Jólaóhappasögur.

icegirl73 | 28. nóv. '15, kl: 09:31:17 | 817 | Svara | Er.is | 3

Á Þorláksmessukvöldi fyrir allmörgum árum vorum við hjónin að klára að skreyta jólatréð. Þegar við ætluðum að lyfta því á sinn stað valt það um koll og toppurinn brotnaði. Klukkan hálfellefu mátti ég því æða niður í bæ, bjuggum sem betur fer ekki langt frá, og hafa upp á nýjum toppi á jólatréð.  Þar fór ég búð úr úr og endaði að lokum í bókabúð 5 mínútur í 11 þar sem nýr toppur fannst.  
Þessi toppur er enn í notkun og þetta litla jólaævintýri rifjast upp þegar hann er settur á tréð.


Eigið þið skemmtilegar jólaóhappasögur? 

 

Strákamamma á Norðurlandi

computermania | 28. nóv. '15, kl: 09:50:27 | Svara | Er.is | 11

Ég átti heima á bæ fyrir utan höfuðborgina. Hafði farið með fjölskylduna í rómantíska ferð í Hvalfjörðinn að höggva tré hjá einu skógræktarfélagi. Ösluðum snjó, gáfum okkur góðan tíma og viti menn fullkomið tré fannst. Tréið var skellt í net og greitt fyrir það. Þegar heim var komið lagði ég tréið við húsgaflinn þar sem mesta skjólið var. Á þessum árum var tréið skreytt á Þorláksmessu, ekki degi fyrr.
Þorláksmessa rann upp, tréið kippt inn í sturtuklefa að morgni, spúlað og látið standa í vatni til að það tæki sig. Um kvöldið var tréið sett í fótinn, stillt af og allt. Girnið skorið af og tréið breiddi úr sér fagurt og flott. En guð minn góður við þetta gaus einnig hræðileg amoníaklykt! Hundurinn okkar og nágrannahundurinn höfðu greinilega ákveðið að þetta væri nýja salernið þeirra.
Trénu var hent út með det samme og við í bílinn að bruna í bæinn og finna nýtt tré. Fengum litla trédruslu en jólin komu engu að síður.
Lærdómur: Geyma tréið þar sem dýrin komast ekki að, setja tréið fyrr upp til að skapa ekki óþarfa stress :)

Ziha | 28. nóv. '15, kl: 10:42:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Við lentum einmitt í því einu sinni að það komst köttur inn í kofann sem við geymum gervijólatréð okkar í...... kötturinn var þar inni í allavega 2 daga, kannski meira en við uppgötvuðum það svo jólin á eftir að hann hafði pissað á jólatréð...... svo jólatréð var sett í bað.... á þorláksmessu !  Sem betur fer náðist allt úr trénu og við gátum sett það upp eftir að það hafði þornað smá, í tæka tíð fyrir jólin.  :o)

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 28. nóv. '15, kl: 16:37:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Áts, ég fæ krampa í augun í hvert sinn sem ég sé T R É I Ð


TRÉÐ. Sorrý, ég veit að ég er alger stafsetningafasisti


Góð saga samt

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

BlerWitch | 28. nóv. '15, kl: 17:46:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Takk. Ég krampa með þér.

miramis | 28. nóv. '15, kl: 20:22:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er nú samt ekki röng stafsetning, heldur rangt málfar. Svona fyrst við erum komin út í svona nöldur ;)

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 28. nóv. '15, kl: 20:38:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já þú meinar...

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

miramis | 28. nóv. '15, kl: 20:39:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Trúi ekki að ég hafi sagt þetta - jesús. Þoli ekki svona nöldur hahaha. 

Nagini | 30. nóv. '15, kl: 16:29:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*Jesús ;)

Óska eftir Nintendo NES tölvu og Tetris leiknum í hana!!!

saedis88 | 28. nóv. '15, kl: 11:55:29 | Svara | Er.is | 11

ekkert sem ég man eftir nema þegar kertasníkir faldi skógjafirnar svo hrikalega vel að þær fundust ekki fyrr en í febrúar :')

Hedwig | 28. nóv. '15, kl: 12:41:53 | Svara | Er.is | 1

Vorum að fara með jólakort fjölskyldan á aðfangadag og vorum stödd á hæsta punkti í hfj í Setberginu þegar mamma bakkar á einhvern lágan stein sem klippti í sundur bremsuslongu þannig að bíllinn varð nanast bremsulaus. Komumst heim og allur aðfangadagur fór svo í að gera við bílinn.

