Já nú sjáum við raunverulegar kappræður um forsetaembættið.

kaldbakur | 21. maí '20, kl: 14:42:00 | 323 | Svara | Er.is | 0

Við höfum tvo frambærilega frambjóðendur Guðna Forseta og Guðmund Franklín.
Þarna eru tveir aðilar með að ég held mjög ólíkar skoðanir að takast á um mikilvægt embætti.
Ef eingöngu þessir tveir eru að skiptast á skoðunum í sjónvarpi þá munu skerpast mjög línur.
Mín spá er 50% - 50% - allt getur gerst.

 

kaldbakur | 21. maí '20, kl: 15:08:50 | Svara | Er.is | 0

Ýmsir sem hafa gagnrýnt forsetaembættið og segja það bara nokkurskonar stimpilpúða á áhvarðanir Alþingis og ríkisstjórnar.
Ólafur Ragnar Grímsson sá gamli stríðsmaður úr pólitíkinni sá að þarna var misskilningur. Jafnvel þótt hann hafi sagt sem stjórnfræðiprófessor að ríkjandi forseta bæri að samþykkja allt sem frá Alþingi kæmi þá breytti hann öruvísi sem forseti.
Nú er þetta vald forseta viðurkennt. Því hefur verið beitt. En það þarf hvatningu og áskorun frá almenningi.
Þessu ákvæði segist Guðmundur Franklín muni beita í ríkari mæli en Guðni Jóhnnesson forseti.
Sennilega munu umræður um forsetaembættið snúast mikið um þetta atriði.

Júlí 78 | 21. maí '20, kl: 15:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta verður aldrei 50% á móti 50%. Ég er að lesa hér grein frá 1. jan. 2020 og þar segir meðal annars:   "Í mæl­ingu MMR, sem birt var 9. apríl síð­ast­lið­inn, sagð­ist 81,6 pró­sent þjóð­ar­innar vera ánægð með störf for­seta síns. um 93,5 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu voru sáttir með hann."


Guðmundur Franklín sparar þjóðinni mikinn pening ef hann hættir við framboð sitt. Hann á heldur engan séns á að verða forseti þó svo að einhverjir kjósi hann. Mér skilst líka að það hefur aldrei skeð að hægt hafi verið að fella sitjandi forseta.
https://kjarninn.is/frettir/2020-01-01-gudni-th-bydur-sig-fram-ad-nyju-i-komandi-forsetakosningum/

kaldbakur | 21. maí '20, kl: 15:59:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Júlí.
Ég held að einmitt forsetaframboð þar sem hæfir kandinatar takist á sé gott fyrir okkar þjóðfélag í dag.
Þetta er að minnsta kosti innlent efni og bara jákvætt ef skapar störf og athafnir hérlendis á þessum tímum.
Við fáum ólíka karaktera og það er bara ágætt.
Ég held að Guðmundur Franklín hafi hug og þor til að vera sjálfstæður gagnvar Alþingi.
Þannig var Ólafur Ragnar. En það er ekkert gefið í þessu,
Þetta verður vinsælt sjónvarpsefni fram að kosningum.

Júlí 78 | 21. maí '20, kl: 16:59:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú þessar umræður í sjónvarpinu með frambjóðendum til kosninga geta verið skemmtilegar. En þó er mér minnisstætt fyrir forsetakosningarnar 2016 að þessi Einar Þorsteinsson hjá RÚV var að spyrja Guðrúnu Margréti Pálsdóttur forsetaframbjóðanda útúr. Hún átti eitthvað erfitt með að svara spurningu hans að þá fór þessi Einar að hakka hana í sig, gera eitthvað lítið úr henni. Mér blöskraði alveg hvernig hann lét við hana. Hún hafði reyndar ekki mikið fylgi og kannski er það ekki öllum gefið að að verða forsetar eða að svara alls konar spurningum en mér fannst þessi Einar alveg fara yfir strikið þarna. 

