Hver laug því að kannabis væri hollt og gott

Steina67 | 9. júl. '15, kl: 20:19:51 | 1850 | Svara | Er.is | 3

Hef reyndar aldrei trúað því sjálf og svo vill fólk lögleiða þetta. Um að gera að lögleiða þetta og leyfa fólki að reykja eins og það vill og bráðamöttökur landsins fyllast af fólki með kvíðaköst og magabólgur og uppköst dauðans uegar langt líður á milli smóka.

 

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

T.M.O | 9. júl. '15, kl: 20:29:57 | Svara | Er.is | 24

það væri kannski hægt að eiga vitræna umræðu um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi ef það væri ekki fyrir fávitana sem halda því fram að þetta sé lækning við öllum sjúkdómum og fullkomnlega skaðlaust.

Steina67 | 9. júl. '15, kl: 20:36:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

nákvæmlega

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Alpha❤ | 9. júl. '15, kl: 20:36:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já það er nefnilega málið. þetta eyðileggur svolítið fyrir. 

Mangan | 9. júl. '15, kl: 21:48:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hef ekki séð marga halda því fram að það sé skaðlaust og að það sé lækning við öllum sjúkdómum, flestir tala um að það sé skaðminna en áfengi sem það er og það hefur hjálpað sumum með ákveðna sjúkdóma en það eru yfirleitt ekki rökin með lögleiðingu hjá þeim sem ræða þessi mál af alvöru og eru búnir að kynna sér þetta.

þessi refsistefna virkar ekki nú þegar og að hafa kannabis ólöglegt meðan áfengi er löglegt er fáránlegt ef við horfum til skaðseminnar einnar saman fyrir utan það yrðu fæstir sjálfkrafa ofneytendur við það eitt að kannabis yrði löglegt að halda því fram er bara hræðsluáróður.

bubbinnn | 9. júl. '15, kl: 21:55:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi refsistefna virkar reyndar.

ragnarth | 10. júl. '15, kl: 12:03:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Alveg rétt. Enda notar enginn kannabis á Íslandi.

bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 13:23:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það myndu fleiri nota kannabis ef refsistefnan væri ekki

farbauti | 10. júl. '15, kl: 20:38:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

ætla leyfa mér að svara þessu þar sem ég hef verið að skoða örlítið tölurnar fyrir afbrotafræði kúrs sem ég tók í HÍ í fyrra. Svo virðist vera að neysla sé almennt meiri t.d. hjá ungu fólki þar sem canabis er bannað en þar sem það er ekki bannað. Sem dæmi höfðu 10,7% tíundu bekkinga prufað canabis í grunskólum Reykjavíkur á móti 10,3% í Amsterdam þar sem það er sellt á þar til gerðum kaffi húsum. Þá sýnir það jafnframt að það ár sem þetta hefur verið löglegt í Colorado fylki í bandaríkjunum að unglinga neysla minkaði. sama ef við skoðum afglæpavæðinguna í portugal árið 2001 dró það verulega úr neyslu á öllum fíkniefnum nema að vísu canabisi sem stóð nokkurnveginn í stað. Svörinn sem fengust við þeirri þróun að canabisið stóð í stað var sú glansmynd sem plöntunni hefur verið gefið í pop kúlturnum sem hefur fært hana yfir í einhvern main stream flokk vímugjafa þar í landi.

veg | 10. júl. '15, kl: 20:55:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég var að skoða tölur um canabis notkun unglinga 15-16 ára. Frá 2007 þar eru hollendingar í 10 sæti (28%) en íslendingar í 29 sæti (9%)
Hvaðan koma þínar tölur?

farbauti | 10. júl. '15, kl: 21:22:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Þau gögn sem við fengum í hendurnar voru annarsvegar bygðar af skýrslu gefin út European Monitoring Centre for drugs and drug addiction frá 2009 sem bar heitið The State of the drugs problem in europe og svo hinsvegar finn ég ekki tölurnar sem við notuðum (voru gefnar út af lýðheilsustöð ef ég man rétt er ekki hiema þar sem ég er með þetta bookmarkað) en við snökt googl virðast tölurnar vera um 7-8 % fyrir ísland íslensk ungmenni á aldrinum 15-16 ára (aðeins hærra í reykjavík) en um 9, eitthvað í hollandi. Mér er svo sem alveg sama og þarft ekki að karpa við mig eða sanna nokkurn skapaðn hlut þar sem ég er hlyntur lögleiðingu. Ekki af því að það mun útrýma krabbameini, gera okkur öllu súber gáfuð eða eitthvað álíka jafn heimskulegt heldur útaf því ég trúi því að það að væra vandan út á jaðar samfélagsins og að útskúfa ákveðinn hóp fyrir að taka rangar ákvarðanir gerir engum gagn, hvorki fíklum, aðstandendum eða þjóðfélaginu í heild sinni heldur skapar frekar vandann. Þá finnst mér þetta afar áhugarverður ted fyrirlestur sem ég held að allir ættu að sjá https://www.youtube.com/watch?v=PY9DcIMGxMs.

veg | 10. júl. '15, kl: 21:33:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta stangast á við það sem ég var að lesa "vímuefnaneysla unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995-2007 eftir Þórodd Bjarnason háskólanum a Akureyri" hef því miður ekki möguleikan á að kóðíera linkinn hér inn. En ég trúi varla að það hafi orðið svona dramatísk breyting á neyslu hollenskra unglinga á bara tveimur árum.

Svo er áhugavert að það hefur orðið dramatísk minnkun á neyslu íslenskra unglinga frá aldamótum á öllum vímuefnum

farbauti | 10. júl. '15, kl: 21:52:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

áhugarvert, kýkti á þessa ransókn Þórodds þar sem hann vitnar í rannsókninna sem ég vitnaði í en notar ekki tölurnar úr þeirri ransókn heldur rétt fjallar um hana í inngangnum og svo aftur á bls 24 en skautar þá bara snökt yfir . Skiptir mig svo sem voða litlu mál.Þar sem þetta er ekki minn bardagi að berjast.

Annars býð ég bara góða nótt það er vinna í fyrramálið :)

noneofyourbusiness | 10. júl. '15, kl: 21:00:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segir hver?  Komdu nú einu sinni með heimildir. 

Alpha❤ | 9. júl. '15, kl: 23:13:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

mér finnst flestir sem tala hátt um kannabis og þeir sem virðast berjast mest með því eru þeir sem segja að það sé bjargvættur allra vandamála, kraftaverkjajurt sem læknar sjúkdóma og veikindi.

T.M.O | 10. júl. '15, kl: 00:17:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

það eru einmitt þessir sem tala hæst sem tala þannig. Þó að meirihlutinn sé miklu raunhæfari í skoðunum þá kæfir þetta alveg rökræna umfjöllun af því að þessar raddir garga yfir alla aðra með yfirlýsingum og samsæriskenningum.

Alpha❤ | 10. júl. '15, kl: 00:30:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og það eyðileggur. Það eyðileggur lika þegar þeir taka ekki tillit til annarra sem reykja þetta ekki

T.M.O | 10. júl. '15, kl: 00:34:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eins og með allt sem við gerum, ef maður er hugsunarlaus um aðra þá skaðar það. Eina skiptið sem ég hef vaknað við lykt er af grasi sem var reykt í annarri íbúð 2 hæðum neðar í stigaganginum, í gömlu húsi reyndar.

Alpha❤ | 11. júl. '15, kl: 22:54:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

en finnst öllum sem reykja þetta ekki alveg frábært? 


Þetta eru rökin sem maður fær frá þessum fíkniefnaneytendum


http://i.imgur.com/Y1VwjEg.jpg



http://collectivelyconscious.net/wp-content/uploads/2014/03/cannabis-cures-7-out-of-10-cancer-patients-chemotherapy-kills-7-out-of-10-cancer-patients.jpg



http://i.imgur.com/EKxhhMN.jpg



https://peterbdunn.files.wordpress.com/2014/03/why-its-illegal.jpg



svo gæti ég vel trúað að a.m.k 95% þeirra sem neyta þessa efnis hér á landi hafa engin svona vandamál heldur gera það til að verða high en samt deila svona myndum útum allt. Ég þekki nokkra sem reykja þetta daglega því það er fíkn hjá þeim og þau vilja verða high og svo ef maður minnist á þetta að þá koma alltaf þessi svör að þetta sé kraftaverkajurt sem læknar allt saman en viðurkenna ekki að þetta er bara fíkn hjá þeim og þau vilja vera undir áhrifum.. 

T.M.O | 11. júl. '15, kl: 23:13:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég veit það ekki, ég gef mér að nánast allir sem dásama þetta svona hávært séu "reglulegir" notendur þó þeir viðurkenni það ekki allir. Þeir sem eru ánetjaðir áfengi eða tóbaki eru ekki mikið í að predika einhvern boðskap nema sem einhverja persónulega nauðsyn eins og misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum. Ég hef reyndar heyrt þetta aðeins hjá þeim sem nota spítt, kók og/eða rítalín en þeir halda því sjaldnast fram að þeir noti ekki efnið og reyna bara að sannfæra þá sem þeir geta fengið eitthvað útúr...

Er þetta ekki bara eðli vímunnar að þér finnst þetta svo guðdómlegt að þetta er lausn á öllum vandamálum (þangað þig langar mest að kála þér í fráhvörfunum)?

spunky | 9. júl. '15, kl: 20:48:05 | Svara | Er.is | 1

Er þetta bara ekki jafn mismunadi og með áfengi?

Sumir höndla þetta og aðrir ekki.
Geri ráð fyrir að einhver nærri þér sé að basla við þetta, gangi ykkur vel.

Steina67 | 9. júl. '15, kl: 21:13:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ætla ekkert að fara nánar út í það. En að halda því fram að það séu engin fráhvörf eða áhrif er bara bull

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Alpha❤ | 9. júl. '15, kl: 21:21:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

fólkið væri varla að sækjast í þetta ef þetta hefði ekki áhrif á það svo það gæti ekki notað þau rök

spunky | 9. júl. '15, kl: 21:33:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég hélt því aldrei fram.

Fráhvörf og áhrif fylgja líka áfengi.

Er bara að segja að það er hægt að misnota allt, alveg sama hvað það er. Sumir geta meðan aðrir ekki.

Alpha❤ | 9. júl. '15, kl: 21:45:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

af hverju alltaf að blanda áfengi inn í þetta? núna er verið að tala um kannabis.


Álíka asnalegt og fólk sem er að tala um að styrkja dýrahjálp og einhver kemur með hvað með börnin í afríku. Það að fólk styrkji dýrahjálp þýðir ekki að það vilji ekki styrkja börn sem eiga erfitt líka eða öfugt. 


Og það að fólk tali um kannabis og skaðsemi þess þýðir ekki að fólk sé svakalega með áfengisdrykkju og finnist það skaðlaust og frábært. Held að allir viti um fráhvörf og áhrif sem fylgja áfenginu. 


Ég er allavega ekki hrifin af kannabisreykingum hjá fólki og þoli ekki þegar þetta lið þarf að reykja ofan í fólkið í kringum sig eins og allir vilja anda að sér þessari ógeðisfýlu sem ætlar allt að drepa. 


Ég allavega vil ekki lögleiðingu ef það þýðir að fleiri fari út á meðal fólks til að láta aðra í kringum sig þjást. 

spunky | 9. júl. '15, kl: 21:58:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Kannabis er hægt að neyta í fleiri formum en reyk, svona ef þú vissir það ekki.

Ég blanda áfengi inn í þetta einfaldlega vegna þess að flestum finnst í góðu lagi að fólk drekki en ef einhver ætlar að setja ögn af THC inn í skrokkinn ætlar allt um koll að keyra.
Hvorugt er með öllu skaðlaust enda hef ég aldrei haldið því fram.

Alpha❤ | 9. júl. '15, kl: 23:19:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

já ég vissi það. en reykurinn er samt það sem ég er að tala um og lyktin af honum sem ætlar að drepa mann. Hver sem er má taka hvað sem er inn svo lengi sem ég og aðrir í kringum það þurfum ekki að þjást. Ég stóð rétt hjá ókunnugum manni sem þurfti endilega að reykja þetta ásamt því að tala við mig um eitthvað og ég hélt það ætlaði að líða yfir mig mér leið svo illa. Mér bæði sveið í augu og háls og leið bara virkilega illa. 


Eða ef ég sit úti á bekk og einhverjir strákar koma á næsta bekk og þurfa að reykja ofan í mann eins og ekkert sé. Lyktin af þessu er margfallt sterkari en reykingalykt.

ayahuasca | 11. júl. '15, kl: 19:21:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þvílíkar þjáningar sem þú hefur þurft að upplifa. Samúð :(
Margir hafa nú þurft að þola það að einhver reyki tóbak alveg ofan í hálsmálið hjá sér og það er eitraðari reykur þó hann lykti minna.
Kannabisið er ekki vandamálið hér heldur almenn kurteisi. 
Annars er það jákvæð þróun að fólk reyki kannabis úti á götu og hætti að reyna fela þetta og einangrast heima hjá sér.

Alpha❤ | 11. júl. '15, kl: 20:25:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já mér finnst þetta miklar þjáningar..
Mér finnst það mjög slæm þróun. Þá fer ég að ganga um með mjög sterka ilmvatnslykt á mér og sprauta reglulega í loftið þegar einhver er að reykja þetta í kringum mig. 

Steina67 | 9. júl. '15, kl: 21:55:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er hægt að misnota allt, líka sykur og kolvetni.

