Hvaða tryggingafélag er best?

andi | 24. sep. '04, kl: 10:11:34 | 1280 | Svara | Er.is | 0
Hvaða tryggingafélagi mælið þið með og af hverju er það betra en annað?
Niðurstöður
 VÍS 57
 Íslandstrygging 22
 Sjóvá-Almennar 69
 Tryggingamiðstöðin 45
Samtals atkvæði 193
 

Ég er í þeirri stöðu núna að þurfa/vilja skipta um tryggingafélag en veit ekki hvert ég ætti að beina viðskiptum mínum næst.
Ég man ekki eftir fleiri tryggingafélögum þar sem hægt er að hafa allar tryggingar, sama hvaða nafni þær nefnast, svo þið verðið bara að bæta þeim við í textanum sjálfum.

Viljið þið líka vera svo væn að segja reynslusögur af þessum félögum, hvort sem þær eru góðar eða slæmar?

Takk fyrir.
Hugs-andi tryggj-andi.

 

Nóvember | 24. sep. '04, kl: 10:13:09 | Svara | Er.is | 0

Við erum hjá Sjóvá og líkar bara ágætlega, höfum alltaf fengið góða þjónustu þar

Estro | 24. sep. '04, kl: 10:14:14 | Svara | Er.is | 1

Mín reynsla :

Ég fékk glataða þjónustu og var með dýra tryggingu hjá VÍS, hringdi svo í flest tryggingafélögin og bað um tilboð, fékk besta tilboðið frá Sjóvá + bestu þjónustuna.

ZUMBA ZUMBA ZUMBA

** ♥ WorldClass♥ **

Perlukonan | 24. sep. '04, kl: 10:20:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef alltaf tryggt bílana mína hjá íslandstryggingu og það hefur komið ódýrast út og núna mundi ´eg eftir að segja upp heimilistryggingunni hjá tm og færa hana til íslanstrygginga og vegna þess að ég var með bílinn þar fékk ég afslátt sem er eins og ég borgi 2000 í heimilistrygginguna og ég keypti frystikistu tryggingu því hún er í kjallaranum og alltaf hálffull af mat sem væri dýrt að missa ef rafmagnið færi.
Ég er að borga 85 cirka fyrir Rav með full kaskó, heimilis og frítímaslysatryggingu, og frysti trygginguna.

Hugfangin | 24. sep. '04, kl: 10:16:10 | Svara | Er.is | 0

Þig vantar Vörð þarna inn í. Þeir voru með besta tilboðið í tryggingarnar mínar á sínum tíma. Er ekki ánægð með Sjóvá vegna fyrri reynslu
Bkv. Hugfangin

..... | 24. sep. '04, kl: 10:17:47 | Svara | Er.is | 0

Við erum hjá Vís og ég er ekki alveg sátt við ýmislegt þar.

Vinnubrögðin oft ansi flumbursleg, mjög fegin að vera að hætta með allt þar.

Júlía Jóns | 24. sep. '04, kl: 10:18:36 | Svara | Er.is | 1

Vörður, er með allt mitt þar. Fékk svaka mega tilboð frá Sjóvá í vor, en þeir voru samt dýrari en Vörður.

Blómadrottning | 24. sep. '04, kl: 10:24:01 | Svara | Er.is | 0

ég er hjá vís..fannst tryggingarnar orðnar heldur dýrar svo ég ætlaði að flytja mig um tryggingarfélag en samviskubitið að naga mig því þeir voru búnir að standa sig svo vel en svo hringdi ég í þá og sagði að ég væri að skipta um tryggingarfélag. og konan bað mig að hinkra í nokkra klst...og vitið menn það er víst hækt að prútta við þessi tryggingarfélög??? allaveganan fékk ég dágóðan afslátt hjá þeim sem var mun meiri en tilboðið sem ég fékk hjá íslandstryggingu...
Bara mín reinslusaga..og líka hef ég lent í morgum óhppumá þessu ári...maðurinn minn hjólaði á bíl var í órétti svo við urðum að borga allan bílinn..gjörsamleg beiglaður eftir veltuna hjá honum...svo slökkti frystikistan á sér..guð ég grét úr mér augun allt kjötið sem við áttum jú við fengum það bætt, fórum í ferðalega og ískápurinn slökkti á sér..guð má vita hvað var í gangi og við fengum gólfi bætt og núna var vatnið tekið af bænum og svo þegar það var sett aftur á þá gaf einn ofn sig hjá okkur og inn á nýlagða gólfið hjá okkur og allt upphleipt og inn i´eldhús og allt í molli...já og þeir eru að meta það núna... Svo nýji flotti bíllinn minn ég klessti á sjáfan mig...hata að keyra með kerrur og þurfti að bakka svo ég dúndraði kerruni á bílinn...guð kelling við stíri..he..he.( er í kaskó svo ég þurfti ekki að borga eins mikið sjálf)

SKIL EKKERT Í ÞEIM AÐ HAFA EKKI LOSAÐ SIG VIÐ OKKUR..HE..HE.. og það hefur á 7 ára tryggingarfelinum mínum bara 1 óhapp gers svo allt í einni runu..