Kaffinörd | 21. maí '20, kl: 19:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einar Þorsteinsson var ákaflega lélegur spyrill

Júlí 78 | 21. maí '20, kl: 17:25:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara Ólafur Ragnar hefur beitt neitunarvaldi í einhverjum málum. Allir aðrir fyrri forsetar hafa ekki gert það, t.d. Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn gerðu það ekki. Það voru þó vinsælir forsetar. 

kaldbakur | 21. maí '20, kl: 19:27:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað fara vinsældir forseta ekki því hvort hann beitir neitunarvaldi.
Ólafur Ragnar misbeitti þessu valdi sínu vegna laga um fjölmiðla.

Júlí 78 | 21. maí '20, kl: 19:44:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ólafur sagði víst að það hafi myndast gjá milli þings og þjóðar, kannski réði það eitthvað afstöðu hans. Þegar ég les frétt um málið þá les ég þetta meðal annars: " Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér að takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars, 2004 en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Þegar kom að því að staðfesta lögin sagði forsetinn þetta á Bessastöðum, 2.júní, 2004:

„Ég hef því ákveðið í samræmi við 26.grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki um lagabreytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum.“


kaldbakur | 21. maí '20, kl: 21:11:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið snérist um eignarhald Baugs og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á fjölmiðlum.
Baugr átti á þessum tíma nánast allt Haga Bónus og fjölmörg fyrirtæki hérlendis.
Baugur og þessi fyrirtæki Jóns Ásgeirs boruðu sig inní allt efnahagslíf íslands og Baugur var ásamt Kaupþingi búinn að gleypa allt og líka fjölmiðla - Fræettablaðið.
Almenningur á Íslandi hélt með Baugi. Jón Ásgeir keypti dómara og hvaðeina.
Lestu baugsmalid.is

Júlí 78 | 22. maí '20, kl: 00:42:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetter er ekki rétt hjá þér. Hvernig væri að taka meira mark orðum Ólafs Ragnars sjálfs heldur en einhverra sem býr til sögur? Ólafur hefur ekki vilja fara á móti vilja meirihluta þjóðarinnar það er svo einfalt. 

Júlí 78 | 22. maí '20, kl: 01:51:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í hvað ertu að vísa þar nákvæmlega þarna inn á baugsmalid.is því ég sé ekkert talað um forsetann. Og af hverju segirðu að almenningur hafi haldið með Baugi? Það var búið að koma í fréttum að meirihluti landsmanna voru andsnúin þessu frumvarpi sem var samþykkt á Alþingi sem fól í sér takmarkanir á eingnarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Er ekki bara málið að almenningur hélt með fjölmiðlafyrirtækjum almennt? (öllum).

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 05:25:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið snérist um eignarhald og uppkaup auðmanna á fjölmiðlum.
Máið snérist auðvitað ekkert um forsetann í upphafi.
Forsetinn var á ferð ug flugi um heiminn í einkaþotum auðmannanna.
Við vitum alveg hvernig forsetinn hagaði sér á þessum árum.
Þegar ný lög voru sett sem gengu gegn þessum auðmönnum þá skarst forsetinn ínní málið.
Við þekkjum líka algjör sinnaskipti þessa forseta og brotthvarf frá stuðningi við þessa auðmannaklíku,
en það er annað mál.

Júlí 78 | 22. maí '20, kl: 07:33:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko ef ég man rétt þá þáði forsetinn EINA ferð með einkaþotunni og þá var talað um það. Hann var alls ekki á ferð og flugi um heiminn á einkaþot-UM auðmanna. Kannski bara sparaði hann þjóðinni pening á þessari ferð! Hann þarf að fara erlendis stundum en ætli ríkið borgi ekki nauðsynlegar ferðir? Bara fínt ef hann hefur fengið eina ókeypis ferð.  Og eins og ég var búin að segja áður þá þótti ekkert athugavert við þessa menn (auðmenn) á þessum tíma, þetta þóttu bara duglegir menn. Og sama hvað þér fannst  um Baug og við öll þá sköffuðu þessir menn fólki vinnu og ætli Bónus hafi ekki stuðlað að lægra vöruverði heldur en annars hefði orðið? 


