Kærastan blönk

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 16:08:11 | 2252 | Svara | Er.is | 0

Hef verið í sambandi við stelpu í 3 ár með hléum. Við búum saman í íbúð sem hún keypti á sínum tíma og er ekki mikið veðsett. Hún er komin með marga mánuði í vanskil og er komin með vinnu. Hún vill ekki að ég borgi af húsnæðislánunum því hún vill eiga íbúðina ein. Hins vegar ætlast hún til þess að ég borgi nánast fyrir allt annað, hjálpi til við gömul skuldamál (einkaskuldir), borgi ræktina fyrir hana, matarútgjöld eru 80% á mínum herðum, hún notar bílinn minn, chippar ekki í bensín, ef við förum út að borða borga ég brúsann.
Erum bæði myndarleg en ég sé ekki tilgang í að ausa pening í gamlar skuldir á meðn hún vill ekki deila eigninni (og ég taki yfir eitthvað af húsnæðisskuldunum).
Hún er góður kokkur og kynlífið er æðislegt, hún þrífur og hefur allt tipp topp.
Hvað haldið þið er hún bara að nota mig tímabundið til að komast yfir skuldahjallann ?
Ég býðst til að boga internet, hússjóð og annað.

 

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 16:12:49 | Svara | Er.is | 0

Þess má geta að ég missti vinnuna fyrir nokkrum mánuðum og veit ekkert með framhaldið...

fálkaorðan | 9. apr. '15, kl: 16:25:25 | Svara | Er.is | 5

Mér finnst eðlilegt að þú borgir helming af útgjöldum heimilissins án þess að eignast eitthvað í íbúðinni hennar á meðan. Ef þið svo ákveðið að halda áfram að búa saman þá sé ég tvennt í stöðunni og svo þriðji kosturinn haldið þið ekki sambúð áfram.


  • þið kaupið aðra eign saman og þú gerir tilkall í 50% af eignarmyndun í hennar íbúð á meðan sambúð hefur staðið
  • þú tekur yfir helming skulda á íbúðinni auk eignarhluta miðað við að hún eigi það sem hún átti áður en þú gerir tilkall í 50% af eignarmyndun í íbúðinni á meðan sambúð hefur staðið
  • þið ákveðið að slíta sambúðinni og þú gerir tilkall í 50% af eignarmyndun á meðan sambúð stóð

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

extraextra | 9. apr. '15, kl: 16:31:53 | Svara | Er.is | 102

Ljósi punkturinn í þessu er að þið eruð bæði myndarleg.

Helgust | 9. apr. '15, kl: 16:51:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Nákvæmlega, annars hefði þetta verið agalegt.

lillion | 9. apr. '15, kl: 16:55:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Bwahahahaa nákvæmlega ??

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 17:03:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er vissulega mikilvægt lol. Það átti ég við að við höfum bæði kost á að ganga út úr sambandinu.

Það sem ég er að velta fyrir mér er að eftir kannski 1 ár þá verð ég búinn með allann minn aur í hennar skuldir og sit uppi slippur og snauður. Í dag er ég ekki að fá neitt út úr þessu fjárhagslega.... Það er bara frústrerandi að vera alltaf að borga og borga og ekki eignast neitt. Var sjálfur að leigja íbúð sem ég er enn að borga af...

dekkið | 9. apr. '15, kl: 17:04:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 52

Ehh þannig að ef þið væruð ómyndarleg væru þið neydd að vera saman forevera???

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 17:07:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl

hanastél | 10. apr. '15, kl: 09:39:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Auðvitað. Vesalings ljóta fólkið rígheldur bara í það sem það fær.

--------------------------
Let them eat cake.

anjos | 9. apr. '15, kl: 17:07:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 24

Þetta er með því fyndnara sem ég hef heyrt. Ljóta fólkið helst í samböndum því það vill engin annar þau :P

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 17:09:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég var bara að vera kaldhæðinn, hefur ekkert með útlit að gera - dekkið var að misskilja

passoa | 9. apr. '15, kl: 22:25:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þannig að þú ætlast til þess að geta eignast part í íbúðinni hennar eftir þennan tíma sem þið eruð saman?


Annars fyndist mér ósköp sanngjarnt að skipta matarinnkaupum og þannig útgjöldum jafnt á milli ykkar, og varðandi afborganir af íbúðinni fyndist mér alveg sanngjarnt að þú borgaðir að minnsta kosti einn þriðja af þeim útgjöldum án þess að eignast endilega nokkuð í íbúðinni, finndist ekki sanngjarnt að hún ætti að sjá einungis um þá greiðslu þó að hún ætli sér að halda áfram að eignast hana, þú ert í raun að greiða smá "leigu" til hennar. Ekki sanngjarnt að þú farir að eigna þér eitthvað sem hún hefur kannski lagt mikið á sig til að eignast.


