Hvað finnst ykkur best

Orgínal | 2. feb. '16, kl: 08:56:30 | 688 | Svara | Er.is | 0

Ég er ekki að fara að halda veislu en er forvitin um hvað þið eruð mest sólgnar í á kaffihlaðborðum. Það væri gaman sjá hvað fólki finnst raunverulega best. Ég er mest fyrir heita brauðrétti og marengstertur. Mér finnst mjúkir kanilsnúðar og rice krispieskökur líka mjög góðar. Svo kemur kex og salöt/ostar.

 

Brindisi | 2. feb. '16, kl: 09:45:19 | Svara | Er.is | 4

ég er alltaf hrifnust af heitum réttum og svo ostum og salötum (brauðveisla frá Bakaríinu við brúnna er himnaríki hjá mér), tími ekki að eyða magaplássi í sætar kökur ef hitt er í boði en svo get ég líka drukkið heita karamellusósu sem er oft með svona einhverri súkkulaðiköku, fæ mér 2 cm sneið og 2 dl af sósu

Mae West | 2. feb. '16, kl: 09:51:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

^^ Heyrðu ég fæ að kópera þetta svar bara. Tek undir allt nema þetta með bakaríð. Ég veit ekki hvaða bakarí þetta er. 

Brindisi | 2. feb. '16, kl: 09:55:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

agureiris :)

nefnilega | 2. feb. '16, kl: 09:57:22 | Svara | Er.is | 0

Heitir réttir og rjómatertur.

kindaleg | 2. feb. '16, kl: 10:13:18 | Svara | Er.is | 1

Elska heita brauðrétti, skinkuhorn eða pulsu í holu... Svo kemur rice crispies, marsipan terta og plain súkkulaðikaka :)

Sigggan | 3. feb. '16, kl: 09:41:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað eru pulsur í holu? :)

Brindisi | 3. feb. '16, kl: 09:46:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

giska á pigs in a blanket, pylsur vafðar inn í deig

askvaður | 4. feb. '16, kl: 20:56:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig gerir maður svoleiðis?

Brindisi | 5. feb. '16, kl: 08:36:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef bara búið til deig eins og pizzadeig, vafið utan um og grillað pylsurnar en ég held að smjördeig sé hefðbundnara

Þjóðarblómið | 2. feb. '16, kl: 11:22:13 | Svara | Er.is | 0

Heitir réttir og brauðtertur með eggjasalati. Borða ekki túnfisk- og rækjusalöt en ef það er eggjasalat mögulega með skinku og aspas í þá er ég góð. 


Er lítið fyrir kökur.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

notendaskilmalar | 2. feb. '16, kl: 11:40:39 | Svara | Er.is | 1

Ekki marengs og ekki rjómakökur. Allt annað. Heitir réttir finnst mér renna mest út.

Lilith | 2. feb. '16, kl: 11:56:05 | Svara | Er.is | 3

Heitir brauðréttur, heitar rúllutertur, brauðtertur, flatkökur með hangiketi, mjúkir kanelsnúðar, upprúllaðar pönnukökur og kannski djúsí marengsterta ef það er pláss.

Blah!

daggz | 2. feb. '16, kl: 11:57:27 | Svara | Er.is | 0

Ég elska heita rétti mest í heiminum og brauðtertur (þó ekki rækju/túnfisk). Svo finnst mér voða gott að narta í góða marengsköku eftir áþ Ég þoli hins vegar ekki þegar þær eru alveg dísætar, troðfullar af einhvejru nammi og stöffi. Vil helst hafa kornflexmarengs botn, rjóma og gott krem.

--------------------------------

Ruðrugis | 5. feb. '16, kl: 02:03:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg sammála, þoli ekki að lenda á hörðu daimi eða súkkulaðirúsínum inni í marengskökum.

Salvelinus | 2. feb. '16, kl: 12:19:57 | Svara | Er.is | 0

Heitir réttir (ekki endilega brauðréttir), ostar, rækju- og túnfisksalat, kjúklingaspjót, litlar pulsur/hakkbollur.

kirivara | 2. feb. '16, kl: 16:23:10 | Svara | Er.is | 1

Elska alveg gamaldags stórar rjómatertur mmmm en því miður eru þær sjaldan á boðstólum og ekki baka ég þær

icegirl73 | 2. feb. '16, kl: 19:46:18 | Svara | Er.is | 0

Heitir réttir, kex og salöt, ostakökur og rice krispies kökur.

