Hvaða bleyjur eru bestar fyrir barnið ykkar?

DiRo | 27. sep. '08, kl: 11:12:19 | 1893 | Svara | Er.is | 0

Mig langar að gera smá könnun um hvernig bleyjur þið notið og af hverju. Ég hef alltaf notað Pampers á strákinn minn en Euroshopper þegar ég er blönk (sem er oft þessa dagana). Anyway, hvað finnst ykkur best að nota og hvað er ódýrast? Eru einhverjar bleyjur ódýrari en Euroshopper?

 

Hayabusa | 27. sep. '08, kl: 11:14:32 | Svara | Er.is | 0

ég nota pampers, hef prófað libero, finnst þær ekki eins góðar. Prófaði einhverntíman e-ar bónusbleiur og henti pakkanum eftir að hafa notað ca 3 stk, þær voru ógeð!

DiRo | 27. sep. '08, kl: 11:17:06 | Svara | Er.is | 0

Ég prufaði líka einhverntíma Libero, mér fannst þær svo þykkar... Er það rugl í mér eða?

Mammastrumpur | 27. sep. '08, kl: 20:59:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ég er sammála því. Og svo fannst mér koma svo mikil pissulykt og bara vond lykt af barninu. Ég hef annars notað pampers frá upphafi og mun halda því áfram. Bara mjög sátt við þær.

Stolt þriggja strumpa mamma :o)
♥ 8/6´07, 28/9´08 og 21/11´11♥

wanted | 20. okt. '08, kl: 12:05:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyndið ég hef akkúrat öfuga reynslu. Finnst Pampers ógeð, fékk útbrot og ógeðsleg fýla af þeim. Elska Libero og nota bara svole.

______________________________________

snilldarborn | 27. sep. '08, kl: 11:17:49 | Svara | Er.is | 0

Ég nota taubleiur á minn aðallega, kemur fyrir að ég nota bréf og þá nota ég Libero. Þegar á heildina er litið þá eru taubleiurnar hagkvæmastar.

Með kveðju,
Snilldarbörn
Faxafeni 9
108 Reykjavík
www.snilldarborn.com

presto | 27. sep. '08, kl: 11:21:58 | Svara | Er.is | 0

Fuzzy Bunz eru núna vinsælastar og þægilegastar. Keypti líka fitted Kissaluvs úr bómull til að undirbúa bleiuþjálfunina, en það er ekki vinsælt að nota þær því þá finnur skvísan fyrir pissinu.

Tauið er hagstæðast og við höfum lagt sparnaðinn inn mánaðarlega á reikning f. börnin. Hægt að kaupa notaðar taubleiur og selja sínar notuðu taubleiur.

katrinanna | 27. sep. '08, kl: 11:25:56 | Svara | Er.is | 0

ég nota euroshopper ekki af því að ég er blönk heldur finnst mér þær bara mjög fínar...... notaði alltaf líbero en finnst þær reyndar fínar en ekki það mikið betri en euroshopper að ég borgi næstum helming meira fyrir þær .....pampers leka alltaf hjá mér finnst þær í alla kannta óheppilegar á mínar dömur.......hef prufað eitthvað meira en þær hafa varla verið merkilegar fyrst ég man ekki eftir þeim.... mínar dömur eru ekki viðkvæmar eins og sum börn sem þola bara sumt og sumt

AnnaLóa | 28. sep. '08, kl: 19:37:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála. Ég notaði euroshopp bleyjur því þær hentuðu mínum strák mjög vel. Hann fékk útbrot undan pampers auk þess sem mér fannst svo gífurlega sterk pissulykt af þeim. Ég reddaði mér með libero ef ég komst ekki í bónus.

^__^
(oo)______
(__) )\/\
||----w |
|| ||

DiRo | 27. sep. '08, kl: 11:29:06 | Svara | Er.is | 0

OK...

