hvernig skólatöskur í 6 ára bekk

epli1234 | 2. ágú. '15, kl: 18:12:35 | 500 | Svara | Er.is | 0

Hvernig skólatöskur eruð þið að kaupa fyrir börnin ykkar sem eru að fara í 6 ára bekk ??

 

isora | 2. ágú. '15, kl: 18:43:07 | Svara | Er.is | 0

Jeva, Beckmann og Explorer þykja allar mjög fínar. Ég fór með minn snáða í búð í fyrradag og við keyptum svona tösku. Hann er mjög lukkulegur með töskuna (og við foreldrarnir líka. Minnir á skólatöskurnar í gamla daga), tvö hólf, vegur minna en eitt kíló og ekkert vesen :)
http://www.penninn.is/nanar/?productid=c5ff9276-c0ff-4a2d-97e2-9fb35c814b19

Tipzy | 2. ágú. '15, kl: 19:15:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Keypti svona fyrir mína, einmitt af því mér fannst hún minna á Scout töskurnar í gamla daga :P Keypti hana á útsölu í fyrra og stakk henni í poka og upp á skáp.

...................................................................

þreytta | 2. ágú. '15, kl: 19:20:09 | Svara | Er.is | 0

Ég keypti handa mínum tösku í toys r us. Fannst hún passlega stór. Hann var með hana í þrjú á og fékk þá nýja. En það er í fínu lagi með töskuna, honum langaði bara í nýja. 

nóvemberpons | 2. ágú. '15, kl: 19:38:19 | Svara | Er.is | 0

Keypti léttann barcelona bakpoka fyrir minn.

Þyngdin var nr 1 2 og 3 hjá okkur. Hann mun ekki bera þetta í mörg ár og verður að vera sem léttast

4 gullmola mamma :)

mugg | 2. ágú. '15, kl: 19:38:32 | Svara | Er.is | 0

Mæli með Fjällräven bakpokum endast út ævina

rumputuskan | 2. ágú. '15, kl: 19:51:35 | Svara | Er.is | 0

Mín hafa bæði fengið að velja úr Jeva úrvalinu. Þær hafa enst okkur vel.

fallegazta | 2. ágú. '15, kl: 20:14:49 | Svara | Er.is | 0

Það kom engin önnur til greina hjá mínum þrjóskupúka en þessi:
http://www.eymundsson.is/nanar/?productid=bfcc0165-0df5-11e5-93ff-00155d691f30

evitadogg | 2. ágú. '15, kl: 20:17:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg skil hana vel, finnst hun oskaplega falleg :)

musamamma | 2. ágú. '15, kl: 20:41:51 | Svara | Er.is | 0

Keypti Jeva. Ekki minnstu, hún dugar bara 1.bekk. Skiptir máli að axlaböndin séu þægileg og barnið vilji hafa hana á bakinu. Þarft lika að geta þvegið hana. Gott að hafa sundtöskuna sem er hægt að festa á töskuna. Er að vinna á frístundaheimili og það er hræðilegt að horfa á krakka dröslast með alltof stórar eða þungar töskur eða sundpoka með mjóum böndum sem skerast í axlirnar og flækjast fyrir fótunum á þeim. Þó þau séu ekki með ritföng eða skólabækur með sér þá þurfa þau að hafa aukaföt, regn/hlífðarfatnað og nesti og það getur alveg sigið í.


musamamma

Skandall | 2. ágú. '15, kl: 20:56:12 | Svara | Er.is | 0

Minni Jeva töskurnar  hentuðu mínu barni en mér leist best á þar sem barnið var frekar smávaxið.  Hinsvegar leist mér sjálfri best á Explore töskurnar (voru of stórar fyrir barnið).  Báðar þessar töskur festa íþróttatösku við sig sem mér fannst mikill kostur.  Myndi fara með barnið og máta nokkrar gerðir.