Næsta ár á eftir bilaði svo uppþvottavélina korter í jól þannig að það þurfti að vaska upp í höndunum :P

Klingon | 28. nóv. '15, kl: 13:33:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hehe
minnir mig á það mín börn þóttu furðuleg í grunnskóla fyrir það að kunna að vaska upp.
"Hvað gerið þið þá?" var algeng spurning þegar fréttist að engin væri uppþvottavélin.

Anímóna | 28. nóv. '15, kl: 14:45:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég vorkenni ykkur bara núll með uppvaskið en hitt er pínlegt.

Hedwig | 28. nóv. '15, kl: 14:52:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Haha já enda var nú alltaf vaskað upp áður hjá okkur, bara fyndin tímasetning þegar er extra mikið uppvask vegna auka mannskapar í mat og svona :P. En það var svo bara kósý að vaska upp :).

Anímóna | 28. nóv. '15, kl: 14:43:27 | Svara | Er.is | 2

Ég kveikti næstum í húsinu á aðfangadag fyrir 4 árum, bara við að rista mér brauð með kaffinu sko. 

staðalfrávik | 28. nóv. '15, kl: 16:02:39 | Svara | Er.is | 2

2002 lenti ég í árekstri á aðfangadag komin 26 vikur á leið og þurfti að liggja inni útaf samdráttum í 3 daga. En vá hvað ég lærði að meta jólin að nýju eftir að hafa borðað jólamatinn minn ein í monitor.

.

Anímóna | 28. nóv. '15, kl: 17:04:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sjitt. Og svo voru jólin 12 árum seinna aldeilis viðburðarík líka, ehaggi?

staðalfrávik | 28. nóv. '15, kl: 17:05:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jú svo sannarlega en þá reyndar náði ég alveg að borða matinn á aðfangadagskvöld með fjölskyldunni. Var bara að kúra upp í sófa þegar vatnið byrjaði að leka kl 11 um kvöldið :)

.

LadyGaGa | 28. nóv. '15, kl: 16:07:51 | Svara | Er.is | 2

Kannski ekki beint jóla en í fyrra á þorláksmessu flaug ég á hausinn í hálku og varð handlama.  Fékk góðan skurð í lófann og tognaði upp í háls.  Átti eftir að pilla humarinn, það var svona það versta og hitt varð bara erfiðara.  Ætla að passa mig ekstra vel fyrir þessi jól að fljúga ekki á hausinn.

Lljóska | 28. nóv. '15, kl: 16:10:00 | Svara | Er.is | 4

ofninn gaf upp öndina með hálf eldaðan kalkún á gamlárskvöld. Rúntuðum með kvikindið til systur minnar og kláruðum að elda og borðuðum þar.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Abba hin | 28. nóv. '15, kl: 16:15:05 | Svara | Er.is | 3

Ég puttabraut mig kl. 17:45 á aðfangadagskvöld þegar ég var 9 ára. Svo hef ég verið veik svona sirka önnur hver jól sem ég hef lifað, oftast með 40 stiga hita og/eða gubbupest. Allir bara orðnir ofsa vanir því að Abba byrji að kasta upp á aðfangadagsmorgun :)

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

nefnilega | 28. nóv. '15, kl: 20:15:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Oh ég líka! Alla mína æsku var ég veik á aðfangadagskvöld. Oftast gubbupest. 

HvuttiLitli | 28. nóv. '15, kl: 21:04:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég byrjaði ekki þessu jólaveikindaveseni fyrr en um tvítugt. Man reyndar eftir tveimur skiptum þar sem ég var veik um jólin sem krakki en mamma man örugglega eftir fleiri skiptum frá því ég var á leikskólaaldri. En síðustu fjögur jól hafa verið veikindi, allt frá bara einum ómögulegum degi sem eru svona á mörkum þess að vera veikindi og samtals þriggja vikna kvefi með hita...

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

nefnilega | 29. nóv. '15, kl: 20:28:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svo glatað. Og ég er græn í framan og undir teppi á öllum myndumr frá aðfangadagskvöldi í albúmum foreldra minna.

