú hann þá í því?


Ég persónulega myndi aldrei segja við barnið "þú veldur mér vonbrigðum" en ég myndi með öllum ráðum hvetja barnið áfram í nám og finna út hvaða nám hentaði því.
Svo myndi ég vissar aðferðir til að hvetja barnið í nám, t.d. leyfa barninu að búa heima án þess að borga heim á meðan það væri í námi, en um leið og það hættir í námi þá þyrfti það að borga heim og það góða upphæð svo það myndi finna fyrir því að það er ákjósanlegt að fá góð laun í lífinu. 
Ég myndi samt leggja þessa peninga fyrir án þess að barnið myndi vita af því þannig að hann gæti notað hann seinna í lífinu, t.d. þegar ég væri búin að sannfæra hann að fara í nám :)

----------------------------------------------------------------

Ernana | 17. okt. '13, kl: 18:28:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

og til að bæta við þetta þá kom sú óskynsamlega hugmynd upp hjá mér þegar ég var hálfnuð með framhaldsskóla að taka mér pásu og vinna, afþví að mamma og pabbi voru ekki mjög efnuð og ef ég vildi kaupa mér föt eða djamma þá þurfti ég að borga það sjálf. Ný föt og djamm var með því mikilvægara í lífi mínu á þessum tíma. 
Foreldrar mínir tóku þetta ekki í mál, ég skyldi nú bara gjöra svo vel að klára framhaldsskólann. Mamma gekk meira að segja svo langt í stjórnseminni að þegar ég vildi djamma á fimmtudögum þá sagði hún að ef þetta yrði til þess að ég mætti ekki í skólann á föstudeginum þá myndi hún banna mér að fara út, þetta var þegar ég var 18 ára.
Ég fór eftir þessu og kláraði framhaldsskólann og ég gæti ekki verið þakklátari móður minni fyrir þessa stjórnsemi, afþví að það var akkúrat það sem unglingurinn ég þurfti.

----------------------------------------------------------------

Walter | 18. okt. '13, kl: 18:52:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha, mamma þín er frábær. Vona að ég hafi sama kjark og þor og mamma þín ef til þess kemur, í framtíðinni.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Ernana | 19. okt. '13, kl: 00:04:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Plís hafðu þetta þor, krakkinn verður endalaust þakklátur seinna meir ;)

----------------------------------------------------------------

Walter | 19. okt. '13, kl: 01:32:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vonandi þarf ég þess ekki en ef til þess kemur þá ætla ég að vera búin að byggja upp heilan helling af "þori" :)

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Askepot | 17. okt. '13, kl: 18:20:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er alls ekki sammála þér. Það þarf að hvetja börn áfram, kenna þeim að setja ser´markmið og ná þeim og kenna þeim að nýta hæfileika sýna til fulls. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Alpha❤ | 17. okt. '13, kl: 18:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú hlýtur þá að misskilja mig því þetta er eitthvað sem ég sagði aldrei. Ég er all in að hvetja og kenna þeim að setja markmið. En hitt sem sögustelpa segir er ég einfaldlega ekki sammála.

sögustelpa | 17. okt. '13, kl: 20:19:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú ert varla ósammála því sem ég segi þar sem ég tala aldrei um hvernig ég ætla að fara að þessu, svo annað hvort ert þú búin að ákveða hvernig ég ætla að gera það eða telur þig vita meira en ég læt uppi. 
Ég er að tala um það sem ég vil fyrir börnin mín. Ég ætla ekki að setjast niður með þeim þegar þau eru unglingar og segja: "ef þú gerir ekki eins og ég held að sé best þá verðurðu fátækur hálfviti". Það eru margar leiðir til að fá börn, unglinga og ungt fólk til að sjá og skilja hvað gefur fleiri valkosti í lífinu síðar meir og hjálpa þeim að finna sína leið. 

Þönderkats | 18. okt. '13, kl: 02:20:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svipað hér. Ég er í háskólanámi og finnst eins og foreldrum mínum finnist það hálf tilgangslaust. Mamma reyndar vill að ég mennti mig, en BA er bara alveg nóg finnst henni. Pabba finnst þetta allt tilgangslaust. Hann hefði viljað að ég hefði farið í gullsmíði (sem mig langaði smá í), eða e-ð iðnám. Hann er samt ágætlega sáttur því mitt nám gefur mér tækifæri að vinna hvar sem er, hann hefur áhyggjur af því að ég ,,festist" í reykjavík sem væri auðvitað alveg hræðilegt að hans mati hehe.

Þau segja þetta samt aldrei, bara svona samræður hér og þar gefa þetta til kynna.

Hygieia | 21. okt. '13, kl: 23:14:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt, eins og þú nefnir, mikill munur á hvatningu og þvingunum. Finnst það vera mjög augljóst. Ég barn sem finnst hroðalega hrikalegt að læra heima. Ég hvet það áfram en þvinga það ekki með niðurlægingum o.þ.h.

Musica | 17. okt. '13, kl: 18:22:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju svararðu þá: Þá er ég sek um menntasnobb

Í innlegginu mínu tala ég um fólk sem er á móti því að börn eða verðandi tengdabörn séu í iðnnámi, eða fari að vinna eftir að stúdentsprófi ljúki

sögustelpa | 17. okt. '13, kl: 20:20:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vegna þess að ég er á móti því að börnin mín fari að vinna eftir að stúdentsprófi lýkur

abbalabbalú | 18. okt. '13, kl: 12:24:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kokkur hefur nám að baki sér...

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

Musica | 18. okt. '13, kl: 12:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já iðnnám. Foreldrarnir, sem sögustelpa segist eiga sameiginlegt með, eru á móti því að unnusti dótturinnar því hann er í iðnnámi

abbalabbalú | 18. okt. '13, kl: 12:57:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún var að tala út frá "Gunnu" - dótturinni. Enda segir hún stuttu seinna: " Ef eitthvert þeirra vildi ekki fara þá leið þá yrði ég ánægð ef það barn ákvæði að fara í iðnnám."

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

Musica | 18. okt. '13, kl: 12:57:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég svaraði bara út frá því að hún sagði: ef þetta (viðbrögð foreldra Gunnu) er menntasnobb, þá er ég sek um menntastobb

Ernana | 18. okt. '13, kl: 13:02:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tók því sem hún væri að svara útfrá þessum part sögunnar: 


" Gunna segir svo að hún ætli ekki í háskóla, heldur ætli að taka að sér starf verslunarstjóra í Rúmfatalagernum og reyna svo að vinna sig upp. Þá verða foreldrarnir alveg óðir".----------------------------------------------------------------

Musica | 18. okt. '13, kl: 13:05:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég sé það reyndar eftir á. Fannst bara frekar óheppilega orðað að segjast vera hálf-sammála dæminu um foreldra Gunnu, því það er vissulega til fólk sem lítur niður á iðnaðarmenn og fólk sem fer að vinna á einhverjum vinnustað þar sem það getur svo unnið sig upp í ágæta stöðu og ágætis kaup

Ernana | 18. okt. '13, kl: 13:08:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér fannst bara óheppilega orðað og dónalegt af þér að gefa í skyn að hún væri slæmt foreldri útfrá þessum svörum hennar. En þú munt að sjálfsögðu ekki viðurkenna það nokkurntíman.


Þetta var mjög skýrt hjá henni. Hún segir að hún yrði ánægð ef barnið veldi iðnnám.

----------------------------------------------------------------

Musica | 18. okt. '13, kl: 13:10:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það bara vera slæmt foreldri að gefa í skyn vonbrigði ef afkvæmi lýkur ekki ákveðnu námi sem foreldrunum lýst vel á. Bara sorrý, hvað ef 20 ára konu langar virkilega til að vinna í verslun eftir stúdentinn? Hún er kannski áhugasöm um tísku og hönnun og er virkilega góð í mannlegum samskiptum.

abbalabbalú | 18. okt. '13, kl: 13:04:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, en hún var samt að mínu mati greinilega að tala út frá stúlkunni sem ætlar að verða verslunarstjóri. Hún amk skýrði það í sama innleggi að hún yrði ánægð með iðnnám ef þau kysu ekki háskólanám.

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

Musica | 18. okt. '13, kl: 13:07:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég sé það reyndar alveg. Ég skil samt ekki hvers vegna maður er sammála því að verða ''alveg óður'' ef að 20 ára dóttirinn ætlar að fá sér vinnu eftir stúdentinn. Það gera það margir, sumir vinna sig upp í góða stöðu, aðrir safna sér fyrir löngu háskólanámi

Ernana | 18. okt. '13, kl: 13:10:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Flott. Hengdu þig núna í "alveg óður" partinn til að berjast áfram fyrir þínum málstað. Vandræðalegt.

----------------------------------------------------------------

Musica | 18. okt. '13, kl: 13:13:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft að róa þig aðeins niður..... barráttuhugurinn er alveg vandræðalegur.

Alveg óður voru mín eigin orð, fattaðirðu það kannski ekki?

Ernana | 18. okt. '13, kl: 13:23:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

En nú varst þú að segja að hún væri sammála því að verða "alveg óður"..


og ég er pollróleg og í engum baráttuhug, finnst þú bara pínu kjánaleg og er að benda þér á það :) 

----------------------------------------------------------------

Musica | 18. okt. '13, kl: 13:25:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eftir að hafa lesið innleggið mitt, þá segis hún vera sek um menntasnobb. Á ég bara að velja út þau orð sem ég skrifaði og hún getur ekki hafa verið alveg sammála?

Helgen berger | 17. okt. '13, kl: 12:01:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://samidn.is/kjaramal/kjarasamningar/launataxtar-samtok-atvinnulifsins

kannksi ekkert til að hrópa húrra fyrir, launatöflur leikskólakennara eru svo þarna og sýna svipuð laun jafnvel hærri:

http://www.ki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=15404

-----------------------------------------------------------------------------------------------
----------------------------------------------------------------------------------------

-----------------------------------------------------------------------------------------------
---------------------------------------------------------------------------------------

Musica | 17. okt. '13, kl: 13:15:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er auðveldara fyrir menntaða smiði að vinna sig upp og stofna eigin rekstur. Leikskólakennarar hanga svo lengi á lágu kaupi, langt fram eftir aldri

Helgen berger | 17. okt. '13, kl: 13:20:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það eru nú annsi  mörg launaþrepin hjá leikskólakennurum sýnist mér, ekki nærri öll sérstaklega lág,

að verða svo þessi eini smiður  sem stofnar fyrirtæki og gengur rosalega vel er ekki eitthvað sem ég myndi treysta á.

sýnist einmitt að það sé alls ekki auðvelt að stofna sisvona eigin rekstur í þessum bransa, hvað þá að hann gangi vel

-----------------------------------------------------------------------------------------------
----------------------------------------------------------------------------------------

-----------------------------------------------------------------------------------------------
---------------------------------------------------------------------------------------

Musica | 17. okt. '13, kl: 13:21:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég þekki bara eiginlega alveg jafn marga iðnaðarmenn og leikskólakennara og allir iðnaðarmennirnir hafa það gott og þéna vel og leikskólakennararnir gera það almennt ekki

Grjona | 17. okt. '13, kl: 11:57:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 24

Ég vil að börnin mín geti valið hvort þau afgreiði á kassa í Bónus, skeri upp fólk á sjúkrahúsinu, geri við tölvur, stýri banka eða hvað sem það nú er sem þau kjósa að gera. Ég vil ekki að þau neyðist til að gera eitthvað sem þau langar ekki til að gera.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Musica | 17. okt. '13, kl: 13:13:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Plúúús!!

Felis | 17. okt. '13, kl: 14:26:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála
en ég viðurkenni líka alveg að ég vil ekki að barnið mitt vilji velja afgreiðslu í bónus... 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 17. okt. '13, kl: 14:26:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þaes sem framtíðarstarf, allt í fína með skóla eða eitthvað svoleiðis

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

mjamja4 | 17. okt. '13, kl: 15:58:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvað með ef hann/hún væri í menntaskóla en mundi svo hætta til að fara að vinna í Bónus?

Afþví ég veit ángríns um fólk sem hætti í menntó og fóru að vinna í Bónus 100% starf...

Felis | 17. okt. '13, kl: 16:19:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég yrði ekki sátt. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Grjona | 18. okt. '13, kl: 06:59:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3


Það er ekki það sama að hætta í skóla  og  fara að vinna í Bónus og hætta í skóla  til að  fara að vinna í Bónus.  Ég myndi, án gríns, velta fyrir mér hvað væri að manneskju sem veldi að hætta í skóla til að fara að vinna á kassa í Bónus. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

negulnagli | 18. okt. '13, kl: 07:16:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Manneskja sem velur að hætta í skóla til að vinna í Bónus gæti mögulega ekki átt pening til að halda áfram í menntaskóla. Hún þarf að safna sér pening. Fólk er í svo misjafnri stöðu.

Felis | 18. okt. '13, kl: 08:00:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

þú nærð ekki pointinu
Manneskja sem hættir í skóla og fer að vinna í bónus til að safna sér pening er ekki að hætta í skóla TIL Að fara að vinna í bónus. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

negulnagli | 18. okt. '13, kl: 08:04:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

haha, náði því, bara of seint.
Ég er líklega í smá vörn ( voða viðkvæm) þegar kemur að skömmum til þeirra sem hætta í menntaskóla til að vinna.