ÓRÍ73 | 2. ágú. '15, kl: 21:50:57 | Svara | Er.is | 2

ég kaupi létta fallega ódýra tösku, þær endast mínum í nokkur ár og þá geta þær skipt, þær þurfa ekki stóra merkilega rándýra tösku fyrir einn vatnsbrúsa og lestrarbók. 

máninnkvk | 2. ágú. '15, kl: 22:28:57 | Svara | Er.is | 0

Mín valdi þessa http://www.eymundsson.is/nanar/?productid=bfcc0165-0df5-11e5-93ff-00155d691f30 og erum við foreldrarnir mjög ánægð með valið hennar :)

felagi | 2. ágú. '15, kl: 23:27:36 | Svara | Er.is | 1

Ég bauð minni ekki uppá að velja en hún var búin að tala um að sig langaði í Monster high - ég ætlaði ekki að láta það eftir henni en sá fína Mhigh tösku í ToysRus og keypti hana -  elsta barnið mitt átti JEVA við vorum voðalega ánægð með hana en hún var ekki vinsæl jafn lengi og hún dugði... því kaupi ég bara ódýrar töskur núna og gef kost á að endurnýja þær eftir einhver 2-3 ár. Þessi sem ég keypti er létt, fínt bólstrað bak og band til að smella yfir brjóstið. Þetta var allt á Jeva töskunni líka (eldra barnið nennti aldrei að spenna þessa brjóstsmellu)

Lljóska | 2. ágú. '15, kl: 23:48:22 | Svara | Er.is | 0

minn fékk svipaða og þessi  

ULTIMATE SPIDER-MAN School Bag
 
var svo með svona núna í 3.bekk og verður næsta vetur     http://is.sportsdirect.com/slazenger-backpack-including-lunchbox-712024?colcode=71202448



XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

musamamma | 3. ágú. '15, kl: 01:04:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég elska lýsinguna á töskunni:
Upplýsingar um vöru
Slazenger Bakpoki Ásamt Lunchbox

Þetta Slazenger Bakpoki Ásamt Lunchbox hefur verið iðn með yðr zipped hólf svo þú getur bera mikið úrval af eigum þínum, þar á meðal einn sem passar meðfylgjandi hádegismatur kassi og ávöxtum poka fullkomlega. > Slazenger Bakpoki > 3 renndir vasar > 2 Misc vasar > Stillanlegur öxl ólar > Hádegisverður kassi og ávextir poka með > vatnsbrúsann og hnífapör > Slazenger blandaður > H: 44cm, W: 30 cm, D: 12cm Til fullur svið okkar bakpokana heimsækja SportsDirect


musamamma

gangnam | 2. ágú. '15, kl: 23:51:12 | Svara | Er.is | 2

Einhverja létta (!) sem tekur samt A4 stærð á bókum. Líka einfalda í notkun, ekki með löngum rennilási og svo leggst taskan niður og allar bækurnar hellast út á gólf þegar barnið opnar hana, og getur svo ekki lokað henni án hjálpar. Ég er kennari og sé síendurtekna frústreringu barna með þungar töskur, eða linar töskur, eða of litlar töskur, eða töskur með löngum óviðráðanlegum rennilási.

------------------------------------
Njótum lífsins.

ÓRÍ73 | 3. ágú. '15, kl: 00:53:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvað þá explorer töskurnar með árenndum íþróttapoka, þau yngstu ráða ekkert við það og maður eyðir öllum deginum í að hjálpa þeim að renna þessu af eða á. 

afþví | 3. ágú. '15, kl: 07:11:14 | Svara | Er.is | 0

Mun kaupa Beckmann. Finnst þvílíkt þægilegt að hafa regnplastið yfir töskuna en það rignir líka svo mikið þar sem við erum búsett yfir veturinn að það er bara nauðsynlegt að hafa regnplast, annað er ávísun á að allt inni í töskunni blotni í gegn 2x í viku. Eldri systkinin tvö eiga bæði Beckmann töskur og þær hafa reynst virkilega vel.

presto | 3. ágú. '15, kl: 13:41:50 | Svara | Er.is | 1

Hef ekki keypt skólatösku fyrir mín börn en þau fengu Jeva (ekki minnstu) og hún dugir ágætlega fyrri hluta grunnskólans. Mín börn eru ágætlega dtór og sterk, en þessar JEvA eru of stórar fyrir smávöxnu börnin.
Ég vil alls ekki ala mín börn upp í "einnota" hugsun, vil að hlutirnir endist og séu nýttir vel.