Abba hin | 29. nóv. '15, kl: 14:36:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Magnaður fjandi. Einu sinni þurfti mamma að opna alla pakkana mína fyrir mig og sýna mér hvað var í þeim því ég mókaði bara í sófanum með rúmlega 40 stiga hita. Var svona 8 ára. Svo fékk ég verstu magakveisu sem ég hef nokkru sinni fengið í jólaboði hjá frændfólki mínu á jóladag. Alveg bara upp og niður og allt um kring, ég lá hálf rænulaus í baðkarinu hjá þeim meðan mamma og frænka skoluðu af mér það sem kom uppúr og niðrúr, og hringdu á læknavaktina til að spyrja hvort það þyrfti jafnvel bara að leggja mig inn. Það þurfti reyndar ekki en ég var borin út í bíl með plastpoka um mittið þegar mestu gusurnar voru liðnar hjá, bara svona til öryggis. Þarna var ég 14 ára. Hugguleg jólasaga :D


Ég hef reyndar sloppið ágætlega síðustu tvenn jól, verður forvitnilegt að sjá hvað mér tekst að gera þessi jólin!

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

nefnilega | 29. nóv. '15, kl: 20:27:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Æi oj! Vá þessi baðkarssaga er hræðileg. Þú verður að láta okkur vita ef þú þarft að yfirgefa eitthvert jólaboðið í plastpoka í ár.

Abba hin | 29. nóv. '15, kl: 21:19:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þið verðið fyrstar að frétta það!

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

HvuttiLitli | 29. nóv. '15, kl: 22:01:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eins gott!

Hihi nei annars, ég vona svo innilega að þú sleppir öll jól sem eftir eru. Þetta er viðbjóður, og ég sem hef vorkennt mér fyrir vægu magapestina sem ég fékk á annan í jólum fyrir fjórum árum. Bæði upp og niður en mest upp, tók bara einn dag í þetta en ég er það heppin að ég fæ sama og aldrei svona magakveisur en þegar ég fæ þær verð ég alveg hræðilega veik, í einn dag.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

nefnilega | 29. nóv. '15, kl: 22:07:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vonandi verðurðu samt frísk! Þó hitt yrði betri saga...

júbb | 28. nóv. '15, kl: 16:21:16 | Svara | Er.is | 16

Ég er svo mikill hrakfallabálkur að ég á örugglega milljón sögur sem heilinn hefur verið svo góður að gleyma. En ég hef fengið jólatréð í fangið, stungið mig á humarskel og fengið maltdós í hausinn. Í fyrra fór bakið á aðfangadag þegar ég fór í kirkjugarðinn og ég eldaði matinn með aðstoð frænda míns og sterkra verkjalyfja. Endaði á bráðamóttökunni á annan í jólum því ég bara skalf af verkjum og komst varla á klósettið. Það var ekki skemmtileg óhappasaga. 


En best var samt árið sem geimkóngulóin eyddi jólunum með okkur. Sátum hér í sakleysi okkar á Þorláksmessu þegar frænka mín segir "hey, hvað er þetta?" Systir mín hélt að þetta væri eitthvað dót frá syninum, hann átti fullt af svona sjálflýsandi dóti og gat alveg verið að það væri sjálflýsandi græn kónguló í þeim hópi. Svo færði dýrið sig upp vegginn og systir mín og frænka tóku á flug. Tvær frekar breiðar konur fóru samhliða í gegnum eldhúsdyrnar. Ég bjóst við að sjá svona far í dyrakarminum eins og í teiknimyndunum, skil ekki enn hvernig þær náðu þarna í gegn hlið við hlið. Ég hló svo mikið að ég gat varla staðið. Náði að róa mig eftir smá stund og náði kóngulónni en systir mín svaf varla þessi jólin því hún var viss um að fjölskylda kóngulóarinnar væri í trénu og kæmi að ráðast á hana einhverja nóttina. Síðan hefur ekki verið keypt útlenskt jólatré, systir mín vill ekki svona pöddur sem hún getur ekki talað íslensku við.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

MadKiwi | 28. nóv. '15, kl: 16:45:44 | Svara | Er.is | 3

Skrapp með kærastanum til Keflavíkur aðfangadags morguninn til að dreifa pökkum. Hann fór í bakinu því það sprakk á dekki, tjakkaði bílinn upp en það skrikaði og gaurinn greip bílinn til að halda honum uppi. Svo hann fór á spitala og var þar yfir nótt og ég strandaglópur eyddi jólunum þar með honum. Grey mamma í Rvk var búin að elda jólamat og sat eftir alein því við komumst ekki. Glötuð jól fyrir okkur 3 það árið.