Gangi þér vel að velja á milli..bara að hringja og ath.

andi | 24. sep. '04, kl: 10:33:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gaman að heyra þessar sögur og komið með fleiri ef þið getið. En segið mér hvað tryggingafélag er Vörður? Ég hef aldrei heyrt það nefnt. Er það nýtt?

Rugl-andi.

HB970007 | 24. sep. '04, kl: 11:17:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er tryggingafélag sem byrjaði á Akureyri held ég

»·´`·..·´`·» »·´`·..·´`·» »·´`·..·´`·»
stelpa 97, strákur 00, skrákur 07
»·´`·..·´`·» »·´`·..·´`·» »·´`·..·´`·»
HR-ÞRIF ehf
gsm 8694901 Rúnar

hvellur | 24. sep. '04, kl: 10:34:11 | Svara | Er.is | 0

mæli hiklaust með Sjóvá...hef alltaf fengið frábæra þjónustu

Yxna belja | 24. sep. '04, kl: 10:45:14 | Svara | Er.is | 0

Ég var búin að vera hjá Sjóvá nánast frá upphafi. Ég lenti í veseni með þá um síðustu áramót og það endaði með því að ég flutti allar mínar tryggingar til TM, það þarf örugglega mjög mikið til til þess að ég svo mikið sem hugsi um að fara til Sjóvá aftur.

En þeir um það. Þeir fórnuði viðskiptavini sem er með allar hugsanlegar tryggingar, var alltaf í skilum og alltaf tjónlaus (eina sem ég hef nokkurn tíman fengið til baka frá þeim var að þeir bættu mér einu sinni hjól sem var stolið) vegna þess að þeir neituðu að endurgreiða mér 10-15þ sem þeir "stálu" af mér *ARG*. Ég sem var að borga þeim um 150þ á ári í tryggingar, hefði nú haldið að þeir væru að græða nóg á mér til þess að geta verið sanngjarnir.

En anyways, ég lét gera tilboð og TM kom best út, tryggingarnar hjá mér lækkuðu alveg um 20-30% frá því sem þær voru hjá Sjóvá þannig að þetta endaði allt vel (vona ég, ég hef ekki enn lent í neinu tjóni)

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Anja | 24. sep. '04, kl: 11:12:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við hringdum í mörg tryggingafélög um daginn og báðum þau um að gera okkur tilboð, erum með 2 bíla. Og það kom langbest út hjá Íslandstryggingu. Er hjá þeim núna og er alsæl. Svo var maðurinn minn eitthvað að tala um að maður borgar þeim bara 10 mánuði á ári....

________________________
Been there...broke that.

HB970007 | 24. sep. '04, kl: 11:14:27 | Svara | Er.is | 0

vörður ég er með allt mitt þar og líka bara vel

»·´`·..·´`·» »·´`·..·´`·» »·´`·..·´`·»
stelpa 97, strákur 00, skrákur 07
»·´`·..·´`·» »·´`·..·´`·» »·´`·..·´`·»
HR-ÞRIF ehf
gsm 8694901 Rúnar

Metropolis | 24. sep. '04, kl: 11:23:43 | Svara | Er.is | 0

oj sjóvá :( ég var með bilinn min hjá þeim og svo innbu og svoleiðis þegar eg fór að búa og þeir vildu ekkert fyrir mig gera kúkalabbarnir fruss... Fór svo til Vís og er tryggð í´topp með líf, sjúkdóma, bíl heimili og fjölskyldu fyrir sama verð og bara bíllinn var hjá Sjóvá.

~dedicated follower of fashion~

Estro | 24. sep. '04, kl: 12:12:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rosalega er þetta skrýtið með tryggingafélögin, virðast græða á sumum á meðan aðrir
fá svaka góða díla.
þetta var einmitt öfugt við þig metropolis hjá mér, sko ég fékk fullt af tryggingum hjá
sjóvá fyrir sama verð og BARA bíllinn var hjá VÍS . Stórfurðulegt alveg!