Ég fylgdist annars með Ólafi Ragnar og gat ekki annað séð en að hann hafi hagað sér vel og hann gerði þjóðinni mikið gagn og gerir enn!! Það er frekar að þú ættir að þakka honum fyrir! En það ætlast held ég enginn til að forsetinn sé fullkominn en hann er hreinskilinn og mér finnst heiðarlegur er hann sagði:  „Auðvitað þarf for­seta­embættið, eins og aðrir, að end­ur­skoða starf­hætti sína og sam­skipti við viðskipta­lífið í ljósi þess sem hef­ur orðið,“  En hann bætti þó við:  „Það má í sjálfu sér al­veg ræða það að setja nán­ari regl­ur um sam­skipti for­set­ans við viðskipta­lífið,“seg­ir Ólaf­ur. „En þá þarf að hafa í huga að það hef­ur á und­an­förn­um ára­tug­um orðið eðli­leg­ur verkþátt­ur hjá öll­um þjóðhöfðingj­um á Vest­ur­lönd­um að sinna at­vinnu­líf­inu ásamt menn­ingu og vís­inda­starfi.“

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 08:39:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú lest um Baug þá sérðu furðulegt dæmi.
Fyrirtækið fór í kauphöll og varð opinbert. En fyrrum eigendur voru áfram í lykilstöðum.
Jón Ásgeir forstjóri. Fyrirtækið opnað almenningi og boðið út hlutafé. Yfir 10 þús einstaklingar eignuðust
stóran hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækið var með stjórn kosna af hluthöfum. Og enn var boðið út hlutafé. Hvað gerðist forstjórinn lánaði sjálfum sér og fjölskyldufyrirtæki fé úr sjóðum félagsins til að eignast meira hlutafé. Fór bak við stjórn. Allt án venjulegra skuldapappíraa. Forstjórinn kaupir af einkafélagi sínu (leynifélag) eignir sem leynifélagið hafði keypt áður (verslanir og húseignir). Forstjórin kaupir þessar eignir fyrir Baug á sama verði og leynifélagið hafði keypt en skilur eftir fasteignirnar í leynifélaginu uppá nokkur hundruð milljónir.
Stjórnin vissi ekkert um hvernig þessi viðskipti voru til komin. Við höfum heyrt sögurnar um snekkjuna á Miami þar sem reikningarnir voru sendir heim til Íslands og Baugur borgaði.
Þetta var Baugur. Svo þegar vel horfði til í viðskiptum Baugs erlendos þá fær forstjórinn og fjölskylda hanns Kaupþing í lið með sér að kaupa hina hluthafana út almenning - á undirverði.
Þessar sögur og aðrar eru á þessum vef sem ég sendi þér.
Þetta voru ekkert annað en glæpafélög. Málið var kært. Baugsklíkan eyddi meira en 2 þús milljónum í að greiða lögmönnum erlendum og innlendurm. Blöð í eygu Baugs voru notuð til að hræða dómara og hafa áhrif á almenning. Baugur sem hafði eignast allt sm hugsast gat hér þurfti auðvitað líka að eiga dagblað til að hafa áhrif á almenning. Um þetta snérust fjölmiðlalögin sem æIlafur forseti vildi ekki samþykkja.
Honum snérist hugur síðar í forsetaferlinum og snéri blaðinu alveg við.

Júlí 78 | 22. maí '20, kl: 08:53:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekkert að verja allt sem Baugur gerði þó ég hafi bent á að þeir sköffuðu fólki vinnu og stuðluðu að lægra vöruverði. Ég nennti nú ekkert að fylgjast með þessu dómsmáli þeirra sem var alveg hægt að kalla "endalausa málið". Ef þú hefur haft gaman að því þá ókey. 


Hvað segirðu annars um þetta að Guðmundur Franklín er kominn á jeppa þar sem stendur stórum stöfum: Fram til sigurs og fleiri orð með stórum stöfum og meira að segja mynd af honum sjálfum á bílnum...Getur ekki alveg eins verið að Guðmundur Franklín hafi þegið þennan bíl af bílaumboði sem styður hann eða að bílaumboðið hafi veitt honum mjög mikinn afslátt út á það að hann keyrði um á bíl frá þeim í kosningabaráttunni? Ég er ekki að segja endilega að eitthvað bílaumboð sé þarna að styrkja hann í þessu en getur það ekki alveg eins verið?