Felis | 18. okt. '13, kl: 08:06:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjálfri finnst mér ekkert að því, þó að ég myndi sjálf gera ansi margt til að halda mínum syni í skóla þar til að hann klárar amk framhaldsskóla eða iðnnám (og ef það væri annað af þessu þá myndi ég klárlega velja iðnnámið frekar því að stúdentspróf er bara prump er maður gerir ekkert meira við það - tilgangslaust að vera bara með stúdentspróf).


Mér finnst líka ekkert að því að vinna í bónus (eða álíka vinnum) en tel samt að allir ættu að hafa meiri metnað fyrir sjálfan sig en að sjá það sem "endastöð". Og ef það þýðir að ég er snobbuð þá skammast ég mín ekkert fyrir það. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

negulnagli | 18. okt. '13, kl: 08:09:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ne þar er nú varla menntasnobb.

xarax | 18. okt. '13, kl: 22:12:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju telurðu fólk ekki hafa mikinn metnað fyrir sjálfu sér ef það vinnur fulla vinnu í Bónus og hefur ekki hugsað sér til hreyfings?

Ef fólk stendur sig getur það unnið sig upp.

 

Ég hef líkamann í að vinna svona vinnu núna og er með mjög góð laun, hvers vegna ætti ég þá að draga fram lífið á 170 þús á mánuði sem ég þar að auki þarf að skila til bara eftir nám. Kæmi ekki til með að ná núverandi launum með mastersgráðu, kennsluréttindi og 10 ára starfsreynslu í því námi sem ég var í svo væntanlega gengi verulega seint að borga lánin tilbaka. Þrátt fyrir mjög góðan námsárangur og skemmtilegt nám tók ég meðvitaða ákvörðun um að hætta og fara í gömlu vinnuna aftur (sem mér finnst reyndar ljómandi skemmtileg líka).

 

Svo, ég tel mig hafa meiri metnað fyrir fjölskyldu mína með því að vinna og sleppa því að steypa sjálfri mér í skuldir sem ég myndi borga til dauðadags þegar ég get átt í mig og á og vel rúmlega það með vinnunni sem ég er í.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

miramis | 19. okt. '13, kl: 13:13:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver er þín skilgreining á metnaði hvað varðar menntun og starfsval?

xarax | 19. okt. '13, kl: 19:24:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ad gera tad sem manni sjálfum lidur vel med og hefur ánægju af, burtséd frá áliti annarra.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Grjona | 18. okt. '13, kl: 08:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

negulnagli | 18. okt. '13, kl: 13:44:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heiþaddna! ég var bara aðeins of fljót að senda og aðeins of sein af fatta.

staðalfrávik | 18. okt. '13, kl: 21:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða hvað væri að HJÁ slíkri manneskju, ekki síst ef hún er barn eða mjög ungur einstaklingur.

.

Grjona | 18. okt. '13, kl: 22:06:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gæti svo sem verið ýmislegt. Námsörðugleikar, metnaðarleysi, skortur á sjálfstrausti og örugglega margt fleira.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

staðalfrávik | 18. okt. '13, kl: 22:17:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjálfsagt.  Eitthvað er það.

.

presto | 17. okt. '13, kl: 17:53:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg sammála. Ég vil ekki að mín börn velji sér fátækt og fábreytni. Ég er 100% sannfærð um að þau verði hamingjusamari í starfi þar sem þau nýta hæfileika sína betur en afgreiðslustarf í Bónus getur boðið upp á. Menntunin þyrfti ekki endilega að skila hálaunadjobbi, bara skemmtilegra og fjölbreyttara djobbi. Tel t.d. Læknisfræði eða lögfræði ekki endilega skemmtilegt starfsval.

Askepot | 17. okt. '13, kl: 18:15:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Usss, lögfræði er ossom starfsval ;) 
Hinu sem þú sagðir er ég alveg sammála, ég hvet mín börn til að mennta sig en þau ráða því algjörlega sjálf hvað þau vilja læra. Ég vil bara gjarnan að þau læri eitthvað. 
Eða réttara sagt þá krefst ég þess eiginlega, það hefur aldrei verið val á mínu heimili að halda ekki áfram í námi eftir barnaskóla. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Tipzy | 17. okt. '13, kl: 18:48:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég skammast mín ekkert fyrir að segja ég vilji ekki bónusstarf osfrv fyrir börnin mín, vil að þau mennti sig. En hvort það sé læknir eða pípulagningameistari skiptir mig engu. Og er nú þegar farin að eiga samræður við drenginn um kosti þess að mennta sig, myndi jafnvel borga börnunum mínum fyrir að mennta sig ef það eru peningarnir sem eru að heilla við að hætta í skóla og fara að vinna. Því lagmarkslaun eru hellings peningur í augum þess sem er ungur og ábyrgðarlaus. Man vel eftir þessari hugsun sjálf, svo komu börn, leiga, afborganir osfrv og lágmarkslaunin urðu pínötts.

...................................................................

presto | 17. okt. '13, kl: 18:55:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkúrat, èg yrði miður mín ef dótturinni þætti sniðugt að fara að búa og eignast börn á menntaskólaaldri og vinna í Bónus. Það er ekki framtíðin sem er efst á óskalistanum. Ég var alin upp í því að maður ætti að ljúka námi fyrst og svo hugaacð barneignum og að ótímabærar barneignir myndu setja stórt strik í reikninginn varðandi framtíðartækifærin. Pabbi sagði að maður ætti ekki að byrja á barneignum fyrr en í fyrsta lagi um þrítugt. Ég er hlynnt þessu. 

Tipzy | 17. okt. '13, kl: 19:00:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er nefnilega alin upp við ákkúrat öfugt. Það er að segja lítið um menntun í kringum mig, eitthvað um iðnskólagengið og sjómannaskólinn. Þannig að það er lítið um fyrirmyndir, og bara soldið norm að eignast börn og vinna verkamannavinnu. Og alla ævi hef ég horft á fólkið mitt streða og telja krónurnar. Vil það ekki fyrir börnin, og það er ein ástæða þess að ég ætla mennta mig að vera fyrirmynd fyrir börnin mín.

