Hvar út á landi er gott að búa

Voldemore | 23. maí '16, kl: 16:43:59 | 736 | Svara | Er.is | 0

Langar að flytja út á land en veit ekki hvert. Það er svo dýrt að búa í R.vík, leigan svo himinhá. Hvert ætli sé best að fara? Hvaða bæjarfélag vantar fólk í vinnu?
Getið þið mælt með fjölskylduvænu bæjarfélagi sem tekur vel á móti nýjum nágrönnum :)

 

daggz | 23. maí '16, kl: 17:02:02 | Svara | Er.is | 1

Bolungarvík, vantar bæjarstjóra, skólastjóra, leikskólastarfsmenn o.fl. Finnur hvergi fallegri stað ;)

--------------------------------

Petrís | 23. maí '16, kl: 18:02:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er yfirleitt matvöruverslun þar? Ég kom þar síðastliðið sumar og húsin illa hirt og bærinn líka, allt virtist lokað og engin þjónusta?

daggz | 23. maí '16, kl: 18:22:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Uuuu, í hvaða bæ varst þú eiginlega? Bærinn er mjög snyrtilegur, húsin flest nokkuð vel hirt og meira að segja stöðugt verið að betrum bæta. Það eru tvær matvöruverslanir, sjoppa og öll helsta þjónusta (póstur, banki, allskyns fyrirtæki, smávöruverslanir, hár- og snyrtiþjónusta o.fl.). Fyrir utan að hérna er vinsælasta sundlaugin á norðanverðum Vestfjörðum.

--------------------------------

Petrís | 23. maí '16, kl: 19:45:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bærinn virkaði ekki snyrtilegur satt að segja, ég hef greinilega ekki séð þessi fyrirtæki öll því allt virtist hálflokað þarna. En það er greinilega bara á yfirborðinu, það er gott

daggz | 24. maí '16, kl: 08:14:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já eins og ég segi þá veit ég hreinlega ekki hvaða bæ þú varst í. Þetta er svo innilega ekki svona. Þetta er samt auðvitað lítill bær og opnunartími verslana og þjónustu er ekki eins og í Rvk.


Svo fyrir utan það er endalaus uppbygging. Ungt fólk að koma til baka og koma allskyns hugmyndum í framkvæmd, og þar að auki eru alltaf að aukast í fyrirtækjaflorunni hérna. Hér er t.d. Arna og Dropi.

--------------------------------

bogi | 23. maí '16, kl: 20:48:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er nú frekar stutt yfir á Ísafjörð, þar er Bónus

Dalía 1979 | 24. maí '16, kl: 16:45:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha varstu full a ferðalagi

Petrís | 24. maí '16, kl: 19:02:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var að koma þar í fyrsta skipti eftir tuttugu og fimm ár, breytingin var svo sláandi að mér snarbrá. Þetta virkaði eins og eyðibýli ég get svarið það miðað við fyrrum

Dalía 1979 | 24. maí '16, kl: 19:33:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég einmitt fór á bolungarvík og fleyri staði í fyrra eftir 20 ár og mér brá hvað allt hefur breyst þetta voru svo lifandi bæir hérna áður fyrr

Petrís | 24. maí '16, kl: 19:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski er þetta eðlilegt, kvótinn seldur í burtu og bæirnir ekki svipur hjá sjón

staðalfrávik | 24. maí '16, kl: 10:52:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reglulega fallegt þarna. Útsýnið í sundlauginni er óviðjafnanlegt.

.

Voldemore | 23. maí '16, kl: 19:21:18 | Svara | Er.is | 0

Var að skoða Bolungarvík á netinu og hann virðist vera mjög vinalegur bær. Hvaða verslanir eru þar :)

daggz | 24. maí '16, kl: 08:18:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er Samkaup og Bjarnabúð (lítil verslun með matvöru og alls kyns gjafavöru og fatnað), Vélvirkinn (svona minni dýrari útgáfa af Húsasmiðjunni), Drymla (hönnunarvörur, prjónadót og þannig) og svo var ný gjafavöruverslun að opna.


Svo er auðvitað mjög stutt yfir á Ísafjörð þar sem er Bónus, Samkaup og fleiri verslanir.