Marsblom | 27. sep. '08, kl: 11:40:26 | Svara | Er.is | 0

Ég nota Bambo og finnst þær fínar. Finnst pampers og libero fínar líka en þær eru bara svo dýrar, bambo kostar um 990 kr í Krónunni. Hef prófað euroshopper og VIP en finnst þær ekki góðar. Finnst þær ekki liggja nógu vel að barninu.

EiDóttir | 27. sep. '08, kl: 11:42:06 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst tauið best fyrir mitt barn og nota mest FuzziBunz.

Annars hef ég yfirleitt gripið Pampers með síðasta árið en hann virðist ekki þola þær, verður rauður og líka ef ég nota Pampers blautþurrkur.

Libero henta honum ekki, kemur rosalega vond lykt.

Euroshopper bleyjurnar fíla ég ekki, finnst vanta "teygju" og þær eru harðar.

Er að spá í að fara að nota Huggies með, en hann notaði þær þegar hann var lítið písl. Mér fannst þér bara svo harðar. Og jah, ekki ódýrasti kosturinn.

Annars nota ég bréfið bara stundum á næturnar og stundum þegar við förum eitthvað. Þannig að einn pakki dugar leeeengi.

0915 | 27. sep. '08, kl: 17:15:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nota í bland bæði pampers og bónus , meira pamp. þegar ég fer einhvað því þær eru þynnri og koma betur út. En mér finnst ekkert að bónusbleyjunum, smá þykkari en það er bara fínt og eru góðar yfir nótt.

stemmari | 27. sep. '08, kl: 11:43:26 | Svara | Er.is | 0

ég notaði fyrst pampers en prófaði svo huggies og elska þær og nota þær bara núna en þær eru reyndar dýrar

Szara | 27. sep. '08, kl: 11:44:36 | Svara | Er.is | 0

Ég notaði alltaf Pampers en eftir að hafa verið bent á Euroshopper bleyjurnar og prófað þær þá kýs ég þær heldur en Pampers. Fínustu bleyjur og gott verð á þeim.

tacitus | 27. sep. '08, kl: 11:45:43 | Svara | Er.is | 0

Tau hjá okkur, en ef ég þatf að nota bréf, kaupi ég Coop bleyjur í Nettó. Var líka ánægð með VIP bleyjurnar þegar ég notaði ennþá bréf.
En núna s.s. er það tau. Þau eru alltaf til og í rétta stæð. Jú, dýrt í byrjun en þá er ekkert meira :)
Svo auðvitað umhverfisvænar og MIKLU MINNA rusl ;)

_________________________________________
Dauðinn og samfélag FB síða: https://www.facebook.com/eittsinnskalhverdeyja/

"To me, Nature is sacred. Trees are my temples and forests are my cathedrals." ~ Mikhail Gorbachev

DiRo | 27. sep. '08, kl: 12:06:18 | Svara | Er.is | 0

Hvað eru margar bleyjur í Bambo pakkanum?

Snúsí2 | 27. sep. '08, kl: 12:08:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég nota alltaf pampes, mér finnst libero allt of þykkar!!

Arel | 27. sep. '08, kl: 12:08:43 | Svara | Er.is | 0

Ég nota alltaf Huggies núna á stelpuna. Finnst þær mjög góðar. En notaði bara pampers á strákinn minn, enda var það ekkert vesen og auðveldast að nálgast þær.

Marsblom | 27. sep. '08, kl: 12:23:31 | Svara | Er.is | 0

Það eru 56 bleyjur í Bambo allavega þær sem ég kaupi og það er fyrir 5-9kg

MissJones | 27. sep. '08, kl: 12:32:26 | Svara | Er.is | 0

Notaði nýburableyjur frá Pampers en skipti svo yfir í Libero. Finnst þær bæði betri og þær eru ódýrari í Bónus, allavega stærðin sem ég er að nota. Prófaði Euroshopper og finnst þær vibbi. Vantar teyjuna ( hvernig er hægt að nota bleyjur frá á 5- 8 eða 9 kg án þess að þær geti teygst eitthvað??), þær eru harðar og mér fa'innst þær ekki nærri eins rakadrægar þe fannst þeir alltaf rakir.