Og ég er heldur ekki að tala um daglega neyslu

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

nennskiggi | 9. júl. '15, kl: 21:19:51 | Svara | Er.is | 6

Er það ekki full langt gengið að ætla að allir landsmenn yrðu allt í einu dagneytendur við lögleiðingu?
Allt er gott í hófi myndi ég segja og held að flestir séu sæmilega færir um að hafa vit fyrir sjálfum sér þegar að kemur að neyslu vímugjafa.

spunky | 9. júl. '15, kl: 21:35:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er full langt gegnið að mínu mati amk.

Það eru ekki allir landsmenn alkar þó að áfengi sé löglegt eða reykingafólk þó löglegt sé að kaupa sígarettur.

bubbinnn | 9. júl. '15, kl: 21:51:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ofdrykkja áfengis er mikið vandamál víða.
Ekki batnar ástandið að lögleiða fíkniefni.

spunky | 9. júl. '15, kl: 21:58:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Enda var ég ekki að halda því fram.

Fullt af fíkniefnum eru lögleg hins vegar.

bubbinnn | 9. júl. '15, kl: 22:02:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú ekki fullt af fikniefnum lögleg.
En allavega verður ástandið ekki betra við lögleiðingu

spunky | 10. júl. '15, kl: 00:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jú það eru fullt af fíkniefunum lögleg.
hvað kallar þú áfengi og tóbak?

Öll lyfseðilsskyldu lyfin sem btw eru ávanabindandi? Og svo lengi mætti telja


bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 13:26:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ertu að kalla meðul og lyf sem notuð eru í læknisfræðilegum tilgangi, fíkniefni?

spunky | 11. júl. '15, kl: 19:11:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já ég er að gera það. Þegar fólk er farið að misnota þessi lyf sem er áskrifað í "læknisfræðilegum tilgangi" eru þau orðin fíkniefni.

Það er fullt af læknadópi á svörtum markaði sko.

bubbinnn | 11. júl. '15, kl: 19:31:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta eru lögleg lyf en það er ólöglegt að nota þau nema við læknisráði

spunky | 11. júl. '15, kl: 19:47:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það. Það breytir því ekki að þegar fólk er búið að þróa fíkn í þessu lyf og farið að kaupa þau á svörtum markaði eru þau orðin fíkniefni.

bubbinnn | 11. júl. '15, kl: 19:53:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ef fólk er að misnota lögleg lyf, er það þá ástæða fyrir því að lögleiða fíkniefni?

spunky | 11. júl. '15, kl: 20:09:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú lagar ekki eitt með að banna annað.

bubbinnn | 11. júl. '15, kl: 20:49:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú reyndar er það alveg hægt

gruffalo | 10. júl. '15, kl: 00:35:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Áfenig ER fíkniefni

Steina67 | 9. júl. '15, kl: 21:53:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eg ætla ekki öllum landsmönnum að leggjast í kannabisreykingar daglega. Ég er að benda á afleyðingar kannabisreykinga en ekki daglegrar neyslu þess.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

nennskiggi | 9. júl. '15, kl: 21:57:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú færð engin svakaleg fráhvörf eða magabólgur nema þú reykir mjög reglulega í langann tíma.

Dalía 1979 | 9. júl. '15, kl: 23:10:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það er ekki rétt

spunky
Steina67 | 9. júl. '15, kl: 22:15:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er vel hægt að reykja í lækningaskyni og reykja mikið. Afleiðingarnar eru þær sömu

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

spunky | 10. júl. '15, kl: 00:53:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Í alvöru? Seturðu í sama hóp ungt fólk sem ánetjast kannabis og hlýtur skaða af, og til dæmist terminalli ill krabbameinssjúklinga sem hafa enga matarlyst sem þeir mögulega fá plús verkjastjórnun með THC?

bubbinnn | 9. júl. '15, kl: 22:17:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er þá í lagi að reykja ef það er bara stöku sinnum?

spunky | 10. júl. '15, kl: 00:54:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef þú ert að spyrja mig persónulega, þá já.

Ef þú spyrð löggjöfina, þá nei.

bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 13:29:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þeir sem byrja að reykja bara stöku sinnum missa oft stjórnina og afleiðingin verður sjúkt ástand sem eyðileggur lif fíkilsins og brýtur niður fjölskyldur.

spunky | 11. júl. '15, kl: 19:13:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já enda var ég ekki að halda öðru fram.

Það breytir því ekki að það er til fólk sem reykir stöku sinnum og lifir jafn eðlilegu lífi og Jón og Gunna sem ekki reykja.

bubbinnn | 11. júl. '15, kl: 19:26:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það fólk sem reykir stöku sinnum og lifa eðlilegu lífi sega frá því að fíkniefnið sé skaðlaust.
Margt ungt fólk trúir því og prófar neyslu fíkniefna og verða langt leiddir fíklar.

spunky | 11. júl. '15, kl: 19:28:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og?

Það er hægt að segja sama um næstum allt.

bubbinnn | 11. júl. '15, kl: 19:34:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú talar af ansi mikilli léttúð um þetta alvarlega vandamál sem eiturlyfjasjúklingar standa frammi fyrir

spunky | 11. júl. '15, kl: 19:48:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem ég er að benda á er að það er hægt að misnota ansi margt.

Það er hægt að þróa fíkn í ansi margt.

Þessi aðili getur eitt meðan annar getur það ekki.

Þú  hlýtur að átta þig á hvað ég er að meina.

bubbinnn | 11. júl. '15, kl: 19:57:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég skil þig alveg, held ég.
Ég held bara að það skipti mestu máli að hjálpa eiturlyfjasjúklingum.
Það að einhver sem virðist geta stjórnað neyslunni fái að reykja skiptir minna máli.

spunky | 11. júl. '15, kl: 20:10:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hjálpar þeim ekki að banna allt.


bubbinnn | 11. júl. '15, kl: 20:51:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hjálpar þeim að banna fíkniefni OG fræða þá og veita þeim heilbrigðisþjónustu

E. Einarsson | 12. júl. '15, kl: 01:32:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki nota ég þetta efni og myndi held ég ekki einusinni gera það þó ég fengi krabbamein eða annan sjúkdóm sem þetta á að hjálpa við. Ég prófaði smók af þessu fyrir mörgum árum og það virkaði illa á mig. Ældi og leið illa. Ég veit samt að þetta hefur hjálpað einstaklingum með mjög alvarlega sjúkdóma og aukaverkanir þeirra.

En þær slæmu afleiðingar af völdum kannabis sem þú hefur talið upp hér á þessum þræði. Þetta er allt að gerast núna með vímuefnið bannað, ekki satt?

Það virðist vera að á þeim stöðum sem lögleiðing hefur átt sér stað að þá fer ekki allt í bál og brand.
Til dæmis las ég um daginn að þar sem kannabis hefur verið lögleitt í læknisfræðilegum tilgangi hafa dauðsföllum vegna ofneyslu verkjalyfja dottið niður um allt að 25% í vissum fylkjum.
Sama má segja um neyslu unglinga á efninu, í Bandaríkjunum þar sem þetta hefur verið leyft, eða í þeim fylkjum, hefur neysla ungmenna minnnkað. Sem og milljónum dollara sem sýslurnar fá í skatttekjur af efninu fer til dæmis í skólabyggingar, fræðslu um efnið og forvarnir. Þetta er btw peningur sem áður fór til glæpamanna og fíkniefnasala.

Allar slæmu afleiðingarnar sem er að eiga sér stað hér á landi í dag, er að eiga sér stað með efnið ólöglegt. Notkun eykst, aldrei meira framboð af kannabis, milljarðar farið í toll og löggæslu, sem skilar litlu. - Hættulegir glæpamenn velta hundruðum milljóna og geta notað þá fjármuni til að fjármagna sterkari efni og innflutning þeirra eða framleiðslu...

Er núverandi stefna virkilega að gera eitthvað gagn?

Við þurfum að skoða nýjar leiðir held ég. Sleppa að refsa, dæma og sekta og reyna frekar að hjálpa þessum einstaklingum. Forvarnir og fræðsla verður að skerpa á og uppfæra, því hræðsluáróður og ósannindi virka ekki lengur. Ef það virkaði þá einhverntíman.

Skreamer | 12. júl. '15, kl: 01:59:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Í BNA er það vel þekkt vandamál að þótt hægt sé að fá einhver efni löglega í læknisfræðilegum tilgangi þá flækir það tilveru sjúklinga mikið.  Þeir fara á lista yfir fíkla, þeir geta fyrirgert tryggingum,  læknar láta sjúklinga sína skrifa undir samninga vegna verkjalyfja og þar skuldbinda sjúklingar sig til að nota ekki medical marijuana og þeir geta lent í fíkniefnatékki hvenær sem er.

Þótt medical marijuana sé löglegt í einhverjum fylkjum er það ólöglegt samkvæmt alríkislögum.  Medicare fær endurgreiðslur frá alríkinu og læknar geta misst greiðslur ef í ljós kemur við endurskoðun að þeir hafi ávísað medical marijuana.  Svo ég sé ekki alveg hvernig tilkoma medical marijuana fækkar dauðsföllum vegna verkjalyfja.  Það er líklegra að læknar séu einfaldlega farnir að horfa meira í hvernig þeir ávísa verkjalyfjum líkt og er hér á landi.

Fólk sem er með minn sjúkdóm þarna úti er meira og minna á morfíni og gabapentíni en mér er sagt að taka panodil.  Ekki að ég geri það lengur.

En ég er hlynnt lögleiðingu fíkniefna ásamt félagslegu stoðkerfi við fíkla og tel það lykilatriði í að fækka ótímabærum dauðdögum fíkla vegna skemmdra fíkniefna og ofskammta, grundvallaratriði í afglæpavæðingu fíkniefnaheimsins og úrslitaatriði í því að tryggja það að fíklar verði ekki utangarðsfólk heldur hluti af samfélaginu sem okkur er annt um.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 11:59:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hægt að hafa félagslegt stoðkerfi við fíkla þó að þetta sé ekki lögleitt.Það verða áfram ótímabær dauðsföll þó þetta yrði leyft.
Áfengi er leyft en samt er landabrugg stundað og framleiðslan þar æði misjöfn.
Það þarf að hlúa að þessu fólki og koma því á rétta braut og svo þarf líka að koma í veg fyrir að nýjir einstaklingar ánetjist.

Skreamer | 12. júl. '15, kl: 12:33:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Æ krúttulegt hvað þú ert með saklausa sýn á þennan heim.  Fíkniefnasalar gera út á skuldir fíklanna við þá.  Ef fíkill eignast pening til að greiða upp skuldir þá vilja þeir selja honum meira og láta hann ekki í friði þótt hann sé orðinn óvirkur fíkill.  Ef hann lætur undan þrýstingnum og fær sér skammt þá er þolið kannski orðið minna en áður en vegna þess að það er ekki læknir sem er að skammta honum lyfin misreiknar hann sig og tekur ofskammt og deyr.  Enginn þarf að taka ábyrgð á því, ekki fíkniefnasalinn, ekki fíkniefnabaróninn, ekki smyglarinn og ekki framleiðandinn.

Óvirkir fíklar sem reyna að aðlagast þjóðfélaginu á ný eru litnir hornauga af ættingjum og fyrrum vinum, þeir eru ásóttir af neyslufélögum og sölumönnum dauðans sem ýmist vilja selja þeim meira eða innheimta skuldir.  Þeir eru með skuldahala á bakinu og líklega fjölskyldan þeirra líka.  Kannski eru þeir búnir að láta lán falla á þá sem ættuað standa þeim næstir.

Ekki tala um ótímabær dauðsföll vegna neyslu við mig án þess að vita hvað þú ert að tala um.  Tölurnar eru skuggalegar og ótrúlega há tíðni vegna ofskammta fíkla sem falla og taka of stóran skammt eða fá skemmd efni.  Væru fíkniefnin lögleidd mundi þessum dauðsföllum fækka stórlega og meiri líkur yrðu á því að fólk fengi frið til að vinna í sér fyrir ágengni sölumanna og innheimtuaðila.  Meira eftirlit yrði með gæðum efnanna, fólk færi ekki blindandi útí að áætla skammtastærðina, stigmað yrði minna, efnin yrðu án efa ódýrari og sala á vegum óábyrgra aðila útí bæ yrði refsiverð.  Afglæpavæðingin mundi líka skila sínu.  Hægt væri að skattleggja efnin og nota skattinn til að fjármagna meðferðarúrræði.

Að bera saman áfengi/landabrugg og sölu á baneitruðum fíkniefnum er í besta falli barnaskapur.  Peningarnir sem liggja í sölu á fíkniefnunum eru margfalt hærri en af landabrugginu og ekki það miklir að fólk sé reiðubúið að drepa fyrir þá.  Fólk hefur líka val um að kaupa landa sem einhver gæti verið búinn að spæka með rottueitri eða hlandi og að kaupa viðurkennda hreina vöru frá löglegum söluaðila.

Það er ekki nóg að hlúa að þessu fólki, það þarf að vernda það fyrir þeim sem gera atlögu að öryggi þess með ágangi, innheimtuaðgerðum, þekkingarleysi, siðblindu og ofbeldi.  Ég þekki of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa barist við fíkn sína, náð sér hreinum og gengið beina veginn aðeins til að labba fram á drulludela sem svífast einskis og verða til þess að viðkomandi finnst örendur stuttu síðar án þess að nokkur sé dreginn til ábyrgðar.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 13:04:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst líka krúttlegt hvernig þú heldur að öll vandamál heimsins leysist ef bara fíkniefni væru lögleidd.
Það þarf ekkert að vera að efnin verði ódýrari með lögleiðingu, sérstaklega ef skattur bætist ofan á. Það sem ræður verðinu er framboð og eftirspurn og það hlýtur að vera betra að framboðið sé sem minnst sem þýðir reyndar hærra verð.
Aukið framboð þýðir lægra verð en það þýðir líka að nýjir fíklar verða til. Það verður alltaf einhver ólögleg sala líka þar sem menn vilja losna við að borga skattinn.
Þegar fíkill er búinn að missa stjórn á neyslunni verður hann fljótt kominn í skuldir þó að allt sé lögleitt og uppi á borðum.