Og nota bene, þetta er víst það sem að gerist þegar maður flytur að heiman og fer að leigja, hendir út endalausum pening í hverjum mánuði og eignast aldrei neitt, en er víst því miður partur af því að standa á eigin fótum og eiga þak yfir höfuðið.....

Grjona | 10. apr. '15, kl: 07:00:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahahaha

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

presto | 10. apr. '15, kl: 08:16:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver er þinn kostnaður á mánuði, circa?

Manni88 | 10. apr. '15, kl: 12:31:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

100 þús

presto | 11. apr. '15, kl: 21:52:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það telst nú ekki mikið fyrir fæði og húsnæði.

Myken | 11. apr. '15, kl: 20:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afhverju ertu enn tha ad borga leiguna ef thu byrd ekki thar


----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

She is | 11. apr. '15, kl: 21:02:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hann er ekki viss með dömuna, hún skuldar svo mikið. Kannski finnur hann aðra sem er meira hot og ríkari og vill ekki flytja inn á hana í hvelli eins og plastpokakarl.

pafugl | 9. apr. '15, kl: 17:10:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það bjargar þessu alveg

Ruðrugis | 9. apr. '15, kl: 19:15:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Og hún þrífur vel og er góð í rúminu! Draumur hvers manns.

fjörmjólkin | 10. apr. '15, kl: 22:48:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha ég skransaði einmitt þar og las aftur yfir og bara "Stendur þetta virkilega þarna???"

alboa | 9. apr. '15, kl: 16:32:00 | Svara | Er.is | 4

Hafandi verið í sömu stöðu og hún þá skil ég hana vel. Ég tók það ekki í mál að minn sambýlismaður myndi eignast eitthvað í minni íbúð og hefði látið útbúa plagg um að hún væri mín séreign ef við hefðum gifst. Á sama tíma var hans bíll hans einkaeign og hann sá um að reka hann að mestu (ég keyrði hann aldrei). Allt annað deildum við á milli okkar og fór það eftir fjárhagsstöðu hvors okkar hvor tók hitann af hverju. Við rákum heimilið saman þó eignir hafi verið aðskildar (og skuldir). Við borguðum bæði matinn og annað sem þurfti. Allt tengt heimilinu var á mínu nafni og þar með borgað af mér en hann tók annað á sig í staðinn.


kv. alboa

dekkið | 9. apr. '15, kl: 17:09:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil þig vel. ÞEgar ég flutti inn á manninn minn þá sá hann reyndar um að borga af sínum reikningum áfram og ég sá um reksturinn.
Svo seldi hann íbúðina og við keyptum saman. Ég fékk 20% og hann 80% þar sem hann í raun lagði út allan peninginn í íbúðina. Erum svo gift í dag og eigum 50/50. 

Dalía 1979 | 9. apr. '15, kl: 17:03:14 | Svara | Er.is | 3

Best í ykkar stöðu að hafa fjármálin í sundur ekki saman þú lætur hana hafa vissa upphæð á mánuði í leigu  þið kaupið saman í matinn ..og passaðu  að láta ekki nota þig alltof algengt að maður heyrir að menn setji allt sitt í kvenfólkið svo er þeim sparkað út ...

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 17:04:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er það sem ég er að segja... verð kannski búinn að borga skuldir hennar upp á milljón eða svo og svo sparkað út.... Hef enga tryggingu..

Dalía 1979 | 9. apr. '15, kl: 17:55:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei einmitt svo margir sem eru búnir að vera saman i mörg ár og eru ekki með sameiginleg fjármál 

gruffalo | 10. apr. '15, kl: 14:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Af hverju ertu að borga skuldirnar hennar? Þú ættir að borga leigu og uppihald ykkar... ekki hennar persónulegu skuldir.

gruffalo | 10. apr. '15, kl: 14:51:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er eitthvað að?

gruffalo | 9. apr. '15, kl: 17:09:33 | Svara | Er.is | 3

Hún þrífur? En ekki þú eða?

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 17:11:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hún er mjög mikið fyrir að þrífa - ég er líka duglegur í því.. :)

gruffalo | 9. apr. '15, kl: 17:12:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var bara að velta því fyrir mér hvers vegna þú tókst fram að hún þrifi, þar sem það gera það n ú flestir.