ZUMBA ZUMBA ZUMBA

** ♥ WorldClass♥ **

Sunbeam | 24. sep. '04, kl: 11:24:08 | Svara | Er.is | 0

Ég hef alls ekki góða reynslu af Sjóvá, lenti í bílslysi og þeir reyndu að segja okkur að bílinn væri ekkert svo slæmur.... hann var í klessu. Aftursætin voru meira að segja brotin! Þeir neituðu að láta okkur hafa bílaleigubíl því það var víst ekki á hreinu hver væri í rétti, ég meina ég var kyrrstæð og bíll dúndraði aftan á mig á 70 km hraða! Löggan varð að ítreka skýrsluna sína þar sem kom fram að ég væri í 100% rétti, ég hét þess heit að tryggja aldrei aftur hjá Sjóvá og hef staðið við það.

Í dag er ég hjá VÍS með allt mitt, bílatryggingarnar og bíllinn er í kaskó með minnstu sjálfsábyrgðina, F plús heimilstrygginuna sem er með nánast öllu inní, líftryggingu og sjúkdómatrygginu... ég borga tæp 100 þús á ári í þetta allt og ég er 23 ára og ný farin að tryggja á mínu nafni.

Ég hringdi bara í öll félögin og bað um tilboð í allann pakkann og VíS var með besta tilboðið! Ég er til dæmis að borga minna í tryggingar af bílnum mínum sem er Passat heldur en ég gerði þegar ég var með bíl á mömmu nafni sem er tjónlaus með fullan bónus og það var Polo! Munar alveg 20 þús á mánuði.

Það er sko alveg hægt að prútta við tryggingafélögin ef maður er með ágætispakka sem maður ætlar að flytja til þeirra í staðinn eða fara annað!

andi | 24. sep. '04, kl: 17:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fleiri sögur?

nerd | 24. sep. '04, kl: 18:43:52 | Svara | Er.is | 0

ég færði mig frá VÍS yfir í Íslandstryggingu snemma á árinu, ætla að endurskoða tryggingarnar aftur fyrir þessi áramót, fá tilboð frá tryggingafyrirtækjunum og sjá hver bíður mér bestu kjörin.

*Líf | 24. sep. '04, kl: 19:26:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er hjá sjóvá og hef verið þar frá upphafi. Mér líkar ágætlega þar og hef þurft að leita til þeirra nokkrum sinnum og alltaf verið sátt.

Núna í sumar barst eiithvað í tal milli okkar og vina okkar trygginarmál, hvað við værum að borga þá kom í ljós að við vorum að borga himinháar tryggingar hjá Sjóvá og okkur var ráðlagt að leita eftir tilboðum, en það var eitthvað sem við höfðum aldrei gert.

Bara við það að labba inn og biðja um yfirlit yfir tryggingarnar mínar lækkuðu þær um 15.þ. við fórum svo til Vís, Tm og hringdum í íslandstryggingu og vörð, við fengum tilboð frá þeim öllum og þar kom TM best út, Vís var allt í lagi en þar var vatnstjónatryggingin vegna íbúðarhúsnæðis sem gerði það að verkum að við vildum ekki fara þangað. (32.þ. sjálfsábyrgð vegna vatnstjóna vegna húsa sem eru 30 ára+, annar staðar er möguleiki á engri sjálfsábyrgð.) við höfum lent í þremur minniháttar vatnstjónum það dýrasta metið upp á 40 .þ. þið getið séð hvað ég hefði fengið þá frá Vís.

Allavega fórum við aftur í sjóvá og báðum um tilboð frá þeim og sögðum þeim hvað væri búið að bjóða okkur annars staðar og þeir jöfnuðu það út, þannig að við enduðum með 40.þ ódýrari tryggingar án þess að skipta um félag :)

roadrunner | 24. sep. '04, kl: 20:22:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko, ég hef alveg ýmislegt um þetta að segja en ég ætla nú samt að reyna að drekkja ykkur ekki í upplýsingum:)

Síðasta árið hefur Íslandstrygging verið að ógna stóru félögunum ansi mikið og því hafa flestir sem fengið hafa tilboð þaðan getað farið til félagsins síns og fengið fram lækkun sem samsvarar nýja tilboðinu. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það fáránlegt þar sem þeir voru nú ekkert sérstaklega mikið að reyna að lækka tryggingarnar áður en Íslandstrygging kom til sögunnar! Þeirra mottó hefur nefnilega verið það frá upphafi að mynda samkeppni á markaðnum og halda iðgjöldunum niðri. Þeir eru líka með lægstu sjálfsábyrgðina, við fengum til dæmis húseigendatryggingu á blokkina okkar með enga sjálfsábyrgð þannig að við þurfum ekki að borga krónu ef það brotnar t.d. rúða. (okkar blokk er reyndar alveg ný).

