Ice In a Bucket....Fúlt

GUX | 5. jan. '07, kl: 17:09:51 | 2524 | Svara | Er.is | 0

Jájá....enn ein pirraða skiptisagan hérna :)

Mynduð þið sem rekið verslanir senda kúnna fúlan út úr búðinni vegna 599 króna ?

Fór með stelpunni minni áðan að skipta (ath. ekki skila) hálsmeni sem hún fékk frá vinkonu sinni í jólagjöf. (stelpan mín er 13 ára).
Hún fékk 2 nákvæmlega eins krossa.

"Því miður" voru einu svörin sem við fengum þarna. "Bara hægt að skipta til 31.des"

Tek það fram að það var engin skilamiði á gjöfinni heldur bara verðmiðinn.

Hversu erfitt hefði verið fyrir blessaða konuna að skipta 599kr. krossi yfir í eitthvað annað fyrir krakkann???

Má yfir höfuð neita mér um að skipta í búðinni, 2 vikum eftir að varan er keypt ?

Djöfulli var ég pirruð :/

 

Að vera | 5. jan. '07, kl: 17:11:41 | Svara | Er.is | 0

Ógeðslega léleg þjónusta. Farið bara aftur á morgun og segist hafa fengið þetta á afmælisgjöf 3. jan og það hafi bara ekki verið neinn skiptimiði (sem það var ekki).

Sunshine | 5. jan. '07, kl: 17:11:54 | Svara | Er.is | 0

Bara lélegir viðskiptahættir og mjög svo óþjónustulundaðir.

siggingi | 5. jan. '07, kl: 17:12:42 | Svara | Er.is | 0

Það má alveg neita þér um að skipta.
En vá commmon hvaða búð færi að gera veður útaf 599kr. skiptun :(
Bara lélegt og ekki góð þjónusta.
Þoli þessa drasl búð ekki!
Dóttirinn meira að segja farin að segja "mamma þetta er orðin svo léleg búð.

GUX | 5. jan. '07, kl: 17:13:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En á hvaða forsendum getur konan neitað mér um að skipta vörunni?

Held að það hafi ekki einu sinni verið útsala þarna?

Kjélling | 5. jan. '07, kl: 17:19:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samkvæmt neytendasamtökunum þá eru verslanir ekki skyldugar til þess að taka vörur aftur.. (en ég skil samt ekki afhverju þú máttir ekki skipta.. mér finnst það vera allt annað)

Kjélling


~~~I know things i´m not supposed to know, but I don´t know things i´m supposed to know~~~

GUX | 5. jan. '07, kl: 17:20:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var ekkert að fara fram á það nefnilega.....spurði bara hvort að stelpan mín mætti velja sér eitthvað annað í staðinn.

Kjélling | 5. jan. '07, kl: 17:21:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara léleg þjónusta

Kjélling


~~~I know things i´m not supposed to know, but I don´t know things i´m supposed to know~~~

siggingi | 5. jan. '07, kl: 17:21:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ það var eitthvað kjaftæði í TV um daginn að það
væri alveg búðirnar sjálfar sem ráða hvort þeir skipta eða ekki.
Eru víst ekki nógu skýr lög á ísl. um þetta.
En ég meina hvaða búð reynir ekki að gera kúnnan ánægðan....

rísa | 16. jan. '07, kl: 13:13:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verslanir eru ekki skildugar að taka við vörum aftur og skipta þeim út, var frétt um þetta milli jóla og nýárs. En skil vel að þú sérst ekki sátt, geturðu bara ekki farið með þetta í aðra I B búð og sagst hafa keypt þetta eftir áramótin

Viviana | 5. jan. '07, kl: 17:13:01 | Svara | Er.is | 0

Prófaðu að fara eftir nokkra daga aftur (jafnvel í aðra Ice in a B. búð) og segja að stelpan hafi fengið þetta í afmælisgjöf núna í janúar..

Ég trúi því nú ekki að þeir skipti eingöngu eftir jólin..

En já, þetta er mjög furðuleg stefna hjá þeim.

skéssa | 5. jan. '07, kl: 17:22:56 | Svara | Er.is | 0

Segðu þessum vinkonum hennar að versla bara við PUNT.IS ;)

Einstaklega þjónustuliprar ungar konur sem ríða þar rækjum......

