Jólasiðir - uppruni

veg | 24. nóv. '15, kl: 15:53:31 | 141 | Svara | Er.is | 0

Út frá löngum þræði um jólahald, er soldið gaman að pæla í jólasiðum. Ésú, fjárhirðar, jatan og jólagjafir o.s.fr er að ég held klárlega kristin upprunni, en jólasveinar, jólatré, jólakötturinn kemur væntanlega úr öðrum áttum ásamt örugglega ýmsu öðru. Það væri fróðlegt að vita hvaðan margt af þessu kemur upprunalega, við höfum náttúrulega tekið alveg gríðrlega mikið af þessum "hefðum" frá útlöndum á undanförnum ca 100 árum.

 

niniel | 24. nóv. '15, kl: 16:06:40 | Svara | Er.is | 0

Margt fróðlegt um jólatré hér: http://www.religioustolerance.org/xmas_tree.htm

veg | 24. nóv. '15, kl: 16:09:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áhugavert! Ég vissi ekki að það hefði verið svona deilur um jólatré.

ert | 24. nóv. '15, kl: 16:16:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varðandi Jeremía og jólatré þá er það væntanlega misskliningur sjá  

 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 24. nóv. '15, kl: 16:12:29 | Svara | Er.is | 0

Ég held að ekkert nema beinar tilvísanir í Jesú og maríu og engla sé upprunnið úr kristinni trú.Jafnvel stjörnutáknið er siður sem að hluta kemur annarsstaðar frá. Allt hitt er sambland af hinum ýmsu hátíðum sem haldnar voru á sama tíma og kirkjan stal og gerði að sínum

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 16:46:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað hefurðu fyrir þér í því að kirkjan hafi "stolið" hátíðum?

ert | 24. nóv. '15, kl: 16:12:55 | Svara | Er.is | 0

Jólasveinninn er úr kristni - fyrst er minnst á íslensku jólasveinana  frá 17. öld og þeir renna svo saman við jólasveininn og er komnir langt frá uppruna sínum. Það er hins vegar hefði fyrir alls kyn jólavættum í Evrópu   "Hlutverk þessara vætta er sameiginlegt: Að fylgjast með jólaundirbúningi manna og sjá til þess þeir klári öll verk sem vinna þarf fyrir jólin, hvort sem það er að prjóna og vinna fatnað, baka, brugga eða útbúa jólamatinn. Ef það tekst ekki refsa vættirnar fólki". Þessar vættir eiga sér örugglega uppruna frá því áður en kristni kom til. En við vitum að sjálfsögðu ekki hvert hlutverk þeirra var þá. Eru jólahafrar hafrar Þórs eða eiga þeir enn eldri uppruna. Ef þeir voru hafrar Þórs var átrúnaður í kringum í þá og hver þá? Allt þetta er hulið

Mistilteinn í enskri jólahefð er nær örugglega frá bronsöld sem sagt frá því áður en Rómverjar gera innrás 64 AD(?). Átrúnaður á bronsöld í Bretlandi er stórmerkilegur þar sem fólk safnaði m.a. saman beinum úr mismunandi einstaklingum og bjó til nýja einstaklinga. Hvert hlutverk mistilteins var þá er ekki vitað. Mjögulega tengist hann einhverju sem fram fór við Treehenge og álíka staði sem tengdust fæðingu og upphafi. Það er talið - ef því sem ég best veit-  að sólstöðuhátíð við Stonehenge hafi falið í sér neyslu á áfengi og að veiða svín og einhverja sameiginlega neyslu á mat. Mögulega hafa lík miklvægs fólks eða beina þeirra verið tekið þangað. En áfengisneysla á jólum og stórar samkomur eru sem sagt mjög forn en slíkt tíðkast almennt ekki lengur á Íslandi.

Jólatré eiga sér langa forsögu úr trjádýrkun en eru samt mjög ný til komin

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

veg | 24. nóv. '15, kl: 16:19:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru jólasveinarnir okkar, þ.e. Þessi íslensku ekki tröll að uppruna? Og frekar illa liðin af geistlegu valdi í gegn um tíðina?