Skreamer | 12. júl. '15, kl: 14:17:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvar sagði ég að öll vandamál heimsins myndu leysast ef bara fíkniefni yrðu lögleidd.  Ég held að þú sért nú eitthvað að mislesa það sem ég lét frá mér.  Framboð fer alltaf eftir eftirspurn, sama hvort um löglegan eða ólöglegan varning er að ræða.  Það er enginn skortur á framboði í dag.  Ég vil mikið frekar að fólk skuldi á löglegan hátt en að það skuldi ólöglegum fíkniefnasölum sem svífast einskis í innheimtuaðgerðum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

 
bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 17:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var nú bara að svara í sömu mynt þegar þú, á hrokafullan hátt, sagðir að ég hafði krúttlega, saklausa sýn á heiminn.
Ef það er svona mikið framboð í dag, verður þá ekki að reyna að minnka það, eða villtu kannski auka það?
Það verða áfram ölöglegir fíkniefnasalar til staðar alveg eins og núna eru ólöglegir landasalar til staðar sem bjóða vöruna skattlausa og þar með ódýrara.

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 11:48:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einhvern veginn á ég bágt með að trúa að kannabis sé eina lyfið sem verkar á krabbamein með alla þessa vísindamenn og krabbameinsrannsóknir sem eru í gangi í heiminum.
Ef það væri svo í einhverjum tilfellum yrði það að fara í gegnum lækni sem stjórnar meðferðinni.
Að sjálfsögðu á að hjálpa þessum einstaklingum að komast á rétta braut og vera með virkar forvarnir og fræðslu.
En það verður líka að koma í veg fyrir að nýjir einstaklingar ánetjist efnunum og þá er refsistefnan nauðsynleg.

Skreamer | 12. júl. '15, kl: 12:36:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Flest sterk lyf hafa miklar aukaverkanir og eyðileggja eitthvað annað í líkamanum en þeim var ætlað að lækna.   Verkjalyf þar á meðal.  Medical Marijuna hefur þótt vera án mikilla aukaverkana og sjúklingar sem þola illa verkjalyf hafa látið vel að því.  Hef líka heyrt að það virki vel á verki sem morfínskyld lyf virka illa á.  Hef aldrei prófað þetta sjálf og vona að ég þurfi þess aldrei.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 12:42:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef það eru engin önnur lyf sem virka þá á læknir að geta ávisað á kannabis.
Eg tók einu sinni inn stera samkvæmt læknisráði en það þýðir ekki að það eigi að leyfa stera almennt enda er það skaðlegt efni eins og kannabis.

T.M.O | 12. júl. '15, kl: 13:16:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá anabólíska stera?

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 13:23:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú verð ég að viðurkenna fáfræði mína, skammast mín reyndar ekkert fyrir það.
Það voru allavega sterar, það veit ég.

T.M.O | 12. júl. '15, kl: 15:28:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefðir kannski átt að spyrja lækninn þinn. Varstu orðinn rosa buffaður og flottur? Þù ert að bera saman epli og kengúrur.

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 17:13:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju hefði ég átt að spyrja lækninn minn?
Og hvaða máli skiptir það?

T.M.O | 12. júl. '15, kl: 20:59:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af því að þú hélst að þú værir að taka eitthvað sem er reglulega í fréttunum sem ólöglegt til innflutnings og töku fyrir íþróttamenn. Ég er kannski skrítin að vilja vita hvað læknir ávísar mér og ráðleggur mér að taka

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 21:23:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli ég sé ekki það skrítinn að ég treysti alveg lækninum mínum þegar hann ávísar mér lyfjum.

Skreamer | 13. júl. '15, kl: 00:05:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gerði ég og er komin með sjúkdóm númer tvö út frá því.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 00:07:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið var það nú leiðinlegt..

T.M.O | 13. júl. '15, kl: 10:05:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok svo þú þurftir mig til að segja þér að þù varst að taka lyf sem ætti ekkert skylt við anabólísku sterana sem íþróttafólk væri að nota.

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 12:11:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað?

Skreamer | 12. júl. '15, kl: 14:38:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ehhh  sko barksterar sem eru gefnir fólki við sjúkdómum eru alls ekki það sama og hinir ólöglegur anabólísku sterar.   Algjörlega sitt hvor hluturinn.  Barksterar tilheyra sama lyfjaflokki (Hormónalyf, önnur en kynhormónar og insúlín) og skjaldkirtils- og briskirtilslyf.  T.d. prednisolon sem ég hef mikið þurft að taka er efni sem líkir eftir cortisol hormóninu sem adrenalínkirtilinn framleiðir.   Adrenalínkirtillinn framleiðir jafngildi 5mg og þegar þú tekur inn prednisolone hættir sú framleiðsla og lyfið tekur yfir.  Venjulega er fólk svo trappað hægt niður svo adrenalínkirtillinn taki við og byrji að framleiða þessi lífsnauðsynlegu "5mg".  Barksterar eru bólgueyðandi.  Þeir geta verið lífsnauðsynlegir og eru það mörgum sem eru með minn sjúkdóm.  Þeir geta valdið miklu heilsutjóni ef þeir eru notaðir lengi.  Það má segja að öll eða næstum öll lyf geti verið skaðleg efni jafnvel þótt þau séu rétt notuð.  Amk hafa aukaverkanir lyfja sem ég hef tekið eyðilagt slatta.

Í praxis gengur það illa fyrir lækna í þeim fylkjum BNA þar sem Medical Marijuana er leyft að ávísa því vegna þess að það er bannað af alríkinu og Medicare er á vegum alríkisins, þeir missa greiðslur þaðan ef þeir verða uppvísir að því að ávísa Medical Marijuana.  Svo láta þeir líka sjúklinga skrifa undir samning um að nota ekki slík efni og hætta að ávísa lyfjum á þá ef þeir  mælast með þau í blóðinu.  Það eru gerð random fíkniefnapróf á þessum sjúklingum.  Plús sjúklingar sem eru á sterkum verkjalyfjum fara á skrá yfir fíkla einhverra hluta vegna og geta misst sjúkratryggingar út á það.  Þetta veit ég vegna þess að ég þekki fjölda sjúklinga í BNA sem eru með sama sjúkdóm og ég og þurfa að nota mjög sterk verkjalyf.  Þrír þeirra eru einnig starfsmenn í heilbrigðiskerfinu og þekkja þetta út og inn.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 17:28:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Punkturinn hjá mér, ef þú hefur ekki áttað þig á því, var að læknar geta ávisað sterum í lækningaskyni en það þýðir ekki að það eigi að leyfa stera.
Og læknar geta jafnvel ávísað kannabis í lækningaskyni en það þýðir ekki að það eigi að leyfa kannabis.
Mismunandi tegundir af sterum skiptir engu máli í þessu sambandi.

Skreamer | 12. júl. '15, kl: 21:03:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og ég var að útskýra fyrir þér að sterar eru mismunandi.  Þeir sterar sem eru bannaðir eru anabólískir sterar en sterar sem eru notaðir í lækningaskyni eru barksterar.  Alveg sitt hvor hluturinn.  En ég sé að það hefur ekki mikið upp á sig að útskýra hluti fyrir þér því þú meðtekur þá ekki.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 21:21:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert farin að hengja þig í algjört aukaatriði í málinu og virðist ekki hafa meðtekið það sem ég sagði.
Síðast þegar ég vissi vorum við að ræða kannabis en ekki stera.

Skreamer | 13. júl. '15, kl: 00:04:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei við vorum að ræða stera.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 00:05:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haldið því þá endilega áfram og gangi ykkur vel með það..

Skreamer | 13. júl. '15, kl: 00:06:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Helvítis | 13. júl. '15, kl: 00:47:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sver það...

Þessi gaur...

Bara vá...

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 00:55:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk, takk..

Skreamer | 13. júl. '15, kl: 03:07:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst ég hafa unnið hann í Seróspakka seríóslí.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Grjona | 13. júl. '15, kl: 00:10:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Prófaðu að lesa það sem hún skrifar.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 00:47:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Las allt og er ósammála henni.
Vandamál?...

Helvítis | 13. júl. '15, kl: 00:50:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, ég myndi segja þig vandamál, og jafnvel lýti á mannfélaginu.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 00:56:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert orðljót þykir mér.
Er það ofneysla eiturlyfja sem gerið þig svona orðljóta?

Grjona | 13. júl. '15, kl: 08:49:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ósammála? Þú skilur hana greinilega ekki.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 12:13:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Las allt og er ósammála henni.
Vandamál?...

Grjona | 13. júl. '15, kl: 12:41:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Greinilega.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Mangan | 9. júl. '15, kl: 22:27:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það fær enginn magabólgur og fráhvörf af því að neyta kannabis í 1 skipti

Dalía 1979 | 9. júl. '15, kl: 23:11:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ekki kanski eitt skiðti enn eftir það fer allt á verri veg 

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 11:45:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er bara ekkert hægt að alhæfa um það.

bubbinnn | 9. júl. '15, kl: 21:30:59 | Svara | Er.is | 0

Það eru meira að segja ákveðnir, vinsælir þingmenn sem tala fyrir lögleiðingu.

gomma19 | 9. júl. '15, kl: 22:30:38 | Svara | Er.is | 1

Hvar er því haldið fram að kannabis sé hollt og gott? Bara eina tilvísun, takk.

Dalía 1979 | 9. júl. '15, kl: 23:09:44 | Svara | Er.is | 5

Það að kanabis sé eitthvað gott fyrir heilsuna er kjaftæði veit um tvo unglinga sem eru búnir að reykja i þó nokkurn tima kanabis og eru báði orðnir snar ruglaðir á geði 

Maggi Víglunds | 9. júl. '15, kl: 23:15:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég mæli með því að fólk kynni sér viðfangsefnið betur. Þessi umræða hér er alelda af fáfræði !!!

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 11:48:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mjög sammála því.

Í raun snýst hún ekki um efnið sem slíkt og það er alltaf á ábyrgð neytanda hvort hann notar það og hvernig, en þetta snýst um kaupin, sölurnar, innbrotin til að fjármagna og lítið eftirlit, þ.m.t. heilbrigðiseftirlit.

Með lögleiðingu er líklegra að viðskiptin fari fram uppi á yfirborðinu en ekki í undirheimum. Menn gætu mögulega greitt skatta af sinni sölu og líklegra er að hreinni og ,,betri" efni yrðu notuð.

Ég sé ekki að allir landsmenn verði sjúkir kannabisneytendur með lögleiðingu, sú umræða finnst mér einmitt loga af heimsku og fáfræði.

gomma19 | 9. júl. '15, kl: 23:17:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég veit um unglinga sem eru búnir að vera mikið í tölvuleikjum og eru snarruglaðir á geði.

Dalía 1979 | 9. júl. '15, kl: 23:22:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það er ekki hægt að líkja tölvuleikjum og kanabis saman þetta er hrililegt fýkniefni sem gerir engum gott leiðir bara til  geðveiki  svo eru vissir einstaklingar líklegast ert þú einn af þeim sem eruð að tyggja þetta inn hjá unga fólkinu að þetta geri ekkert nema gott ... tala nú ekki um stöðnuninn í þroska sem verður þekki mann um 50 tugt hann hefur reikt i mörg mörg ár og er með þroska á við tveggja ára 

Maggi Víglunds | 9. júl. '15, kl: 23:43:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það voru áhugaverðir heimildarþættir sem CNN gerði á kannabis. Mæli með því áhorfi. (skrifa bara "CNN weed" á youtube)

og ég | 10. júl. '15, kl: 08:11:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Kannabis veldur varanlegum og óafturkræfum breytingum á heilavef, tölvuleikir gera það almennt ekki.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 11:50:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru stór orð hjá þér.

Kannabis í hófi getur mögulega verið skaðminna heldur en hegðunarmótandi tölvuleikir- fyrir utan það að ofspilun tölvuleikja hefur víðtækari áhrif en bara það að læra þessa hegðun. T.d. skerðir hún líkamlegt heilbrigði margra barna.

og ég | 10. júl. '15, kl: 12:30:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það er ekkert til sem heitir "kannabis í hófi" þegar kemur að heilaskaða.

http://www.medscape.com/viewarticle/823730

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 14:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En það er til kannabisnotkun í hófi.

Það er ekki rétt að tengja kannabis alltaf við heilaskaða

og ég | 10. júl. '15, kl: 14:35:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Viltu taka sénsinn?

Felis | 10. júl. '15, kl: 08:32:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

tölvuleikir gera enga ruglaða á geði
fólk sem er snarruglað á geði er það hvort sem það spilar tölvuleiki eða ekki. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 11:51:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að tölvuleikjaspilun hefur ekki neikvæð áhrif ef hún er í óhófi?


Felis | 10. júl. '15, kl: 11:53:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefur ekki allt neikvæð áhrif í óhófi? 


en nei, ekkert frekar en annað. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 11:54:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tölvuleikjaspilun á ljótum leikjum getur haft gríðarleg áhrif á hegðun barna þar sem þau mótast af fyrirmyndum.

En það er þetta með hófið sem er lykilorðið.

Felis | 10. júl. '15, kl: 12:00:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

rannsóknir hafa sýnt að tölvuleikir eru ekki orsök geðvandamála. 


Börn mótast af umhverfi sínu, það er vissulega rétt, en að kenna tölvuleikjum um einhver vandamál er kjánalegt. Það verður enginn geðveikur eða ofbeldisfullur af því að spila tölvuleiki. Það verður enginn anti-social af því að spila tölvuleiki. 
Það að Anders Breivik spilaði einhverja tölvuleiki í töluverðu magni gerði hann ekki að þeim manni sem hann er. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 12:07:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver er að tala um geðvandamál?