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 09:37:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég átti í Baug gerðist hluthafi og var blekktur !
Ef Baugsmálið hefði farið eðlilega þá hefði hrunið sem varð 2008 ekki orðið eins stórt.
Alveg með ólíkindum hvernig það mál endaði.

Guðmundur Franklín hleypir einhverju fjöri í þetta. Opnar umræðuna.
Guðni er meira lokaður og leynileegt hjá honum - enda frímúrari held ég :)

Júlí 78 | 22. maí '20, kl: 10:13:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Guðni er bara ekkert með neitt gaspur út í loftið og ekkert leyni hjá honum. Hann svaraði öllum spurningum vel og talaði af þekkingu í kosningabaráttunni áður en hann var kosinn.

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 13:56:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú sumir segja forsetaembættið vera "öryggisventil".
Það er sennilega mikilvægasta hlutverkið fyrir forsetaembættið.
Ég ætla samt ekki að gera lítið úr hlutverki forseta að hitta landsmenn og taka þátt í viðburðum útum allt land. Það hlutverk er mjög mikilvægt. Olafur viekjaði þetta "öryggi" sem felst í því að forseti hlusti á þjóðina og auðvitað á skynsemi og ýmis rök, varðandi nýjar lagasetningar sem Alþingi setur og en eru ekki öllum í geð. Þetta er bara flott ákvæði og gott að hafa svona "öryggisventil".
Guðni Jóhannesson forsetinn okkar virðist ekki mjög inná að virkja þetta ákvæði.
Kosningabaráttan mun snúast um þetta og margt annað.

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 09:12:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að Óafur Ragnar Grímsson hafi gert heilmikið gagn fyrir þjóðina.
Og þá ekki síst þegar hann neitaði að undirrita lög um Icesave samninga þar sem við áttum að greiða skuldir einkabanka. Hann varð líka betri og betri forseti eftir því sem á leið. En hann hagaði sér líka á ýmsan hátt undarlega eins og að láta sig hverfa þegar Da Lai Lama þjóðhöfðingi Tibeta heimsótti Ísland.
Á alþingi var ólafur mjög áberandi. En hann sneri nánast alveg við blaðinu þegar hann stefndi á forseta embætti. Varð gjörbreyttur maður. Svona hamskipti hafði Ólafur nokkrum sinnum. Fór á milli flokka og samflokksmenn urðu andstæðingar á einni nóttu. Olafur kunni lagið á því að umgangast auðmenn og milljarðamæringa
Kannski var ólafur kommónisti um tíma þegar hann var formaður Alþýðubandalagsin ?
En kommastimpillinn fór fljótt af honum held ég.

Júlí 78 | 22. maí '20, kl: 10:07:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Átti forsetinn eitthvað að taka á móti honum? Ég les nú í frétt um þetta: " Þetta er í fyrsta skipti sem Dalai Lama heim­sæk­ir Ísland en hann hef­ur heim­sótt fjölda landa und­an­far­in 50 ár, ým­ist sem gest­ur trú­fé­laga, rík­is­stjórna eða í boði einkaaðila.

At­höfn­in í Hall­gríms­kirkju hefst klukk­an 15 á morg­un og verður opin al­menn­ingi.  Dalai Lama mun einnig halda fyr­ir­lest­ur í Laug­ar­dals­höll þann 2. júní kl. 15 þar sem hann fjall­ar um lífs­gildi, viðhorf og leiðir til lífs­ham­ingju ásamt því að svara fyr­ir­spurn­um.  Fé­lagið Dalai Lama á Íslandi stend­ur fyr­ir heim­sókn­inni og hef­ur séð um all­an und­ir­bún­ing henn­ar."