Strákamamma á Norðurlandi

Brindisi | 3. feb. '16, kl: 08:51:56 | Svara | Er.is | 0

hangikjötsbrauðtertan hennar mömmu.....slef

GoGoYubari | 3. feb. '16, kl: 09:02:47 | Svara | Er.is | 0

ég sé á þessari umræðu að ég þarf að fara að step up my game..! hef bara aldrei á ævinni gert heitan brauðrétt, finnst alveg gott að fá svoleiðis samt en hef ekki boðið upp á það hjá mér... það er afmæli á næsta leyti, prufa þetta fyrst það er svona vinsælt. 


annars elska ég súkkulaðiköku af öllum gerðum (brownie, franska, gamaldags með smjörkremi, betty) og marengstertusull... reyndar held ég að það sé fátt sem mér finnst ekki gott, ég bara man ekki eftir neinu :P

noneofyourbusiness | 3. feb. '16, kl: 23:09:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hafði aldrei gert svoleiðis fyrr en í fyrra, en það er fáránlega auðvelt að gera heitan brauðrétt. Ég fékk alla vega uppskrift af einum mjög einföldum og hann rann út. 

Hula | 3. feb. '16, kl: 11:57:01 | Svara | Er.is | 3

Upprúllaðar pönnukökur með sykri eru uppáhaldið mitt, eru bara sjaldan í boði.  Ég er líka hrifin af heitum brauðréttum, brauðtertum, ostasalöt og margenstertum.

KISA1195 | 3. feb. '16, kl: 12:42:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heitir réttir,skinkuhorn,pizzusnúðar,pönnukökur með sykri og svo finnst mér ís alltaf góður.

Brindisi | 3. feb. '16, kl: 12:46:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég er svo hissa að sjá pönnukökur hérna, finnst það svo ótrúlega óspennandi, sérstaklega svona kaldar upprúllaðar

Orgínal | 3. feb. '16, kl: 13:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst pönnsur góðar en er alls ekki spennt fyrir súkkulaðikökum nema brownies eða kladdkökum (og svipuðum blautum). Döðlukaka með karamellu er líka æði og epla-mylsnubaka.

Brindisi | 3. feb. '16, kl: 13:14:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er heldur ekkert spennt fyrir súkkulaðikökum en ég drekk karamellusósuna

ingbó | 3. feb. '16, kl: 15:51:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pönnukökur, bæði upprúllaðar og með sultu og rjóma, fara yfirleitt mjög hratt af veisluborðum. Sama er að segja um flatkökur með hangikjöti. 

noneofyourbusiness | 3. feb. '16, kl: 23:10:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég elska kaldar upprúllaðar pönsur. En pönsur með sultu og rjóma eru auðvitað enn betri. Pönnsur eru eins og brauðréttir, klassískar og aldrei boring. 

Vasadiskó | 4. feb. '16, kl: 20:39:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég elska pönnukökur en ást mín kulnar um leið og þær verða kaldar :(

askvaður | 4. feb. '16, kl: 21:04:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er algjörlega sammála þér!

ID10T | 3. feb. '16, kl: 14:00:44 | Svara | Er.is | 1

Flatbrauð með hangikjöti

nixixi | 3. feb. '16, kl: 14:56:22 | Svara | Er.is | 0

Heitir brauðréttir með skinku og aspas (ekkert rækjusull fyrir mig takk), súkkulaðikaka með smjörkremi eða súkkulaðikremi, einfaldar marengstertur (ekkert ávaxta og nammisull, bara plain marengs með rjóma á milli og kannski súkkulaði eða karamellu ofan á) og marsipantertur. Þetta er það sem mér finnst best :)

karamellusósa | 3. feb. '16, kl: 15:13:24 | Svara | Er.is | 1

ef ég ætti að hafa hlaðborð handa sjálfri mér og ekki hugsa um neinn annann myndi ég hafa:   
ritskex og tunfisksalat og líka skál með ostasalati,
 ricecrispies marenstertu með ananasrjóma. 
þétta súkkulaðiköku og rjóma
eplapæ eða eplaköku og ís
brauðtertu sem er með skinku og ávaxta salati (ekki tuna, rækju né laxa) 
heitan brauðrétt með skinku og aspars og svoliis gumsi,
kaldan brauðrétt með skinku,papriku og fleira gumsi (var einhverntíma tupperwareuppskrift) 




og af því að þetta er í mínum draumaheimi... þá get ég smakkað allar tegundirnar án þess að verða pakksödd, og myndi EKKI fitna af þessu heldur..hehehehe

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Orgínal | 3. feb. '16, kl: 15:24:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Namm...væri til í að koma í veislu til þín :)

karamellusósa | 3. feb. '16, kl: 15:25:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já og verst að við það að skrifa þennann lista langar mig í allt þetta..heheheh  eigum við að halda tveggja manna veislu?  bara núna?