GuardianAngel | 9. apr. '15, kl: 17:13:28 | Svara | Er.is | 2

Eg skil alveg að hun vilji ekki að þu sert lika skraður fyrir ibuðinni. En mer þykir samt fáranlegt ef hun er ekkert að taka þatt i neinu öðru. Hvernig færi hun að ef hun væri ekki i sambandi? En hinsvegar skil eg lika þina hlið og eg myndi ekki nenna þessu.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 17:29:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Frústrerandi - Ég á smá pening sem ég hef unnið hörðum höndum að. Ég borga t.d. fyrir allar sumarbústaðaferðir allavega 5x40 þús. Hún hefur einu sinni keypt í matinn frá áramótum. Það var búið að loka á netið hjá henni vegna vanskila og meira og minna allt komið í alvarleg vanskil... Það er frústrerandi að geta ekki leyft sér neitt....

GuardianAngel | 9. apr. '15, kl: 17:49:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað eru þið búin að vera lengi saman?

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

GuardianAngel | 9. apr. '15, kl: 17:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Djók .. 3 ár með hléum sé það núna.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 17:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum búin að vera saman með hléum í 3 ár. On/OFF en frá áramótum höfum við búið saman og verið 90% af tímanum hjá henni. Sjálfur er ég með íbúð sem við erum einstaka sinnum í...

GuardianAngel | 9. apr. '15, kl: 17:54:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig grunar að þú sért hérna að trolla eitthvað..

En ef ekki... sérðu einhverja framtíð með henni? Afhverju býrðu hjá henni en ert samt að borga leigu annarstaðar?
Þið þurfið væntanlega að ræða þetta fyrirkomulag. Hvað verður um húsið hennar ef þið hættið saman?

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 17:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að trolla. Var í leiguhúsnæði og er enn að greiða af því (uppsagnarfrestur). Hún vill frekar vera í sínu húsnæði (stærra og flottara). Ef við hættum saman þá verður hún bara í sínu húsnæði og reynir að berjast við að halda því þrátt fyrir margra mánaða vanski. Ég er alvarlega að athuga minn gang en framtíð með henni.... hmm ég held ekki ef ég hugsa alvarlega út í það...

GuardianAngel | 9. apr. '15, kl: 18:04:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fyrst að þú telur ekki að sambandið ykkar eigi sér framtíð að þá er þetta ekkert flókið i rauninni. Þá þurfið þið vænranlega að setjast niður og ræða málin og athuga hvort þið seuð á sömu blaðsiðuni. Hinsvegar þætti mer alveg eðlilegt að þu borgir henni leigu og skiptið niður reikningum sem að þið eigið bæði þátt i að stofna. Eg myndi aldrei samþykja að hinn aðilinn eignist hús aleinn með sinum launum og ekkert öryggi fyrir mig og eg þyrfti að sjá um allt hitt.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 18:07:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er rétt - Skuldirnar sem ég er að tala um er í raun hennar einkaneisla þegar við vorum ekki saman. Tel eðlilegt að ég greiði eins og internet, hússjóð og annað...

GuardianAngel | 9. apr. '15, kl: 18:13:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Já akkúratt. Það er ekki eðlilegt að þu sert að borga eldri skuldir frá henni sem koma þer ekkert við miðavið stöðuna a sambandinu ykkar og allt aðskilt og þu auglhoslega ekki nægilega sáttur.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 18:21:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og það er í raun sama hvert við förum, (apótek, versla, bíó, út að borða) þá borga ég alltaf.... Þó svo að hún skuldi pening þá er allt í lagi að gefa manni allavega afmælisgjöf vitandi það að hún á efni á því...

Dalía 1979 | 9. apr. '15, kl: 17:58:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ef þið rekið sitthvort heimilið þá kemur þu bara með nesti í poka og öfugt eða flytjið saman á annað hvort heimilið og deilið saman matar innkaupum interneti sima og svona þessu helsta svo lætur þu hana hafa sma leigu 

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 18:01:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þyrfti bara að koma húsnæðinu sem ég var í útleigu (hélt í það því leigan er svo lág)

lillion | 9. apr. '15, kl: 18:22:22 | Svara | Er.is | 6

Ég myndi gleyma þessu.
Ef það er ekkert barn í spilinu og þið bæði svona myndarleg enþá hehe ?.
Erfitt að standa í svona peningaveseni með maka. Hún virðist hafa spilað rassinn úr buxunum óþarfi fyrir þig að redda því fyrir hana.