____________________________________________

Taktu lífinu ekki of alvarlega....
Við lifum það hvort sem er ekki af!!!

desjun | 27. sep. '08, kl: 12:45:52 | Svara | Er.is | 0

Ég hef alltaf notað Pampers en prófað ýmsar aðrar tegundir. Síðast var Pampers ekki til í Bónus þannig að ég keypti Libero, finnst þær næstskásti kosturinn.

Dularfull | 27. sep. '08, kl: 13:00:16 | Svara | Er.is | 0

ég nota huggies á mína því hún fær útbrot af öllu öðru, dýrustu bleyjurnar takk fyrir

er að spá í að færa mig yfir í tauið

Dularfull | 21. okt. '08, kl: 13:41:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég ætla að breyta svarinu mínu og segja tauið

er að fara út í það núna ogf hreynlega elska það

BigBang | 27. sep. '08, kl: 15:25:48 | Svara | Er.is | 0

Pampers finnst mér bestar. Hef verið með VIP þær leka og það er engin teygja í þeim, Libero verða einsog steypuklumpur við fyrsta piss og eru svo stórar og harðar, finnst ég alltaf þurfa að vera að skipta á dömunni ef að hún er með Libero. Þannig að hér á bæ er Pampers eina sem kemur til greina og kannski Huggies nema hvað þær eru dýrar.

Anídras | 27. sep. '08, kl: 15:36:31 | Svara | Er.is | 0

hef bara notað pampers á minn, þær virkuðu alveg frá byrjun, nenni ekki að brasa í að skipta ef að hinar leka svo bara..

--
fálkaorðan | 14. nóv. '13
Leiðin til helvítis er vörðuð af rómantískum uppástungum og hvítvínsglösum

*polo* | 27. sep. '08, kl: 15:38:31 | Svara | Er.is | 0

Mér fannst Libero bestar, sérstaklega buxnableiurnar. Það er svo vond lykt af Pampers.

__________________________
Á stelpu og strák :)

snilldarborn | 27. sep. '08, kl: 16:14:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála með lyktina af Pampers, hún er hræðileg.

Með kveðju,
Snilldarbörn
Faxafeni 9
108 Reykjavík
www.snilldarborn.com

kinanda | 27. sep. '08, kl: 17:39:16 | Svara | Er.is | 0

ég nota coop bleyjurnar fyrir mína litlu (tveggja mánaða) mig langar að nota g-diapers en ég hef bara ekki komið því í verk að panta þær...

------------
Ég er hætt í þessum leik!

úlfur&ída | 27. sep. '08, kl: 19:10:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

pampers og libero, nota þær í bland finnst einmitt koma svo súr lykt af pampers þegar minn kúkar, og það fer stundum upp á bak, en þær eru mykri og ekki eins fyrirferðamiklar, libero lykta minna og halda kúknum betur finnst mér en þær eru stífar og breiðar í klofinu.. svo ég læt libero á þegar meira líkur eru á kúkableiu annars pampers :o)

Anie | 27. sep. '08, kl: 19:30:41 | Svara | Er.is | 0

ég nota Huggies því hún fær alltaf útbrot og sveppasýkingar af Pampers, finnst huggies ótrúlega góðar!

*kanína* | 27. sep. '08, kl: 20:02:47 | Svara | Er.is | 0

libiro

supermam | 27. sep. '08, kl: 20:10:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við notum libero á okkar englabossa :)

**Lífið er fullkomið**

DiRo | 27. sep. '08, kl: 20:27:12 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk einmitt prufubleyjur frá Huggies einhverntíma og mér fannst þær ÆÐI, fást bara ekki hérna þar sem ég bý (eða allavega ekki svo ég viti). Svo finnst mér þær svo dýrar í Hagkaup... Fást þær einhversstaðar annarsstaðar en í Hagkaup?

manakrutt | 27. sep. '08, kl: 21:04:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég nota libero mér finst svo mikil pissulykt af pampers ;/

*Á sætustu krílin*

Maíbumbulíus | 27. sep. '08, kl: 21:09:31 | Svara | Er.is | 0

Af hverju eru huggies svona dýrar á íslandi?