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Orgínal | 3. feb. '16, kl: 15:26:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hljómar dásamlega :)

ingbó | 3. feb. '16, kl: 15:53:46 | Svara | Er.is | 0

Mér datt alveg í hug að margir mundu svara til með heitan brauðrétt, slíkir réttir eru yfirleitt vinsælir en mér býður við þeim.  Ég vil flatköku með hangikjöti, kleinu (góða heimasteikta) púðursykurmarengstertu með rjóma og karamellusósu og hjónabandssælu með kókosmjöli - já, og franska súkkulaðiköku með vanilluís. - Já og svo er bountykaka með rjóma eða ís líka góð.

Kammó | 3. feb. '16, kl: 22:27:26 | Svara | Er.is | 0

Brauðréttir, skinkuhorn,, tartalettur og flatkökur, svo finnst mér gott að fá marengstertu eða góða rjómatertu.

noneofyourbusiness | 3. feb. '16, kl: 23:08:32 | Svara | Er.is | 0

Heitir brauðréttir eru my thing, þessir klassísku með skinku og aspas hreinlega. Brauðtertur eru líka vinsælar, sérstaklega með rækjum. Ég er líka hrifin af snittum, sérstaklega með reyktum laxi og svo með rækjum. Mmmm…. rækjur. 


Af kökum myndi ég segja klassísk amerísk súkkulaðikaka (ekki frönsk) og marenskaka með nóa kroppi eða myntu. Einhverju svona krönsí. 

Petrís | 3. feb. '16, kl: 23:10:01 | Svara | Er.is | 0

Brauðtertur á gamla mátann og rjómatertur og marengstertur

Kaffinörd | 4. feb. '16, kl: 00:52:09 | Svara | Er.is | 0

Ég ætla að svara þrátt fyrir að vera kk en það er ansi algengt hér á vefnum að konur tali bara til kvenna hér sem er frekar pirrandi

Ég er mest fyrir heita brauðrétti sem innihalda a.m.k. aspas og ost,svo er ég mikið fyrir djúsí ostaköku(alls ekki skyrdæmi heldur alvöru ostakaka) og gott konfekt er líka gott með kaffinu en ég nenni samt ekki Nóadrasli vil Anton Berg eða fínna. Pönnukökur eða vöfflur eru líka alltaf góðar.

Þoli hinsvegar ekki þegar kruðerí í svona kaffiboði er haldið uppi af marengstertum og rjómatertum. Alveg ótrúlega lítið spenntur fyrir því.

Kaffinörd | 4. feb. '16, kl: 00:53:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og ekki má gleyma skinkuhornum finnst þau æði

Orgínal | 4. feb. '16, kl: 10:04:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er rétt hjá þér með kynið. Ég biðst afsökunar.


Ég gerði einu sinni geðveika bakaða ostaköku með kaffibragði. Uppskriftin var eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur og birtist í Gestgjafanum fyrir svo sem áratug. Þú hefðir eflaust elskað hana. Ég átti ekki góða kaffikönnu á þessum tíma þannig að ég fór á Kaffitár og keypti nokkur kaffiskot í máli til að setja í kökuna (klikk, æ nó).

Kaffinörd | 4. feb. '16, kl: 14:34:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)

Kaffinörd | 4. feb. '16, kl: 14:38:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mamma á eitthvað Gestgjafablað sem kom út fyrir 2 árum eða svo og þar er ostakaka með Lu Bastogne(kryddkexið) og Digestive kökur í botninum,Philadelphia rjómaostur,egg og sykur minnir mig og svo er ber á topnnum en ég kaupi bara frosna berjablöndu og sýð hana með sítrónusafa sykri og kannski eitthvað fleira sem ég man ekki og set ofan á. Það þarf að gera kökuna degi áður og láta hana kólna vel í ísskápi yfir nótt og svo er berjadæmið gert 1-2klst áður en hún er borin fram því það þarf að kæla berin síðan eftir suðuna. Þannig að þetta er pínu vesen en þessi er í miklu uppáhaldi.

Sítrónuostakakan frá Kruðeríi Kaffitárs er líka rosalega góð.