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 18:27:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rétt - það er búið að vera endalaust ,,drama,, og alltaf eitthvað í gangi. hún vildi til að mynda ekki fara með mér út úr bænum um páskana til að hitta familíuna,... kaus frekar að vera í bænum og helminginn af tímanum var hún að djamma og djúsa...

lillion | 9. apr. '15, kl: 18:32:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara eitt í stöðunni.
Nú í versta falli byrjið þið bara saman aftur seinna, eina ferðina enn ??

Manni88 | 9. apr. '15, kl: 18:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Bara eitt í stöðunni ? As in run away ?

lillion | 9. apr. '15, kl: 20:02:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ef þú vilt það

ardis | 9. apr. '15, kl: 18:34:23 | Svara | Er.is | 0

50/50 er eðlilegt eða einhver eignamyndun, skil reyndar ekki hvað útlit ykkar og kynlíf kemur málinu við

ingbó | 9. apr. '15, kl: 18:47:51 | Svara | Er.is | 1

Eðlilegt væri að þið borguðuð 50/50 í mat, hreinlætisvörur, skemmtanir - en hún á að sjá um sínar skuldir, bæði það sem þú kallar einkaskuldir og húsnæðisskuldir.  

Skreamer | 9. apr. '15, kl: 20:48:28 | Svara | Er.is | 2

Ætlast þú til þess að fá að búa í íbúðinni án þess að leggja út fyrir því?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Skreamer | 9. apr. '15, kl: 20:51:17 | Svara | Er.is | 0

Þetta er svona semí hjá þér, hefði sleppt þessu með "bæði myndarleg" og kynlífið.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

lagatil | 9. apr. '15, kl: 20:57:57 | Svara | Er.is | 1

Þú verður að biðja hennar.

T.M.O | 9. apr. '15, kl: 21:06:30 | Svara | Er.is | 3

ef þú ert ekki kominn á það stig að vera tilbúinn að leggja allt undir í þessu sambandi þá væri mjög skynsamlegt að hún kláraði sín mál eða gerðu þau allaveganna viðráðanleg áður en þú ert að blanda þínum fjármálum inn í hennar. Ef þið ákveðið að það sé rétt ákvörðun fyrir sambandið að þið byrjið að búa saman þá væri eðlilegt að þú borgaðir "leigu" ákveðna upphæð og svo deilduð þið kostnaði við mat og annað. Þú getur gert henni lífið léttara þar sem það er ódýrara að reka heimili tveir en einn, en það er ekki þitt hlutverk að bjarga henni. Svona dæmi geta verið botnlaust svarthol og þið endið bæði eignalaus.

Manni88 | 10. apr. '15, kl: 01:02:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað er eðlilegt og sanngjarnt að leggja sitt af mörkum fjárhagslega.... en það er bara niðurdrepandi að borga 8 mán gömul vanskil (þegar þau komu til þegar ég var ekki í sambandi með henni)... Þegar ég kom aftur inn í sambandið var allt komið í lögfræðing og vesen...

T.M.O | 10. apr. '15, kl: 01:12:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þessvegna er alveg fullkomnlega eðlilegt að þú íhugir hvort þú eigir að setja sjálfan þig inn í þessar aðstæður. Það er alveg hægt að vera par og ekki fórna fjárhagslegri framtíð sinni fyrir hinn aðilann. Ef hún er ekki búin að semja og ganga frá þessum málum þá getur þú átt á hættu að horfa á hana missa allt frá sér og ef þú ert kominn á kaf þá átt þú eftir að eiga minna en ekkert eftir. Hvernig vilt þú hafa lífið eftir 2 ár?

Grjona | 10. apr. '15, kl: 06:59:46 | Svara | Er.is | 1

Gott að vita að þið séuð bæði myndarleg en hvaða máli skiptir það?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

svartasunna | 10. apr. '15, kl: 07:19:02 | Svara | Er.is | 11

Èg hef verid med adskilin fjármál.
Èg átti húsid og borgadi lánid, hann borgadi "leigu" til mín.
Allt annad var borgad 50/50 sem var sameiginlegt.

All sèr borgudum vid í sitt hvoru lagi, t.d. einkaneysla og skuldir.

Vorum bædi mjög ómyndarleg, hann threif og kynlífid var í medallagi.