--------------------------------

SogH | 23. maí '16, kl: 19:33:41 | Svara | Er.is | 0

Klárlega skoða Austfirðina :) Margir fallegir staðir þar að búa á :)

gruffalo | 23. maí '16, kl: 20:51:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff ég fæ innilokunarkennd við tilhugsunina! Langar samt lúmskt að prófa, maðurinn minn er þaðan og mér finnst eitthvað forvitnilegt við að búa í svona smábæ þar sem það er ekki hægt að komast annað þegar manni dettur í hug. 

mirja | 24. maí '16, kl: 22:20:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Komast hvert þá? :) Maður er ekki fastur í þessum bæjum.

gruffalo | 25. maí '16, kl: 14:09:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða bæjum?

mirja | 25. maí '16, kl: 20:42:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Smábæjum á Austfjörðum :)

gruffalo | 26. maí '16, kl: 14:10:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað er maður ekki fastur þar en maður kemst ekkert bara í bæinn þegar manni dettur í hug, það er bæði dýrt og tímafrekt. Það er það sem ég meina

Máni | 24. maí '16, kl: 08:47:39 | Svara | Er.is | 2

Kópasker. en ég ætla að verða mjög leiðinleg því Lord Voldemort myndi snúa sér við í gröfinni ef hann sæi nafnið sitt skrifað svona.

Abba hin | 24. maí '16, kl: 09:38:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski ritar OP eftir framburði.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

staðalfrávik | 24. maí '16, kl: 10:54:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ættir að virða það að hún vill kannski ekki skrifa nafnið hans. (:))

.

Voldemore | 24. maí '16, kl: 17:02:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki Voldemort,,, halló.... ég er kona. Og hún væri örugglega skrifuð svona eins og ég skrifa það. Allavega í mínu ævintýri :)

l i t l a l j ó s | 24. maí '16, kl: 09:06:03 | Svara | Er.is | 0

Það er ljómandi gott að búa á Akranesi og stutt að fara í bæinn að sækja alla þjónustu. Hér eru bæði Krónuverslun og Bónus, sjúkrahús og frábærir leik- og grunnskólar. Ég veit reyndar ekki með atvinnu, það er samt oft verið að auglýsa eftir fólki í hitt og þetta en það fer sjálfsagt eftir menntun og fyrri störfum hvað hentar. Ég hef líka heyrt góða hluti um Borgarnes, það er mjög fjölskylduvænn staður og oft verið að leita eftir fólki í vinnu.

Dalía 1979 | 24. maí '16, kl: 16:48:30 | Svara | Er.is | 0

Hefurðu búið út a landi i smábæ

Voldemore | 24. maí '16, kl: 17:04:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég er alin upp út á landi, en líkar ekki svo mikið við höfuðborgina þó hún hafi upp á margt að bjóða. Nú er ég til í nýtt fólk og nýjan bæ.

Petrís | 24. maí '16, kl: 19:04:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég lofa þér því að smábæir eru ekki nærri eins heillandi og þú heldur, léleg þjónusta, ótrúlegur kjaftagangur og oft eru það örfáar manneskjur sem bókstaflega ráða öllu. Þú verður alltaf gestkomandi eða nýbúi alveg sama hvað þú gerir. Ef þú ert ekki vön smábæjarlífi þá myndi ég ráðleggja þér bæi eins og Reykjanesbæ, Selfoss, Ísafjörð, Akranes eða Egilsstaði. Allavega svona í stærri kantinum.

Voldemore | 25. maí '16, kl: 22:46:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er allt rétt hjá þér.
Það eru kostir og gallar að búa út á landi.
En leiguverð er ekki í lagi í Rvík. Maður kemst ekki af.

egveitekkineittumneitt | 25. maí '16, kl: 10:21:26 | Svara | Er.is | 0

Hrísey?
Það tekur bara ca 40 mínútur að fara til Akureyrar. Öruggt umhverfi fyrir börnin, það vantar fólk í fiskvinnslu og búð.

larva | 26. maí '16, kl: 09:00:58 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi prufa Siglufjörð...ótræulega fallegur og vinalegur bær. Mikil uppbygging í bænum og vantar fólk í vinnu við ferðaþjónustu. klst akstur til Akureyrar..

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 47995 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, paulobrien, Hr Tölva, Bland.is, annarut123