Hegðunarvandamál eru oft breytanleg eins og þau orsakast af einhverri fyrirmynd.

Felis | 10. júl. '15, kl: 12:46:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var að svara þessu: 

Ég veit um unglinga sem eru búnir að vera mikið í tölvuleikjum og eru snarruglaðir á geði.



þarna er verið að tala um geðvandamál

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

janefox
ert | 11. júl. '15, kl: 20:40:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að hann skildi raunverulega lífið áður?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

janefox
ert | 11. júl. '15, kl: 20:45:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Snargeðveikur? geðklofi þá eða hvað?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

janefox | 11. júl. '15, kl: 20:47:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei hann er með dæmigerða einhverfu.

ert | 11. júl. '15, kl: 20:48:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já en nú er hann snargeðveikur. Hvaða geðsjúkdóm fékk hann?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

janefox
ert | 11. júl. '15, kl: 20:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já en það en við skulum aðskilja erfiða hegðun og geðsjúkdóma. Það er hægt að vera með erfiða hegðun án þess að það sé geðsjúkdómur.

Svo flækir alltaf málin að unglingsárin hjá börnum á einhverfurófi eru oft mjööööög erfið. Þau ná engan veginn að fylgja jafnöldrum sínum eða kröfum sem samfélagið gerir til þeirra. Það veldur einangrun og því að þau leita enn meira í afþreytingu þar sem samskipti við annað fólk kemur ekki við sögu og þar með í tölvuleiki. Það veldur einnig því að þau verða erfið í skapinu. Svo bætast venjuleg hormónavandræði ofan á. Svo geta tölvuleikirnir bæst ofan á.

Það er því ekki alveg svo einfalt að tölvuleikirnir einir breyti þæga einhverfa barninu í ungling með skapofsa

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 11. júl. '15, kl: 21:11:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

breytast ekki flestir unglingar og eru með einhvern skapofsa? sama hvort þeir eru einhverfir eða ekki. 
gæti það ekki verið líka að einhverfum (og sumum öðrum líka auðvitað) þykir samskiptin í gegnum tölvuna skemmtilegri og auðveldari? eins og í gegnum tölvuleiki? og jafnvel eru þeirra einu samskipti fyrir utan fjölskyldu? margir tölvuleikir í dag eru rosalega mikið samspil á milli annarra manneskja í heiminum:)

ert | 11. júl. '15, kl: 21:17:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Einhverf börn breytast meira. Unglingsárin eru þeim erfiðari og því taka þau meiri skapofsaköst. Þau sækja í umhverfi sem þau ráða við og oft eru það tölvur.

Það hefur verið bent á að tölvur séu þeim oft það sem táknmál er heyrnarlausum. Það eru mýmargar sögur af fólk á rófinu sem funkerar í samskiptum á netinu en ekki í daglegu lífi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 11. júl. '15, kl: 21:26:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er það sem ég var að hugsa líka en náði ekki að koma orðum að. Semsagt að unglingsárin eru líklega erfiðari hjá þeim og þess vegna verður hann ekki eins þægilegur í umgengni og að það sé ekki tölvuleikjum að kenna. Hugsa líka að ef það eru ekki tölvuleikir þá er það eitthvað annað nema af því að það eru tölvuleikir þá hefur fólk eitthvað til að kenna um. 

Alpha❤ | 11. júl. '15, kl: 21:07:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

eða bara að þetta er einhverfan hans sem veldur því að hann sé svona og tölvan er hans staður þar sem honum líður vel og gengur vel.
Svo eru unglingsárin oft erfiðari og þýða ekki að það séu tölvuleikir sem "skemma" barnið.


Ég hef spilað ljóta leiki, mjög marga ljóta eins og þú orðar það og horfði á spennu og hryllingsmyndir örugglega daglega með ömmu minni (sem ég reyndar hefði viljað að hún sleppti því þetta gerði mig stundum hrædda en samt spennandi). Ég er samt ekki innilokuð spilandi allan sólahringinn (meira að segja hef ekki spilað mjög lengi núna en gerði það daglega á tímabili), hugsandi um að skjóta niður fólk með ak47 eða ræðst á fólk. Mér hinsvegar þykir gott að spila ef mér leiðist og hef algjörlega ekkert að gera, ég er líka ekki einhverf. Gæti alveg trúað að einhverfir eru meira með sjálfum sér og því líklegri til að loka sig af og spila eða gera annað. Ég þekki líka einhverfa stelpu sem gerir lítið annað en að mála. Það er  hennar helsta hobby og finnst gott að gera og vera. Er það í lagi af því að hún er að mála? hvað ef hún hefði "snargeðveikast" eins og þú orðar það? er hægt að kenna mála hobbyinu um það? eða er það bara hægt ef það er tölvuleikur?


Fullt af vinum og kunningjum í kringum mig spila hellings skotleiki og hryllingsleiki og þeir eru í vinnu og gengur sæmilega í lífinu. Það eru ekki tölvuleikir sem gera fólk "snargeðveikt". 



Dalía 1979 | 10. júl. '15, kl: 16:24:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér er það óskiljanlegt að þú líki tölvuleikjum og fýkniefnum saman ég þekki til hvoru tveggja og ekki hægt að líkja saman tövluleikjum og fýkniefnum 

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:25:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvers vegna ekki?

Fíkn er sprottin af sama meiði, þ.e. hún lætur viðkomandi líða vel og vellíðanin viðheldur verknaðinum/ástandinu

ert | 10. júl. '15, kl: 16:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að tölvufíkn er til?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:30:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað kallast það þegar fólk er hætt að geta sinnt vinnu vegna þess að það er alltaf í tölvunni?

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 16:36:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Eigum við bara ekki að bæta of mikilli símanotkun inn í þetta líka? Eða sjónvarpsglápi? svo þetta klassíska með sykur osf. Höldum okkur við efnið.. þ

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:39:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fíkn á sér nefnilega margar birtingarmyndir. Matarfíkn, eiturlyfjafíkn, kynlífsfíkn...

Hér er útlistun á því sem einkennir tölvufíknir. (Ekki innan DSM samt)

 

 

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 16:40:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

blöndum sem mestu inn í þessa umræðu, áður en við vitum af þá erum við farin að tala um ástandið í Úkrainu lika. Pass. í bili. Nenni ekki svona.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:41:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Felis blandaði tölvuleikjum inn í umræðuna. Ég byrjaði að svara henni

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 16:42:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er ekki Felis. Ég var ekki að skipta mér af ykkar svörum. Þú svaraðir mér og ég þér tilbaka. Farin út í Bónus núna..

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:45:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú komst inn í umræðuna um tölvuleikina...enginn að biðja þig um það

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 18:44:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

What,, sé að það er rétt hjá þér.Fekk of margar medligar um svör og setti þetta á vitlausan stað. Sorrý :)

Felis | 10. júl. '15, kl: 21:56:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei ég blandaði þessu ekki inn í umræðuna. Ég svaraði bulli sem var þegar komið

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ert | 10. júl. '15, kl: 18:47:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hver eru greiningarskilmerki tölvufíknar og hvernig veistu að fólk þjáist af töluvfíkn frekar en þunglyndi eða kvíða?

Ef manneskja leggst í rúmið og er þar frekar en að vera í vinnunni þjáist hún þá af rúmfíkn?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 19:12:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lestu þér bara til um þetta. Ég fann þetta ekki upp

ert | 10. júl. '15, kl: 19:13:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég finn ekki tölvufíkn í DSM-5 eða ICD-10. Við hvaða greiningarkerfi miðar þú?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 19:19:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fræðimenn eru ekki á einu
máli, en tölvufíkn er ekki enn skilgreind sem geðræn röskun samkvæmt nýjustu útgáfu
sjúkdómsgreiningarkerfis amerísku geðlæknasamtakana, DSM-V (Diagnostic and
Statisical Manual) frá 2013. Hins vegar var gefin út kafli sem kallaður er Hluti III (e.
Section III) sem er viðauki sem inniheldur lista yfir raskanir sem ekki eru opinberlega í
DSM-V en þarfnast frekari rannsókna. Tölvufíkn, og þá sérstaklega ofnotkun á
internetinu, er á þeim lista. DSM-V vekur athygli á að þörf sé á frekari rannsóknum til
þess að tölvufíkn komist formlega inn í sjúkdómsgreiningarkerfi DSM. Þetta sýnir að
fræðimenn á sviðinu hafa veitt þessari röskun athygli og að tölvufíkn sé vandamál
víðsvegar um heiminn. Meiri umræða og frekari rannsóknir myndu gera fræðimönnum
kleift að finna viðurkennda skilgreiningu á röskuninni, finna henni flokk innan DSM og
veita ráð um bjargir og meðferðarúrræði fyrir þá sem þurfa á því að halda.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 19:20:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fann þetta í BA ritgerð. Man að kennarinn minn fjallaði líka um þetta

ert | 10. júl. '15, kl: 19:31:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Fræðimenn eru ekki á einu máli - fact

tölvufíkn er ekki enn skilgreind sem geðræn röskun samkvæmt nýjustu útgáfu  sjúkdómsgreiningarkerfis amerísku geðlæknasamtakana, DSM-V (Diagnostic and Statisical Manual) frá 2013. - fact

Hins vegar var gefin út kafli sem kallaður er Hluti III (e. Section III) sem er viðauki - fact

sem inniheldur lista yfir raskanir - nei, þar sem engin skilmerki eru til þá eru þetta ekki raskanir heldur mögulegar raskanir

svo mikið af stðareyndum

Þetta sýnir að  fræðimenn á sviðinu hafa veitt þessari röskun athygli og að tölvufíkn sé vandamál víðsvegar um heiminn. - nei, við vitum ekki hvort þetta sé sérstök röskun og því vitum við ekki hvort þetta sé vanda mál

Meiri umræða og frekari rannsóknir myndu gera fræðimönnum kleift að finna viðurkennda skilgreiningu á röskuninni - eða komast að því að hér sé ekki um sérstaka röskun að ræða

Það er margt sem betur má fara í námsritgerðum

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 19:51:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þú ert að lesa orðið ,,tölvufíkn/netfíkn" í fyrsta skipti hér í dag?


ert | 10. júl. '15, kl: 20:01:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, nei En það búa til orð sem endar á fíkn býr ekki til röskun sbr rúmfíkn
Eg hef lesið fræðigreinar um þetta og svo tók ég eftir að Einar Örn er hættur að nota fíkn um þessa hegðun

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 10. júl. '15, kl: 20:07:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er haldin alvarlegri sófafíkn, veit ekkert betra en að kúra þar

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 22:52:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvort sem það á sér samþykkta skilgreiningu eða ekki þá er þetta vandamál alls staðar í heiminum.

ert | 10. júl. '15, kl: 22:56:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

En það einhver hegðun sé vandamál alls staðar í heiminum gerir það ekki röskun.

Morð eru vandamál alls staðar samt er það ekki skilgreind röskun að myrða. Morð eiga sér margar orsakir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 22:58:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja...


ert | 10. júl. '15, kl: 22:59:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

jamm

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 10. júl. '15, kl: 19:22:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta eru skrítin rök - tölvufíkn er fíkn og með serstök greiningarskilmerki af því að það þarf að rannsaka hana betur.

Menn eru ekki sammála um að þetta sé fíkn, ekki sammála um greiningarskilmerki og ekki sammála um mismunagreiningar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 10. júl. '15, kl: 19:25:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Með fullri virðingu fyrir Margréti Dóru þá er þetta gömul grein skrifuð af manneskju með BA í sálfræði og þar með með takmarkaða þekkingu á greiningarkerfum og hún notar ekki fræðilegar heimildir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 19:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sló þetta bara inn og fékk upp fullt af möguleikum. Um að gera að gúggla þetta.


ert | 10. júl. '15, kl: 19:52:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég les frekar fræðigreinar með gagnrýni hugarfari en almennar vefsíður

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 19:54:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nennti ekki að finna grein um þetta, ég man bara að þetta var eitthvað spurningamerki innan DSM.

ert | 10. júl. '15, kl: 19:52:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég les frekar fræðigreinar með gagnrýni hugarfari en almennar vefsíður

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 10. júl. '15, kl: 23:12:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það eru nú oft góðar upplýsingar inni á "almennum vefsíðum" og þar að auki má maður aldrei verða svo fastur í einhverjum fílabeinsturni að maður lokar augunum fyrir umræðu og upplýsingum í samfélaginu. Ef að enginn er tilbúinn til að taka umræðuna fyrr en einhver annar er búinn að sýna fram á þetta með x mörgum rannsóknum og birtum fræðigreinum, þá verður aldrei ný þekking til.


kv. alboa

ert | 10. júl. '15, kl: 23:16:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þannig að þér finnst í lagi að almenningur búi til raskanir og hvernig eigi að greina þeir án þess að sérfræðingar í greiningum og röskunum komi þar að.

Hei, ég skal búa til rúmröskun sem er oft ranglega greind sem þunglyndi af læknum. Það er sérlega mikilvægt að þú og fleiri opni augun fyrir þessari skoðun. Hér er ný þekking að verða til. Niður með greiningarkerfi. Látum almenning ákveða hvaða raskanir eru til og hvernig á að greinar þær.

Ég legg svo til að það sama verði gert við líkamlega sjúkdóma. Ný þekking á líkamlegum sjúkdómum verður ekki til við rannsóknir og fræðigreinum heldur við umræðu almennings.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 11. júl. '15, kl: 09:57:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Annað hvort ertu viljandi að misskilja mig og/eða snúa út úr eða þú ert orðin mjög hrokafull.