...................................................................

presto | 17. okt. '13, kl: 20:04:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jamm, mikið um unglingaþunganir þar sem ég ólst upp og ég sá alveg hverju það munar að byggja eitthvað upp áður en maður byrjar að hlaða niður börnum. Ólst samt ekki upp við neitt ríkidæmi samt. Æskuvinkonur mínar voru komnar með unglinga og jafnvel orðnar ömmur þegar ég byrjaði:) hef alveg horft upp á vandamál sem ég tengi við lágan aldur/þroska/menntun og lélegt stoðkerfi sem bitnaði illa á börnunum (unglingaheimili, geðdeild osfrv) 
Nú má ekki skilja mig þannig að ég telji að hærri aldur, meiri menntun og þroski sé nein gulltrygging, en er viss um að það séu miklu betri verkfæri. Ég er sannfærð um að ef okkur tækist að fá unga fólkið okkar til að mennta sig og efla amk. Til 25 ára aldurs (án ábyrgðar á öðrum, ss. Börnum) gengi mörgum miklu betur í lífinu.

GoGoYubari | 17. okt. '13, kl: 11:39:41 | Svara | Er.is | 2

Ég þekki alveg þónokkra sem fóru í ákveðna menntaskóla vegna þrýstings frá foreldrum. Skiptu svo eftir önn eða tvær og fóru í það sem þau langaði. 


Ég hef fundið ákveðið viðhorf hjá jafnöldrum mínum gagnvart fólki sem er ekki í skóla, að það sé "ekki að gera neitt". Sömuleiðis hef ég verið með fordóma gagnvart sjálfri mér að hafa farið aðra leið og eignast barn ung og er því ekki á sama stað og jafnaldrar mínir. 


Ég finn líka fyrir að núna þegar ég hugsa um krakkana á menntaskólaaldri í kringum mig að ég vil að þau séu í skóla, svo þau geri ekki sömu mistök og ég eða geri erfiðara fyrir sér með öðrum aðferðum. Kannski er ég búin að gleyma því strax hvernig er að vera ungur og vita ekkert hvað maður vill læra en mér finnst að skólinn eigi að vera í forgangi hjá þessum krökkum.


Ég held að mitt menntasnobb birtist aðallega í því hvernig ég veg sjálfa mig útfrá menntun annara. Ég lít mjög upp til fólks í háskólanámi og kannski svolítið niður á mig í leiðinni. Ég er að reyna að hætta því samt. Það þurfa ekki allir að fara sömu leið.

hostahrygla | 17. okt. '13, kl: 11:47:44 | Svara | Er.is | 0

Ég man þegar ég vann í verslun og umræðan snerist um skóla og hvað fólk ætlaði að læra í framtíðinni.  Þá sagði verslunarstjórinn " ég er með gagnfræðipróf og hef gengið í skóla lífsins, enginn háskóli jafnast á við hann!"

Musica | 17. okt. '13, kl: 11:54:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var hann Þingeyingur?

sögustelpa | 17. okt. '13, kl: 11:56:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þetta er öfugt menntasnobb. Sumir ómenntaðir telja sig betri en þá sem hafa menntað sig, þeir menntuðu séu þröngsýnni og hafi ekki lifað lífinu eins og þeir hafi gert vegna þess að menntun þeirra hafi sett þeim einhverjar skorður.

Grjona | 17. okt. '13, kl: 11:58:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Við göngum flest í skóla lífsins.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Ernana | 17. okt. '13, kl: 13:04:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Já og ég hætti í skóla lífsins um leið og ég skráði mig í háskóla og dó þar af leiðandi.

----------------------------------------------------------------

bogi | 17. okt. '13, kl: 13:04:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er stundum eins og sumir halda að þeir sem fara í háskólanám gangi inn í hvítan turn daginn sem þeir byrja þar sem allt er til alls, matur, húsaskjól og öll lífsins þjónusta og þurfi þal. ekkert að gera neitt annað en að læra á bókina.

 

Staðreyndin er önnur - við sem erum langskólagengin höfum líka þurft að ganga skóla lífsins. Auðvitað er það svo misjafnt hversu erfið sú ganga er fyrir fólk.

Askepot | 17. okt. '13, kl: 13:55:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Þetta er klassískt svar hjá einstaklingi sem hefur ekki menntað sig og er með minnimáttarkennd yfir því. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

presto | 17. okt. '13, kl: 17:55:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta þarf reyndar ekki að vera nein minnimáttarkennd. Manneskjan getur metið sína menntun og reynslu býsna hátt.

Askepot | 17. okt. '13, kl: 18:16:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst þetta hljóma mjög hrokafullt og get ekki séð að svona svar stafi af öðru en minnimáttarkennd. 
Það hafa allir gengið í skóla lífsins myndi ég halda. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

presto | 17. okt. '13, kl: 18:38:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hroki og minnimáttarkennd eru meiri andstæður en samheiti í mínum huga.

sem er | 17. okt. '13, kl: 18:54:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst fólk mjög oft reyna að breiða yfir minnimáttarkennd með hroka.. Finnst þetta tvennt yfirleitt fara saman ef eitthvað er..

presto | 17. okt. '13, kl: 18:56:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er menntasnobb þá merki um minnimáttarkennd í þínum augum?

Askepot | 17. okt. '13, kl: 19:00:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk þarf ekki að hafa minninmáttarkennd þó það sé hrokafullt. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

sem er | 17. okt. '13, kl: 19:45:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sagði ég aldrei..  Menntasnobb er heldur ekkert samheiti við hroka..

presto | 17. okt. '13, kl: 19:47:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þess vegna spurði ég:) Menntahroki gæti þannig verið tilraun til að breiða yfir minnimáttarkennd, skv. Þinni skilgreiningu. Er það ekki rètt skilið.

Askepot | 17. okt. '13, kl: 19:00:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alls ekki, það fer einmitt oft ágætlega saman. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Grjona | 17. okt. '13, kl: 19:25:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvaða menntun?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Ígibú | 17. okt. '13, kl: 11:57:04 | Svara | Er.is | 4

Mér finnst menntasnobb vera að líta niður á þá sem hafa aðra eða minni menntun. T.d. að læknar líti niður á hjúkkur og hjúkkurnar líti niður á sjúkraliðana og sjúkraliðarnir líti niður á ófaglærða osfrv.

Ég sé þetta líka á hinn veginn að þeir sem hafa algjörlega enga menntun og líti niður á þá sem hafa menntað sig. Sé það eiginlega oftar hérna inni en hitt meira á vinnustöðum

traff | 17. okt. '13, kl: 13:48:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að fólk sé bara allajafna ekki að hafa mjög hátt um þessa hluti, ég og maðurinn minn erum bæði með iðnmenntun og hákskóla gengni vinur okkar telur okki alveg jafn gáfuð og hann er sjálfur, það skín bara í gegn þó hann myndi aldei viðurkenna það. 