Ég les líka í annarri frétt: " Full­trú­ar frá kín­verska sendi­ráðinu á Íslandi áttu fund með ís­lensk­um yf­ir­völd­um fyrr í vik­unni þar sem komu Dalai Lama, and­legs leiðtoga Tíbets, til Íslands var mót­mælt.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu út­skýrðu ís­lensk yf­ir­völd fyr­ir kín­versku full­trú­un­um að heim­sókn­in væri ekki op­in­ber og ekki á veg­um ís­lenska rík­is­ins."

Það er ekkert óeðlilegt að þingmaður eða ráðherra sé áberandi, margir hafa verið það og það er bara jákvætt ef að þingmenn/ráðherrar hafa skoðanir. En ég skil ekki þetta tal hjá þér að Ólafur hafi kunnað lagið á því að umgangast auðmenn og milljarðamæringa. Hann hafði lag á því að umgangast alla!!!  Hvort sem það var einhver bóndi út í sveit, verkakonur/menn eða auðmenn eða milljóna eða milljarðamæringa. Hann einfaldlega þurfti að umgangast alls konar fólk, bæði íslendinga og erlenda og hann hefur alveg örugglega ekki litið eitthvað meira upp til þeirra sem voru efnaðir. Þetta er bara mjög ósanngjarnt tal hjá þér finnst mér.

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 14:49:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei Ólafur Ragnar er ekki neitt verri en ég eða þú.
Hann er slyngur náungi og kann að haga segli eftir vindum.
Við þurfum að hafa þannig menn við stjórnvölinn.
En engu að síður þá þurfti hann að gera ýmislegt sem kannski var ekki mjög gott fyrir kúgaða, fátæklinga og ýmsae undirokaðar þjóðir. Þar á ég t.d við Tibet. Hann vildi halda friðinn við þessa heimtufrekju kínverja að enginn mætti tala við leiðtoga sem kínverjum líkaði ekki. Við skulum skoða að kínverjar eru mjög grimmir.
Þeirskutu niður stúdenta á "Torgi Hins Himneska Friðar" skiðdrekar óku yfir friðsöm mótmæli.
Hversvegna ættum við að bæla niður friðsöm mótmæli þó við séum að taka á móti Kínvejum.
Kínverjar eru frekir og yfirgangur þeirra er mjög mikill.
Enginn má tala við leiðtoga Tavain.
Svo núna þegar þeir eru búnir að dreifa Kórona virus um alla jörð þá má enginn skoða neitt hjá þeim.
Nei við skulum hafa allan vara á Kínverjum.

Júlí 78 | 22. maí '20, kl: 08:19:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo held ég bara að almenningur hafi viljað hafa Fréttablaðið áfram og ekki verra að fá það frítt. Og hafi frekar viljað hafa fleiri blöð en færri í boði. Eða fannst þér að það ætti bara að vera Mogginn í boði sem er ritstýrður af  sjálfstæðismanni? Og svo DV sem er mikið til blað í stíl við Séð og Heyrt og mikið til æsifréttablað? 

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 21:49:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei ég er fylgjandi frjálsum dagblöðum. Ritstjórar Morgunblaðsins fyrir hrun voru jú Styrmir Gunnarsson og Matthias Johannessen skáld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki komið nærri Morgunblaðinu í marga áratugi.
Það ríkti lengi mikil leynd um yfirráð Jóns Ásgeirs og Baugs yfir blaðinu.
Annars finns mér Fréttablaðið frekar lélegt blað nánast bara auglýsingar. Mér finnst teikningin sem kemur daglega mjög góð. Og svo eru stundum góð skrif þar - ritstjórnargrein. Þar eru t.d. skrif Harðar Ægissonar oftast frábær.
Og svo er líka í dag "Afarkostir" góð skrif.