Þær eru ekkert dýrari en hin merkin hér í DK.

Mér finnst þær einmitt laaangbestar.

ursuley1987 | 27. sep. '08, kl: 21:25:51 | Svara | Er.is | 0

Ég nota Libero og Pampers jafn mikið finnst þær jafn góðar og svo ef ég fer þar sem Huggies bleiurnar fást þá kaupi ég þær, finnst VIP, ES, coop og bambo ógeðslegar

DiRo | 27. sep. '08, kl: 23:02:47 | Svara | Er.is | 0

Ég veit ekki af hverju Huggies eru svona dýrar, ég held að pakkinn kosti um 2200 kr í Hagkaup... Mér finnst það dýrt... Fást þær einhversstaðar annarsstaðar en í Hagkaup, veit það einhver?

EiDóttir | 27. sep. '08, kl: 23:06:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær fást líka í Fjarðarkaup en ég veit ekki hvað þær kosta þar.

Þær voru til sölu í Nettó líka, en ég fer svo sjaldan þangað að ég veit ekki hvort þær eru þar enn.

Rúsínumús | 28. sep. '08, kl: 18:10:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Huggies eru á tæpann 1800kall í nettó

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*

óskin10 | 14. okt. '08, kl: 17:09:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2090 kr kosta huggies í nettó

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

DiRo | 27. sep. '08, kl: 23:03:29 | Svara | Er.is | 0

Hvað kostar pakkinn af Huggies í DK?

Maíbumbulíus | 28. sep. '08, kl: 20:58:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu ég er bara ekki alveg klár á því.
Það er nefnilega þannig að þær fara mjög oft á tilboð 2 fyrir 1. Ég man bara ekki hvað þær kosta.
Ég kaupi þær ef þær eru á tilboði en nota annars Coop bleyjur eða aðrar "noname" bleyjur.

Það er alltaf hægt að finna ódýrar bleyjur hér (meira og minna alltaf á tilboði).

Ef að ég vil spara Huggies nota ég ódýrar bleyjur með. T.d. nota Huggies þegar álagið er mest t.d. yfir nóttina en á morgnana og seinnipart dags nota ég ódýrari týpuna.

Adilheid | 27. sep. '08, kl: 23:11:51 | Svara | Er.is | 0

Fixes,hugges og libero nota ég. Alls ekki pampers sonur minn fekk svo mikla sveppasykingu af þeim.

Á 3 yndisleg gull :*

sskotta | 27. sep. '08, kl: 23:22:01 | Svara | Er.is | 0

Ég hef notað Libero buxnableyjurnar frá því að stubbarnir mínir voru 4ra mánaða ...

Aðal-ástæðan fyrir því að ég vel þær, er að þær þrengja minnst að og eru mjög teygjanlegar. Þó að þær séu aðeins þykkari en aðrar, þá finnst mér þægindin skipta mestu máli.
Rakadrægnin í þeim er mjög fín og ég finn enga lykt nema kanski eftir heila nótt.

Að lokum hefur mér fundist verðið á Libero bleyjunum ásættanlegt, var lengi um 1100 kr í bónus, en núna eru þær búnar að hækka í tæpar 1600 kr, en ég er ekki tilbúin að skipta ennþá. Sjáum hvað setur á næstu vikum.