Venja | 17. okt. '13, kl: 14:21:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverju mundi hann ekki viðurkenna að hann telji ykkur jafngáfuð?

traff | 18. okt. '13, kl: 02:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þarna vanntaði ekki alveg jafn.... við fáum alveg skot eins og kannannir sína að háskólamenntaðir telja... o.s.fv. ef við erum ekki sammála um hlutina. 

Felis | 18. okt. '13, kl: 08:01:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

frábær vinur þarna á ferð

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Atlantics | 18. okt. '13, kl: 10:23:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi ekki nenna að eiga slíkan vin

traff | 18. okt. '13, kl: 16:45:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei hann hefur alveg vissulega sína galla, en ég elskan hann samt. 

þegar hann | 17. okt. '13, kl: 12:04:37 | Svara | Er.is | 2

Fólk á það til að líta mjög niður á Fjölbraut í Ármúla. Mér finnst það ógeðslega fyndið því af þeim fjórum framhaldskólum sem ég sótti var FÁ svo LANGBESTUR af þeim öllum. Frábærir kennarar, æðislegt starfsumhverfi og meiriháttar áhugaverðir áfangar í boði. 

Relevant | 17. okt. '13, kl: 14:01:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er sammála þér þarna og þetta er pínu grátlegt því FÁ er með ýmislegt í boði sem aðrir skólar hafa ekki og svo finnst mér mjög algengt að ungmennum sem hefur gegnið illa í skóla almennt blómstri þegar að þau koma í FÁ

burnbabyburn | 17. okt. '13, kl: 14:03:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

líka FB, samt ekki eins mikið og FÁ. "afgangsskóli"

bogi | 17. okt. '13, kl: 14:11:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var einmitt eitt ár í FB og fór svo í MH - það þótti miklu fínna að vera í MH. Hins vegar var kennslan og gæði námsins í FB ekkert síðri, og í sumum tilvikum bara betri!

burnbabyburn | 17. okt. '13, kl: 14:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef einmitt líka verið í MH, ég fílaði hann ekki.., kláraði svo í FB og fannst einhvern veginn miklu betra að vera þar

miramis | 17. okt. '13, kl: 14:11:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 20

Það er náttúrulega töluvert auðveldara verkefni að velja inn bestu nemendurna í menntaskóla og hreykja sér svo af því að vera frábær skóli heldur en að taka inn nemendur af öllum stærðum og gerðum og skila þeim vel menntuðum út í lífið. 

burnbabyburn | 17. okt. '13, kl: 14:13:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

sjúúúúklega vel orðað

Grjona | 17. okt. '13, kl: 19:28:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og það merkilega er að þessir nemendur eru svo ekkert betri en aðrir þegar t.d. upp í háskóla kemur skilst mér.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Sikana | 17. okt. '13, kl: 21:12:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar las ég skýrslu (fyrir margt löngu) þar sem nemendur með stúdentspróf frá skólunum sem velja inn röðuðu sér í efstu sæti í flestum greinum í HÍ. En það getur hafa breyst.

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

Grjona | 17. okt. '13, kl: 21:14:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki lesið þetta sjálf en þetta hefur verið fullyrt við mig. Sel það ekki dýrara en ég keypti það (og það má vel vera að viðkomandi sé að bulla).

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Sikana | 17. okt. '13, kl: 21:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta breytir því samt ekki sem miramis segir - ef maður byrjar á því að velja inn og svo fellur slatti og annar slatti skiptir yfir í annan skóla, þá er samanburðurinn ekki beinlínis sanngjarn. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

Grjona | 17. okt. '13, kl: 21:17:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það er alveg rétt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

sem er | 17. okt. '13, kl: 23:57:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér þætti mjög skrýtið ef nemendur úr skólum þar sem þarf um og yfir 9 í meðaleinkunn til að fá skólavist stæðu sig ekki betur í háskólanámi en nemendur úr skólum þar sem allir komast inn.. Verst metnu skólarnir taka inn hlutfallslega mun slakari nemendur þar sem mjög stór hluti af góðum nemendunum sniðganga þá, annað hvort vegna eigin snobbs eða foreldranna..

Sikana | 18. okt. '13, kl: 00:05:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

Þönderkats | 18. okt. '13, kl: 02:32:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér minnir að ég hafi lesið skýrslu í fyrra að það væri ekki marktækur munur eftir framhalds/menntaskólum. En það kom fram að þeir sem höfðu farið styttri leið í háskólanám ættu erfiðara með það og gékk vel. Styttri leið as in menntastoðir t.d.Grjona | 18. okt. '13, kl: 06:45:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er væntanlega það sem kunningi minn er að vísa í.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Þönderkats | 18. okt. '13, kl: 16:57:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já gæti verið. Þetta var frekar ný skýrsla. Skil ekki afhverju ég man ekki hvaða skýrsla þetta var, því mér þótti hún mjög áhugaverð.

abbalabbalú | 19. okt. '13, kl: 12:53:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún var gerð af menntavísindasviði. Það var ekki marktækur munur á einkunnum eða eitthvað álíka og þótt "bestu" skólarnir röðuðu sér oftast í efstu sætin þá var munurinn það lítið að um hann var vart talandi. Sérstaklega ekki þegar tekið er inn að þessir skólar handvelja inn nemendur með 9 í meðaleinkunn upp úr grunnskóla.

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

Þönderkats | 21. okt. '13, kl: 01:01:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já akkurat. Mannstu hvar þú last þetta? Langar svolítið að skoða þetta aftur.

abbalabbalú | 21. okt. '13, kl: 09:46:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég fann ekki rannsóknina aftur, því miður.

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

Þönderkats | 21. okt. '13, kl: 17:05:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

O well. Ég hlýt að rekast á hana fyrr eða síðar.

Walter | 17. okt. '13, kl: 13:12:27 | Svara | Er.is | 18

Ég finn fyrir menntasnobbi hjá sjálfri mér þegar ég skoða kommentakerfið á DV og einstaklingur með mjög fordómafullar skoðanir er með skráð hjá sér "skóli lífsins".

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

trilla77 | 17. okt. '13, kl: 13:14:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hahahaha æ já, mér finnst það dálítið mis - af hverju ekki bara að sleppa þessum dálki?

en annars finnst mér þetta "virkur í athugasemdum" á dv commentakerfinu vera bara orðið samheiti þess að kalla einhvern nautheimskan - sem sagt í staðinn fyrir að segja að viðkomandi sé nautheimskur þá er bara hægt að segja "já hann, æ hann er svona virkur í athugasemdum" iff jú nó vott æ mín

Walter | 17. okt. '13, kl: 13:18:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hahahaha JÁ, æ nó vott jú mín!