HvuttiLitli | 28. nóv. '15, kl: 21:11:08 | Svara | Er.is | 2

Fyrir tveimur árum sprakk frystikistan heima hjá annarri ömmu minni og frænku. Sem betur fer var það alveg slatta fyrir jól, í kringum 5. des. Þær voru ekki heima þegar þetta gerðist, mamma fór heim til þeirra til að vökva eða stússast eitthvað og þá tók þessi hræðilegi óþefur á móti henni og þar sem enginn hafði verið heima þegar kistan gaf sig hafði lyktin verið í nokkra daga þegar mamma kom og sá þetta með berum augum. Sjónin var ekki fögur enda voru m.a. rjúpur í kistunni, annað kjöt og mjólk (já, mjólk í frystikistunni)...

Sem betur fer náðum við að láta taka frystikistuna og losna við þessa skelfilegu fýlu áður en við skárum út laufabrauð (sem við gerum alltaf þarna og höfum gert síðustu 14 árin). Og kistuskrattanum tókst ekki að stela jólunum þrátt fyrir að það hafi verið allskonar jólamatur í henni :p

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Bats | 28. nóv. '15, kl: 21:38:50 | Svara | Er.is | 2

Mamma, ég og bróðir minn skreyttum jólatréð á þorlák 1998, það er síðasta minningin um mömmu sem við eigum því við fundum hana dána á aðfangadagsmorgunn. Jól hafa aldrei verið í uppáhaldi hjá mér síðan en ég reyni að halda þau gleðilegum fyrir barnið mitt.

trunttrunt | 28. nóv. '15, kl: 22:53:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Úff það hefur verið erfið reynsla .  Ég finn til með þér.  Erfiðar svona minningar um tíma sem við viljum öll hafa það sem best.

Bats | 28. nóv. '15, kl: 23:07:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þakka þér fyrir. Þetta var erfitt að upplifa en ég á barn núna og stjúpbarn og ég verð að halda gleðileg jól fyrr þau. Annað er ekki íboði. En ég get ekki hrifsað minnninguna um hana í huganum, hún eltir mig alltaf. Með svartar varir og líflaus, jólin eru engin gleði fyrr mér.

mars | 28. nóv. '15, kl: 23:16:20 | Svara | Er.is | 1

Á aðfangadagsmorgun fyrir mörgum árum togaði 2 ára dóttirin tréð á hliðina, toppurinn brotnaði og var einhverjum tauengli hent á toppinn í staðinn;)
Sá var þar í mörg ár en einhverjir höfðu á orði að hann liti helst út fyrir að hafa efsta hluta trésins beint upp í ******* svo við keyptum nýjan topp fyrir nokkrum árum;)
Það sem verra var gerðist fyrr sama morgun þegar ég sá ógeltan fresskött bíta kettling á háls áður en ég gat stöðvað hann, brotinn jólatréstoppur var algjör hégómi við hliðina á því:/

daggz | 30. nóv. '15, kl: 10:06:57 | Svara | Er.is | 0

Það er eiginlega of margar sögur um mikilvæg tæki sem bila korter í jól, veikindasögur og ég eitthvað að slasa mig minniháttar. En ég held samt að minnisstæðustu jólin voru þegar mér tókst hið ómögulega. Ég braut óbrjótanlega gervifótinn minn! Ég s.s. tók eitthvað mega frekjukast (eitthvað tengtu systu, ekki óvanalegt) og ég stampaði einum of fast niður fótunum á leið upp stigann að fóturinn brotnaði við ökklann og ég flaug framfyrir mig og haltraði restina inn í herbergi.

Það tók mig alveg dágóðan tíma í að þora aftur niður og segja mömmu hvað gerðist. Þetta endaði með að morguninn eftir fór í að ræsa út stoðtækjafræðinginn til að fixa þetta svo ég þyrfti ekki að vera á hækjum öll jólin. Þá kom í ljós að ég var ekki með neina ofurkrafta, það voru gerð einhver mistök í plöstuninni, það lagaði samt lítið samviskubitið og skömmina ;)

Það var reyndar rosalega gaman ein jólin þegar kallinum tókst að aka fjandans Ford F-150 bílnum sínum út í skurð og festa hann í brjálæðislegum snjó og ,,góðu" veðri. Eitthvað að nálgast miðnætti á aðfangadag með 4 ára krakka í för. Það reddaðist samt eftir smá mokstur og þegar lítil Suzuki tík dró okkur upp úr skurðinum.

--------------------------------

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 13:30
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 10:51
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
Síða 1 af 48245 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, paulobrien, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, Bland.is, Guddie