En við erum að tala um forsetaframboð og núr er víst að það verða bara tveir frambjóðendur Guðni og Guðmundur Franklín. Það er auðheyrt ef maður hlustar á þessa frambjóðendur að Guðmundur Franklín hefur miklar skoðanir og vill láta hlutina gerst. Guðni er aftur á móti hlédrægur og lætur lítið fara fyrir sig. Guðmundur Franklín er meira líkur Ólafi Ragnari sem var meira sýnilegur í þjóðmálum en Guðni. Það verður spennandi að sjá þessa frambjóðendur kynna sig.

ert | 22. maí '20, kl: 22:02:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


" Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki komið nærri Morgunblaðinu í marga áratugi."
H venær telur þú að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hætt að koma nálægt Morgunblaðinu?  Þegar Matthías Johanessen var ráðin eða þegar Eykon hætti?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 22:08:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var held ég um 1980 að ritstjórn Morgunblaðsins og Morgunblaðið sjálft hætti að vera málgagn Sjálfstæðisflokksins. Áfram voru hin flokksblöðin Þjóðviljinn, Tíminn og Alþyðublaðið ritstýrð af stjórnmálaflokkum viðkomandi blaða.

ert | 22. maí '20, kl: 22:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já ekki lýgur Mogginn - ekki heldur ef hann segist hafa hætt að vera málgagn Sjálfstæðisflokksins.
Kannski kemur að því á næstu öld að ritstjórinn sé ekki flokksbundinn Sjálfstæðismaður og jafnvel á næsta árþúsundi gæti hann verið í öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. maí '20, kl: 00:30:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Styrmir Gunnarsson er stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins þó hann sé mun skárri heldur en margir aðrir í þeim flokki. Núna er Davíð Oddsson þarna uppá Mogganum, ég hélt að allir vissu að hann er sjálfstæðismaður þó hann sé kannski ekki alltaf fylgjandi öllu sem að Bjarni Ben segir.

kaldbakur | 24. maí '20, kl: 23:28:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Morgunblaðið hefu sýnt það í marga áratugi að það er sjálfstæður fjölmiðill og engum háður.
Fyrir hrun kom berlega í ljós afstaða blaðsins gegn þeim sem vildu gleypa allt hérlendis.

Kaffinörd | 21. maí '20, kl: 19:40:47 | Svara | Er.is | 0

Skrifaðir þú undir hjá Guðmundi ?

saedis88 | 21. maí '20, kl: 21:14:41 | Svara | Er.is | 3

ég held að Guðni geti bara setið rólegur og sleppt öllum framboðsleikju og fengið lámark 70% fylgi. 


skil ekki þennan skrípaleik að fara á móti sitjandi forseta sem mikill meirihluti þjóðar er ánægð með. Sóun á tíma og peningum landsins. 

kaldbakur | 21. maí '20, kl: 21:29:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki sjálfsagt að skoða málið þegar annar hæfari frambjóðandi er í boði ?

ert | 21. maí '20, kl: 21:55:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það sjálfsagt fyrir þá sem styðja Guðmund Franklín að skoða málið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 09:17:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eigum við ekki frekar að skoða málin eftir að þessir tveir frambjóðendur Guðni og Guðmundur Franklín hafa kynnt sig og sín viðhorf ?
Ég hef t.d. ekk áhveðið enn hvern ég mun kjósa. tel best að bíða með það þar til nær kosningum er komið og málinn liggja ljósar fyrir.

ert | 22. maí '20, kl: 10:35:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hverju spáirðu um úrslit? Ég spái Guðmundi Franklín innan við 10%.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 22. maí '20, kl: 10:48:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er samála þér ert, gæti alveg verið 5% þess vegna.

ert | 22. maí '20, kl: 11:21:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Eða undir því.
Það á engin séns gegn Guðna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. maí '20, kl: 00:34:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Visir.is I dag:
"Guðmundur Franklín segist vera dolfallinn yfir stuðningi í nýrri könnun Reykjavík síðdegis sem sýndi hann með 43 prósenta stuðning á móti 57 prósentum Guðna, en alls tóku 1.749 þátt í könnuninni. Hann segist þó aðeins vera rétt að byrja og niðurstöðurnar séu gott veganesti inn í baráttuna."

ert | 23. maí '20, kl: 00:41:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Netkannanir eru eins og þú manst í úr aðferðfræðinni með mjög skekkt úrtak.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 14:59:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það veltur á ýmsu hvernig svona kosningar fara.
Donald Trump var ekki spáð miklum atkvæðum gegn Hillary Clinton.
Guðmundur Franklín er kannski ekki Donald Trump og Guðni Jóhannesson ekki Hillary Clinton.
En samt er nokkur samlíking þarna á milli.