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

burnbabyburn | 17. okt. '13, kl: 14:04:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

oh til hvers að sleppa honum! skrifa svo í starsheiti "full time mommy <3"

burnbabyburn | 17. okt. '13, kl: 14:05:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

starfsheiti*

SantanaSmythe | 17. okt. '13, kl: 14:43:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Og djamma svo allar helgar àður en barnið verður 6 mánaða

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

sandkorn | 17. okt. '13, kl: 15:01:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

classic

Musica | 17. okt. '13, kl: 15:29:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk í fullu starfi á samt líka rétt á frítíma. Ég er t.d. í fullu starfi en ég á frí um helgar

miramis | 17. okt. '13, kl: 14:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er nú annað en ég. Ég er bara "part time mommy". 

Askepot | 17. okt. '13, kl: 17:12:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég líka. 
Verst að það gengur ekkert að fá þessa krakkagemlinga til að skilja að ég er bara í 20% starfi sem móðir. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Hygieia | 21. okt. '13, kl: 23:22:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sek

Skreamer | 17. okt. '13, kl: 13:29:03 | Svara | Er.is | 9

Menntasnobb birtist á ýmsan hátt og öskrar stundum á mann eins og þegar fólk sem er hámenntað tjáir sig um launamál þeirra sem vinna láglaunastörf og hnussar í þeim að fólk geti kennt sér sjálft um að geta ekki lifað á laununum sínum þegar það hefur ekki menntað sig en gleymir því um leið að vinnandi fólk þarf að geta lifað af laununum sínum óháð menntun og að flest störf eru nauðsynleg samfélaginu.

Það er hroki og fer ekki vel gefnu fólki vel.  Flest menntað fólk hefur samt skilning á því að allir þurfa að geta lifað af laununum sínum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

traff | 17. okt. '13, kl: 13:38:34 | Svara | Er.is | 11

Ég verð að viðurkenna að mér finnst þú hljóma menntasnobbuð, er það ekki svolítið menntasnobb að flokka fólk eftir menntuð, þessi er með iðnmenntn þar af leiðandi er hann og hans metnaður svona, ég veit um gríðalega mörg fög í háskólum sem eru krúttleg í samanburði við kröfurnar sem gerðar eru í hinu og þessu iðnnáminu og svo er bara himin og haf á milli krafna sem gerðar eru í einu fagi af iðnnámi og öðru, alltaf virðist iðnnám enda á botninum á þessum skala meira að segja stúdentspróf er sett ofar iðnnámi í umfjölluninni, mér finnst það vandræðalegt fyrir samfélagið. Fyrir mér er menntasnobb að skoða manneskjuna og setja stimpil á hana útfrá því hvort hún er með þetta eða hitt prófið eða ekki. Próf er ekki mælikvæði á dugnað, visku og alla aðra þá kosti sem við þurfum til að vera gott fólk og skila okkar í þessu samfélagi... ef það er yfir höfuð okkar hlutverk. 

Askepot | 17. okt. '13, kl: 13:56:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þessu. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Ssól | 19. okt. '13, kl: 01:53:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Besta svarið að mínu mati. 100% sammála.

Lljóska | 17. okt. '13, kl: 13:51:13 | Svara | Er.is | 0

þetta sem þú skrifaðir.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

krepill | 17. okt. '13, kl: 13:57:06 | Svara | Er.is | 1

Eina langskólagengna fólkið sem hefur litið niður á mig er verr gefið heldur en ég, þetta eru ekku margir aðilar og langflestir vel menntaðir einstaklingar sem ég þekki vita hreinlega betur og sýna mér ekki fordóma.
Sá sem upp úr stendur er maður sem gat ekki hugsað sér að vera með mér afþví að ég er svo "metnaðarlaus og ómenntuð"

Ég verð hinsvegar rosalega mikið vör við þetta öfuga menntasnobb sem ein hérna talar um. Ómenntaða fólkið sem fussar og sveijar yfir þessum háskólapésum sem ekkert vita. Sem er bara rugl.

Máni | 17. okt. '13, kl: 14:26:16 | Svara | Er.is | 3

 mér finnst menntasnobb vera það að líta niður á menntað fólk, það er mjög algengt.

KilgoreTrout | 17. okt. '13, kl: 14:59:07 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst menntasnobb birtast helst a milli deilda. Þá "praktísku" deildirnar gegn hugvísindum.
Mitt nám er td ógeðslega sérhæft krefjandi og já mikilvægt,  en ég hef samt staðið i rifrildi við fólk sem heldur því fram að það þurfi ekki að rannsaka söguna.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

abbalabbalú | 18. okt. '13, kl: 12:34:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Helvítis "hagnýtni". Af því það er ekkert mikilvægt að rannsaka sögu, tungumál og menningu þjóðar. Bara lækna fólk og byggja hús sem skiptir máli. *bitr*

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

KilgoreTrout | 19. okt. '13, kl: 19:32:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ættir að heyra i sumum i kringum mig þegar ég segi þeim i hverju ég er að sérhæfa mig i.
Alveg ranghvolf og brandarar.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

kalleanka | 17. okt. '13, kl: 16:01:37 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst menntasnobb vera þegar að fullorðin háskólamenntuð kona segir við mig þegar ég var í iðnnáminu (og þá búin með starfsnám þar á undan) að ég hafi það nú bara gott, þurfi ekkert að taka námslán og væri í svo auðveldu námi.
Ég þurfti ekki að taka námslán, það er satt. En það var ekki eins og launin væru það há að ég gæti lifað sæmilegu lífi á þeim og þurfti ég því að treysta á maka með innkomu og borga með starfsnámi um tíma.
Ég þurfti að læra alveg helling og að segja að það sem ég hafi lært hafi verið svo létt af því að það var ekki í háskóla, finnst mér menntasnobb.

Dorfl | 17. okt. '13, kl: 17:40:57 | Svara | Er.is | 0

Ja, menntasnobbs umræður bera alltaf keim að menntasnobbi:)

---------------------------------------------------------------------------------------------
Fantasy is a nice vacation but reality is where you live your life.

" ég hef hvergi talið þér trú um annað í þessari umræðu en það að mér þyki þú alveg meiga missa þín í henni og annarstaðar. " -fálkaorðan.

"Do unto others before others do unto you." -Om.

"Mér finnst allt í lagi að gagnrýna skoðanir sem mér finnst galnar og fólkið sem hefur þ

presto | 17. okt. '13, kl: 17:45:41 | Svara | Er.is | 7

Það er menntasnobb að halda að hærra próf geri þig sjálfkrafa að betri manneskju og að telja að prófgráður séu mesti og mikilvægasti mælikvarðinn á gæði manneskjunnar. 
Það er hins vegar ekki menntasnobb í mínum augum að telja doktorspróf eða meistarapróf meiri menntun en BS/BA. Það er bara staðreynd.
Ég tel það stóran misskilning hjá þér að halda að sömu inntökuskilyrði gildi í leikskólakennslufræðum og í læknisfræði. Það er miklu erfiðara að komast inn í læknisfræðina (og í klásusfög almennt) eins er rangt hjá þér að jafna stuttu námi við langt nám. 
Ég ber meiri virðingu fyrir góðum og vandvirkum smið en hroðvirkum lækni....