Rúsínumús | 27. sep. '08, kl: 23:23:29 | Svara | Er.is | 0

Ég hata VIP og Libero.
Euroshopper vil ég helst ekki.
Pampers finnst mér frekar lélegar, en nota þær núna.
Fixies voru ágætar en láku svolítið í gegn bara.
Huggies voru voða þægilegar en ég hef ekki efni á þeim.
Coop voru rosa fínar, held ég kaupi þær næst ef ég nenni í Nettó.
Bamboo voru sæmilegar.
Múmínbleijurnar sem ég fékk í finnlandi voru ágætar líka ;) En fást auðvita ekki á íslandi!

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*

Rúsínumús | 27. sep. '08, kl: 23:24:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oh gleymdi, Imse Vimse taubleiurnar voru hörmung :S En ég kunni svosem ekkert að nota þær... Á að vera aukainnlegg í þeim?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*

tacitus | 28. sep. '08, kl: 00:08:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varstu að nota cover yfir þær?

_________________________________________
Dauðinn og samfélag FB síða: https://www.facebook.com/eittsinnskalhverdeyja/

"To me, Nature is sacred. Trees are my temples and forests are my cathedrals." ~ Mikhail Gorbachev

Rúsínumús | 28. sep. '08, kl: 15:40:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já einhverjar bleiubuxur :)

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*

4rassálfar. | 28. sep. '08, kl: 02:28:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afhverju villtu ekki euro sopper

Rúsínumús | 28. sep. '08, kl: 15:41:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

stelpan var með þær um nótt um daginn og kúkaði svo um morguninn (kúkar yfirleitt um leið og hún vaknar) og það fór út um ALLT, samt var þetta bara venjulegur kúkur :(

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*

Rúsínumús | 28. sep. '08, kl: 15:41:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og bleian var svona 5 kíló hahaha

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*

bakaribakari | 28. sep. '08, kl: 01:48:18 | Svara | Er.is | 0

Libero! Ekki spurning. Finnst allt of mikil pissulykt af Pampers. Prófuðum Fixies um daginn en þær eru hræðilegar, leka og dagmamman vildi ekki sjá þær.
Notuðum Huggies þegar við vorum í usa og þær voru ágætar líka.

4rassálfar. | 28. sep. '08, kl: 02:27:07 | Svara | Er.is | 0

eurosopper því þær eru ´´odýrarstar ...eða það var sko ástæða upprunalega...en í da vegna þess að mér finnst þær betri en pammpers...

hefði samt vilja nota tau

EiDóttir | 28. sep. '08, kl: 10:30:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefðir?

Hvað er dóttir þín orðin gömul?

4rassálfar. | 28. sep. '08, kl: 11:48:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

14 mánaða

EiDóttir | 28. sep. '08, kl: 13:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá ertu ekkert of sein og þarft ekki að segja hefði :P

Ég byrjaði að nota tau á minn af alvöru þegar hann var 13mán.

erg | 28. sep. '08, kl: 11:41:35 | Svara | Er.is | 0

Eins og er kaupi ég alltaf pampers í grænu, virðast bæði þola það.

strákurinn minn brann á bossanum eftir Huggies þannig að ég hætti að nota þær, stelpann verður rauð af pampers active fit þannig að þær eru heldur ekki notaðar.

Mér finnst libero eitthvað svo þykkar, en get svo sem hugsað mér að endurskoða það seinna meir (prófaði seinast nr. 2) Euroshopper keypti ég einu sinni, gaf pakkann. Fannst þær ferlegar.