Ég nenni eiginlega ekki að fara yfir allt sem þú bjóst til út úr svarinu mínu. Ég ætla bara að minna þig á að þekking almennings getur verið mikil og það skaðar engan að hlusta.

kv. alboa

ert | 11. júl. '15, kl: 10:30:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er verið að ræða nýja þekkingu í læknisfræðilegum greiningum (geðgreiningum). Það er það sem ný röskun er.

Þú segir: " þar að auki má maður aldrei verða svo fastur í einhverjum fílabeinsturni að maður lokar augunum fyrir umræðu og upplýsingum í samfélaginu. en einhver annar er búinn að sýna fram á þetta með x mörgum rannsóknum og birtum fræðigreinum, þá verður aldrei ný þekking til."

Eins og ég skil þig þá ertu að segja að ný þekking læknisfræðilegum geðgreiningum geti orðið til á vefsíðum almenning, ný greiningar, ný greiningarskilmerki og mismunagreiningar. Það sé eðlilegt að leit þangað eftir nýjum upplýsingum af því að ný þekking verður ekki með rannsóknum eða birtum fræðigreinum.

Mér finnst það ábyrgðarleysi að segja þetta en vel má vera að ég sé að misskilja þig. En þá spyr ég af hverju í ósköpunum er betra fyrir mig að lesa vefsíður um tölvufíkn en að lesa rannsóknir um málið?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 11. júl. '15, kl: 03:56:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

"Ég veit um unglinga sem eru búnir að vera mikið í tölvuleikjum og eru snarruglaðir á geði."

Ég veit um tvo sem að eiga rauðar Toyotur og fengu krabbamein.

T.M.O | 13. júl. '15, kl: 10:09:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef allt séð rauðar Toyotur sem sterkan áhrifavald á alsheimer...

Maggi Víglunds | 9. júl. '15, kl: 23:22:51 | Svara | Er.is | 1

Það er til tölfræði yfir 20 ára tímabil í einu Evrópulandi um aukningu kannabisreykinga.
Það var enginn fylgni milli aukningar á reykingum kannabis og álags á heilbrigðiskerfið.

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 01:14:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það er líka til rannsókn þar sem kannabis neytendun á öllum aldri og kyni var fylgt eftir i 20 ár. Kom í pressunni núna í sl. sumar. Þar kom fram að þeir sem neyttu slíkra efna ættu klárlega í  mun meiri erfiðleikum andlega og félagslega en þeir sem ekki höfðu neytt slíkra efna.

Maggi Víglunds | 10. júl. '15, kl: 01:32:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Já rétt og þá má líka minnast á gagnrýnina sem fylgdi að fólk sem ætti í erfiðleikum andlega og félagslega væri mun líklegra til að neyta kannabis.
Fara varlega í að álykta að þessir þættir séu bein afleiðing plöntunar. Þar sem rannsóknin sýndi það ekki.

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 02:03:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það er ekki hægt að koma með útúrdúra um að fólk hafi andlega erfiðleika áður en það byrjar eða hefur prófað þessi efni.  Sumir hafa eflaust haft það, aðrir ekki.  Hér er annar þessi grein sem ég var að vitna í. Ég var með alla greinina á ensku en nenni ekki að leita af henni núna.  Þar kemur skýrt fram að Kannabis er mjög ávanabindandi. En burt séð frá öllum rannsóknum, þá er þetta mín prívat upplifun líka af þeim sem ég þekki sem nota eða hafa notað þessi efni. Og þeir eru flerir en einn g tveir svo það sé skýrt. Það er líka rangt að fólk geti ekki veikst andlega eftir "fyrsta smókinn"  það veit ég líka af reynslu náinna í kringum mig. Hér er svo þessi blessaða grein. ATH!  Hér er ég ekki að tala um hugsanlegan lækningamátt olíunnar gagnvart t.d flogaveiki osf.   

 

ert | 10. júl. '15, kl: 08:29:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það hefur verið gerðar rannsóknir þar sem hefur verið skoðað ungt fólk sem hefur reykt kannabis og ekki reykt kannabis, einstaklingum með einkenni geðrofs var sleppt úr rannsókninni og nokkrum árum síðar voru einkenni skoðuð og þeir sem höfðu reykt kannabis voru í meiri hættu á að fá geðklofa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 11:52:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvort voru vandamálin orsök eða afleiðing kannabisreykinganna?

Hefurðu spáð í það að í flestum tilfellum eru vandamál til staðar hjá einstaklingum sem ofnota fíkniefni?

ert | 10. júl. '15, kl: 12:01:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það hafa verið gerðar rannsóknir á kannabis sem leiðrétta fyrir slíkt. Hins vegar leiðarétta tölvuleikjarannsóknir sjaldnast fyrir slíkt og leiðrétta ekki fyrir að börn þroskafrávik sækja meira í tölvur en önnur börn

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 12:06:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru fjölmargar rannsóknir sem sýna fram á að einstaklingar sem nota vímuefni í óhófi eiga sér djúpstæðari vandamál en bara það að verða fíklar. Þess vegna er í auknum mæli farið að grafast fyrir um þau vandamál í stað þess að senda alla í afvötnun og málið leyst. Með því að kafa að rót vandans er líklegra að hægt sé að stöðva neysluna

ert | 10. júl. '15, kl: 12:11:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það eru líka rannsóknir sem benda til að kannabis hjá ungu fólki valdi auknum líkum á geðrænum vanda þegar búið er að taka til þess að geðrænum vandi eykur líkur a vímuefnavanda.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 10. júl. '15, kl: 12:11:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru líka rannsóknir sem benda til að kannabis hjá ungu fólki valdi auknum líkum á geðrænum vanda þegar búið er að taka til þess að geðrænum vandi eykur líkur a vímuefnavanda.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 12:20:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg rétt. Það er unga fólkið sem er í mestri hættu eins og með margt annað sem herjar á það á mótunarárunum

bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 13:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fyrir þá sem hafa vandamál fyrir , þá magnast vandamálin upp við reykingarnar.

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 16:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hefur þú spáð í að lesa aðeinst betur að en þú setur þetta fram? :)  Tekið hér ofar í færslu hjá mér. " Það er ekki hægt að koma með útúrdúra um að fólk hafi andlega erfiðleika áður en það byrjar eða hefur prófað þessi efni.  Sumir hafa eflaust haft það, aðrir ekki."

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:17:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að svara færslunni þar sem þú talar um 20 ára eftirfylgni við kannabisneytendur. Þar kemurðu ekki inná hvernig andlegt ástand þessara einstaklinga var áður.

En veistu samt að flestir sem ánetjast fíkniefnum eiga við einhverja andlega vanlíðan að stríða?

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 16:20:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei, ég talaði um að ég nennti ekki að googla sömu rannsókn á ensku, þar sem þetta kemur ítarlega fram. Það om fram þar, en ég bætti við að Sumir hafa eflaust verið veikir fyrir  aðrir ekki.  Nei það vissi ég ekki , það á alla vega ekki við um þá sem ég þekki persónulega.  ( jú ein reyndar)  

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefur ekkert með það að gera hverja þú þekkir persónulega. Þetta er einfaldlega orðið vandamál hérlendis að nánast allir sem vilja aðstoð vegna drykkju eru hvattir til að fara á Vog en þar er ekki kafað að rót vandans. Þetta er alltaf spurning um hænuna og eggið.

Ungt fólk í neyslu á gjarnan að baki brotið uppeldi, kynferðisofbeldi eða hvers kyns vanrækslu. Ef einstaklingur heldur sér frá vímuefnum til c.a. 17 ára aldurs eru hverfandi líkur á að hann ánetjist.

ert | 10. júl. '15, kl: 16:27:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er ekki bara vegna hættu á því að ánetjast sem menn vara ungt fólk við kannabis. Það eru vísbendingarnar um að kannabis auki líkur á geðklofa hjá þeim sem hefur þar áhrif hjá geðlæknum. Maður getur hætt í neyslu en maður hættir ekkert með geðklofa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:28:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já rannsóknir sýna ýmist fram á það eða ekki. En hættan er aðallega hjá ungu fólki þar sem heilinn er enn að þroskast.


ert | 10. júl. '15, kl: 16:29:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já og heili fólks nær ekki fullum þroska fyrr en eftir tvítugt og það má gera ráð fyrir að hjá einstaklingum með þroskafrávik þroskist hann enn síðar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:32:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segir sig sjálft

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 16:29:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það hefur bara allt með það að gera líka, Hvernig myndum við okkur skoðanir? Eingöngu með að lesa rannsóknir sem segja sitt og hvað og gjarnan það sem fólk vill finna? Ef ég þekki fjöldan allan af , já ég er að tala um fjölda í gegnum árin, þá kemur það þessu bara víst við. Annað væri vitleysa. Ég efa það ekki að við eigum öll e-ð að baki hvort sem við erum ung eða gömul. Það er ekki samansem merki að maður fari sjálkrafa í kannabís neyslu, frekar en alkahól eða jafnvel pillur. Eða bara ekki neitt. 

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:33:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að ef ég fullyrði að tóbaksreykingar hafi skaðleg áhrif á lungun og þú þekkir 5 sem reykja og 4 eru með góð lungu þá hef ég rangt fyrir mér?

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 18:50:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ertu í ham ídag? Hvað er málið? Voðalega fer þetta fyrir brjóstið á þér. Endilega draga fram tóbaksreykingarrökin. Klikkar aldrei. 

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 19:14:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég beið eftir málefnanlegra svari.

Tóbaksreykingar eru klassískt dæmi.

Getum tekið sykur sem dæmi ef það hentar betur. Ef fimm manneskjur borða sælgæti í óhófi en eru allar í kjörþyngd nema ein, þá er sykur ekki óhollur?

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 21:25:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er ekkert málefnalegt við þessi rök þín, Lífsreynsla er lífsreynsla, sama hverning þú reynir að snúa þessu við, á kant eða sykur eða tóbak. Eða hvort ég þekki fimm mannekjur sem eru yfir Hundrað eða ekki.  

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 22:54:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hahaha, og þér finnst málefnanlegt að halda því fram að lífsreynsla þín jafnist á við niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið. Þú ert án gríns með verstu rök sem ég hef lesið :)

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 23:06:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég sagði adrei jafninst á við, ég sagði að mín lífsreynsla væri LÍKA þessi sem ég nefndi.  Það er óþarfi að detta tvisvar í sömu ána.. Þú ert án gríns búin að miskilja margt sem hefur verð sagt við þig hér ofar og blandað saman því sem önnur nikk hafa sagt við aðra. Þetta er reydar ólíkt þér miðað við það sem ég hef almennt lesið frá þér. Þessi samanburður þinn sem þú nefnr er fáranlegur í minn garð. Annars ertu bara ágæt. 

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 23:14:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú sagðir ,,Ef ég þekki fjöldan allan af , já ég er að tala um fjölda í gegnum árin, þá kemur það þessu bara víst við".

Ég er bara ekki sammála því og þess vegna kom ég með nokkur dæmi og sé bara ekkert fáránlegt við það.

Ég hef ekki misskilið neitt né blandað saman, ég svaraði á ólíkum stöðum út frá þeim innleggjum sem við áttu í hvert skipti.

P.s. þú ert bara aldeilis ágæt líka

Dúfanlitla | 10. júl. '15, kl: 23:19:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eigum við bara ekki að slá þessu upp í kæruleysi og fá okkur eitt rauðvínsglas fyrir nóttina. Langur dagur hér og ég á það sko skilið :)

Dreifbýlistúttan | 12. júl. '15, kl: 13:01:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Djöfull hefði ég verið til!!

:)

bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 13:48:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er inni í þeirri tölfræði aukning á dauðsföllum og meiri álag á fjölskyldur fíkilsins?

Helvítis | 10. júl. '15, kl: 00:05:50 | Svara | Er.is | 7

Hvaða idiot trúði því að kannabis væri hollt og gott?

Ekkert vímuefni er gott fyrir þig, ekki einu sinni kaffi.

Hvað viltu gera?

Halda áfram að fylgja úreltri löggjöf eins og í dag og gera ungt fólk að glæpamönnum, eða banna kaffibaunir, áfengi, sykur, kolvetni o.fl.?


_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

QI | 10. júl. '15, kl: 02:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það þarf að afglæpavæða smáneytendur.  skilst að um 1/3 hluti fangelsisplássa sé notaður undir þá... það skapar pláss fyrir bankaræningja.  :)

.........................................................

bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 13:52:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það leysir ekkert að afglæpavæða.
Það er búið að afglæpavæða áfengið, samt er mikið áfengisvandamál til staðar.

Trölli1337 | 12. júl. '15, kl: 16:54:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þú sérð ekki yfirfull fangelsi af fólki sem hefur farið á djammið eða fólk skellt á sakaskrá fyrir að fá sér bjór. Það er stærsti vandinn og númer 1,2,3 í þessu. Áhrifinn af því að vera félagslega ýtt í burtu, talinn glæpamaður og neitað um hitt og þetta útaf því að þú vildir kannski bara slappa af heima yfir sjónvarpinu á laugardagskvöldi með eina jónu eru mun verri en jónan sjálf.

Við eigum sem manneskjur að geta borið ábyrgð á okkur sjálfum, geta valið hvað við setjum í okkur án þess að aðrir hafi eitthvað um það að segja, svo lengi sem þú ert ekki að stofna öðrum í hættu eða hafa áhrif á aðra þá er það bara ekki í lagi að koma svona framm við fólk.

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

ert | 12. júl. '15, kl: 17:01:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í alvörunni eru fangelsi landsins yfirfull af fólki sem hefur verið tekið fyrir að vera með neysluskammta á sér?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Trölli1337 | 12. júl. '15, kl: 17:06:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Neysluskammta eða ekki þá eru 1/3 fanga sem eru inni fyrir fíkniefnabrot, efast stórlega um að þetta séu allt stórinnflytjendur eða álíka. Flest af þessum brotu eru nú líklegast fórnalambalausir glæpir.