Ploverly | 5. jan. '07, kl: 17:25:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol

*********

Að vera | 5. jan. '07, kl: 17:26:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahahaha

GUX | 5. jan. '07, kl: 17:28:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

SEGÐU!

Hehehe....þær hefðu skipt gjöfinni á nó tæm sko.

Stelpan mín er einmitt að fara í afmæli á morgun og þær ætluðu í Kringluna til að finna gjöf saman vinkonurnar.

Spurning um að benda þeim á þessa staðreynd :o)

Fresita | 5. jan. '07, kl: 19:02:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið leyst, þær gefa krosinn í afmælisgjöf.

Fresita | 5. jan. '07, kl: 19:02:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kroSSinn

GUX | 5. jan. '07, kl: 19:11:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

No ken dú !

Vinkonan sem gaf stelpunni minn krossinn fer með í það afmæli....það væri frekar halló :)

tenchi okasan | 5. jan. '07, kl: 18:30:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha auðvitað :-)

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

sheik master | 5. jan. '07, kl: 18:37:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HAHAHAHAHAHA.... :D

❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤

FireStorm | 5. jan. '07, kl: 17:28:15 | Svara | Er.is | 0

Láttu stelpuna þína bíða með krossinn í mánuð, farðu svo með hann fyrir hana og seigðu að hún hafi fengið hann í afmælisgjöf.

Annars þekki ég eigandann... hún er svona það sem maður myndi kalla... bi...

*´¨´) ¸.♥´¸.♥´¨) ¸.♥*¨) (¸.♥´
(¸.♥´ .♥´ (¸.♥*♥.♥´¯`♥»

¸.♥*♥.♥´
<3 ღ <3
♡ ღ

Kjélling | 5. jan. '07, kl: 17:33:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jepp sammála, þekki hana líka...