Annað hef ég nú ekki prófað....

dúdda10 | 28. sep. '08, kl: 13:44:13 | Svara | Er.is | 0

Hef alltaf notað libero, hef prufað pampers en það kemur svo mikil pissulykt

Serenity | 28. sep. '08, kl: 15:52:48 | Svara | Er.is | 0

Ég er að nota Bambo á minn gaur og finnst þær bara mjög fínar:O)

~I live my life the same way I surf a wave ~ I just go with the flow ~

LafðiGeðprúð | 28. sep. '08, kl: 19:34:20 | Svara | Er.is | 0

ég nota taubleiur en ef ég neyðist til að nota bréf þá nota ég huggys

A.Sara | 28. sep. '08, kl: 22:16:11 | Svara | Er.is | 0

ég nota engöngu tau, hef ekki átt til né sett á hana bréf síðan hún var rúmlega 3 mánaða :) finnst þær æði bara og ætla ekkert í bréfið aftur, finnst þetta ekkert mál.

dagmamma langholtsvegi 164 | 2. okt. '08, kl: 10:42:43 | Svara | Er.is | 0

Ég hef notað held ég allar bleyjur á markaðnum, nota helst tau og finnst það best (FuzzyBuns er algjör snild) af pappableyjum finnst mér Fixies lang-langbestar - það er ekki mikið af aukaefnum í þeim og ungbarnalæknar mæla með þeim og þetta eru bleyjurnar sem eru inni á fæðingardeildunum og barnaspítalanum. Euroshopper kom mér reyndar ótrúlega á óvart, þær eru ódýrar og ótrúlega góðar veit reyndar ekki hversu mikið af aukaefnum eru í þeim en örugglega ekki mjög mikið miðað við þykktina. Pampers nota ég ekki nema ég vilji að barnið fái sveppasýkingu og lykti illa (Hef prófað nokkrum sinnum og það gerist alltaf) Svo eru sömu efni í pampers og eru í Always dömubindunum - þið sem viljið þau ekki ættuð að hugsa ykkur um að lát börnin fá pampers!!!! Ástæðan fyrir því að þær séu svona þunnar eru öll aukaefnin í staðin fyrir bómulinn.

Geller | 2. okt. '08, kl: 11:16:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

reyndar eru Libero hérna á íslandi á fæðingadeildinni og á vöku

Sögumaður | 3. okt. '08, kl: 16:42:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvar fást fixies?

Sögumaður - orðin fullorðin - á ÞRJÚ börn!

Rúsínumús | 4. okt. '08, kl: 13:56:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í krónunni

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*

dagmamma langholtsvegi 164 | 20. okt. '08, kl: 10:46:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær fást í krónunni og í apótekum
Þessar bleyjur hafa alltaf verið þegar ég hef farið niður á sjúkrahús átti reyndar ekki í rvk heldur á akranesi.

miss Alvia | 2. okt. '08, kl: 10:49:26 | Svara | Er.is | 0

ég er í tauinu að mestu og elska bleiurnar okkar.

einstaka sinnum nota ég coop eða bamboo inn á milli.

kv. Alvia

---

rah | 2. okt. '08, kl: 10:57:13 | Svara | Er.is | 0

Ég er aðallega í tauinu en ef ég þarf að grípa í bréfið þá kaupi ég Moltex bleyjur.

Kveðja, rah c",)

odyrt | 2. okt. '08, kl: 11:24:37 | Svara | Er.is | 0

Ég nota Libero og hef alltaf gert. Prófaði einu sinni Pampers þegar Libero var ekki til í réttri stærð í Bónus og það var ekki nógu gott, lak í gegn yfir nóttina þó þetta væri eitthvað sem hét næturbleyjur og kom bara vond lykt. Síðan keypti ég einu sinni Euroshopper pakka til að prófa af því að þær eru svo ódýrar en hann fékk svakaleg útbrot af þeim þannig að ég henti restinni af pakkanum. Datt ekki einu sinni í hug að auglýsa hann gefins hérna, hugsaði bara að enginn gæti notað þetta :/
En Libero eru mjög góðar :)

learning | 2. okt. '08, kl: 12:30:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Moltex Öko

Borki | 3. okt. '08, kl: 01:59:59 | Svara | Er.is | 0

Taubleiur.