Júlí 78 | 22. maí '20, kl: 18:22:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég heyrði í Guðmundi Franklín áðan í útvarpinu. Hann sagðist vera hress náungi (eins og það skipti miklu máli) og var alveg viss um að hann muni vinna kosningarnar. Svo minntist hann á bílinn sinn og að fólk var eitthvað að stoppa hann og dást að honum (þessum sem er með mynd af honum með einhverjum kosningaslagorðum)....úff nei, nei, nei...Hann lét eins og hann væri 5 ára.

T.M.O | 22. maí '20, kl: 20:10:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Donald Trump tapaði fyrir Hillary miðað við fjölda atkvæða. Það er þetta kjörmannadæmi í Bandaríkjunum sem er eitt það ruglaðasta kerfi sem til er.

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 21:27:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona kerfi eða svipað er nú víða m.a. hér á landi.

T.M.O | 22. maí '20, kl: 21:35:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kerfið hér er ekki eins og kerfið í Bandaríkjunum. Þú skilur ekki mikið af því sem þú talar um ef þú heldur það

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 21:58:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kjörmenn - fulltrúalýðræði og svona kerfi eins og t.d. í borgarstjórn - já og ekki gleyma Breska kerfinu.
Þarna er algengt að þeir sem ná yfirræðum séu ekki endilega með meirihluta kjósenda bak við sig.
Þú talar nú mest allra um hluti sem þú veist minnst um.

ert | 22. maí '20, kl: 22:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Er sem ekki munur á kjörmönnum og fulltrúalýðræði og einmenningskjördæmum?
Spyr sú sem ekki veit.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 22. maí '20, kl: 22:42:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er nokkuð svipað hvað það varðar að bak við fulltrúa, kjörmenn, þingmenn/flokka eða hvað sem kallað er, eru tiltekin atkvæði og oft dreifast atkvæði það mikið að falla dauð niður vegna annara takmarkana.

T.M.O | 23. maí '20, kl: 01:18:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

allt í einu varstu ekki að segja eins eða svipað...

adaptor | 22. maí '20, kl: 15:09:25 | Svara | Er.is | 0

það gæti alveg eins verið api í þessu starfi þetta er sennilega bjánalegasta og tilgangslausasta starf á landinu

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hr85 | 22. maí '20, kl: 19:24:18 | Svara | Er.is | 0

Er ekki hrifinn af þessum Guðmundi finnst hann vera pínu rugludallur og tækifærasinni.