ert | 24. nóv. '15, kl: 16:29:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það veit enginn, sem synir Grýlu væru þeir tröll en trú er ekki lógísk þannig að þeir gætu átt sér annan uppruna og svo verið gerðir synir Grýlu - við getum bara ekki vitað uppruna þeira nákvæmlega en þeir vættir. Vættir eru bara yfirnáttúrulegar verur. Við getum ekkert sagt um tímann fyrir 17. öld. Með upplýsingaöldinni verða þeir óvinsælir en maður veit lítið um afstöðu kaþólsku kirkjunnar til svona jólavætta fyrir siðskipti hér á landi. En með siðaskiptum er alveg ljós að þeir verða óvinsælir eins og dýrlingar og María mey. Mótmælendur vildu Jesús, Guð og heilagan anda og ekkert annað. Það verða mikið meir breytingar með siðaskiptunum en við áttum okkur alveg á svo dags daglega. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

veg | 24. nóv. '15, kl: 16:33:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er rétt, hugsanlega hafa þeir verið eitthvað mikilvægt í kaþólskum átrúnaði hér á landi fyrir siðaskipti.
Átrúnaðurinn breytist alltaf talsvert með tíð og tíma.

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 17:00:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jólin eru kristileg hátíð, haldin til að fagna fæðingu frelsarans.
Það hafa verið haldnar aðrar hátíðir á svipuðum tíma til að fagna vetrarsólstöðum.
Þessi kristilegu jól þróuðust í gegnum aldirnar þannig að siðir eins og jólasveinninn, jólagjafir og hefðbundið jólaskraut bættust við.
Þessir siðir eru ekki beint kristilegir, en hátíðin sjálf er kristileg.

Silaqui | 24. nóv. '15, kl: 16:20:59 | Svara | Er.is | 3

Ég er ekkert viss um að jötuatriðið sé neitt sér kristið. Það er nú anski skýr frjósemistákn í því og mikið afskaplega væri ég hissa ef það væri ekki til einhver svipuð saga í eldri evrópskum trúarbrögðum. Og það er alveg örugglega ekkert spes kristið við að gefa gjafir á þessum árstíma.
Það er eiginlega algerlega ómögulegt fyrir venjulega manneskju að greina á milli hvaðan hver hluti jólaritúalana er kominn. Það er jú amk 1000 ár síðan mest öll Evrópa snérist til kristni. Og svo eru það allar "kókakólahefðinar" sem hafa bara verið gerðar til að selja meira dót.
En að halda því fram að jólin séu annað hvort ekkert kristniskotin eða algerlega kristin eru nú ýkjur sem lítið vit er í.
Ég segi live and let live, og mikið ósköp væri lífið leiðinlegt ef það mætti ekki nýta það besta út jólavenjum í gegnum tíðina, þó það hafi eða hafi ekki verið uppfundið af aðdáendum einhvers eyðurmerkursguðs.

veg | 24. nóv. '15, kl: 16:28:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nokkuð til í því, man eftir að hafa lesið grein um forn trúarbrögð í einhverju helgarblaðinu, og þar voru a.m.k. 7 nafngreindir frelsarar fornir sem höfðu verið fæddir af hreinni mey í útihúsum undir bjartri stjörnu :)

Silaqui | 24. nóv. '15, kl: 17:14:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi trúarsaga er svo mögnuð. Nú eða saga yfirhöfuð. Því meir sem ég nær að kynna mér hana, því áhugaverðari tengingar finn ég.

ert | 24. nóv. '15, kl: 16:36:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki man ég eftir jötu í norðu evrópum trúarbrögðum og almennar gjafir á jólum koma seint til Íslands: "Jólagjafir tíðkuðust ekki hérlendis fyrr en seint á 19. öld, og voru sumargjafir öldum saman almennari. Hinsvegar fékk vinnufólk og heimilsmenn sitthvað klæðakyns fyrir jólin sem einskonar launauppbót." ÁB

Hins vegar held að ég að það hafi tíðkast meðal höfðingja í heiðni að leysa fólki út með gjöfum í lok veislu (athugaðu hversu forn þetta orðalag hljómar). Hlutverk höfðingja var oft að halda veislur (fyllirí og partí, ekki virðuleg barnajól) og mögulega gæti siðurinn verið komið þaðan en þá er það gjöf frá  höfðingja til karlmanns til að tryggja hollustu hans (æ skal gjöf gjalda)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 24. nóv. '15, kl: 17:17:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög líklegt, löngu eftir að kristni er horfin verða eflaust haldnar einhverjar hátíðir á þessum tíma þar sem eimir af gömlum siðum sem varla neinn man eftir lengur eða veit hvaðan koma, áhugavert að ímynda sér hvernig það væri

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48040 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, tinnzy123, paulobrien, annarut123, Guddie