______________________________________________________________________

1122334455 | 10. apr. '15, kl: 17:47:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL með síðustu setninguna.

svartasunna | 10. apr. '15, kl: 19:43:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ERTU AD LOLLA AD LJÓTU FÓLKI THARNA LOLLARINN THINN!!!!
Svo failudum vid líka í ljótleikanum, thví vid hættum saman, èg vil ekki vera falleg einstæd módir sem tharf ad thrífa sjálf!!!!

______________________________________________________________________

svartasunna | 10. apr. '15, kl: 19:45:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

...og stunda sjálfskynlíf....fokk!

______________________________________________________________________

presto | 10. apr. '15, kl: 08:21:39 | Svara | Er.is | 2

Mér dytti ekki í hug að stofna sameignarfélag með manni sem ég væri í "on-off" sambandi með. Átt þú enga eign sjálfur?
Er þetta framtíðarsamband í þínum augum? Viltu blanda þínum fjármálum við hennar og stofna fjölskyldu með henni?
Ef hún er málið skaltu undirbúa rómantískt brúðkaup, í hjúskap áttu kröfu á helming eigna hennar og hefur líka erfðarétt. 
Ef ekki er spurning um að spara síns peninga, borga eðlilega leigu og ca. Helming í heimilisrekstri.

presto | 10. apr. '15, kl: 08:26:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Brúðkaup átti að vera "bónorð":)

Manni88 | 10. apr. '15, kl: 12:41:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé fram á að þeta verði strögl næsta árið vegna hennar skulda, ef ég myndi borga þær allar þá ætti ég ekki neitt eftir. Á ekki fasteign en er skldlaus fyrir utan LÍN og á bíl og smá aur... Ég er líka að hugsa þetta út frá 10 árum fram í tímann að þá á hún kannski eignina skuldlausa alein en ég búinn að eiða mestum af mínum sparnaði í sambandið....

Alpha❤ | 10. apr. '15, kl: 12:44:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já nei myndi ekki gera það. Myndi setja bara í sparnað á mánuði það sem jafngildir leigu á íbúð.

She is | 10. apr. '15, kl: 12:45:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það væri algjörlega absúrt að þú færir út úr sambandi eftir 10 með ekkert og hún sæti eftir í íbúðinni. Þið verðið að gera ráðstafanir til að slíkt kom ekki til. En að selja þessa íbúð, hún greiði upp sitt og á þá kannski smá aur til að leggja í aðra íbúð með þér?

1122334455 | 10. apr. '15, kl: 17:49:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þetta samband hljómar ekki nógu stabílt til þess að ég myndi ráðleggja þeim að kaupa saman eign.

presto | 12. apr. '15, kl: 17:25:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dettur þér í hug að vera með manneskjunni næstu 10 árin án þess að þið t.d. Giftið ykkur? Og nei, sorrí eignin verður alls ekki skuldlaus á 10 árum (hvað er þetta langt lán annars?)
Leggðu endilega fyrir í sparnað sem þú getur svo lagt í húsnæðiskaup þegar það er tímabært. 100.000kr í fæði og húsnæði er góður díll og ekki grunnur að teljandi eignamyndun í dag, því miður.
(Settu það sem sparast þegar þú hættir að greiða leigu hinu megin í sparnað)

Felis | 10. apr. '15, kl: 08:26:27 | Svara | Er.is | 4

ertu að eignast eitthvað í íbúðinni sem þú ert/varst að leigja? Af hverju ættirðu þá að eignast eitthvað í íbúðinni hennar þó að þú búir hjá henni?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Manni88 | 10. apr. '15, kl: 20:44:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei eignðist ekki í leiguíbúðinni eðlilega... en ég lagði til yfirtöku á hluta lána á ,,hennar,, íbúð og myndi eignast hluta á móti. Þannig væri allavega meiri hvati til að greiða meira... þ.e. þú ert með eign at the end of the day

BlerWitch | 10. apr. '15, kl: 08:40:57 | Svara | Er.is | 4

Fyrst þið eruð bæði myndarleg þá myndi ég ekki hafa áhyggjur af þessu.

She is | 10. apr. '15, kl: 09:36:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

og vonandi bæði mjó og góð í rúminu.

Zagara | 10. apr. '15, kl: 09:44:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"Hún er góður kokkur og kynlífið er æðislegt, hún þrífur og hefur allt tipp topp."




Einu er allavega svarað í upphafsinnlegginu ;)

She is | 10. apr. '15, kl: 09:45:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hjúkket :) ég hélt að lífið væri þannig að maður gæti ekki fengið allt sem maður vildi :/

saedis88 | 10. apr. '15, kl: 12:45:28 | Svara | Er.is | 12

þetta er fyndin umræða. 