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

ert | 12. júl. '15, kl: 17:36:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

eru 1/3 fanga inni fyrir vörslu á neysluskömmtu? Fórnarlambalausir glæpir.

það stórefa ég

Einn þekki á Hrauninni og í neyslu - aldrei verið dæmdur fyrir vörslu. Dæmdur fyrir þjófnaði og ofbeldisbrot og ekkert oflbeldisbrotanna tengist skuldum í eiturlyfjaheiminum. Þjófnaðirnir eru svona frá 700-20.000 þús. Honum finnst gaman að berja fólk og hann þarf mikla peninga og helst ekki í vinnu. Ef við seldum fíkniefni í ÁTVR þá þyrfti hann samt að fjármagna kaupinn í ÁTVR. Bætur nægja ekki. Hann þyrfti samt að stunda glæpi. Svo byrjaði viðkomandi í glæpum fyrir 15 ára þannig að til að sjá honum fyrir fíkniefnum hefðum við þurft að selja honum fikniefni svona 14 ára.

Ég les dóma mér til skemmtunar og ég man ekki að hafa séð fangelsisdóm fyrir neysluskammta einvörðungu. Amk er maður náinn mér sem hefur margoft verið tekin fyrir neysluskammta en aldrei fengið dóm, bara sekt.

Nú má alveg vera að það sé tilgangslaust að sekta fólk fyrir neysluskammta (ég held það að amk) en við skulum samt ekki búa til að fangelsi landsins séu uppfull af fólki sem hefur ekki annað gert af sér en kaupa gras. Þá væri ég í reglulegum heimsóknum í fangelsi. Það er nefnilega þannig að það er ekkert dýrara að vera í grasneyslu en áfengisneyslu og kallar ekki á glæpi. Það er hins vegar þannig að þegar maður vinnur ekki þá hefur maður illa efni á áfengi eða grasi og þá þarf að sjálfsögðu að redda pening fyrir því.

Það að selja fíkniefni út úr ÁTVR leysir mjög takmarkaðan vanda. Það sem það leysir er smygl og fangelsun burðardýra. Fíklar munu samt eiga í erfiðleikum með að fjármagna neyslu sína.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 17:42:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er nú líka þannig að fangelsisvist getur virkað sem ákveðið meðferðarúrræði.
Það er að segja fangelsisvistin getur orðið til þess að fíkillinn fari að horfa í eiginn barm og taka á sínum málum.

Dreifbýlistúttan | 12. júl. '15, kl: 19:37:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hefurðu eitthvað fyrir þér í þessu?

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 19:45:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur þú sýnt fram á annað?

Dreifbýlistúttan | 13. júl. '15, kl: 11:22:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að spyrja þig. Væri gaman að sjá tölur um þá sem hljóta bata af fíkn sinni innan veggja fangelsa.

Það eru ákveðin meðferðarúrræði í boði á Litla Hrauni en þau henta þeim sem eru tilbúnir að hætta neyslu og enginn eftirfylgni er með föngum þegar þeir losna.


ert | 13. júl. '15, kl: 12:03:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eru til úrræði fyrir fólk sem vill ekki hætta neyslu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 13. júl. '15, kl: 12:52:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já auðvitað, þú límir teppalímband fyrir vitin og setur viðkomandi í spennitreyju..

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 12:14:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir fíklar hafa fundið sinn botn með því að lenda í fangelsi.
Það er ákveðið meðferðarúrræði.

Dreifbýlistúttan | 13. júl. '15, kl: 12:51:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig getur það kallast meðferð ef enginn fylgist með að fangelsisdvöl lokinni?

ert | 13. júl. '15, kl: 13:06:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er búið að leggja Vernd niður?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 13. júl. '15, kl: 14:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef ekki hugmynd


ert | 13. júl. '15, kl: 14:20:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé ekki annað en að Vernd sé ennþá opin. Það er mikill stuðningur og mikill agi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 14. júl. '15, kl: 11:33:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að fjölskyldumeðlimur minn sem var í ,,meðferð" á Hrauninu og hefur verið afskiptur síðan hliðinu var læst að baki honum er þá vonandi bara einsdæmi. Hvorki hósti né stuna heyrst frá þessu frábæra batteríi síðan

ert | 14. júl. '15, kl: 11:55:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fór hann á Vernd? Af hverju ekki? Ef hann fór á Vernd var honum bara hent þaðan út?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 14. júl. '15, kl: 19:20:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þessi ,,meðferðargangur" kallast vernd þá já, hann afplánaði, fór út og vissi svo ekki meir og hefur engan stuðning fengið

ert | 14. júl. '15, kl: 19:29:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, meðferðargangur kallast ekki Vernd. Vernd er alveg sérstakt úrræði.

Venjubundið ferli er venjulegur gangur meðferðargangur, opið fangelsi, Vernd. En það er örugglega hægt að komast af meðferðargangi á Vernd en að sjálfsögðu má maður ekki vera með mikið af agabrotum á bakinu. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 14. júl. '15, kl: 19:33:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Grunaði það

En þessi einstaklingur var töluverðan tíma á meðferðargangi en svo allt í einu losnaði hann út og stóð þá einn og óstuddur. Hvort sumarfrí fagaðila spilaði inn í eða eitthvað annað, þá var hann ráðalaus og einn eftir afplánun.

ert | 14. júl. '15, kl: 19:39:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er mjög líklegt að hann hafi ekki unnið sér inn réttindi til að komast á Vernd eða hafi ekki viljað fara á Vernd.

Allt kerfið á Hrauninu byggir upp á því að þú vinnur þér inn réttindi og missir þau. Þú þarft að vísu ef ég man rétt að óska eftir því að komast á meðferðargang og þá geturðu unnið þig áfram.

Ég þekki alveg dæmi um menn sem hafa farið þessa leið á Vernd, og ég þekki líka dæmi þess að einstaklingur hafi ekki óskað eftir slíku af því að hann vildi dópa og svo dæmi þess að einstaklingur hafi farið aftur á Hraunið vegna agabrota.

Kerfið er mjög hart í því að menn verða að vinna sér inn réttindi - ef menn nenna því ekki þá er eiginlega varla við því að búast að þeir nenni að vera edrú. Menn verða líka að vilja fara á Vernd, eða önnur slík úrræði sem eru í boði,

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 13. júl. '15, kl: 15:20:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki betur en að allir fangar fara fyrst í Vernd áður en þeir fara út í almennt umhverfi - þar eru sett ákveðin skilyrði m.a. um fundarsókn (auk þess sem að viðkomandi þarf að vera komin heim fyrir ákveðinn tíma að kvöldi etc.)

ert | 13. júl. '15, kl: 15:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki allir fara á Vernd en þeir sem hafa staðið sig vel geta sótt um að fara þangað og afplána síðustu mánuðina þar. Það eru líka fleiri meðferðarúrræði sem fangar geta sótt um að ljúka afplánun í.

Þeir sem hafa engan áhuga sýnt á meðferð og eru að berja mann og annan og dópa í fangelsinu komast ekki í þessi úrræði en það er nú líka þannig að þá er nú kannski ekki vilji fyrir hendi til að lifa undir þeim reglum sem Vernd setur.


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 13. júl. '15, kl: 16:20:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

rétt hjá þér :)

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 15:42:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það kallast ekki meðferð

Steina67 | 13. júl. '15, kl: 15:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú kallaðir þetta sjálfur meðferðarúrræði

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 22:19:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kallaði það ákveðið meðferðarúrræði, í merkingunni ; getur fengið fíkilinn til að ná botninum og vilja taka sig á.

Alpha❤ | 13. júl. '15, kl: 00:59:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hahahah meira bullið í fólki:P 

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 17:11:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru margir sem eru veikir fyrir og missa fljótlega stjórn á lífi sínu.
Eigum við bara að leyfa því að gerast eða eigum við að reyna að koma í veg fyrir það?
Þú virðist frekar vera að hugsa um þá sem virðast geta stjórnað lífi sínu heldur en þá sem verða fíklar frá fyrsta smók og missa stjórn á lífi sínu.

Trölli1337 | 12. júl. '15, kl: 17:16:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, hálpum þeim með því að skella þeim á sakaskrá! vandamálið leysist klárlega þannig.
Afhverju ekki að taka allt þetta fé (sem er ansi mikið) og auka forvarnarstarf, heilbrigðiskerfið og hjálp fyrir fíkla? Fíklar komast auðveldlega í allt sem þeir vilja hvort sem það er bannað eða ekki og ef þú ert fíkill þá er þér skítsama hvort það sé bannað eða ekki.

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 17:36:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þú ert fíkill þá er þér skítsama hvort það sé bannað eða ekki.
En ef þú ert ekki fíkill og hefur aldrei prófað þetta þá skiptir máli hvort það sé bannað eða ekki.
Ef það er bannað getur það orðið til þess að þú prófar það ekki og verður þess vegna aldrei fíkill.

Trölli1337 | 12. júl. '15, kl: 22:08:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert ekki fíkill þá þarftu varla að hafa áhyggjur, hefuru smakkað bjór? orðinn alkahólisti?

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 12. júl. '15, kl: 22:11:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eigum við bara að fást við afleiðingarnar en ekki að reyna að koma í veg fyrir að nýjir fíklar verði til?

Trölli1337 | 13. júl. '15, kl: 20:57:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur ekki gert það, það er málið. Þetta er bardagi sem ekki er hægt að vinna og þessvegna á fókusinn að vera á skaðaminnkun í staðinn fyrir skaðaauknun.

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 22:14:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

" Þetta er bardagi sem ekki er hægt að vinna"

Ég hef reyndar meiri trú á fólki en þú !

Trölli1337 | 13. júl. '15, kl: 22:49:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já frábært, björgum 2 frá því að gera eitthvað en eyðileggjum líf 10 í staðinn! flott viðhorf

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 22:53:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Já frábært, björgum 2 frá því að gera eitthvað en eyðileggjum líf 10 í staðinn! flott viðhorf"

Mér finnst þetta ekki flott viðhorf, mér finnst þetta fáránlegt viðhorf.
Hver er það sem hefur svona viðhorf?

Trölli1337 | 14. júl. '15, kl: 13:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú og þeir sem styðja núverandi stríð á fíkniefnum. Þarf ekki snilling til að sjá það.

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 14. júl. '15, kl: 16:36:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvenær hef ég sagt að það eigi að bjarga 2 frá því að gera eitthvað en eyðileggja líf 10 í staðinn?....

Trölli1337 | 14. júl. '15, kl: 22:44:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með því að telja fangelsi/sakaskrá gott meðferðaúrræði og að bannið haldi einhverjum frá neyslu.

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 14. júl. '15, kl: 23:00:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aldrei sagt að fangelsi væri gott meðferðarúrræði.
Það hefur verið talað um að fíkillinn verði að finna sinn botn í neyslunni til að vilja taka sig á í lífinu.
Ég sagði að fangelsisvist væri mögulega staður þar sem fíkillinn fyndi sinn botn.

svartasunna | 10. júl. '15, kl: 07:26:17 | Svara | Er.is | 4

Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að baráttan gegn eiturlyfjum sè töpuð. Eigum við ekki bara öll að vera sammála um að ofnotkun á eiturlyfjum (áfengi meðtalið) sè slæm og við ættum að afglæpavæða neysluskammta og auka þjónustu við fíkla?

Eða..,haha...nei, skemmtilegra að vera í skotgröfunum, líkt og með trúmál og pólitík.

______________________________________________________________________

tóin | 10. júl. '15, kl: 09:01:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað er neysluskammtur stór skammtur?

er í lagi að hafa neytt neysluskammts við akstur?

svartasunna | 10. júl. '15, kl: 12:32:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hérna eru e-n viðmið um neysluskammt:  http://www.emcdda.europa.eu/legal-topic-overviews/cannabis-possession-for-personal-use


Væntanlega yrði ekki refsivert að vera með neysluskammta, ekki frekar en það að vera með áfengisflösku í bíl er ólöglegt.
Hins vegar ef þú ert undir áhrifum við akstur, óháð hvað finnst á þér þá er það refsivert.

______________________________________________________________________

tóin | 10. júl. '15, kl: 13:18:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir þetta - þetta er fínt yfirlit.

Er ekki samskonar status á þessum málum hér á landi og á hinum Norðurlöndunum ?  Mér sýnist það svona fljótt á litið.

svartasunna | 10. júl. '15, kl: 15:00:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bara þekki ekki þessi mál það vel en geri ráð fyrir því.
Finnst bara peningum betur varið í annað en að bóka neysluskammta og reka það í gegnum kerfið. Frekar að reyna að ná til fólks sem kaupa efnin, auka upplýsingagjöf og veita stuðning og tækla svo í framhaldinu hvernig best er að tækla framleiðslu og söluhlutann. 
Því að þetta er klárlega ekki að virka í dag.