______________________________________
óska eftir að kaupa monopoly!

kristindogg | 4. okt. '08, kl: 14:55:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama ég nota taubleyjur

GoldieLocks | 3. okt. '08, kl: 02:59:01 | Svara | Er.is | 0

Ég nota Pampers og er mjög ánægð (nema ég hef ekki geta fundið stóru kassana í Bónus undanfarið, er frekar fúl yfir því).
Ég prófaði Libero og strákurinn minn varð alveg brjálaður, ég fann það bara sjálf hvað þær voru stífar á honum þannig ég var fljót að hætta með þær og fór aftur í Pampers.

--------------------------------------------------

Á flottasta strák í heimi :)

--------------------------------------------------

bergros16 | 3. okt. '08, kl: 10:10:05 | Svara | Er.is | 0

Ég notaði minstu týpuna af Libero og þegar hún var orðin of lítil var næsta stærð af Libero ekkert að virka, skipti þá yfir í pampers (sem ég er enn að nota) og finst þær rosa góðar. En ég hef notað euroshopper bleyjurnar með pampers, notað þær reyndar eingöngu yfir daginn ef við erum bara heima en hef sett pampers á hann yfir nóttina og ef við erum að fara e-ð (finst ég þurfa að skipta örar um euroshopper bleyjuna).

BerglindSH | 3. okt. '08, kl: 15:53:28 | Svara | Er.is | 0

nota bara Huggies, lang "hollustu" bleyjurnar. Henta líka börnum með ofnæmi og mjög viðkæma húð. Loft kemst betur að húðinni en með venjulegum bleyjum, gott ef barninu hættir til að fá sveppi eða bruna.
Ekkert svo dýrar eftir að þær fóru að fást í Krónunni.

BerglindSH | 3. okt. '08, kl: 15:57:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta átti að vera FIXIES...

Dularfull | 4. okt. '08, kl: 16:25:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvar fást þær

Mugison | 3. okt. '08, kl: 15:56:57 | Svara | Er.is | 0

Ég nota Libero því þær henta mínu barni vel, hún fékk útbrot af Pampers. Reyndar hef ég keypt Þýskar bleyjur í Krónunni sem mér finnst svipaðar og Libero. Er mjög ánægð með þær líka.

þegar | 4. okt. '08, kl: 13:54:40 | Svara | Er.is | 0

Sæl/ar hvar fæ ég FIXIES bleyjur?

og já annað hvað er þetta með að það vantar svo oft stærðir inni er þetta einhver leikur hjá búðunum? mér finnst þetta gerast ansi oft.

Ég kaupi Libero fór í bónus um dagin og keypti bleyjur sem er nú ekki frá sögu færandi nema að ég kaupi alltaf númer 4 en ruglaðis og keypti númer 3 sá það þegar að ég var búin að borga. Erlend stúlka á kassanum ég var að reyna útskyra fyrir henni að ég hefði keypt viltlausa stærð og var að reyna fá leyfi hjá henni til að fara inn og fá mína stærð eftir smá táknmál og annan erlendan starfsmann hehe þá fékk ég leyfi til að sækja mína stærð.

En nei nei ekki til svo ég fer bara á kassan og segi að þær séu ekki til. Spyr stúlka númer 3 hvort að ég vilji ekki bara fá endurgreitt sem ég þáði.

Vá hvað mér fannst ég fá mikinn pening endurgreidann einn þúsundkall einn fimmhudruð hundraðkall og eittvhvað smátt.

bauspence | 4. okt. '08, kl: 16:11:35 | Svara | Er.is | 0

Ég nota pampers eða libero, hef ekki þorað að kaupa þessar ódýrustu þar sem ég hef lent illa í svona ódýrum úti á Spáni, útbrot og læti. Ég kaupi þær yfirleitt í Bónus þar sem þær eru ódýrari þar en í Krónunni.

DirtyDiana | 4. okt. '08, kl: 17:28:48 | Svara | Er.is | 0

ég nota alltaf pampers, en er að hugsa um svona í sparnaðarskyni að nota euroshopper á daginn er pampers á nóttunni.