Einu sinni kom umræða um konu sem bjó í íbúð með kærasta sínum sem hann átti, hún borgaði ekki leigu en hún borgaði allt annað, mat og þesháttar og allar bara "voða fínn díll fyrir hann, hann eignast og eignast í húsinu sínu og þú eignast ekkert og hann fær bara frían mat, þvílík flottheit" 


En núna þegar þetta snýst við og húseigandinn er skuldug kona, hann fær ekki að borga með henni í húsinu því þetta er jú HENNAR hús. en hann á að borga allt? 


wtf?

Alpha❤ | 10. apr. '15, kl: 12:59:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já ég var að hugsa það nákvæmlega sama :/ man eftir þeirri umræðu. Svipað tilfelli en allt önnur svör.. 

Gale | 12. apr. '15, kl: 01:51:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Sama hér.

Það er greinilega ekki sama hér hvort það er Jón eða Séra Jóna.

Þönderkats | 10. apr. '15, kl: 15:02:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ekki verið að segja að það sé eðlilegt að þau skipti með sér útgjöldum, hún borgi sitt húsnæði sjálf og hann borgi smá í leigu? Það segja flestir að það sé asnalegt að hann borgi hennar skuldir líka. Eina sem er verið að segja er að það sé eðlilegt að hún vilji halda íbúðinni, og það er eðlilegt að hann borgi eitthvað í leigu, en þau eiga að deila uppihaldi og öðrum útgjöldum og hann á ekki að sjá um hennar skuldir.

saedis88 | 10. apr. '15, kl: 15:03:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fer náttúrulega allt hvernig litið er á það og hvernig sambandið er, td. í minni stöðu er ég veikari einstaklingurinn í fjármálum, ég er bæði með börn á framfæri, mun lægri innkomu  og með yfirdrátt og smáskuldir á bakinu og kærasti minn hefur hjálpað mér með það og ég sé ekert að því. 

Þönderkats | 10. apr. '15, kl: 15:06:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er ekkert að því ef hann vill og hefur efni á því, þá er það bara hið besta mál. Ég held að hann sé að fá þessi svör líka því þetta er on/off samband svo það virðist ekki vera alvarlegt, bili allavega og hann nefnir engin börn. Þegar sambandið er alvarlegt og börn til staðar og aðrar skuldbindingar þá er þetta annað finnst.

Felis | 10. apr. '15, kl: 15:08:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekkert að því, en þó að kærastinn hafi hjálpað þér með þín fjármál þá þýðir það ekki að hann eigi rétt á að eignast íbúðina þína. 


mér hefur amk aldrei dottið í hug að kærastinn minn væri að eignast hlut í íbúðinni minni þó að hann borgi hluta af framfærslu- og húsnæðiskostnaðinum í sambandinu. 
En hinsvegar núna þegar við erum (vonandi) að kaupa nýja eign saman þá verður það bara 50/50 eign þó að útborgunin muni koma frá sölu á eigninni minni. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

alboa | 10. apr. '15, kl: 15:28:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég hjálpaði alveg mínum fyrrverandi sambýlismanni að ráða við hans skuldir, í því fólst að reka heimilið saman. Mér sýnist flestir hér vera að gagnrýna að hann sé að halda úti sinni íbúð en samt taka svona mikla ábyrgð af hennar skuldum á sig. Ég sé ekki að kynin skipti máli hér. Fólk þarf að passa upp á sitt og sín fjármál líka þegar það byrjar í sambúð.


kv. alboa

Manni88 | 10. apr. '15, kl: 20:52:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Matur, bensín, viðhald á bílnum + áfengi sem ég borga einn er ca 60-70 þús á mánuði.... mér finnst það alveg ágætis leiga...

choccoholic | 11. apr. '15, kl: 10:49:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hversu há er greidslan af húnædinu med öllu? Hússjódi, fasteignagjöldum, sorphirdu, hita, rafmagni og slíku? Efast um ad þad sé minna en 70.000 á mánudi... annars tek ég undir med hinum um ad þid ættud ad halda fjármálunum adskildum.

Manni88 | 11. apr. '15, kl: 23:25:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

með lánum og öllu ca 170

Manni88 | 10. apr. '15, kl: 20:48:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þarna hittiðru naglann á höfuðið - krafan er að ég borgi allt nema af sjálfum lánunum, þ.e. mat - hússjóð - hita rafmagn - internet - bílinn og bensín (hún hefur aldrei sett bensín á bílinn frá því að við ittumst þó hún noti hann svipað mikið og ég). Sjálfur borga ég fyrir allt viðhald á bílnum. Fimmþúsundkallarnir sem ég er að leggja út mjög reglulega eru fljótir að telja...