Kjélling


~~~I know things i´m not supposed to know, but I don´t know things i´m supposed to know~~~

Golda Meir | 5. jan. '07, kl: 17:35:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bi? Sexúal?

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

Tefnut | 5. jan. '07, kl: 17:41:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha dream on.

† bjúga †

þú ert nú bara það sem ég karla DÓNI og hef oft bannað þér að lesa mín innlegg!!!!!!!!!!!!!!!!!
dbkiss 6. júlí 2010

Golda Meir | 5. jan. '07, kl: 17:47:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég læt mig dreyma um tvíkynhneigðar konur alla daga.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

Tefnut | 5. jan. '07, kl: 17:50:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott hjá þér.

† bjúga †

þú ert nú bara það sem ég karla DÓNI og hef oft bannað þér að lesa mín innlegg!!!!!!!!!!!!!!!!!
dbkiss 6. júlí 2010

Esme | 5. jan. '07, kl: 18:18:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol

_____________________________
gömul gæra í götóttum sokkum.
_____________________________
0 vikur

kúlukrútt | 5. jan. '07, kl: 18:24:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En bíddu ef að þú átt heima í sveit eða 2-3 tíma akstur frá næstu svona búð, þá er fólk ekkert alltaf í bænum, kemur kannski á 2-4 vikna fresti í bæinn. Og bíddu má það þá ekki skipta.... Þetta á ekki að vera hægt..

BrYnX | 5. jan. '07, kl: 18:28:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

stelpan mín fékk í september svona loðin bleikan bakpoka í afmælisgjöf, hún notaði hann í 15 mín þegar ég tók eftir því að axlaböndin voru að trosna af, ég tók pokann afsíðis, fór svo seinna með pokann, þær voru ekkert nema næsheitin, þær áttu ekki til eins poka en hún fékk annan svipaðan í staðinn. ég veit ekki hvort það hafði einhver áhrif að ég tók mína 3ára með og hún var þreytt og knúsaði bakpokann sinn þegar við fórum inn í verslunina

BrYnX
Take my advice, or I'll spank you without pants

GUX | 5. jan. '07, kl: 18:30:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert líka að tala um gallaða vöru sem þeim er skylt að taka aftur.

Dóttir mín ætlaði að fá að skipta ógallaðri vöru því hún fékk 2 eins.

Það var greinilega ekki hægt.

*Spain* | 5. jan. '07, kl: 18:29:21 | Svara | Er.is | 0

Djöss pakk.

crissa | 5. jan. '07, kl: 18:32:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki að fíla þessa búð.

bjútý | 5. jan. '07, kl: 18:34:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er í lögum að búðir verða að taka við skilavörum í 30 daga eftir kaup, þ.e ef varan er í upprunalega ástandi. Fáir sem vita þetta og búðir nýta sér það.

Frú lukkutröll | 5. jan. '07, kl: 18:58:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe alltaf jafn fyndið að lesa hérna,
Ég hef mikið verslað í þessum verslunum, finnst frábært að fá svona "glingur" á djammið ódýrt´, þá er maður ekki að stressa sig á því að týna því eða skemma.

Það eru ekki til nein lög um vöruskil, það eru til leiðbeinandi reglur um vöruskil, en það er engum skylt að fara eftir þeim. Það eru margir sem gera það en það er engin skylda.

Það er fullt af verslunum sem ekki taka við vörum eftir áramót, það byrjuðu t.d. útsölur milli jóla og nýárs á mörgum stöðum. En það er um að gera að prófa aftur á annarri afgreiðslustúlku, en það þýðir þá ekkert að vera fúll ef það virkar ekki. En ég myndi nú ekki bíða í mánuð eins og einhver stakk uppá, þá er nokkuð pottþétt að þú færð ekki að skipta.

vetrar | 5. jan. '07, kl: 18:40:10 | Svara | Er.is | 0

Gvuð var búin að gleyma þessu skipti rugli á Íslandi. Hér í Danmörku fær maður alltaf bara peninginn greiddan út, algjört æði :)

Noonelikeme | 5. jan. '07, kl: 18:45:00 | Svara | Er.is | 0

eitthvernvegin grunar mér að þetta hafi átt sér stað í kringluni bara svona tilfyning sem ég hef en ég færi bara að tala við verslunarstjoran og ef það virkar ekki þá bara fara í hinar búðinar

-------------------------------------------------------------------------------------

GUX | 5. jan. '07, kl: 18:56:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta var í Kringlunni í dag.

Nei, ég keypti hálsmenið bara af stelpunni og stakk því ofan í skúffu.

Ætla að senda hana ANNAÐ á morgun til að kaupa afmælisgjöfina fyrir morgundaginn.

Gef þessari búð 6 mánuði í viðbót með þetta viðmót. (jii rímaði og allt ! ;o)

MuslaMus | 5. jan. '07, kl: 18:54:44 | Svara | Er.is | 0

Var þetta kannski í Kringlunni, ekki mjög kurteisar í Ice In a bucket þar :S

Diddís | 5. jan. '07, kl: 19:03:10 | Svara | Er.is | 0

Ömurleg "þjónusta".

mammaSMÁKALL | 5. jan. '07, kl: 19:09:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

farðu með þetta aftur bara á annan stað td smáralind og skiptu þessu ...sé einga ástæðu afhverju þú ættir ekki að geta skilað þessu. (slepptu því bara að segja hvenær þetta var keypt) var að vinna þarna í næstum ár og ég veit ekki betur en að það sé í góðu lagi að skila hálsmenum

asdisc | 5. jan. '07, kl: 19:08:01 | Svara | Er.is | 0

ÍSLAND, svona er þjónustan bara alltfaf þegar þar að skila eða skipta eða allvega af minni reynslu.

~~~~

AnnaLóa | 5. jan. '07, kl: 19:10:33 | Svara | Er.is | 0

Farið bara aftur þegar einhver önnur er að afgreiða og segið að hún hafi fengið hana í gær!

^__^
(oo)______
(__) )\/\
||----w |
|| ||

GUX | 5. jan. '07, kl: 19:13:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það er ódýrara að henda krossinum en að keyra aftur niður í Kringlu :O)

Varð bara forever fúl út í þessa verslun og þar við situr.

hjatta | 16. jan. '07, kl: 02:44:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi búð er nú bara svo ömurleg að maður fær hroll og ekki sé minnst á verslunareigandann dísús klikk!! Ég og dóttir mín köllum búiðna ice in a óegð.