_____________________________
You can't do your best when you're doubting yourself. If you don't believe in yourself, who will?

gatan | 14. okt. '08, kl: 16:32:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nota Pampers en hef neyðst til að nota Libero og þá er það þannig að það þarf að skipta á barninu á ekki minna en 2 tíma fresti :(

Frostrós | 14. okt. '08, kl: 16:45:18 | Svara | Er.is | 0

Mamma er með euroshopper heima hjá sér. Við notum libero hér heima, tengdó er með pampers heima hjá sér. Okkur finnst libero bestar en hinar eru fínar svo lengi sem þær eru ekki notaðar lengi því þá fær hann útbrot eftir þær.

Kv. Frostrós

*Sverige* | 14. okt. '08, kl: 17:11:17 | Svara | Er.is | 0

ég nota alltaf pampes, mér finnst libero allt of þykkar

Sölusiða 113 Reykjavik
http://www.facebook.com/Solusida113Reykjavik

Monza | 14. okt. '08, kl: 18:09:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota euroshopper,libero up&go eða VIP baby. Pampers hefur alltaf farið rosalega illa með báða strákana mín brunnið svo hryllilega illa af þeim og fengið útbrot og þær virðast alltaf leka og verið bara lélegar í alla staði!!! Það virðist bara vera að litli guttinn minn þoli bara ódýra "draslið" betur en þetta dýra DRASL!

--------------------------------------------------------------------------------------
Er hársnyrtinemi og er til í að taka að mér klippingar, litun og hárgreiðslur.

UniqueDoggy | 21. okt. '08, kl: 11:26:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég notaði euroshopper á minn dreng. fanst þær bestar Mér finst pampers ÓGÉÐ. Þau verða blaut í gegn og fá útbrot. Ég nota núna Libero xl á minn og fíla þær vel bæði up and go og venjulegar.

holka88 | 20. okt. '08, kl: 12:02:49 | Svara | Er.is | 0

LIBERO

Á fallegustu börnin
Prinsessan fædd 25.nóvember 2007
Prinsinn fæddur 14.júlí 2009

Arkitektinn | 21. okt. '08, kl: 11:31:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota libero. Ég prufaði pampers þegar ég kom heim af fæðingardeildinni en krílið fékk útbrot á innan við sólarhring undan þeim. Síðan þá hef ég bara verslað mínar libero bleyjur á næstum því fjórum sinnum ódýrara verði en þessar pampers bleyjur í Rekstrarvörum og aldrei notað annað en svampa og grisjur á litla bossann. Það hefur sparað okkur heilmikið fyrir utan það að bossinn hefur ekki orðið rauður síðan þetta með pampers incidentið...

kranastelpa | 21. okt. '08, kl: 12:12:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég nota huggies og hreinlega dái þær.. ég panta mínar bara frá bandaríkjunum í miklu magni og það munar alveg þó nokkru á verði eftir að búið er að borga sendingarkosnað og allt meðfylgjandi..
Lenti í því um daginn að þær kláruðust áður en hin sendngin kom og keypti pampers því huggies eru solltið dýrar hér heima og mér finnst pampers eginlega bara hræðilegar :S fannst alltaf að þegar hún var búin að pissa mikið að þær væru eiginlega bara rakar í gegn, allavegana voru fötin hennar pínu rök og lykt komin af þeim..
en það eru skiptar skoðanir á þessu, ætli manni finnist ekki bara best það sem maður þekkir sjálfur :)

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

gatan | 21. okt. '08, kl: 14:15:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vissi ekki að það væru til Pampers bleiur í Rekstrarvörum? Er það eitthvað nýtt hjá þeim? Hef bara séð Fixies bleiurnar hjá þeim.....

lotta80 | 21. okt. '08, kl: 13:58:10 | Svara | Er.is | 0

libero buxnableiur. Kosta aðeins meira en kemur aldrei útfyrir. Mæli með þeim
lotta80

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48022 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123