Glosbe | 10. apr. '15, kl: 20:52:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en þú borgar ekkert fyrir húsnæði?

Manni88 | 10. apr. '15, kl: 20:57:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei - ég er ekki að borga af sjálfum húsnæðislánunum enda er þetta 100% hennar eign. Borga hússjóð - mat og fleira uppihald sem nemur allavega 60-70 þús á mánuði. Á ég s.s. að borga allann matinn og kostnað við daglegann rekstur + húsaleigu ?? Finnst það ekki fair þegar ég er ekki að eignast neitt í íbúðinni. Hún er þá bara freerider..

Glosbe | 10. apr. '15, kl: 20:59:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er hún að borga af húsnæðinu á mánuði?
Ég held að þú sért að sleppa nokkuð vel. Þú borgar ekkert fyrir húsnæði, engin leiga.

Manni88 | 10. apr. '15, kl: 21:01:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ca 120 þús, en vanskilin eru orðin margra mánaða og fleiri vanskil upp á rúmlega milljón... ég er enn að borga af hinu leiguhúsnæðinu en það er um 50 þús.

Glosbe | 10. apr. '15, kl: 21:05:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ææ. leiðinlegt. það er auðvitað roslega dýrt að búa á tveimur stöðum.

Zagara | 10. apr. '15, kl: 21:14:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hún ekki að fara í gjaldþrot fyrst að hún er með margra mánaða vanskil á bakinu? Hvða er hún að nota peninginn í ef 120þ er það eina sem hún leggur út fyrir samkvæmt þér?

Manni88 | 10. apr. '15, kl: 21:22:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er aukalán á eigninni ca 30 þús... með hússjóði og fasteignagjöldum nálgast þetta 180 per mánuð... 180 þús x 6-8 mán vanskil gera háa upphæð, fyrir utan lausaskuldir (vísa og yfirdr). Hún leggur allann sinn pening í þessi vanskilin, ég þarf að sjá um allt hitt.... sé varla fyrir endann á þessu...

Zagara | 10. apr. '15, kl: 21:33:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá finnst mér alveg sanngjarnt að annaðhvort taki hún sjálf ábyrgð á þessum vanskilum með því að borga allt hitt til jafns við þig eða að hún leyfi þér að eignast eitthvað í íbúðinni fyrst að þú ert að hjálpa henni að skera hana úr snörunni.


Það er kannski mikilvægast að horfa vel á ykkar samband. 3 ár er langur tími en ef að það er eitthvað sem vantar upp á traustið þá er kannski spurning um að þú skoðir vel hvernig þínum hagsmunum er best borgið. Það er líka blóðugt að hjálpa öðrum og ef eitthvað gefur eftir að eiga ekkert þegar þú gætir hafa safnað til að eignast þitt eigið.


Mér finnst þetta allavega vera eitthvað sem ég skil vel að þú ert að spá í.

Manni88 | 10. apr. '15, kl: 21:37:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er eins og maður sé að borga í botnlausa hýt. Ekki er ég nískur eða neitt þannig, þvert á móti.... en þegar maður sér ekki fyrir endan á þessu (skuldunum hennar) þá finnst manni eins og maður sé að skera hana úr snörunni... Og hvað gerist svo ef ég hendi inn nánast öllum mínum sparnaði til að borga lungann af vankilunm ?? Hvað ef hún dömpar mér... hef engar tryggingu...

ingbó | 10. apr. '15, kl: 21:42:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg ljóst að hún notfærir sér og/eða þið alveg svakalega léleg í að tala um ykkar mál.  

saedis88 | 10. apr. '15, kl: 23:23:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er hrikalega erfið staða, það er ömurlegt að vera í svona skuldum og sjá ekki fyrir endann á því, þannnig þú þarft að gera það upp við þig hvort þú viljir vera með þeessari stelpu og aðstoða hana í þesusm fjárhagskröggum, ef svo þá mæli ég með að fara í bankann og semja um þetta, fara í fjármálaráðgjöf og halda úti bókhaldi, því fyrr sem þetta er borgað upp því fyrr klárast þetta. Þannig þú þarft að gera upp við þig hvort þu´viljir vera partur af því. 

Glosbe | 10. apr. '15, kl: 21:15:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrirgefðu hvað ég hef svarað þér leiðinlega.