Nú er reyndar að draga úr því að hægt sé að gera þetta því að tryggingafélögin hafa fengið á sig harða gagnrýni vegna þessa. Svo heyrði ég reyndar nokkur dæmi um það að fólk fékk fram lækkun hjá félaginu sínu (vís, sjóvá eða tm) en svo hækkuðu iðgjöldin aftur helmingi meira á næsta gjalddaga.

Svo er það sem mér finnst best við Íslandstryggingu að þar er besta þjónusta því að þú ferð bara í næstu tryggingamiðlun, Tryggingamiðlun Íslands til dæmis og færð þar þinn eigin þjónustufulltrúa. Þeir eru nefnilega ekki beinlínis að vinna hjá Íslandstryggingu, ég veit ekki alveg hvernig á að útskýra það en þetta er samt einhvern vegin þannig að þeir eru að vinna fyrir fullt af félögum og eru þá hlutlausir gagnvart félögunum.

Ég hljóma kannski svolítið hlutdræg en það er bara af því að ég er orðin svo sjúklega þreytt á þessum skorti á samkeppni sem var búinn að vera á tryggingamarkaðnum:)

tenchi okasan | 24. sep. '04, kl: 20:23:13 | Svara | Er.is | 0

ég er hjá VÍS og er ánægð þar ....

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

blomid | 24. sep. '04, kl: 20:27:32 | Svara | Er.is | 0

Við erum hjá TM og foreldrar mínir líka .. við fórum bara til tryggingafélaganna og báðu þau um að gera tilboð í allar tyrggingarnar okkar (og m&p líka) ... og fengum best og ódýrasta tilboðið hjá þeim. Kallinn er líka voða sáttur að tryggingarnar virðast minnka á hverju ári;) (eða s.s. gjaldið f/tryggingarnar)

__________________________________________________________
“Beneath the makeup and behind the smile I am just a girl who wishes for the world.” Marilyn Monroe

Toygirl | 24. sep. '04, kl: 22:38:11 | Svara | Er.is | 0

Við höfum verið hjá Verði í nokkur ár og mjög ánægð en ég hef af og til fengið tilboð í tryggingarnar frá öllum þessum tryggingafélögum og Vörðurinn hefur verið að standa sig best. Erum einmitt að fara að skoða tilboðin sem við fengum um daginn og ákveða hvort við flytjum okkur.

Toygirl - :D

TJ108 | 24. sep. '04, kl: 22:44:42 | Svara | Er.is | 0

Ég er hjá Sjóvá og hef fengið mjög góða þjónusta þar... en ég hef ekki lent í neinu tjóni þ.a. ég veit ekki hvernig þeir standa sig þegar maður þarf að fá e-ð bætt. Þar á undan var ég hjá VÍS, lenti þá heldur aldrei í tjóni en þjónustan var vægast sagt ÖMURLEG... ég var marg rukkuð um tryggingar sem ég var löngu búin að borga, ég ákvað að hætta með eina tryggingu en þeir "gleymdu" alltaf að taka hana út og rukkuðu og rukkuðu o.fl. álíka skemmtilegt. Ákvað að lokum bara að skipta yfir í Sjóvá og það er miklu ódýrara fyrir mig.

RaggaH | 24. sep. '04, kl: 22:48:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við erum hjá TM og ekki með neinar smá tryggingar. Þeir koma rosa vel fram við okkur og við erum alsæl með þá.

www.hross.blog.is

Soheir | 26. sep. '04, kl: 23:15:22 | Svara | Er.is | 1

(kona mín "Rósalind" bað mig að svara þessari umræðu þar sem ég bý yfir mikil þekkingu á tryggingum. Byrja á því að kynna mig ég heiti Sveinn og starf mitt er er að miðla tryggingum. Nú hvaða tryggingafélag er best?? þessari spurningu verður að brjóta niður í 2flokka annarsvegar eignatryggingar sem er Húsnæði og Ökutæki og Persónutryggingar sem er Sjúkdóma og Líftryggingar.