Kaffinörd | 4. feb. '16, kl: 14:45:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og ekki má gleyma konfekttertunni hjá Súfistanum. Finnst reyndar einu bestu kökurnar þar.

En ég get lítið búið til svona kökur og boðið upp á því mín fjölskylda og vinir bara geta ekki svona flottar og miklar kökur og ég hef verið með kaffiboð með flottri ostaköku sem systir mín gerði og það fóru held ég 2 nettar sneiðar og ein stærri sem ég fékk mér en heitur brauðréttur sem ég var með fór á 0-1 og hefði jafnvel ekki veitt af 1 í viðbót.

Abba hin | 4. feb. '16, kl: 10:11:18 | Svara | Er.is | 0

Heitir brauðréttir, rúllubrauð með skinkuaspassveppaostagumsi, bountykökur, flatkökur með hangikjöti, skinkuhorn, pig in a blanket, skúffukaka með smjörkremi (bara alveg basic, ekki með neinu auka kaffi eða ávaxtasafa eða e-u ullabjakki út í!) og góðar kladdkökur (dumle, sítrónu eða lakkrís til dæmis). Og kannski eina alveg basic marengstertu, bara marengs, rjómi og kannski súkkulaði eða karamella ofan á.


Nommm.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

LadyGaGa | 4. feb. '16, kl: 14:50:51 | Svara | Er.is | 0

Heitir réttir, marengs og upprúllaðar pönnukökur.

ilmbjörk | 4. feb. '16, kl: 14:55:55 | Svara | Er.is | 0

Heitir brauðréttir, pönnukökur og flatkökur með hangikjöti.. ég slæ heldur aldrei höndinni á móti kransaköku (alvöru, ekki svona rice krispies leðja)

Thorium | 4. feb. '16, kl: 15:16:42 | Svara | Er.is | 0

Ekkert spennandi hjá mér. Blaut súkkulaði kaka, eða bara sænsk kladdkaka er best. Það þarf ekki meira fyrir mig.

einkadóttir | 4. feb. '16, kl: 21:33:16 | Svara | Er.is | 0

mér finnst bara flest allt gott! en þoli ekki að fara í afmæli þar sem bara eitthvað sætt er í boði haha :) 


ef ég ætti að velja mér uppáhald væri það hrísgrjóna-karrý-rækjurétturinn á ristuðu brauði með hungangssósu sem er soldið vinsæll og súkkulaðikaka eða marengsterta, skinkuhornin mættu svo vera með, þetta fernt væri fullkomið í mínum augum

tennisolnbogi | 5. feb. '16, kl: 02:57:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ohh svo langt síðan ég hef fengið þennan rækjurétt! Mamma gerði þetta oft hérna áður fyrr.

sophie | 4. feb. '16, kl: 22:48:07 | Svara | Er.is | 0

Peruterta, ostar og brauðréttir

evitadogg | 4. feb. '16, kl: 22:54:51 | Svara | Er.is | 0

Döðlukaka með heitri karamellusósu, skyrkaka með kirsuberjasósu (bara ef það er kea vanilluskyr og lu kryddkexið í botninum), ostakökur og djúsí möffins með miklu kremi. En bara ef allt er súkkulaðilaust, annars fæ eg mer bara kaffi.

tjúa litla | 4. feb. '16, kl: 23:42:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Brauðréttir alla leið og man eftir einum sem fann hérna einhversstaðar fyrir nokkrum árum með einhverjum ostum, brokkolí ofl,,,bara geggjaður.
Annars eru Ragnars-tertubotnarnir tær snilld í svona rjómatertur.

tennisolnbogi | 5. feb. '16, kl: 03:02:59 | Svara | Er.is | 0

Best er að fá heitan rétt og marengs (púðursykur/rice crispies með rommý/eggjakremsrjóma og marssósu a la mamma) eða perutertu - og algjörlega krúsjal að ég geti borðað það saman! Veit fátt betra en góður, ostamikill heitur réttur með djúsí dísætri tertu/köku með. Svona eins og maður setur sultu með kexinu og ostinum.

helgagests | 5. feb. '16, kl: 10:11:45 | Svara | Er.is | 1

Borða hvorki brauðtertur né heita rétti og kökur eru heldur ekki í uppáhaldi. Ég elska osta og verð ólýsanlega glöð þegar það eru upprúllaðar pönnukökur í boði.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

Brindisi | 5. feb. '16, kl: 10:34:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

stórt piff á þig

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48013 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Bland.is, Guddie, Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, annarut123