Væri möguleiki að búa alveg saman og borga þá af einu húsnæði. Semsagt þú borgar "leigu" og hún getur samið og borgað upp vanskilin.
Með tímanum, ef þið verðið lengi saman þá eigið þið heimilið saman.

ingbó | 10. apr. '15, kl: 21:41:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Rangt - ef hann borgar allan mat ofan í stúlkuna, bensínið, þó hún noti bílinn og hússjóðinn - þá mundi ég nú segja að hann væri búinn að greiða leiguna - og vel það.  

Glosbe | 10. apr. '15, kl: 20:49:22 | Svara | Er.is | 0

Spurning með að þú borgir leigu.

Glosbe | 10. apr. '15, kl: 20:52:02 | Svara | Er.is | 0

Svakaleg krísa sem þið þó myndarlega séuð þurfið að tækla.
úff, það sagði enginn að þetta væri auðvelt, lífið sko.

bogi | 10. apr. '15, kl: 23:11:11 | Svara | Er.is | 3

Ég vil svara öðruvísi en flestir aðrir hérna - því ef ég er í sambandinu með einhverjum þá er það á jafningjagrundvelli. Það er kannski eðlilegt að gera einhvern kaupmála, en ef ég bý með manneskju þá er allt okkar sameiginlegt, þar á meðal fasteignir. Í svona stöðu myndi ég gera samning um að eftir einhvern X tíma færi ég að eignast eitthvað í íbúðinni, eða þá leggja til að íbúðin yrði seld og ný keypt sameiginlega.

 

Ekki séns í helvíti að ég myndi vera að eyða mörgum árum í að reka heimili með manneskju sem er að eignast fasteign og ég ekki neitt.

Manni88 | 11. apr. '15, kl: 01:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi íbúð er mjög fín og nægilega stór þannig að við erum trúlega ekki að fara að kaupa aðra...Frekar að gera afsal uppá 30% eignarhluta til að byrja með og svo koll af kolli í samráði við bankann.... Í sambandi er miklu meira öryggi ef báðir eru að eignast hluta í eigninni... Annars væri ég bara maki sem væri að leigja af kærustunni....

þórðurþ | 11. apr. '15, kl: 02:57:14 | Svara | Er.is | 2

Auðvitað er hún að nota þig þín skrif sýna að þú ert ekkert of skarpur og hún er hottís og er að bíða eftir að ná í etthvað skárra sem getur séð almennilega fyrir henni þannig að gefðu henni sparkið á undan það fer sérlega ílla í stelpur sem halda að sólin snúist kringum rassgatið á þeim

Manni88
fálkaorðan | 11. apr. '15, kl: 19:40:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvaða máli skiptir heitleiki og $$$?


Hún er kannski bara best sett án þín, nema hún sé svona tjíp eins og þú líka.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Manni88 | 11. apr. '15, kl: 19:43:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún væri trúlega orðin húsnæðislaus án mín og komin á féló... þannig að...

fálkaorðan | 11. apr. '15, kl: 19:45:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mindi hún missa vinnuna án þín? Rosalega líturðu stórt á þig.


Það er alveg rétt að spá í fjármálunum og hvað fólk er að setja peningana sína í þegar fólk er að byrja sambúð. Það er bara allt annað sem þú skrifar hérna sem hrópar lúser. Hugsaðu aðeins út í það.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Manni88 | 11. apr. '15, kl: 19:52:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hefði kannski átt að minnast á það að hún var atvinnulaus í um eitt ár, ég reddaði henni vinnu og er hún búin að vera þar í 2 mán. Lúserar hjálpa ekki öðrum þannig að ...

fálkaorðan | 11. apr. '15, kl: 19:53:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Algerlega. Allt sem þú skrifar hrópar lúser.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Manni88 | 11. apr. '15, kl: 21:41:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér er saman hvað þér finnst.... ómálefnaleg, verður að kynnar þér málin betur áður en þú kemur með sleggjudóma..

sigmabeta | 12. apr. '15, kl: 10:07:47 | Svara | Er.is | 0

Þú átt ekki að eignast neitt í íbúð manneskju sem þú hefur verið í sambandi með með hléum. Það er hins vegar sjálfsagt að þú borgir henni leigu ef þú býrð hjá henni, og að hún borgi sínar eigin skuldir.

ballz | 12. apr. '15, kl: 19:24:41 | Svara | Er.is | 0

góð regla sem ég notaði ..okey, hver er uppáhaldsstafurinn þinn?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Síða 10 af 48836 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Guddie, Paul O'Brien