Eignatryggingar bjóða Vís, Sjóvá, TM, Íslandstrygging og Vörður. Satt að segja er eini munurinn á þessum félögum Þjónustan og Verðið. hjá þeim stóru (Vís,Sjóvá og TM) er léleg þjónusta maður veit ekkert við hvern maður á að tala við né hvert maður á að snú sér ef svo óheppilega vildi til að maður lendir í tjóni. Þau rukka allt of mikið fyrir þær tryggingar sem þau bjóða uppá. Ég var með kúnna um daginn sem lækkaði iðngjöldin hjá sér um 90þús með því að fara yfir í Vörð og annan fyrir 2mán síðan sem lækaði um 79þús sem fór yfir í Íslandstryggingu.

Persónutryggingar bjóða Öll félögin málið er bara að sjúkdómatryggingin er ekki nógu góð hjá íslensku félögunum ég myndi mæla með Sjúkdóma og Líftryggingum í gegnum breskt félag sem heitir Friends Provident sem er yfir 100 ára gamalt félag þar sem þúi ert að fá frábæra tryggingu og spara þér fullt af penningum í leiði.
Smá samanburður á íslensku og Breskafélaginu : sjúdómatryginginn hjá bretunum tryggir 27 Sjúkdóma Íslensku 14, Hjá FP er krabameinn bæði ill/góðkynja innifalið hjá íslensku ekki, hjá FP eru börnin tryggð án aukagjalds enn hjá íslensku ekki, ef til útborgunar kemur þá er skattlaust hjá FP enn hjá Íslensku þarf að borga skatt.

Jæja vonandi hef ég náð að svara spurningu ykkar nógu vel í megin dráttum er Íslandstrygging og Vörður besta leiðinn í Eignatryggingum en Friends Provident í Persónutryggingum. Ef þið vilið vita meira eða tryggja geti þið haft samband við mig í símum 511-1076, 821-4384 email: sveinn@tmr.is svo geti þið nátturlega látið Rósí vita ég er búinn að segja henni að vinir og kunningjar hennar fá 5% aukaafslátt hjá mér.

kv, Denni (maður hennar Rósí"Rósalind")










Celestial | 26. sep. '04, kl: 23:34:03 | Svara | Er.is | 0

Ég er með mitt hjá Verði (nema persónutryggingarnar, þær eru hjá Alþjóða) og er sátt og sæl með þjónustuna sem ég hef fengið þar. Ég var alltaf hjá VÍS en eftir að hafa lent á furðulegasta sölumanni aldarinnar frá þeim þá skipti ég snarlega yfir.

H.th | 26. sep. '04, kl: 23:37:13 | Svara | Er.is | 0

mundu bara að bera saman SMÁA letrið og eigin áhættu þegar þú berð saman tryggingarfélög. Eitt getur verið langódýrast en samt langdýrast ef þú lendir í einhverju, t.d. með sjálfsábyrgð.

Celestial | 26. sep. '04, kl: 23:39:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eitt af því sem ég var mjög hrifin af hjá Verði var að þeir útlista alveg nákvæmlega hvað felst í tryggingunum á blaði sem fylgdi tilboðinu sem ég fékk. Hjá VÍS fékk ég líka tilboð en á því stóð ekkert nema verðið.

jongunn | 6. sep. '21, kl: 14:54:59 | Svara | Er.is | 0

Sama okur hjá þeim öllum gera bara með sér samkomulag.glæpur og Okur sama hver afkoman er þetta er allt lögvendað ekki vaknar alþingi eð ráðherra fíflin til neisns

_Svartbakur | 6. sep. '21, kl: 15:17:15 | Svara | Er.is | 0

Það tryggingafélag er klárlega best sem greiðir ekki út bætur vanhugsað.
TM er örruglega skásta tryggingarfélagiið.

tlaicegutti | 6. sep. '21, kl: 23:16:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svara gamall þráð síðan 2004

leonóra | 7. sep. '21, kl: 07:15:26 | Svara | Er.is | 0

Hafðu í huga að Tryggingarfélög borga ekki til baka nema þau neyðist.  Lestu smáa lestrið í skilmálunum t.d. fyrir líftryggingarnar þá skilurðu hvað ég meina.  Tryggingafélög eru rétt eins og bankarnir - með axlabönd og belti.  Þau eru aldrei hliðholl notanda nema þau neyðist og hugsa fyrst um eigin hagnað.  Held að ríki engin samkeppni milli þeirra frekar samráð og því séu þau öll sami grauturinn. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 7.10.2023 | 13:54
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 29.9.2023 | 11:00
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
Síða 6 af 45819 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Kristler, annarut123, Guddie, Bland.is, Paul O'Brien