En ég skil samt ekki þessa smámunasemi með kostnað við lýðræðið. Það er bara eðlilegt að halda kosningar á 4 ára fresti. Erum við ekki þjóð meðal þjóða? Ýmis önnur svið þar sem mætti frekar skera niður. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Veit einhver Erjona 31.10.2020 31.10.2020 | 19:35
Hver er orsökin fyrir svona miklu hatri ? _Svartbakur 31.10.2020 31.10.2020 | 19:29
Eðlileg hegðun hjá kvensjúkdómalækni? butter 10.6.2008 31.10.2020 | 18:39
Borgarlínan - nýja strætisvagnakerfið _Svartbakur 30.10.2020 31.10.2020 | 17:36
Ábyrgð fólks zingilingi 30.10.2020 31.10.2020 | 17:33
Skyn og hugfræði A synn. 25.11.2009 31.10.2020 | 17:13
Júní bumbur 2021 (bumbu hópur) OlettStelpa11111 13.10.2020 30.10.2020 | 15:50
Kársnesskóli guess 30.10.2020 30.10.2020 | 11:44
Hvað er málið með suma leigusala sem leigja herbergi, láta allt öðruvisi íbúðarleigus.? globalpasta 29.10.2020 30.10.2020 | 08:33
Dance Tamal32 30.10.2020
Fjölmenning í Frakklandi Hr85 18.10.2020 30.10.2020 | 00:12
Tryggingar mistify 29.10.2020 29.10.2020 | 18:03
kauptilboð , reglan?? Helga31 29.10.2020 29.10.2020 | 16:47
Bíll fyrir brúðkaup. sigurjon11 29.10.2020
Geta einstaklingar haldið opið bingó? ny1 4.7.2020 29.10.2020 | 00:38
Eplatré - vantar kærustu (blóm af öðru tré) auglysingarnar 28.6.2020 29.10.2020 | 00:37
Límrúlla, svona til að hreinsa kusk af fötum/hlutum gummudu 28.10.2020 29.10.2020 | 00:21
Vöðva æxli í maga janefox 23.10.2020 29.10.2020 | 00:21
Er Bland.is treystandi? Hauksen 24.10.2020 29.10.2020 | 00:17
Mósesbók Kingsgard 15.4.2020 29.10.2020 | 00:13
Biðraðir úti til að fara í Covid test Júlí 78 28.10.2020 28.10.2020 | 21:41
fæðingarstund - skráning bjork77 24.10.2020 28.10.2020 | 19:34
Taka út séreignarsparnað vegna Covid AG1980 28.10.2020 28.10.2020 | 16:25
Forsetakosningar í BNA _Svartbakur 28.10.2020 28.10.2020 | 12:30
Trúið þið miðill ? Stella9 19.5.2018 28.10.2020 | 11:51
fatamerkimiðar 3stelpur 23.8.2012 28.10.2020 | 11:50
"Vetrarhátíðin" jólin Hr85 23.10.2020 28.10.2020 | 06:50
Drasl vefur og drasl stjórnendur? Hr85 24.10.2020 27.10.2020 | 09:14
Eyðilegging á vefnum bergma 25.10.2020
Umingja Reykjavíkurborg. kaldbakur 13.4.2020 25.10.2020 | 11:43
Jarðgöng út í Vestmannaeyjar. Svarthetta 24.7.2020 25.10.2020 | 11:38
Svo sem vér og fyrirgefum.... Júlí 78 4.12.2018 25.10.2020 | 11:34
Skemmd umræða... einhver...??? KollaCoco 24.10.2020 25.10.2020 | 03:02
Þrif á fúgum milli flísa bergma 25.10.2020
Litlar ferkantaðar pönnur Dr K 24.10.2020 24.10.2020 | 18:52
Piratar - rýtingurinn í bakinu á Birgittu ? kaldbakur 16.7.2019 24.10.2020 | 18:32
ESB og bræðrafélag eru ekki að vermda sem sem eru öðruvísi æ kaldbakur 4.6.2020 24.10.2020 | 18:24
bland dautt eða ekki ?? tlaicegutti 24.10.2020
GG lagnir esj 23.10.2020 24.10.2020 | 00:29
Kaupa út meðeiganda engifer7 22.10.2020 24.10.2020 | 00:29
123dekk.is þekkir einhver þessa síðu og reynslu ? hallsorh 9.7.2018 23.10.2020 | 18:26
Vatnsskemmdir í vegg Dannibjorn92 22.10.2020 23.10.2020 | 11:04
Getur eh frætt mig um að vinna með atvinnuleysisbótum? nunan 23.10.2020
Innanhússarkitekt/hönnuður/ráðgjafi krisskrass 30.6.2019 22.10.2020 | 23:12
Breyta húsnæði. Hefur einhver reynslu Mayla 20.10.2007 22.10.2020 | 22:40
Sýnataka mugg 22.10.2020 22.10.2020 | 13:05
Seroxat Gunnhildur Joa 22.10.2020
Maki þarf umönnun engifer7 22.10.2020 22.10.2020 | 07:28
Test hmmm joning 21.10.2020
Umræðan í steik Hauksen 21.10.2020 21.10.2020 | 20:06
Síða 1 af 34455 síðum
 

Umræðustjórar: krulla27, superman2, Bland.is, Gabríella S, Krani8, MagnaAron, ingig, Coco LaDiva, vkg, aronbj, rockybland, tinnzy123, flippkisi, mentonised, anon, joga80