ÓRÍ73 | 3. ágú. '15, kl: 15:12:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Eg vil ala min upp i að elta ekku fjoldann og 6 ara barn þurfi ekki 20þ kr skolatosku

Ziha | 3. ágú. '15, kl: 17:27:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn var einmitt bara með lego tösku sem foreldrar mínir gáfu honum sem leikskólatösku...dugdi bara mjög vel í sex ára bekk.. og reikna med ad hun verdi ad duga í vetur líka..s.s. Í 7 ára bekk.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

presto | 5. ágú. '15, kl: 08:17:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er fínt sjónarmið (Jeva þarf reyndar ekki að kosts 20.000kr- en það er annað mál) Hvaða tösku mælir þú með fyrstu 5 ár grunnskólans?

Ziha | 5. ágú. '15, kl: 11:00:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flestar Jeva töskur seldar á Íslandi kosta um 20 000... allavega er það verðið sem ég hef séð... bæði í Hagkaup og svo á eymundsson siðunni.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

presto | 5. ágú. '15, kl: 13:06:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kosta rétt tæplega 10.000kr í DK;) sá líka tilboð á Íslandi f. Ca 2 vikum. Enn meiri sparnaður að kaupa á útsölum að hausti/fyrir jól- áður en barnið byrjar. 

Ziha | 5. ágú. '15, kl: 13:13:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ já... ég ætlaði líka svo mikið að kaupa tösku fyrir minn litla í Danmörku í sumar.... en *dæs* það fór einhvernveginn þannig að það var engin taska keypt.  En það er reyndar alveg til nokkuð passleg taska fyrir hann (jeva) hérna heima en hún er "bara" græn, s.s. ekkert spennandi fyrir 7 ára gutta.  









-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

presto | 5. ágú. '15, kl: 14:54:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

SKil þig- var svo heppin að geta beðið aðra að hafa augun opin í DK fyrir tösku haustið fyrir skólabyrjun- barnið fékk svo töskuna í afmælisgjöf löngu áður en skólinn byrjaði. Er ekki að hvetja neinn til að eyða 20þús- en mín börn fá ekki heldur að velja "spennandi" tösku- þó maður vilji auðvitað að þau séu ánægð. Ef taskan er svakalega spennandi fyrir 6 ára er meiri hætta á að hún verði hallærisleg fyrir 8-9 ára. Eldra barnið skipti svo yfir í tölvubakpoka sem til var á heimilinu og í eigu foreldranna. Þau eiga snjallsíma- en notuðu eigin peninga í þá og ég borga 500-1000kr á ári fyrir að halda þeim opnum. Býð alls ekki upp á sjálfvirka endurnýjun á snjallsímum heldur;)

Rockthor | 3. ágú. '15, kl: 13:45:54 | Svara | Er.is | 0

http://www.eymundsson.is/nanar/?productid=bfcc0165-0df5-11e5-93ff-00155d691f30 mín valdi þessa, hef heyrt að beckman séu lang bestu töskurnar fyrir þessi minnstu :)

artois | 3. ágú. '15, kl: 14:14:29 | Svara | Er.is | 1

Mín bæði fengu Jeva midi tösku. Eldra barnið er að byrja í 5. bekk og vill ekki nýja tösku, enda kannski ekki þörf á þar sem það sér varla á þessari sem það á og hún er ekki með barnalegu mynstri. Sama er að segja um tösku yngra barnsins.

l i t l a l j ó s | 5. ágú. '15, kl: 10:33:17 | Svara | Er.is | 0

Minn fékk einhvern ódýran og léttan Star Wars bakpoka í fyrra, þar sem var pláss fyrir nestið að framan og hægt að setja sundpokann ofan í töskuna (s.s pláss fyrir hann líka þar). Ég keypti svo betri tösku núna, hann er að byrja í 2. bekk. Keypti miðstærðina af Jeva tösku, ekki með neinum myndum á upp á að hann vilji frekar nota hana í nokkur ár. Mér finnst mikill kostur að þau geti verið með sundpokann framan á, enda æfir minn sund og fer á æfingar úr skóladagvistinni. Þó þau séu ekki að bera neitt þungt svona fyrst, þá ákvað ég að kaupa góða tösku sem endist í nokkur ár. En mér fannst Jeva taskan eiginlega of stór fyrir hann í fyrra, þess vegna var hann með bakpoka þá.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48010 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, Guddie, tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, annarut123