Máni | 17. okt. '13, kl: 17:55:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

meiri menntun hefur gert mig að "betri" manneskju, en ekki endilega betri en einhvern annan en sjálfa mig.

presto | 17. okt. '13, kl: 17:56:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég efast ekki um það og tel það sama um sjálfa mig. Ekki alveg það sem ég var að tala um:)

QI | 17. okt. '13, kl: 23:54:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Án menntunar verð +ég að viðurkenna að é skil ekki baun.

.........................................................

QI | 17. okt. '13, kl: 23:56:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef menntun mótar mig,,Hver var ég?

.........................................................

Eyma | 22. okt. '13, kl: 09:09:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama manneskjan. Maður hættir ekkert að vera sama manneskjan þótt að einhver lífsreynsla móti mann.

sygyn | 17. okt. '13, kl: 17:52:09 | Svara | Er.is | 1

Mér finnast íslendingar mjög skrýtnir í viðhorfum sínum hvað þetta varðar. Ég er lögfræðingur og finn bæði fyrir því að meira mark er tekið á mér í sumum tilvikum en fólki finnst það líka geta bölvað helvítis lögfræðingunum í opið geðið á manni og að lögfræðingar séu nú allir svona eða hinsegin. En svo þegar eitthvað kemur upp hikar það ekki við að hringja og finnst voða gott að þekkja lögfræðing.
Þetta er alveg ótrúlega mismunandi skilaboð sem maður fær oft.

QI | 17. okt. '13, kl: 23:57:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað gerir þú þegar þú sérð 2 lögfræðinga á hafsbotni?

.........................................................

QI | 17. okt. '13, kl: 23:45:47 | Svara | Er.is | 0

Grjóna.

.........................................................

Grjona | 18. okt. '13, kl: 06:46:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

antonhoffmann2000 | 18. okt. '13, kl: 11:23:38 | Svara | Er.is | 0

til dæmis fólk sem montar sig af mentun og lætur eins og fífl eins og sumir ættingjar mínir og eru ekkert betri þegar á reinir

Blandpía | 18. okt. '13, kl: 13:04:39 | Svara | Er.is | 0

Mamma mín fær alltaf standpínu þegar umgengst háskólamenntað fólk eins og hún sjálf er, telur það betra.

Blandpía | 18. okt. '13, kl: 13:05:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha þegar ég umgengst. . .

Ananus | 18. okt. '13, kl: 13:27:40 | Svara | Er.is | 5

Þá sjaldan sem ég heyri talað um menntasnobb er það alltaf fólk með minnimáttarkennd yfir skítadjobbinu sínu sem finnst að ég eigi á einhvern hátt að líta upp til þeirra fyrir að hafa hætt í grunnskóla og þakka þeim fyrir að halda þjóðfélaginu uppi svo ég geti leikið mér. Svoleiðis rumpulýður getur fokkað sér.

Alli Nuke | 18. okt. '13, kl: 19:51:13 | Svara | Er.is | 3

Fíflið sem kom upp í vinnu til mín um daginn og þurfti að taka það fram þrisvar sinnum að hann væri sko lögfræðingur.

Í hvert skipti sem hann hafði lokið við að segja það þá pásaði hann og það var eins og hann væri að bíða eftir að ég félli í yfirlið eða flugeldar myndu byrja að skjótast upp úr hausnum á mér.

Trolololol :)

Simbad | 21. okt. '13, kl: 09:58:03 | Svara | Er.is | 0

Ég hef nokkrum sinnum orðið vör við menntasnobb og mér finnst þá helst að nefna  "Nei, ég bara hef ekki áhuga á að umgangast þetta fólk það hefur ekkert af því lokið háskólanámi" og viðkomandi hafði nýlokið háskólanámi og var að tala um gömlu félagana.

----------------------------------------------------------------------
Túlkun og tjáning fremur en rökvís skilaboð.
Gift og frjóvguð

Pinja | 21. okt. '13, kl: 10:19:05 | Svara | Er.is | 0

Ég hef orðið fyrir öfugu menntasnobbi. Þegar ég var yngri (5 ár síðan) og enn í námi hitti ég ungan mann i bænum. Hann spurði hvað ég væri að gera og ég sagðist vera í námi í læknisfræði). Hann sagði þá við mig ertu þá ógeðslega snobbuð? og svo fylgdi eitthvað á eftir sem ég man hreinlega ekki hvað var. Flýtti mér bara að kveðja hann.

alveg í ruglinu

fedmule | 21. okt. '13, kl: 23:36:48 | Svara | Er.is | 2

Að segja að iðnnám sé verra nám en háskólamenntun er mennta snobb. Sumir eru góðir í bókum meðan aðrir eru snillingar ì höndunum. Sem dæmi að maður sem er háskólagenginn sagnfræðingur er kannski vonlaus ì að skipta um peru meðan bifvélavirkinn veit ekki hvar Grænland er. Það þarf bæði fólk sem er gott ì bókum og einnig í höndum. Er ekki að segja að menn geti ekki verið gòðir á báðum sviðum. 

-----------------------------------------------------------------
If it can go wrong, it will. - Murphy´s law

DoctorHver | 6. des. '21, kl: 17:13:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að ég myndi hafa áhyggjur af almennu gáfnafari viðkomandi ef hann kanna annað hvort ekki að skipta um peru eða veit ekki hvar grænland er á korti hefði þessir hlutir hefðu átt að lærast á grunnskóla aldri.