Marhja | 16. jan. '07, kl: 13:34:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lol! Þú og dóttir þín eruð ábyggjilega hressar með eindæmum!

júlla10 | 16. jan. '07, kl: 12:54:17 | Svara | Er.is | 0

Þú verður að athuga það að það eru liðnar 3 vikur síðan að 24.des var og yfirleitt eru þessar búðir með takmarkaðan skilatíma á vörunum sem voru jólagjafir og það voru sko mjög margar búðir get ég sko sagt þér.
Svo tekur þú fram að það var ekki skilamiði heldur bara verðmiði þannig að þú hefur í rauninni ekkert í höndunum til að sanna að þetta var keypt.
Það er engin afsökun að fólk sé út á landi og bla bla því það eru til tæki sem heitir sími og örugglega er vel tekið í það þegar fólk hringir og talar við einhvern um svona hluti og segist ekki komast í bæinn og svoleiðis en ég er allveg sammála að þú hefðir allveg getað skipt í eitthvað annað þó að útsala hefði verðir byrjuð og varan tekin inn á afslætti..

Medister | 16. jan. '07, kl: 12:57:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? Engin sönnun fyrir að þetta var keypt? Meinarðu þá að þessu hafi verið stolið? Og það eru ekki 3 vikur frá 24.des til 5 janúar. Ekki að að það skipti máli í þessu.

Frú Bóvarý | 16. jan. '07, kl: 12:58:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ common, hvar annars staðar fær maður eins skran og fæst í þessari búð. Þær hljóta að þekkja sínar vörur.

Að vera | 16. jan. '07, kl: 12:59:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*fliss*

Mikið til í því ;)

Pookie | 16. jan. '07, kl: 13:15:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

alltaf einhver sem þarf að vera á móti.

-----------
Mín skoðun, en þarf ég að taka það fram?

ior | 16. jan. '07, kl: 13:04:56 | Svara | Er.is | 0

Æ þetta er náttúrlega þvílík draslbúð.. Ég elska samt að finna mér alls konar glingur þarna en ég kaupi mér það með því hugarfari að þetta sé einnota, ef ég get notað það aftur er það plús. Þetta er soldið mikið drasl sem þeir selja enda er þetta ódýrt.

Ég sé eiginlega alltaf þegar ég er þarna eyrnalokka sem eru gallaðir á einhvern hátt og þegar ég fer og borga það sem ég ætla að kaupa fer ég með þessa gölluðu í leiðinni. Hef oft síðan séð afgreiðslustelpurnar henda gölluðu eyrnalokkunum aftur upp á vegg :Þ

************************
كارين

júlla10 | 16. jan. '07, kl: 13:10:29 | Svara | Er.is | 0

Sorry tók ekki eftir því að þetta var skrifað 5 jan og nei var ekki að gefa í skyn að þetta væri stolið en fólk hlýtur að þurfa að sýna eitthvað annaðhvort kassakvittun eða merkt eitthvað enn kannski er það ekki merkt í þessari búð.

Ozzy | 16. jan. '07, kl: 13:25:38 | Svara | Er.is | 0

GUX
sammála
ef þessi afgreiðslukona hefði verið með 66 í greind þá hefði hún skipt við stelpuna með bros á vör

Tracey | 16. jan. '07, kl: 13:37:49 | Svara | Er.is | 0

Ég er löngu hætt að versla í þessari búð ( meina stelpurnar mínar sko) ógó léleg þjónusta og algjört drasl. En þar sem ég rek búð þá veit ég allavega það að ég þoli ekki svona, ekki hægt að skipta eftir 31.12 ég leyfi öllum að skipta og hana nú.

GUX | 16. jan. '07, kl: 13:54:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha...ég var nú búin að gleyma þessu innleggi :)

Magnea ebb | 9. nóv. '18, kl: 22:50:13 | Svara | Er.is | 0

Hæ ég veit að þetta var 2007 en þetta innlegg gerði mig nett fock pirraða. Manneskjan sem var að afgreiða þig var einfaldlega að fylgja settum reglum verslunarinnar. Þar sem hún er einungis starfsmaður og getur þar að leiðandi ekki farið fram hja þeim reglum án þess að eiga á hættu að verða rekin. Það er algjör óþarfi, dónaskapur, dólgur og vanvirðing í þér að ætlast til þess að hún geri það og vera svo algjör tík hérna inna eftir að þú fékst ekki það sem þú villt.
Sorrý ég bara fæ uppi kók þegar fólk er með dólg og vanvirðr fólk í þjónustustörfum þegar það er einfaldlega að vinna vinnuna sína.

Venja | 9. nóv. '18, kl: 23:11:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Varst þú starfsmaðurinn semsagt? 