______________________________________________________________________

T.M.O | 10. júl. '15, kl: 10:28:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég held að fíklar séu að fá sömu vondu þjónustuna og geðsjúkir, fíklar komast þó á biðlista. Ég sé heldur ekki marga jafn heita fyrir ströngum dómum í neysluskammtamálum og eru tilbúnir að rífast út af trúmálum og pólitík. Ég held að stór hluti þeirra sem eru ekki heitir stuðningsmenn afglæpavæðingar séu ekkert vissir hvað væri besta leiðin í þessu. Ég er allaveganna í þeim hópi.

nennskiggi | 10. júl. '15, kl: 12:19:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst afglæpavæðing svo skrýtið fyrirbæri. Þú mátt kaupa og og neyta, en ekki selja eða framleiða. Ennþá sama vandamál með það að neytendur vita í rauninni aldrei nákvæmlega hvað þeir eru að láta ofan í sig eða hvaða efni það inniheldur, ennþá fer allt fram á svörtum markaði, kjöraðstæður fyrir glæpasamtök.
Kannski skref í rétta átt, en ég myndi algjörlega vilja sjá kannabis selt og framleitt/innflutt samkvæmt einhverju regluverki og með eftirliti, svipað og með áfengi. Strax og þú gefur fólki lögleiða leið til að nálgast efnin, þá ertu búinn að grafa virkilega undan svarta markaðnum.

svartasunna | 10. júl. '15, kl: 12:33:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála með að það sé bara skref, þetta með neysluskammtana. Það breytir viðmóti sem fíklar fá og í stað glæpamanna sem fá sektir/fangelsisvist þá verða þeir kannski líklegri til að leita sér hjálpar.

______________________________________________________________________

redviper | 10. júl. '15, kl: 11:37:44 | Svara | Er.is | 1

Finnst líka alveg að það mætti koma fram að kannabisið sem er í gangi hér og víðsvegar um heim á hinum ólöglega markaði er ekki "Bara gras" ... Ef þið skiljið ekki gæti verið gott að horfa á þátt frá BBC um kannabis . Í minningunni hét hann "superskunk" eða eitthvað álíka .

Það er búið að "endurbæta" og auka THC magn og ýmislegt annað ásamt því að að breyta plöntunni til að hún sé "sterkari"

Grasið sem að hipparnir reyktu og grasið sem er verið að reykja núna er ekki sama grasið.

Þetta sem er í gangi kallast "superskunk" og er mikið mikið hættulegra.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 11:53:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með lögleiðingu væri hægt að stjórna framleiðslunni betur og hafa eftirlit með þessu ferli.

það er einn kostur lögleiðingar.

T.M.O | 10. júl. '15, kl: 16:40:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú veist að það er stór markaður fyrir landa ennþá og markhópurinn eru krakkar sem eru undir aldri. Sum af þessum krökkum fara nánast beint í dópið þar sem það er auðveldara að nálgast það. Lögleiðing mun ekki breyta neinu fyrir þennan hóp og hann er viðkvæmastur

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:44:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lögleiðing myndi aldrei útrýma ástandinu. Það er dagljóst.

Kíktu á þetta. Þetta er svona beisikklí my point of view


Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:46:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


 Linkurinn kannski! :)


 

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 11:44:29 | Svara | Er.is | 0

Held að lögleiðing snúist ekki um að leyfa þetta því þetta sé svo hollt og gott.

Þetta er ákaflega flókið viðfangsefni og snýst mikið um að afglæpavæða verslun með kannabis. Slíkt hefur reynst virka ágætlega þar sem það hefur verið prófað og við Íslendingar ættum að fara að læra af okkur stærri og ,,vitrari" þjóðum.



tóin | 10. júl. '15, kl: 12:04:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvar hefur þetta verið gert? þ.e.a.s. framleiðsla og sala á kannabis verið lögleidd.

tóin | 10. júl. '15, kl: 12:05:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

heimiluð með lögum átti þetta að vera

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 12:08:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nýjasta tilfellið sem ég man eftir er Oregon fylk í USA

Lögleiðing vændis hefur líka leyst ákveðin samfélagsvandamál.


tóin | 10. júl. '15, kl: 12:17:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

afglæpavæðing á ræktun og notkun cannabis í Oregon var samþykkt árið 2014 og lögin tóku ekki gildi fyrr en 1. júlí 2015 - það er því vart hægt að staðhæfa að slík lögleiðing hafi 10 júlí 2015 "reynst ágætlega" af okkur "stærri og vitrari þjóðum".

Þú hlýtur að vera að hugsa til einhvers annars dæmis?

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 12:22:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú verður bara að finna rannsóknir sem gerðar hafa verið. Þessi stóru ríki gera þetta ekki að gamni sínu. Þetta er afleiðing margra ára umræðna og rannsókna á kostum og ókostum.

Alveg eins og við Íslendingar tókum upp Sænsku leiðina varðandi vændi og höfðum þar með aðra þjóð okkur til fyrirmyndar og notuðum þeirra reynslu, þá gera önnur ríki yfirleitt slíkt hið sama.

Þetta er aldrei ákvörðun sem tekin er á einni nóttu.

tóin | 10. júl. '15, kl: 12:27:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég taldi einfaldlega líklegt að þar sem þú hefur ákveðnar skoðanir á þessu byggðar á reynslu annarra, að þú gætir þá nefnt dæmi um þessa ágætu reynslu annarra af því að gera ræktun, sölu og neyslu á cannabis löglega.

Ég tel engan grundvöll fyrir því að bera saman þessa hugsanlegu lögleiðingu á framleiðslu og sölu á cannabis við sölu á vændi - kaup á vændi eru enn ólögleg - og frekar einkennilegt að ræða þessa hluti sem sambærilega.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 14:27:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er nefnilega ekki svo galið að bera þetta saman þar sem þetta er sumsstaðar jafn mikð vandamál og beintengt við aukna glæpatíðni og minna eftirlitl.

Þú skalt endilega lesa þér til um kosti og galla þess að lögleiða/banna kannabis og hvaða ástæður liggja að baki. Ég er ekki hér sem talsmanneskja þess að lögleiða þetta, ég er eingöngu að vekja máls á því að það eru alltaf fleiri en ein hlið á öllum málum.

Ég hef ekki endilega trú á því að Ísland sé tilbúið í lögleiðingu kannabis þegar við erum ennþá með einkasölu á áfengi. Menningarmunur kemur sterklega inn í umræðuna. Ég er hinsvegar hlynnt því að lögleiðing sé til umræðu þar sem glæpir og afbrot eru fylgifiskur ólöglegra viðskipta við kannabis.

bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 14:30:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Glæpir og afbrot eru líka fylgifiskar ólöglegra viðskipta með áfengi.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 14:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Munurinn er sá að það er auðvelt að nálgast áfengi af því það er nú þegar löglegt að kaupa það á ákveðnum aldri.


bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 14:48:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Og ef það verður jafn auðvelt að nálgast fíkniefni þá eykst neyslan á þeim.

nennskiggi | 10. júl. '15, kl: 15:22:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Myndir þú nota kannabis ef það væri löglegt?

bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 15:23:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei

nennskiggi | 10. júl. '15, kl: 15:28:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, og það eru fleiri en þú sem hafa engann áhuga á að nota þetta. Lögleiðing breytir engu fyrir neyslumynstur þess hóps.
Aftur á móti fyrir þá sem hafa áhuga á að nota kannabis, þeir verða sér út um það mjög auðveldlega þrátt fyrir lögbann.

bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 15:30:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og svo er hópur sem mun ekki byrja að nota kannabis vegna þess að það er ólöglegt.

nennskiggi | 10. júl. '15, kl: 15:44:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki um marga sem eru í þeim hóp. Af minni reynslu er fólk sem að vill ekki prófa þetta almennt smeykara við áhrifin heldur en lögregluna.

bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 15:48:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég þekki marga sem eru í þeim hóp.
Og fólk á að vera smeykt við áhrifin.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 14:30:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með því að afnema refsingu við neyslu eða vörslu kannabisefna er ekki verið að
lögleiða fíkniefnin, heldur er neysla og varsla slíkra efna ekki lengur
refsiverð

bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 14:52:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju ætti neysla og varsla að vera lögleg ef efnið sjálft er ólögleg?

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:20:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hugsa að það sé tekið svona til orða einmitt til að þetta hljómi ekki svona: ,,Nú er þetta löglegt og við hvetjum alla til að prófa".

Eins með þær þjóðir sem ,,leyfa" vændi. Þá eru kaupin ekki brotleg en samt ekki verið að hvetja til þeirra.

bubbinnn | 10. júl. '15, kl: 16:24:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það á náttúrulega að vera skýrar línur svo ekkert fari á milli mála.
Annaðhvort er þetta löglegt og þá má neyta fíkniefnanna eða ólöglegt og þá er það ekki löglegt !

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:27:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef eitthvað er ekki refsivert þá þýðir það að það er ekki ólöglegt.


ert | 10. júl. '15, kl: 16:30:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Reyndar er ekki svo. Það er margt bannað í lögum sem er ekki refsivert.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:36:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef eitthvað er ólöglegt þá fylgir því yfirleitt allavega sekt, eða hvað?


ert | 10. júl. '15, kl: 16:48:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ekki endilega. Það er fleiri lög í landinu en hegningarlög.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:51:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þekki það ekki. Þekki bara það að ég borga sekt ef ég keyri of hratt o.s.frv. Get lent í því að sitja inni ef ég geri það ekki og brýt oft af mér.

Hvaða lög ertu að tala um?

ert | 10. júl. '15, kl: 16:53:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svakalega mörg lög - í fæstum lagagreinum er gert ráð fyrir sektum ef lögin eru brotin. Gunnskólum er ekki gert að sæta sektum ef þeir brjóta grunnskólalög og svo framvegis. Það er munur á því að brjóta lög og hljóta refsingu eða sekt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 16:55:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi umræða snerist reyndar um einstaklingsbrot, en ég skil hvað þú ert að fara.

ert | 10. júl. '15, kl: 16:57:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já það er ekkert sem segir að ef einstaklingur brýtur lög að hann verði að sæta einhvers konar refsingu eða sekt. Það var nú t.d. dómur um daginn þar sem Heiðari Má var ekki gerð refsing þrátt fyrir að hann væri dæmdur sekur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 10. júl. '15, kl: 17:21:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvort eigi að afnema refsingu við neyslu - sem ég er ekki viss um að sé til staðar í dag - eða vörslu er sér spurning.

þú varst hins vegar að mæla með því að afnema bann við ræktun og sölu á kannabis - sem er allt annar handleggur heldur en heimild til að lögleiða "neysluskammta"

ert | 10. júl. '15, kl: 17:59:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Neysla fíkniefna er ekki ólögleg hér á landi

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 10. júl. '15, kl: 18:51:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það var einmitt það sem mig minnti :)

Alpha❤ | 10. júl. '15, kl: 21:22:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

samt talar fólk um að það vilji lögleiðingu svo það sé ekki gert unglinga að afbrotamönnum og háar sektir 
sem er bara bull er það ekki? 

ert | 10. júl. '15, kl: 21:25:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

varsla er ólögleg sama hversu lítið magn

neysla og varsla er ekki alveg það sama

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 10. júl. '15, kl: 21:34:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ég veit. en þó svo að það sé varsla varla er það sett í fangelsi árum saman fyrir það eða svakalega háar sektir?

ert | 10. júl. '15, kl: 21:37:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

börn undir 18 ára eru helst ekki sett í fangelsi sama hvað

ég veit ekki hver sektin er en ég man engin dæmi þess að fólk sem er tekið fyrir vörslu á einkaskammti einvörðungu sé dæmt í fangelsi

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dreifbýlistúttan | 10. júl. '15, kl: 14:34:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3


,,Ávinningur af stefnu hollenskra stjórnvalda er einnig augljós þegar kemur að neyslu sterkari efna. Verulega hefur dregið úr nýliðun í hópi heróínneytenda í Hollandi, en hún er hvergi minni miðað við öll önnur lönd Evrópusambandsins.

Hollendingar eru í hópi þjóða þar sem sprautuneysla er með því minnsta á meginlandi Evrópu. Þannig hefur neysla heróíns og misnotkun örvandi efna dregist saman í Hollandi s.l. áratug á sama tíma og hún hefur vaxið í löndum eins og Danmörku, Lúxemborg, Finnlandi, Svíþjóð, Bretlandi og Noregi.

Í ljósi þess að Íslendingar líta gjarnan á Svía sem fyrirmynd í þessum málaflokki er vert að geta þess að þar í landi eru hlutfallslega helmingi fleiri misnotendur sterkra fíkniefna en í Hollandi. 1

Sömu sögu er að segja af Portúgal. Árið 2001 ákváðu stjórnvöld að afnema refsingu fyrir vörslu neysluskammta af kannabisi, kókaíni og heróíni. Síðan eru liðin rúm 10 ár. Hver hefur árangurinn verið? Neysla efnanna hefur ekki aukist. Öðru nær. Hún hefur dregist saman!

Könnun sem var gerð árið 2006 sýndi að neysla portúgalskra ungmenna á aldrinum 15-19 ára dróst saman á efnum eins og kannabisi, kókaíni, heróíni, e-töflum, LSD og skynörvandi sveppum"

 

 

Brindisi | 10. júl. '15, kl: 19:49:20 | Svara | Er.is | 0

sko hef eiginlega ekki myndað mér skoðun um allsherjar lögleiðingu en ég vil afnema refsingu fyrir einhverja smotteríseign og svo vil ég að þetta sé í boði fyrir mjög veikt fólk s.s krabbameinssjúklinga, hef ekki trú á lækningarmætti en þetta getur hjálpað veiku fólki sem verkjastilling og hjálpað til við matarlyst hjá þeim sem eiga erfitt með að nærast, finnst eiginlega ótrúlegt hvað það er mikið tabú hér á landi

GrouchoMarxisti | 11. júl. '15, kl: 00:08:13 | Svara | Er.is | 0

Kannabis er auðvitað ekki skaðlaust og þó að það sé ágætt við gláku og geti hjálpað mikið með verki og slíkt þá er það alls ekkert kraftaverkalyf eins og hörðustu hasshausar vilja meina. En ég er hinsvegar á þeirri skoðun að ríkisvaldið eigi ekki að skipta sér neitt af því hvað fólk gerir með eigin líkama og er þó töluvert vinstramegin við Lenín í stjórnmálum.

bubbinnn | 11. júl. '15, kl: 11:11:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ríkisvaldið á að grípa inní ef fólk er að skaða sjálft sig.