Sem eintaklingur sem hef reinslu af hvoru tveggja þá verð ég að segja fyrir mitt leiti að iðnnámið var margfallt vera en háskólanámið, ég hef sjaldan upplifað jafn ómarkvissa kennslu og íðnnáminu á meðan í háskólanáminu var það nokkuð ljóst hver markmiðinn voru. Verstu mistök æviminnar var að skipta úr háskóla yfir íðnnám en það var logið að mér að ég myndi vera betur settur atvinnulega að fara í iðnnámið en þegar uppi er staðið þá er ég bara ekkert betur setur atvinnulega séð. Ég ráðlegg því eingum að fara í iðnnám nema þeir vilji virkilega lenda í ströggli og vesenni. Sú skoðun mín hefur eingungis styrkst með tímanum einnig hjálpaði það mér að átta mig á þeim helvítis lyggum sem snú að því básuna iðnnám sem betri kost þegar kemur að atvinnu. Það er rétt sem háskólaprófessor sem var annað hvort menntaður í hugvísndum og eða félasvísndum bennti á að atvinnuhrofur í iðnnámi væru bara alls ekkert betri en eftir margt háskólanámið. iðnnámið væri blásið út á tilli dögum til þess að láta hagsmunna samtök iðnnaðarinns líta betur út sem og einstaka stjórnmála menn. Þú útskrifast ekki einussinni úr innskólum með full réttindi heldur þarftu að fara á starfsamming og 99% fyrirtækja hafa engann áhuga á því að ráða nema síðan væla þessi sömmu fyrirtækja að þeim vannti starfsfólk held að iðngreinarnar verði að líta í eiginn barm, vondi koma mörg þessara iðn fyritækja á næstu árum til með að ströggla og fara á hausinn. Aftur á móti þá veitir háskólagráðan þér öll þau réttindi sem gráðan gefur til efni til við útskrift.

tlaicegutti | 6. des. '21, kl: 19:36:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svara gömlu þráð bara benda á ;)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Friðjón Valtýr Sigurðsson Fordfocustilsolu 3.12.2022 3.12.2022 | 16:08
Nú er öllum orðið ljóst að Reykjavíkurborg hefur verið mjög illa rekin - Borgin er á hausnum. _Svartbakur 3.12.2022 3.12.2022 | 15:26
Jón Baldvin Hannibalsson og væntumþykja kvenlíkama ! _Svartbakur 2.12.2022 3.12.2022 | 11:16
Hreindýrakjöt siggathora 2.12.2022 2.12.2022 | 23:42
Karmastigasöfnun EldAuga 28.12.2012 2.12.2022 | 09:25
Fellihýsi óskast holgeir 6.7.2010 2.12.2022 | 09:23
Barn fætt í viku 31 Skottalitla 24.4.2005 2.12.2022 | 03:44
sjampó-hárnæring í skylagoon? Selja2012 20.11.2022 2.12.2022 | 00:07
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 1.12.2022 | 11:55
Sjampo fyrir Samfylkingarfólk ? jaðraka 30.11.2022
Áfram Ísland! (Remix) Pedro Ebeling de Carvalho 30.11.2022
Hávaði í fjölbýlishúsi colada 27.11.2022 30.11.2022 | 08:24
Árásin á Bankastræti Club _Svartbakur 18.11.2022 30.11.2022 | 05:03
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 30.11.2022 | 04:20
Borgarstjórinn Dagur B Eggertsson gerir hann sé ekki grein fyrir að Borgi er á hausnum ? _Svartbakur 29.11.2022
Móðir í fjárhagsvanda villimey123 29.11.2022
Comment á dv SantanaSmythe 29.1.2015 29.11.2022 | 02:30
Hja Dóra Moogy 28.11.2022 28.11.2022 | 18:06
Hjálp! HM000 26.11.2022 28.11.2022 | 15:03
Hvar Er Best að Kaupa Hrillingsmyndir Fyrir VHS? MostlyRetroShit 21.11.2022 28.11.2022 | 12:15
Hvernig eru fríðindastig icelandair reiknuð Rakindel 2.11.2022 28.11.2022 | 02:42
2 miðar á Aron Can afmælistónleika bigga777 14.11.2022 28.11.2022 | 02:23
Er eitthvað sem bannar manni að koma með gæludýr eins og hund með sér í sundlaugar í Reykjavík _Svartbakur 25.11.2022 28.11.2022 | 01:19
Er hægt að versla í Elko fríhöfninni við heimkomu? oregano 17.9.2022 28.11.2022 | 01:18
Hjólbarðar bergma70 27.11.2022 27.11.2022 | 19:32
Jónas og fjölskylda. LadyMacbeth 6.8.2007 27.11.2022 | 15:56
Ást myndar ást Pedro Ebeling de Carvalho 27.11.2022
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022
Opna óvart scam póst :( Tryllingur 26.11.2022
Má maður koma með eigið nammi í bíó lillion 24.11.2022 25.11.2022 | 20:46
Strætó og nýja Klapp kerfið sem átti að bjarga öllu er nú ónýtt ! ! _Svartbakur 24.11.2022 25.11.2022 | 18:18
Ungabarn,Barn,unglingur,ungmenni,fullorðinn Tryllingur 24.11.2022
búningaleiga hvellur 28.12.2006 24.11.2022 | 10:18
Ekki leyfa comment á facebook??? er það hægt?? diploma 5.11.2012 24.11.2022 | 10:15
Uppskriftir fyrir Crock Pot / slow cooker Hundastelpan 13.1.2015 24.11.2022 | 04:11
Bílapartasölur - kaupa þær af manni bíl? chichirivichi 5.5.2007 24.11.2022 | 04:04
Ísland þriðja besta landið til að setjast í helgan stein jaðraka 23.11.2022 24.11.2022 | 01:55
Halda á sér hita í úkraínu Tryllingur 24.11.2022 24.11.2022 | 01:14
Hey Fribbi wazzup? Fordfocustilsolu 23.11.2022
Pedro Hill - Pottþétt Pedro: Bestu augnablik ferilsins Pedro Ebeling de Carvalho 23.11.2022
Langar að kíkja til spákonu/miðils, plís ekki koma með ljót comment,vitið þið um einhverjar stúlkan sem starir á hafið 18.7.2017 22.11.2022 | 22:27
Ísland friðasta landið í heiminum Tryllingur 20.11.2022 22.11.2022 | 21:43
Rósakál? Ráðalítil 18.9.2007 22.11.2022 | 09:14
rósakál með jólamatnum? kurekastelpa 23.12.2007 22.11.2022 | 09:13
Tannplantar - verð? FmLísa 16.11.2022 22.11.2022 | 07:45
Djúphreinsun á Teppum - Skúfur skufurteppahreinsun 21.11.2022
Róleg tónlist spiluð á píanó - Sonur minn Pedro Ebeling de Carvalho 20.11.2022
ÓE miða á Aron Can gudrunia 19.11.2022
My trendy phone.is HUGME 18.10.2021 17.11.2022 | 12:32
Ekki fara þangað til Raufarhafnar i ferðalag Hollaweber 14.8.2022 17.11.2022 | 12:03
Síða 1 af 27335 síðum
 

Umræðustjórar: krulla27, karenfridriks, Bland.is, ingig, joga80, Gabríella S, RakelGunnars, Guddie, aronbj, tj7, rockybland, tinnzy123, superman2, mentonised, Atli Bergthor, Óskar24, MagnaAron, barker19404, Anitarafns1