Upphafsinnlegg er í raun ekkert að tala um starfsmanninn heldur búðina. Hvar er dólgurinn og vanvirðing gagnvart starfsmanninum? Þú ert eiginlega miklu dónalegri hérna, og það næstum 12 árum eftir á...

Blade runner | 12. nóv. '18, kl: 09:14:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hún Magnea bjó allavega sérstaklega til aðgang til að segja okkur að hún hafi fengið „uppi kók“ af þessari umræðu! hahaha

Gunnýkr | 12. nóv. '18, kl: 18:07:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þessari 11 ára gömlu umræðu

Venja | 13. nóv. '18, kl: 06:53:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þetta er búið að sitja í henni lengi! Gott að hún tjáði sig samt loksins, henni líður vonandi betur

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Augnmígreni FrúFiðrildi 10.9.2009 4.12.2023 | 10:00
"Gosinu" við Grindavík er lokið - gosið fór fram undir yfirborði. jaðraka 12.11.2023 3.12.2023 | 21:23
Galdrabúðin í Reykjavík???????? Coco LaDiva 1.6.2006 2.12.2023 | 07:59
Hraðbanki án korts batomi 1.12.2023 2.12.2023 | 07:39
fituæxli brillerar 3.7.2014 30.11.2023 | 08:27
SCAM ALERT, Verið varkár með furðulegar sölur Auddio 29.11.2023 29.11.2023 | 03:41
Femdom Bland1975 25.11.2023 26.11.2023 | 15:25
Er hann nógu hrifinn? olla2 20.10.2023 24.11.2023 | 21:36
Geymsla á Fellihýsi stellys 18.10.2023 24.11.2023 | 21:32
Já Dagur B Eggertsson er einn froðukjaftur. jaðraka 27.9.2023 24.11.2023 | 21:31
þrif á hansagardínum Metrola 25.7.2005 24.11.2023 | 02:47
kínamatur í köben, comment handa mér lady 11.9.2013 23.11.2023 | 10:57
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 21.11.2023 22.11.2023 | 03:51
Matareitrun fishermansfriend 3.6.2007 21.11.2023 | 11:21
Nýr lýtalæknir skranprinsessan 20.11.2023
Pústviðgerðir Lilith 4.1.2012 20.11.2023 | 07:56
Hyundai stepwgn Kormákur Breki 20.11.2023
Flugvöllur í Hvassahrauni jaðraka 9.11.2023 19.11.2023 | 16:46
Screen Printing Kit set nörd2 18.11.2023
Sorphirða í Reykjavik jaðraka 20.10.2023 17.11.2023 | 09:39
Norskunámskeið??? alm1989 10.5.2012 15.11.2023 | 07:37
Júní 2024 bumbuhópur Herra hvutti 14.11.2023 15.11.2023 | 07:19
Ee sikorwawa 14.11.2023
Ee sikorwawa 14.11.2023
HJÁLP - LEIKRITSGREINING valurhvalur 13.11.2023
Versti Forsætisráðherra Íslands frá upphafi Hauksen 11.11.2023 13.11.2023 | 21:05
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 13.11.2023 | 04:35
Einhver game? juferta 13.8.2007 13.11.2023 | 04:34
"Gosinu" við Grindavík er lokið jaðraka 12.11.2023 12.11.2023 | 15:01
Sala á uppstoppuðum fugl FJ-101 2.11.2023 12.11.2023 | 08:52
Nýtt fangelsi??? amma Hulda 25.9.2023 9.11.2023 | 11:48
Hvar fæ ég mjóar og langar ljósaperur? olla2 4.11.2023 8.11.2023 | 07:42
Langalangafi eða -amma hillapilla 25.2.2013 8.11.2023 | 07:12
Dofi í höku og kinnum olla2 7.11.2023 8.11.2023 | 04:47
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 8.11.2023 | 04:44
Hverng væri að allir reportuðu þann sem er Mswave 4.11.2023
Reynsla af uppeldisráðgjöf eða foreldrafræðslu? dagbjortosp 1.11.2023
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 1.11.2023 | 13:31
Tjón, húseigendatrygging eða? adrenalín 31.10.2023
Sojalesitín Gallía 7.6.2011 31.10.2023 | 11:22
Síða 6 af 48030 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Kristler, annarut123