Steina67 | 13. júl. '15, kl: 00:23:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dreptu mig ekki

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 00:45:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var nú ekki ætlunin...

Steina67 | 13. júl. '15, kl: 15:21:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Trúði mér þú reynir mjög mikið.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 15:40:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu nokkuð að missa þig í dramanu?

Steina67 | 13. júl. '15, kl: 15:46:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en þú ert að missa þig í vitleysunni

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 22:06:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða þú að missa þig í þrasinu

GrouchoMarxisti | 11. júl. '15, kl: 00:08:59 | Svara | Er.is | 1

Áfengi er mjög skemmtilegt en það má ekki gleyma því að fráhvarfseinkenni af áfengisfíkn geta auðveldlega verið banvæn sem er meira en hægt er að segja um jafnvel heróín.

Dúfanlitla | 11. júl. '15, kl: 00:20:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ha??? meira en hægt er að segja um jafnvel heróin? Þú ert að trölla er það ekki? 

GrouchoMarxisti | 11. júl. '15, kl: 03:47:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já en bara smá. Allt sem þú lest á netinu er einhverskonar grín.

Það eru reyndar margfalt fleiri sem deyja vegna fráhvarfseinkenna áfengi en heróíns en það er líklega því að það eru mun færri heróín fíklar en alkahólistar. Heróín er töluvert hættulegra dóp og fráhverfseinkenninn gríðarlega óþægileg og erfið en þau eru mjög sjaldan banvæn.

KolbeinnUngi | 11. júl. '15, kl: 00:53:33 | Svara | Er.is | 0

meina ef fólk selur þá hugmynd nógu oft þá á endanum eru einhverjir sem gleypa hana.
það ástæða afhverju þetta er undir fíkniefni...

ayahuasca | 11. júl. '15, kl: 19:45:07 | Svara | Er.is | 1

Ég fer að halda að þeir sem vilja ekki að fíkniefni verði gerð lögleg séu glæpamennirnir sem selja fíkniefnin. Þeir sem eru hvað mest hræddir við afleiðingar fíkniefnanotkunar og vilja ekki að börnin sín verði að fíklum eru að spila með röngu liði. Þið haldið með glæpamönnunum sem selja börnunum ykkar fíkniefnin og spyrja ekki um skilríki. Fíkniefnanotkun meðal fólks mun aldrei hætta. Spurningin er bara hvort við viljum lögleiða fíkniefni og hafa yfirlit yfir hversu hrein efni eru í umferð, aldurstakmark yrði sett á og peningur sem notaður var í "the war on drugs" væri notaður í fræðslu og meðferðarúrræði fyrir fíkla. Þeir sem vilja ekki decriminalizea eða legalizea eða allavega skoða aðra stefnu en refsistefnuna sem er greinilega ekki að virka eru hálfvitar! 

bubbinnn | 11. júl. '15, kl: 19:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að allir sem eru ekki á sömu skoðun og þú eru annaðhvort dópdílerar eða hálfvitar !

ayahuasca | 11. júl. '15, kl: 20:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei. Þeir sem leyfa því að viðgangast að venjulegt fólk sé sett á sakaskrá, og hafa þess vegna ekki sömu tækifæri til atvinnu og einangrast úr samfélaginu einungis vegna þess að þau kjósa að nota önnur fíkniefni/hugbreytandi efni en almenningur (áfengi) eru heartless hálfvitar. Þeir leyfa því líka að viðgangast að fólk sé drepið allt undir formerkjum "The war on drugs". Það á ekki að fangelsa eða sekta fíkla, það á að hjálpa þeim. Þeir sem eru ekki fíklar (meirihluti þess sem notar fíkniefni) eiga að mega nota fíkniefnin sín í friði. Það eina sem á að vera hægt að refsa fyrir er ef þú fremur morð undir áhifum eða keyrir bíl undir áhrifum, alveg eins og með áfengið. Það á ekki að vera hægt að gera náttúruna ólöglega, það er ónáttúrulegt. 

  

bubbinnn | 11. júl. '15, kl: 20:45:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Refsistefnan hefur reyndar komið í veg fyrir að margir prófi fíkniefni og verða fíklar og á þess vegna fullan rétt á sér.
Það er nú orðum aukið að það sé verið að drepa fólk í baráttunni við eiturlyfin.
Eiturlyfin hafa drepið mikið af fólki og verður að sporna við því.

Trölli1337 | 13. júl. '15, kl: 21:06:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eiturlyfin drepa helst útaf því þau eru ólögleg! óhrein vara er seld, fólk deilir nálum, fólk veit ekki hversu sterka skammta það fær, útskúfar sig frá dómhörðu þjóðfélaginu og svo framvegis... Hefuru kynnt þér þetta mál bara eitthvað smá? Öll þau lönd sem hafa tekið við því að breita þessum úrelta hugsunarhætti eru að minnka glæpatíðni, dánartíðni rosalega. Það þarf ekki að gera mikla "rannsókn" til að sjá hvað þetta er ótrúlega heimskulegt kerfi og grimmt, og þeir sem trúa þessu bara blint eru einnig ótrúlega grimmt fólk.

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 22:12:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gaman að sjá hvað þú lifir í fallegum heimi.
Allir sem lifa ekki í þessum sama heimi eru dómharðir, með úrelta hugsun og bara ótrúlega grimmt fólk sem styður ótrúlega heimskulegt kerfi.

Trölli1337 | 13. júl. '15, kl: 22:51:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Auðvitað er það dómhart og grimmt að brjóta á friðhelgi og mannréttindum fólks! Svo hvað? þú getur sofið betur vitandi að þessi manneskja geri ekki eitthvað sem þér líkar ekki?

Meiri ógeðslegi heimurinn sem þú lifir í.

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 13. júl. '15, kl: 22:55:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða mannréttindum ertu að tala um?
Kannski þeim mannréttindum að mega kynna eiturlyf fyrir barninu mínu?

Trölli1337 | 14. júl. '15, kl: 13:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svo heimskulegt viðhorf. Lögleiðum fíkniefni og sjálfkrafa munu allir fara sprauta heróíni og bjóða krökkunum í sprautu! Er þetta alveg útfyrir þinn skilning? Núverandi stefna kynnir eiturlyf mun frekar fyrir barninu þínu heldur en lögleiðing mun.

Og hvaða mannréttindi? Þarf ekki að leita lengra en t.d. Secret Solstice hátíðina og ef þú nærð þessu ekki enn get ég talið upp nokkur atriði fryir þig

1. We are all free and equal.
2. Don’t discriminate.
3. The right to life.
8. Fair treatment by fair courts
9. No unfair detainment.
12. The right to privacy.
17. Your own things.

Þetta eru svona þau helstu og nánari skilgreiningar er hægt að nálgast ef þú skilur þetta ekki.

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 14. júl. '15, kl: 16:46:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

" Núverandi stefna kynnir eiturlyf mun frekar fyrir barninu þínu heldur en lögleiðing mun."

Trúir þú þessu?.....Í alvöru? !...

Ég held að þú haldir í alvörunni að við lögleiðingu muni allir bara vera vinir og ást og friður og heimurinn verði mikið fallegri þar sem allir bara slaka á, reykjandi jónu.
Og enginn muni nokkru sinni lenda í vandamálum og eyðileggja líf sitt með fíkniefnum !

Trölli1337 | 14. júl. '15, kl: 22:43:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Trúi ég þessu? auðvitað einsog ég hef sagt áður (virðist sem að upplýsingar fara inn og strax út hjá þér) þá spyrja salar EKKI um skilríki og reyna frekar að koma ungum börnum á bragðið sem fyrst. ÁTVR t.d. þurfa að biðja um skilríki og ef þú ert ekki nógu gamall þá færðu ekki að versla.

Ég tel einnig að þeir sem eru á móti efnum muni halda áfram að vera það og bara sinna sínu daglega lífi áfram einsog hver annar maður mun gera. Fleirri munu fá þá hjálp sem þeir þurfa og eiga mun betri batahorfur (ein helsta ástæða fyrir því að bæta sig í fangelsi og falla er einmitt að það er ómögulegt að fá starf eftir að sitja inni).

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 14. júl. '15, kl: 23:18:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að soralýðurinn sem dópsalar eru, verða eins og hendi væri veifað heiðarlegt og gott fólk sem fer í kirkju á sunnudögum um leið og eiturlyf verða lögleidd !
Og ef það hefur farið fram hjá þér þá drekka unglingar áfengi þó að þeir séu ekki komnir með aldur, væntanlega kaupa þeir áfengið ólöglega.
Það er þannig í dag að allir fá þá hjálp sem þeir vilja svo hvernig getur þú haldið því fram að fleiri munu fá hjálp við lögleiðingu?

Trölli1337 | 14. júl. '15, kl: 22:49:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og áður en enn meiri þvæla kemur frá þér þá geturu lesið þetta, tala fíkla sem voru talinn "vandamál" minnkaði um 50%. Hvernig geturu með góðri samvisku bara litið frammhjá þessu og neitað að þetta virki? þetta sannar sig aftur og aftur í þeim löndum og fylkjum sem hafa farið aðra leið

"Health experts in Portugal said Friday that Portugal’s decision 10 years ago to decriminalise drug use and treat addicts rather than punishing them is an experiment that has worked.

“There is no doubt that the phenomenon of addiction is in decline in Portugal,” said Joao Goulao, President of the Institute of Drugs and Drugs Addiction, a press conference to mark the 10th anniversary of the law.

The number of addicts considered “problematic” — those who repeatedly use “hard” drugs and intravenous users — had fallen by half since the early 1990s, when the figure was estimated at around 100,000 people, Goulao said.

Other factors had also played their part however, Goulao, a medical doctor added.

“This development can not only be attributed to decriminalisation but to a confluence of treatment and risk reduction policies.”"

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 14. júl. '15, kl: 23:11:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kemur ekki þvæla frá mér og hefur aldrei gert

Trölli1337 | 15. júl. '15, kl: 11:14:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gjörsamlega leggur það á þig að hunsa þær upplýsingar sem ég ber framm og neitar að svara þeim, snýrð útúr og kemur ekki með nein rök fyrir máli þínu.

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 15. júl. '15, kl: 16:36:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef nú ekki séð nein sannfærandi rök frá þér.

Trölli1337 | 16. júl. '15, kl: 23:27:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, einsog ég segi, leggur það á þig að hunsa þær, 50% minnkun í vandamálum fíkla, og það sem ég hef ekki nefnt er gríðarleg minnkun í dánartíðni notenda, minnkun glæpa og fl. Ef þú sérð þetta ekki sem næg rök þá er eitthvað að.

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 16. júl. '15, kl: 23:40:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað meinarðu að það sé eitthvað að?
Er ekki eitthvað að þér frekar?

Trölli1337 | 17. júl. '15, kl: 12:01:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Semsagt viðurkennir að þetta séu ekki rök í þínum augum, vilt ekki sjá skaðaminnkun, minnkun vandamála eða neitt. Það mætti halda að þú værir sölumaður sjálfur, eitthverja hagsmuna að gæta.

Annars gæti ég ekki komið þessu frá mér neitt skýrar, gæti verið að þú sérst með skilningsvandamál og ef svo er þá biðst ég afsökunar á þolinmæðarleysi.

“Much to my astonishment, here I was trained in science and medicine and had to discover that I had been brainwashed like just about every other American.”

“I first approached it [marijuana] from the point of view—you know—I was sure it was unsafe. Once I was convinced that it was safe, and satisfied my curiosity about it, it took me a number of years to realize what a remarkable substance it was.

-Dr.Lester Grinspoon on Marijuana

bubbinnn | 17. júl. '15, kl: 16:07:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt
Ég vil helst að fíklar skaði sig sem mest og lendi í sem allra mestum vandamálum.
Það á alls ekki að hjálpa þessu fólki og vonandi líður því sem allra verst.

Þú ert alveg með'etta !

BTW, hvað er þolinmæðarleysi ?

Bakasana | 12. júl. '15, kl: 12:13:52 | Svara | Er.is | 0

það eru ljósár milli þess að halda að kannabis sé hollt og gott og því að vilja breyta lögum um vörslu/sölu þess. 

hakkarin | 13. júl. '15, kl: 15:15:18 | Svara | Er.is | 0

"Um að gera að lögleiða þetta og leyfa fólki að reykja eins og það vill og bráðamöttökur landsins fyllast af fólki með kvíðaköst og magabólgur og uppköst dauðans uegar langt líður á milli smóka."

Alveg eins og bráðamöttökur landsins fyllast af fólki sem að drekkur alltaf yfir sig og deyr áfengisdauða? Nei bíddu nú við það gerist ekki að því að flestir drekka ekki yfir sig...

Sjálfur er ég á báðum áttum með þetta kannabis drasl og veit ekki hvort að ég vilji að það sé lögleitt eða ekki, en þetta eru samt bara bull hræðslurök.

T.M.O | 14. júl. '15, kl: 17:03:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bráðamóttökur landsins fyllast um hverja helgi af fólki með áfengistengda áverka, fórnarlömb ölvunaraksturs, tilviljanakennds ofbeldis, heimilisofbeldis, líka áfengiseitrunar og vegna þess að fólk hefur farið sér að voða vegna ölvunar.

Ég held að þetta séu ekki rök til að lögleiða kannabis en kannski til að banna áfengi...

dannicool11 | 18. júl. '15, kl: 06:53:59 | Svara | Er.is | 0

Verskú.
Þessir fyrirlestrar svara öllu, næstumþví.

http://snarrotin.is/fyrirlesarar-snarrotarinnar/

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Síða 10 af 48031 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Kristler, annarut123