Íþróttafatnaður og þvottur

Catalyst | 31. ágú. '15, kl: 15:00:56 | 188 | Svara | Er.is | 0

Hvernig eruði að þvo íþróttafötin ykkar? Þvoið þið ekki eftir hverja ferð í ræktina bæði buxur, íþróttatopp og svo toppa/boli? Dugir að þvo þetta á stuttum prógrömmum td merkt kalt eða bara 20°? eða þarf að vera hærra hitastig?

Er að fara reyna mæta oftar en þess að þvo oftar og væri gott ef hægt væri að þvo á stuttu prógrammi.

hvað eigiði annars mikið til skiptanna í ræktinni og hve oft fariði? (ég reikna með einhverskonar hreyfingu 5x í viku, spá hvað sé hæfilegt magn af íþróttafötum)

 

Rauði steininn | 31. ágú. '15, kl: 16:02:36 | Svara | Er.is | 0

Ég þvæ mín eftir hverja notkun. Fer eftir æfingum/svitamagni hvort ég seti á stutt prógramm eða fullt. Ég þvæ þau samt amk 1x í viku á fullu prógrammi. Ég er með 2 sett af fötum og það dugar mér. Væri samt til í að eiga meira úrval af bolum.

BlerWitch | 31. ágú. '15, kl: 16:17:53 | Svara | Er.is | 0

Ég er að æfa 5-6x í viku og hendi alltaf fötunum beint í vélina á 30 gráður eftir hverja æfingu (hálftíma prógramm). Þvæ þau svo öðru hverju á 40 gráðum.
Ég æfi bæði úti og inni svo ég þarf að eiga stuttbuxur, hnébuxur, síðbuxur, íþróttatopp, hlírabol, stuttermabol, langermabol og svo jakka, kálfahlífar, sokka, eyrnaband og vettlinga. Ég á reyndar alveg nokkur sett af flestu og þá eru skórnir ótaldir en ég á líklega 6-7 pör af þeim. Þvæ þá samt ekki nema þeir verði mjög skítugir því ég vil ekki að þeir aflagist.

Bakasana | 31. ágú. '15, kl: 16:19:05 | Svara | Er.is | 1

ég æfi ansi stíft þessa dagana og er komin með kerfi sem hentar mér. Ég á alfatnað fyrir fimm æfingar í röð án þvotta. Þvæ þegar fjögur sett eru orðin óhrein. Allt þvegið á 40 gráðum. Myndi reyna styttra og kaldara ef ég væri að þvo eftir hverja æfingu. Fer örugglega miklu betur með fötin. 

Catalyst | 31. ágú. '15, kl: 17:29:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok, alveg 5 buxur, íþróttatoppar og stuttermabolur/hlírabolur?

ég vonast til að eiga kannski 2-3 buxur, 2 íþróttatoppa og 3-4 boli.. einhverntímann haha.

Annars verða nýjir skór líklega ofarlega á lista yfir næstu kaup.

Bakasana | 31. ágú. '15, kl: 17:59:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

5 buxur og 5 toppar. Er bara í einu lagi að ofan ef ég er inni. Sem er nánast alltaf. En ég æfi daglega. Og kemur alveg fyrir að það raðist tvær æfingar á sama daginn. Ég held ég kæmist ekki upp með færri flíkur nema mér þætti mjög gaman að þvo og þyrfti þa að endurnýja oftar. 

LadyGaGa | 31. ágú. '15, kl: 17:40:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, ég á einn bol sem ég get notað en fleiri buxur, misgóðar samt.

GoGoYubari | 31. ágú. '15, kl: 19:02:29 | Svara | Er.is | 0

sko ég á helling af ræktarfötum en bara eitt sett sem ég nota :/ hef bara verið að fikra mig áfram með hvað hentar mér og ekki í þessu og hef verið að kaupa hlíraboli og toppa sem henta svo ekki þegar ég byrja að nota þá. En ég þvæ á stuttu prógrammi (19 mín) eftir hvert skipti, c.a 1x í viku eða sjaldnar á fullu prógrammi. Með skónna þá hef ég keypt svona sport rodalon eða hvað þetta heitir og látið þá liggja í því og þurrkað á ofni.

karamellusósa | 31. ágú. '15, kl: 21:58:54 | Svara | Er.is | 0

Eg þvæ iþrottafatavel daglega ( her eru þrir sem æfa mikið). Þvæ á stuttu (40min) programmi með ariel fljótandi þvittaefni, og við 30 gráðu hita, Svo ca vikulega eða 2 vikna fresti (eftir notkun) set eg á 60 á langt programm (70min) og fötin þeirra eru alltaf hrein og góð, höfum sem betur fer ekki fengið fasta vonda lykt i þau. Sú sem æfir mest er reyndar dugleg að endurnyja iþrottafötin sin þar sem þau slitna doldið við þessa miklu notkun og svona mikla þvotta,

Einstaka sinnum setjum við þau á hraðprógramm :15 min) og það hefur verið i finu lagi lika, eg myndi samt bara nota fljotandi þvottaefni a hraðprógrömm, svo þvottefnið leysist nu örugglega upp

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

labbi86 | 31. ágú. '15, kl: 22:29:42 | Svara | Er.is | 0

Ég á meira af íþróttafötum en ég kæri mig um að telja upp en ég nota alveg stundum sömu buxur og peysu tvær æfingar í röð. Fer eftir hvernig æfingu ég hef tekið. Ég nota s.s. bara peysuna þegar ég er að hita upp, sjaldan á æfingunni sjálfri og svo nota ég hana aftur eftir æfingu þegar ég kólna aftur. Ég nota hins vegar aldrei sama íþróttatopp og hlýrabol tvær æfingar í röð. Ég myndi að lágmarki þurfa að eiga 3 sett miðað við að ég er að æfa ca. 3-5 sinnum í viku að jafnaði (ég á samt fleiri af því mér finnst gaman að eiga falleg og góð föt í ræktina).

Ég þríf fötin mín á 45 mín prógrammi á 30°, á lágum snúningi, aldrei meira en 800 (mikill snúningur fer ekki vel með fötin). Nota rodalon fyrir íþróttaföt, reglulega og e-ð ariel þvottaefni. Virkar fínt og hef sjaldan lent í að þau fari að lykta illa en þá hef ég lagt þau í bleyti í rodalon og þvegið svo og losnað við lyktina þannig.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47985 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien